Opið bréf til Samtaka iðnaðarins

Birgir Jónsson skrifar opið bréf til Samtaka iðnaðarins.

Auglýsing

Í grein­inni Enn eykst kynja­bilið í starfs­námi á fram­halds­skóla­stigi í Kjarn­anum þann 20. sept­em­ber síð­ast­lið­inn var m.a. fjallað um nauð­syn þess að fjölga starfs­námsnem­end­um. Þar var vitnað í Guð­rúnu Haf­steins­dótt­ur, stjórn­ar­for­mann Sam­taka iðn­að­ar­ins, en hún segir að ráð­ast þurfi í átak við fjölgun þeirra. „Slíkt átak þarf að eiga sér stað í sam­vinnu skóla­stofn­ana, for­svars­manna atvinnu­lífs og stjórn­valda. Sam­tök iðn­að­ar­ins eru til­búin til verks­ins,“ er haft eftir Guð­rúnu í grein­inni.

Hér í Verk­mennta­skóla Aust­ur­lands er okkur mjög umhugað um að fjölga starfs­námsnem­end­um. Meg­in­þorri okkar kynn­ing­ar­starfs grund­vall­ast á því að kynna slíkt nám fyrir verð­andi fram­halds­skóla­nem­end­um.

Við erum t.a.m. með verk­náms­viku á vorin þar sem nem­endur í 9. bekk í sveit­ar­fé­lag­inu (Fjarða­byggð) koma inn í skól­ann í viku­tíma og kynn­ast þar þeim greinum sem við kenn­um. Á haustin erum við með Tækni­dag fjöl­skyld­unnar þar sem lögð er áhersla á að kynna tækni, frum­kvöðla­hátt og ekki síst nám og tæki­færi í starfs­námi. Dag­skráin er fjöl­breytt og öllum opin. Dag­ur­inn er einmitt þann 5. októ­ber næst­kom­andi. Þennan dag sækir um fimmt­ungur íbúa Aust­ur­lands og er hann því ómet­an­legur í því að kynna starfs­nám fyrir sam­fé­lag­inu.

Auglýsing

Við höfum leitað eftir því að Sam­tök iðn­að­ar­ins komi að stuðn­ingi við þennan dag. Í sum­ar­byrjun var leitað eftir stuðn­ingi Sam­tak­anna við dag­inn og var svarið svohljóð­andi: „Þetta árið höfum við aðal­lega ein­beitt okkur að kynn­ingum á iðn-, tækni- og verk­greinum fyrir grunn­skól­ana.“

Mark­hópur okkar á Tæknideg­inum eru grunn­skóla­nemar og snýst dag­ur­inn um hvernig við getum kynnt mögu­leika í starfs­námi sem best fyrir þeim. Þrátt fyrir að við hefðum komið þeim skýr­ingum til skila varð árang­ur­inn eng­inn. Þrátt fyrir fögur orð í blaða­við­tölum virð­ist raunin sú að litla inni­stæðu sé að finna í þeim og Sam­tökin hafi ekki áhuga á því að koma að verk­efni eins og þessu. Við eigum í góðu sam­bandi við atvinnu­lífið og nú er komið að Sam­tök­unum að sýna að þau séu til­búin til verks­ins. Tækni­dag­ur­inn er árlega og því er nægur tími fyrir Sam­tökin að sýna að orðum fylgi efnd­ir.

Höf­undur er verk­efn­is­stjóri Tækni­dags fjöl­skyld­unn­ar.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fólk verði komið heim til sín klukkan 15:00 á morgun
Reykjavíkurborg hvetur foreldra til að sækja börn sín snemma á morgun, þar sem gert er ráð fyrir ofsaveðri.
Kjarninn 9. desember 2019
Segir brottvísun óléttrar konu í samræmi við áherslur um mannúðlega meðferð
Dómsmálaráðherra segir að hún meti sem svo að brottvísun albanskrar konu, sem var gengin 36 vikur, hafi verið í samræmi við markmið og áherslur.
Kjarninn 9. desember 2019
Fjármála- og efnahagsráðuneytið fól félaginu að vinna úr stöðugleikaeignum.
Fara fram á úttekt á starfsemi Lindahvols
Félag sem stofnað var utan um sölu á stöðugleikaeignum sem ríkið fékk í sinn hlut eftir að hafa gert samkomulag við kröfuhafa gömlu bankanna hefur lengi verið umdeilt. Nú vilja þingmenn úr þremur flokkum láta gera úttekt á félaginu.
Kjarninn 9. desember 2019
Tryggvi Felixson
Stöðvum jarðvegseyðingu, björgum framtíðinni
Kjarninn 9. desember 2019
Milla Ósk hættir á RÚV og gerist aðstoðarmaður Lilju
Milla Ósk Magnúsdóttir tekur við af Hafþóri Eide Hafþórssyni sem annar aðstoðarmaður mennta- og menningarmálaráðherra.
Kjarninn 9. desember 2019
Sanna Marin verður næsti forsætisráðherra Finnlands.
Bætist í hóp þeirra kvenna sem leiðir Norðurlöndin
Sanna Marin hefur verið valin næsta forsætisráðherra Finnlands og eru því fjórir af fimm forsætisráðherrum Norðurlandanna nú konur. Marin verður jafnframt yngsti forsætisráðherra landsins og yngsti sitjandi forsætisráðherra heims.
Kjarninn 9. desember 2019
Heinaste
Togarinn Heinaste enn kyrrsettur
Unnið er að því að aflétta kyrrsetningu togarans í Namibíu.
Kjarninn 9. desember 2019
Húbert Nói Jóhannesson
Jarð-Kúlu-Kapítalisminn
Kjarninn 9. desember 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar