Að huga að gildunum

Ástþór Ólafsson segir að markmiðasetning hafi aldrei reynst sér gott veganesti heldur hafa gildi í lífinu haft sterkari þýðingu.

Auglýsing

Nú er nýtt ár að ganga í garð og það gamla að kveðja okk­ur. Margir eru að velta fyrir sér hver þeirra mark­mið verða á árinu og senni­lega margir búnir að ákveða hverju skal fylgja. Ég veit að margir hverjir velja að setja sér mark­mið varð­andi meiri hreyf­ingu, betri matar­æði, huga betur að umhverf­inu, standa sig betur í vinnu, eyða meiri tíma með fjöl­skyld­unni, ná betri ein­kunnum í námi o.s.frv. Ég ætla sjálfur að setja mér nein mark­mið enda horfi ég frekar til þeirra gilda í líf­inu sem ég vill við­halda og halda áfram að styrkja, sem verður útskýrt nánar í grein­inni. En mark­mið eru að sjálf­sögðu mik­il­væg til að halda áfram með okkar lífs þroska eða hefja veg­ferð að slík­um. Þau eru bundin við þenn­an árs samn­ing ­sem við gerum við okkur sem er oft einum of skammur tími til að gera fram­tíð­ar­ráð­staf­anir í okkar lífi. Í stað­inn fyrir að horfa til eins árs er við­eig­andi horfa til fimm ára eða lengra. Ég ætla ekki að draga úr mark­miða­setn­ing­unni en hún hefur aldrei reynst mér sem gott vega­nesti heldur hafa gildi í líf­inu haft sterk­ari þýð­ingu. Mín gildi í líf­inu hafa meira og minna tengst minni umbreyt­ingu á „námsörð­ug­leik­um“ yfir í „náms­styrk­leika“ og mun greinin ein­kenn­ast mikið af þeim efnum líka.

Gildin

Gildin í líf­inu er und­ir­stað­an, bæði í okkar innri og ytri umhverfi. Þau eru umsvifa­mikil í sam­fé­lag­inu og aðal­lega talað út frá þeim frá fyr­ir­tækj­um, stofn­unum eða með póli­tísku ívafi. En gildin eru mun meira en það vegna þess að gildin eru okkar merk­ing í líf­inu; það sem við stöndum fyrir og viljum vinna stöðugt að. Gildin snúa að okkar fjöl­skyldu, vin­um, vinnu, námi og öðru í okkar nær umhverfi. Þar af leið­andi geta gildin skipt sköpum þegar við vinnum úr sál­rænni tog­streitu og hafa verið við lýði langt aftur um tím­ann. 

Auglýsing
Þýski heim­spek­ing­ur­inn, Friedrich Ni­etzsche, lagði ofur áherslu á að gildin gætu leyst okkur frá þeirri þján­ingu sem á sér stað í okkar lífi. Þegar hann fór að end­ur­raða sínum gildum í sínu lífi í tengslum við „föð­ur­miss­ir­inn“ vildi hann meina að gildin „hug­rekki“ og „gagn­rýnin hugs­un“ hafa leyst hann frá sínum fjötrum sem miss­ir­inn var fyrir hon­um. En þessi upp­spretta átti sér stað eftir að hann mennt­aði sig í guð­fræði og heim­speki. Hann fór að sjá lífið með allt öðru sjón­ar­horni og var ekki lengur bund­inn þeirri þján­ingu sem miss­ir­inn fól í sér. Gildin styrkja okkar sjálfs­mynd og hafa gríð­ar­leg áhrif á hvernig við byggjum upp sterkt sjálfs­mat, sjálfs­á­lit og trú á eigin getu.

Geta okkar er oft hulin í gild­unum

Að við séum vilj­ugu til að taka til­tekið verk­efni að okkur snýr að því hvaða gildi við höfum fyrir framan okkur vegna þess að þau eru drif­kraft­ur­inn á bak­við okkar áætl­un. Þegar við förum að vinna eftir gildum sem við erum stað­ráð­inn í að þau hafi ein­hverja sterka þýð­ingu fyrir okk­ur, þá förum við að sjá hluti ger­ast sem okkur óraði ekki fyrir um. Við efl­umst og verðum með­vituð um okkar verk­efni og finnum til­gang í þessu lífi. Aust­ur­ríski geð­lækn­ir­inn og sál­grein­and­inn, Vikt­or Frank­l var hug­mynda­smiður þeirri hugs­unar „að finna til­gang“ með þeim erf­ið­leikum sem eiga sér stað í okkar umhverfi. Hann vildi meina að ham­ingja kæmi út frá þeirri til­hneig­ingu að ein­stak­lingur myndi finna sína stefnu í líf­inu, að ein­stak­lingur myndi helga sig að ein­hverju sem hann taldi að væri æðri og meiri. Að líf ein­stak­lings­ins myndi hafa til­gang og fram­lag hans myndi hafa eitt­hvað gildi fyrir sam­fé­lag­ið. Þetta þýðir að við verðum ekki stefnu­laus og sjáum að lífið býr yfir djúp­stæðri merk­ingu sem við getum séð þró­ast hægt og rólega. Merk­ingin sjálf verður ekki að veru­leika strax heldur tekur hún sinn tíma til að birt­ast. Það getur verið erfitt að bíða eftir að við náum upp okkar mögu­lega bestu stefnu í líf­inu þegar vissir þættir eiga sér stað eins og að kom­ast yfir þung­lyndi, kvíða, áfall­streiturösk­un, ­námsörð­ug­leika, starfskuln­un, félags­kvíða, alkó­hól­is­ma, kúgun í sam­fé­lag­inu ásamt öðru sem teng­ist þessum og öðrum örð­ug­leik­um. En til að geta kom­ist yfir þetta þá þurfum við að gefa okkur tíma og huga að okkar gildum og þeim sigrum sem fel­ast í þeim. Taka eitt skref í einu, vera með­vituð um okkar litlu sigra.

Ég sjálf­ur, lendi í and­legu gjald­þroti fyrir tólf árum og upp­lifði árekstur á vegg. Öll atvik í mínu lífi voru aldrei búin að fá eitt­hvað nið­ur­lag. Þetta var búið að safn­ast upp á hér um bil tveimur ára­tug­um. Þegar ég skynj­aði þetta rof á milli skyn­heims og reynslu­heims var mér óvið­bjarg­andi um tíma. En það stopp­aði ein­göngu stutt við enda þegar ég fór að skoða mína sigra og ósigra kom fljótt í ljós að mínir ósigrar tengd­ust „föð­ur­leysi, móð­ur­miss­ir, og námsörð­ug­leik­um.“ En mínir sigrar voru að ég var ætt­leiddur af bestu vin­konu móður minnar sem kynnti mér sömu­leiðis fyr­ir­ ­stjúp ­föður mínum sem er faðir minn í dag, átti sterkan vina­hóp, æfði körfu­bolta og mik­il­væg­asta af þessu öllu var að ég var en á lífi. Þetta hafði gríð­ar­lega áhrif á mig þegar ég fór að vinna í mínu and­lega gjald­þroti, að horfa á mína sigra og ósigra til að geta stað­sett mig í tengslum við mitt and­lega gjald­þrot. Þegar ég byrj­aði að horfa á mína sigra og ósigra, fór ég að greina þá eftir sann­leik­anum og var algjör­lega hrein­skil­inn við sjálfan mig. Margt sem mér fannst erfitt að horfast í augu við en sú var stað­reyndin sem blasti við. Þegar ég var búin að týna til mína sigra og ósigra, fór ég að skoða þá ósigra og hvernig gæti ég breytt þeim í sigra?

Að snúa upp­runa­lega gild­inu við

Það fyrsta sem blasti við mér voru „námsörð­ug­leik­ar.“ Ég féll í öllum sam­ræmdu próf­unum og átt­i slitr­ótta fram­halds­skóla­göngu. Ég ein­blíndi þar af leið­andi á að snúa þessum námsörð­ug­leikum við. Ég byrj­aði í kvöld­skóla og réðst á stærð­fræð­ina sem var búin að vera mér ógn­vekj­andi fyr­ir­bæri. Þegar ég stóð mig að því að geta klárað áfanga í stærð­fræð­inni þá voru mér allir vegir fær­ir. Danski heim­spek­ing­ur­inn, Søren Kierkegaar­d er tal­inn vera einn af fyrstu til­vist­ar­spek­ingum og taldi að ein­stak­ling­ur­inn ætti að veita því svig­rúm að beita fyrir sér mann­legri hugsun og skuld­binda sig við veru­leik­ann sem er fram und­an. Að til­finn­ingar okkar myndi aldrei verða sterk­ari ef við fylgjum ekki okkar ákvörðun sem við höfum sann­fær­ingu fyr­ir, alla leið, heim að dyr­um. Að breyta sjálfum okkar til að geta auðg­ast betri líf og finna fyrir hag­sæld er verð­ugt verk­efn­i. 

Auglýsing
Þarna var ég búin að mæta minni helstu ógn í líf­inu sem var búið að segja mér „að nám væri ekki við hæfi“ og ég ætti að snúa mér með öðru­vísi hætti að mín­um fram­tíð­ar­form­um. Í kjöl­farið á stærð­fræð­inni, þá tók ég ákvörðun um að skrá mig í fjar­nám og skoða þann mögu­leika sem nám fæli í sér og safna mér ein­ingum til útskrift­ar. Ég byrj­aði að taka tvo áfanga og síðan jók ég áfang­ana með hverri önn. Þegar ég sá að ég gat ráðið við þetta í góðu sam­ræmi við fjöl­skyldu­lífið og vinn­una var ákveðið að fara í dag­skóla með fjar­nám­inu. Þegar ég stóð á þeim tíma­mótum að útskrif­ast frá­ fram­halds­skóla, horfði ég á námsörð­ug­leik­ana hverfa fyrir fullt og allt sem varð til þess að ósigur varð að sigri. Breytti því nei­kvæða yfir í það jákvæða.

Akademísk seigla

Þarna var nokkurn veg­inn mitt upp­haf að minni „akademísku seiglu“ sem hefur einmitt verið mikið rann­sókn­ar­efni hjá mér alveg síð­an. Þarna juk­ust mínir per­sónu­legu eig­in­leikar eða mitt sjálfs­mat, sjálf­stjórn, og trú á eigin getu sem eru einmitt eig­in­leikar sem fræði menn innan seiglu­fræð­innar fjalla mikið um og leggja áherslu á að séu virtir að vettugi. Rann­sóknir hafa einmitt sýnt að ein­stak­lingar sem hafa upp­lifað áföll á lífs­göng­unni, geta ein­blínt á sitt sjálfs­mat, trú á eigin getu, sjálfs­stjórn í tengslum við ytri umhverf­is­þætti eins og fjöl­skyldu, vini, skóla, vinnu, tóm­stundir eða aðra tengda áhrifa þætti sem tengj­ast með ein­hverju móti. Enda eru ytri umhverf­is­þættir grunn­ur­inn að okkar per­sónu­legu eig­in­leik­um. Rann­sóknir hafa einnig sýnt að ein­stak­lingar sem hafa upp­lifað eða lent í áföllum á lífs­leið­inni en sækja sér menntun hafa meiri til­hneig­ingu fyrir því að sýna sterk­ari sjálfs­mat, sjálfstjórn, trú á eigin getu, seiglu og akademíska seiglu. Ég gerði einmitt rann­sókn í mínu meist­ara­námi þar sem þessir þættir voru skoð­aðir og fékk sömu nið­ur­stöðu en sú rann­sókn bíður eftir birt­ingu. En ástæðan af hverju þetta er mikið þrætu­epli inn­an­ ­vís­ind­anna er að margt bendir til þess að því meiri áföll sem við­kom­andi upp­lifir og lendir í hafi hann meiri burði til þess að styrkja sig og hefur þar af leið­andi hærri þrösk­uld gagn­vart áreitum og horfir á menntun sem síðri erf­ið­leika til sam­an­burðar við það sem hann hefur tek­ist á við í líf­inu. En það býr til þver­stæða, vissu­lega. En þetta teng­ist vel því sem breski heim­spek­ing­ur­inn, Bertrand Rus­sel ­sagði á sínum tíma: „Með­ ó­viss­unn­i um hlut­ina eykst þekk­ing okkar á því hvað þeir eru í raun.“ Við komust aldrei að því hvað þessi erf­ið­leikar hafa í för mér sér ef við tök­umst ekki á við þá. Mín akademíska seigla hefði aldrei komið í ljós ef ég hefði ekki tekið ákvörðun að snúa námsörð­ug­leik­unum mínum við.

Gildin dvelj­ast oft í for­tíð­inni

Þar af leið­andi var menntun mín leið til að geta tek­ist á við allan þann til­vistará­grein­ing sem sneri að mínu lífi sem gerði það að verkum að ég gat farið að vinna í minni æsku og þeirri for­tíð­ar­hegð­un. Geð­lækn­ir­inn og sál­grein­and­inn, Sig­mund Freu­d telur að ein­stak­ling­ur­inn þarf að horfa á sína for­tíð og takast á við hana til að geta verið vel með­vit­aður ein­stak­ling­ur. Hann vildi meina ef við vinnum ekki í okkar for­tíðar málum munu þau ávallt eiga sér stað í okkar dul­vit­und. Að við hugsum og hegðum okkar sam­kvæmt þessum málum í okkar lífi án þess að við verðum með­vituð um að slíkt sé að eiga sér stað. Í mínu til­felli voru námsörð­ug­leikar búnir að hrjá mig vel framan af aldri og ég var búin að heita mér því að mennta mig ekk­ert enda væri þetta nám til­gangs­laust! Ég reyndi eftir fremstu megni að forð­ast störf sem fólu í sér ein­hverja teng­ingu við stærð­fræði sem lág­mark­aði heldur betur mína mögu­leika til þróun í starfi. Þannig námsörð­ug­leik­arnir voru búnir að stýra mér án þess að ég var með vit­und um það og lág­mark­aði í leið­inni mitt tæki­færi að heil­stæð­u­m ein­stak­lingi.

Aust­ur­ríski geð­lækn­ir­inn og sál­grein­and­inn, Car­l J­ung talar um að upp­lifa „heild­stæðan ein­stak­ling“ felst í að vinna eftir sínum gildum og sam­ræma vilj­ann þeim gild­um. Ef ein­stak­lingur vill losna undan ein­hverju sem herjar á sál við­kom­andi þarf að skoða gildin og hvort að vilji ein­stak­lings­ins sé að upp­skera sam­kvæmt þeim gild­um. Mitt gildi í líf­inu var „námsörð­ug­leik­ar“ sem ég breytti í „náms­styrk­leika“ sem gerði það að verkum að ég fann sterk­ari vilja til að geta tek­ist á við mína námsörð­ug­leika og aðra örð­ug­leika sem stóðu and­spænis mér í líf­inu. Ég breytti  nei­kvæðum minn­ingum um nám í jákvæðar minn­ing­ar. Þar af leið­andi var ég búin að ­sæm­ræma vilj­ann með því gildi sem var upp­spretta af mínum náms­þroska og þroska almennt. Í en víð­ari sam­hengi, þá náðu for­eldrar mínir aldrei að útskrif­ast úr fram­halds­skóla þannig ég var líka búin að koma með við­bót inn í fjöl­skyldu­þróunina hjá mér og sömu­leiðis betrumbæti það við­horf sem börnin mín munu hafa gagn­vart mennt­un. Með því einu að end­ur­raða gild­unum í mínu lífi og snúa þeim við.

Öfug nálgun

Vikt­or Frank­l vildi meina að gildi og vilj­inn væri grund­vall­ar­at­riði eins og J­ung og Ni­etzsche lögðu áherslu á og taldi sömu­leiðis að til að öðl­ast þetta frelsi og geta ákveðið með sterkri sann­fær­ingu þá stefnu sem við viljum að verði í okkar lífi. Verðum við að huga að gildum okkar vegna þess að þau eru það sem býr til okk­ar ­sjálfs­mynd ­sem verður til þess að við getum speglað sjálf okkar með sterkum hætti. Mín gildi eru námsörð­ug­leikar að náms­styrk­leik­um, sem hefur stöðugt verið að þró­ast með þeirri stefnu. Þetta stað­festir líka að nám er ekki fasti heldur breyti­legt form, sem er mik­il­vægt að hafa í huga og í raun og veru í tengslum við allt. Vegna þess að allt sem við lendum í og upp­lif­um, er ein­göngu tíma­bundið og verður hreyf­an­legt fyrr eða síð­ar. En í þessu ferli las ég um hug­mynd hans Frank­ls ­sem ber heitið „öfug nálg­un“ sem ég hef til­einka mér á hverjum degi í nán­ast öllu sem ég tek mér fyrir í líf­in­u. Frank­l vill meina að þegar við lendum í áföll­um, erf­ið­leikum og mót­læti þá skiptir veiga miklu máli að breytta um við­horf gagn­vart því sjón­ar­horni sem er búið að vera að vinna með. Mitt sjón­ar­horn var að námsörð­ug­leikar skil­greinir mig meira og minna þar sem ég upp­lifa afneit­un, bæl­ingu og frá­varp þegar kom að því að vinna í mínum námsörð­ug­leik­um. Ég fann ávallt ástæðu til að skil­greina mig sam­kvæmt þessu, reyna að koma þess­ari hugsun og til­finn­ingum eins langt og hægt var að til þess að fela þær og átti líka mik­inn þátt í því að koma þessum örð­ug­leikum yfir á ein­hvern annan og horfa á þetta frá mis­tökum ann­arra eða að lífið væri ósann­gjarnt sem það er en það er hægt að finna leið til að sjá sann­girn­ina í því líka.

En þegar ég fór að breytta mínu sjón­ar­horni og beita „öf­ugri nálg­un“ og horfa á námsörð­ug­leik­ana með þeim hætti að ég leit á þessa örð­ug­leika frá sjón­ar­hóli móður minn­ar. Hvernig hefði verið ef móðir mín hefði tek­ist á við námsörð­ug­leika í minni stöðu sem 26 ára ein­stak­ling­ur? Nú hún hefði þurft að vinna í þessum örð­ug­leikum til að geta eflt sig og útvegað sér það starf sem henni langar að vinna við í fram­tíð­inn­i. Akkurat! Ekki lengi að gagn­rýna hvernig móðir mín hefði átt að taka á þessum örð­ug­leikum enda eigum við það til að vera sjálf­hverf þegar kemur að okkar erf­ið­leikum í líf­inu. Svarið kom og ég þarf að takast á við þessa námsörð­ug­leika sem hafa verið að ógna mér í lífi og starfi. Ekki láta þessa námsörð­ug­leika skil­greina mína getu vegna þess að ég veit hvað það þýðir ef ég læt þá skil­greina mig en ég veit ein­hvern ­veg­inn hvað ger­ist ef ég læt þá ekki skil­greina mig.

Þarna er ég búin að snúa örð­ug­leik­unum við og horfa á það frá öðru sjón­ar­horni sem gat leyft mér að gagn­rýna móður mína og að hún ætti svo sann­ar­lega að stand­ast þessa áskorun því þetta fæli sér tæki­færi til að kom­ast á ákjós­an­legan stað. Við erum nefni­lega mjög hörð þegar kemur að því að gagn­rýna annan en okkur og eigum til að beita ef svo mætti kalla „bómull­ar­með­ferð­inni“ þegar kemur að okkur sjálf­um. Með þessu er hægt að yfir­stíga erf­ið­leika í okkar lífi eins og ég afskrif­aði námsörð­ug­leik­ana mína sem í kjöl­farið verður til þess að það opn­ast rými til að takast á við föð­ur­leysið og móð­ur­miss­ir­inn ásamt öðrum fylgi­fisk­um. Banda­ríski sál­fræð­ing­ur­inn, William James sagði: “Merkasta upp­götvun mín í líf­inu var þegar ég upp­götv­aði að ein­stak­ling­ur­inn getur breytt ytri aðstæðum sínum með því að breyta and­legum við­horfum sín­um.” Ef ég breytti mínum við­horfum gagn­vart námi með að fram­kvæma, þá verður nám ekki sem fasti heldur breyti­legt form sem teng­ist þá öllu í mínu lífi sömu­leið­is.

Loka­orð

Með þess­ari yfir­ferð sem útgangs­punktur fyrir nýja árið þá vill ég benda á að erf­ið­leikar eiga ekki að vera frá­hrind­andi heldur áskorun til en meiri þroska. Vegna þess að við getum öll kom­ist á ákjós­an­legan stað ef við byrjum að vinna að því en sú vinna mun taka sinn tíma og við verðum að vera með­vituð um okkar ósigra og leit­ast við að umbreyta þeim í sigra. Eitt­hvað nei­kvætt í okkar lífs­vegi þýðir ekki að það verður alltaf skil­greint sem nei­kvætt vegna þess að við getum umbreyt því í jákvætt. Ein­blínum frekar á að finna okkur gildi heldur en að setja okkur mark­mið vegna þess að gildin er grunn­þáttur í okkar þroska og hefur gríð­ar­lega mikið um að segja hvernig við viljum byggja upp okkar líf. Það getur eng­inn ein­stak­lingur horft fram á við ef for­tíðin er óleyst en við getum leyst for­tíð­ina með því að forna nútíð­inni fyrir fram­tíð­ina. Eins og kanadíski sál­fræð­ing­ur­inn, Jor­dan Pet­erson hefur lagt miklar áherslur á. Ni­etzsche kom sér vel að orði líka þegar hann sagði: „Þeir sem hafa ástæðu fyrir því að lifa geta umborið nán­ast hvað sem er.“

Í minni seiglu­ráð­gjöf og fræðslu legg ég mikla áherslu á að ein­stak­ling­ur­inn finni til­gang með erf­ið­leik­un­um, ein­blíni á sín gildi þegar horft er á upp­runa erf­ið­leik­ana sem leið að ­styrk­leik­um. En þessi leið­angur á sér ekki stað með­ ­skjót­fengn­um hætti heldur sé þetta ferli sem við setjum okkur sjálf í og vinnum stans­laust í svo að stað­reyndir í líf­inu mætti þeirri rétt­mæt­u ­kenn­ingu. Horfum sömu­leiðis á erf­ið­leik­ana frá öðrum sjón­ar­hornum til að gefa okkur svig­rúm til að skoða þessa erf­ið­leika með víð­tækum og djúp­stæðum hætti. Ég er búin að til­einka mér þessa aðferð í átt að mínu gildi „náms­styrk­leik­ar“ sem hefur sömu­leiðis nýst mér gagn­vart föð­ur­leys­inu sem breytt­ist í góð­an ­stjúp­föður og móðir miss­ir­inn sem stað­geng­ils móður og þakk­læti fyrir blóð­móður minni.

Með lífs­hlaupið mitt í huga er áhuga­vert að velta fyrir sér for­spá­ar­gild­inu sem hefur verið sam­kvæmt rann­sóknum að mér myndi ganga erf­ið­lega í námi, flosna upp úr námi, eiga erfitt með að finna mér atvinnu, erfitt með að stofna fjöl­skyldu, takast á við þung­lyndi, kvíða, áfallastreituröskun og leið­ast mjög fljót­lega út í vímu­efni og verða kerf­is­bund­inn ein­stak­ling­ur. Margt af þessu átti sér sér stað en ætlun mín var aldrei að stað­festa mína erf­ið­leika þarna þegar ég fór að horfa á þá sem styrk­leika ekki öfugt, grein sem teng­ist þessu við­fangs­efn­i, hér.  

Lífið er erfitt og ósann­gjarnt en það fyrri er stað­festa sem við getum nýtt okkur til að finna leið til að lifa líf­inu og það seinni er hægt að lág­marka með sterkum hætti. Eins og Frank­l ­sagði: „Erf­ið­leikar eru óskil­yrð­is­lausir og sárs­auk­inn óhjá­kvæmi­legur sem getur verið erfitt að með­taka en ­styrk­leik­ar og nám fel­ast í því sömu­leið­is.“ Erf­ið­leikar er eitt­hvað sem ekki er hægt að horfa fram hjá alveg óháð því hvort þeir eigi sér stað í for­tíð­inni í æsku, á ung­lings­ár­unum eða á full­orð­ins­ár­un­um. Það byrjar eng­inn í raun og veru að lifa líf­inu að sinni mögu­lega bestu getu fyrr en hann greiðir úr þessum flækjum eða eins og Kanadíski geð­lækn­ir­inn, Ga­bor Maté ­sagði: „Að til­vistaró­vissa eigi sér lengri aðdrag­anda en skekkja raun­tím­ans vegna þess að orsök og afleið­ing á sinn upp­runa.“ Til að geta hafið vinnslu á þeim við­fangs­efnum sem steðja að okkur í okkar veru­leika þá þurfum við að átta okkur á því að upp­runi erf­ið­leik­ana getur verið djúpt fal­inn undir öll þeim or­sök­um og afleið­ingum sem eiga sér stað í nútím­an­um.

Við náum aldrei að sam­ræma okkar vilja í líf­inu fyrr en við höfum sett okkur stefnu í líf­inu og hvernig við viljum að þeirri stefnu sé hugað að út frá okkar gild­um. Á vel við rann­sóknir Franska heim­spek­ings­ins, Michael ­Focault ­sem sagði: ,Að ná vald á sann­leik­anum væri eft­ir­sókn­ar­verður mál­stað­ur.“ Við erum að reyna að finna sann­leik­ann í okkar lífi þannig með hverri þraut­seigju komumst við nær sann­leik­anum um hver við erum og hversu megnug mann­eskja við getum orð­ið.

Hvatn­ing­ar­orð í góðu sam­hengi væri orð Frank­l´s “ef þú getur ekki breytt aðstæð­un­um, breyttu þá sjálfum þér.” En ég vill snúa þessu við „ef þú breyttir sjálfum þér, þá getur breytt aðstæð­un­um.“

Gleði­legt og far­sælt kom­andi nýtt ár.

Höf­undur er seiglu­ráð­gjafi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar