Enn er von – Traust almennings til Alþingis mun aukast

Hallgrímur Hróðmarsson skrifar um stefnuræður, stjórnmál og nýja stjórnarskrá.

Auglýsing

Ég hef hlustað á margar eld­hús­dags­um­ræður um dag­ana. Og mér fannst kveða við nýjan tón í þeim sem fram fóru um dag­inn. Umræðan var laus við upp­hróp­anir og hnútukast – við heyrðum yfir­veg­aðar ræður studdar góðum og gildum rök­um. Því miður verð ég að und­an­skilja einn þing­mann – það kom reyndar ekki á óvart og mun ég fjalla um það hér á eftir í pistl­in­um.  

Helstu ágrein­ings­málin eru þau að stjórn­ar­and­staðan vill leggja mun meiri áherslu á að bæta kjör öryrkja og aldr­aðra og að vinna hraðar að því að draga úr fátækt á Íslandi. Full­trúar and­stöð­unnar á þingi bentu á fjár­mögn­un­ar­leiðir til að hrinda þessu í fram­kvæmd. Að stærstum hluta mætti ná því fram með sann­gjörnum veiði­gjöldum svo og með auknum sköttum á hátekju­fólk.

Ekki dæma hóp­inn út frá einum manni

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, var eini þing­mað­ur­inn sem við­hafði stór­yrtar yfir­lýs­ingar og upp­hróp­anir í anda gamla tím­ans – í anda þeirrar póli­tíkur sem flestir vilja þurrka út úr stjórn­mála­bar­áttu dags­ins í dag. 

Auglýsing

SDG sagði að stjórnin væri stofnuð um stóla en ekki stefnu. Ef ég nota sömu aula­legu fram­setn­ing­una og SDG þá myndi ég efa­laust spyrja: Af hverju ert þú svona fúll SDG – er það af því að þú fékkst ekki stól við borð­ið? En ég dreg spurn­ing­una til baka. SDG – ég leggst ekki í götu­ræsið hjá þér.

Fyrir nú utan þessi ómál­efna­legu ummæli, þá er ljóst að SDG kann ekki á leit­ar­vél­ina Google til upp­lýs­inga­öfl­unar á Net­inu. Ég leyfi mér að full­yrða að stór hluti nem­enda í fram­halds­námi á Íslandi kann að greina á milli hvaða upp­lýs­ingar á Net­inu eru traustar og hverjar eru kjaftæði. Þegar SDG und­ir­bjó ræðu sína og vildi kanna „bestu og nýjustu“ upp­lýs­ingar um umhverf­is­mál, þá datt hann „óvart“ inn á vef­síðu sem haldið er úti af svindl­urum og illa mennt­uð­um, óprút­tnum „vís­inda­mönn­um“. Vef­síðan er fjár­mögnuð af stór­fyr­ir­tækjum sem ótt­ast að þau þurfi að leggja meira fjár­magn í að draga úr mengun frá verk­smiðjum sín­um. 

Þegar SGD kom fram á sjón­ar­sviðið í íslenskum stjórn­málum þá fannst mér að um hann blésu nýir og ferskir vind­ar. Í dag hristi ég bara haus­inn.

Gagn­rýn­is­lausir og með­virkir fjöl­miðlar

Fjöl­miðlar bera mikla ábyrgð á því hve alþingi er lágt skrifað í hugum almenn­ings. Ef ein­hver þing­maður við­hefur gíf­ur­yrði á alþingi þá er hlaupið til og ummæl­unum er stillt upp sem aðal­frétt dags­ins. Ekk­ert er rætt um hve ósvífin eða ósönn gíf­ur­yrðin eru. Nei, það er eins og frétta­menn­irnir hríf­ist af rudda­skapn­um. Kannski hugsa þeir: Sjáið þið bara hvað hann Jói fékk flott kjafts­högg – en þeir sjá ekki rudd­ann þar sem hann liggur flatur í gólf­in­u. 

Hvar vinna alþing­is­menn?

Flestir þing­menn gera sér grein fyrir því að meg­in­starfið á alþingi er unnið í nefndum þings­ins. Þar ræð­ast menn við í róleg­heitum og velta fyrir sér bestu lausnum í þessu mál­inu eða hinu. Oft­ast verða allir sam­mála um að ákveðin lausn sé sú besta í stöð­unni. Í miklu færri málum kemur upp ágrein­ingur og stundum mjög djúp­stæður ágrein­ing­ur. Það upp­hefst samt eng­inn skot­grafa­hern­að­ur. Þess í stað ræða menn málin og síðan skrifa þeir niður nefnd­ar­á­lit – meiri­hluta og minni­hluta og í mörgum til­fellum verða minni­hluta­á­litin fleiri en eitt. Að þessu loknu fer málið fyrir þing­ið; menn skrá sig á ræðu­lista og svo kemur hver af öðrum í ræðu­stól­inn og skýrir afstöðu sína eða flokks­ins til máls­ins. Lang­flestir nota tím­ann í ræðu­stólnum í eðli­lega, skýra og fræð­andi umræðu. En sumir koma sér fyrir við púltið útbólgn­ir, reiðir og ósvífn­ir. Til­gangur þeirra er ekki sá að vinna skoð­unum sínum braut­ar­gengis – nei – til­gangur þeirra er sá einn að sýna hve klárir þeir eru og betri en sam­þings­menn þeirra. Og ekki síst að þeir þori að við­hafa stór og yfir­hlaðin orð í ræðu­stóln­um. Oft á tíðum upp­hefst keppni um það hver geti hrópað hæst.

Frá þessum útbólgnu þing­mönnum heyrum við orð og setn­ingar eins og þess­ar: „Þið eruð morð­ingjar“, „Þið eruð land­ráða­menn“ og fleira í þeim dúr. Ef ég lít aftur í tím­ann þá er það ein setn­ing sem topp­aði allt sem ég hef heyrt frá þing­manni: „Þú hefur skít­legt eðli, Dav­íð!“. Ég var með­limur í sama stjórn­mála­flokki og mað­ur­inn sem sagði þessi orð; ég hopp­aði upp af kæti og hrifn­ingu. Loks­ins var kom­inn á þing maður sem þorði að tala tæpitungu­laust. Í dag átta ég mig á því að umræddur þing­maður lagð­ist ekki bara í götu­ræsið – hann skreið ofan í nið­ur­fall­ið.

Í dag geri ég mér grein fyrir að ég var lítt þrosk­aður til að taka virkan þátt í póli­tískri umræðu á þessum tíma. Ég skrif­aði fjöl­margar greinar í dag­blöð; ég gekk með þing­mann­inn í mag­an­um, eins og margir; sann­færður um að ég yrði ráð­herra á hátindi fer­ils­ins. Ein greinin mín bar heit­ið: „Þú lýg­ur, Dav­íð!“. Hún fjall­aði þar um skipu­lags­mál og úthlutun lóða í Reykja­vík – mál sem ég hafði enga þekk­ingu á. En ég studd­ist við upp­lýs­ingar félaga minna í borg­ar­stjórn Reykj­ar­vík­ur. Vinir mínir og félagar máttu vart vatni halda yfir þess­ari djörfu fyr­ir­sögn: „Þú lýg­ur, Dav­íð!“ Nokkrum mán­uðum seinna kom í ljós að upp­lýs­ingar mínar voru ekki á rökum reist­ar. Ég lét þess hvergi getið – hvorki í ræðu né riti – að ég hafði rang­lega vænt Davíð um lyg­ar. Ég skamm­að­ist mín og ég var ekki maður til að játa að ég hafði farið með fleip­ur.

Van­hæf siða­nefnd

Núver­andi siða­nefnd sem fjalla á um störf alþing­is­manna er gjör­sam­lega gagns­laus. Slík nefnd þarf að vera óháð alþingi. Það er fárán­legt að þing­menn eigi að dæma um athæfi sam­þings­manna sinna. 

Það voru mikil væg­ast sagt mis­tök að dæma orð Þór­hildar Sunnu Ævars­dóttur – rök­studdur grunur – sem átölu­verð. Nefndin hafði ekki dug í sér til að fara að til­mælum Þór­hildar og kanna sér hvort þessi rök­studdi grunur væri eðli­leg­ur. Eðli­leg­ast hafði verið að láta rann­saka akst­ur­greiðslur til allra þing­manna – ekki bara Ásmund­ur. Nið­ur­staðan liggur nú ljós fyr­ir: Stór hluti þjóð­ar­innar hefur rök­studdan grun um að margir alþing­is­menn hafi ýmis­legt að fela varð­andi með­ferð sína á almanna­fé. 

Nýr sátt­máli fyrir land og þjóð

Við þurfum að semja og sam­þykkja nýjan sátt­mála sem kveður á um það hvernig við eigum að starfa sem ein þjóð og hvaða vinnu­brögðum skuli beitt til að hrinda góðum málum í fram­kvæmd. Sumir segja að þessi sátt­máli sé nú þegar til­bú­inn og sam­þykktur af þjóð­inni; ég vil full­yrða að hann er það ekki; það er mikið verk óunn­ið. Ný stjórn­ar­skrá er löngu tíma­bær en við megum ekki láta það ráða för. Núver­andi rík­is­stjórn hefur lofað okkur gagn­gerum breyt­ingum á ákvæðum í stjórn­ar­skránni um auð­linda­mál og nátt­úru­vernd. Látum á það reyna hversu heilla­drjúgar breyt­ing­arnar verða – áður en við tökum næstu skref.

Eflum virð­ingu alþingis

Við viljum öll efla virð­ingu alþing­is. Hvaða skoð­anir sem við höfum í þjóð­mál­um.

Við viljum þing sem þjóðin getur verið stolt af.

Við þurfum ábyrga fjöl­miðla sem for­dæma rök­leysur og sví­virð­ingar á alþingi.

Við þurfum óháða, ábyrga og dug­andi siða­nefnd fyrir alþingi.

Við þurfum að ganga frá nýjum þjóð­ar­sátt­mála.

Við viljum þing sem aðrar þjóðir gætu tekið sér til fyr­ir­mynd­ar.Hall­grímur Hróð­mars­son fram­halds­skóla­kenn­ari.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Brim hagnaðist um 4,7 milljarða í fyrra
Forstjóri Brims segir rekstrarafkomuna hafa verið viðunandi í fyrra.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Verðmiðinn á Gamma lækkar enn
Frá því að tilkynnt var um kaup Kviku á Gamma hefur verðmiðinn lækkað og lækkað. Nú er útlit fyrir að endanlegt kaupverð verði mun lægra en upphaflega var tilkynnt um.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Fimm einstaklingar í sóttkví á Ísafirði og einn í einangrun
Fimm einstaklingar eru í sóttkví og einn í einangrun vegna mögulegrar Covid-19 sýkingar. Allir einstaklingarnir eru staðsettir á Ísafirði.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Vaxandi líkur eru því taldar á að veiran eigi eftir að greinast hér á landi en allra ráða er beitt til að hefta komu hennar.
Vaxandi líkur á að veiran greinist á Íslandi
Daglega bætast við lönd sem tilkynna um tilfelli kórónuveirunnar, COVID-19, þar á meðal nokkur grannríki Íslands. Öllum tiltækum ráðum er beitt til að hefta komu hennar hingað til lands.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Freyja Haraldsdóttir
„Fatlað fólk á ekki bara að vera á hliðarlínunni“
Freyja Haraldsdóttir segir að aðkoma fatlaðs fólks þurfi að vera alls staðar og alltaf þegar kemur að umhverfismálum. Stjórnvöld, samtök um umhverfismál og allir viðbragðsaðilar, þurfi þess vegna að ráða fatlað fólk til starfa.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Kjarasamningar þorra aðildarfélaga BSRB hafa verið lausir frá 1. apríl í fyrra.
Formaður BSRB: Ekkert þokast nær ásættanlegri niðurstöðu
„Það eru mikil vonbrigði að við höfum ekki náð að þokast nær ásættanlegri niðurstöðu. Það er stutt í að verkfallsaðgerðir hefjist og mörg stór mál sem bíða úrlausnar,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Maður með andlitsgrímu á hóteli í Austurríki þar sem kona sem smituð er af kórónuveirunni dvelur.
Dæmi um að fólk smitist aftur af veirunni
Nú, þegar nýja kórónuveiran hefur breiðst út til tæplega fimmtíu landa, er enn margt á huldu um hvernig hún hegðar sér. Um 14% þeirra sem sýktust, náðu heilsu og voru útskrifaðir af sjúkrahúsum í Kína hafa sýkst aftur.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.
Útilokar ekki vorkosningar á næsta ári
Forsætisráðherra segist ekki útiloka þann möguleika að kosið verði til Alþingis að vori 2021 í staðinn fyrir í lok október en þá lýkur yfirstandandi kjörtímabili.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar