HS Veitur, gullgæs í boði Hafnarfjarðar?

Guðlaug Svala Kristjánsdóttir bæjarfulltrúi Bæjarlistans í Hafnarfirði segir að hún vilji ekki taka þátt í því að afsala 15 prósenta hlut bæjarins í HS Veitum úr höndum Hafnfirðinga.

Auglýsing

Meiri­hluti Sjálf­stæð­is- og Fram­sókn­ar­flokks í bæj­ar­ráði Hafn­ar­fjarðar hefur ákveðið að setja hlut bæj­ar­ins í HS Veitum í sölu­ferli, ef „ásætt­an­legt verð“ fæst.

HS Veitur ann­ast flutn­ing orku, bæði vatns og raf­magns, reyndar bara hins síð­ar­nefnda innan okkar bæj­ar­marka. Veit­urnar eru því hluti af grunn­innviðum sam­fé­lags­ins og veita þjón­ustu sem neyt­endur geta ekki verið án. Sam­kvæmt lögum þurfa að minnsta kosti 50% fyr­ir­tæk­is­ins að vera í opin­berri eigu. Í dag á Hafn­ar­fjörður rúm 15%, Reykja­nes­bær rúm 50% og Suð­ur­nesja­bær 0,1%. Þau ríf­lega 34% sem eftir standa til­heyra HSV eign­ar­halds­fé­lagi slhf, sem er í eigu Heið­ars Guð­jóns­sonar og tengdra aðila.

Í stefnu HS Veitna segir að fyr­ir­tækið vilji veita ,,við­skipta­vinum sínum fyrsta flokks þjón­ustu og leggja áherslu á að vörur fyr­ir­tæk­is­ins séu fram­úr­skar­andi að gæð­um, á hag­stæðu verði og afhend­ing þeirra stöðug og trygg“. Þetta eru allt sjálf­sögð mark­mið og ættu án efa alltaf að standa framar mark­miðum um að greiða út hagnað til eig­enda. Hagn­aður af grunn­þjón­ustu eins og veitum ætti alltaf að renna til almenn­ings, annað hvort beint – til dæmis á formi verð­lækk­unar eða auk­innar upp­bygg­ingar og þar með afhend­ingar­ör­yggis – eða þá óbeint, svo sem með arð­greiðslum í sam­eig­in­lega sjóði.

Auglýsing

Sagan

Árið 2014 seldu Reykja­nes­bær, Orku­veita Reykja­vík­ur, Grinda­vík­ur­bær, Sand­gerð­is­bær, Sveit­ar­fé­lagið Garður og Sveit­ar­fé­lagið Vogar áður­nefnd rúm 34% til fag­fjár­festa.

Frá þeim tíma hafa arð­greiðslur frá félag­inu auk­ist til muna, á grund­velli umtals­verðs hagn­að­ar, sem aðal­lega er rak­inn til auk­innar raf­orku­notk­unar og betri nýt­ingar flutn­ings­kerf­is. 

Árið 2015 breytt­ist síðan form útgreiðslu rekstr­ar­hagn­aðar til eig­enda, á þann hátt að í stað þess að greiða út arð hefur félagið keypt eigin bréf. Yfir­lýst mark­mið þess­arar breyt­ingar er að forða eig­endum frá því að greiða fjár­magnstekju­skatt í rík­is­sjóð, sem nemur 20%. Óneit­an­lega hefur það fyr­ir­komu­lag vakið upp spurn­ing­ar, meðal ann­ars í bæj­ar­stjórn Hafn­ar­fjarð­ar, en það virð­ist þó samt vera að festa sig í sessi.

Sé litið sér­stak­lega til HSV eign­ar­halds­fé­lags slhf lítur dæmið nú þannig út að á móti þeim 3.140 millj­ónum króna sem kaupin í veit­unum kost­uðu árið 2014 hafa komið um 1.684 millj­ón­ir, þar af ein­ungis 310 millj­ónir á skatt­skyldu formi. Því má segja að helm­ingur kaup­verðs­ins hafi þegar verið end­ur­heimtur á um 6 árum.

Hagur Hafn­ar­fjarðar

Bæj­ar­sjóður Hafn­ar­fjarðar hefur fengið í sinn hlut um 760 millj­ónir á þessum sama tíma, þ.e. frá árinu 2014 til árs­ins 2019. 140 þeirra millj­óna hafa verið skatt­skyld­ar.  

Vissu­lega má gagn­rýna þessa skatta­forð­un, en þó endar að minnsta kosti sá hluti sem fer til sveit­ar­fé­laga með gagn­sæjum hætti í sjóðum almenn­ings, þó svo á öðru stjórn­sýslu­stigi sé.

Í fréttum RÚV þann 27. apríl er óbeint haft eftir bæj­ar­stjóra Hafn­ar­fjarðar að hlutur bæj­ar­ins í HS Veitum yrði mögu­lega met­inn á 3,5 millj­arða króna, miðað við nýlegt mat á félag­inu.

Sé það rétt hlýtur HSV eign­ar­halds­fé­lag slhf því að halda á eign sem metin er á upp undir 8 millj­arða, um 6 árum eftir að hafa borgað 3,14 millj­arða fyrir hann. Við það bæt­ist síðan 1,7 millj­arður í útgreiddan hagnað og inn­lögn á bréfum sem hefur ekki haft áhrif á eign­ar­hlut þess í félag­inu.

Hlutur Hafn­firð­inga

Hafi hlutur HSV eign­ar­halds­fé­lags slhf meira en tvö­fald­ast á síð­ustu 6 árum hlýtur það sama að gilda um hlut Hafn­ar­fjarð­ar, sem hefur þá vaxið um ca. 2 millj­arða. Það getur vart talist slæm eign að hafa í safni sínu, þegar þar að auki hefur fallið til 760 milljón króna hagn­aður af honum á sama tíma.

Svona eign verður aðeins seld einu sinni og ég sem bæj­ar­full­trúi vil ekki vera aðili að því að afsala henni úr höndum Hafn­firð­inga.

Mögu­legan fram­tíð­ar­hagnað fyr­ir­tæk­is­ins vil ég frekar sjá renna til bæj­ar­búa á formi lægri iðgjalda, auk­ins raf­orku­ör­yggis eða inn­greiðslna í bæj­ar­sjóð, heldur en til þess að nið­ur­greiða fjár­fest­ingar fag­fjár­festa.

Höf­undur er bæj­ar­full­trúi Bæj­ar­list­ans í Hafn­ar­firði

 

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skýringarmynd af brú á Bárðardalsvegi eystri yfir frárennslisskurð við Kálfborgará miðað við virkjunartilhögun B.
Ekki hafi verið sýnt fram á brýna nauðsyn röskunar eldhrauns við Skjálfandafljót
Ljóst er að með tilkomu fyrirhugaðrar Einbúavirkjunar verður um að ræða inngrip í vatnafar Skjálfandafljóts sem hefur í för með sér neikvæð áhrif á fljótið á tilteknum kafla. Þetta kemur fram áliti Skipulagsstofnunar á matsskýrslu um virkjunina.
Kjarninn 12. ágúst 2020
Icelandair búið að ná samkomulagi við Boeing, og alla hina kröfuhafana
Icelandair Group er búið að ná samkomulagi við alla kröfuhafa sína. Félagið fær að falla frá kaupum á fjórum Boeing vélum sem það hafði skuldbundið sig til að kaupa.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Biden velur Harris sem varaforsetaefni
Demókrataflokkurinn hefur valið varaforsetaefni sitt fyrir komandi forsetakosningar. Hún er svört kona sem er líka af asísku bergi brotin og heitir Kamala Harris.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórður Snær Júlíusson
Stríðsrekstur fyrirtækis gegn nafngreindu fólki og gagnrýnum fjölmiðlum
Kjarninn 11. ágúst 2020
Höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins í Efstaleiti.
Félag fréttamanna gagnrýnir myndband Samherja harðlega
Stjórn Félags fréttamanna, stéttarfélag fréttafólks á Ríkisútvarpinu, segir ómaklega veist að Helga Seljan fréttamanni í myndbandi sem Samherji birti í dag. Áhyggjuefni sé að reynt sé að gera fréttamann tortryggilegan í stað þess að svara spurningum.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Víðir Reynisson á upplýsingafundi almannavarna í dag.
Víðir: Getum ekki sest í hægindastólinn og slakað á
Þrátt fyrir að útlit sé fyrir að árangur sé að nást af hertum sóttvarnaaðgerðum innanlands og tilslakanir séu framundan er ekki kominn til að hætta að huga að smitvörnum. Sá tími kemur ekki á meðan að veiran er til staðar, segir Víðir Reynisson.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag.
Þórólfur segir útlit fyrir að við séum að ná tökum á stöðunni
Sóttvarnalæknir segir að lítill fjöldi nýsmita allra síðustu daga bendi til þess að faraldurinn hér innanlands sé að verða viðráðanlegur. Hann lagði til tilslakanir innanlands og reifaði valkosti um aðgerðir á landamærum í minnisblaði til ráðherra.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Helgi Seljan var borin þungum sökum í myndbandi Samherja
RÚV og Helgi Seljan hafna ásökunum Samherja
„Ný viðmið í árásum stórfyrirtækis á fjölmiðla og einstaka fréttamenn,“ segir í yfirlýsingu frá Helga Seljan og Þóru Arnórsdóttur sem þau sendu frá sér vegna myndbands Samherja. Myndbandið var birt á YouTube rás Samherja fyrr í dag.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar