Bjartsýna sviðsmyndin fyrir Ísland

Prófessor segir að á Íslandi sé augljóslega útlit fyrir þokkalega endurreisn í sumar og vonandi enn frekar á næsta ári. Hann segir svartsýnustu spár hagsmunasamtaka atvinnulífsins byggja á veikum forsendum.

Auglýsing

Við erum nátt­úru­lega í tals­verðri óvissu um fram­hald­ið, bæði fram­vindu veiru­far­ald­urs­ins og efna­hags­lífs­ins. ­Samt spá menn í þróun hag­vaxtar og atvinnu­leysis næstu mán­uði og miss­eri, jafn­vel upp á pró­sentu­brot. Bankar, hags­muna­sam­tök og opin­berar stofn­anir hafa sett fram form­legar spár um þetta fyrir árið og það næsta. Út­komurnar eru nokkuð breyti­legar – raunar mjög breyti­leg­ar.

Þau svart­sýn­ustu spá allt að 18% sam­drætti þjóð­ar­fram­leiðslu á árinu en þau bjart­sýnni eru nær 7-9%.

Erlendis ótt­ast svart­sýn­is­menn að kreppu­þró­unin geti orðið eft­ir­far­andi: Heilsu­kreppa> Efna­hag­skreppa> Fjár­málakreppa. Eftir að sótt­vörnum lýkur ríki djúp efna­hag­skreppa sem gæti leitt af sér enn meiri skulda­vanda en þegar var orð­inn, sem geti svo af sér greiðslu­þrot banka og stjórn­valda í fjár­málakreppu, bæði í þró­un­ar­löndum og í hag­sæld­ar­ríkj­unum (sjá hér). Þá færi sann­ar­lega allt á versta veg, með langvar­andi og ófyr­ir­séðum afleið­ing­um. Und­ir­stöður alþjóð­lega kap­ít­al­ism­ans eru veik­ari en menn grun­aði.

Auglýsing
Þetta þarf þó ekki að fara á alversta veg. En ef við beinum sjónum ein­göngu að Íslandi þá sýn­ist mér að svig­rúm sé fyrir nokkra bjart­sýni – þrátt fyrir allt.

Ýkjur Við­skipta­ráðs og Sam­taka atvinnu­lífs­ins (SA)

Þegar svart­sýn­asta spáin er skoð­uð, sú sem kom nýlega frá Við­skipta­ráði og SA upp á 18% sam­drátt í ár, þá virð­ist hún byggð á veik­ari for­sendum en hóf­sam­ari spárnar (sjá hér).  Þar gætir kannski líka þess að þetta eru hags­muna­sam­tök fyr­ir­tækja sem eru að þrýsta á stjórn­völd um styrk­veit­ingar og aðstoð til fyr­ir­tækja. 

Þau sjá sér hag í að dekkja mynd­ina til að auka slag­kraft sinn á bón­bjarg­ar­veg­inum sem liggur til rík­is­ins – sem þau sjá þó gjarnan í líki and­skot­ans í venju­legu árferði! Við höfum því ríka ástæðu til að hafna spá Við­skipta­ráðs og SA.

Lands­banki, Íslands­banki og fjár­mála­ráðu­neytið hafa spáð djúpri en skamm­vinnri sam­drátt­ar­kreppu, upp á í kringum 9%. Góður vöxtur taki svo við strax á næsta ári. Atvinnu­leysið gæti þó orðið að með­al­tali allt að 11% á árinu, segja þau. Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn hafði spáð 7,2% sam­drætti og með­al­at­vinnu­leysi um 8% í ár. Hann spáði líka mjög örum upp­gangi á næsta ári, eða allt að 6% hag­vexti og að atvinnu­leysi fari þá niður í um 7% hér á landi.

Ég held að for­sendur þess­ara hóf­sam­ari spáa eða sviðs­mynda séu lík­legri til að ræt­ast. Það kemur meðal ann­ars í ljós þegar við förum betur ofan í nær­mynd­ina á Íslandi.

Ísland: Almenn kreppa breyt­ist í kreppu ferða­þjón­ust­unnar

Eftir vel heppn­aðar sótt­varn­ar­að­gerðir erum við að opna atvinnu­lífið – skref fyrir skref. Þegar er farið að draga úr atvinnu­leysi, sam­kvæmt upp­lýs­ingum Vinnu­mála­stofn­un­ar. Atvinnu­leysi fór í 17,8% í apríl (sam­tals á atvinnu­leys­is­skrá og í hluta­bóta­leið). Á fyrstu tveimur vik­unum í maí fækk­aði um 7500 manns í hluta­bóta­leið (sjá hér). Það mun halda áfram.

Vinnu­mála­stofnun spáir nú að atvinnu­leysi í maí fari niður í 14,8%. 

Með enn meiri opnun fer atvinnu­leysis síðan neð­ar. Gæti orðið á bil­inu 10-12% í júní og síðan lækkað frek­ar. Það sem ger­ist er að með meiri opnun fer meg­in­hluti atvinnu­lífs­ins aftur á þokka­legt ról. Ekk­ert góð­æri en starf­semi ætti víða að vera alveg við­un­andi.

Ferða­þjón­usta og greinar bein­tengdar henni verða áfram í vanda, raunar í sér­stöðu. Skoðum það nánar í sam­hengi. Á mynd­inni hér að neðan má sjá sam­hengi ferða­þjón­ust­unnar í atvinnu­líf­inu á Íslandi, út frá skipt­ingu vinnu­afls milli atvinnu­greina.Heimild: Hagstofa Íslands

Í lok árs 2019 var ferða­þjón­usta og tengdar greinar með um 14,4% af vinnu­afl­inu á Íslandi. Það hafði lækkað lít­il­lega frá 2018. Gisti- og veit­inga­staðir voru með um 7,5% vinnu­aflsins. Um 85% vinn­andi fólks var í öðrum greinum en ferða­þjón­ustu. Megnið af því fólki ætti að geta verið í þokka­legri stöðu. Stærstur hluti íslenska atvinnu­lífs­ins ætti því að geta verið kom­inn á þokka­legan skrið í sum­ar.

En ef ferða­þjón­usta og tengdar greinar verða áfram í djúpri kreppu eigum við þá að búast við að allt starfs­lið þeirra greina, 14-15% vinnu­aflsins, verði áfram atvinnu­laust, eins og svart­sýn­ustu spárnar gera ráð fyr­ir?

Nei, það er ólík­legt og órök­rétt.

Ferða­þjón­usta og tengdar greinar munu ekki deyja alveg út. 

Íslend­ingar munu nota ein­hvern hluta ferða­þjón­ustu og veit­inga­staða í sumar og síðan losnar smám saman um flug milli landa. Ein­hver hluti ferða­þjón­ust­unnar mun hafa ein­hverja starf­semi í sum­ar. Rík­is­stuðn­ing­ur­inn mun einnig tryggja það.

Annað sem léttir róð­ur­inn er eft­ir­far­andi:

Í venju­legu árferði stólar ferða­þjón­ustan í stórum stíl á erlent skamm­tíma­vinnu­afl. Allt að helm­ingur starfs­fólks á hót­el­um, veit­inga­stöðum og bíla­leigum er af þeim toga. Það sem meira er, stór bylgja af erlendu skamm­tíma­vinnu­afli hefur á síð­ustu árum verið flutt til lands­ins í mars til maí til að vinna við ferða­þjón­ust­una á háanna­tím­an­um. Síðan hverfur drjúgur hluti þess fólks aftur á brott yfir vetr­ar­tím­ann.

Það fólk hefur ekki komið inn til lands­ins núna í vor og því þarf ekki að greiða þeim atvinnu­leys­is­bætur í sum­ar. 

Með öðrum orð­um, atvinnu­leys­is­vand­inn tengdur ferða­þjón­ustu verður ekki eins stór og hefði orðið ef kreppan hefði byrjað í júlí eða ágúst. Þetta léttir róð­ur­inn í sum­ar. Mikil not ferða­þjón­ust­unnar á erlendu skamm­tíma­vinnu­afli end­ur­speglar mik­inn sveigj­an­leika sem gerði þann ofur­vöxt sem varð hér í ferða­þjón­ustu á skömmum tíma mögu­leg­an. Ferða­þjón­usta er við­kvæm atvinnu­grein og ekki heppi­leg und­ir­staða atvinnu­lífs í of mik­illi stærð. Við blasir að hún mun drag­ast saman til skemmri tíma og senni­lega er skyn­sam­legt að hafa meira hóf á vexti hennar í fram­tíð­inni.

Því þarf nú að flytja vinnu­afl þaðan að ein­hverju leyti til ann­arra greina, með skyn­sam­legri atvinnu­stefnu, eins og ASÍ hefur bent á (sjá hér).

Þetta verður við­ráð­an­legt

Ef allt ferð á besta veg og veiran losar tökin á heims­hag­kerf­inu þá gæti atvinnu­leysi hér verið komið niður í 6-8% í haust. En ef veiran nær sér á nýtt flug með haustinu, hér eða í heim­inum almennt, þá getur þetta auð­vitað orðið verra.

Læknar segja þó að nýr far­aldur verði við­ráð­an­legri í heil­brigð­is­kerf­inu, með­ferð hafi batnað með auk­inni þekk­ingu og ein­hver lyf finn­ast sem að gagni koma. Úr dán­ar­líkum dreg­ur. 

Það verður því varla þörf fyrir jafn víð­tækar lok­anir í seinni bylgju far­ald­urs­ins. Á næsta ári gæti bólu­setn­ing komið til sög­unnar og gjör­breytt stöð­unni til hins betra – jafn­vel leyst vand­ann meira og minna.

Á Íslandi er aug­ljós­lega útlit fyrir þokka­lega end­ur­reisn í sumar og von­andi enn frekar á næsta ári.

Höf­undur er pró­fessor við HÍ og sér­fræð­ingur í hluta­starfi hjá Efl­ing­u-­stétt­ar­fé­lagi.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Intenta segist í stakk búið til að taka við verkefnum sem Capacent sinnti áður
Ingvi Þór Elliðason, ráðgjafi og framkvæmdastjóri Intenta, sem fyrrverandi starfsmenn Capacent stofnuðu skömmu fyrir gjaldþrot fyrirtækisins, segir Intenta með þekkingu og getu til að taka við verkefnum sem Capacent sinnti áður.
Kjarninn 4. júní 2020
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur aðsetur í Húsi verslunarinnar
Tæp tíu prósent útistandandi sjóðfélagalána LIVE í greiðsluhléi
Sjóðfélagalán í greiðsluhléi nema samtals um ellefu milljörðum króna. Til samanburðar námu útistandandi sjóðfélagalán Lífeyrissjóðs verzlunarmanna við lok árs 2019 rúmum 120 milljörðum. Ávöxtun sjóðsins á fyrstu fjórum mánuðum ársins áætluð 3,5 prósent.
Kjarninn 3. júní 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Twitter tekur á rugli og Síminn sektaður
Kjarninn 3. júní 2020
Ástþór Ólafsson
Árið 1970 og upp úr
Kjarninn 3. júní 2020
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn áfram nærri kjörfylgi í nýrri könnun Gallup
Afar litlar breytingar urðu á fylgi flokka á milli mánaða, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Sjálfstæðisflokkurinn er áfram nærri kjörfylgi sínu og stuðningur við ríkisstjórnina mælist tæp 60 prósent á meðal þeirra sem taka afstöðu.
Kjarninn 3. júní 2020
Sex sakborningar í málinu, þeirra á meðal Bernhard Esau og Sacky Shanghala fyrrverandi ráðherrar í ríkisstjórn Namibíu, verða í gæsluvarðhaldi til 28. ágúst.
Namibísk yfirvöld hafa óskað liðsinnis Interpol vegna Samherjamálsins
Sex menn sem hafa verið í haldi namibískra yfirvalda vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum verða áfram í haldi til 28. ágúst. Rannsókn málsins hefur reynst flókin og haf namibísk yfirvöld beðið Interpol um aðstoð.
Kjarninn 3. júní 2020
Fólk hefur flykkst á markaði víðsvegar um Indland eftir að útgöngubanni var aflétt.
Smitum á Indlandi fjölgar ört
Stjórnvöld á Indlandi eru að hefjast handa við að aflétta umfangsmesta útgöngubanni sem sett var á í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Sjúkrahús í Mumbai hafa vart undan við að sinna sýktum en fellibylurinn Nisarga herjar nú á nágrenni borgarinnar.
Kjarninn 3. júní 2020
Samtök ferðaþjónustunnar telja að um 250 þúsund ferðamenn gætu komið hingað til lands það sem eftir lifir árs.
Ferðamenn greiði kostnað af skimun
Með greiðslu ferðamanna fyrir sýnatöku má stuðla að því að þeir sem sækja landið heim séu efnameiri ferðamenn sem eyði meiru og dvelji lengur, segir í greinargerð fjármálaráðuneytisins um hagræn áhrif þess að aflétta ferðatakmörkunum til Íslands.
Kjarninn 3. júní 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar