Upplýsingar um landbúnaðarstyrki eru opinber gögn

Ólafur Arnalds, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands, óskaði eftir upplýsingum um heildargreiðslur til hvers fjárbús og segir niðurstöðu úrskurðarnefndar um upplýsingamál marka tímamót.

Auglýsing

Rann­sóknir á ástandi lands byggja m.a. á þekk­ingu á beit­ar­á­lagi og fjár­fjölda ein­stakra fjár­búa og í afrétt­ar­landi. Þær upp­lýs­ingar hafa ekki legið fyrir enda þótt lengi hafi verið kallað eftir þeim. Við rann­sókn á fram­kvæmd búvöru­samn­inga – nán­ar til­tekið „land­nýt­ing­ar­þáttar gæða­stýr­ingar í sauð­fjár­rækt­“– ­kall­aði ég eftir gögnum frá stjórn­sýsl­unni um fjár­stuðn­ing við land­búnað og svoköll­uðum „land­bóta­á­ætl­un­um“ sem eru skil­yrði fyrir hluta af styrkja­greiðslum til sauð­fjár­búa þar sem ástand lands orkar tví­mælis (maí 2017). Sam­hliða óskaði ég eftir upp­lýs­ingum um fjár­fjölda sem liggur til grund­vallar við útreikn­ingi á stuðn­ingi þjóð­ar­innar við hvert bú (ær­gild­i).Þar sem ég var lagður af stað í þessa veg­ferð á annað borð óskaði ég einnig eftir upp­lýs­ingum um heild­ar­greiðslur til hvers fjár­bús – ­sem frá minni hendi var hugsað sem próf­steinn á það hvort stuðn­ingur þjóð­ar­innar við land­búnað teld­ust opin­ber gögn eða ekki. Vita­skuld ættu upp­lýs­ingar um opin­beran stuðn­ing af þessu tagi að vera öllum aðgengi­leg, eins og víð­ast ann­ars staðar í Evr­ópu. Greiðsl­urnar nema um 14,5 millj­örðum á ári og þar af fara um 5,2 millj­arðar til sauð­fjár­bænda. Þetta eru engir smá­pen­ing­ar! Sam­fé­lagið þarf að hafa greiðan aðgang að þessum upp­lýs­ingum til að unnt sé að huga betur að stefnu­mótun og til að veita eðli­legt aðhald á notkun almanna­fjár.Til að byrja með barst „þvert nei“ af hendi Bún­að­ar­stofu Mat­væla­stofn­un­ar. Þá neitun kærði ég í byrjun til Úrskurð­ar­nefndar um upp­lýs­inga­mál sem úrskurð­aði haustið 2018 að Mat­væla­stofnun bæri að afhenda mér land­bóta­á­ætl­anir og jafn­framt yrði stofn­unin að taka önnur atriði í beiðni minni til efn­is­legrar með­ferð­ar, en það hafði ekki verið gert. Í fram­hald­inu fékk ég einnig afhent gögn frá Land­græðsl­unni um fram­kvæmd land­nýt­ing­ar­þáttar gæða­stýr­ing­ar­inn­ar, sem er skil­yrði fyrir stórum hluta styrkj­anna, m.a. afrit af gögnum um stór­merki­leg sam­skipti Land­græðsl­unnar við stjórn­völd. Þar kemur fram að stofn­unin reyndi árang­urs­laust að and­æfa ófag­legri fram­kvæmd land­nýt­ing­ar­þáttar gæða­stýr­ing­ar­inn­ar. Með öflun þess­ara gagna var loks­ins hægt að veita fram­kvæmd­inni eðli­legt aðhald að hálfu óháðs aðila. Rann­sókn á gögn­unum leiddi í ljós mjög alvar­lega hnökra á fram­kvæmd­inni, sem að í raun mætti kalla blekk­ingu og „græn­þvott“ þegar kemur að nýt­ingu illa far­ins afrétt­ar­lands – öll nýt­ing er vottuð sem sjálf­bær land­nýt­ing, líka sú sem sann­ar­lega er það ekki og mun aldrei verða það. Gerð er grein fyrir nið­ur­stöð­inni í rit­inu „Á röng­unni — Alvar­legir hnökrar á fram­kvæmd land­nýt­ing­ar­þáttar gæða­stýr­ingar í sauð­fjár­rækt“ (Rit LbhÍ nr. 118). 1

Auglýsing

Árið 2019 kom jákvætt svar frá Bún­að­ar­stofu Mat­væla­stofn­unar við beiðni minni um upp­lýs­ingar um fjölda ærgilda sem liggja til grund­vallar styrkja­greiðsl­un­um, enda var varla stætt á öðru miðað við áður­nefnda nið­ur­stöðu Úrskurð­ar­nefndar um upp­lýs­inga­mál. Þau gögn eru afar fróð­leg og sýna m.a. ann­ars að flest eru ærgildin tæp­lega 1500 og að tíu bú hafa greiðslu­mark fyrir 1000 eða fleiri ærgildi. Greiðsl­urnar eru nokkuð flóknar í fram­kvæmd, undir fjöl­mörgum lið­um, en eru að með­al­tali um 14.000 kr. á hvert hinna 370 þús­und styrktra ærgilda sem eru að baki þessum greiðsl­u­m. 

Mat­væla­stofnun neit­aði mér hins vegar alfarið um gögn um heild­ar­greiðslur á hvert bú fyrir sig. Afsvarið kærði ég til Úrskurð­ar­nefndar um upp­lýs­inga­mál, sem hefur nú úrskurðað í mál­inu (nr. 876/2019): Stjórn­sýslu land­bún­að­ar­styrkja (nú í Atvinnu- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyti) ber að afhenda mér gögn um heild­ar­greiðslur til sauð­fjár­bænda. Þetta er afar merki­leg nið­ur­staða – sann­kölluð vatna­skil. Heild­ar­greiðslur til hvers bónda telj­ast opin­ber gögn, eins og aðrar opin­berar greiðslur á borð við laun og stuðn­ing við listir og rann­sókn­ir. Nú verður hægt að fá miklu skýr­ari mynd af því hvernig stuðn­ingi þjóð­ar­innar við land­búnað er var­ið. Vert er að geta þess að nýlega var þing­manni sem bað um hlið­stæðar upp­lýs­ingar neitað um þær, en nú er ráðu­neyt­inu varla stætt á slíkri afstöðu leng­ur. 

Í afar upp­lýsandi umfjöllun frétta­þátt­ar­ins Kveiks á RÚV þriðju­dag­inn 25. febr­úar 2020 kom ber­lega í ljós nauð­syn þess að þróa styrki sem veittir eru til land­bún­að­ar­fram­leiðslu í átt til nútíðar er varðar neyslu, umhverf­is­mál og fjöl­breytni. Því miður ríg­bundu þeir er stóðu að síð­ustu búvöru­samn­ingum hendur sam­fé­lags­ins með gömlum hnút­um, allt til árs­ins 2026. Það voru þó aðeins 19 þing­menn sem það gerðu með atkvæði sínu og ráð­stöf­uðu þar með um 150 millj­örðum kr af almannafé sam­kvæmt úreltum hugs­un­ar­hætti langt fram í tím­ann.

Hinni dulúð­legu þoku um fjár­stuðn­ing til land­bún­aðar hefur verið létt, a.m.k. að hluta. Nú er von til þess að almenn­ing­ur, félaga­sam­tök, vís­inda­menn, stjórn­mála­menn og aðrir sem láta sig land­bún­að­ar­mál varða geti farið að skoða nánar með gagn­rýnum hætti hvernig þessum gríð­ar­lega miklu fjár­munum er var­ið. Það var mál til kom­ið.

Höf­undur er jarð­vegs­fræð­ingur og pró­fessor við Land­bún­að­ar­há­skóla Íslands.

1. „Á röng­unni – Alvar­legir hnökrar á fram­kvæmd land­nýt­ing­ar­þáttar gæða­stýr­ingar í sauð­fjár­rækt“ (Rit LbhÍ nr. 118).

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar