Upplýsingar um landbúnaðarstyrki eru opinber gögn

Ólafur Arnalds, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands, óskaði eftir upplýsingum um heildargreiðslur til hvers fjárbús og segir niðurstöðu úrskurðarnefndar um upplýsingamál marka tímamót.

Auglýsing

Rann­sóknir á ástandi lands byggja m.a. á þekk­ingu á beit­ar­á­lagi og fjár­fjölda ein­stakra fjár­búa og í afrétt­ar­landi. Þær upp­lýs­ingar hafa ekki legið fyrir enda þótt lengi hafi verið kallað eftir þeim. Við rann­sókn á fram­kvæmd búvöru­samn­inga – nán­ar til­tekið „land­nýt­ing­ar­þáttar gæða­stýr­ingar í sauð­fjár­rækt­“– ­kall­aði ég eftir gögnum frá stjórn­sýsl­unni um fjár­stuðn­ing við land­búnað og svoköll­uðum „land­bóta­á­ætl­un­um“ sem eru skil­yrði fyrir hluta af styrkja­greiðslum til sauð­fjár­búa þar sem ástand lands orkar tví­mælis (maí 2017). Sam­hliða óskaði ég eftir upp­lýs­ingum um fjár­fjölda sem liggur til grund­vallar við útreikn­ingi á stuðn­ingi þjóð­ar­innar við hvert bú (ær­gild­i).Þar sem ég var lagður af stað í þessa veg­ferð á annað borð óskaði ég einnig eftir upp­lýs­ingum um heild­ar­greiðslur til hvers fjár­bús – ­sem frá minni hendi var hugsað sem próf­steinn á það hvort stuðn­ingur þjóð­ar­innar við land­búnað teld­ust opin­ber gögn eða ekki. Vita­skuld ættu upp­lýs­ingar um opin­beran stuðn­ing af þessu tagi að vera öllum aðgengi­leg, eins og víð­ast ann­ars staðar í Evr­ópu. Greiðsl­urnar nema um 14,5 millj­örðum á ári og þar af fara um 5,2 millj­arðar til sauð­fjár­bænda. Þetta eru engir smá­pen­ing­ar! Sam­fé­lagið þarf að hafa greiðan aðgang að þessum upp­lýs­ingum til að unnt sé að huga betur að stefnu­mótun og til að veita eðli­legt aðhald á notkun almanna­fjár.Til að byrja með barst „þvert nei“ af hendi Bún­að­ar­stofu Mat­væla­stofn­un­ar. Þá neitun kærði ég í byrjun til Úrskurð­ar­nefndar um upp­lýs­inga­mál sem úrskurð­aði haustið 2018 að Mat­væla­stofnun bæri að afhenda mér land­bóta­á­ætl­anir og jafn­framt yrði stofn­unin að taka önnur atriði í beiðni minni til efn­is­legrar með­ferð­ar, en það hafði ekki verið gert. Í fram­hald­inu fékk ég einnig afhent gögn frá Land­græðsl­unni um fram­kvæmd land­nýt­ing­ar­þáttar gæða­stýr­ing­ar­inn­ar, sem er skil­yrði fyrir stórum hluta styrkj­anna, m.a. afrit af gögnum um stór­merki­leg sam­skipti Land­græðsl­unnar við stjórn­völd. Þar kemur fram að stofn­unin reyndi árang­urs­laust að and­æfa ófag­legri fram­kvæmd land­nýt­ing­ar­þáttar gæða­stýr­ing­ar­inn­ar. Með öflun þess­ara gagna var loks­ins hægt að veita fram­kvæmd­inni eðli­legt aðhald að hálfu óháðs aðila. Rann­sókn á gögn­unum leiddi í ljós mjög alvar­lega hnökra á fram­kvæmd­inni, sem að í raun mætti kalla blekk­ingu og „græn­þvott“ þegar kemur að nýt­ingu illa far­ins afrétt­ar­lands – öll nýt­ing er vottuð sem sjálf­bær land­nýt­ing, líka sú sem sann­ar­lega er það ekki og mun aldrei verða það. Gerð er grein fyrir nið­ur­stöð­inni í rit­inu „Á röng­unni — Alvar­legir hnökrar á fram­kvæmd land­nýt­ing­ar­þáttar gæða­stýr­ingar í sauð­fjár­rækt“ (Rit LbhÍ nr. 118). 1

Auglýsing

Árið 2019 kom jákvætt svar frá Bún­að­ar­stofu Mat­væla­stofn­unar við beiðni minni um upp­lýs­ingar um fjölda ærgilda sem liggja til grund­vallar styrkja­greiðsl­un­um, enda var varla stætt á öðru miðað við áður­nefnda nið­ur­stöðu Úrskurð­ar­nefndar um upp­lýs­inga­mál. Þau gögn eru afar fróð­leg og sýna m.a. ann­ars að flest eru ærgildin tæp­lega 1500 og að tíu bú hafa greiðslu­mark fyrir 1000 eða fleiri ærgildi. Greiðsl­urnar eru nokkuð flóknar í fram­kvæmd, undir fjöl­mörgum lið­um, en eru að með­al­tali um 14.000 kr. á hvert hinna 370 þús­und styrktra ærgilda sem eru að baki þessum greiðsl­u­m. 

Mat­væla­stofnun neit­aði mér hins vegar alfarið um gögn um heild­ar­greiðslur á hvert bú fyrir sig. Afsvarið kærði ég til Úrskurð­ar­nefndar um upp­lýs­inga­mál, sem hefur nú úrskurðað í mál­inu (nr. 876/2019): Stjórn­sýslu land­bún­að­ar­styrkja (nú í Atvinnu- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyti) ber að afhenda mér gögn um heild­ar­greiðslur til sauð­fjár­bænda. Þetta er afar merki­leg nið­ur­staða – sann­kölluð vatna­skil. Heild­ar­greiðslur til hvers bónda telj­ast opin­ber gögn, eins og aðrar opin­berar greiðslur á borð við laun og stuðn­ing við listir og rann­sókn­ir. Nú verður hægt að fá miklu skýr­ari mynd af því hvernig stuðn­ingi þjóð­ar­innar við land­búnað er var­ið. Vert er að geta þess að nýlega var þing­manni sem bað um hlið­stæðar upp­lýs­ingar neitað um þær, en nú er ráðu­neyt­inu varla stætt á slíkri afstöðu leng­ur. 

Í afar upp­lýsandi umfjöllun frétta­þátt­ar­ins Kveiks á RÚV þriðju­dag­inn 25. febr­úar 2020 kom ber­lega í ljós nauð­syn þess að þróa styrki sem veittir eru til land­bún­að­ar­fram­leiðslu í átt til nútíðar er varðar neyslu, umhverf­is­mál og fjöl­breytni. Því miður ríg­bundu þeir er stóðu að síð­ustu búvöru­samn­ingum hendur sam­fé­lags­ins með gömlum hnút­um, allt til árs­ins 2026. Það voru þó aðeins 19 þing­menn sem það gerðu með atkvæði sínu og ráð­stöf­uðu þar með um 150 millj­örðum kr af almannafé sam­kvæmt úreltum hugs­un­ar­hætti langt fram í tím­ann.

Hinni dulúð­legu þoku um fjár­stuðn­ing til land­bún­aðar hefur verið létt, a.m.k. að hluta. Nú er von til þess að almenn­ing­ur, félaga­sam­tök, vís­inda­menn, stjórn­mála­menn og aðrir sem láta sig land­bún­að­ar­mál varða geti farið að skoða nánar með gagn­rýnum hætti hvernig þessum gríð­ar­lega miklu fjár­munum er var­ið. Það var mál til kom­ið.

Höf­undur er jarð­vegs­fræð­ingur og pró­fessor við Land­bún­að­ar­há­skóla Íslands.

1. „Á röng­unni – Alvar­legir hnökrar á fram­kvæmd land­nýt­ing­ar­þáttar gæða­stýr­ingar í sauð­fjár­rækt“ (Rit LbhÍ nr. 118).

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Engin lagaleg skilgreining til á orðinu kona
Samkvæmt svari frá forsætisráðherra þarf menningar- og viðskiptaráðherra sem „fer með málefni íslenskunnar“ að svara því hverjar orðsifjar nafnorðsins kona séu og hver málfræðileg merking orðsins sé.
Kjarninn 30. júní 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýslan borgaði LOGOS 6,2 milljónir og lét Morgunblaðið fá upplýsingar fyrirfram
Bankasýslan sendi Morgunblaðinu einum fjölmiðla fyrirfram tilkynningu um að lögfræðilegur ráðgjafi hennar hefði komist að þeirri niðurstöðu að jafnræðis hafi verið gætt við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 30. júní 2022
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar