Um „Um Tímann og Vatnið“

Guðmundur Þorsteinsson segir að það ætti að vera keppikefli þeirra sem láta sig loftslagsmálin varða að lögð verði áhersla á virkjun þeirra fallvatna sem skilgreind verða í nýtingarflokki svo við Íslendingar getum tekið við orkufrekum verkefnum frá öðrum.

Auglýsing

Bók Andra Snævar Magna­son­ar, Um Tím­ann og Vatn­ið, hefur hlotið ein­róma lof manna sem hún verð­skuldar að ýmsu leyti. Text­inn er lipur og auð­skil­inn, skáld­legur á köfl­um, og eng­inn þarf að efast um ein­lægan vilja höf­undar til að vekja les­endur til umhugs­unar um þá vá sem stafar af hækk­andi hita­stigi loft­hjúps­ins.

Það er hins vegar mitt mat að slag­kraftur bók­ar­innar hefði verið meiri ef höf­undur hefði sleppt ýmsum köflum sem bæta litlu við efn­is­lega. Vil ég þar nefna upp­taln­ingu á afrekum skyld­menna hans, sem eru þó örugg­lega hin merk­ustu en eiga kannski lítið erindi í bók með þetta mark­mið. Sama má segja um kafl­ana um Dalai Lama. Þetta er þó fyrst og fremst smekks­at­riði. Sumir hafa t.d. gaman af því að eiga af sér myndir með frægu fólki. En létt­ara yrði sótsporið með færri blað­síð­um!

Hitt er öllu alvar­legra að höf­undur sökkvir sér í alls­konar dul­speki­legar vanga­veltur um forn trú­ar­brögð, heilagar kýr, fjöll og fljót og finnur að sjálf­sögðu alls­konar teng­ingar sem virð­ast eiga að sýna ein­hverja æðri skipan ver­ald­ar­innar og það sem verra er, hann telur að gegnum þær eigum við að nálg­ast lausnir á hinni alltum­lykj­andi ógn loft­lags­breyt­inga.

Auglýsing

Þetta sjón­ar­mið Andra Snævar hefur komið fram í mörgum við­tölum við hann í fjöl­miðlum og birt­ist einkar skírt á bls. 299: „Til hvers að læra algebru?“ (þeirri spurn­ingu er ekki svar­að) og „Til hvers að læra ljóð­list og gömul kvæði? (og svar­ar:) „Vegna þess að ljóð­listin er silf­ur­þráður manns­and­ans og án hennar er til­vist manns­ins óhugs­and­i“.

Þetta er afar var­huga­verð afstaða. Lausn­irnar verður einmitt að nálg­ast með algebru (les: rök­hugs­un) en ekki gegnum orða­leppa eins og „þagn­ar­þrungin geim­vídd guðs“ og „silf­ur­þráður manns­and­ans“, sem hver og einn getur lagt sinn skiln­ing í og eru því merk­ing­ar­lausir í sam­ræð­unni. Það er hins vegar sjálf­sagt rétt­mæt ályktun hjá Andra Snæ að nokkur hópur manna hefur ekki tök á að átta sig á vís­inda­legum rökum og til þeirra nær þessi bók vænt­an­lega og gæti því verið gagn­leg að því leyti, en að ætla sér að hafa dul­rænar hug­ljóm­anir að leið­ar­hnoða þegar finna þarf lausnir mun næstum örugg­lega leiða okkur á villi­göt­ur.

Lýsandi dæmi um það má finna á bls. 54 þar sem höf­undur er enn að harma smíði Fljóts­dals­virkj­unar og álvers­ins á Reyð­ar­firði: „End­ur­vinnsla á dósum í Amer­íku hefði sparað þrjár til  fjórar svona verk­smiðj­ur“. Nú væri það auð­vitað hið besta mál að Banda­ríkja­menn færu að end­ur­vinna áldós­irnar en ein­föld rök­hugsun segir okkur að þá ætti fremur að loka þeim álbræðslum sem knúnar eru með jarð­efna­elds­neyti en þeim sem nýta orku fall­vatna.

Fyrir utan nokkrar hjáróma raddir virð­ist þorri fólks ætl­ast til aðgerða til að ná niður útblæstri gróð­ur­húsa­loft­teg­unda, þar með tal­inn Andri Snær. Notkun okkar á raf­orku er mikil og erfitt að sjá lík­indi þess að úr henni muni draga, þvert á móti. Því sýn­ist ástæða til að benda á hið aug­ljósa, að árangur í því mik­il­væga verk­efni mun alfarið ráð­ast af því hvernig sú raf­orka sem við notum verður fram­leidd, þ.e. með end­ur­nýj­an­legum orku­auð­lindum eða brennslu jarð­efna­elds­neyt­is. 

Andri Snær bendir á væn­legar lausnir og vitnar til sér­fræð­inga (bls. 301 og 304) og nefnir sól­ar- vind- og varma­orku auk raf­væð­ingar sam­göngu­flot­ans (sem kemur að litlu haldi sé raf­orkan fram­leidd með brennslu) en forð­ast eins og heitan eld­inn að minn­ast á vatns­orku. Hún er þó gædd þeim mik­il­væga eig­in­leika að hana má geyma í uppi­stöðu­lónum og grípa til þegar vinnsla vind- og sól­ar­orku er í lág­marki í logni og sól­ar­leysi. Þar með sleppur hann við að kom­ast í beina mót­sögn við sjálfan sig en fórnar auð­vitað þar með rök­hyggj­unni. (Má sýn­ast athygl­is­verð for­gangs­röð!)

Rétt er að geta þess að unnið er að þróun gríð­ar­legra raf­hlaðna til að brúa bilin þegar sól­skin og vindur bregð­ast. Sú lausn kann að vera hin eina mögu­lega þar sem vatns­afl er ekki í boði, en verður bæði dýr og veldur miklu álagi á nátt­úr­una t.d. vegna stór­felldrar námu­vinnslu.

Það ætti því að vera keppi­kefli þeirra sem láta sig lofts­lags­málin varða að lögð verði áhersla á virkjun þeirra fall­vatna sem skil­greind verða í nýt­ing­ar­flokki svo við Íslend­ingar getum tekið við orku­frekum verk­efnum frá öðrum þjóðum og draga þannig úr útblæstri á heims­vísu. Því er þó ekki að heilsa. Margir þeirra sem fast­ast berja sér á brjóst sem nátt­úru­vernd­ar­sinnar leggj­ast þyngst á árar til að hindra bygg­ingu vatns­afls­virkj­ana svo laða megi fleiri ferða­menn til lands­ins með til­heyr­andi útblæstri CO2!

Í þessu felst nokkuð snúin þver­sögn sem fjöl­miðlar hafa van­rækt að krefja þetta fólk svara um. Auð­vitað viljum við öll að umsvif okkar valdi sem minnstu raski á umhverfi okk­ar, en hér verður ekki bæði sleppt og haldið og nauð­syn­legt að fram fari und­an­bragða­laus umræða um val­kost­ina.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar