Opið bréf til Samtaka iðnaðarins

Birgir Jónsson skrifar opið bréf til Samtaka iðnaðarins.

Auglýsing

Í grein­inni Enn eykst kynja­bilið í starfs­námi á fram­halds­skóla­stigi í Kjarn­anum þann 20. sept­em­ber síð­ast­lið­inn var m.a. fjallað um nauð­syn þess að fjölga starfs­námsnem­end­um. Þar var vitnað í Guð­rúnu Haf­steins­dótt­ur, stjórn­ar­for­mann Sam­taka iðn­að­ar­ins, en hún segir að ráð­ast þurfi í átak við fjölgun þeirra. „Slíkt átak þarf að eiga sér stað í sam­vinnu skóla­stofn­ana, for­svars­manna atvinnu­lífs og stjórn­valda. Sam­tök iðn­að­ar­ins eru til­búin til verks­ins,“ er haft eftir Guð­rúnu í grein­inni.

Hér í Verk­mennta­skóla Aust­ur­lands er okkur mjög umhugað um að fjölga starfs­námsnem­end­um. Meg­in­þorri okkar kynn­ing­ar­starfs grund­vall­ast á því að kynna slíkt nám fyrir verð­andi fram­halds­skóla­nem­end­um.

Við erum t.a.m. með verk­náms­viku á vorin þar sem nem­endur í 9. bekk í sveit­ar­fé­lag­inu (Fjarða­byggð) koma inn í skól­ann í viku­tíma og kynn­ast þar þeim greinum sem við kenn­um. Á haustin erum við með Tækni­dag fjöl­skyld­unnar þar sem lögð er áhersla á að kynna tækni, frum­kvöðla­hátt og ekki síst nám og tæki­færi í starfs­námi. Dag­skráin er fjöl­breytt og öllum opin. Dag­ur­inn er einmitt þann 5. októ­ber næst­kom­andi. Þennan dag sækir um fimmt­ungur íbúa Aust­ur­lands og er hann því ómet­an­legur í því að kynna starfs­nám fyrir sam­fé­lag­inu.

Auglýsing

Við höfum leitað eftir því að Sam­tök iðn­að­ar­ins komi að stuðn­ingi við þennan dag. Í sum­ar­byrjun var leitað eftir stuðn­ingi Sam­tak­anna við dag­inn og var svarið svohljóð­andi: „Þetta árið höfum við aðal­lega ein­beitt okkur að kynn­ingum á iðn-, tækni- og verk­greinum fyrir grunn­skól­ana.“

Mark­hópur okkar á Tæknideg­inum eru grunn­skóla­nemar og snýst dag­ur­inn um hvernig við getum kynnt mögu­leika í starfs­námi sem best fyrir þeim. Þrátt fyrir að við hefðum komið þeim skýr­ingum til skila varð árang­ur­inn eng­inn. Þrátt fyrir fögur orð í blaða­við­tölum virð­ist raunin sú að litla inni­stæðu sé að finna í þeim og Sam­tökin hafi ekki áhuga á því að koma að verk­efni eins og þessu. Við eigum í góðu sam­bandi við atvinnu­lífið og nú er komið að Sam­tök­unum að sýna að þau séu til­búin til verks­ins. Tækni­dag­ur­inn er árlega og því er nægur tími fyrir Sam­tökin að sýna að orðum fylgi efnd­ir.

Höf­undur er verk­efn­is­stjóri Tækni­dags fjöl­skyld­unn­ar.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
AGS segir hættumerkin hrannast upp í heimsbúskapnum
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að nú séu hagvaxtarhorfur í heimsbúskapnum svipaðar og voru fyrir fjármálakreppuna 2007 til 2009.
Kjarninn 15. október 2019
Rauður dagur á markaði - Arion banki fellur enn í verði
Rauður dagur var í kauphöll Íslands í dag. Öll félögin lækkuðu nema eitt, Origo. Virði þess félags hækkaði um tæplega 2 prósent í dag, í viðskiptum upp á 677 þúsund.
Kjarninn 15. október 2019
Landsvirkjun hækkar raforkuverð um 2,5 prósent
Heildsöluverð á raforku hjá Landsvirkjun mun hækka um 2,5 prósent um næstu áramót.
Kjarninn 15. október 2019
Óverðtryggð lán aldrei verið eins stór hluti af heildarskuldum heimilanna
Óverðtryggð skuldsetning heimila hefur aldrei verið meiri hér á landi eða um 27 prósent af heildarskuldsetningu heimilanna. Verðtryggð skuldsetning er hins vegar oft eini raunhæfi valkosturinn fyrir lántakendur.
Kjarninn 15. október 2019
Kristbjörn Árnason
Almennt er staðhæft að íþróttir séu hollar fyrir börn og unglinga. En er það svo?
Leslistinn 15. október 2019
Ást og fótbolti
Auður Jónsdóttir rithöfundur gerðist íþróttafréttaritari og fór á landsleik með átta ára syni sínum og fótboltavinkonu. Henni fannst takturinn í HÚH-inu sem kyrjað var í stúkunni minna sig á stigvaxandi samfarir.
Kjarninn 15. október 2019
Kvikan
Kvikan
Ríkustu tíu prósentin, margföld mánaðarlaun hjá Kaupþingi og sókn Miðflokks
Kjarninn 15. október 2019
Magnús Harðarson skipaður nýr forstjóri Kauphallarinnar
Magnús Harðarsson tekur við af bróður sínum Páli sem forstjóri Nasdaq Iceland.
Kjarninn 15. október 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar