Endurskoðuð áhrif Borgarlínu á umferð

Umferðarverkfræðingur skrifar um Borgarlínu og áhrif á umferð á höfuðborgarsvæðinu.

Auglýsing

Í sept­em­ber s.l. skrif­aði ég grein­ina „Áhrif Borg­ar­línu og breyttra ferða­venja á bíla­um­ferð“, sem birt­ist hér í Kjarn­an­um. Síðan þá hef ég kom­ist að því að ég hef að mínu mati ofmetið vænt­an­leg áhrif Borg­ar­línu á bíla­um­ferð. 

Ég gerði ráð fyrir því að með­al­lengd ferða með strætó árið 2040 yrði sú sama og með­al­lengd ferða í fólks­bíl, þ.e. 6 km. Nýlega komst ég að því að með­al­lengd ferða með strætó virð­ist vera um 20 % styttri en með­al­lengd ferða í bíl, ef við göngum út frá því að hlutur strætó sé í dag 4 % af öllum ferðum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Til upp­rifj­unar þá er hlutur gang­andi og hjólandi 20 % og hlutur ferða í fólks­bíl 76 %. Í svæð­is­skipu­lagi höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins eru mark­mið um breyttar ferða­venjur árið 2040 þessi:

- Hlutur gang­andi og hjólandi auk­ist úr 20 % allra ferða upp í 30 %

Auglýsing

- Hlutur strætó (þ.m.t. Borg­ar­lína) auk­ist úr 4 % allra ferða upp í 12 %

- Hlutur ferða í fólks­bíl minnki úr 76 % niður í 58 %. 

Skýrsla Mann­vits

Í des­em­ber 2018 gaf verk­fræði­stofan Mann­vit út skýrsl­una „Reglu­bundið mat á stöðu og þróun bíla­um­ferðar og almenn­ings­sam­gangna – Fram­halds­rann­sókn“. Um er að ræða rann­sókn­ar­verk­efni unnið með styrk frá Vega­gerð­inni og má finna skýrsl­una á heima­síðu Vega­gerð­ar­inn­ar. Á bls. 18 er þessi mynd:

Yfirlit.

Ef ferðir með strætó eru 4 pró­sent og ferðir í fólks­bíl 76 pró­sent allra ferða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, þá ættu far­þegar með almenn­ings­sam­göngum að vera (4/80) x 100 = 5 % af heild­ar­fjölda far­þega með vél­knúnum far­ar­tækj­um, ef ferðir í strætó eru að með­al­tali jafn­langar og ferðir í fólks­bíl. Það vakti því athygli mína að það er aðeins í sniði 3 sem hlut­fallið er yfir 5 % (5,4 %). 

Í öðrum sniðum er hlut­fall far­þega með almenn­ings­sam­göngum af heild­ar­fjölda far­þega með vél­knúnum far­ar­tækjum á bil­inu 2 - 3,3 %. Við getum ekki fundið með­al­hlut­fallið með því að taka ein­falt með­al­tal af hlut­falls­töl­unum á mynd­inni, þar eð fjöldi far­þega er mjög mis­mun­andi eftir snið­um. Snið 3 og 18 vega þyngst, ein­fald­lega vegna þess að umferðin í gegnum þessi snið er mun meiri en í hinum snið­un­um. Það er þó óhætt að draga þá ályktun að ef litið er á höf­uð­borg­ar­svæðið í heild þá er fjöldi far­þega með almenn­ings­sam­göngum í mesta lagi 4 % af heild­ar­fjölda far­þega með vél­knúnum far­ar­tækj­um. Til þess að for­sendur um hlut ferða í dag með strætó (4 %) og ferða með fólks­bíl (76 %) gætu verið í sam­ræmi við ofan­greint, þá þyrftu ferðir með strætó að vera að með­al­tali um 20 % styttri en ferðir í fólks­bíl. 

Eru ferðir í Strætó minna en 4 pró­sent af öllum ferð­u­m? 

Í árs­skýrslu Strætó 2018, sem vistuð er hér: má sjá á bls. 20 þetta línu­rit sem sýnir með­al­fjölda inn­stiga á tímum dags (virkum dög­um).

Álagstoppar.

Með því að leggja saman fjölda inn­stiga á hverri klst. fæst heild­ar­talan = 41.300 inn­stig (á virkum degi í októ­ber 2018). Fjöldi ferða með strætó er lægri tala, þar eð hluti far­þega skiptir um vagn til þess að ljúka ferð. Ég hef ekki kom­ist að því hve hátt skipti­hlut­fallið er, en giska á að það sé á bil­inu 10 – 20 %. Ef skipti­hlut­fallið er 15 %, þá er fjöldi ferða með strætó á virkum degi í októ­ber 2018 = 41.300 x 0,85 = um 35.000. 

Til að meta hlut­deild ferða með strætó í októ­ber 2018 af öllum ferðum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu þá þurfum við að meta hlut­deild ann­arra ferða­máta, þ.e. ferðir í fólks­bíl og ferðir gang­andi og hjólandi.

Til að meta fjölda ferða í bíl má styðj­ast við grein­ar­gerð VSÓ um umferð­ar­spá fyrir 2030 vegna svæð­is­skipu­lags­breyt­ing­ar, útgefin í sept­em­ber 2017

Á bls. 19 kemur fram í töflu 4.1 að fjöldi ferða í bíl er met­inn 852.400 grunn­árið 2012. Eins og fram hefur komið í frétt­um, þá hefur hlut­deild strætó í öllum ferðum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hald­ist óbreytt frá árinu 2011, þrátt fyrir tölu­verða aukn­ingu á far­þega­fjölda, enda hefur bíla­um­ferð einnig auk­ist mik­ið. Gerum því ráð fyrir að ferða­venjur séu óbreyttar frá grunn­ár­inu 2012. Við getum þá notað spá um fjölda ferða í bíl árið 2030 með óbreyttum ferða­venjum sem við­mið­un­ar­punkt í fram­reikn­ingi til árs­ins 2018. Tíma­bilið 2012-2018 er 1/3 af tíma­bil­inu 2012-2030. Aukn­ing á fjölda ferða í bíl á tíma­bil­inu 2012-2018 ætti því að vera um 1/3 af áætl­aðri aukn­ingu 2012-2030, eða (1.086.800 – 852.400) x 1/3 = 78.133. Skv. þessu ætti fjöldi ferða í bíl 2018 að vera 852.400 + 78.133 = 930.533 = um 930.000. 

Heild­ar­fjöldi ferða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu með vél­knúnum far­ar­tækjum á virkum degi í októ­ber 2018 er miðað við ofan­greindar for­sendur 930.000 + 35.000 = 965.000. Fjöldi ferða með almenn­ings­sam­göng­um  er skv. þessu (35.000/965.000) x 100 = 3,6 % af heild­ar­fjölda ferða með vél­knúnum far­ar­tækj­um. Ef við gefum okkur þá for­sendu að ferðir með strætó séu að með­al­tali jafn langar og ferðir í fólks­bíl, þá virð­ist þessi nið­ur­staða vera í góðu sam­ræmi við nið­ur­stöðu í fyrr­greindri skýrslu Mann­vits. 

Gerum nú ráð fyrir að hlutur gang­andi og hjólandi í ferðum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sé sá sami 2018 og hann var 2012, þ.e. 20 %. Heild­ar­fjöldi ferða er þá 965.000/0,8 = um 1.200.000. 

Miðað við ofan­greindar for­sendur er hlut­deild ferða með strætó (35.000/1.200.000) x 100 = 2,9 % af öllum ferðum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Vegna óvissu um for­sendur og til að leyfa strætó að njóta vafans, er það nið­ur­staða mín að hlut­deild ferða með strætó af öllum ferðum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sé á bil­inu 3 – 3,5 %. Það er því ljóst að hlut­deild ferða með strætó er tölu­vert minni en 4 %. 

Áhrif Borg­ar­línu á bíla­um­ferð 2040

Í grein­inni sem ég skrif­aði hér í Kjarn­ann s.l. sept­em­ber komst ég að þeirri nið­ur­stöðu að Borg­ar­línan myndi í besta falli leiða til þess að bíla­um­ferð 2040 verði 3 - 5 % minni en ella. Þá hafði ég ekki gert mér grein fyrir því að ferða­fjöldi með strætó upp á 4 % grunn­árið 2012 væri ofmet­inn. Ofmatið er fólgið í því að gert er ráð fyrir að ferða­fjöldi sé jafn mik­ill og far­þega­fjöldi (fjöldi inn­stiga). Svo er ekki, ein­fald­lega vegna þess að hluti far­þega skiptir um vagn til að ljúka ferð. Áætl­anir gera ráð fyrir að hlutur strætó í ferða­fjölda auk­ist úr 4 % upp í 12 % 2040. Bein­ast liggur við að ætla að áætl­unin um 12 % sé hlut­falls­lega jafn mikið ofmetin og 4 % hlutur strætó í ferðum í dag. Ef við gerum ráð fyrir að hlutur strætó í ferða­fjölda í dag sé 3,25 % (mið­gildið í bil­inu 3 – 3,5 %, sjá ofan­grein­t), þá er hlutur strætó í ferða­fjölda ofmet­inn um rúm­lega 20 %.  Áhrif Borgarlín­unnar á bíla­um­ferð 2040 verða því nálægt 20 % minni en ég gerði ráð fyr­ir. 

End­ur­skoðað mat mitt er því að Borg­ar­línan myndi í besta falli leiða til þess að bíla­um­ferð 2040 verði 2,5 – 4 % minni en ella.

Höf­undur er umferð­ar­verk­fræð­ingur og MBA.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Miklar landslagsbreytingar þetta árið í Surtsey
Nú stendur yfir árlegur líffræðileiðangur í Surtsey en sérstaka athygli vöktu landslagsbreytingar þar sem jarðvegur hefur skolast úr hlíðum og út í haf. Það hefur myndað sandstrendur á austanverðri eynni.
Kjarninn 15. júlí 2020
Herferðin styðst við kenningar um að það að öskra af lífs og sálarkröftum sé streitulosandi.
Öskur útlendinga munu hljóma á sjö stöðum á Íslandi
Í nýrri herferð Íslandsstofu eru útlendingar hvattir til að taka upp öskur sín sem síðan munu glymja í gegnum hátalara víðs vegar um Ísland. Streitulosun og ferðalög eru markmiðin.
Kjarninn 15. júlí 2020
„Nú var það þannig að ég var tekin í gíslingu“
Öll þau fimmtíu og sjö ríki sem eiga aðild að ÖSE hafa neitunarvald þegar kemur að skipan æðstu yfirmanna. „Fyrir svona rúmum mánuði síðan hefði mér ekki dottið þetta í hug – að þetta væri yfirvofandi,“ segir Ingibjörg Sólrún í samtali við Kjarnann.
Kjarninn 15. júlí 2020
Bæjarhúsin að Heyklifi.
Hágæða ferðaþjónusta „sem á engan sinn líka“ þarf ekki í umhverfismat
Á jörðinni Heyklifi sunnan Stöðvarfjarðar er áformað að reisa hótel og heilsulind fyrir um 250 gesti. Framkvæmdaaðili hyggst reyna að raska „sérstæðri og tilkomumikilli“ náttúru svæðisins sem minnst en hún einkennist af klettakömbum og klettóttri strönd.
Kjarninn 15. júlí 2020
Býfluga á kafi í villiblómi.
Búa til blómabelti vítt og breitt fyrir býflugur
Býflugum hefur fækkað gríðarlega mikið síðustu áratugi svo í mikið óefni stefnir. Náttúruverndarsamtök í Bretlandi fengu þá hugmynd fyrir nokkrum árum að byggja upp net blómabelta um landið til að bjarga býflugunum.
Kjarninn 14. júlí 2020
Ásta Sigríður Fjeldsted
Ásta Sigríður Fjeldsted nýr framkvæmdastjóri Krónunnar
Ásta Sigríður Fjeldsted hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Krónunnar.
Kjarninn 14. júlí 2020
Atvinnuleysi komið undir tíu prósent
Atvinnuleysi hérlendis hefur lækkað hratt að undanförnu en þar skiptir mestu hröð lækkun atvinnuleysis vegna minnkaðs starfshlutfalls. Almennt atvinnuleysi mælist 7,5 prósent og hefur lítið sem ekkert breyst frá því í apríl.
Kjarninn 14. júlí 2020
Salt Pay talið hæft til að fara með virkan eignarhlut í Borgun
Fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Salt Pay, með skráð aðsetur á Caymaneyjum, sé hæft til að fara með yfir 50 prósent virkan eignarhlut í Borgun.
Kjarninn 14. júlí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar