Dælt er heima hvað

Sabine Leskopf, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, fer yfir árið sem er að líða en hún segir meðal annars að innflytjendur séu fólk sem situr ekki heima þegar tækifæri eru annars staðar, það sé fólk sem hefur eitthvað fram að færa.

Auglýsing

Árs­lokin eru yfir­leitt tím­inn til að staldra við, hvað er það sem stendur upp úr, er kannski komið að ein­hverjum kross­göt­um? Sam­fé­lags­þróun er oft hröð á Íslandi, og ekk­ert hefur breyst jafn mikið hér og sam­setn­ing sam­fé­lags­ins. 

Snemma í des­em­ber fengum við þær fréttir frá Hag­stof­unni að inn­flytj­endur séu nú orðnir yfir 50.000 að tölu og eru þar ekki með taldir þeir sem telj­ast til ann­arra kyn­slóða eða hafa ein­hvern erlendan bak­grunn. Sumir fögn­uðu, aðrir ekki.

Ég hef per­sónu­lega nákvæm­lega enga skoðun á því, talan sjálf skiptir mig ekki miklu máli. Fólks­flutn­ingar hafa alltaf átt sér stað, hvort sem það var á land­náms­öld eða í dag, stríð eða önnur áföll á borð við banka­hrunið hér hafa kannski áhrif til skamms tíma en breyta litlu í stóru mynd­inni, fólk fer þangað þar sem tæki­færin eru og þörf er fyrir það. Kannski eru kross­göt­urnar einmitt þessar – að í stað­inn fyrir að þeyt­ast enda­laust milli hægri og vinstri vængs, hvort fleiri eða færri eigi að koma eða vera, ættum við að ganga út frá öðru: 

Auglýsing

Íslenskt sam­fé­lag er ein­fald­lega allt fólk sem hér býr.

Og okkar hlut­verk er að búa þeim sem mynda þetta sam­fé­lagið bestu skil­yrði með því að vinna út frá því að fjöl­breyti­leiki sé und­ir­staða jákvæðrar sam­fé­lags­þró­un­ar.

Þetta þýðir ekki að horfa eigi fram­hjá áskor­unum sem við stöndum frammi fyrir í þessu sam­hengi. Við gleymum ekki MeToo-­sögum kvenna af erlendum upp­runa, nútíma­þræla­haldi sem tíðkast sums staðar á íslenskum vinnu­mark­aði eða börnum af erlendum upp­runa sem hafa hvorki vald á móð­ur­máli sínu né íslensku. Ef við viljum virki­lega breyta ein­hverju í því þá þurfum við að breyta um stefnu. Þurfum að hætta að hugsa um inn­flytj­endur ein­ungis sem umsækj­end­ur, þolendur og þiggj­endur heldur sem mannauð.

Við gerum það nefni­lega ekki núna og þess vegna var það sem sló mig mest á þessu ári skýrsla sem Claudie Ashonie Wil­son og Auður Tinna Aðal­bjarn­ar­dóttir frá lög­manns­stof­unni Réttur unnu með styrk frá Þró­un­ar­sjóði inn­flytj­enda­mála um aðgengi inn­flytj­enda að störfum hjá hinu opin­bera. Skýrslan segir mjög skýrt að þrátt fyrir að inn­flytj­endur tali góða íslensku og séu með áber­andi góða mennt­un, fá þeir lít­inn sem engan aðgang að ábyrgð­ar­störfum hjá hinu opin­bera, fá ekki einu sinni tæki­færi að koma í atvinnu­við­tal, hvað þá ráðn­ingu. Af 740 starfs­mönnum í ráðu­neytum eru tveir stað­festir af erlendum upp­runa og aðrar stofn­anir standa sig ekki miklu betur held­ur. 

Ekk­ert krassandi hér. Eng­inn skandall. Eng­inn glæp­ur. Og þó.

Erum við búin að ná ein­hvers konar sam­fé­lags­sátt­mála þar sem fest er í steypu að hér skuli vera tví­skipt sam­fé­lag, með einum hópi sem fær að njóta yfir­burða mann­rétt­inda og tæki­færa og öðrum hópi sem er aðal­lega ætlað að vera ekki fyr­ir?

Við vitum að hugs­unin um gesta­vinnu­afl sem kem­ur, vinnur og fer svo bara er úrelt og leiðir ekki til góðs. Að hengja sig enda­laust í hug­myndir um „að­lög­un“ hjálpar ekki held­ur, því alveg sama hversu mikið verið er að „laga“ mig, þá verð ég alltaf pínu öðru­vísi og ef ég er ekki við­ur­kennd sem slík þá er ég dæmd til að mis­heppn­ast.

Það eina sem virkar og er til góðs fyrir alla er að horfast í augu við það að fjöl­breyti­leiki er und­ir­staða jákvæðrar þró­unar í nútíma­sam­fé­lagi. Við höfum lært að setja upp kynja­gler­augun og íslenskt sam­fé­lag hefur náð langt þar. Sú þekk­ing gæti nýst okkur hér. Við þurfum nefni­lega að setja upp fjöl­menn­ing­ar­gler­augun alls stað­ar. Hvaða verð­mæta­sköpun missum við af ef við leitum við ekki mark­visst að inn­flytj­endum í sér­fræði- og ábyrgð­ar­störf?

Er það hroka­fullt að halda því fram að stundum gætu inn­flytj­endur jafn­vel haft eitt­hvað fram að færa sem Íslend­ingar kunna eða vita ekki enn? Mat­ar­menn­ingin er gott dæmi þar sem allir fagna fjöl­breyti­leik­anum og fram­lagi inn­flytj­enda en það er svo miklu meira. Ég gleymi aldrei þegar ein­hver útskýrði fyrir mér fyrir örfáum miss­erum hversu gott það væri fyrir umhverfið að flokka ruslið. Ég reyndi að missa ekki and­lit­ið, ég var nefni­lega búin að læra þetta ca. 35 árum áður heima hjá mér. 

Inn­flytj­endur eru fólk sem situr ekki heima þegar tæki­færi eru ann­ars stað­ar, það er fólk sem hefur eitt­hvað fram að færa, sem hefur kjark, sköp­un­ar­kraft og hug­vit, sem er ekki hrætt við áskor­anir og erf­ið­leika, fólk sem leitar nýrra far­vega fyrir dugnað sinn.

Þegar Reykja­vík­ur­borg gaf út fjöl­menn­ing­ar­yf­ir­lýs­ingu núna í haust sem byggir einmitt á þessu, leit­aði ég að myndefni. Þó að ég gleðj­ist alltaf yfir skemmti­legum við­burðum þar sem fólk fagnar sinni þjóð­menn­ingu, þá átti þetta ekki að vera enn ein myndin af fólki að dansa í lit­ríkum þjóð­bún­ingum fyrir framan Hall­gríms­kirkju. Það sem ég fann er mynd af Hverf­is­göt­unni, þar sem ég vann í mörg ár og var þá frekar grá og eins­leit, margar fal­legar gamlar bygg­ingar sem nutu sín samt ekki, lítið fram­boð af búðum og veit­inga­stöð­um. En núna er Hverf­is­gata að verða mest  spenn­andi gatan í borg­inni og þar eru m.a. tvær búðir hlið við hlið – ein frönsk sæl­kera­búð sem lætur mann upp­lifa annan heim, og svo í næsta húsi sýr­lenski flótta­mað­ur­inn sem rekur þar klæð­skera­verk­stæði í kjall­ara. Fólk sem ekki sat heima.Vits er þörf

þeim er víða ratar

dælt er heima hvað.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins á Kjarvalsstöðum í gær.
„Engin áform“ um að ríkið auki rekstrarframlög með tilkomu Borgarlínu
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segist ekki sjá fyrir sér að ríkið auki framlög sín til rekstrar almenningssamgangna höfuðborgarsvæðisins, eins og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og Strætó bs. hafa kallað eftir.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Franskur fiskveiðibátur lokar á skipaumferð um Calais í Frakklandi.
Frakkar og Bretar berjast enn um fiskinn í Ermasundi
Enn er ósætti á milli Frakklands og Bretlands vegna fiskveiða í breskri landhelgi eftir Brexit. Á föstudaginn reyndu franskir sjómenn reyndu að loka fyrir vöruflutninga á milli landanna tveggja til að krefjast úthlutunar fleiri fiskveiðileyfa.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Sunnlenskir sjálfstæðismenn kalla eftir skýringum frá Bjarna Benediktssyni.
Ósáttir sunnlenskir sjálfstæðismenn krefja Bjarna um skýringar
Sjálfstæðismenn á Suðurlandi eru með böggum hildar yfir því að Guðrún Hafsteinsdóttir oddviti flokksins í kjördæminu eigi ekki sæti við ríkisstjórnarborðið nú þegar. Tíu af tólf ráðherrum eru þingmenn kjördæma höfuðborgarsvæðisins.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Bresk myndlistarkona málaði eitt hundrað málverk af eldgosinu í Fagradalsfjalli
Eldgosið í Fagradalsfjalli sem hófst í vor hefur vakið allskonar væringar hjá fólki. Amy Alice Riches ákvað að mála eitt málverk á dag af því í 100 daga. Hún safnar nú fyrir útgáfu bókar með verkunum.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Allt sem þú þarft að vita um nýjan stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar
Stefnt er að því að lækka skatta, selja banka og láta fjármagnseigendur greiða útsvar. Auðvelda á fyrirtækjum að virkja vind og endurskoða lög um rammaáætlun.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við kynningu stjórnarsáttmálans á Kjarvalsstöðum í dag.
Talað um að lækka mögulega skatta en engu lofað
Engar almennar skattkerfisbreytingar eru útfærðar í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra segir að horft verði til þess að lækka skatta á þá tekjulægstu eða til að bæta samkeppnisstöðu fyrirtækja ef svigrúm gefist.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Álfheiður Eymarsdóttir
Kosningaframkvæmd fjórflokksins
Kjarninn 28. nóvember 2021
Ríkisstjórnin stokkast upp í dag, eftir rúmlega tveggja mánaða viðræður þriggja flokka um áframhaldandi samstarf.
Þessi verða ráðherrar
Willum Þór Þórsson og Jón Gunnarsson verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem kynnt er í dag. Guðrún Hafsteinsdóttir er sögð koma inn sem ráðherra dómsmála síðar á kjörtímabilinu.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiÁlit