HS Veitur, gullgæs í boði Hafnarfjarðar?

Guðlaug Svala Kristjánsdóttir bæjarfulltrúi Bæjarlistans í Hafnarfirði segir að hún vilji ekki taka þátt í því að afsala 15 prósenta hlut bæjarins í HS Veitum úr höndum Hafnfirðinga.

Auglýsing

Meiri­hluti Sjálf­stæð­is- og Fram­sókn­ar­flokks í bæj­ar­ráði Hafn­ar­fjarðar hefur ákveðið að setja hlut bæj­ar­ins í HS Veitum í sölu­ferli, ef „ásætt­an­legt verð“ fæst.

HS Veitur ann­ast flutn­ing orku, bæði vatns og raf­magns, reyndar bara hins síð­ar­nefnda innan okkar bæj­ar­marka. Veit­urnar eru því hluti af grunn­innviðum sam­fé­lags­ins og veita þjón­ustu sem neyt­endur geta ekki verið án. Sam­kvæmt lögum þurfa að minnsta kosti 50% fyr­ir­tæk­is­ins að vera í opin­berri eigu. Í dag á Hafn­ar­fjörður rúm 15%, Reykja­nes­bær rúm 50% og Suð­ur­nesja­bær 0,1%. Þau ríf­lega 34% sem eftir standa til­heyra HSV eign­ar­halds­fé­lagi slhf, sem er í eigu Heið­ars Guð­jóns­sonar og tengdra aðila.

Í stefnu HS Veitna segir að fyr­ir­tækið vilji veita ,,við­skipta­vinum sínum fyrsta flokks þjón­ustu og leggja áherslu á að vörur fyr­ir­tæk­is­ins séu fram­úr­skar­andi að gæð­um, á hag­stæðu verði og afhend­ing þeirra stöðug og trygg“. Þetta eru allt sjálf­sögð mark­mið og ættu án efa alltaf að standa framar mark­miðum um að greiða út hagnað til eig­enda. Hagn­aður af grunn­þjón­ustu eins og veitum ætti alltaf að renna til almenn­ings, annað hvort beint – til dæmis á formi verð­lækk­unar eða auk­innar upp­bygg­ingar og þar með afhend­ingar­ör­yggis – eða þá óbeint, svo sem með arð­greiðslum í sam­eig­in­lega sjóði.

Auglýsing

Sagan

Árið 2014 seldu Reykja­nes­bær, Orku­veita Reykja­vík­ur, Grinda­vík­ur­bær, Sand­gerð­is­bær, Sveit­ar­fé­lagið Garður og Sveit­ar­fé­lagið Vogar áður­nefnd rúm 34% til fag­fjár­festa.

Frá þeim tíma hafa arð­greiðslur frá félag­inu auk­ist til muna, á grund­velli umtals­verðs hagn­að­ar, sem aðal­lega er rak­inn til auk­innar raf­orku­notk­unar og betri nýt­ingar flutn­ings­kerf­is. 

Árið 2015 breytt­ist síðan form útgreiðslu rekstr­ar­hagn­aðar til eig­enda, á þann hátt að í stað þess að greiða út arð hefur félagið keypt eigin bréf. Yfir­lýst mark­mið þess­arar breyt­ingar er að forða eig­endum frá því að greiða fjár­magnstekju­skatt í rík­is­sjóð, sem nemur 20%. Óneit­an­lega hefur það fyr­ir­komu­lag vakið upp spurn­ing­ar, meðal ann­ars í bæj­ar­stjórn Hafn­ar­fjarð­ar, en það virð­ist þó samt vera að festa sig í sessi.

Sé litið sér­stak­lega til HSV eign­ar­halds­fé­lags slhf lítur dæmið nú þannig út að á móti þeim 3.140 millj­ónum króna sem kaupin í veit­unum kost­uðu árið 2014 hafa komið um 1.684 millj­ón­ir, þar af ein­ungis 310 millj­ónir á skatt­skyldu formi. Því má segja að helm­ingur kaup­verðs­ins hafi þegar verið end­ur­heimtur á um 6 árum.

Hagur Hafn­ar­fjarðar

Bæj­ar­sjóður Hafn­ar­fjarðar hefur fengið í sinn hlut um 760 millj­ónir á þessum sama tíma, þ.e. frá árinu 2014 til árs­ins 2019. 140 þeirra millj­óna hafa verið skatt­skyld­ar.  

Vissu­lega má gagn­rýna þessa skatta­forð­un, en þó endar að minnsta kosti sá hluti sem fer til sveit­ar­fé­laga með gagn­sæjum hætti í sjóðum almenn­ings, þó svo á öðru stjórn­sýslu­stigi sé.

Í fréttum RÚV þann 27. apríl er óbeint haft eftir bæj­ar­stjóra Hafn­ar­fjarðar að hlutur bæj­ar­ins í HS Veitum yrði mögu­lega met­inn á 3,5 millj­arða króna, miðað við nýlegt mat á félag­inu.

Sé það rétt hlýtur HSV eign­ar­halds­fé­lag slhf því að halda á eign sem metin er á upp undir 8 millj­arða, um 6 árum eftir að hafa borgað 3,14 millj­arða fyrir hann. Við það bæt­ist síðan 1,7 millj­arður í útgreiddan hagnað og inn­lögn á bréfum sem hefur ekki haft áhrif á eign­ar­hlut þess í félag­inu.

Hlutur Hafn­firð­inga

Hafi hlutur HSV eign­ar­halds­fé­lags slhf meira en tvö­fald­ast á síð­ustu 6 árum hlýtur það sama að gilda um hlut Hafn­ar­fjarð­ar, sem hefur þá vaxið um ca. 2 millj­arða. Það getur vart talist slæm eign að hafa í safni sínu, þegar þar að auki hefur fallið til 760 milljón króna hagn­aður af honum á sama tíma.

Svona eign verður aðeins seld einu sinni og ég sem bæj­ar­full­trúi vil ekki vera aðili að því að afsala henni úr höndum Hafn­firð­inga.

Mögu­legan fram­tíð­ar­hagnað fyr­ir­tæk­is­ins vil ég frekar sjá renna til bæj­ar­búa á formi lægri iðgjalda, auk­ins raf­orku­ör­yggis eða inn­greiðslna í bæj­ar­sjóð, heldur en til þess að nið­ur­greiða fjár­fest­ingar fag­fjár­festa.

Höf­undur er bæj­ar­full­trúi Bæj­ar­list­ans í Hafn­ar­firði

 

 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jódís Skúladóttir þingmaður VG.
Segir náin tengsl á milli hatursglæpa, vændis, kvenhaturs og útlendingahaturs
Þingmaður Vinstri grænna segir að hinsegin fólk sem fellur undir hatt fleiri minnihlutahópa sé útsettara fyrir ofbeldi en annað hinsegin fólk og því sé aldrei hægt að gefa afslátt í málaflokkum sem viðkoma þessum hópum.
Kjarninn 21. maí 2022
Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar.
„Hvernig stendur á þessari vitleysu?“
Þingflokksformaður Viðreisnar telur að líta þurfi á heilbrigðiskerfið í heild sinni og spyr hvort það sé „í alvöru til of mikils ætlast að stjórnvöld ráði við það verkefni án þess að það bitni á heilsu og líðan fólks“.
Kjarninn 21. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ er í lykilstöðu um myndun meirihluta bæjarstjórnar.
Viðræðum Framsóknarflokksins og Vina Mosfellsbæjar slitið
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ tilkynnti Vinum Mosfellsbæjar skömmu fyrir áætlaðan fund þeirra í morgun að ákveðið hefði verið að slíta viðræðum. Líklegast er að Framsókn horfi til þess að mynda meirihluta með Samfylkingunni og Viðreisn.
Kjarninn 21. maí 2022
Gísli Pálsson
„Svartur undir stýri“: Tungutak á tímum kynþáttafordóma
Kjarninn 21. maí 2022
Horft frá toppi Úlfarsfells yfir Blikastaði
Blikastaðir eru „fallegasta byggingarland við innanverðan Faxaflóa“
„Notaleg“ laxveiði, æðardúnn í eina sæng á ári og næstu nágrannar huldufólk í hóli og kerling í bæjarfjallinu. Blikastaðir, ein fyrsta jörðin sem Viðeyjarklaustur eignaðist á 13. öld, á sér merka sögu.
Kjarninn 21. maí 2022
Selur í sínu náttúrulega umhverfi.
Ætla að gelda selina í garðinum með lyfjum
Borgaryfirvöld fundu enga lausn á óviðunandi aðstöðu selanna í Húsdýragarðinum aðra en að stækka laugina. Þeir yngstu gætu átt 3-4 áratugi eftir ólifaða. 20-30 kópum sem fæðst hafa í garðinum hefur verið lógað frá opnun hans.
Kjarninn 21. maí 2022
Í ávarpi sínu fór Katrín yfir þann lærdóm sem hægt er að draga af kórónuveirufaraldrinum, meðal annars að samheldni samfélagsins hafi reynst okkar mestu verðmæti.
Ekki einungis hægt að vísa ábyrgð á launafólk
Katrín Jakobsdóttir segir atvinnulíf og stjórnvöld bera mikla ábyrgð á bráttunni við verðbólguna og að ekki sé hægt að vísa ábyrgðinni eingöngu á launafólk í komandi kjarasamningum.
Kjarninn 20. maí 2022
Ingrid Kuhlman og Bjarni Jónsson
Læknar og hjúkrunarfræðingar styðja dánaraðstoð
Kjarninn 20. maí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar