Upplýsingar um landbúnaðarstyrki eru opinber gögn

Ólafur Arnalds, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands, óskaði eftir upplýsingum um heildargreiðslur til hvers fjárbús og segir niðurstöðu úrskurðarnefndar um upplýsingamál marka tímamót.

Auglýsing

Rannsóknir á ástandi lands byggja m.a. á þekkingu á beitarálagi og fjárfjölda einstakra fjárbúa og í afréttarlandi. Þær upplýsingar hafa ekki legið fyrir enda þótt lengi hafi verið kallað eftir þeim. Við rannsókn á framkvæmd búvörusamninga – nánar tiltekið „landnýtingarþáttar gæðastýringar í sauðfjárrækt“– kallaði ég eftir gögnum frá stjórnsýslunni um fjárstuðning við landbúnað og svokölluðum „landbótaáætlunum“ sem eru skilyrði fyrir hluta af styrkjagreiðslum til sauðfjárbúa þar sem ástand lands orkar tvímælis (maí 2017). Samhliða óskaði ég eftir upplýsingum um fjárfjölda sem liggur til grundvallar við útreikningi á stuðningi þjóðarinnar við hvert bú (ærgildi).


Þar sem ég var lagður af stað í þessa vegferð á annað borð óskaði ég einnig eftir upplýsingum um heildargreiðslur til hvers fjárbús – sem frá minni hendi var hugsað sem prófsteinn á það hvort stuðningur þjóðarinnar við landbúnað teldust opinber gögn eða ekki. Vitaskuld ættu upplýsingar um opinberan stuðning af þessu tagi að vera öllum aðgengileg, eins og víðast annars staðar í Evrópu. Greiðslurnar nema um 14,5 milljörðum á ári og þar af fara um 5,2 milljarðar til sauðfjárbænda. Þetta eru engir smápeningar! Samfélagið þarf að hafa greiðan aðgang að þessum upplýsingum til að unnt sé að huga betur að stefnumótun og til að veita eðlilegt aðhald á notkun almannafjár.


Til að byrja með barst „þvert nei“ af hendi Búnaðarstofu Matvælastofnunar. Þá neitun kærði ég í byrjun til Úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem úrskurðaði haustið 2018 að Matvælastofnun bæri að afhenda mér landbótaáætlanir og jafnframt yrði stofnunin að taka önnur atriði í beiðni minni til efnislegrar meðferðar, en það hafði ekki verið gert. Í framhaldinu fékk ég einnig afhent gögn frá Landgræðslunni um framkvæmd landnýtingarþáttar gæðastýringarinnar, sem er skilyrði fyrir stórum hluta styrkjanna, m.a. afrit af gögnum um stórmerkileg samskipti Landgræðslunnar við stjórnvöld. Þar kemur fram að stofnunin reyndi árangurslaust að andæfa ófaglegri framkvæmd landnýtingarþáttar gæðastýringarinnar. Með öflun þessara gagna var loksins hægt að veita framkvæmdinni eðlilegt aðhald að hálfu óháðs aðila. Rannsókn á gögnunum leiddi í ljós mjög alvarlega hnökra á framkvæmdinni, sem að í raun mætti kalla blekkingu og „grænþvott“ þegar kemur að nýtingu illa farins afréttarlands – öll nýting er vottuð sem sjálfbær landnýting, líka sú sem sannarlega er það ekki og mun aldrei verða það. Gerð er grein fyrir niðurstöðinni í ritinu „Á röngunni — Alvarlegir hnökrar á framkvæmd landnýtingarþáttar gæðastýringar í sauðfjárrækt“ (Rit LbhÍ nr. 118). 1

Auglýsing

Árið 2019 kom jákvætt svar frá Búnaðarstofu Matvælastofnunar við beiðni minni um upplýsingar um fjölda ærgilda sem liggja til grundvallar styrkjagreiðslunum, enda var varla stætt á öðru miðað við áðurnefnda niðurstöðu Úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Þau gögn eru afar fróðleg og sýna m.a. annars að flest eru ærgildin tæplega 1500 og að tíu bú hafa greiðslumark fyrir 1000 eða fleiri ærgildi. Greiðslurnar eru nokkuð flóknar í framkvæmd, undir fjölmörgum liðum, en eru að meðaltali um 14.000 kr. á hvert hinna 370 þúsund styrktra ærgilda sem eru að baki þessum greiðslum. 

Matvælastofnun neitaði mér hins vegar alfarið um gögn um heildargreiðslur á hvert bú fyrir sig. Afsvarið kærði ég til Úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sem hefur nú úrskurðað í málinu (nr. 876/2019): Stjórnsýslu landbúnaðarstyrkja (nú í Atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti) ber að afhenda mér gögn um heildargreiðslur til sauðfjárbænda. Þetta er afar merkileg niðurstaða – sannkölluð vatnaskil. Heildargreiðslur til hvers bónda teljast opinber gögn, eins og aðrar opinberar greiðslur á borð við laun og stuðning við listir og rannsóknir. Nú verður hægt að fá miklu skýrari mynd af því hvernig stuðningi þjóðarinnar við landbúnað er varið. Vert er að geta þess að nýlega var þingmanni sem bað um hliðstæðar upplýsingar neitað um þær, en nú er ráðuneytinu varla stætt á slíkri afstöðu lengur. 

Í afar upplýsandi umfjöllun fréttaþáttarins Kveiks á RÚV þriðjudaginn 25. febrúar 2020 kom berlega í ljós nauðsyn þess að þróa styrki sem veittir eru til landbúnaðarframleiðslu í átt til nútíðar er varðar neyslu, umhverfismál og fjölbreytni. Því miður rígbundu þeir er stóðu að síðustu búvörusamningum hendur samfélagsins með gömlum hnútum, allt til ársins 2026. Það voru þó aðeins 19 þingmenn sem það gerðu með atkvæði sínu og ráðstöfuðu þar með um 150 milljörðum kr af almannafé samkvæmt úreltum hugsunarhætti langt fram í tímann.

Hinni dulúðlegu þoku um fjárstuðning til landbúnaðar hefur verið létt, a.m.k. að hluta. Nú er von til þess að almenningur, félagasamtök, vísindamenn, stjórnmálamenn og aðrir sem láta sig landbúnaðarmál varða geti farið að skoða nánar með gagnrýnum hætti hvernig þessum gríðarlega miklu fjármunum er varið. Það var mál til komið.

Höfundur er jarðvegsfræðingur og prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands.

1. „Á röngunni – Alvarlegir hnökrar á framkvæmd landnýtingarþáttar gæðastýringar í sauðfjárrækt“ (Rit LbhÍ nr. 118).

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
AGS býst ekki við að jafnmargir muni ferðast á næstu árum og á árunum fyrir faraldurinn.
Segir hátt vægi ferðaþjónustu og stífa kjarasamningagerð vera áhyggjuefni
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að aukinn sveigjanleiki á vinnumarkaði, til dæmis með því að láta laun fylgja framleiðniþróun í meira mæli, gæti komið í veg fyrir að faraldurinn valdi langtímaskaða í hagkerfinu.
Kjarninn 12. júní 2021
Jón Gnarr
Hugmyndin um Ísland og menn sem giftast náfrænkum sínum
Kjarninn 12. júní 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærslur hjá Apple á öllum stýrikerfum
Kjarninn 12. júní 2021
Ekkert komið fram sem kalli á breytingu á stefnu um hágæða Borgarlínu
Framkvæmdastjóri Betri samgangna svaraði á dögunum erindi sem þrýstihópur sem vill ódýrari Borgarlínu sendi á ýmsa aðila í vor. Í umfjöllun Betri samgangna er meðal annars bent á að það væri dýrast fyrir samfélagið að verja langmestu fé í stofnvegi.
Kjarninn 12. júní 2021
Stefán Ólafsson
Lágtekjuvandi lífeyrisþega
Kjarninn 12. júní 2021
Mona Lisa frímerkjaheimsins og frægasta frímerki Bandaríkjanna saman á uppboði
Á dögunum var mesta fágæti frímerkjaheimsins boðið upp, 165 ára gamalt einstakt frímerki frá Bresku Gvæjana sem seldist á milljarð króna. Á uppboðinu mátti einnig finna þekktasta prentgalla bandarískrar frímerkjasögu – flugvélina Jenny á hvolfi.
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar