77,7% Íslendinga fylgjandi dánaraðstoð

Ný könnun sýnir að mikill meirihluti Íslendinga er hlynntur því að þeir sem vilja binda enda á líf sitt vegna sjúkdóms sem er ólæknandi eða ástands sem þeir meta óbærilegt fái að gera það með aðstoð.

Eldri manneskja
Auglýsing

Í nýrri könnun Lífs­virð­ing­ar, félags um dán­ar­að­stoð, sem Mask­ína fram­kvæmdi í nóv­em­ber 2019, kemur í ljós að 77,7% Íslend­inga styðja dán­ar­að­stoð en þeir voru 74,5% árið 2015 í könnun sem Sið­mennt lét fram­kvæma.Ingrid Kuhlman.

Ef tekin eru öll svör þá svara 77,7% „Mjög hlynnt­ur“ eða „Fremur hlynnt­ur“ en 6,8% (7,1% árið 2015) svara því til að þau séu „Mjög and­víg“ eða „Fremur and­víg“. Þá eru 15,4% sem svara „Í með­al­lagi“ en árið 2015 svör­uðu 18% „Hvorki né“.

Þeim fjölgar veru­lega, eða um nærri 7 pró­sentu­stig, sem segj­ast „Mjög hlynnt“ á milli kann­ana eða úr 30,4% 2015 í 37%. Að sama skapi fækkar þeim sem eru „Fremur hlynnt“ úr 44,5% 2015 í 40,7%. Þeim fækkar einnig sem eru „Mjög and­víg“ úr 3,1% 2015 í 2,4% 2019. Þá fjölgar þeim um 0,4% sem eru „Fremur and­víg“.Bjarni Jónsson.

Lagðar voru fyrir þrjár spurn­ing­ar, sú fyrsta um afstöðu til dán­ar­að­stoðar en önnur spurn­ingin var ein­ungis beint að þeim sem voru and­vígir henni og var spurt um ástæðu and­stöðu fólks. Þriðja spurn­ingin var síðan um hvaða aðferð við­kom­andi teldi rétt að nota við dán­ar­að­stoð. Um aðferða­fræð­ina við fram­kvæmd könn­un­ar­innar má lesa í skýrslu Mask­ínu sem má finna hér.

Spurn­ing 1 af 3 hljóðar svo:

Ertu hlynnt(­ur) eða and­víg(­ur) því að ein­stak­lingur geti fengið aðstoð við að binda enda á líf sitt (dán­ar­að­stoð) ef hann er hald­inn sjúk­dómi eða ástandi sem hann lifir óbæri­legt og metið hefur verið ólækn­andi?Mynd 1.

Mark­tækur munur er eftir aldri og heim­il­is­gerð en ekki eftir búsetu eða menntun

Það er mark­tækur munur á afstöðu fólks eftir aldri en í ald­urs­hópnum 18-29 ára styðja 85% dán­ar­að­stoð en 63,4% í ald­urs­hópnum 60 ára og eldri.

Einnig mælist mark­tækur munur eftir heim­il­is­gerð þar sem 84,1% þeirra í hópnum „Full­orð­in(n)/­Full­orðnir með 1-2 börn“ styðja dán­ar­að­stoð. Minnstur er stuðn­ing­ur­inn í hópnum „Tveir eða fleiri full­orðn­ir, engin börn“ en þar nýtur dán­ar­að­stoð stuðn­ings 73,2%.

Ekki mark­tækur munur

Ekki er mark­tækur munur eftir búsetu en mestur er stuðn­ing­ur­inn við dán­ar­að­stoð í Reykja­vík og mælist hann 80,7% en minnstur í nágranna­sveit­ar­fé­lögum Reykja­víkur þar sem hann mælist 74,4%. Þar hefur orðið tölu­verð breyt­ing frá 2015 en þá studdu 83,2% íbúa í nágrenni við Reykja­vík dán­ar­að­stoð.

Auglýsing
Þá er ekki mark­tækur munur eftir tekj­um, hjú­skap­ar­stöðu, menntun eða eftir því hvaða stjórn­mála­flokk fólk styð­ur. Mestur er stuðn­ingur meðal Pírata 86,8% (84,5% árið 2015) en minnstur meðal Fram­sókn­ar­manna 68,3% (67,8% árið 2015). Stuðn­ingur við dán­ar­að­stoð hefur auk­ist meðal stuðn­ings­manna allra flokka en þess ber að geta að tölu­verð breyt­ing hefur átt sér stað á flokka­flór­unni. Þannig var Björt fram­tíð til 2015 en ekki nú og við hafa bæst Mið­flokk­ur­inn, Við­reisn og Flokkur fólks­ins.

Ástæða and­stöðu við dán­ar­að­stoð

Þeir sem voru and­vígir dán­ar­að­stoð voru spurðir um ástæðu and­stöðu sinnar og töldu 30,7% (af þeim 8% sem lýstu sig vera á móti) að hætta væri á mis­notk­un. Þá töldu 23,5% að dán­ar­að­stoð væri and­stæð sið­ferð­is­legum og fag­legum skyldum lækna. 21,7% töldu að líkn­andi með­ferð (nú­ver­andi þjón­usta við sjúk­linga) nægði til að draga úr þján­ingu. 20,4% töldu dán­ar­að­stoð vera and­stæð eigin sið­ferð­is­gildum og að lokum töldu 3,6% dán­ar­að­stoð vera í and­stöðu við trú­ar­skoð­anir þeirra.

„Hol­lenska leið­in“ nýtur mest stuðn­ings

Í þriðju og síð­ustu spurn­ingu könn­un­ar­innar var spurt um hvaða aðferð Íslend­ingar ættu að nota þegar dán­ar­að­stoð yrði leyfð en í  dag er not­ast við þrjár meg­in­að­ferðir við dán­ar­að­stoð.

 Spurn­ingin 3 hljóð­aði á þessa leið:

„Hvaða leið af eft­ir­töldum aðferðum við dán­ar­að­stoð telur þú að Íslend­ingar ættu að taka upp ef dán­ar­að­stoð yrði lög­leyfð?Mynd 2.

„Læknir gefur ban­vænt lyf í æð“  - er oft nefnd „hol­lenska leið­in“ en á ensku heitir hún eut­hanasia og er notuð í Hollandi, Belgíu og Lúx­em­borg. Í þeim tveimur fyrst töldu lönd­unum var þessi aðferð leyf með lögum árið 2002 en í Lúx­em­borg árið 2008.

„Ein­stak­lingur inn­byrðir sjálfur ban­væna blöndu hjá sam­tökum sem útvega lyf­seð­ils­skyld lyf í gegnum lækni“ – er notuð í Sviss fyrir inn­lenda sem og erlenda rík­is­borg­ara sem koma til lands­ins í þeim eina til­gangi að fá dán­ar­að­stoð til að binda enda á þján­ingar sín­ar. Fyrir rík­is­borg­ara í Sviss er dán­ar­að­stoð þjón­usta sem veitt er á sjúkra­húsum sem hluti af líkn­ar­með­ferð. Það var árið 1942 sem dán­ar­að­stoð var lög­leyfð í Sviss.

„Læknir skrifar upp á ban­væna lyfja­blöndu sem ein­stak­lingur sækir í apó­tek og inn­byrðir sjálf­ur“ – er aðferð sem notuð er í níu ríkjum Banda­ríkj­anna og er oft kennd við Oregon en það ríki heim­il­aði dán­ar­að­stoð þegar árið 1997.

Þá vildi rúmur fjórð­ungur ekki svara þess­ari spurn­ingu.

Spurn­ingu breytt

Spurn­ingin um afstöðu Íslend­inga til dán­ar­að­stoðar í könnun Lífs­virð­ingar er orðuð aðeins öðru­vísi en gert var í könnun Sið­menntar árið 2015. Hún hljómar svo í könn­un­inni 2019:

Ertu hlynnt(­ur) eða and­víg(­ur) því að ein­stak­lingur geti fengið aðstoð við að binda enda á líf sitt (dán­ar­að­stoð) ef hann er hald­inn sjúk­dómi eða ástandi sem hann lifir óbæri­legt og metið hefur verið ólækn­andi?

En í könnun Sið­menntar frá 2015 hljóm­aði hún svo:

„Ertu hlynntur eða and­vígur því að ein­stak­lingur geti fengið aðstoð við að binda endi á líf sitt ef hann er hald­inn ólækn­andi sjúk­dómi (líkn­andi dauð­i)?

Stjórn Lífs­virð­ingar telur að um sé að ræða stigs­breyt­ingu í spurn­ing­unum en ekki eðl­is­mun en sam­an­burður nið­ur­stöðu mun koma betur í ljós við næstu könnun sem fram­kvæmd verð­ur. Árið 2015 var ekki búið að stofna Lífs­virð­ingu og hug­taka­notkun því ekki í sam­ræmi við það sem félagið styðst við í dag. Með því að orða spurn­ing­una upp á nýtt er verið að ná fram skoðun Íslend­inga á sjúk­dómi eða ástandi sem hann (ein­stak­ling­ur­inn) telur óbæri­legt og metið hefur verið ólækn­andi. Það er í sam­ræmi við áherslur sam­taka um dán­ar­að­stoð um allan heim. 

Það er mjög ánægju­legt að sjá afger­andi stuðn­ing Íslend­inga við dán­ar­að­stoð og má velta því fyrir sér hvenær Alþingi muni taka til­lit til afstöðu kjós­enda.

Höf­undar eru for­maður Lífs­virð­ingar og stjórn­ar­maður í Lífs­virð­ingu.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Miklar landslagsbreytingar þetta árið í Surtsey
Nú stendur yfir árlegur líffræðileiðangur í Surtsey en sérstaka athygli vöktu landslagsbreytingar þar sem jarðvegur hefur skolast úr hlíðum og út í haf. Það hefur myndað sandstrendur á austanverðri eynni.
Kjarninn 15. júlí 2020
Herferðin styðst við kenningar um að það að öskra af lífs og sálarkröftum sé streitulosandi.
Öskur útlendinga munu hljóma á sjö stöðum á Íslandi
Í nýrri herferð Íslandsstofu eru útlendingar hvattir til að taka upp öskur sín sem síðan munu glymja í gegnum hátalara víðs vegar um Ísland. Streitulosun og ferðalög eru markmiðin.
Kjarninn 15. júlí 2020
„Nú var það þannig að ég var tekin í gíslingu“
Öll þau fimmtíu og sjö ríki sem eiga aðild að ÖSE hafa neitunarvald þegar kemur að skipan æðstu yfirmanna. „Fyrir svona rúmum mánuði síðan hefði mér ekki dottið þetta í hug – að þetta væri yfirvofandi,“ segir Ingibjörg Sólrún í samtali við Kjarnann.
Kjarninn 15. júlí 2020
Bæjarhúsin að Heyklifi.
Hágæða ferðaþjónusta „sem á engan sinn líka“ þarf ekki í umhverfismat
Á jörðinni Heyklifi sunnan Stöðvarfjarðar er áformað að reisa hótel og heilsulind fyrir um 250 gesti. Framkvæmdaaðili hyggst reyna að raska „sérstæðri og tilkomumikilli“ náttúru svæðisins sem minnst en hún einkennist af klettakömbum og klettóttri strönd.
Kjarninn 15. júlí 2020
Býfluga á kafi í villiblómi.
Búa til blómabelti vítt og breitt fyrir býflugur
Býflugum hefur fækkað gríðarlega mikið síðustu áratugi svo í mikið óefni stefnir. Náttúruverndarsamtök í Bretlandi fengu þá hugmynd fyrir nokkrum árum að byggja upp net blómabelta um landið til að bjarga býflugunum.
Kjarninn 14. júlí 2020
Ásta Sigríður Fjeldsted
Ásta Sigríður Fjeldsted nýr framkvæmdastjóri Krónunnar
Ásta Sigríður Fjeldsted hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Krónunnar.
Kjarninn 14. júlí 2020
Atvinnuleysi komið undir tíu prósent
Atvinnuleysi hérlendis hefur lækkað hratt að undanförnu en þar skiptir mestu hröð lækkun atvinnuleysis vegna minnkaðs starfshlutfalls. Almennt atvinnuleysi mælist 7,5 prósent og hefur lítið sem ekkert breyst frá því í apríl.
Kjarninn 14. júlí 2020
Salt Pay talið hæft til að fara með virkan eignarhlut í Borgun
Fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Salt Pay, með skráð aðsetur á Caymaneyjum, sé hæft til að fara með yfir 50 prósent virkan eignarhlut í Borgun.
Kjarninn 14. júlí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar