Þannig vernda menn eignir … !

Fyrrverandi heilbrigðisráðherra skrifar um áform um að borga með ferðamönnum sem koma munu til Íslands.

Auglýsing

Íslensk stjórnvöld hafa staðið sig einstaklega vel í baráttunni við COVID-19 faraldurinn. Auðvitað hlaut að koma að því, að verndun lífs kynni að þoka fyrir verndun eigna. Hvað á ég við? Ég á við það, að í staðinn fyrir að berjast fyrir því að standa vörð um líf og heilsu Íslendinga sjálfra kæmi að því að huga þyrfti að varðveislu eignanna – að því að tryggja hagsmuni atvinnulífs, atvinnurekstrar og atvinnurekenda, sem vissulega eru lifibrauð íslensks almennings. Hvernig á svo að gera það? Með því að opna fyrir möguleika þess, að endurtekning verði á því hvernig faraldurinn hófst – þ.e. með því að opna landið á ný fyrir aðgengi smits hvort heldur sem það er hingað borið með erlendum eða íslenskum ferðalöngum. Auðvitað varð að því að koma. 

Áhætta – auðvitað

Við því einu er e.t.v. ekki margt að segja. Einhvern tíma hlaut að koma að því, að landið yrði á ný „opnað”. Öllum er ljóst, að því fylgir áhætta – ekki bara áhætta fyrir árangurinn, sem stjórnvöld hafa náð til þess að vernda líf íslenskra þegna heldur einnig áhætta um, að seinni bylgja rísi og gæti orðið þeirri fyrri skæðari. 

Auglýsing
Til þess að forðast það þarf að grípa til mikilla og kostnaðarsamra ráðstafana berist smit aftur til landsins. Skima þarf fyrir smiti með prófunum á öllum ferðalöngum, sem ekki hafa meðferðis fullnægjandi vottorð erlendis frá um að frá þeim stafi engin hætta. Fari svo eins og gerðist þegar smitbylgjan fór af stað og óhjákvæmilegt er að verði þarf að grípa til umfangsmikilla rannsókna á smitrakningu og til kostnaðarsamra aðgerða til einangrunar og sóttvarna á erlendum ferðalöngum, sem hingað kunna að rata. Mikið skortir á, að áætlanir hafi verið gerðar um kostnað, sem af því myndi hljótast og um þær víðtæku viðbragðsáætlanir, sem leggja þyrfti til grundvallar. Ákvörðunin var tekin áður en áætlanirnar voru gerðar. Nú mun vera unnið að þeim – eftir að ákvarðanirnar hafa verið teknar.

Dýrir ferðalangar

Ýmislegt, sem þær varðar og upplýst hefur verið um, lítur skringilega út. Áformað virðist vera – þó ekki alveg víst – að íslenska þjóðin eigi að bera allan kostnað af þeim skimunum, sem þurfa að eiga sér stað á erlendum ferðalöngum áður en þeim er hleypt á land hvort heldur sem er á Keflavíkurflugvelli eða á Seyðisfirði með Norrænu. Geta íslenskra aðila er núna sögð vera, að þeim muni takast að sinna 1.000 slíkum skimunum á sólarhring – en að í ráði sé að kaupa vélbúnað, sem anna muni fjórföldum þeim fjölda. Ekki er þess getið, hvað sá búnaður muni kosta. Hins vegar liggur fyrir, að kostnaður við hverja skimun, sem mun nú nema um eða yfir 50 þús. kr., sé sagður verða um eða undir 25.700 krónum. Verða sem sé á milli 50 milljóna króna miðað við 1.000 smitrakningar á sólarhring upp í 110 milljónir króna á sólarhring miðað við að skimað sé fyrir 4.000 manns á sólarhring og kostnaðurinn verði 25.700 krónur á hverja og eina smitrakningu. 

Vel boðið

Er þetta áhugavert? Já, svo er. Af hverju? Vegna þess, að íslenska ríkið undirbýr sig undir að senda sérhverjum Íslendingi ofan tiltekins aldurs tékka upp á 5.000 krónur – fimm þúsund krónur – til þess að hvetja þá til þess að ferðast um eigið land nú í sumar. Á sama tíma ráðgerir ríkisstjórnin að verja eitthvað frá 27.500 krónum upp að 50.000 krónum til stuðnings við hvern og einn erlend ferðalang, sem hyggst kaupa sér matvæli og gistingu hérlendis til þess að reyna að koma í veg fyrir að sá og hinn sami ferðalangur flytji með sér hingað til lands nýjan faraldur, sem mun leggjast líffræðilega og fjárhagslega þungt á þessa þjóð – svo ekki sé meira sagt. Þannig vernda menn eignir – eða þannig sko! Og hver borgar? Þjóðin – með sköttum til fleiri ára. Og með hverju meiru? Það á eftir að koma í ljós. 

Höfundur er fyrrverandi heilbrigðisráðherra. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
Kjarninn 26. júlí 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn
Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.
Kjarninn 26. júlí 2021
Eyþór Eðvarðsson
Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við
Kjarninn 26. júlí 2021
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar