Samtal um þjóðgarð

Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, skrifar um þjóðgarð á miðhálendinu.

Auglýsing

Í Silfr­inu á sunnu­dag­inn og í umfjöllun Kjarn­ans sama dag kom fram að Guð­rún Svan­hvít Magn­ús­dótt­ir, bóndi og full­trúi í sveit­ar­stjórn Blá­skóga­byggð­ar, telur að sam­talið um það hvort stofnun þjóð­garðs á mið­há­lend­inu væri skyn­sam­legur kostur hafi „aldrei farið fram“.

Guð­rún Svan­hvít tal­aði eins og frum­varps­drög umhverf­is­ráð­herra um stofnun hálend­is­þjóð­garðs hefðu komið sveit­ar­stjórn­ar­mönnum á Suð­ur­landi í opna skjöldu.

Und­ir­rit­aður sat í nefnd sem Sig­rún Magn­ús­dóttir, þáver­andi umhverf­is­ráð­herra, skip­aði síð­sum­ars 2016 um for­sendur fyrir stofnun mið­há­lend­is­þjóð­garðs. Nefndin skil­aði áliti í nóv­em­ber árið eft­ir. Í nefnd­inni áttu sæti 8 full­trúar ólíkra hags­muna, auk for­manns, þar á Dag­björt Jóns­dótt­ir, sveit­ar­stjóri Þing­eyj­ar­sveit­ar, og Val­týr Val­týs­son, sveit­ar­stjóri Blá­skóga­byggð­ar, bæði til­nefnd af Sam­bandi íslenskra sveit­ar­fé­laga. 

Loka­skýrslu þeirrar nefndar var skilað til umhverf­is­ráð­herra 8. nóv­em­ber 2017. Í henni er meðal ann­ars farið yfir helstu sjón­ar­mið sem fram komu á fundum umhverf­is­ráðu­neyt­is­ins með sveit­ar­stjórnum sem eiga land að mið­há­lend­in­u. 

Auglýsing
Dagbjört og Val­týr áttu einnig sæti í þverpóli­tískri nefnd um stofnun þjóð­garðs á mið­há­lendi Íslands sem Guð­mundur Ingi Guð­brands­son umhverf­is­ráð­herra skip­aði 28. apríl 2018. Nefndin skil­aði skýrslu 3. des­em­ber 2019. Bæði Dag­björt og full­trúi Blá­skóga­byggðar stóðu að áliti nefnd­ar­inn­ar– öfugt við full­trúa Mið­flokks­ins í hinni þverpóli­tísku nefnd, Berg­þór Óla­son, sem sagði sig frá nið­ur­stöðu nefnd­ar­innar og boð­aði harða and­stöðu við þjóð­garð­inn.

Þverpóli­tíska nefndin leit­aði sam­ráðs í þrí­gang á sam­ráðs­gátt stjórn­valda.

Þverpóli­tíska nefndin sjálf hélt fjöl­marga fundi víðs­vegar um landið og rætt var við for­ystu­menn allra þeirra 24 sveit­ar­fé­laga sem bera skipu­lags­á­byrgð á mið­há­lend­inu. Líkt og áður við svipuð tæki­færi voru miklu fleiri kynn­ing­ar­fundir haldnir í fyrr­greindum sveit­ar­fé­lögum en á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Það er því afar hæpið að halda því fram að skortur á sam­ráði eða sam­tali skýri and­stöðu sveit­ar­stjórn­ar­manna á Suð­ur­landi við stofnun þjóð­garðs á mið­há­lend­in­u. 

Sam­tal­inu ekki lokið

Umhverf­is­ráð­herra á enn eftir að mæla fyrir end­an­legu frum­varpi um hálend­is­þjóð­garð. Að því loknu gefst öllum sem hags­muna eiga að gæta tæki­færi á að gera athuga­semdir við frum­varpið við umhverf­is­nefnd Alþing­is.

Hags­munir höf­uð­borg­ar­búa

Í umsögn Reykja­vík­ur­borgar um drög að frum­varpi um stofnun hálend­is­þjóð­garðs segir eft­ir­far­andi:

Frið­lýst svæði eru eign allra lands­manna og t.d. eru öll stór nátt­úru­vernd­ar­svæði stað­sett utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins þar sem stærstur hluti lands­manna býr. Ákvarð­anir um nýt­ingu og verndun nátt­úru­vernd­ar­svæða t.d. á hálendi Íslands varða ekki síður þá gesti sem heim­sækja þau svæði (þ.m.t mik­inn fjölda íbúa fjar­lægra sveit­ar­fé­laga eins og frá Höf­uð­borg­ar­svæð­inu) en íbúa heima­byggð­ar. Tryggja þarf að allir lands­menn og sam­tök þeirra geti haft aðkomu að ákvörð­un­ar­töku allra umdæm­is­ráða með góðu, opnu og vel aug­lýstu sam­ráði um öll áform og áætl­an­ir.

Vænt­an­lega munu þing­menn höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins gæta þess­ara hags­muna.

Meiri­hluti styður þjóð­garð

Skoð­ana­kann­anir gefa til kynna að um 60% lands­manna styðji stofnun þjóð­garðs á hálend­inu. Þessir sömu lands­menn „eiga“ hálendið til jafns við íbúa sveit­ar­fé­lag­anna sem liggja að mið­há­lend­inu, enda segir í stefnu­yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­innar að „Stofn­aður verður þjóð­garður á mið­há­lend­inu í sam­ráði þverpóli­tískrar þing­manna­nefnd­ar, umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyt­is­ins, sveit­ar­fé­laga, nátt­úru­vernd­ar- og úti­vist­ar­sam­taka og ann­arra hags­muna­að­ila. Skoð­aðir verða mögu­leikar á þjóð­görðum á öðrum svæð­u­m.“

Því skýtur skökku við að Guð­rún Svan­hvít Magn­ús­dótt­ir, full­trúi í sveit­ar­stjórn Blá­skóga­byggð­ar, telji nið­ur­stöðu nefnd­ar­innar árás á sjálf­stæði lands­byggða­fólks.

Höf­undur er for­maður Nátt­úru­vernd­ar­sam­taka Íslands.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stóru viðskiptabankarnir þrír tilkynntu allir vaxtalækkanir í vikunni sem leið.
Bankarnir taka aftur forystu í húsnæðislánum
Stýrivaxtalækkanir, lækkun bankaskatts og afnám sveiflujöfnunarauka hafa haft áhrif á vaxtakjör sem og getu bankanna til að lána fé. Með tilliti til verðbólgu verða hagstæðustu vextirnir til húsnæðiskaupa nú hjá bönkum í stað lífeyrissjóða.
Kjarninn 31. maí 2020
Barnabókin „Ævintýri í Bulllandi“
Mæðgur dunduðu sér við að skrifa barnabók á meðan að COVID-faraldurinn hélt samfélaginu í samkomubanni. Þær safna nú fyrir útgáfu hennar á Karolina fund.
Kjarninn 31. maí 2020
Þorri landsmanna greiðir tekjuskatt og útsvar. Hluti greiðir hins vegar fyrst og fremst fjármagnstekjuskatt.
Tekjur vegna arðgreiðslna jukust í fyrra en runnu til færri einstaklinga
Alls voru tekjur vegna arðs 46,1 milljarður króna í fyrra. Þeim einstaklingum sem höfðu slíkar tekjur fækkaði á því ári. Alls eru 75 prósent eigna heimila landsins bundnar í fasteignum.
Kjarninn 31. maí 2020
Maskína leiðrétti framsetningu Moggans á göngugatnakönnun
Maskína, sem vann könnun á viðhorfum til varanlegra göngugatna fyrir hóp kaupmanna sem berst gegn göngugötum í miðborginni, sendi frá sér leiðréttingu á fimmtudag eftir að bjöguð mynd af niðurstöðunum var dregin fram í Morgunblaðinu.
Kjarninn 31. maí 2020
Auður Jónsdóttir
Þú verður að deyja fyrir samfélagið!
Kjarninn 31. maí 2020
Stefán Ólafsson
Atvinnuleysisbætur eru alltof lágar
Kjarninn 31. maí 2020
Inger Støjberg, þáverandi ráðherra innflytjendamála í dönsku stjórninni, sést hér á fundi í Brussel 25. janúar árið 2016. Þann sama dag sá hún fréttir sem gerðu hana hoppandi illa og urðu kveikjan að þeim embættisfærslum sem nú eru til rannsóknar.
Að tala tungum tveim og draga kanínu úr hatti
Danskir stjórnmálaskýrendur sem fylgjast með rannsókn á embættisfærslum Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra, segja hana hafa talað tungum tveim í yfirheyrslum vegna rannsóknarinnar. Minnisblað sem enginn hafði áður heyrt minnst á dúkkaði skyndilega upp.
Kjarninn 31. maí 2020
Donald Trump á blaðamannafundi í vikunni, þar sem hann undirritaði forsetatilskipun sem ætlað er að refsa einkafyrirtækjum fyrir að ritskoða efni á internetinu.
Trump steig á endanum yfir línuna sem Twitter hafði dregið í sandinn
Árið 2018 byrjaði Twitter að þróa lausn til að bregðast við því að stjórnmálamenn töluðu með misvísandi eða meiðandi hætti á miðlinum. Í þessari viku beitti miðilinn þessu meðali sínu gegn Donald Trump í fyrsta sinn. Og sá varð reiður.
Kjarninn 30. maí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar