Auglýsing

Seðla­banki Íslands hefur und­an­farna mán­uði birt tvær skýrslur þar sem hann rann­sakar sjálfan sig. Sú fyrri, sem fjall­aði um 500 milljón evra neyð­ar­lán til Kaup­þings á neyð­ar­laga­dag­inn 6. októ­ber 2008, var fjögur ár í vinnslu. Þegar hún kom loks út í lok maí 2019 var nið­ur­staða hennar aðal­lega sú að eftir á að hyggja hefði ekki átt að veita lán­ið, en að það hafi þó ekki verið „rangt sjón­ar­mið miðað við aðstæð­urnar og þær upp­lýs­ingar sem þá lágu fyr­ir. Allt orkar tví­mælis þá gjört er og ekki er alltaf við­eig­andi að nota ein­ungis mælistikur upp­lýs­inga síð­ari tíma þegar ein­stakar ákvarð­anir eru metn­ar.“ 

Í skýrsl­unni voru sára­litlar nýjar upp­lýs­ingar um veit­ingu láns­ins og ráð­stöfun þess, en rúmur helm­ingur þess, 36 millj­arðar króna, tap­að­ist. Nið­ur­staða bank­ans var að ekki sé hægt að draga ein­hlítar álykt­anir um ráð­stöfun láns­ins á grund­velli þeirra upp­lýs­inga sem bank­inn afl­aði sér. Hvorki var skoðað sak­næmi þeirra ráð­staf­anna sem stjórn­endur Kaup­þings gripu til við ráð­stöfun á neyð­ar­lán­inu né var kannað til hverra stór hluti fjár­mun­anna fór. Ekk­ert var farið yfir ráð­staf­anir sem gerðar voru innan Kaup­þings­sam­stæð­unnar dag­anna eftir að neyð­ar­lánið var veitt, og þangað til að bank­inn féll, annað en að kanna hvert fjár­munir fóru út af þeim reikn­ingi sem lagt var inn á. 

Þar er til að mynda ekk­ert fjallað um Lindsor-­mál­ið, sem lög­reglan í Lúx­em­borg lauk rann­sókn á í októ­ber 2018 og liggur nú hjá rann­sókn­ar­dóm­ara þar í landi til ákvörð­unar um hvort að stjórn­endur Kaup­þings verði sak­sóttir vegna þess eða ekki. Málið snýst um lán til félags­ins Lindsor Hold­ing upp á 171 milljón evra 6. októ­ber 2008. Lindsor var, sam­kvæmt gögnum rann­sak­enda hjá emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara og Fjár­mála­eft­ir­lit­inu og yfir­heyrslum yfir þeim sem að mál­inu komu, stýrt af stjórn­endum Kaup­þings. Hægt er að lesa allt um Lindsor-­málið hér. 

Auglýsing
Samandregið þá svar­aði skýrsla Seðla­bank­ans um eigin verk engum þeirra spurn­inga sem stóðu eftir um neyð­ar­lán­ið. 

Önnur rétt­læt­ing­ar­skýrsla

Síð­ari skýrslan fjallar um gjald­eyr­is­út­boð sem Seðla­bank­inn stóð fyrir á árunum 2011 til 2015. Til­gangur útboð­anna var að vinna á hinni svoköll­uðu snjó­hengju. Þ.e. íslenskum krónu­eignum í eigu erlendra aðila sem vildu út úr íslensku hag­kerfi en gátu það ekki vegna þess að höft mein­uðu þeim það. Ef höftin væru ekki til stað­ar, og krón­urnar fengið að flæða óhindrað út, myndi það hafa alvar­leg áhrif á greiðslu­jöfnuð Íslands. Þess utan átti Seðla­bank­inn ekki gjald­eyri til að skipta snjó­hengju íslensku krón­anna í. 

Um var að ræða tvenns konar útboð. Ann­ars vegar þar sem rík­is­skulda­bréf voru seld, aðal­lega til líf­eyr­is­sjóða. Hins vegar var mun umfangs­meiri leið, fjár­fest­ing­ar­leið­in, þar sem nán­ast allir sem áttu upp­haf­lega 50 þús­und evrur í lausu – lág­mark sem síðar var lækkað í 25 þús­und evrur – gátu fengið að ferja pen­inga inn í íslenskt hag­kerf­i. 

Leiðin bauð upp á allskyns ávinn­ing. Í fyrsta lagi feng­ust krón­urnar sem evr­unum var skipt í á allt að 20 pró­sent afslætti. Þ.e. við­kom­andi fékk mun fleiri krónur fyrir evr­urnar sínar með þessum hætti en ef hann myndi reyna að skipta þeim á skráðu gengi Seðla­bank­ans. Bank­inn var milli­göngu­að­ili fyrir þessi við­skipti en þeir sem tóku tapið voru eig­endur krón­anna sem vildu út. Vert er að taka fram að nær allir eig­endur slíkra króna hafa þurft að taka á sig annað gengi en skráð gengi við útferð. Mun­ur­inn er sá að í fjár­fest­ing­ar­leið­inni sat ávinn­ing­ur­inn eftir hjá völdum hópi ein­stak­linga, en í hinum leið­inum sat hann eftir hjá hinu opin­bera.

Í öðru lagi gátu þeir sem komu pen­ingum undan frá Íslandi fyrir banka­hrun­ið, og geng­is­fallið sem fylgdi, leyst út gríð­ar­legan geng­is­hagnað á meðan að venju­legt fólk sem kom engu undan þurfti að fara með flug­mið­ann sinn í bank­ann til að kaupa gjald­eyr­i. 

Í þriðja lagi bauð leiðin upp á það að aðilar sem áttu „skítugt fé“, þ.e. pen­inga sem ekki höfðu verið greiddir rétt­mætir skattar af, voru afrakstur glæp­a­starf­semi eða áttu að vera rétt­mæt eign kröfu­hafa við­kom­andi, gátu kom­ist í þvotta­vél fjár­fest­ing­ar­leiðar Seðla­banka Íslands og komið út tand­ur­hreinir og til­búnir til notk­un­ar. 

Ekki bara „um­deildir auð­menn“

Sam­tals komu um 1.100 millj­ónir evra til lands­ins á grund­velli útboða fjár­fest­ing­ar­leiðar eða 206 millj­arðar króna. Meg­in­þorri þeirra sem nýttu sér hana, 794 af 1.074 aðil­um, voru Íslend­ing­ar, sam­kvæmt skrif­legu svari til Alþingis frá sumr­inu 2017. Alls fékk allur þessi hópur 31 millj­arða króna virð­is­aukn­ingu fyrir það að nýta sér leið­ina. Af þeim fóru um ell­efu millj­arðar króna af virð­is­aukn­ing­unni til Íslend­inga en um 20 millj­arðar króna til erlendra aðila. Þessir aðilar not­uðu svo fjár­mun­ina í ein­hverjum til­fellum til að kaupa upp eignir á Íslandi á útsölu­verði eft­ir­hrunsár­anna. Í mörgum til­fellum var um sömu aðila að ræða sem báru mikla ábyrgð á því að sigla íslensku efna­hags­lífi í strand árið 2008. 

Í skýrsl­unni segir að rétt sé að „halda því til haga að það voru ekki ein­göngu umdeildir auð­menn sem voru í þeirri stöðu að eiga óskila­skyldan gjald­eyri. Tölu­verður fjöldi Íslend­inga sem áttu fast­eignir erlendis vegna búsetu seldu fast­eignir í tengslum við búferla­flutn­inga til Íslands og tóku þátt í fjár­fest­ing­ar­leið­inni. “ 

Auglýsing
Þetta er að öllum lík­indum rétt, þótt engin leið sé til þess að stað­festa þessa full­yrð­ingu Seðla­bank­ans þar sem hann neitar að birta nöfn þeirra sem fengu að nýta sér leið­ina. Það breytir því ekki að aug­ljóst er að meg­in­þorri þeirra fjár­muna sem fluttir voru til Íslands með þessum hætti fóru ekki í að kaupa fjöl­skyldu­í­búðir í Foss­vog­in­um. Fjöl­miðlar hafa get­að, með mik­illi fyr­ir­höfn og greftri í keyptum gögnum sem skilað var til fyr­ir­tækja­skráar rík­is­skatt­stjóra, sýnt fram á að margir sem falla undir hug­takið „um­deildir auð­menn“ nýttu sér sann­ar­lega fjár­fest­ing­ar­leið­ina til að ferja hingað til lands millj­arða króna. Sumir þeirra eru dæmdir glæpa­menn en aðrir hafa farið í gegnum upp­gjör þar sem þeir hafa ekki getað greitt skuldir sín­ar. Í sumum til­vikum var ekki gert grein fyrir eignum þeirra í skatta­skjólum í þeim upp­gjör­u­m. 

Þá blasir við að fjár­fest­ing­ar­leiðin var aðlað­andi tæki­færi fyrir ýmsa aðra en „um­deilda auð­menn“ til að þvo pen­inga. Aug­ljóst er að leiðin gat líka gagn­ast til að mynda erlendum glæpa­mönnum við að koma pen­ingum úr svarta hag­kerf­inu í vinnu og öðl­ast þannig lög­mæt­i. 

Afleitt eft­ir­lit með pen­inga­þvætti

Til að fá að taka þátt í fjár­fest­ing­ar­leið­inni þurfti að upp­fylla nokkur skil­yrði. Á meðal þeirra var að það þurfti að fylgja með stað­fest­ing þess að áreið­an­leiki við­kom­andi hefði verið kann­aði sam­kvæmt lögum um pen­inga­þvætt­i. 

Í skýrslu Seðla­bank­ans segir að „stað­fest­ingin skyldi gerð af hálfu milli­göngu­að­ila eða ann­ars aðila sem full­nægði kröfum lag­anna eða laut að mati Seðla­bank­ans bæði sam­bæri­legum kröfum og lögin gera og eft­ir­liti sam­bæri­legu því sem íslensk fjár­mála­fyr­ir­tæki lúta. Fjár­mála­fyr­ir­tæki báru því einnig þá skyldu að kanna fjár­festa, þ.e. við­skipta­menn sína, með til­liti til laga[...]um aðgerðir gegn pen­inga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka, og stað­festa áreið­an­leika þeirra gagn­vart Seðla­bank­an­um. Eft­ir­lit með því að fjár­mála­fyr­ir­tæki sinni skyldum sínum varð­andi pen­inga­þvætt­is­at­hug­anir er í höndum Fjár­mála­eft­ir­lits­ins. Seðla­bank­anum er ekki kunn­ugt um að gerðar hafi verið athuga­semdir við starf­semi milli­göngu­að­ila hvað varðar pen­inga­þvætt­is­kann­an­ir.“

Þetta ferli fór í meg­in­at­riðum þannig fram að fjár­festir leit­aði til íslensks banka og bað hann um að vera milli­lið í að færa pen­ing­anna sína í gegnum fjár­fest­ing­ar­leið­ina. Hann und­ir­rit­aði síðan pen­inga­þvætt­is­yf­ir­lýs­ingu um að hann væri raun­veru­legur eig­andi fjár­mun­anna sem verið var að færa og stað­fest­ingu á því að hann hefði ekki verið ákærður fyrir brot á lögum um gjald­eyr­is­mál.

Vanda­málið við þetta er að pen­inga­þvætt­is­eft­ir­lit íslenskra banka, og stjórn­valda, hefur nán­ast ekk­ert verið árum sam­an. Það fékk fall­ein­kunn hjá alþjóð­legu sam­tök­unum Fin­ancial Act­ion Task ­Force (FATF) í fyrra sem kröfð­ust þess að umfangs­miklar úrbætur yrðu gerð­ar, ann­ars yrði Ísland sett á lista yfir ósam­vinnu­þýð ríki. Fjár­mála­eft­ir­litið hefur frá þeim tíma fram­kvæmd athug­anir á því hvernig fjár­mála­fyr­ir­tæki hafi staðið sig í vörnum gegn pen­inga­þvætti. Fjár­mála­eft­ir­litið hefur birt nið­ur­stöðu úr einni athug­un, á stöðu mála hjá Arion banka. Sú nið­ur­staða, sem lá fyrir í jan­úar síð­ast­liðn­um, var á þá leið að fjöl­margar brotala­mir væru á þeim vörnum hjá bank­an­um. Meðal ann­ars hefði bank­inn ekki metið með sjálf­­stæðum hætti hvort upp­­lýs­ingar um raun­veru­­lega eig­endur við­­skipta­vina væru réttar og full­nægj­and­i. 

Auglýsing
Þegar ofan­greint er dregið saman er nið­ur­staðan þessi: Seðla­bank­inn taldi það ekki hlut­verk sitt að kanna hvort verið væri að nota hann sem pen­inga­þvotta­stöð heldur þeirra banka sem sinntu milli­göngu fyrir við­skipta­vini sína. Þeir bankar gerðu lítið annað en að láta þá við­skipta­vini kvitta upp á að pen­ing­arnir þeirra væru lög­mætir og þeirra og tóku svo þóknun fyrir að hleypa þeim í gegn. Ekki ein til­kynn­ing barst til pen­inga­þvætt­is­skrif­stofu stjórn­valda, þar sem árum saman starf­aði einn mað­ur, og sinnti engum frum­kvæð­is­rann­sókn­um. 

Ísland var galopið fyrir pen­inga­þvætti. Og Seðla­bank­inn bauð upp á kjör­leið fyrir þá sem vildu stunda það.

Við­ur­kennir „nei­kvæð hlið­ar­á­hrif“

Í skýrslu bank­ans um fjár­fest­ing­ar­leið­ina gengst bank­inn við því að aðgerð­inni hafi fylgt „ýmis nei­kvæð hlið­ar­á­hrif, eins og algengt er um aðgerðir af þessu tagi en þau jákvæðu áhrif sem að var stefnt með aðgerð­unum vega þó þyngra á vog­ar­skál­un­um.“ Til­gang­ur­inn, að létta á snjó­hengj­unni, hafi því helgað með­al­ið. Það sé ekki hlut­verk Seðla­banka Íslands að útdeila rétt­læti í sam­fé­lag­inu „með því að greina á milli æski­legra og óæski­legra fjár­festa, verð­ugra og óverð­ugra.“ Það sé ekki úrlausn­ar­efni hans. „Þótt deila megi um sann­girni þess var fátt sem Seðla­bank­inn gat gert til þess að stuðla að sann­gjarn­ari útkomu innan þess lag­ara­mma sem hann starfar undir og án þess að ganga gegn því mark­miði aðgerð­anna að stuðla að stöð­ug­leika.“

Bank­inn segir enn fremur að það sé ekki hans að taka afstöðu til þess hvort að fjár­fest­ing­ar­leiðin hafi leitt til mis­skipt­ingar auðs og tekna og jafn­vel fært auð til auð­kýf­inga á lág­skatta­svæð­um. Það sé Alþingis að gera það. Seðla­bank­inn gengst hins vegar við því að ekki sé hægt að úti­loka að aðgerðin hafi skekkt skipt­ingu tekna og auð­legðar með ein­hverjum hætti.

Seðla­bank­inn við­ur­kennir einnig að gagn­rýni á heim­ild félaga með aðsetur á lág­skatt­ar­svæðum til þátt­töku í fjár­fest­ing­ar­leið­inni hafi verið eðli­leg í ljósi sög­unn­ar. 

Í raun tekur Seðla­bank­inn undir alla gagn­rýn­ina um sem sett hefur verið fram á þessa opin­beru aðgerð í skýrsl­unni. Að hún hafi ekki gætt jafn­ræð­is, að hún hafi stuðlað að nei­kvæðum áhrifum á eigna­skipt­ingu, að hún hafi mögu­lega opnað á pen­inga­þvætti, að hún hafi gert „óæski­legum auð­mönn­um“ kleift að flytja hingað fé úr skatta­skjól­um. Og svo fram­veg­is. 

En samt finnst Seðla­banka Íslands, stofnun í eigu almenn­ings, aðgerðin hafa verið í lagi.

Firr­ing

Fjár­fest­ing­ar­leið Seðla­banka Íslands er eitt mesta hneyksli síð­ustu ára hér­lend­is. Kjarn­inn hefur verið leið­andi í umfjöllun um hana árum saman og dregið fram, oft með gríð­ar­legum erf­ið­leik­um, miklar upp­lýs­ingar um það órétt­læti og sam­fé­lags­skaða sem hún leiddi af sér. Enda gríð­ar­legir almanna­hags­munir undir í mál­in­u. 

Auglýsing
Það þarf að fara óháð rann­sókn fram á atferli Seðla­banka Íslands á árunum eftir hrun. Síð­ustu skýrslur hans sýna að sú þörf er brýn. Í þeirri óháðu rann­sókn, sem Alþingi hefur fullt vald til að setja í gang, ætti að meðal ann­ars að rann­saka ítar­lega neyð­ar­lána­veit­ing­una, fjár­fest­ing­ar­leið­ina og starf­semi Eigna­safns Seðla­banka Íslands (ESÍ) og dótt­ur­fé­lags þess Hildu, sem vann úr hund­ruð millj­arða króna eignum án nokk­urs gagn­sæis á síð­ast­liðnum ára­tug. 

Í sam­fé­lagi sem tekur sig alvar­lega, og telur sig sið­að, er ekki hægt að lifa með því að sú stofnun sem fer með stjórn pen­inga­mála bjóði upp á leið til að þvo pen­inga, að skammta völdum hópi þegna gríð­ar­legum tæki­færum til auk­innar eigna­mynd­unar og neiti árum saman að veita fjöl­miðlum upp­lýs­ingar um sjálf­sagða þætti starf­semi sinn­ar. Afstaða Seðla­bank­ans til eigin verka lýsir ein­hvers konar firr­ingu. Hann gengst við því sem hann gerði, en honum finnst það allt í lag­i. 

Með því að umbera hana verður lög­gjaf­inn, Alþingi, sam­sekur í þeirri firr­ingu.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Nichole Leigh Mosty
Kvennafrídagur 2020 og nokkra staðreyndir um stöðu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi
Leslistinn 24. október 2020
Óléttan sem allir þrá en enginn þorir enn að fagna
Það treystir sér varla nokkur maður að segja það upphátt. Þó að hún sé mikil um sig. Þyngri á sér en venjulega. Þó að hún sé einmitt á réttum aldri. En, er hvíslað í þröngum hópi, getur það mögulega verið að hún sé ólétt?
Kjarninn 24. október 2020
Yfirlitsmynd yfir fyrirhugað framkvæmdasvæði. Guli kassinn og blái þríhyrningurinn afmarka svæði 1. og 2. áfanga.
Vilja virkja vindinn á Mosfellsheiði
Ef áætlanir Zephyr Iceland ganga eftir munu 30 vindmyllur, um 200 MW að heildarafli, rísa á Mosfellsheiði. Fjölmargar hugmyndir að vindorkuverum bárust verkefnisstjórn rammaáætlunar en Zephyr telur óljóst að vindorka eigi þar heima.
Kjarninn 24. október 2020
Silja Dögg Gunnarsdóttir
Ostur í dulargervi
Kjarninn 24. október 2020
Íslands-Færeyja straumurinn (IFSJ) er sýndur með dökk fjólubláum lit á kortinu.
Uppgötvuðu hafstraum og kenna hann við Ísland
Norskir vísindamenn hafa borið kennsl á nýtt fyrirbæri í hafinu sem hefur umtalsverð áhrif á loftslag á okkar norðlægu slóðum. Hafstraumurinn hefur fengið nafnið Íslands-Færeyja brekkustraumurinn (e. Iceland-Faroe Slope Jet).
Kjarninn 24. október 2020
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri
Segir endurbata í ferðaþjónustu vera hröðustu leiðina úr kreppunni
Fyrrverandi seðlabankastjóri telur að aukin virkni ferðaþjónustunnar sé fljótvirkasta leiðin til að ná viðsnúningi í hagkerfinu.
Kjarninn 24. október 2020
Nasistar, rasistar, fasistar og hvíthettir – eða kannski bara einn stór misskilningur?
Viðbrögð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við fánamálinu hafa verið afgerandi – en embættið styður ekki með neinum hætti hatursorðræðu eða merki sem ýta undir slíkt. Það hefur þó ekki verið nóg til að lægja öldurnar á samfélagsmiðlum.
Kjarninn 24. október 2020
Meirihluti borgarstjórnar stendur á bak við þá sýn sem birtist í tillögunum að breyttu aðalskipulagi fram til ársins 2040.
Borgaryfirvöld vilja meiri borg og færri bíla
Borgaryfirvöld hafa kynnt breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur, sem framlengja núgildandi skipulag til ársins 2040. Háleit markmið eru sett um byggingu 1.000 íbúða á ári að meðaltali, alls rúmlega 24 þúsund talsins til 2040 ef vöxtur verður kröftugur.
Kjarninn 24. október 2020
Meira úr sama flokkiLeiðari