Pestir, Inc. og Corp.

Steingrímur Ólafsson spyr hvort við viljum viðhalda kerfi sem ekki tekur tillit til þarfa þorra fólks, og mun á endanum leiða til enn meiri hörmunga en við erum að upplifa nú.

Auglýsing

Þegar COVID-pestin verður gengin yfir,- hvort sem það verður eftir sex mán­uði, tólf eða átján, munu örugg­lega gef­ast mörg tæki­færi til að fara yfir hvað hefði betur mátt gera og/eða öðru­vísi, hvað vel var gert, og í fram­haldi af því nýta þá þekk­ingu til að vera betur búin undir að eiga við næsta far­ald­ur. Í ljósi þess að þau sem standa í stafni bar­átt­unn­ar, hvort sem það er þrí­eykið sem stjórnar aðgerðum eða heil­brigð­is­starfs­menn sem eru að fást við sjúk­dóm­inn beint, virð­ast vera að gera réttu hlut­ina og vinna dag sem nótt okkur hinum til heilla, er kannski rétt að við hin spörum gagn­rýn­ina. Hlýðum því sem okkur er sagt varð­andi sótt­kví og ein­angr­un, umgengn­is- og sam­komu­bann sem og annað það sem gerir heilsu­fars­legan skaða af vírusnum sem minnst­an.

Því sem við hin ættum hins vegar að velta fyrir okkur er hvað tekur við? Ástand sem reyndar er að sumu leyti orðið að veru­leika. Ljóst er að efna­hags­leg áhrif pest­ar­innar verða lang­vinn og hafa jafn­vel sést spá­dómar um að áhrifin verði enn verri á heims­bú­skap­inn en hið s.k. banka­hrun, eða jafn­vel kreppan mikla á þriðja og fjórða ára­tug síð­ustu ald­ar. Nema að nú eru ríki heims og almenn­ingur enn verr búin undir að takast á við nýja kreppu heldur en þá síðustu, enda ekki búin að jafna sig á þeim efna­hags­legu hörm­ungum sem þá gengu yfir. Þess utan mun kreppa þessi leggj­ast á alla heims­byggð­ina í einu og það á sama tíma. Skuldir flestra ríkja heims eru meiri í dag en þá, atvinnu­leysi meira, ójöfn­uður meiri, inn­viðir flestra ríkja eru illa í stakk búnir til að takast á við þarfir almenn­ings o.s.frv. o.s.frv. Ef ein­ungis er litið til Íslands þá spyr maður sig hvað ger­ist þegar hingað kemur varla nokkur erlendur ferða­maður í bráð og lengd, hverjir eiga að kaupa fisk­inn héðan dýrum dómum og ekki mun álverð hækka á næst­unni. Staðan er ein­fald­lega þannig, að fólk í útlöndum á nóg með sjálft sig; minnk­andi tekj­ur, aukið atvinnu­leysi og almennt hall­æri sem aftur hefur áhrif á Íslandi. Því er ekki annað að sjá en að nú sé hafin djúp og lang­vinn kreppa.

Auglýsing
Sú full­yrð­ing sem mörgum virð­ist ansi hreint vera tamt að halda fram í sam­bandi við COVID-pest­ina er að „öll séum við nú á sama báti“ er nú hálf hlá­leg. Hvað ætli þeim þjóðum og þjóð­ar­brotum sem nú búa við þurrka og hungur þyki um þessa full­yrð­ingu, eða þessum heim­il­is- og atvinnu­lausu í ríkjum þar sem smjör drýpur af hverju strái, fólk­inu í yfir­fullum flótta­manna­búðum heims­ins sem eru þar vegna lofts­lags­breyt­inga og/eða stríðs­á­taka og fólk­inu sem býr enn á svæðum og í löndum þar sem geisa styrj­ald­ir. Þá er það fólk ótalið sem hefur þurft ára­tugum saman að horfa upp á alþjóð­leg stór­fyr­ir­tæki hirða allan ágóða af nýt­ingu nátt­úru­auð­linda í löndum sín­um, hvort sem um ræðir málma, stein­efni, kol eða olíu. Ekki má heldur gleyma fólk­inu í þeim ríkjum sem hefur þurft að búa við ára­tuga við­skipta­bann sökum þess að stjórn­völd við­kom­andi ríkja vildu koma ágóð­anum af nýt­ingu nátt­úru­auð­linda sinna til þjóð­ar­inn­ar. Ágóða sem m.a átti að nota  til að byggja upp heil­brigð­is­kerfi, en ekki sem arð­greiðslur til eig­enda alþjóð­legra auð­hringa studdum af vold­ugum rík­is­stjórn­um. Því miður hafa íslensk stjórn­völd ávalt stutt við­skipta­bönn þegar „okkar nán­ustu banda­menn“ fjár­magn­aðir af INC. og Corp., hafa smellt fingrum, og utan­rík­is­ráð­herr­arnir okkar „litið stöð­una alvar­legum aug­um“. Öllu þessu fólki hlýtur að líða vel með að vera loks­ins „á sama báti“ og við.

Því læð­ist sú hugsun að manni, að kannski sé þetta efna­hags- og þá ekki síður það auð­linda­nýt­ing­ar­kerfi sem við höfum búið við síð­asta árhundraðið end­an­lega hrun­ið,- eða að það virki í það minnsta ekki fyrir þorra fólks. Reyndar hefur þetta kerfi virkað ágæt­lega fyrir rík­ustu 10% mann­kyns, og þá sér­stak­lega fyrir það eina pró­sent sem er allra rík­ast. En þá um leið á kostnað hinna 90%. Það eitt og sér ætti að klingja ein­hverjum bjöll­um. Reyndar eru þegar farnar að birt­ast fréttir um að þeir allra rík­ustu hafi heldur betur nýtt sér ástandið til að græða á hruni hluta­bréfa­mark­aða með kaupum og sölu hluta­bréfa, beinna rík­is­styrkja og skattaí­viln­ana svo dæmi séu nefnd.

Ójöfn­uður mun aukast í heim­inum frá því sem nú er, og verður Ísland engin und­an­tekn­ing frá því. Þeir ein­stak­lingar og fyr­ir­tæki sem hafa sölsað undir sig nátt­úru­auð­lind­irn­ar, munu sjá tæki­færi í því að eign­ast enn meira af þeim. Það verður í það minnsta mikil freist­ing fyrir land­stjórn­ina og sveit­ar­fé­lögin að koma orku­fyr­ir­tækj­unum okkar í verð þegar þarf að fara að takast á við efna­hags­legar afleið­ingar COVID-pest­ar­inn­ar. Það þarf jú að halda uppi lág­marks heil­brigð­is- og vel­ferð­ar­þjón­ustu, mennta­kerfi, lög­gæslu o.s.frv., og ekki króna til í kass­anum vegna ónógra tekna. Svona mun þetta verða um heim allan,- auk­inn ójöfn­uður og órétt­læti á kostnað almenn­ings. Og er ballið bara rétt að byrja.

Auð­vitað kemur að því að lækn­ing eða bólu­efni finn­ist við veirunn­i,- spurn­ing hvað það tekur langan tíma. Auð­vitað er fólk líka hrætt við þær afleið­ingar sem pestin mun hafa á sitt dag­lega líf og sinna nán­ustu. Kannski er hluti þess­arar hræðslu til kom­inn vegna þess að við getum ekki með nokkru móti vitað hver veik­ist næst eða hversu illa, enda „óvin­ur­inn“ ósýni­leg­ur. Í því sam­bandi er dálítið merki­legt til þess að hugsa, að ekki hefur vantað við­var­anir frá vís­inda­mönnum um að við gætum vænst þess að pest eða heims­far­aldur sem þessi stingi sér nið­ur. Því er sorg­legt til þess að hugsa hvað stjórn­völd um allan heim voru óvið­bú­in, litlar varnir til staðar eða áætl­anir um hvernig skyldi takast á við vanda sem þenn­an.

Eins verður manni hugsað til ann­ars vanda sem mann­kynið stendur frammi fyrir núna. Vanda sem alþjóða vís­inda­sam­fé­lagið er búið að vara við í mörg ár, og við erum þegar farin að upp­lifa og finna á okkar eigin skinni. En það eru lofts­lags­breyt­ingar af manna­völd­um. Miðað við hvað við vorum óvið­búin þessum vágesti sem COVID-pestin er, þá býð ég ekki í það þegar lofts­lags­breyt­ing­arnar fara virki­lega að taka í.

Það er kannski mál til komið að við stöldrum aðeins við. Viljum við áfram við­halda efna­hags­kerfi sem byggir á nýlendu­stefnu, sem krefst sífellt meiri neyslu og notk­unar á nátt­úru­auð­lind­um, stöðugt meiri brennslu og meng­unar af völdum olíu og kola, gíf­ur­legri auð­söfnun fárra ein­stak­linga og þ.m. auk­ins ójafn­að­ar? Kerfis sem ekki tekur til­lit til þarfa þorra fólks, og mun á end­anum leiða til enn meiri hörm­unga en við erum að upp­lifa nú.

Svari hver fyrir sig.

Höf­undur starfar við olíu­vinnslu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Býst við að 19 þúsund manns flytji hingað á næstu fimm árum
Mannfjöldaspá Hagstofu gerir ráð fyrir að fjöldi aðfluttra umfram brottfluttra á næstu fimm árum muni samsvara íbúafjölda Akureyrar.
Kjarninn 24. janúar 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.
Áfram gakk – En eru allir í takt?
Fulltrúar atvinnulífsins taka vel í skýra stefnumörkun utanríkisráðherra í átt að eflingu utanríkisviðskipta. Þó er kallað eftir heildstæðari mennta- og atvinnustefnu sem væri grundvöllur fjölbreyttara atvinnulífs og öflugri útflutningsgreina.
Kjarninn 24. janúar 2021
Pylsuvagn á Ráðhústorginu árið 1954.
Hundrað ára afmæli Cafe Fodkold
Árið 1921 hafði orðið skyndibiti ekki verið fundið upp. Réttur sem íbúum Kaupmannahafnar stóð þá, í fyrsta sinn, til boða að seðja hungrið með, utandyra standandi upp á endann, varð síðar eins konar þjóðareinkenni Dana. Og heitir pylsa.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Birtingarmynd af eindæma skilningsleysi stjórnvalda“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að félags- og barnamálaráðherra hafi tekist að hækka flækjustigið svo mikið varðandi sérstakan styrk til íþrótta- og tómstundastarfs barna frá tekjulágum heimilum að foreldrar geti ekki nýtt sér styrkinn.
Kjarninn 23. janúar 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Fimm hundruð milljarða spurningin – Í næstu kosningum
Kjarninn 23. janúar 2021
Freyja Haraldsdóttir
Baráttunni ekki lokið á meðan fólk gleymist og situr eftir
Freyja Haraldsdóttir segist vera þakklát fyrir að vera bólusett og að heilbrigðisyfirvöld hafi sett hópinn sem hún tilheyrir í forgang. Hún bendir þó á að fatlað fólk með aðstoð heima hafi gleymst í bólusetningarferlinu.
Kjarninn 23. janúar 2021
Húsnæðismarkaðurinn hefur verið á fleygiferð undanfarna mánuði. Ódýrt lánsfjármagn er þar helstu drifkrafturinn.
Bankar lána metupphæðir til húsnæðiskaupa og heimilin yfirgefa verðtrygginguna
Viðskiptabankarnir lánuðu 306 milljarða króna í ný húsnæðislán umfram upp- og umframgreiðslur í fyrra. Fordæmalaus vöxtur var í töku óverðtryggðra lána og heimili landsins greiddu upp meira af verðtryggðum lánum en þau tóku.
Kjarninn 23. janúar 2021
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Mig langar að halda áfram“
Guðmundur Andri Thorsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Samfylkinguna fyrir næstu kosningar.
Kjarninn 23. janúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar