Stafræn vertíð

Jenný Ruth Hrafnsdóttir segir að það sé ein tegund fyrirtækja sem lítur á þennan nýja veruleika vegna COVID-19 sem daglegt brauð – það séu sprota- og nýsköpunarfyrirtæki.

Auglýsing

Atvinnu­lífið í heim­inum skelfur og aðeins þeir sem hugsa á tánum og lenda á þeim líka eygja mögu­leik­ann að lifa af. Ein teg­und fyr­ir­tækja lítur á þennan veru­leika sem dag­legt brauð, það eru sprota- og nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæki sem hafa ekki náð til­ætl­uðu tekju­streymi til að standa undir rekstr­in­um. Hjá þeim gildir ekki aðeins að finna ró í óreið­unni heldur líka trúna á að með stans­lausri aðlögun og mótun að þörfum mark­að­ar­ins nái þau að skjóta rót­um. Hér gildir alls ekki lög­málið um að fylgja lang­tíma­á­ætl­unum og not­ast við hefð­bundna mark­aðs­setn­ingu sem er bæði dýr og úthugs­uð. Nei, hér gildir að vera í stöðugri leit að brenn­andi þörfum og finna vöru­lausnir hratt sem ein­hver greiðir fyrir með glöðu geði. Og þegar þessi ein­hver er fund­inn, er vör­unni helst dreift í gegnum þessa fyrstu not­endur með sem minnstum til­kostn­aði.

Þessi fyr­ir­tæki eru líka flest að vinna með staf­rænar lausnir sem leysa vanda­mál þvert á landa­mæri. Ástæðan er fyrst og fremst að það er auð­veld­ara að stækka hratt slíka atvinnu­starf­semi og sala- og mark­aðs­setn­ing er ekki háð ferða­lögum og fundum eins og í hefð­bund­inni sölu­starf­semi.

Það eru aðal­lega þrjár teg­undir fyr­ir­tækja sem hafa náð góðum og fram­úr­skar­andi árangri í þessu á Íslandi, það eru tölvu­leikja-, heil­brigð­is­tækni- og fjár­tækni­fyr­ir­tæki. Þessi fyr­ir­tæki hafa flest upp­lifað aukna eft­ir­spurn við núver­andi aðstæð­ur. Mig langar að leggja hér fram nokkrar hug­myndir að aðgerðum sem eru ekki kostn­að­ar­auk­andi varn­ar­að­gerðir heldur skapa aukin sókn­ar­færi fyrir þá sem eiga séns við núver­andi ástand.

Auglýsing

1. Tölvu­leikir

Um 20% af allir sölu á tölvu­leikjum í heim­inum fer í gegnum eina síðu, Steam.com. Það þýðir að Steam heldur utan um 4300 ma.kr. mark­að. Getur íslenska ríkið með hjálp Íslands­stofu gert samn­ing um aug­lýs­inga­her­ferð fyrir alla íslenska tölvu­leiki á Steam? Flestir íslenskir tölvu­leikir eru í mik­illi sókn vegna þeirra aðstæðna sem COVID-19 hefur skap­að. Dæmi um slík fyr­ir­tæki eru t.d. SolidClouds og 1939Games. Þessi aðgerð mun auka tekjur þeirra hratt og gera þeim kleift að ráða fólk í graf­íska hönn­un, sagna­gerð, þýð­ing­ar, for­ritun og önnur afleidd störf. Hér geta skap­ast störf fyrir fólk með þekk­ingu í tungu­málum og sagna­gerð, þ.e. fólk sem hefur starfað við ferða­þjón­ustu.

2. Staf­rænar heil­brigð­is­lausnir

Staf­rænar heil­brigð­is­lausnir í fjar­heil­brigð­is­þjón­ustu og þær sem hjálpa heil­brigð­is­stofn­unum að auka aðgengi að þjón­ustu og tryggja gæði hennar eru í gígantískum vexti. Íslensk fyr­ir­tæki í fjar­heil­brigð­is­þjón­ustu, eins og t.d. Kara Conn­ect, ná ekki að stækka þjón­ustu­borðin sín nógu hratt um þessar mundir til að mæta flóð­bylgju af nýjum kúnn­um. Hér geta skap­ast störf fyrir fólk sem hefur verið í þjón­ustu­störfum og mót­tökum og hefur þekk­ingu í tungu­mál­um. Getur ríkið liðkað fyrir að hótel og önnur ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæki geti lánað fólk til heil­brigð­is­tækni­fyr­ir­tækja svo þau þurfi ekki að fara í upp­sagnir því þetta er líka tíma­bund­inn ofsa­vöxtur hjá heil­brigð­is­tækni­fyr­ir­tækj­un­um?

Jafn­framt er mik­il­vægt að íslenska ríkið sé ekki að hanna og þróa sér­ís­lenskar lausnir sem nýt­ast aðeins íslenska heil­brigð­is­kerf­inu heldur not­ist við lausnir frá nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækj­um, eins og hefur verið gert með Sidekick Health, sem bjóða vörur sýnar á erlendum mörk­uð­um, því þannig sköpum við útflutn­ings­verð­mæti fyrir okkur öll. Getur íslenska ríkið í sam­starfi við Heil­brigð­is- og líf­tæknikla­s­ann kvatt allar rík­is­stofn­anir til þess að nýta þessar íslensku heil­brigð­is­tækni­lausnir og hjálpað nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækj­unum að mæta örygg­is- og per­sónu­vernd­ar­kröfum hratt og örugg­lega?

3. Fjár­tækni

Svarta hag­kerfið er í mik­illi upp­sveiflu í þessu óreiðu­á­standi. Við eigum fram­úr­skar­andi fjár­tækni­fyr­ir­tæki sem byggja á þekk­ingu frá fjár­málakrepp­unni, á gervi­greind og því sér­ís­lenska greiðslu­fyr­ir­komu­lagi sem hér hefur verið byggt upp með RB. Getur íslenska ríkið með hjálp Fjár­tæknikla­s­ans stutt sókn­ar­her­ferð fyrir þann hóp fjár­tækni­fyr­ir­tækja sem eru í hvað hröð­ustum vexti með það fyrir augum að skapa fleiri störf. Hér gildir að fók­usera aðgerð­ina á þann hóp fyr­ir­tækja sem geta skapað útflutn­ings­verð­mæti. Dæmi um slík fyr­ir­tæki eru Lucini­ty, sem hefur þróað lausn fyrir banka til að berj­ast gegn pen­inga­þvætti, Moner­ium, sem hefur skapað raf­ræna greiðslu­lausn, og Meniga sem býður víð­tækar lausnir fyrir banka.

Fyrir utan þessi þrjú svið þá væri próf­andi að bjóða fyr­ir­tækjum sem eru í örum vexti við þessar ein­kenni­legu aðstæður að skrá sig í gagna­grunn svo ríkið viti ein­fald­lega hver þessi fyr­ir­tæki eru, því það er ekki aug­ljóst, og geti þannig hraðar og auð­veldar stutt við og dregið úr áhætt­unni við nýráðn­ingar starfs­fólks, sér í lagi hjá þeim sem skapa útflutn­ings­verð­mæti.

Ríkið er að lyfta grettistaki í að tryggja heil­brigði Íslend­inga og að koma fólki í var sem er að missa vinn­una. Við vitum öll að það blæðir úr rík­is­sjóði á meðan ástandið varir og það er hugs­an­legt að framundan sé hæg­fara við­snún­ing­ur. Notum tím­ann vel, hugsum á tánum og reynum að skilja þessa breyttu ver­tíð sem við erum stödd í. Ef Íslend­ingar eru þekktir fyrir eitt­hvað þá er það að redda hlut­unum og finna ró í óreið­unni. Veljum íslenskt.

Höf­undur er með­eig­andi hjá Crowberry.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Plata sem undirstrikar tengsl hugleiðslu og bænar
Hugarró er fyrsta sólóplata Margrétar Árnadóttur söngkonu og söngkennara. Hún safnar fyrir útgáfu hennar á Karolina Fund.
Kjarninn 5. desember 2020
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar
Svíar búast við að bólusetja fimmtung þjóðarinnar á næsta ársfjórðungi
Þrátt fyrir að íslenska ríkisstjórnin, sem fær bóluefni frá Svíþjóð, voni að hjarðónæmi gegn COVID-19 náist á fyrsta ársfjórðungi 2021, búast sænsk yfirvöld ekki við því að bólusetja nema fimmtung af þjóðinni gegn veirunni á sama tíma.
Kjarninn 5. desember 2020
Óðinn Jónsson
Níræða Ríkisútvarpið
Kjarninn 5. desember 2020
Af þeim 2.333 íbúðum sem byggingaraðilarnir hyggjast reisa eru 1.368 á höfuðborgarsvæðinu og 965 á landsbyggðinni.
78 aðilar vilja byggja 2.333 íbúðir
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir áhyggjur af því að kröfur hlutdeildarlána kæmu í veg fyrir að sótt yrði um þau og hagkvæmt húsnæði byggt, virðast hafa verið óþarfar.
Kjarninn 5. desember 2020
Rannsókn á undanskotum vegna fjárfestingarleiðarinnar stutt á veg komin
Mál tengt einstaklingi sem grunaður er um að hafa skotið undan fjármagnstekjum með því að nýta sér fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands fór frá skattrannsóknarstjóra til héraðssaksóknara í maí. Þar er rannsókn þess stutt á veg komin.
Kjarninn 5. desember 2020
Verksmiðjutogarinn Heinaste er búinn að fara í slipp og heitir nú Tutungeni.
Árs kyrrsetningu lokið og togari seldur en andvirðinu haldið eftir í Namibíu
Samherji sagði frá því í vikunni að togarinn Heinaste væri laus úr vörslu namibískra yfirvalda og hefði verið seldur í þokkabót. Ekki fylgdi þó fréttatilkynningu fyrirtækisins að söluandvirðinu yrði haldið sem tryggingu á bankareikningi í Namibíu.
Kjarninn 5. desember 2020
Magn kókaíns í frárennsli höfuðborgarinnar fjórfaldaðist milli áranna 2016 og 2018. Í sumar hafði verulega dregið úr því miðað við apríl í fyrra.
Mun minna kókaín í skólpinu í kórónuveirufaraldri
Kórónuveirufaraldurinn hefur breytt mynstri fíkniefnanotkunar í Reykjavík, segir doktorsnemi sem hefur í fimm ár rannsakað magn ólöglegra fíkniefna í frárennsli borgarinnar. Magn kókaíns í skólpinu var 60 prósent minna í júní en í apríl í fyrra.
Kjarninn 5. desember 2020
Rússneska bóluefnið Spútnik V er á leið í dreifingu. Um helgina geta Moskvubúar í forgangshópum fengið fyrri sprautu sína.
Spútnik sprautað í Rússa: Hefja bólusetningu í stórum stíl eftir helgi
Um helgina hefjast bólusetningar á forgangshópum í Moskvu með bóluefninu Spútnik V. Tvær milljónir skammta eru sagðar til. Reuters-fréttastofan segir suma ríkisstarfsmenn upplifa þrýsting um að taka þátt í klínískum tilraunum á virkni bóluefnisins.
Kjarninn 4. desember 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar