Endurskoðuð áhrif Borgarlínu á umferð

Umferðarverkfræðingur skrifar um Borgarlínu og áhrif á umferð á höfuðborgarsvæðinu.

Auglýsing

Í sept­em­ber s.l. skrif­aði ég grein­ina „Áhrif Borg­ar­línu og breyttra ferða­venja á bíla­um­ferð“, sem birt­ist hér í Kjarn­an­um. Síðan þá hef ég kom­ist að því að ég hef að mínu mati ofmetið vænt­an­leg áhrif Borg­ar­línu á bíla­um­ferð. 

Ég gerði ráð fyrir því að með­al­lengd ferða með strætó árið 2040 yrði sú sama og með­al­lengd ferða í fólks­bíl, þ.e. 6 km. Nýlega komst ég að því að með­al­lengd ferða með strætó virð­ist vera um 20 % styttri en með­al­lengd ferða í bíl, ef við göngum út frá því að hlutur strætó sé í dag 4 % af öllum ferðum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Til upp­rifj­unar þá er hlutur gang­andi og hjólandi 20 % og hlutur ferða í fólks­bíl 76 %. Í svæð­is­skipu­lagi höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins eru mark­mið um breyttar ferða­venjur árið 2040 þessi:

- Hlutur gang­andi og hjólandi auk­ist úr 20 % allra ferða upp í 30 %

Auglýsing

- Hlutur strætó (þ.m.t. Borg­ar­lína) auk­ist úr 4 % allra ferða upp í 12 %

- Hlutur ferða í fólks­bíl minnki úr 76 % niður í 58 %. 

Skýrsla Mann­vits

Í des­em­ber 2018 gaf verk­fræði­stofan Mann­vit út skýrsl­una „Reglu­bundið mat á stöðu og þróun bíla­um­ferðar og almenn­ings­sam­gangna – Fram­halds­rann­sókn“. Um er að ræða rann­sókn­ar­verk­efni unnið með styrk frá Vega­gerð­inni og má finna skýrsl­una á heima­síðu Vega­gerð­ar­inn­ar. Á bls. 18 er þessi mynd:

Yfirlit.

Ef ferðir með strætó eru 4 pró­sent og ferðir í fólks­bíl 76 pró­sent allra ferða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, þá ættu far­þegar með almenn­ings­sam­göngum að vera (4/80) x 100 = 5 % af heild­ar­fjölda far­þega með vél­knúnum far­ar­tækj­um, ef ferðir í strætó eru að með­al­tali jafn­langar og ferðir í fólks­bíl. Það vakti því athygli mína að það er aðeins í sniði 3 sem hlut­fallið er yfir 5 % (5,4 %). 

Í öðrum sniðum er hlut­fall far­þega með almenn­ings­sam­göngum af heild­ar­fjölda far­þega með vél­knúnum far­ar­tækjum á bil­inu 2 - 3,3 %. Við getum ekki fundið með­al­hlut­fallið með því að taka ein­falt með­al­tal af hlut­falls­töl­unum á mynd­inni, þar eð fjöldi far­þega er mjög mis­mun­andi eftir snið­um. Snið 3 og 18 vega þyngst, ein­fald­lega vegna þess að umferðin í gegnum þessi snið er mun meiri en í hinum snið­un­um. Það er þó óhætt að draga þá ályktun að ef litið er á höf­uð­borg­ar­svæðið í heild þá er fjöldi far­þega með almenn­ings­sam­göngum í mesta lagi 4 % af heild­ar­fjölda far­þega með vél­knúnum far­ar­tækj­um. Til þess að for­sendur um hlut ferða í dag með strætó (4 %) og ferða með fólks­bíl (76 %) gætu verið í sam­ræmi við ofan­greint, þá þyrftu ferðir með strætó að vera að með­al­tali um 20 % styttri en ferðir í fólks­bíl. 

Eru ferðir í Strætó minna en 4 pró­sent af öllum ferð­u­m? 

Í árs­skýrslu Strætó 2018, sem vistuð er hér: má sjá á bls. 20 þetta línu­rit sem sýnir með­al­fjölda inn­stiga á tímum dags (virkum dög­um).

Álagstoppar.

Með því að leggja saman fjölda inn­stiga á hverri klst. fæst heild­ar­talan = 41.300 inn­stig (á virkum degi í októ­ber 2018). Fjöldi ferða með strætó er lægri tala, þar eð hluti far­þega skiptir um vagn til þess að ljúka ferð. Ég hef ekki kom­ist að því hve hátt skipti­hlut­fallið er, en giska á að það sé á bil­inu 10 – 20 %. Ef skipti­hlut­fallið er 15 %, þá er fjöldi ferða með strætó á virkum degi í októ­ber 2018 = 41.300 x 0,85 = um 35.000. 

Til að meta hlut­deild ferða með strætó í októ­ber 2018 af öllum ferðum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu þá þurfum við að meta hlut­deild ann­arra ferða­máta, þ.e. ferðir í fólks­bíl og ferðir gang­andi og hjólandi.

Til að meta fjölda ferða í bíl má styðj­ast við grein­ar­gerð VSÓ um umferð­ar­spá fyrir 2030 vegna svæð­is­skipu­lags­breyt­ing­ar, útgefin í sept­em­ber 2017

Á bls. 19 kemur fram í töflu 4.1 að fjöldi ferða í bíl er met­inn 852.400 grunn­árið 2012. Eins og fram hefur komið í frétt­um, þá hefur hlut­deild strætó í öllum ferðum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hald­ist óbreytt frá árinu 2011, þrátt fyrir tölu­verða aukn­ingu á far­þega­fjölda, enda hefur bíla­um­ferð einnig auk­ist mik­ið. Gerum því ráð fyrir að ferða­venjur séu óbreyttar frá grunn­ár­inu 2012. Við getum þá notað spá um fjölda ferða í bíl árið 2030 með óbreyttum ferða­venjum sem við­mið­un­ar­punkt í fram­reikn­ingi til árs­ins 2018. Tíma­bilið 2012-2018 er 1/3 af tíma­bil­inu 2012-2030. Aukn­ing á fjölda ferða í bíl á tíma­bil­inu 2012-2018 ætti því að vera um 1/3 af áætl­aðri aukn­ingu 2012-2030, eða (1.086.800 – 852.400) x 1/3 = 78.133. Skv. þessu ætti fjöldi ferða í bíl 2018 að vera 852.400 + 78.133 = 930.533 = um 930.000. 

Heild­ar­fjöldi ferða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu með vél­knúnum far­ar­tækjum á virkum degi í októ­ber 2018 er miðað við ofan­greindar for­sendur 930.000 + 35.000 = 965.000. Fjöldi ferða með almenn­ings­sam­göng­um  er skv. þessu (35.000/965.000) x 100 = 3,6 % af heild­ar­fjölda ferða með vél­knúnum far­ar­tækj­um. Ef við gefum okkur þá for­sendu að ferðir með strætó séu að með­al­tali jafn langar og ferðir í fólks­bíl, þá virð­ist þessi nið­ur­staða vera í góðu sam­ræmi við nið­ur­stöðu í fyrr­greindri skýrslu Mann­vits. 

Gerum nú ráð fyrir að hlutur gang­andi og hjólandi í ferðum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sé sá sami 2018 og hann var 2012, þ.e. 20 %. Heild­ar­fjöldi ferða er þá 965.000/0,8 = um 1.200.000. 

Miðað við ofan­greindar for­sendur er hlut­deild ferða með strætó (35.000/1.200.000) x 100 = 2,9 % af öllum ferðum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Vegna óvissu um for­sendur og til að leyfa strætó að njóta vafans, er það nið­ur­staða mín að hlut­deild ferða með strætó af öllum ferðum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sé á bil­inu 3 – 3,5 %. Það er því ljóst að hlut­deild ferða með strætó er tölu­vert minni en 4 %. 

Áhrif Borg­ar­línu á bíla­um­ferð 2040

Í grein­inni sem ég skrif­aði hér í Kjarn­ann s.l. sept­em­ber komst ég að þeirri nið­ur­stöðu að Borg­ar­línan myndi í besta falli leiða til þess að bíla­um­ferð 2040 verði 3 - 5 % minni en ella. Þá hafði ég ekki gert mér grein fyrir því að ferða­fjöldi með strætó upp á 4 % grunn­árið 2012 væri ofmet­inn. Ofmatið er fólgið í því að gert er ráð fyrir að ferða­fjöldi sé jafn mik­ill og far­þega­fjöldi (fjöldi inn­stiga). Svo er ekki, ein­fald­lega vegna þess að hluti far­þega skiptir um vagn til að ljúka ferð. Áætl­anir gera ráð fyrir að hlutur strætó í ferða­fjölda auk­ist úr 4 % upp í 12 % 2040. Bein­ast liggur við að ætla að áætl­unin um 12 % sé hlut­falls­lega jafn mikið ofmetin og 4 % hlutur strætó í ferðum í dag. Ef við gerum ráð fyrir að hlutur strætó í ferða­fjölda í dag sé 3,25 % (mið­gildið í bil­inu 3 – 3,5 %, sjá ofan­grein­t), þá er hlutur strætó í ferða­fjölda ofmet­inn um rúm­lega 20 %.  Áhrif Borgarlín­unnar á bíla­um­ferð 2040 verða því nálægt 20 % minni en ég gerði ráð fyr­ir. 

End­ur­skoðað mat mitt er því að Borg­ar­línan myndi í besta falli leiða til þess að bíla­um­ferð 2040 verði 2,5 – 4 % minni en ella.

Höf­undur er umferð­ar­verk­fræð­ingur og MBA.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samdráttur í flugi lagar losunarstöðuna
Losun gróðurhúsalofttegunda frá flugi dróst verulega mikið saman í fyrra. Það er ein hliðin á miklum efnahagslegum og umhverfislegum áhrifum af minni flugumferð eftir fall WOW Air og kyrrsetninguna á 737 Max vélum Boeing.
Kjarninn 24. janúar 2020
Teitur Björn Einarsson
Teitur Björn leiðir starfshóp um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri
Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hafa ákveðið að skipa starfshóp til að móta tillögur um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri í kjölfar snjóflóðsins þann 14. janúar síðastliðinn.
Kjarninn 24. janúar 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 28. þáttur: Ástir, örlög og Quidditch
Kjarninn 24. janúar 2020
Verðmiðinn á Valitor og verksmiðjunni í Helguvík lækkað um nálægt tíu milljarða á einu ári
Arion banki átti sitt langversta rekstrarár í sögu sinni í fyrra, þegar hagnaðurinn var einn milljarður króna. Mestur var tæplega 50 milljarðar króna árið 2014. Erfiðleikar síðasta árs eru fyrst og síðast vegna tveggja eigna.
Kjarninn 24. janúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Ástráður Haraldsson
Ástráður varar við dómsmáli ef þegar skipaðir dómarar verði skipaðir í lausa stöðu
Umsækjandi um stöðu Landsréttardómara hefur skrifað dómsmálaráðherra og varað við því að hann áskilji sér rétt til þess að láta reyna á það fyrir dómstólum ef þegar skipaðir dómarar fái stöðuna. Tveir hinna umsækjendanna eru nú þegar dómarar við réttinn.
Kjarninn 24. janúar 2020
Stefán Eiríksson á meðal umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra
Búið er að velja út fámennan hóp umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra sem valið verður úr. Sitjandi borgarritari er á meðal þeirra sem eru í þeim hópi.
Kjarninn 24. janúar 2020
Vilja þjóðaratkvæði um auðlindarákvæði fyrir mitt ár 2020
Hópurinn sem safnaði á sjötta tug þúsunda undirskrifta gegn afhendingu makrílkvóta í meira en eitt ár í senn á árinu 2015 hefur sent áskorun til Alþingis um að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um tvær tillögur um auðlindaákvæði í stjórnarskrá.
Kjarninn 24. janúar 2020
Ástráður Haraldsson héraðsdómari.
Ástráður var á meðal umsækjenda um skipun í Landsrétt en gleymdist
Alls sóttu fjórir um embætti Landsréttardómara sem auglýst var laust til umsóknar í byrjun árs. Þar á meðal er einn þeirra sem var metinn á meðal hæfustu umsækjenda árið 2017, en ekki skipaður.
Kjarninn 24. janúar 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar