Landsmenn mjög hlynntir lífrænni framleiðslu

Verkefnastjóri Lífræns Íslands segir að fullt tilefni sé til að halda í stórsókn á lífrænni framleiðslu á Íslandi og að efla vitund um ágæti hennar meðal neytenda.

Auglýsing

Ríflega 80% þjóðarinnar er jákvæð gagnvart lífrænni framleiðslu á Íslandi samkvæmt skoðanakönnun sem Zenter rannsóknir unnu fyrir VOR, Verndun og ræktun, félag framleiðenda í lífrænum búskap. Aðeins 2,4% eru neikvæð. Þá eru 77,2 % sem alltaf, oft eða stundum, velja lífrænar íslenskar vörur fram yfir hefðbundnar íslenskar vörur.

Lífrænt fyrir umhverfið

Meirihluti þeirra sem eru jákvæðir segjast vera það vegna umhverfismála. Það viðhorf er síður en svo gripið úr lausu lofti. Staðreyndin er sú að í lífrænni ræktun er stunduð skiptirækt og staðbundnar auðlindir nýttar við ræktunina. Við vinnslu á lífrænum matvælum er aðeins notaður lífrænn áburður og hugmyndafræði lífrænnar ræktunar er ávallt sú að vinna með og hagnýta lögmál náttúrunnar, án þess að skaða umhverfið eða framleiðsluafurðir.

Lífrænt fyrir lýðheilsu

Næstflestir sem segjast jákvæðir í garð lífrænnar framleiðslu nefna hollustu. Með því að velja lífrænt vottuð matvæli forðast þú sjálfkrafa mörg skaðleg aukaefni í matvælum sem bannað er að nota í lífrænni matvælaframleiðslu. Margar rannsóknir hafa jafnframt sýnt fram á að lífræn matvæli séu næringarríkari.

Auglýsing

Lífrænt – án allra eiturefna og betri aðbúnaður dýra

Þegar spurt var hvað skipti mestu máli við val á lífrænum íslenskum vörum nefndu flestir, eða hátt í helmingur, „ekkert skordýraeitur.“  Tæplega 48% nefndu „gæði”og tæplega 38% nefndu „dýravelferð”. Aðbúnaður dýra í lífrænum búskap er að jafnaði strangari. Búfé fær til að mynda aukið rými, er gefið lífrænt fóður og ítarlegar kröfur eru gerðar um góðan aðbúnað þeirra og útivist. Rúmlega 25% sögðu það skipta máli að í lífrænni ræktun væru engar erfðabreyttar lífverur. 

Eftirspurn kallar á stórsókn 

Lengi hefur verið rætt verið um nauðsyn þess að  að efla lífræna framleiðslu á Íslandi. Í dag er einungis um 1% ræktunarlands á Íslandi vottað lífrænt, mun lægra hlutfall en í þeim löndum sem við berum okkur gjarnan saman við. Í flestum Evrópulöndum hefur lífrænt ræktun aukist gríðarlega á undanförnum árum, allt í takt við aukna eftirspurn neytenda.

Lífrænt Ísland

Vor-Verndun og ræktun, félag framleiðenda í lífrænum búskap hefur í samstarfi við Bændasamtök Íslands og Atvinnu- nýsköpunarráðuneytið hrundið af stað átaksverkefni undir yfirskriftinni Lífrænt Ísland. Í tilefni af því hefur vefurinn lifraentisland.is verið settur í loftið. VOR fer með framkvæmd verkefnisins. Við finnum fyrir miklum meðbyr og lítum svo á að niðurstöður þessarar skoðanakönnunar gefi fullt tilefni til að halda í stórsókn á lífrænni ræktun og framleiðslu á Íslandi. Til þess að það megi verða þurfa stjórnvöld, bændur, framleiðendur og neytendur að sýna viljann í verki.


Höfundur er verkefnastjóri Lífræns Íslands.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir
Er vegan börnum mismunað í skólum á Íslandi?
Kjarninn 17. maí 2021
Katrín mun ræða málefni Ísraels og Palestínu við Blinken og Lavrov í vikunni
Málefni Ísraels og Palestínu voru rædd á þingi í dag. Þingmenn Pírata og Viðreisnar kölluðu eftir því að stjórnvöld tækju af skarið og fordæmdu aðgerðir Ísraela í stað þess að bíða eftir öðrum þjóðum. Forsætisráðherra mun tala fyrir friðsamlegri lausn.
Kjarninn 17. maí 2021
Fjölskylda á flótta hefst við úti á götu í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Útlendingastofnun setur hælisleitendum afarkosti: Covid-próf eða missa framfærslu
Útlendingastofnun er farin að setja fólki sem synjað er um vernd þá afarkosti að gangast undir COVID-próf ellegar missa framfærslu og jafnvel húsnæði. Í morgun var sýrlenskum hælisleitanda gert að pakka saman. „Hvar á hann að sofa í nótt?“
Kjarninn 17. maí 2021
Eurovision-hópurinn fékk undanþágu og fór fram fyrir í bólusetningu
RÚV fór fram á það við sóttvarnaryfirvöld að hópurinn sem opinbera fjölmiðlafyrirtækið sendi til Hollands til að taka þátt í, og fjalla um, Eurovision, myndi fá bólusetningu áður en þau færu. Við því var orðið.
Kjarninn 17. maí 2021
ÁTVR undirbýr nú lögbannsbeiðni á starfsemi vefverslana með áfengi.
ÁTVR ætlar að fara fram á lögbann á vefverslanir og undirbýr lögreglukæru
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins telur nauðsynlegt að fá úr því skorið hjá dómstólum hvort innlendar vefverslanir sem selja áfengi milliliðalaust til neytenda séu að starfa löglega, eins og rekstraraðilar þeirra vilja meina.
Kjarninn 17. maí 2021
Jónas Þór Þorvaldsson er framkvæmdastjóri Kaldalóns.
Kaldalón ætlar að skrá sig á aðallista Kauphallar Íslands árið 2022
Kaldalón hefur selt fasteignaþróunarverkefni í Vogabyggð og keypt tekjuberandi eignir í staðinn. Arion banki ætlar að sölutryggja fimm milljarða króna í nýtt hlutafé í tengslum við skráningu Kaldalóns á markað.
Kjarninn 17. maí 2021
Tækifæri í rafmyntaiðnaði til staðar meðan rafmyntir halda velli að mati ráðherra
Líklega mun hið opinbera nýta sér bálkakeðjutækni þegar fram líða stundir samkvæmt svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn um rafmyntir. Ekki er þó enn útlit fyrir að rafmyntir taki við af hefðbundinni greiðslumiðlun í bráð.
Kjarninn 17. maí 2021
Viðar Hjartarson
Glæpur og refsing – Hugleiðingar vegna nýfallins dóms
Kjarninn 17. maí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar