Samtal um þjóðgarð

Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, skrifar um þjóðgarð á miðhálendinu.

Auglýsing

Í Silfr­inu á sunnu­dag­inn og í umfjöllun Kjarn­ans sama dag kom fram að Guð­rún Svan­hvít Magn­ús­dótt­ir, bóndi og full­trúi í sveit­ar­stjórn Blá­skóga­byggð­ar, telur að sam­talið um það hvort stofnun þjóð­garðs á mið­há­lend­inu væri skyn­sam­legur kostur hafi „aldrei farið fram“.

Guð­rún Svan­hvít tal­aði eins og frum­varps­drög umhverf­is­ráð­herra um stofnun hálend­is­þjóð­garðs hefðu komið sveit­ar­stjórn­ar­mönnum á Suð­ur­landi í opna skjöldu.

Und­ir­rit­aður sat í nefnd sem Sig­rún Magn­ús­dóttir, þáver­andi umhverf­is­ráð­herra, skip­aði síð­sum­ars 2016 um for­sendur fyrir stofnun mið­há­lend­is­þjóð­garðs. Nefndin skil­aði áliti í nóv­em­ber árið eft­ir. Í nefnd­inni áttu sæti 8 full­trúar ólíkra hags­muna, auk for­manns, þar á Dag­björt Jóns­dótt­ir, sveit­ar­stjóri Þing­eyj­ar­sveit­ar, og Val­týr Val­týs­son, sveit­ar­stjóri Blá­skóga­byggð­ar, bæði til­nefnd af Sam­bandi íslenskra sveit­ar­fé­laga. 

Loka­skýrslu þeirrar nefndar var skilað til umhverf­is­ráð­herra 8. nóv­em­ber 2017. Í henni er meðal ann­ars farið yfir helstu sjón­ar­mið sem fram komu á fundum umhverf­is­ráðu­neyt­is­ins með sveit­ar­stjórnum sem eiga land að mið­há­lend­in­u. 

Auglýsing
Dagbjört og Val­týr áttu einnig sæti í þverpóli­tískri nefnd um stofnun þjóð­garðs á mið­há­lendi Íslands sem Guð­mundur Ingi Guð­brands­son umhverf­is­ráð­herra skip­aði 28. apríl 2018. Nefndin skil­aði skýrslu 3. des­em­ber 2019. Bæði Dag­björt og full­trúi Blá­skóga­byggðar stóðu að áliti nefnd­ar­inn­ar– öfugt við full­trúa Mið­flokks­ins í hinni þverpóli­tísku nefnd, Berg­þór Óla­son, sem sagði sig frá nið­ur­stöðu nefnd­ar­innar og boð­aði harða and­stöðu við þjóð­garð­inn.

Þverpóli­tíska nefndin leit­aði sam­ráðs í þrí­gang á sam­ráðs­gátt stjórn­valda.

Þverpóli­tíska nefndin sjálf hélt fjöl­marga fundi víðs­vegar um landið og rætt var við for­ystu­menn allra þeirra 24 sveit­ar­fé­laga sem bera skipu­lags­á­byrgð á mið­há­lend­inu. Líkt og áður við svipuð tæki­færi voru miklu fleiri kynn­ing­ar­fundir haldnir í fyrr­greindum sveit­ar­fé­lögum en á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Það er því afar hæpið að halda því fram að skortur á sam­ráði eða sam­tali skýri and­stöðu sveit­ar­stjórn­ar­manna á Suð­ur­landi við stofnun þjóð­garðs á mið­há­lend­in­u. 

Sam­tal­inu ekki lokið

Umhverf­is­ráð­herra á enn eftir að mæla fyrir end­an­legu frum­varpi um hálend­is­þjóð­garð. Að því loknu gefst öllum sem hags­muna eiga að gæta tæki­færi á að gera athuga­semdir við frum­varpið við umhverf­is­nefnd Alþing­is.

Hags­munir höf­uð­borg­ar­búa

Í umsögn Reykja­vík­ur­borgar um drög að frum­varpi um stofnun hálend­is­þjóð­garðs segir eft­ir­far­andi:

Frið­lýst svæði eru eign allra lands­manna og t.d. eru öll stór nátt­úru­vernd­ar­svæði stað­sett utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins þar sem stærstur hluti lands­manna býr. Ákvarð­anir um nýt­ingu og verndun nátt­úru­vernd­ar­svæða t.d. á hálendi Íslands varða ekki síður þá gesti sem heim­sækja þau svæði (þ.m.t mik­inn fjölda íbúa fjar­lægra sveit­ar­fé­laga eins og frá Höf­uð­borg­ar­svæð­inu) en íbúa heima­byggð­ar. Tryggja þarf að allir lands­menn og sam­tök þeirra geti haft aðkomu að ákvörð­un­ar­töku allra umdæm­is­ráða með góðu, opnu og vel aug­lýstu sam­ráði um öll áform og áætl­an­ir.

Vænt­an­lega munu þing­menn höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins gæta þess­ara hags­muna.

Meiri­hluti styður þjóð­garð

Skoð­ana­kann­anir gefa til kynna að um 60% lands­manna styðji stofnun þjóð­garðs á hálend­inu. Þessir sömu lands­menn „eiga“ hálendið til jafns við íbúa sveit­ar­fé­lag­anna sem liggja að mið­há­lend­inu, enda segir í stefnu­yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­innar að „Stofn­aður verður þjóð­garður á mið­há­lend­inu í sam­ráði þverpóli­tískrar þing­manna­nefnd­ar, umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyt­is­ins, sveit­ar­fé­laga, nátt­úru­vernd­ar- og úti­vist­ar­sam­taka og ann­arra hags­muna­að­ila. Skoð­aðir verða mögu­leikar á þjóð­görðum á öðrum svæð­u­m.“

Því skýtur skökku við að Guð­rún Svan­hvít Magn­ús­dótt­ir, full­trúi í sveit­ar­stjórn Blá­skóga­byggð­ar, telji nið­ur­stöðu nefnd­ar­innar árás á sjálf­stæði lands­byggða­fólks.

Höf­undur er for­maður Nátt­úru­vernd­ar­sam­taka Íslands.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sýn krefur Jón Ásgeir og Ingibjörgu, 365 miðla og Torg um meira en milljarð
Kaup Sýnar á 365 hafa dregið dilk á eftir sér. Deilur eru nú komin inn á borð dómstóla.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Sýn tapaði 1,7 milljörðum í fyrra
Rekstrarafkoma Sýnar versnaði mikið milli ára. Niðurfærsla á viðskiptavild litaði afkomu ársins í fyrra.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Samherji er grunaður um að hafa greitt mútur fyrir aðgang að ódýrari kvóta í Namibíu.
Skattrannsóknarstjóri fékk gögn um Samherja fyrir Kveiksþáttinn
Yfirvöld í Namibíu höfðu sent skattrannsóknarstjóra gögn um Samherja áður en viðskiptahættir fyrirtækisins í Namibíu voru opinberaðir í fjölmiðlum. Embættið fundaði með háttsettum aðilum í fjármála- og efnahagsráðuneytinu 18. nóvember 2019.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Þurfa að afhenda minnisblöð skattayfirvalda um Samherja
Fjármála- og efnagagsráðuneytið mátti ekki synja fréttamanni um aðgang að gögnum sem það fékk frá skattayfirvöldum vegna rannsóknar á Samherjamálinu.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Það sem sjávarútvegurinn þarf að gera til að byggja upp traust
Kjarninn 26. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Yfir helmingur landsmanna styður verkfallsaðgerðir Eflingar
Í nýrri könnun Maskínu kemur fram að 59 prósent Íslendinga segjast styðja Eflingu í yfirstandandi launadeilu við Reykjavíkurborg og 56 prósent eru hlynnt verkfallsaðgerðum.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Yfir fimm þúsund hryssur notaðar í blóðmerahald á síðasta ári
Hægt er að vinna hormón úr blóði hryssa á ákveðnu tímabili meðgöngu og vinna úr því frjósemislyf. Hestahald þar sem framkvæmd er blóðtaka úr hrossum til framleiðslu afurða var stundað á vegum 95 aðila árið 2019.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Samkeppniseftirlitið samþykkir kaup Nordic Visitor á Terra Nova
Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Nordic Visitor á ferðaskrifstofunni Terra Nova Sól. Kaupverðið er trúnaðarmál.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar