Ekki draga tennurnar úr Samkeppniseftirlitinu

Eikonomics segir að fyrirtæki séu fyrst og síðast stofnuð til að græða peninga. Þegar refsing fyrir svindl verði lítil eða auðvelda verður undan henni komist muni fyrirtæki verða líklegri til að svindla. Það muni bitna á litlum fyrirtækjum og neytendum.

Auglýsing

Lengi vel hefur íslenska ríkið stutt ein­okun á hrá­mjólk­ur­mark­aði. Mjólk­ur­sam­salan (MS) er stað­fest­ing þess. MS er nefni­lega lög­legt sam­ráð svo gott sem allra íslenskra mjólk­ur­bænda. Um ára­tuga­skeið hefur þetta sam­ráð fengið að blómstra, bændum til bata en á kostnað neyt­enda. 

Eins og vel er þekkt, þá hefur MS ein­ok­un­ar­stöðu á mark­aði fyrir hrá­mjólk. Það er að segja mjólk sem notuð er sem aðföng í fram­leiðslu mjólk­ur­vara (osta, drykkj­ar­mjólk­ur, smjör o.s.frv.) Til að vernda neyt­endur hefur ríkið sett á fót verð­lags­nefnd sem sér til þess að sam­ráð bænda okri ekki þegar þeir selja mjólk­ur­vöru­fram­leið­endum hrá­mjólk. 

Þessi verð­lags­nefnd er þó pínu til­gangs­laus. Eftir allt hefur sam­ráð bænda við MS og tengd félög lengst af verið svo gott sem eini kaup­andi hrá­mjólk­ur, og eini stóri fram­leið­andi mjólk­ur­neyslu­vara. Sem þýðir að mest alla til­veru sína hefur verð­lags­nefnd fyrst og fremst komið í veg fyrir að bændur okri á sjálfum sér. Til­búnar neyslu­vör­ur, sem sam­ráðið fram­leið­ir, hefur sam­ráðið aftur á móti getað verð­lagt eins og þeim sýnist, án þess að eiga á þá hættu að tapa mark­aðs­hlut­deild gagn­vart sam­keppn­inni, því lengst af var hún nán­ast ekki til.

Auglýsing
Samkeppniseftirlitið sá að þetta væri ekki í lagi enda þýðir ein­okun að neyt­endur borga meira fyrir verri vöru. Því setti Sam­keppn­is­eft­ir­litið sam­ráð­inu mjög svo rétt­læt­an­legar skorð­ur: Ef bændur ætla að fá að vera með ein­okun á hrá­mjólk, þá verða þeir að selja öðrum mat­væla­fram­leið­end­um, sem langar að keppa við MS á neyt­enda­mark­aði, hrá­mjólk á sömu kjörum og þeir selja sjálfum sér (og tengdum félög­um). 

Mark­miðið var að koma í veg fyrir að MS gæti okrað á neyt­end­um.

Mjólka mjólkuð

Það muna eflaust ein­hverjir eftir bónd­anum og frum­kvöðl­inum Ólafi Magn­ús­syni. Þegar MS var gert skylt til þess að selja hrá­mjólk á verði sem hægt væri að keppa við þá sjálfa um neyt­end­ur, sá Ólafur sér leik á borði. Hann stofn­aði fyr­ir­tækið Mjólku, sem fram­leiddi nokkrar vör­ur, svip­aðar þeim úr vöru­flokkum MS (að­al­lega ostar ef ég man rétt). 

Í upp­hafi gekk inn­rásin á mark­að­inn framar vonum og árið 2010 var Mjólka komin með 10% mark­aðs­hlut­deild. Sem stjórn­endum MS hefur lík­lega fund­ist 10% of mik­ið.

MS greip þá til þess bragðs að byrja að hunsa sam­keppn­is­lög. MS, sem skylt var að selja mjólk til Mjólku á sama verði og til eigin félaga, hefur eflaust grunað það að ef þeir hækk­uðu verðið sem Mjólka var rukkuð fyrir hrá­mjólk, þá myndi þeir fljót­lega hrökkl­ast af mark­aði. MS brá því á það ráð að rukka Ólaf 12 – 20% meira en eigin félög fyrir hvern lítra af hrá­mjólk. Það var allt sem þurfti; stuttu seinna var Mjólka farin á haus­inn.

Áfrýj­un­ar­nefnd taldi Mjólk­ur­sam­söl­una vera (mjólk­ur­)súkkulaði

Nokkur seinna komst Sam­keppn­is­eft­ir­litið á spor­ið. Þeir rann­sök­uðu málið og komust að þeirri nið­ur­stöðu að MS hafi brotið á Ólafi og félög­um. Afleið­ingin var 440 miljón króna sekt, plús 40 milj­ónir af því að MS hafði brotið upp­lýs­inga­skyldu (sem á manna­máli kall­ast að ljúga). 

Fyr­ir­tæki eins og MS hafa þó þann rétt að skjóta slíkum ákvörð­unum til Áfrýj­un­ar­nefndar sam­keppn­is­mála. Það er nefnd þriggja ein­stak­linga; í dag eru í henni tveir lög­fræð­ingar og  einn end­ur­skoð­andi. Það er hlut­verk þess­ara nefndar að meta ákvarð­anir Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins, ef fyr­ir­tækið sem braut af sér biður um það. 

Meiri­hluti Áfrýj­un­ar­nefndar (tveir af þrem­ur) leit svo á málið að MS þyrfti ekki að fara eftir sam­keppn­is­lög­um, af því að búvöru­lög leyfa þeim að gera það. Með öðrum orð­um, nán­ast allir þurfa að fara að sam­keppn­is­lög­um, nema MS. MS er (mjólk­ur­)súkkulaði.

Það er engin ástæða að halda það að lög­fræð­ing­arnir tveir og end­ur­skoð­and­inn séu betur til þess fallnir að taka ákvarð­anir heldur en sam­keppn­is­eft­ir­lit­ið. Að sjálf­sögðu er þetta mik­il­vægur var­nagli að hafa, til að koma í veg fyrir að Sam­keppn­is­eft­ir­litið til dæmis fari ekki að gera upp á milli og velja sín upp­á­halds fyr­ir­tæki. En það er ekki þar með sagt að málið þurfi að enda þar. 

Í dag hefur nefni­lega Sam­keppn­is­eft­ir­litið mik­il­væga heim­ild. Ef Áfrýj­un­ar­nefnd ákveður að Sam­keppn­is­eft­ir­litið hafi gert mis­tök og ógildir ákvörðun Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins, þá getur Sam­keppn­is­eft­ir­litið farið með ákvörð­un­ina fyrir dóm­stóla. Þar sem málið fer sína leið, og dóm­stólar ákveða á end­anum hvort Sam­keppn­is­eft­ir­litið hafi haft rétt eða rangt fyrir sér.

Auglýsing
Vissulega er það svo að ef lögin eru skrifuð þannig að MS má gera það sem aðrir mega ekki, af því að búvöru­lög trompa sam­keppn­is­lög, þá er það eitt­hvað sem dóm­stólar lands­ins ættu að geta fundið út úr. Þessi heim­ild er ekki áskrift á ofríki Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins. Sam­keppn­is­eft­ir­litið hefur aðeins gripið í þessa heim­ild þrisvar sinn­um. Þessi heim­ild er var­nagli, sem eykur gegn­sæi og traust okkar allra á Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu.

Hvaða máli skiptir það?

Fyrst og fremst er það mik­il­vægt að ganga úr skugga um það að fyr­ir­tæki, sem ætla sér að hundsa sam­keppn­is­lög, viti hvað það kostar að haga sér þannig. Fyr­ir­tæki eru fyrst og fremst stofnuð til þess að græða pen­inga. Mörg, ef ekki flest, fyr­ir­tæki sem geta svindl­að, og kom­ist upp með það, gera það. Svo lengi sem þau geta grætt á því. Ef refs­ingin fyrir svindl er lítil eða auð­veld­lega undan henni kom­ist þá eru fyr­ir­tæki lík­legri til að svindla. 

Með því að fjar­lægja heim­ild Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins til þess að áfrýja ákvörð­unum Áfrýj­un­ar­nefnd­ar, tekur ríkið góða enda­jaxla úr þess­ari mik­il­vægu eft­ir­lits­stofn­un. Fyr­ir­tæki, sem hugsa sér gott til glóð­ar­inn­ar, með því að hundsa sam­keppn­is­lög, verða ólík­legri til að þurfa að borga fyrir verknað sinn. Það er að segja ef þessi heim­ild Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins er tekin frá þeim, þá vita fyr­ir­tækin það að jafn­vel ef þau eru staðin að verki eru lík­urnar á að þau þurfi að borga fyrir glæpi sína minni. Sem að öllu óbreyttu leiðir til meira svindls – allt á kostnað neyt­enda.

Ef þessi heim­ild hefði aldrei verið til þá hefði MS losnað við að borga fyrir gjörðir sín­ar. Reyndar hefðu þeir alltaf þurft að borga 40 milj­ónir fyrir að ljúga að Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu, en félagið hefði þó sloppið við að greiða fyrir sam­keppn­is­brotið sjálft. Málið end­aði þó ekki þar. Sam­keppn­is­eft­ir­litið nýtti sér rétt sinn til þess að áfrýja ákvörðun Áfrýj­un­ar­nefndar og stefndi MS í hér­aðs­dómi. Í maí 2018, tók hér­aðs­dómur afstöðu: MS braut sam­keppn­is­lög; búvöru­lög trompa ekki sam­keppn­is­lög­um. Og gat MS áfrýjað þeim dómi, sem þeir gerðu, eins og þeirra réttur er

Frum­varp Kol­brúnar R. Gylfa­dóttur byggir að miklu leyti á áliti frá full­trúum atvinnu­lífs­ins. Ég er ekki viss um að fólk hafi hugsað það í gegn hvað það þýðir fyrir minni félög í atvinnu­líf­inu, ef fjar­lægja á þessa heim­ild. Til lengri tíma litið hefur kemur þessi breyt­ing til með að vera bót fyrir stór­fyr­ir­tæki lands­ins og hvetja þau til að hegða sér á óeft­ir­sókn­ar­verðan hátt. Þeir sem koma til með að tapa á því, eru með­al­stór og lítil fyr­ir­tæki. Og að sjálf­sögðu neyt­end­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiEikonomics