Samtal um þjóðgarð

Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, skrifar um þjóðgarð á miðhálendinu.

Auglýsing

Í Silfr­inu á sunnu­dag­inn og í umfjöllun Kjarn­ans sama dag kom fram að Guð­rún Svan­hvít Magn­ús­dótt­ir, bóndi og full­trúi í sveit­ar­stjórn Blá­skóga­byggð­ar, telur að sam­talið um það hvort stofnun þjóð­garðs á mið­há­lend­inu væri skyn­sam­legur kostur hafi „aldrei farið fram“.

Guð­rún Svan­hvít tal­aði eins og frum­varps­drög umhverf­is­ráð­herra um stofnun hálend­is­þjóð­garðs hefðu komið sveit­ar­stjórn­ar­mönnum á Suð­ur­landi í opna skjöldu.

Und­ir­rit­aður sat í nefnd sem Sig­rún Magn­ús­dóttir, þáver­andi umhverf­is­ráð­herra, skip­aði síð­sum­ars 2016 um for­sendur fyrir stofnun mið­há­lend­is­þjóð­garðs. Nefndin skil­aði áliti í nóv­em­ber árið eft­ir. Í nefnd­inni áttu sæti 8 full­trúar ólíkra hags­muna, auk for­manns, þar á Dag­björt Jóns­dótt­ir, sveit­ar­stjóri Þing­eyj­ar­sveit­ar, og Val­týr Val­týs­son, sveit­ar­stjóri Blá­skóga­byggð­ar, bæði til­nefnd af Sam­bandi íslenskra sveit­ar­fé­laga. 

Loka­skýrslu þeirrar nefndar var skilað til umhverf­is­ráð­herra 8. nóv­em­ber 2017. Í henni er meðal ann­ars farið yfir helstu sjón­ar­mið sem fram komu á fundum umhverf­is­ráðu­neyt­is­ins með sveit­ar­stjórnum sem eiga land að mið­há­lend­in­u. 

Auglýsing
Dagbjört og Val­týr áttu einnig sæti í þverpóli­tískri nefnd um stofnun þjóð­garðs á mið­há­lendi Íslands sem Guð­mundur Ingi Guð­brands­son umhverf­is­ráð­herra skip­aði 28. apríl 2018. Nefndin skil­aði skýrslu 3. des­em­ber 2019. Bæði Dag­björt og full­trúi Blá­skóga­byggðar stóðu að áliti nefnd­ar­inn­ar– öfugt við full­trúa Mið­flokks­ins í hinni þverpóli­tísku nefnd, Berg­þór Óla­son, sem sagði sig frá nið­ur­stöðu nefnd­ar­innar og boð­aði harða and­stöðu við þjóð­garð­inn.

Þverpóli­tíska nefndin leit­aði sam­ráðs í þrí­gang á sam­ráðs­gátt stjórn­valda.

Þverpóli­tíska nefndin sjálf hélt fjöl­marga fundi víðs­vegar um landið og rætt var við for­ystu­menn allra þeirra 24 sveit­ar­fé­laga sem bera skipu­lags­á­byrgð á mið­há­lend­inu. Líkt og áður við svipuð tæki­færi voru miklu fleiri kynn­ing­ar­fundir haldnir í fyrr­greindum sveit­ar­fé­lögum en á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Það er því afar hæpið að halda því fram að skortur á sam­ráði eða sam­tali skýri and­stöðu sveit­ar­stjórn­ar­manna á Suð­ur­landi við stofnun þjóð­garðs á mið­há­lend­in­u. 

Sam­tal­inu ekki lokið

Umhverf­is­ráð­herra á enn eftir að mæla fyrir end­an­legu frum­varpi um hálend­is­þjóð­garð. Að því loknu gefst öllum sem hags­muna eiga að gæta tæki­færi á að gera athuga­semdir við frum­varpið við umhverf­is­nefnd Alþing­is.

Hags­munir höf­uð­borg­ar­búa

Í umsögn Reykja­vík­ur­borgar um drög að frum­varpi um stofnun hálend­is­þjóð­garðs segir eft­ir­far­andi:

Frið­lýst svæði eru eign allra lands­manna og t.d. eru öll stór nátt­úru­vernd­ar­svæði stað­sett utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins þar sem stærstur hluti lands­manna býr. Ákvarð­anir um nýt­ingu og verndun nátt­úru­vernd­ar­svæða t.d. á hálendi Íslands varða ekki síður þá gesti sem heim­sækja þau svæði (þ.m.t mik­inn fjölda íbúa fjar­lægra sveit­ar­fé­laga eins og frá Höf­uð­borg­ar­svæð­inu) en íbúa heima­byggð­ar. Tryggja þarf að allir lands­menn og sam­tök þeirra geti haft aðkomu að ákvörð­un­ar­töku allra umdæm­is­ráða með góðu, opnu og vel aug­lýstu sam­ráði um öll áform og áætl­an­ir.

Vænt­an­lega munu þing­menn höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins gæta þess­ara hags­muna.

Meiri­hluti styður þjóð­garð

Skoð­ana­kann­anir gefa til kynna að um 60% lands­manna styðji stofnun þjóð­garðs á hálend­inu. Þessir sömu lands­menn „eiga“ hálendið til jafns við íbúa sveit­ar­fé­lag­anna sem liggja að mið­há­lend­inu, enda segir í stefnu­yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­innar að „Stofn­aður verður þjóð­garður á mið­há­lend­inu í sam­ráði þverpóli­tískrar þing­manna­nefnd­ar, umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyt­is­ins, sveit­ar­fé­laga, nátt­úru­vernd­ar- og úti­vist­ar­sam­taka og ann­arra hags­muna­að­ila. Skoð­aðir verða mögu­leikar á þjóð­görðum á öðrum svæð­u­m.“

Því skýtur skökku við að Guð­rún Svan­hvít Magn­ús­dótt­ir, full­trúi í sveit­ar­stjórn Blá­skóga­byggð­ar, telji nið­ur­stöðu nefnd­ar­innar árás á sjálf­stæði lands­byggða­fólks.

Höf­undur er for­maður Nátt­úru­vernd­ar­sam­taka Íslands.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Nichole Leigh Mosty
Kvennafrídagur 2020 og nokkra staðreyndir um stöðu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi
Leslistinn 24. október 2020
Óléttan sem allir þrá en enginn þorir enn að fagna
Það treystir sér varla nokkur maður að segja það upphátt. Þó að hún sé mikil um sig. Þyngri á sér en venjulega. Þó að hún sé einmitt á réttum aldri. En, er hvíslað í þröngum hópi, getur það mögulega verið að hún sé ólétt?
Kjarninn 24. október 2020
Yfirlitsmynd yfir fyrirhugað framkvæmdasvæði. Guli kassinn og blái þríhyrningurinn afmarka svæði 1. og 2. áfanga.
Vilja virkja vindinn á Mosfellsheiði
Ef áætlanir Zephyr Iceland ganga eftir munu 30 vindmyllur, um 200 MW að heildarafli, rísa á Mosfellsheiði. Fjölmargar hugmyndir að vindorkuverum bárust verkefnisstjórn rammaáætlunar en Zephyr telur óljóst að vindorka eigi þar heima.
Kjarninn 24. október 2020
Silja Dögg Gunnarsdóttir
Ostur í dulargervi
Kjarninn 24. október 2020
Íslands-Færeyja straumurinn (IFSJ) er sýndur með dökk fjólubláum lit á kortinu.
Uppgötvuðu hafstraum og kenna hann við Ísland
Norskir vísindamenn hafa borið kennsl á nýtt fyrirbæri í hafinu sem hefur umtalsverð áhrif á loftslag á okkar norðlægu slóðum. Hafstraumurinn hefur fengið nafnið Íslands-Færeyja brekkustraumurinn (e. Iceland-Faroe Slope Jet).
Kjarninn 24. október 2020
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri
Segir endurbata í ferðaþjónustu vera hröðustu leiðina úr kreppunni
Fyrrverandi seðlabankastjóri telur að aukin virkni ferðaþjónustunnar sé fljótvirkasta leiðin til að ná viðsnúningi í hagkerfinu.
Kjarninn 24. október 2020
Nasistar, rasistar, fasistar og hvíthettir – eða kannski bara einn stór misskilningur?
Viðbrögð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við fánamálinu hafa verið afgerandi – en embættið styður ekki með neinum hætti hatursorðræðu eða merki sem ýta undir slíkt. Það hefur þó ekki verið nóg til að lægja öldurnar á samfélagsmiðlum.
Kjarninn 24. október 2020
Meirihluti borgarstjórnar stendur á bak við þá sýn sem birtist í tillögunum að breyttu aðalskipulagi fram til ársins 2040.
Borgaryfirvöld vilja meiri borg og færri bíla
Borgaryfirvöld hafa kynnt breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur, sem framlengja núgildandi skipulag til ársins 2040. Háleit markmið eru sett um byggingu 1.000 íbúða á ári að meðaltali, alls rúmlega 24 þúsund talsins til 2040 ef vöxtur verður kröftugur.
Kjarninn 24. október 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar