Enn er von – Traust almennings til Alþingis mun aukast

Hallgrímur Hróðmarsson skrifar um stefnuræður, stjórnmál og nýja stjórnarskrá.

Auglýsing

Ég hef hlustað á margar eld­hús­dags­um­ræður um dag­ana. Og mér fannst kveða við nýjan tón í þeim sem fram fóru um dag­inn. Umræðan var laus við upp­hróp­anir og hnútukast – við heyrðum yfir­veg­aðar ræður studdar góðum og gildum rök­um. Því miður verð ég að und­an­skilja einn þing­mann – það kom reyndar ekki á óvart og mun ég fjalla um það hér á eftir í pistl­in­um.  

Helstu ágrein­ings­málin eru þau að stjórn­ar­and­staðan vill leggja mun meiri áherslu á að bæta kjör öryrkja og aldr­aðra og að vinna hraðar að því að draga úr fátækt á Íslandi. Full­trúar and­stöð­unnar á þingi bentu á fjár­mögn­un­ar­leiðir til að hrinda þessu í fram­kvæmd. Að stærstum hluta mætti ná því fram með sann­gjörnum veiði­gjöldum svo og með auknum sköttum á hátekju­fólk.

Ekki dæma hóp­inn út frá einum manni

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, var eini þing­mað­ur­inn sem við­hafði stór­yrtar yfir­lýs­ingar og upp­hróp­anir í anda gamla tím­ans – í anda þeirrar póli­tíkur sem flestir vilja þurrka út úr stjórn­mála­bar­áttu dags­ins í dag. 

Auglýsing

SDG sagði að stjórnin væri stofnuð um stóla en ekki stefnu. Ef ég nota sömu aula­legu fram­setn­ing­una og SDG þá myndi ég efa­laust spyrja: Af hverju ert þú svona fúll SDG – er það af því að þú fékkst ekki stól við borð­ið? En ég dreg spurn­ing­una til baka. SDG – ég leggst ekki í götu­ræsið hjá þér.

Fyrir nú utan þessi ómál­efna­legu ummæli, þá er ljóst að SDG kann ekki á leit­ar­vél­ina Google til upp­lýs­inga­öfl­unar á Net­inu. Ég leyfi mér að full­yrða að stór hluti nem­enda í fram­halds­námi á Íslandi kann að greina á milli hvaða upp­lýs­ingar á Net­inu eru traustar og hverjar eru kjaftæði. Þegar SDG und­ir­bjó ræðu sína og vildi kanna „bestu og nýjustu“ upp­lýs­ingar um umhverf­is­mál, þá datt hann „óvart“ inn á vef­síðu sem haldið er úti af svindl­urum og illa mennt­uð­um, óprút­tnum „vís­inda­mönn­um“. Vef­síðan er fjár­mögnuð af stór­fyr­ir­tækjum sem ótt­ast að þau þurfi að leggja meira fjár­magn í að draga úr mengun frá verk­smiðjum sín­um. 

Þegar SGD kom fram á sjón­ar­sviðið í íslenskum stjórn­málum þá fannst mér að um hann blésu nýir og ferskir vind­ar. Í dag hristi ég bara haus­inn.

Gagn­rýn­is­lausir og með­virkir fjöl­miðlar

Fjöl­miðlar bera mikla ábyrgð á því hve alþingi er lágt skrifað í hugum almenn­ings. Ef ein­hver þing­maður við­hefur gíf­ur­yrði á alþingi þá er hlaupið til og ummæl­unum er stillt upp sem aðal­frétt dags­ins. Ekk­ert er rætt um hve ósvífin eða ósönn gíf­ur­yrðin eru. Nei, það er eins og frétta­menn­irnir hríf­ist af rudda­skapn­um. Kannski hugsa þeir: Sjáið þið bara hvað hann Jói fékk flott kjafts­högg – en þeir sjá ekki rudd­ann þar sem hann liggur flatur í gólf­in­u. 

Hvar vinna alþing­is­menn?

Flestir þing­menn gera sér grein fyrir því að meg­in­starfið á alþingi er unnið í nefndum þings­ins. Þar ræð­ast menn við í róleg­heitum og velta fyrir sér bestu lausnum í þessu mál­inu eða hinu. Oft­ast verða allir sam­mála um að ákveðin lausn sé sú besta í stöð­unni. Í miklu færri málum kemur upp ágrein­ingur og stundum mjög djúp­stæður ágrein­ing­ur. Það upp­hefst samt eng­inn skot­grafa­hern­að­ur. Þess í stað ræða menn málin og síðan skrifa þeir niður nefnd­ar­á­lit – meiri­hluta og minni­hluta og í mörgum til­fellum verða minni­hluta­á­litin fleiri en eitt. Að þessu loknu fer málið fyrir þing­ið; menn skrá sig á ræðu­lista og svo kemur hver af öðrum í ræðu­stól­inn og skýrir afstöðu sína eða flokks­ins til máls­ins. Lang­flestir nota tím­ann í ræðu­stólnum í eðli­lega, skýra og fræð­andi umræðu. En sumir koma sér fyrir við púltið útbólgn­ir, reiðir og ósvífn­ir. Til­gangur þeirra er ekki sá að vinna skoð­unum sínum braut­ar­gengis – nei – til­gangur þeirra er sá einn að sýna hve klárir þeir eru og betri en sam­þings­menn þeirra. Og ekki síst að þeir þori að við­hafa stór og yfir­hlaðin orð í ræðu­stóln­um. Oft á tíðum upp­hefst keppni um það hver geti hrópað hæst.

Frá þessum útbólgnu þing­mönnum heyrum við orð og setn­ingar eins og þess­ar: „Þið eruð morð­ingjar“, „Þið eruð land­ráða­menn“ og fleira í þeim dúr. Ef ég lít aftur í tím­ann þá er það ein setn­ing sem topp­aði allt sem ég hef heyrt frá þing­manni: „Þú hefur skít­legt eðli, Dav­íð!“. Ég var með­limur í sama stjórn­mála­flokki og mað­ur­inn sem sagði þessi orð; ég hopp­aði upp af kæti og hrifn­ingu. Loks­ins var kom­inn á þing maður sem þorði að tala tæpitungu­laust. Í dag átta ég mig á því að umræddur þing­maður lagð­ist ekki bara í götu­ræsið – hann skreið ofan í nið­ur­fall­ið.

Í dag geri ég mér grein fyrir að ég var lítt þrosk­aður til að taka virkan þátt í póli­tískri umræðu á þessum tíma. Ég skrif­aði fjöl­margar greinar í dag­blöð; ég gekk með þing­mann­inn í mag­an­um, eins og margir; sann­færður um að ég yrði ráð­herra á hátindi fer­ils­ins. Ein greinin mín bar heit­ið: „Þú lýg­ur, Dav­íð!“. Hún fjall­aði þar um skipu­lags­mál og úthlutun lóða í Reykja­vík – mál sem ég hafði enga þekk­ingu á. En ég studd­ist við upp­lýs­ingar félaga minna í borg­ar­stjórn Reykj­ar­vík­ur. Vinir mínir og félagar máttu vart vatni halda yfir þess­ari djörfu fyr­ir­sögn: „Þú lýg­ur, Dav­íð!“ Nokkrum mán­uðum seinna kom í ljós að upp­lýs­ingar mínar voru ekki á rökum reist­ar. Ég lét þess hvergi getið – hvorki í ræðu né riti – að ég hafði rang­lega vænt Davíð um lyg­ar. Ég skamm­að­ist mín og ég var ekki maður til að játa að ég hafði farið með fleip­ur.

Van­hæf siða­nefnd

Núver­andi siða­nefnd sem fjalla á um störf alþing­is­manna er gjör­sam­lega gagns­laus. Slík nefnd þarf að vera óháð alþingi. Það er fárán­legt að þing­menn eigi að dæma um athæfi sam­þings­manna sinna. 

Það voru mikil væg­ast sagt mis­tök að dæma orð Þór­hildar Sunnu Ævars­dóttur – rök­studdur grunur – sem átölu­verð. Nefndin hafði ekki dug í sér til að fara að til­mælum Þór­hildar og kanna sér hvort þessi rök­studdi grunur væri eðli­leg­ur. Eðli­leg­ast hafði verið að láta rann­saka akst­ur­greiðslur til allra þing­manna – ekki bara Ásmund­ur. Nið­ur­staðan liggur nú ljós fyr­ir: Stór hluti þjóð­ar­innar hefur rök­studdan grun um að margir alþing­is­menn hafi ýmis­legt að fela varð­andi með­ferð sína á almanna­fé. 

Nýr sátt­máli fyrir land og þjóð

Við þurfum að semja og sam­þykkja nýjan sátt­mála sem kveður á um það hvernig við eigum að starfa sem ein þjóð og hvaða vinnu­brögðum skuli beitt til að hrinda góðum málum í fram­kvæmd. Sumir segja að þessi sátt­máli sé nú þegar til­bú­inn og sam­þykktur af þjóð­inni; ég vil full­yrða að hann er það ekki; það er mikið verk óunn­ið. Ný stjórn­ar­skrá er löngu tíma­bær en við megum ekki láta það ráða för. Núver­andi rík­is­stjórn hefur lofað okkur gagn­gerum breyt­ingum á ákvæðum í stjórn­ar­skránni um auð­linda­mál og nátt­úru­vernd. Látum á það reyna hversu heilla­drjúgar breyt­ing­arnar verða – áður en við tökum næstu skref.

Eflum virð­ingu alþingis

Við viljum öll efla virð­ingu alþing­is. Hvaða skoð­anir sem við höfum í þjóð­mál­um.

Við viljum þing sem þjóðin getur verið stolt af.

Við þurfum ábyrga fjöl­miðla sem for­dæma rök­leysur og sví­virð­ingar á alþingi.

Við þurfum óháða, ábyrga og dug­andi siða­nefnd fyrir alþingi.

Við þurfum að ganga frá nýjum þjóð­ar­sátt­mála.

Við viljum þing sem aðrar þjóðir gætu tekið sér til fyr­ir­mynd­ar.



Hall­grímur Hróð­mars­son fram­halds­skóla­kenn­ari.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar