Hvers vegna tók Ísland af skarið í andstöðu við leiðtoga NATO, um viðurkenningu á sjálfstæði Eystrasaltsþjóða?

Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, skrifar um nýja bók um endalok Kalda stríðsins og fall Sovétríkjanna.

Auglýsing

Þann 9. nóv. n.k. verða 30 ár liðin frá því að íbúar Berlínar rifu niður Berlín­ar­múr­inn. Fáa grun­aði þá, að tveimur árum síðar yrðu hin vold­ugu Sov­ét­ríki ekki lengur til. Enda­tafl Kalda stríðs­ins var haf­ið. Af þessu til­efni kemur á næst­unni út ný bók undir heit­inu: „Ex­it­ing the Cold War, Enter­ing the New World . Útgef­endur eru Henry Kiss­in­ger Center for Global Affairs , Johns Hop­k­ins Uni­versity í sam­vinnu við The Brook­ings Institute í Was­hington D.C. Höf­undar voru flestir í innsta hring leið­toga stór­veld­anna á þessum umbrota­tímum (1989-92) . Tveir höf­und­anna eru full­trúar smá­þjóða, sem komu við þessa sögu: Mart Laar, fyrrum for­sæt­is­ráð­herra Eist­lands, og fyrrum unt­an­rík­is­ráð­herra Íslands, Jón Bald­vin Hanni­bals­son (1988-95) . Það sem hér fer á eftir er stutt brot úr bók­arkafla Jón Bald­vins, þar sem hann skýrir ,hvers vegna Ísland tók for­ystu um við­ur­kenn­ingu alþjóða­sam­fé­lags­ins á end­ur­reistu sjálf­stæði Eystra­salts­þjóða – í and­stöðu við yfir­lýsta stefnu leið­toga Vest­ur­veld­anna.  

Þegar sagan um enda­tafl Kalda stríðs­ins og Hrun Sov­ét­ríkj­anna er rifjuð upp ald­ar­fjórð­ungi síð­ar, er mörgum spurn­ingum enn ósvar­að. Ein spurn­ingin er þessi: Voru leið­togar vest­rænna lýð­ræð­is­ríkja (Bush eldri Banda­ríkja­for­seti, Kohl kansl­ari, Mitt­erar­and og Marg­aret Thatcher) virki­lega svo kald­rifj­að­ir, að þeir væru reiðu­búnir að fórna rétt­mætum kröfum Eystra­salts­þjóða um end­ur­reist sjálf­stæði í stað­inn fyrir marg­vís­legan póli­tískan ávinn­ing í samn­ingum við Gor­bachev? Þótt svo virð­ist vera við fyrstu sýn, er við­hlít­andi svar tals­vert flókn­ara.

Höfum í huga, að Eystra­salts­þjóð­irnar þrjár, Eist­ar. Lettar og Lit­há­ar, höfðu horfið af póli­tískum rat­sjám sam­tím­ans í næstum hálfa öld. Í hugum flestra voru þær orðnar „gleymd­ar“ þjóð­ir. Svar eins utan­rík­is­ráð­herra NATO-­ríkis til mín, þegar ég eitt sinn sem oftar tal­aði máli þess­ara þjóða í NATO, end­ur­speglar ríkj­andi hugs­un­ar­hátt: Hann sagði: „Hafa þessar þjóðir ekki alltaf til­heyrt Rúss­landi, alla vega?“.

Nýlendu­veldi

Ef þetta voru ríkj­andi við­horf stjórn­mála­el­ít­unnar í Evr­ópu, þá voru leið­togar Vest­ur­veld­anna, að eigin mati, ekki að fórna neinu. Höfum í huga, að for­ystu­ríki Evr­ópu – Stóra Bret­land, Frakk­land, Spánn – og reyndar Banda­ríkin líka – voru öll fyrr­ver­andi nýlendu­veldi. Banda­ríkja­menn háðu á sínum tíma blóð­uga borg­ara­styrj­öld til að koma í veg fyr­ir, að sam­bands­ríkið leyst­ist upp. Með þessum orðum er ég ekki að gefa í skyn, að banda­ríska borg­ara­styrj­öld­in, sem átti að binda endi á þræla­hald þeldökkra, sé sam­bæri­leg við fram­ferði hefð­bund­inna nýlendu­velda við að gera frjálsar þjóðir sér und­ir­gefn­ar. En grund­vall­ar­reglan er sú sama: Að hindra upp­lausn sam­bands­rík­is­ins.

Auglýsing
Það sem einu sinni hét Stóra Bret­land er nú í til­vist­ar­kreppu – rétt eins og Spánn – af ótta við upp­lausn sam­bands­rík­is­ins. Nýlendu­veldi – eins og t.d. það breska, franska og spænska – hafa háð grimmi­legar styrj­aldir í því skyni að koma í veg fyrir upp­lausn nýlendu­veld­anna.

Það er varla við því að búast, að leið­togar gam­alla nýlendu­velda skipi sér í fremstu röð við að halda fram sjálfs­á­kvörð­un­ar­rétti smá­þjóða. Þess eru fá dæmi, ef ein­hver, að smá­þjóðir hafi end­ur­heimt frelsi sitt fyrir náð nýlendu­velda. Þar gildir hið forn­kveðna: „Lýður bíð ei lausn­ar­ans, leys þig sjálf­ur“. Við vissar kring­um­stæður getur sam­staða „smá­þjóða“ skipt sköpum – þrátt fyrir allt.

Þegar það var orðin opin­ber stefna vest­rænna lýð­ræð­is­ríkja upp úr 1990 að halda bæri Sov­ét­ríkj­unum sam­an, hvað sem það kost­aði – í nafni friðar og stöð­ug­leika – mátti flestum ljóst vera, að eitt­hvað hafði farið úrskeið­is. Hvað var að? M.a. kol­rangt mat á póli­tískum og efna­hags­legum lífslíkum sov­ét­kerf­is­ins, að óbreytt­u. 

Stefna NATO: Sov­ét­ríkin lengi lifi...

Þrátt fyrir allt umbóta­tal Gor­bachevs, létu raun­veru­legar umbætur á sér standa. Veru­leik­inn, sem almenn­ingur bjó við í dag­legri til­veru sinni, var allur ann­ar. Hag­kerfið var lam­að. Þetta var svelt­andi sós­í­al­ismi. Þar að auki var það ótrú­legur barna­skapur að binda allar vonir um árangur stefn­unnar við póli­tísk örlög eins manns – þ.e. Gor­bachevs. Það var engan vegið sjálf­gef­ið, að allt færi í bál og brand, þótt honum yrði steypt af stóli – eins og reyndar kom á dag­inn.

Ginn­ung­argapið milli­ á­róð­ur­sí­myndar sov­ésku elít­unnar og veru­leika almenn­ings­ var orðið óbrú­an­legt. Það var ekki hægt að halda sov­éska nýlendu­veld­inu sam­an, nema með ofbeldi. Reynslan sýndi það: Búda­pest 1956, Prag 1968 og Viln­íus 1991. Ætl­uðu leið­togar Vest­ur­veld­anna að leggja blessun sína yfir það? Þetta gekk ekki upp. Grein­ingin á ástand­inu var kol­röng og stefnan van­hugsuð að sama skapi.

Veru­leik­inn var allur ann­ar. Sov­ét­ríkin voru í til­vist­ar­kreppu – rétt eins og evr­ópsku nýlendu­veldin eftir stríð – og sov­éska elítan var ráða­laus frammi fyrir ástand­inu. Mér satt að segja ofbauð að þurfa að hlusta á leið­toga vest­rænna lýð­ræð­is­ríkja innan NATO halda því fram, að hinar hernumdu þjóðir yrðu að sætta sig við að halda Sov­ét­ríkj­unum sam­an, hvað sem það kost­aði – í nafni friðar og stöð­ug­leika. Þetta hljóm­aði í mínum eyrum eins og hrein öfug­mæli. Ég hef hvergi séð né heyrt hand­bær rök fyrir þess­ari afstöð­u. 

Veru­leikafirr­ing

Á seinni árum hafa ýmsir vinir mínir í leið­andi stöðum með Eystra­salts­þjóðum iðu­lega spurt mig, hvort eitt­hvert sann­leiks­korn sé í því, sem full­trúar banda­rískra stjórn­valda haldi fram, ­nefni­lega, að Banda­ríkin hafi á bak við tjöldin stýrt orðum og athöfnum íslenska utan­rík­is­ráð­herr­ans til stuðn­ings sjálf­stæð­is­bar­áttu Eystra­salts­þjóða á þessum árum. 

Banda­ríkin hafi á þessum tíma átt erfitt með að stíga fram fyrir skjöldu vegna sam­starfs­ins við Gor­bachev um vænt­an­legar umbætur innan Sov­ét­ríkj­anna, enda­lok Kalda stríðs­ins og afskipta­leysi Rússa af inn­rásinni í Írak. Af þessum ástæðum hafi Banda­ríkin fengið skjól­stæð­ings­ríki sitt, Ísland, til að tala máli Esystra­salts­þjóð­anna. Þetta á allt saman að hafa farið fram leyni­lega. Reyndar svo leyni­lega, að það fór með öllu fram hjá mér á sínum tíma.

Hvers vegna Ísland?

Ég er oft að því spurð­ur, hvers vegna Ísland hafi ekki, sam­kvæmt venjum og hefð­um, fylgt leið­togum NATO að málum í afstöð­unni til sjálf­stæð­is­bar­áttu Eystra­salts­þjóða. Vissu­lega voru engir íslenskir þjóð­ar­hags­munir í húfi. Þvert á móti. Ísland var háð Sov­ét­ríkj­unum vegna inn­flutn­ings á olíu og bens­íni, sem er lífs­nauð­syn fyrir sam­göngu­kerf­i ­þró­aðra ríkja. Ástæðan er sú, að banda­lags­þjóð okk­ar, Bret­ar, setti við­skipta­bann á Ísland til að beygja Íslend­inga til hlýðni og koma í veg fyrir útfærslu fisk­veiði­lög­sög­unnar í 200 míl­ur.

 Reyndar sendi þessi banda­lags­þjóð okkar flota hennar hátignar ítrekað á vett­vang til að vernda breska veiði­þjófa innan íslenskrar land­helgi. Þetta var, þegar Kalda stríðið var í algleym­ingi. Þá skár­ust Sov­ét­ríkin í leik­inn og buð­ust til að kaupa allar þær sjáv­ar­af­urð­ir, sem væru nú bann­færðar á breska mark­aðn­um. Þótt mik­il­vægi Sov­ét­við­skipt­anna hefði síðan hnign­að, var samt mikið í húfi að við­halda þeim. 

Auglýsing
Vissum við Íslend­ingar ekki, að til þess er ætl­ast, að banda­lags­þjóðir fylgi for­ystu stór­veld­anna, þegar á reyn­ir? Vissu­lega sýnir sagan, að svo sé nær alltaf. Samt vorum við tregir í taumi. Leið­togar Vest­ur­veld­anna voru aug­ljós­lega ekki að gæta hags­muna smá­þjóða, sem höfðu sætt her­námi og inn­limun í sov­éska nýlendu­veld­ið. 

Við við­ur­kenndum að sjálf­sögðu, að það var mikið í húfi að ná samn­ingum við Sov­ét­ríkin um lok Kalda stríðs­ins. Við sýndum því líka fullan skiln­ing, að frið­sam­leg sam­ein­ing þýsku ríkj­anna og áfram­hald­andi vera sam­ein­aðs Þýska­lands í NATO hlyti að hafa for­gang umfram allt annað út frá þeirra þjóð­ar­-hags­mun­um. En við féll­umst ekki á, að lög­mætar vænt­ingar Eytra­salts­þjóða um end­ur­heimt sjálf­stæði þyrfti að tefla þessum hags­munum í tví­sýnu; ekki heldur að allt hlyti að fara í bál og brand, ef Gor­bachev tap­aði valda­tafl­inu í Kreml.

Um þetta vorum við ein­fald­lega ósam­mála. Þegar það var allt í einu orðin yfir­lýst stefna for­ystu Vest­ur­veld­anna í samn­ingum um enda­lok Kalda stríðs­ins, að vænt­an­legur árangur ylti end­an­lega á því að halda Sov­ét­ríkj­unum sam­an, hvað sem það kost­aði – í nafni friðar og stöð­ug­leika – þá ætti hugs­andi fólki að vera orðið ljóst, að eitt­hvað meira en lítið hefði skol­ast til í með­förum leið­tog­anna.

And­ófs­menn

Við vor­um, eins og fyrr sagði, þeirrar skoð­un­ar, að sov­éska nýlendu­veldið væri í til­vist­ar­kreppu, rétt eins og evr­ópsku nýlendu­veldin að loknu Seinna stríði. Mestu máli skipti að koma í veg fyr­ir, að upp­lausn nýlendu­veld­is­ins leiddi til styrj­ald­ar­átaka; að þetta gæti gerst með frið­sam­legum hætti, eins og reynslan hafði þegar sýnt í Mið- og Aust­ur-­Evr­ópu.

Hvernig má það vera, að við þætt­umst þess umkomnir að hafa raun­særra mat á stöðu mála innan Sov­ét­ríkj­anna heldur en leyni­þjón­usta stór­veld­anna? Fyrir því eru ýmsar ástæð­ur. Ein er sú, að fyrr­nefndar leyni­þjón­ustur höfðu iðu­lega í for­tíð­inni reynst hafa rangt fyrir sér í grund­vall­ar­at­rið­um. Önnur er af per­sónu­legum toga. 

Auglýsing
Elsti bróðir minn var útskrif­aður frá Moskvu-há­skóla og hafði stundað fram­halds­nám í Var­sjá, meðal ann­ars hjá Leszek Kola­kowski, ­sem var áhrifa­mik­ill og beittur gagn­rýn­andi á bana­mein Sov­ét­kerf­is­ins. Annar bróðir minn hafði reyndar stundað nám í Karls-há­skól­anum í Prag. Báðir höfðu við­haldið sam­skiptum við and­ófs­menn innan Sov­ét­ríkj­anna, í Eystra­salts­lönd­unum og Aust­ur-­Evr­ópu.

Sjálfur var ég Ful­bright-­fé­lagi við Harvard fyrr á árum, þar sem rann­sókn­ar­verk­efnið var sam­an­burður hag­kerfa. Nið­ur­staða mín varð­andi sov­éska hag­kerfið var ein­föld: Það var í lama­sessi. Drif­kraft­inn hafði dagað upp. Það var ósveigj­an­legt, sól­und­ar­samt og óhag­kvæmt, þótt ein­stakir geir­ar, tengdir víg­bún­að­ar­kapp­hlaup­inu, skil­uðu árangri, en með óhæfi­legum til­kostn­aði. Síðan var því við að bæta, að póli­tíska yfir­stéttin – nomenkla­t­úran – hafði glatað trúnni á kerf­ið. Þeir voru ekki lengur reiðu­búnir að beita valdi til að við­halda völdum sín­um, jafn­vel þótt þeir vissu, að Sov­ét­ríkj­unum yrði ekki haldið saman án vald­beit­ing­ar.

Öfugt við núver­andi for­seta Rúss­lands, Vla­dimír Pútín – sem segir að „fall Sov­ét­ríkj­anna sé mesta stór­slys 20stu ald­ar“ – var ég sann­færður um það á árunum 1989-91 – og er enn – að upp­lausn sov­éska nýlendu­veld­is­ins verði að telj­ast með jákvæð­ustu atburðum á næst­lið­inni öld. Ef það þurfti upp­reisn Eystra­salts­þjóða til að hrinda ferl­inu af stað, væri það bara af hinu góða.

Um hvað var Kalda stríðið í hálfa öld - ef ekki það að frelsa hinar hernumdu þjóð­ir? 

Mér ofbauð að heyra leið­toga vest­rænna lýð­ræð­is­ríkja pré­dika það —yfir hinum und­ir­ok­uðu þjóðum (eins og Bush Banda­ríkja­for­seti eldri gerði í endemis ræðu í þing­inu i Kyiv nokkrum vikum áður en 90% Úkra­ínu­manna sam­þykktu í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu að segja sig úr lögum við Sov­ét­rík­in), að þær ættu að sætta sig við ör­lög sín til þess að við á Vest­ur­löndum gætum búið við frið og stöð­ug­leika. Þetta hljóm­aði í mínum eyrum ekki bara sem skammar­leg svik, heldur líka sem meiri háttar mis­tök.

Íslenskir hags­munir

Per­sónu­lega gat ég ekki fylgt slíkum ráð­um. Ef við Íslend­ingar gætum tryggt okkur aðgang að olíu og bens­íni á öðrum mörk­uð­um, væri ekki hund­rað í hætt­unn­i. Hafa ber í huga, að Sov­ét­ríkin voru á þessum tíma í djúpri efna­hagslægð og hnign­aði hratt. Þeir buðu lág verð fyrir léleg gæði. Við gátum tryggt aðgang að hag­stæð­ari mörk­uðum ann­ars stað­ar. Við vissum, að við tókum yfir­veg­aða áhættu. En líka það reynd­ist rétt mat. 

Grein­ing okkar á veru­leik­anum innan Sov­ét­ríkj­anna á sein­ustu árum Gor­bachevs leiddi til allt ann­arrar nið­ur­stöðu en þá var við­tekin viska. Það bar enga brýna nauð­syn til að fórn­a rétt­mætum kröfum Eystra­salts­þjóða um end­ur­reist sjálf­stæði til þess að ná hag­stæðum samn­ingum við Sov­ét­ríkin á öðrum svið­um. Ef þú ert sann­færður um, að þú hafir rétt fyrir þér – og það er mikið í húfi – hvers vegna þá ekki að fylgja sann­fær­ingu sinni?

Ég hef aldrei verið þungt hald­inn af minni­mátt­ar­kennd fyrir að vera full­trúi smá­þjóðar í fjöl­þjóða­sam­skipt­um. Á póli­tískum ferli mínum var ég iðu­lega í nálægð við leið­toga „stór­velda“, sem reynd­ust ekk­ert stærri fyrir að til­heyra fjöl­menn­ari þjóð­um. Ég veit líka af eigin reynslu, að ef full­trúar smá­þjóða standa saman og hafa á réttu að standa, geta þær breytt heim­inum til hins betra. Þrátt fyrir allt.

Höf­undur var utan­rík­is­ráð­herra Íslands 1988-1995.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar