Landsmenn mjög hlynntir lífrænni framleiðslu

Verkefnastjóri Lífræns Íslands segir að fullt tilefni sé til að halda í stórsókn á lífrænni framleiðslu á Íslandi og að efla vitund um ágæti hennar meðal neytenda.

Auglýsing

Ríf­lega 80% þjóð­ar­innar er jákvæð gagn­vart líf­rænni fram­leiðslu á Íslandi sam­kvæmt skoð­ana­könnun sem Zenter rann­sóknir unnu fyrir VOR, Verndun og rækt­un, félag fram­leið­enda í líf­rænum búskap. Aðeins 2,4% eru nei­kvæð. Þá eru 77,2 % sem alltaf, oft eða stund­um, velja líf­rænar íslenskar vörur fram yfir hefð­bundnar íslenskar vör­ur.

Líf­rænt fyrir umhverfið

Meiri­hluti þeirra sem eru jákvæðir segj­ast vera það vegna umhverf­is­mála. Það við­horf er síður en svo gripið úr lausu lofti. Stað­reyndin er sú að í líf­rænni ræktun er stunduð skipti­rækt og stað­bundnar auð­lindir nýttar við rækt­un­ina. Við vinnslu á líf­rænum mat­vælum er aðeins not­aður líf­rænn áburður og hug­mynda­fræði líf­rænnar rækt­unar er ávallt sú að vinna með og hag­nýta lög­mál nátt­úr­unn­ar, án þess að skaða umhverfið eða fram­leiðslu­af­urð­ir.

Líf­rænt fyrir lýð­heilsu

Næst­flestir sem segj­ast jákvæðir í garð líf­rænnar fram­leiðslu nefna holl­ustu. Með því að velja líf­rænt vottuð mat­væli forð­ast þú sjálf­krafa mörg skað­leg auka­efni í mat­vælum sem bannað er að nota í líf­rænni mat­væla­fram­leiðslu. Margar rann­sóknir hafa jafn­framt sýnt fram á að líf­ræn mat­væli séu næringarríkari.

Auglýsing

Líf­rænt – án allra eit­ur­efna og betri aðbún­aður dýra

Þegar spurt var hvað skipti mestu máli við val á líf­rænum íslenskum vörum nefndu flest­ir, eða hátt í helm­ing­ur, „ekk­ert skor­dýra­eit­ur.“  Tæp­lega 48% nefndu „gæð­i”og tæp­lega 38% nefndu „dýra­vel­ferð”. Aðbún­aður dýra í líf­rænum búskap er að jafn­aði strang­ari. Búfé fær til að mynda aukið rými, er gefið líf­rænt fóður og ítar­legar kröfur eru gerðar um góðan aðbúnað þeirra og úti­vist. Rúm­lega 25% sögðu það skipta máli að í líf­rænni ræktun væru engar erfða­breyttar líf­ver­ur. 

Eft­ir­spurn kallar á stór­sókn 

Lengi hefur verið rætt verið um nauð­syn þess að  að efla líf­ræna fram­leiðslu á Íslandi. Í dag er ein­ungis um 1% rækt­un­ar­lands á Íslandi vottað líf­rænt, mun lægra hlut­fall en í þeim löndum sem við berum okkur gjarnan saman við. Í flestum Evr­ópu­löndum hefur líf­rænt ræktun auk­ist gríð­ar­lega á und­an­förnum árum, allt í takt við aukna eft­ir­spurn neyt­enda.

Líf­rænt Ísland

Vor-Verndun og rækt­un, félag fram­leið­enda í líf­rænum búskap hefur í sam­starfi við Bænda­sam­tök Íslands og Atvinnu- nýsköp­un­ar­ráðu­neytið hrundið af stað átaks­verk­efni undir yfir­skrift­inni Líf­rænt Ísland. Í til­efni af því hefur vef­ur­inn lifra­ent­is­land.is verið settur í loft­ið. VOR fer með fram­kvæmd verk­efn­is­ins. Við finnum fyrir miklum með­byr og lítum svo á að nið­ur­stöður þess­arar skoð­ana­könn­unar gefi fullt til­efni til að halda í stór­sókn á líf­rænni ræktun og fram­leiðslu á Íslandi. Til þess að það megi verða þurfa stjórn­völd, bænd­ur, fram­leið­endur og neyt­endur að sýna vilj­ann í verki.Höf­undur er verk­efna­stjóri Líf­ræns Íslands.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
„Nýtt virkjanaáhlaup“ á hálendi Austurlands verði stöðvað
Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar og standa við fyrirheit sem gefin voru um að þar yrði ekki virkjað meira. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar á morgun.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Óvenjulegur sjómannadagur framundan
Vegna COVID-19 faraldursins verður sjómannadagurinn í ár ólíkur því sem Íslendingar eiga að venjast. Þó verður lágmarksdagskrá víða um land með heiðrunum aldinna sjómanna, minningarathöfnum og veittar verða viðurkenningar fyrir björgunarafrek.
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar