Stafræn vertíð

Jenný Ruth Hrafnsdóttir segir að það sé ein tegund fyrirtækja sem lítur á þennan nýja veruleika vegna COVID-19 sem daglegt brauð – það séu sprota- og nýsköpunarfyrirtæki.

Auglýsing

Atvinnu­lífið í heim­inum skelfur og aðeins þeir sem hugsa á tánum og lenda á þeim líka eygja mögu­leik­ann að lifa af. Ein teg­und fyr­ir­tækja lítur á þennan veru­leika sem dag­legt brauð, það eru sprota- og nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæki sem hafa ekki náð til­ætl­uðu tekju­streymi til að standa undir rekstr­in­um. Hjá þeim gildir ekki aðeins að finna ró í óreið­unni heldur líka trúna á að með stans­lausri aðlögun og mótun að þörfum mark­að­ar­ins nái þau að skjóta rót­um. Hér gildir alls ekki lög­málið um að fylgja lang­tíma­á­ætl­unum og not­ast við hefð­bundna mark­aðs­setn­ingu sem er bæði dýr og úthugs­uð. Nei, hér gildir að vera í stöðugri leit að brenn­andi þörfum og finna vöru­lausnir hratt sem ein­hver greiðir fyrir með glöðu geði. Og þegar þessi ein­hver er fund­inn, er vör­unni helst dreift í gegnum þessa fyrstu not­endur með sem minnstum til­kostn­aði.

Þessi fyr­ir­tæki eru líka flest að vinna með staf­rænar lausnir sem leysa vanda­mál þvert á landa­mæri. Ástæðan er fyrst og fremst að það er auð­veld­ara að stækka hratt slíka atvinnu­starf­semi og sala- og mark­aðs­setn­ing er ekki háð ferða­lögum og fundum eins og í hefð­bund­inni sölu­starf­semi.

Það eru aðal­lega þrjár teg­undir fyr­ir­tækja sem hafa náð góðum og fram­úr­skar­andi árangri í þessu á Íslandi, það eru tölvu­leikja-, heil­brigð­is­tækni- og fjár­tækni­fyr­ir­tæki. Þessi fyr­ir­tæki hafa flest upp­lifað aukna eft­ir­spurn við núver­andi aðstæð­ur. Mig langar að leggja hér fram nokkrar hug­myndir að aðgerðum sem eru ekki kostn­að­ar­auk­andi varn­ar­að­gerðir heldur skapa aukin sókn­ar­færi fyrir þá sem eiga séns við núver­andi ástand.

Auglýsing

1. Tölvu­leikir

Um 20% af allir sölu á tölvu­leikjum í heim­inum fer í gegnum eina síðu, Steam.com. Það þýðir að Steam heldur utan um 4300 ma.kr. mark­að. Getur íslenska ríkið með hjálp Íslands­stofu gert samn­ing um aug­lýs­inga­her­ferð fyrir alla íslenska tölvu­leiki á Steam? Flestir íslenskir tölvu­leikir eru í mik­illi sókn vegna þeirra aðstæðna sem COVID-19 hefur skap­að. Dæmi um slík fyr­ir­tæki eru t.d. SolidClouds og 1939Games. Þessi aðgerð mun auka tekjur þeirra hratt og gera þeim kleift að ráða fólk í graf­íska hönn­un, sagna­gerð, þýð­ing­ar, for­ritun og önnur afleidd störf. Hér geta skap­ast störf fyrir fólk með þekk­ingu í tungu­málum og sagna­gerð, þ.e. fólk sem hefur starfað við ferða­þjón­ustu.

2. Staf­rænar heil­brigð­is­lausnir

Staf­rænar heil­brigð­is­lausnir í fjar­heil­brigð­is­þjón­ustu og þær sem hjálpa heil­brigð­is­stofn­unum að auka aðgengi að þjón­ustu og tryggja gæði hennar eru í gígantískum vexti. Íslensk fyr­ir­tæki í fjar­heil­brigð­is­þjón­ustu, eins og t.d. Kara Conn­ect, ná ekki að stækka þjón­ustu­borðin sín nógu hratt um þessar mundir til að mæta flóð­bylgju af nýjum kúnn­um. Hér geta skap­ast störf fyrir fólk sem hefur verið í þjón­ustu­störfum og mót­tökum og hefur þekk­ingu í tungu­mál­um. Getur ríkið liðkað fyrir að hótel og önnur ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæki geti lánað fólk til heil­brigð­is­tækni­fyr­ir­tækja svo þau þurfi ekki að fara í upp­sagnir því þetta er líka tíma­bund­inn ofsa­vöxtur hjá heil­brigð­is­tækni­fyr­ir­tækj­un­um?

Jafn­framt er mik­il­vægt að íslenska ríkið sé ekki að hanna og þróa sér­ís­lenskar lausnir sem nýt­ast aðeins íslenska heil­brigð­is­kerf­inu heldur not­ist við lausnir frá nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækj­um, eins og hefur verið gert með Sidekick Health, sem bjóða vörur sýnar á erlendum mörk­uð­um, því þannig sköpum við útflutn­ings­verð­mæti fyrir okkur öll. Getur íslenska ríkið í sam­starfi við Heil­brigð­is- og líf­tæknikla­s­ann kvatt allar rík­is­stofn­anir til þess að nýta þessar íslensku heil­brigð­is­tækni­lausnir og hjálpað nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækj­unum að mæta örygg­is- og per­sónu­vernd­ar­kröfum hratt og örugg­lega?

3. Fjár­tækni

Svarta hag­kerfið er í mik­illi upp­sveiflu í þessu óreiðu­á­standi. Við eigum fram­úr­skar­andi fjár­tækni­fyr­ir­tæki sem byggja á þekk­ingu frá fjár­málakrepp­unni, á gervi­greind og því sér­ís­lenska greiðslu­fyr­ir­komu­lagi sem hér hefur verið byggt upp með RB. Getur íslenska ríkið með hjálp Fjár­tæknikla­s­ans stutt sókn­ar­her­ferð fyrir þann hóp fjár­tækni­fyr­ir­tækja sem eru í hvað hröð­ustum vexti með það fyrir augum að skapa fleiri störf. Hér gildir að fók­usera aðgerð­ina á þann hóp fyr­ir­tækja sem geta skapað útflutn­ings­verð­mæti. Dæmi um slík fyr­ir­tæki eru Lucini­ty, sem hefur þróað lausn fyrir banka til að berj­ast gegn pen­inga­þvætti, Moner­ium, sem hefur skapað raf­ræna greiðslu­lausn, og Meniga sem býður víð­tækar lausnir fyrir banka.

Fyrir utan þessi þrjú svið þá væri próf­andi að bjóða fyr­ir­tækjum sem eru í örum vexti við þessar ein­kenni­legu aðstæður að skrá sig í gagna­grunn svo ríkið viti ein­fald­lega hver þessi fyr­ir­tæki eru, því það er ekki aug­ljóst, og geti þannig hraðar og auð­veldar stutt við og dregið úr áhætt­unni við nýráðn­ingar starfs­fólks, sér í lagi hjá þeim sem skapa útflutn­ings­verð­mæti.

Ríkið er að lyfta grettistaki í að tryggja heil­brigði Íslend­inga og að koma fólki í var sem er að missa vinn­una. Við vitum öll að það blæðir úr rík­is­sjóði á meðan ástandið varir og það er hugs­an­legt að framundan sé hæg­fara við­snún­ing­ur. Notum tím­ann vel, hugsum á tánum og reynum að skilja þessa breyttu ver­tíð sem við erum stödd í. Ef Íslend­ingar eru þekktir fyrir eitt­hvað þá er það að redda hlut­unum og finna ró í óreið­unni. Veljum íslenskt.

Höf­undur er með­eig­andi hjá Crowberry.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair Group er efst á lista, enda með meira en eitt og hálft prósent íslenska vinnumarkaðarins í hlutastarfi í mars og apríl.
Fyrirtækin sem fengu mest út úr hlutabótaleiðinni í mars og apríl
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um hlutabótaleiðina má finna niðurbrot á því hversu mikið fé rann frá Vinnumálastofnun til starfsmanna fyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina í mars og apríl. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. maí 2020
Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir
Samkvæmt Samkeppniseftirlitinu hefur Síminn brotið gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur á undanförnum árum gert við eftirlitið. Það telur að brotin séu alvarleg og sektar Símann vegna þessa um 500 milljónir króna. Síminn ætlar að áfrýja.
Kjarninn 28. maí 2020
Skúli Eggert Þórðarson er ríkisendurskoðandi.
Talin hafa breytt launaseðlum til að ná hærri greiðslum úr ríkissjóði vegna hlutabótaleiðar
Ríkisendurskoðun telur að leiða megi líkum að því að ákveðinn hópur sem nýtti sér hlutabótaleiðina hafi breytt áður uppgefnum launum til hækkunar svo þeir myndu fá hærri greiðslur úr ríkissjóði. Hækkunin í heild nemur 114 milljónum króna.
Kjarninn 28. maí 2020
Oddný G. Harðardóttir vill að uppsagnarstyrkjum verði breytt.
Vill banna þeim sem átt hafa í fjárhagslegum tengslum við skattaskjól að fá uppsagnarstyrk
Oddný G. Harðardóttir hefur lagt fram breytingartillögu við frumvarp um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu launakostnaðar í uppsagnarfresti. Kallar eftir aðgerðum fyrirtækja í loftslagsmálum, endurgreiðslu styrkja og þaki á laun stjórnenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Svört skýrsla um hlutabótaleiðina sýnir grun um misnotkun
Ríkisendurskoðun gagnrýnir framkvæmd hlutabótaleiðarinnar harðlega í skýrslu sem hún hefur unnið. Of margir sem áttu ekki í bráðum rekstrarvanda hafi nýtt sér hana til að sækja fjármuni í ríkissjóð og misbrestur hafi verið á eftirliti.
Kjarninn 28. maí 2020
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Hægt sé að lesa á milli línanna og sjá hvaða fyrirtæki uppsagnarstyrkir séu hugsaðir fyrir
Þingmaður Pírata telur líklegt að sagan muni dæma frumvarp um að greiða 27 milljarða króna í styrkti til fyrirtækja til að hjálpa þeim að segja upp fólki, sem mistök. Stöðugleika þorra launamanna sé fórnað fyrir hagsmuni nokkurra fyrirtækjaeigenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Framhaldsskólinn var styttur úr fjórum árum í þrjú.
Vísbendingar um lægri meðaleinkunn í HÍ eftir styttingu framhaldsskólanáms
Andlegri heilsu nemenda, aðallega stúlkna, hefur hrakað frá því að framhaldsskólanámið var stytt um eitt ár. Sú þróun hófst þó talsvert fyrr en námstímanum var breytt, segir í skýrslu menntamálaráðherra um áhrif styttingarinnar á ýmsa þætti.
Kjarninn 28. maí 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Apple gleraugu á leiðinni
Kjarninn 28. maí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar