Nýir tímar á Norðurslóðum?

Framkvæma á fyrir um 15 milljarða á Keflavíkurflugvelli á næstu misserum, en lítið er um þetta rætt. Flokkur forsætisráðherra er andvígur NATO-aðild. Varaforseti Trumps, Mike Pence væntanlegur og vill ræða hegðun Rússa.

Auglýsing

Það hefur í raun mjög lítið verið fjallað um þetta, umræðan um 3ja orku­pakk­ann er held ég „söku­dólg­ur­inn“, en á næstu miss­erum fara fram í raun mjög umfangs­miklar fram­kvæmdir á vegum banda­ríska hers­ins á Kefla­vík­ur­flug­velli. Fyrir allt að 10 millj­arða króna. Um er að ræða fyrstu alvöru fram­kvæmd­irnar frá því að fór her­inn fór héðan árið 2006. Þá ætlar NATO að fram­kvæma fyrir um 4,5 millj­arða á næst­unni. Ísland greiðir eitt­hvað lítið brot af þessu og fær hér því í raun „allt fyrir ekk­ert.“

Þetta ger­ist á vakt­inni hjá VG, sem hefur haft það á stefnu­skrá sinni að Ísland gangi úr NATO, en nú er for­maður þess flokks for­sæt­is­ráð­herra. Í stefnu­skrá VG segir orð­rétt: „Ís­land segi sig úr NATO og biðj­ist afsök­unar á þátt­töku sinni í hern­að­ar­að­gerðum á þeirra veg­um.“ Lítið heyr­ist hins­vegar innan úr VG um þetta mál, sem hlýtur að valda ólgu í gras­rót flokks­ins. Hlýtur það að telj­ast nokkuð sér­kenni­legt. Einnig er ekk­ert að finna um NATO í stjórn­ar­sátt­mála núver­andi rík­is­stjórnar og reyndar allur kafl­inn um utan­rík­is­málin mjög almennt orð­að­ur.

Far­þega­þotu breytt í kaf­báta­leit­ar­vél

Fram­kvæmd­irnar sem á að ráð­ast í eru í raun mjög umfangs­miklar og miða meðal ann­ars  að því að gera aðstöðu fyrir nýj­ustu gerð kaf­báta­leit­ar­flug­véla, sem heitir P8-Pos­eidon, sem tekin var í notkun árið 2009.

Auglýsing
Um er að ræða breytta útgáfu af Boeing 737 far­þega­þotu, en þessi vél leysti af hólmi skrúfu­þot­una Lock­heed Orion, sem lengi hafði þjónað hlut­verki kaf­báta­leit­ar­vél­ar.

Nýja P8-Pos­eidon er um tvö­falt stærri heldur en Orion-­vélin og getur borið vopn gegn kaf­bátum (tund­ur­skeyt­i). Hún er því ekki bara kaf­báta­leit­ar­flug­vél.

Það er varla hægt að líta á þessar fyr­ir­hug­uðu fram­kvæmdir sem annað en við­brögð banda­rískra stjórn­valda við auk­inni umferð og „virkni“ Rússa á Norð­ur­slóðum á und­an­förnum árum. Eru þær í takti við aukin við­brögð (og áhyggj­ur) bæði Nor­egs og Sví­þjóðar við auknum umsvifum Rússa á N-Atl­ants­hafi og í Eystra­salt­inu. Þá hafa Bretar einnig fundið fyrir miklum breyt­ingum í þessum efn­um. 

Svíar opn­uðu aftur á Gotlandi

Til að mynda hafa Svíar aftur opnað her­flug­völl á Gotlandi í Eystra­salt­inu og Norð­menn hafa einnig nýlega tekið banda­rískar F35 orr­ustu­þotur í notk­un, sem eru þær full­komn­ustu í heimi. Þess má geta að leið fjöl­margra kaf­báta frá Rúss­landi liggur frá Múrm­ansk á Kola­skaga og fram hjá Nor­egi og þaðan í suð­ur, út á Atl­ants­haf, að Íslandi. Svæðið norður af Íslandi og við strendur Nor­egs er því eitt aðal „kaf­báta­svæði“ heims­ins, ef þannig mætti að orðið kom­ast.

Pútín hefur byggt upp her­inn

Þessi aukna virkni Rússa hefur verið í gangi í nokkur ár hefur það í raun verið mark­mið Vla­dimírs Pútíns, for­seta Rúss­lands, að efla og nútíma­væða rúss­neska her­inn (allar deildir hans). Hvati að því voru meðal ann­ars brestir sem komu ljós í stuttu stríði við Georgíu sum­arið 2008. 

Pútín hefur verið við völd og nán­ast eins­ráður í land­inu í um 20 ár um þessar mundir og sam­kvæmt skipun hans var Krím­skagi (sem til­heyrði Úkra­ínu) inn­limaður í Rúss­land árið 2014. Álíka „taktík“ beitti Adolf Hitler seint á þriðja ára­tug síð­ustu ald­ar, þegar hann inn­lim­aði Aust­ur­ríki og svæði í Tékkóslóvakíu inn í sitt þýska ríki. Rúss­land á í stríði við Úkra­ínu á landa­mærum ríkj­anna, meðal ann­ars vegna inn­limunar Krím­skag­ans.

Auglýsing
Árið 2016 eyddu Rússar um 4,5% af lands­fram­leiðslu til hern­að­ar­mála (þá um 60 millj­arðar doll­ara) en það er það mesta síðan Pútín tók við árið 2000. Rúss­land er þó langt í frá það ríki sem eyðir mestu til hern­að­ar­mála, þar tróna Banda­ríkin á toppnum og eyða marg­falt meira en næstu ríki. Árið 2015 eyddu Banda­ríkin um 600 millj­örðum doll­ara til hern­að­ar­mála.

Meiri við­vera á næst­unni?

En hvað ætl­ast menn fyrir hér á landi? Um það er í raun lítil sem engin umræða. Verður meiri við­vera af erlendum her (og hertól­um) hér á landi á næstu árum? Verður meiri loft­rým­is­gæsla? Verður hér t.d. stöðugt kaf­báta­eft­ir­lit þegar fram­kvæmdum er lok­ið? Varla ætla menn að fara að byggja upp aðstöðu og svo nota hana ekk­ert. Eru að verða umskipti í varn­ar­málum Íslands – er að hefj­ast nýr kafli? Og ætlar VG að kyngja þessu öllu sam­an? Eða er þetta með and­stöð­una við NATO bara meira til skrauts?

Í byrjun sept­em­ber kemur vara­for­seti Band­ríkj­anna í heim­sókn til Íslands, en hann mun einnig heim­sækja Írland og Bret­land í sömu ferð. Í til­kynn­ingu á vef Hvíta húss­ins segir að hér muni hann einmitt ræða þau mál sem þessi grein fjallar um, þ.e.a.s auk­inn við­búnað Banda­ríkj­anna og NATO hér á landi, sem og aukna „árás­ar­hegð­un“ Rússa (enska; agression).  

Pence „spotta­kipp­ir“

Það er ekki á hverjum degi sem svo hátt­settur valda­maður Banda­ríkj­anna kemur til Íslands og segja frétta­skýrendur og greina­höf­undar að Mike Pence sé í raun mjög valda­mik­ill vara­for­seti, sé virki­lega dug­legur við að „kippa í spott­ana“ á bak­við tjöld­in. Minnir hann að því leyt­inu til á ann­ars vara­for­seta, Dick Cheney, en hann þjón­aði sem vara­for­seti á valda­tíma George Bush yngri (2001-2009). Hann var einn af „arki­tekt­um“ inn­rás­ar­innar Banda­ríkj­anna inn í Írak árið 2003, sem einmitt Ísland var aðili að.

Vart er annað hægt en að túlka heim­sókn Pence öðru­vísi en aukna áherslu á mál­efni Norð­ur­slóða og N-Atl­ants­hafs­ins af hálfu banda­rískra yfir­valda. Og ekki er langt síðan utan­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna, Mike Pompeo, kom hing­að. 

Er að verða stefnu­breyt­ing og eru ráða­menn í Was­hington að vakna upp við vondan draum? Þýðir það aukna áherslu á upp­bygg­ingu hér á landi? Verða það skila­boð Pence? Og hver verða áhrif alls þessa á inn­an­lands­stjórn­mál­in? Það verður mjög fróð­legt að fylgj­ast með þessum málum á næst­unni.

Höf­undur er MA í stjórn­mála­fræði.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, á blaðamannafundi með utanríkisráðherra Þýskalands, Annalena Baerbock, fyrr í dag.
Hvað gerist ef Rússland ræðst inn í Úkraínu?
Bandaríkjaforseti gerir nú ráð fyrir að rússneski herinn muni ráðast inn í Úkraínu. Evrópusambandið, Bretland og Bandaríkin hóta því að grípa til harðra aðgerða, verði innrásin að veruleika.
Kjarninn 20. janúar 2022
Hinrik Örn Bjarnason er framkvæmdastjóri N1.
N1 Rafmagn biðst velvirðingar og ætlar að endurgreiða mismun frá 1. nóvember
„Við störfum á neyt­enda­mark­aði og tökum mark á þeim athuga­semdum sem okkur ber­ast og biðj­umst vel­virð­ingar á því að hafa ekki gert það fyrr,“ segir í yfirlýsingu frá N1 Rafmagni, sem hefur verið gagnrýnt fyrir tvöfalda verðlagningu á raforku.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þorbjörn Guðmundsson
Katrín, kemur réttlætið kannski á næsta ári eða þar næsta ári?
Kjarninn 20. janúar 2022
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þeir sem fá dvalarleyfi hér á landi á grundvelli mannúðarsjónarmiða verði heimilt að vinna
Þingmenn fjögurra stjórnarandstöðuflokka vilja að útlendingar sem hafa fengið dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða eða vegna sérstakra tengsla við Ísland verði undanþegnir kröfu um tímabundið atvinnuleyfi hér á landi.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar.
Borgin skoðar að selja Malbikunarstöðina Höfða sem er að flytja í Hafnarfjörð
Á fundi borgarráðs í dag var samþykkt að láta skoða sölu á malbikunarstöð sem borgin hefur átt í meira en 80 ár og hefur lengi verið þyrnir í augum margra. Stöðin var með 91 prósent markaðshlutdeild í malbikun í höfuðborginni um tíma.
Kjarninn 20. janúar 2022
Framleiðni eykst með meiri fjarvinnu
Aukin fjarvinna hefur bætt framleiðni skrifstofustarfsmanna vestanhafs um fimm til átta prósent. Búist er við að bandarískir vinnustaðir leyfi að meðaltali tvo fjarvinnudaga í viku að faraldrinum loknum.
Kjarninn 20. janúar 2022
Einungis tveir ráðherrar til svara á þingi – Vonbrigði, óforskammað og óásættanlegt
Stjórnarandstaðan var ekki sátt við ráðherra ríkisstjórnarinnar á Alþingi í morgun en tveir ráðherrar af tólf voru til svara í óundirbúnum fyrirspurnatíma. „Þetta minnir mig á það andrúmsloft sem var hér fyrir hrun þegar ráðherraræðið var algjört.“
Kjarninn 20. janúar 2022
Jónas Þór Guðmundsson stjórnarformaður Landvirkjunar og fyrrverandi formaður kjararáðs er einn þriggja sem sækjast eftir dómaraembættinu í Strassborg.
Stjórnarformaður Landsvirkjunar og tvö til sækjast eftir dómaraembætti við MDE
Þrjár umsóknir bárust frá íslenskum lögfræðingum um stöðu dómara við Mannréttindadómstól Evrópu. Þing Evrópuráðsins tekur ákvörðun um skipan í embættið. Stjórnarformaður Landsvirkjunar er á meðal umsækjenda.
Kjarninn 20. janúar 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar