Auglýsing

Það er mikið talað um sam­stöðu þessa dag­ana. Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra tal­aði til að mynda um það á Alþingi í gær að hún væri „gríð­­ar­­lega ánægð með þá sam­­stöðu sem maður hefur skynjað í sam­­fé­lag­inu í því að takast á við veiruna. Bæði fyr­ir­tæki og fólk hafa þar sýnt mikla ábyrgð. Flokkar á Alþingi hafa sýnt mikla ábyrgð. Þetta er dýr­­mætt.“

Síðan skipti hún um gír og vék að þeim sem hún taldi að væru ekki að taka þátt í sam­stöð­unni. For­sæt­is­ráð­herra sagði að vegna þeirrar miklu sam­stöðu sem hún skynj­aði, yrði hún reið þegar nokkrar útgerðir gerðu kröfur á ríkið upp á rúm­lega tíu millj­arða króna vegna þess að þeim fynd­ist þær snuð­aðar um kvóta sem þó væri úthlutað án end­ur­gjalds. Útgerð­irnar vildu auk þess fá hæstu mögu­legu vexti greidda, sem gætu numið nokkrum millj­örðum króna. 

„Það er ekki góð leið til að vera á sama báti í gegnum þetta ferða­lag sem við erum stödd í. Þó ég telji að ríkið hafi góðan mál­­stað í þessu máli þá finnst mér eðli­­legt að þessi fyr­ir­tæki íhugi það að draga þessar kröfur á til baka. Nú reynir nefn­i­­lega á ábyrgð okkar allra,“ sagði Katrín.

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, sló sama tón í ræðu sinni nokkrum mín­útum síð­ar. Hann sagði að reikn­ing­ur­inn vegna kröfu útgerð­anna yrði ekki sendur á skatt­greið­end­ur. Bjarni bætti því við að hann teldi ein­sýnt að þegar yrði haf­inn und­ir­bún­ingur að því að „taka af öll tví­mæli um að mak­ril­út­gerð­irnar sjálfar beri kostn­að­inn af þeim bótum sem kraf­ist er.“

Krist­ján Þór Júl­í­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, bætt­ist svo á vagn­inn í sam­tali við Frétta­blaðið þar sem hann sagði að krafan væri takt­laus. Fram­ferði útgerð­anna bæri „vitni um al­­geran skort á auð­­mýkt gagn­vart þeim rétt­indum sem fyr­ir­­tækin hafa fengið út­hlutað og um leið gagn­vart al­­menn­ingi. Því er ég þeirrar skoð­unar að þessi fyr­ir­­tæki ættu að draga þessar kröfur til baka og skora raunar á þau að gera það.“

Sér­kenni­lega tíma­sett reiði

Nú er það svo að þótt hin harða afstaða helstu ráða­manna þjóð­ar­innar gagn­vart ótrú­legri græðgi og til­ætl­un­ar­semi útgerð­ar­stéttar sé tíma­bær þá eru nær engar líkur á því að ráð­herrar í rík­is­stjórn Íslands hafi fyrst frétt af mál­inu um liðna helgi.

Stefnur fimm útgerðar af sjö sem krefj­ast skaða­bóta úr rík­is­sjóði voru nefni­lega lagðar fram í Hér­aðs­dómi Reykja­víkur 27. júní 2019. Hinar tvær útgerð­irnar lögðu fram sínar stefnur ann­ars vegar 10. sept­em­ber og hins vegar 10. des­em­ber í fyrra. 

Auglýsing
Kjarninn sendi beiðni á upp­lýs­inga­full­trúa rík­is­stjórn­ar­innar í júní 2019 og óskaði eftir að fá stefn­urnar afhentar auk þess sem beðið var um upp­­­lýs­ingar um hversu háar kröfur útgerð­anna væru. Erindið var sent þaðan áfram til sjá­v­­­­ar­út­­­­­vegs- og land­­­bún­­­að­­­ar­ráðu­­­neyt­is­ins sem sendi það svo til rík­is­lög­manns. Hann svar­aði ekki beiðn­inni end­an­lega fyrr en 20. des­em­ber 2019, þegar henni var hafn­að. 

Í kjöl­farið kærði Kjarn­inn þá nið­ur­stöðu til úrskurð­­­ar­­­nefndar um upp­­­lýs­inga­­­mál á þeim grund­velli að aug­ljósir almanna­hags­munir væru af því að fjöl­miðlar og almenn­ingur mundi fá upp­lýs­ingar um það þegar fyr­ir­tæki stefni rík­­inu til greiðslu him­in­hárra bóta vegna úthlut­unar á gæðum sem sam­­kvæmt fyrstu grein laga um stjórn fisk­veiða séu sam­­eign íslensku þjóð­­ar­inn­­ar.

Ef ráð­herrar í rík­is­stjórn Íslands – þeirra sömu og settu í fyrra í lög að úthluta mak­ríl á grund­velli veiði­reynslu en án end­ur­gjalds að mestu til stór­út­gerða – vissu ekki um umfang kröfu útgerða á hendur skatt­greið­enda strax og þegar þær voru settar fram, þá áttu þeir að gera það. Málið hefur ítrekað verið til umfjöll­unar í fjöl­miðlum og þess utan eru þau gæslu­menn rík­is­sjóðs, þess sem er stefnt í mál­in­u. 

„Ólympískar veið­ar­“ ­tryggðu kvóta­grund­völl

Nú skulum við samt aðeins bakka í tíma. Mak­ríll­inn sem við erum að veiða fór að ganga í auknum mæli inn í íslenska fisk­veiði­lög­sögu árið 2005. Það ár voru veidd 360 tonn af mak­ríl. Árið eftir voru veidd 4200 tonn og veið­arnar fóru að hefj­ast af ein­hverri alvöru 2007 þegar veidd voru 36,5 þús­und tonn. Það var þó ein­ungis þriðj­ungur þess sem veitt var árið 2008 þegar 112 þús­und tonn af mak­ríl voru dregin upp úr sjó af íslenskum útgerð­u­m. 

Þessi fyrstu ár, fram til árs­ins 2008, var veið­unum ekk­ert stjórn­að. Þau skip sem fengu leyfi til að veiða gátu veitt óheft og með því myndað veiði­reynslu. Aug­ljóst ætti að vera hverjum sem er að stórar útgerðir sem stunda upp­sjáv­ar­veiðar voru í yfir­burð­ar­stöðu til að stunda þessar veið­ar.

Slíkar veiðar eru oft kall­aðar „ólympískar veið­ar“. Þessi veiði­reynsla, sem aflað var í algjöru stjórn­leysi, varð svo grunn­ur­inn að þeim úthlut­unum á mak­ríl sem stjórn­völd stóðu síðar fyrir á grund­velli reglu­gerða. Það var gert að kröfu hags­muna­sam­taka stór­út­gerð­anna sem vildi tryggja þeim mak­ríl­kvót­ann til fram­tíð­ar.

Í byrjun árs 2019 voru svo sam­þykkt lög, lögð fram af Krist­jáni Þór, þar sem mak­ríll var færður í kvóta á grund­velli ofan­greindrar veið­i­­­­­­reynslu þar sem afla­heim­ild­ir, eða kvót­­­­­ar, voru að mestu færðar til stór­út­­­­­­­­­gerða. Hringum var lokað og óform­legt eign­ar­hald á nátt­úru­auð­lind komið á.

Ekki var greitt fyrir þann kvóta heldur hann afhentur end­­ur­gjalds­­laust. Mak­ríl­kvót­inn hefur verið tal­inn vera 65 til 100 millj­­­­­arða króna virð­i. Afar lík­legt er að virðið sé nær efri mörkum en þeim neðri.

Stundin hefur greint frá því að 14 útgerðir fái 98 pró­sent þess­ara verð­mæta, sem sam­kvæmt lögum eru í eigu íslensku þjóð­ar­inn­ar. Á meðal þeirra eru þær sjö sem stefnt hafa íslenska rík­inu. Hinar sjö eru á meðal þekkt­ustu stór­út­gerða lands­ins. Fyr­ir­tæki á borð við Brim, Sam­herja, Síld­ar­vinnsl­una, Þor­björn í Grinda­vík og FISK-­Seafood, í eigu Kaup­fé­lags Skag­firð­inga. 

„Lög­boð­inn rétt­ur“ til verð­mæta í eigu þjóð­ar­innar

Þrátt fyrir að hafa fengið þessa gjöf án end­ur­gjalds þá fannst sumum útgerðum þær snuð­aðar þegar Jón Bjarna­son, þáver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra, setti reglu­gerð sem átti að miða að því að minni útgerðir gætu veitt mak­ríl í meiri mæli. Til grund­vallar átti að liggja annað en veiði­reynsla, sem aflað var með áður­nefndum hætt­i. 

Stór­út­gerð­irnar sættu sig ekki við þetta og fóru í mál. Hæsti­réttur sagði að úthlutun kvóta á öðrum grund­velli en veiði­reynslu væri ólög­mæt með dómum sem féllu í des­em­ber 2018. Á grund­velli þeirra dóma vilja umræddar sjö útgerð­ir, sem hafa fengið gef­ins kvóta upp á 50 millj­arða króna frá íslenska rík­inu, stefna skatt­greið­endur og fá 10,2 millj­arða króna í bætur auk vaxta. 

Sig­­ur­­geir Brynjar Krist­­geir­s­­son, fram­­kvæmda­­stjóri Vinnslu­­stöðv­­­ar­innar í Vest­­manna­eyj­um, sagði við Morg­un­blaðið, sem er að uppi­stöðu í eigu útgerð­ar­fyr­ir­tækja eða aðila þeim tengd­um, að útgerð­irnar hafi verið beittar rang­ind­um. Þær væru frum­kvöðlar í mak­ríl­veiðum og gætu ekki verið gerðar að söku­dólgum í mál­inu þótt þær væru að krefja skatt­greið­endur um greiðslu á rúm­lega tíu millj­örðum króna, auk vaxta, vegna þess að þær fengu ekki nógu mik­inn kvóta gef­ins. Útgerð­irnar ættu ein­fald­lega „lög­boð­inn rétt“ til þess­ara verð­mæta. 

Hvers virði er kvóti sem veð í dag?

Það er öllum með augu ljóst að for­svars­menn stór­út­gerða hafa haft óeðli­legt tak á íslensku sam­fé­lagi árum saman í krafti þess að þeir hafa getað haft mikil áhrif á stjórn­mál og við­skipta­líf með auð­æfum sín­um. Auð­æfum sem þeir hafa tryggt sér með því að fá gef­ins nýt­ing­ar­heim­ildir á tak­mörk­uðum nátt­úru­auð­lindum og svo með því að fá að veð­setja þær auð­lindir í bönkum fyrir marg­faldan árlegan hagnað sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja. Veð í kvóta við banka­hrunið var til að mynda þannig að heild­ar­virði kvót­ans hefði þurft að vera tvö þús­und millj­arðar króna til að standa undir því. 

Auglýsing
Veðsettur kvóti var samt sem áður ekki inn­kall­aður þá heldur var samið við flest sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­fyr­ir­tækin um aðlögun á lán­um, vöxtum og afborg­un­­um. Svokölluð sátta­­nefnd sem skipuð var eftir hrunið lagð­ist líka gegn því að ríkið inn­­­kall­aði kvót­ann þar sem að það myndi setja lán sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­fyr­ir­tækja hjá bönkum í upp­­­nám, sem myndi setja rek­star­­for­­sendur end­­ur­reistu bank­anna í upp­­­nám. Mikil veð­­setn­ing kvót­ans tryggði því áfram­hald­andi eign­­ar­hald á hon­um, og gríð­ar­legar afskrift­ir.

Það væri áhuga­vert að vita hvernig íslensku bank­arnir eru að meta virði þess kvóta sem er veð­settur í þeim í dag, nú þegar sum þess­ara fyr­ir­tækja telja sig vera svo illa stödd að þau þurfa að velta launa­kostn­aði yfir á íslenska ríkið með því að setja starfs­fólk sitt á hluta­bæt­ur. Það er úrræði sem er í boði fyrir fyr­ir­tæki sem hafa orðið fyrir að minnsta kosti þriðj­ungs­sam­drætti í rekstr­ar­tekj­um. Eitt þeirra fyr­ir­tækja er stærsta sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki lands­ins, Sam­herji. Sú sam­stæða á eigið fé upp á að minnsta kosti 111 millj­arða króna, og lík­lega umtals­vert meira. 

Ef rekstr­ar­staða þess­ara fyr­ir­tækja hefur hrakað svona rosa­lega vegna COVID-19 far­ald­urs­ins þá hlýtur virði veð­setts kvóta að hafa hríð­fallið sam­hliða. Og mögu­leg tæki­færi til að inn­kalla kvót­ann til rík­is­banka fyrir hendi.

Er þjóðin til fyrir útgerð­ina?

Oft hefur hegðun útgerða gengið fram af þjóð­inni. Fram­ferði þeirra eftir banka­hrun­ið, þegar flot­anum var siglt í land til að mót­mæla veiði­gjöldum og aug­lýs­ingar voru keyptar í dag­blöðum þar sem sjó­mönnum og fjöl­skyldum þeirra var beitt fyrir þær var eitt slíkt tíma­bil. 

Annað var árið 2015 þegar útgerð­irnar vildu láta taka við­skipta­hags­muni þeirra fram yfir afstöðu með mann­rétt­indum og öllum öðrum hags­munum íslenskrar þjóðar með því að Ísland hætti að styðja við­skipta­þving­anir gegn Rússum vegna inn­­limunar Krím­skag­ans.

Það þriðja var á árinu 2017 þegar útgerð­irnar vildi að ríkið myndi taka þátt í að greiða laun sjó­manna með því að gefa eftir skatt af fæð­is­pen­ingum og dag­pen­ingum vegna ferða- og dval­­ar­­kostn­að­­ar. 

Fjórða tíma­bilið var í nóv­em­ber í fyrra þegar opin­berað var um meintar mútu­greiðsl­ur, pen­inga­þvætti og skatta­snið­göngu Sam­herja í Namib­íu. 

Enn eitt tíma­bilið stendur nú yfir. Þegar efna­hags­legum veru­leika íslenskrar þjóðar hefur verið stefnt í voða vegna for­dæma­lausrar heilsuógn­ar. Fyrir dyrum er mesti efna­hags­sam­dráttur í heila öld. Yfir 50 þús­und manns, fjórð­ungur íslensks vinnu­mark­að­ar, eru annað hvort á atvinnu­leys­is­bótum að öllu leyti eða hluta. Þús­undir fyr­ir­tækja eru að berj­ast fyrir lífi sínu. Stór­kost­legar frels­is­hömlur hvíla á þjóð­inni allri. Og sam­staðan er gríð­ar­leg. Það eru flestir að leggja sitt að mörkum með einum eða öðrum hætti. Við erum flest öll í sama bát og það eina sem fleytir okkur í gegnum þessa stöðu er sam­taka­mátt­ur­inn.

Við þessar aðstæður reyndu hags­muna­gæslu­sam­tök útgerð­anna að losna við greiðslu veiði­gjalda, að losna við gjöld á fisk­eldi og að láta draum sinn um að losna við stimp­il­gjald af fiski­skipum verða hluta af neyð­ar­að­gerð­ar­pakka rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Ofan á það bæt­ist að ofur­ríkar stór­út­gerðir eru að láta skatt­greið­endur greiða laun starfs­fólks­ins í land­vinnslu til að verja eigið fé hlut­hafa sinna og sjö útgerðir vilja að skatt­greið­endur borgi þeim skaða­bætur vegna þess að þær fengu ekki nægi­lega mikið af mak­ríl gef­ins. 

Hér er um stétt að ræða þar sem örfáir ein­stak­lingar ráða öllu sem þeir vilja. Frekir og fyr­ir­ferða­miklir ein­stak­lingar sem hafa van­ist því að geta gengið um íslenskt sam­fé­lag eins og þjóðin sé til fyrir útgerð­ina, en ekki öfugt. Stétt sem á mörg hund­ruð millj­arða króna í eigið fé. Sem á fjöl­miðla. Sem hefur teygt anga sinna inn á fjöl­mörg önnur svið íslensks atvinnu­lífs og styrkt þannig tang­ar­hald sitt á sam­fé­lag­in­u. 

Þessi ofur­stétt ætlar sér ekki að vera saman í þessu öllu með okkur hin­um. Hún er í þessu fyrir sig sjálfa, ekki okkur hin. 

Það þarf að segja hátt og skýrt við hana að nú sé komið nóg. Og beita öllum til­tækum tólum til að koma þeim skila­boðum til skila.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tíu staðreyndir um sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka
Til stendur að selja allt að 35 prósent hlut í ríkisbanka í sumar. Upphaf þessa ferils má rekja til bankahrunsins. Hér er allt sem þú þarft að vita um ætlaða bankasölu, álitamál henni tengt og þá sögu sem leiddi til þeirrar stöðu sem nú er uppi.
Kjarninn 25. janúar 2021
Seðlabankinn telur enn mikilvægt að hafa samráðsvettvang á borð við þann sem greiðsluráð bankans er.
Hlutverk svokallaðs greiðsluráðs Seðlabankans til skoðunar
Seðlabankinn skoðar nú hlutverk greiðsluráðs bankans sem sett var á fót með ákvörðun Más Guðmundssonar fyrrverandi seðlabankastjóra í upphafi árs 2019. Ráðið hefur einungis komið einu sinni saman til fundar.
Kjarninn 25. janúar 2021
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna.
Yellen sýnir á spilin
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna, vill þrepaskiptara skattkerfi og auka fjárútlát ríkissjóðs til að aðstoða launþega í kreppunni. Hún er líka harðorð í garð efnahagsstefnu kínverskra stjórnvalda og vill takmarka notkun rafmynta.
Kjarninn 24. janúar 2021
Magga Stína syngur Megas ... á vínyl
Til stendur að gefa út tónleika Möggu Stínu í Eldborg, þar sem hún syngur lög Megasar, út á tvöfaldri vínylplötu. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Dögg Sverrisdóttir
Bætum kynfræðsluna en látum lestrargetu drengja eiga sig
Kjarninn 24. janúar 2021
Ný útlán banka til fyrirtækja umfram uppgreiðslur voru um átta milljarðar í fyrra
Ný útlán til atvinnufyrirtækja landsins á nýliðnu ári voru innan við tíu prósent þess sem þau voru árið 2019 og 1/27 af því sem þau voru árið 2018.
Kjarninn 24. janúar 2021
Býst við að 19 þúsund manns flytji hingað á næstu fimm árum
Mannfjöldaspá Hagstofu gerir ráð fyrir að fjöldi aðfluttra umfram brottfluttra á næstu fimm árum muni samsvara íbúafjölda Akureyrar.
Kjarninn 24. janúar 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.
Áfram gakk – En eru allir í takt?
Fulltrúar atvinnulífsins taka vel í skýra stefnumörkun utanríkisráðherra í átt að eflingu utanríkisviðskipta. Þó er kallað eftir heildstæðari mennta- og atvinnustefnu sem væri grundvöllur fjölbreyttara atvinnulífs og öflugri útflutningsgreina.
Kjarninn 24. janúar 2021
Meira úr sama flokkiLeiðari