Þannig vernda menn eignir … !

Fyrrverandi heilbrigðisráðherra skrifar um áform um að borga með ferðamönnum sem koma munu til Íslands.

Auglýsing

Íslensk stjórnvöld hafa staðið sig einstaklega vel í baráttunni við COVID-19 faraldurinn. Auðvitað hlaut að koma að því, að verndun lífs kynni að þoka fyrir verndun eigna. Hvað á ég við? Ég á við það, að í staðinn fyrir að berjast fyrir því að standa vörð um líf og heilsu Íslendinga sjálfra kæmi að því að huga þyrfti að varðveislu eignanna – að því að tryggja hagsmuni atvinnulífs, atvinnurekstrar og atvinnurekenda, sem vissulega eru lifibrauð íslensks almennings. Hvernig á svo að gera það? Með því að opna fyrir möguleika þess, að endurtekning verði á því hvernig faraldurinn hófst – þ.e. með því að opna landið á ný fyrir aðgengi smits hvort heldur sem það er hingað borið með erlendum eða íslenskum ferðalöngum. Auðvitað varð að því að koma. 

Áhætta – auðvitað

Við því einu er e.t.v. ekki margt að segja. Einhvern tíma hlaut að koma að því, að landið yrði á ný „opnað”. Öllum er ljóst, að því fylgir áhætta – ekki bara áhætta fyrir árangurinn, sem stjórnvöld hafa náð til þess að vernda líf íslenskra þegna heldur einnig áhætta um, að seinni bylgja rísi og gæti orðið þeirri fyrri skæðari. 

Auglýsing
Til þess að forðast það þarf að grípa til mikilla og kostnaðarsamra ráðstafana berist smit aftur til landsins. Skima þarf fyrir smiti með prófunum á öllum ferðalöngum, sem ekki hafa meðferðis fullnægjandi vottorð erlendis frá um að frá þeim stafi engin hætta. Fari svo eins og gerðist þegar smitbylgjan fór af stað og óhjákvæmilegt er að verði þarf að grípa til umfangsmikilla rannsókna á smitrakningu og til kostnaðarsamra aðgerða til einangrunar og sóttvarna á erlendum ferðalöngum, sem hingað kunna að rata. Mikið skortir á, að áætlanir hafi verið gerðar um kostnað, sem af því myndi hljótast og um þær víðtæku viðbragðsáætlanir, sem leggja þyrfti til grundvallar. Ákvörðunin var tekin áður en áætlanirnar voru gerðar. Nú mun vera unnið að þeim – eftir að ákvarðanirnar hafa verið teknar.

Dýrir ferðalangar

Ýmislegt, sem þær varðar og upplýst hefur verið um, lítur skringilega út. Áformað virðist vera – þó ekki alveg víst – að íslenska þjóðin eigi að bera allan kostnað af þeim skimunum, sem þurfa að eiga sér stað á erlendum ferðalöngum áður en þeim er hleypt á land hvort heldur sem er á Keflavíkurflugvelli eða á Seyðisfirði með Norrænu. Geta íslenskra aðila er núna sögð vera, að þeim muni takast að sinna 1.000 slíkum skimunum á sólarhring – en að í ráði sé að kaupa vélbúnað, sem anna muni fjórföldum þeim fjölda. Ekki er þess getið, hvað sá búnaður muni kosta. Hins vegar liggur fyrir, að kostnaður við hverja skimun, sem mun nú nema um eða yfir 50 þús. kr., sé sagður verða um eða undir 25.700 krónum. Verða sem sé á milli 50 milljóna króna miðað við 1.000 smitrakningar á sólarhring upp í 110 milljónir króna á sólarhring miðað við að skimað sé fyrir 4.000 manns á sólarhring og kostnaðurinn verði 25.700 krónur á hverja og eina smitrakningu. 

Vel boðið

Er þetta áhugavert? Já, svo er. Af hverju? Vegna þess, að íslenska ríkið undirbýr sig undir að senda sérhverjum Íslendingi ofan tiltekins aldurs tékka upp á 5.000 krónur – fimm þúsund krónur – til þess að hvetja þá til þess að ferðast um eigið land nú í sumar. Á sama tíma ráðgerir ríkisstjórnin að verja eitthvað frá 27.500 krónum upp að 50.000 krónum til stuðnings við hvern og einn erlend ferðalang, sem hyggst kaupa sér matvæli og gistingu hérlendis til þess að reyna að koma í veg fyrir að sá og hinn sami ferðalangur flytji með sér hingað til lands nýjan faraldur, sem mun leggjast líffræðilega og fjárhagslega þungt á þessa þjóð – svo ekki sé meira sagt. Þannig vernda menn eignir – eða þannig sko! Og hver borgar? Þjóðin – með sköttum til fleiri ára. Og með hverju meiru? Það á eftir að koma í ljós. 

Höfundur er fyrrverandi heilbrigðisráðherra. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín mun ræða málefni Ísraels og Palestínu við Blinken og Lavrov í vikunni
Málefni Ísraels og Palestínu voru rædd á þingi í dag. Þingmenn Pírata og Viðreisnar kölluðu eftir því að stjórnvöld tækju af skarið og fordæmdu aðgerðir Ísraela í stað þess að bíða eftir öðrum þjóðum. Forsætisráðherra mun tala fyrir friðsamlegri lausn.
Kjarninn 17. maí 2021
Fjölskylda á flótta hefst við úti á götu í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Útlendingastofnun setur hælisleitendum afarkosti: Covid-próf eða missa framfærslu
Útlendingastofnun er farin að setja fólki sem synjað er um vernd þá afarkosti að gangast undir COVID-próf ellegar missa framfærslu og jafnvel húsnæði. Í morgun var sýrlenskum hælisleitanda gert að pakka saman. „Hvar á hann að sofa í nótt?“
Kjarninn 17. maí 2021
Eurovision-hópurinn fékk undanþágu og fór fram fyrir í bólusetningu
RÚV fór fram á það við sóttvarnaryfirvöld að hópurinn sem opinbera fjölmiðlafyrirtækið sendi til Hollands til að taka þátt í, og fjalla um, Eurovision, myndi fá bólusetningu áður en þau færu. Við því var orðið.
Kjarninn 17. maí 2021
ÁTVR undirbýr nú lögbannsbeiðni á starfsemi vefverslana með áfengi.
ÁTVR ætlar að fara fram á lögbann á vefverslanir og undirbýr lögreglukæru
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins telur nauðsynlegt að fá úr því skorið hjá dómstólum hvort innlendar vefverslanir sem selja áfengi milliliðalaust til neytenda séu að starfa löglega, eins og rekstraraðilar þeirra vilja meina.
Kjarninn 17. maí 2021
Jónas Þór Þorvaldsson er framkvæmdastjóri Kaldalóns.
Kaldalón ætlar að skrá sig á aðallista Kauphallar Íslands árið 2022
Kaldalón hefur selt fasteignaþróunarverkefni í Vogabyggð og keypt tekjuberandi eignir í staðinn. Arion banki ætlar að sölutryggja fimm milljarða króna í nýtt hlutafé í tengslum við skráningu Kaldalóns á markað.
Kjarninn 17. maí 2021
Tækifæri í rafmyntaiðnaði til staðar meðan rafmyntir halda velli að mati ráðherra
Líklega mun hið opinbera nýta sér bálkakeðjutækni þegar fram líða stundir samkvæmt svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn um rafmyntir. Ekki er þó enn útlit fyrir að rafmyntir taki við af hefðbundinni greiðslumiðlun í bráð.
Kjarninn 17. maí 2021
Viðar Hjartarson
Glæpur og refsing – Hugleiðingar vegna nýfallins dóms
Kjarninn 17. maí 2021
Jónas Atli Gunnarsson
Er nýsköpun ekki lengur töff?
Kjarninn 17. maí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar