HS Veitur, gullgæs í boði Hafnarfjarðar?

Guðlaug Svala Kristjánsdóttir bæjarfulltrúi Bæjarlistans í Hafnarfirði segir að hún vilji ekki taka þátt í því að afsala 15 prósenta hlut bæjarins í HS Veitum úr höndum Hafnfirðinga.

Auglýsing

Meiri­hluti Sjálf­stæð­is- og Fram­sókn­ar­flokks í bæj­ar­ráði Hafn­ar­fjarðar hefur ákveðið að setja hlut bæj­ar­ins í HS Veitum í sölu­ferli, ef „ásætt­an­legt verð“ fæst.

HS Veitur ann­ast flutn­ing orku, bæði vatns og raf­magns, reyndar bara hins síð­ar­nefnda innan okkar bæj­ar­marka. Veit­urnar eru því hluti af grunn­innviðum sam­fé­lags­ins og veita þjón­ustu sem neyt­endur geta ekki verið án. Sam­kvæmt lögum þurfa að minnsta kosti 50% fyr­ir­tæk­is­ins að vera í opin­berri eigu. Í dag á Hafn­ar­fjörður rúm 15%, Reykja­nes­bær rúm 50% og Suð­ur­nesja­bær 0,1%. Þau ríf­lega 34% sem eftir standa til­heyra HSV eign­ar­halds­fé­lagi slhf, sem er í eigu Heið­ars Guð­jóns­sonar og tengdra aðila.

Í stefnu HS Veitna segir að fyr­ir­tækið vilji veita ,,við­skipta­vinum sínum fyrsta flokks þjón­ustu og leggja áherslu á að vörur fyr­ir­tæk­is­ins séu fram­úr­skar­andi að gæð­um, á hag­stæðu verði og afhend­ing þeirra stöðug og trygg“. Þetta eru allt sjálf­sögð mark­mið og ættu án efa alltaf að standa framar mark­miðum um að greiða út hagnað til eig­enda. Hagn­aður af grunn­þjón­ustu eins og veitum ætti alltaf að renna til almenn­ings, annað hvort beint – til dæmis á formi verð­lækk­unar eða auk­innar upp­bygg­ingar og þar með afhend­ingar­ör­yggis – eða þá óbeint, svo sem með arð­greiðslum í sam­eig­in­lega sjóði.

Auglýsing

Sagan

Árið 2014 seldu Reykja­nes­bær, Orku­veita Reykja­vík­ur, Grinda­vík­ur­bær, Sand­gerð­is­bær, Sveit­ar­fé­lagið Garður og Sveit­ar­fé­lagið Vogar áður­nefnd rúm 34% til fag­fjár­festa.

Frá þeim tíma hafa arð­greiðslur frá félag­inu auk­ist til muna, á grund­velli umtals­verðs hagn­að­ar, sem aðal­lega er rak­inn til auk­innar raf­orku­notk­unar og betri nýt­ingar flutn­ings­kerf­is. 

Árið 2015 breytt­ist síðan form útgreiðslu rekstr­ar­hagn­aðar til eig­enda, á þann hátt að í stað þess að greiða út arð hefur félagið keypt eigin bréf. Yfir­lýst mark­mið þess­arar breyt­ingar er að forða eig­endum frá því að greiða fjár­magnstekju­skatt í rík­is­sjóð, sem nemur 20%. Óneit­an­lega hefur það fyr­ir­komu­lag vakið upp spurn­ing­ar, meðal ann­ars í bæj­ar­stjórn Hafn­ar­fjarð­ar, en það virð­ist þó samt vera að festa sig í sessi.

Sé litið sér­stak­lega til HSV eign­ar­halds­fé­lags slhf lítur dæmið nú þannig út að á móti þeim 3.140 millj­ónum króna sem kaupin í veit­unum kost­uðu árið 2014 hafa komið um 1.684 millj­ón­ir, þar af ein­ungis 310 millj­ónir á skatt­skyldu formi. Því má segja að helm­ingur kaup­verðs­ins hafi þegar verið end­ur­heimtur á um 6 árum.

Hagur Hafn­ar­fjarðar

Bæj­ar­sjóður Hafn­ar­fjarðar hefur fengið í sinn hlut um 760 millj­ónir á þessum sama tíma, þ.e. frá árinu 2014 til árs­ins 2019. 140 þeirra millj­óna hafa verið skatt­skyld­ar.  

Vissu­lega má gagn­rýna þessa skatta­forð­un, en þó endar að minnsta kosti sá hluti sem fer til sveit­ar­fé­laga með gagn­sæjum hætti í sjóðum almenn­ings, þó svo á öðru stjórn­sýslu­stigi sé.

Í fréttum RÚV þann 27. apríl er óbeint haft eftir bæj­ar­stjóra Hafn­ar­fjarðar að hlutur bæj­ar­ins í HS Veitum yrði mögu­lega met­inn á 3,5 millj­arða króna, miðað við nýlegt mat á félag­inu.

Sé það rétt hlýtur HSV eign­ar­halds­fé­lag slhf því að halda á eign sem metin er á upp undir 8 millj­arða, um 6 árum eftir að hafa borgað 3,14 millj­arða fyrir hann. Við það bæt­ist síðan 1,7 millj­arður í útgreiddan hagnað og inn­lögn á bréfum sem hefur ekki haft áhrif á eign­ar­hlut þess í félag­inu.

Hlutur Hafn­firð­inga

Hafi hlutur HSV eign­ar­halds­fé­lags slhf meira en tvö­fald­ast á síð­ustu 6 árum hlýtur það sama að gilda um hlut Hafn­ar­fjarð­ar, sem hefur þá vaxið um ca. 2 millj­arða. Það getur vart talist slæm eign að hafa í safni sínu, þegar þar að auki hefur fallið til 760 milljón króna hagn­aður af honum á sama tíma.

Svona eign verður aðeins seld einu sinni og ég sem bæj­ar­full­trúi vil ekki vera aðili að því að afsala henni úr höndum Hafn­firð­inga.

Mögu­legan fram­tíð­ar­hagnað fyr­ir­tæk­is­ins vil ég frekar sjá renna til bæj­ar­búa á formi lægri iðgjalda, auk­ins raf­orku­ör­yggis eða inn­greiðslna í bæj­ar­sjóð, heldur en til þess að nið­ur­greiða fjár­fest­ingar fag­fjár­festa.

Höf­undur er bæj­ar­full­trúi Bæj­ar­list­ans í Hafn­ar­firði

 

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Smitum hefur fækkað mikið síðustu daga.
Smit á einni viku ekki færri síðan í júlí
Á sjö dögum hafa þrettán greinst með kórónuveiruna innanlands. Undanfarna sex daga hafa allir verið í sóttkví við greiningu. Á þeim 333 dögum sem liðnir eru frá því fyrsta tilfelli COVID-19 var greint á Íslandi hafa 78 dagar reynst smitlausir.
Kjarninn 27. janúar 2021
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Bann við tjáningu skaðlegra en tjáningin sjálf
Tveir þingmenn Pírata og Sjálfstæðisflokksins ræddu á þingi í dag hvort réttlætanlegt væri að gera það refsivert að afneita helförinni.
Kjarninn 27. janúar 2021
Arnheiður Jóhannsdóttir
Endurreisum ferðaþjónustuna með nýjum áherslum
Kjarninn 27. janúar 2021
Hækka veðhlutfall og lækka vexti
Gildi lífeyrissjóður hefur ákveðið að hækka veðhlutfall sjóðfélagalána og lækka breytilega vextir sjóðsins um 10 til 20 punkta í næstu viku.
Kjarninn 27. janúar 2021
Til ársins 2040 þarf líklega um 36 þúsund íbúðir í heild til að mæta metinni undirliggjandi íbúðaþörf landsins, að mati HMS.
Áform um 950 hlutdeildarlánaíbúðir á landsvísu þegar samþykkt
Fram kemur í nýrri skýrslu um stöðu húsnæðismarkaðarins að HMS hafi samþykkt áform um byggingu alls 950 hagkvæmra íbúða til þessa. 362 þessara íbúða verða á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 27. janúar 2021
Helgi Hrafn Gunnarsson er fyrsti flutningsmaður tillögunar.
Vilja banna veðsetningu kvóta og binda gjaldtöku fyrir afnot auðlinda í stjórnarskrá
17 stjórnarandstöðuþingmenn hafa lagt fram breytingartillögu við stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra. Þeir vilja að auðlindaákvæðið verði í samræmi við breytingartillögu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar við frumvarp um nýja stjórnarskrá.
Kjarninn 27. janúar 2021
Sameiginlega sýnin um þéttara borgarsvæði er að teiknast upp
Í nýrri þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2020-2024 er gert ráð fyrir að 66 prósent nýrra íbúða sem klárast á tímabilinu verði árið 2040 í grennd við hágæða almenningssamgöngur, þar af 86 prósent nýrra íbúða í Kópavogi.
Kjarninn 27. janúar 2021
Sumarhús gengu kaupum og sölum fyrir tæpa 10 milljarða á Íslandi í fyrra.
Íslendingar keyptu sumarhús fyrir næstum 10 milljarða árið 2020
Metár var á markaði með sumarhús í fyrra. Viðskipti hafa aldrei verið fleiri og aldrei hefur jafn miklu fé verið varið til kaupanna, samkvæmt tölum frá Þjóðskrá. Svipað var uppi á teningnum í Noregi, á þessu ári veiru og vaxtalækkana.
Kjarninn 27. janúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar