Athugasemdir frá Lýð og Ágústi Guðmundssonum

Stærstu eigendur Bakkavarar gera athugasemdir við umfjöllun Kjarnans um málefni félagsins.

Lýður og Ágúst Guðmundssynir.
Lýður og Ágúst Guðmundssynir.
Auglýsing

Eft­ir­far­andi „Svör og leið­rétt­ingar vegna ítrek­aðra rang­færsla um mál­efni Bakka­varar í vefrit­inu Kjarn­an­um“ bár­ust frá bræðr­unum Ágústi og Lýð Guð­munds­son, oft­ast kenndum við Bakka­vör, vegna fréttar Kjarn­ans um mál­efni þeirra sem birt­ist 17. maí síð­ast­lið­inn. Frétt­ina má lesa hér til hlið­ar.

Neðst má lesa við­brögð rit­stjórnar Kjarn­ans. 

Svör og leið­rétt­ingar Ágústs og Lýðs:

„Hér fyrir neðan eru nokkrar athuga­semdir og leið­rétt­ingar á margend­ur­teknum rang­færslum er lúta að umfjöll­unum um Bakka­vör Group í Bret­landi, sem er skráð félag í Kaup­höll­inni í Lund­únum (e. London Stock Exchange) og m.a. birt­ust í frétt í Kjarn­anum 17. maí s.l. 

Við teljum tíma­bært að koma þessu á fram­færi nú, ekki síst í ljósi þeirrar miklu umræðu sem fer nú fram víða um heim um fals­fréttir og mik­il­vægi þess að vandað sé til verka í frétta­flutn­ingi og að farið sé rétt með stað­reynd­ir.

Þær ein­skorð­ast við umfjöllun þessar til­teknu fréttar og því sem snýr að Bakka­vör Group.

1. Full­yrð­ing: 

Undir kafl­anum „Slæmur rekstur tryggði fjórð­ungs­hlut“ er því m.a. haldið fram að skulda­bréfa­út­gáfa Bakka­varar Group hafi verið ein sví­virði­leg­ast mis­notkun á trú­girni og oft á tíðum barns­legri ein­feldni líf­eyr­is­sjóð­anna sem átti sér stað fyrir hrun.

Athuga­semd: vænt­an­lega er hér verið að vísa til tveggja skulda­bréfa­flokka Bakka­varar Group hf. sem útgefnir voru árið 2003 (Bakk 03 1) og 2005 (Bakk 05 1).

Sam­kvæmt skil­málum skulda­bréf­anna var ljóst að lánað var út á efna­hags­reikn­ing og fjár­streymi, og engar skorður settar um aðrar lán­tökur eða trygg­ingar til ann­arra lán­veit­anda. Þar að auki kom fram í árs­reikn­ingum sam­stæð­unnar að eignir dótt­ur­fé­laga væru veð­sett­ar. Aðdrótt­anir um að fjár­festar hafi verið með ein­hverju móti blekktir eða skulda­bréf seld á tóma skel eru því rang­ar. 

Vakin er sér­stök athygli á því að skulda­bréfa­eig­endur í þessum tveimur skulda­bréfa­út­gáfum fengu end­an­legar end­ur­heimtur sem nema ann­ars vegar 161% af upp­haf­legri fjár­fest­ingu (Bakk 03 1), sem jafn­gildir 3,76% árlegri ávöxt­un, og hins vegar 124% end­ur­heimtur af upp­haf­legri fjár­fest­ingu (Bakk 05 1) sem jafn­gildir 2,01% árlegri ávöxt­un. 

Auglýsing
Samandregið var upp­runa­leg útgáfa beggja flokka að fjár­hæð tæp­lega 21 millj­arður króna. End­an­legar end­ur­heimtur beggja flokka við sölu Bakka­varar árið 2016 voru 30 millj­arðar króna. Þá er vakin athygli á því að flokk­arnir eru útgefnir árið 2003 og 2005, og að allir fjár­munir runnu til dótt­ur­fé­laga Bakka­varar í und­ir­liggj­andi eignir og rekstur á þeim tíma. 

2. Full­yrð­ing: 

Undir kafl­anum „Voru stærstu eig­endur Kaup­þings“ þar sem fjallað er m.a. um kaup ELL 182 ehf., félags í eigu bræðr­anna Ágústar og Lýðs (Bakka­var­ar­bræð­ur), í októ­ber 2008 á 40% hlut í Bakka­vör gegn selj­enda­láni. Þar segir í 3. máls­gr.: „Salan var ógild á end­an­um, að und­ir­lagi kröfu­hafa, sem höfðu ekki sömu sýn og bræð­urnir á mál­ið.“ 

Athuga­semd: full­yrð­ing um að salan hafi verið „ógild“ er röng eða í það minnsta vill­andi. Áður en nauða­samn­ingur Exista árið 2010 var klár­aður þá gekk salan til­baka þannig að hluta­bréfin voru fram­seld gegn upp­gjöri á selj­anda­láni sam­kvæmt sam­komu­lagi milli aðila, þ.e. hún var ekki ógild eins og haldið hefur verið fram. 

Til­gang­ur­inn með fram­sali á hluta­bréfum í Bakka­vör Group til félags í eigu Bakka­var­ar­bræðra í októ­ber 2008 var að tryggja það að erlendir kröfu­haf­ar, þá einna helst kröfu­hafar að sam­banka­láni rekstr­ar­fé­lags Bakka­varar sam­stæð­unn­ar, gætu ekki gjald­fellt lánið og gengið að veð­settum und­ir­liggj­andi eignum Bakka­varar Goup. Hefði slíkt jafn­framt haft nei­kvæð keðju­verk­andi áhrif á aðra fjár­mögnun innan sam­stæð­unnar og leitt til gjald­þrots Bakka­varar Group hf. og mögu­lega dótt­ur­fé­laga þess. Við það hefðu skulda­bréfa­eig­endur og hlut­hafar í Bakka­vör Group fengið tak­mark­aðar end­ur­heimt­ur, ef ein­hverj­ar. 

Ákvæði umræddra láns­samn­inga voru á þá leið að ef Bakka­var­ar­bræður myndu missa eign­ar­hlut sinn í Bakka­vör, líkt og gerst hefði ef Exista eða Bakka­vör Group hf. hefðu verið tekin til gjald­þrota­skipta, þá hefði gjald­fell­ing­ar­heim­ild orðið virk (svo­kallað Change of Control ákvæði) ef ein­hverjir aðrir en Bakka­var­ar­bræður færu sam­eig­in­lega með ráð­andi hlut í Bakka­vör Group hf. Þannig hefðu erlendir lán­veit­endur rekstr­ar­fé­laga Bakka­varar getað leyst til sín und­ir­liggj­andi rekstr­ar­fé­lög í Bakka­varar sam­stæð­unni. Um var að ræða raun­veru­lega áhættu á þessum tíma.

Þegar búið var að tryggja að fyrr­greind „Change of Control“ ákvæði yrðu ekki virk voru eign­ar­hlut­irnir í Bakka­vör Group fram­seldir aftur til Exista. Þannig var salan ekki undir neinum kring­um­stæðum ógild, eins og áður hefur komið fram, heldur var fram­salið aftur til Exista í sam­ræmi við ákvæði sam­komu­lags­ins. 

Ákvörðun um að skýla hluta­fjár­eign­inni í Bakka­vör skil­aði á end­anum hlut­höfum og kröfu­höfum Bakka­varar Group hf. tugum millj­arða króna. Á engum tíma­punkti var umrædd til­færsla til þess gerð að halda eignum á kostnað kröfu­hafa eins og haldið hefur verði fram. 

3. Full­yrð­ing: 

Undir kafl­anum „Sögðu norna­veiðar eiga sér stað á Íslandi“ þar sem því er m.a. haldið fram að Lýður hafi neyðst til að hætta sem stjórn­ar­for­maður Bakka­varar á aðal­fundi vorið 2013. 

Athuga­semd: full­yrð­ingin er röng. Lýður gegndi stöðu stjórn­ar­for­manns Bakka­varar í Bret­landi allt til októ­ber 2017 þegar félagið var skráð á London Stock Exchange. Ástæða þess að hann steig niður sem stjórn­ar­for­maður var til þess að upp­fylla góða stjórn­ar­hætti skráðra félaga í Bret­landi og að tryggja félag­inu sæti í FTSE 250 vísi­töl­unni þar sem Bakka­var­ar­bræður voru meiri­hluta­eig­endur við skrán­ingu og Ágúst for­stjóri. 

Þá voru tæp tvö ár frá því að BG12 hóp­ur­inn hafði selt eign­ar­hlut sinn í Bakka­vör og hafði þessi ákvörðun því ekk­ert með afstöðu þeirra að gera líkt og ítrekað hefur verið haldið fram í Kjarn­an­um. 

4. Full­yrð­ing: 

Undir kafl­anum „Voru stærstu eig­endur Kaup­þings“ segir eft­ir­far­andi: „Staða Bakka­varar á þessum tíma var þannig að félagið var að nið­ur­lotum komið og þurfti á fjár­hags­legri end­ur­skipu­lagn­ingu að halda. Hinn mikli vöxt­ur, sem fólst aðal­lega í því að kaupa upp önnur fyr­ir­tæki í mat­væla­iðn­aði, oft á yfir­verði, hafði skilið Bakka­vör eftir afar skuld­sett.“ 

Athuga­semd: ofan­greind full­yrð­ing er röng. Þeir fjár­hags­legu erf­ið­leikar sem Bakka­vör stóð frammi fyrir í lok októ­ber 2008 helg­uð­ust af þremur ástæð­um. Í fyrsta lagi var allt lausafé félags­ins eða 150 millj­ónir punda í vörslu Kaup­þings á Íslandi á þessum tíma og sat því fast eins og kom ítrekað fram opin­ber­lega á þeim tíma, ii) Bakka­vör hafði byggt upp skuld­setta hluta­bréfa­stöðu í öðru skráðu félagi í London með yfir­töku í huga sem Bakka­vör neydd­ist svo til að selja með miklu tapi, og iii) sam­hliða fyrr­greindum atburðum og mik­illi almennri hræðslu við Ísland á alþjóða­fjár­mála­mörk­uðum missti félagið „credit ins­urance“ í Bret­landi sem leiddi til veru­legs útflæðis veltu­fjár. Við útreikn­inga lána­drottna á fjár­hags­stöðu félags­ins (fin­ancial coven­ants) í árs­lok 2008 braut félagið fjár­hags­leg skil­yrði láns­samn­inga af fyrr­greindum ástæð­um. Full­yrð­ingar um að fjár­hags­vand­ræði félags­ins á þessum tíma­punkti hafi verið til­komin vegna lélegra fjár­fest­inga á yfir­verði eiga því ekki við nein rök að styðj­ast. 

5. Full­yrð­ing:

Undir kafl­anum „Slæmur rekstur tryggði fjórð­ungs­hlut“ segir eft­ir­far­andi: „Fjórð­ungs­hlut­inn fengu bræð­urnir að kaupa á fjóra millj­arða króna. Innra virði Bakka­varar miðað við eig­in­fjár­stöðu sam­stæð­unnar var um 20 millj­arðar króna og því ljóst að bræð­urnir voru að greiða minna en eina krónu fyrir hverja nafn­virðis krónu. Þeir voru sem sagt að fá góðan samn­ing.“ 

Athuga­semd: rétt er vekja athygli á því að um var að ræða kaup í bresku félagi og kaup­verðið greitt í pund­um. Því á þessi athuga­semd um að verið sé að greiða minna en nafn­verð einnar íslenskrar krónu ekki við. 

6. Full­yrð­ing: 

Undir kafl­anum „Nýttu sér fjár­fest­inga­leið­ina“ segir eft­ir­far­andi: „Þegar Bakka­var­ar­bræður hófu gegnd­ar­laus upp­kaup á hlutum í Bakka­vör mynd­aði hópur íslenskra aðila, fyrrum kröfu­hafa Bakka­varar sem hafði tapað gríð­ar­legum fjár­hæðum á við­skiptum við félag­ið, blokk á móti bræðr­unum með rúm­lega 50 pró­sent eign­ar­hlut. Bræð­urnir höfðu end­ur­heimt fyr­ir­tækið sem þeir stofn­uðu á Suð­ur­nesj­unum á níunda ára­tug síð­ustu aldar end­ur­skipu­lagt, end­ur­fjár­magnað og án þess að upp­runa­legir kröfu­hafar þess hafi fengið nema brota­brot af þeim pen­ingum sem þeir lán­uðu eða fjár­festu í félag­inu til bak­a.“ 

Auglýsing
Athugasemd:
til við­bótar við athuga­semd við full­yrð­ingu nr. 1 að ofan er bent á að fyrrum kröfu­hafar Bakka­varar sem héldu á eign­ar­hlut í félag­inu fram að sölu félags­ins 2016 töp­uðu ekki á við­skiptum við félag­ið. Því til við­bótar skal bent á að fyrrum hlut­hafar félags­ins héldu 10% eign­ar­hlut í félag­inu í kjöl­far nauða­samn­ings að und­ir­lagi bræðranna, Ágústar og Lýðs. Það er nán­ast eins­dæmi að hlut­hafar hafa ekki þurrkast út að fullu við nauða­samn­ing. Þessi eign­ar­hluti skil­aði upp­runa­legum hlut­höfum Bakka­varar því tæpum 5 millj­örðum króna. Heild­ar­fjár­hæð end­ur­heimtna ofan­greindra tveggja skulda­bréfa­flokka og hlut­hafa eru því tæp­lega 200 millj­ónir punda eða sem sam­svar­aði árið 2016 ca. 35 millj­örðum króna. Ofan­greint „brota­brot“ skulda­bréfa­flokka sem þú vísar til nemur því rúm­lega 1,4 * upp­runa­leg fjár­fest­ing/krafa, þ.e. miðað við láns­fjár­hæð 21 millj­arður og end­ur­heimtur 30 millj­arð­ar. 

Í lokin er svo rétt að leið­rétta að Bakka­vör var ekki stofnað á Suð­ur­nesjum, þótt félagið hafi haft þar starfs­stöðvar um tíma. Fyrstu aðstaða félags­ins var í Reykja­vík en upp­haf félags­ins má rekja til Sel­tjarn­ar­ness eins og heiti þess ber raunar með sér og flestir vita.“Við­brögð frá rit­stjórn Kjarn­ans (ATH. upp­færð 9. júní með athuga­semdum Lýðs og Ágústs við við­brögðum rit­stjórnar Kjarn­ans):

Athuga­semd 1: 

Frétta­flutn­ingur Kjarn­ans byggir á ítar­legri heim­ild­ar­vinnu, meðal ann­ars sam­tölum yfir margra ára skeið við aðila sem fjár­festu í umræddum skulda­bréfa­flokk­um. Þar liggur fyrir að margir við­mæl­endur töldu að um blekk­ingar hafi verið að ræða þegar skulda­bréfa­flokk­arnir voru keyptir til að byrja með. Fyrir því hefur rit­stjóri Kjarn­ans bæði munn­legar og skrif­legar heim­ild­ir. Það kemur skýrt fram í umræddri umfjöllun sem bræð­urnir gera athug­semd við. Þar seg­ir: „Auk þess virð­­ast margir innan líf­eyr­is­­sjóða­­kerf­is­ins vera sam­­mála um að skulda­bréfa­út­­­gáfa Bakka­varar Group hafi verið ein sví­virð­i­­leg­asta mis­­­notkun á trú­­girni og oft á tíðum barns­­legri ein­­feldni sjóð­anna sem átti sér stað fyrir hrun. Bréfin voru enda seld á tóma skel þar sem allar und­ir­liggj­andi eignir Bakka­varar Group voru veð­­settar upp í topp hjá öðrum kröf­u­höf­­um. Þá er ótalin sú til­­raun þeirra að reyna að halda eignum sínum á kostnað kröf­u­hafa.“

Athuga­semd Lýðs og Ágústs við athuga­semd: End­ur­heimtur af skulda­bréfum Bakka­varar eru reikn­an­leg stærð sem liggur fyr­ir. Töl­urnar tala sínu máli. End­ur­heimtur þess­ara tveggja skulda­bréfa­flokka sem útgefnir voru af Bakka­vör voru að heild­ar­fjár­hæð 30 millj­arðar króna. Upp­runa­leg útgáfa var að fjár­hæð 21 millj­arður króna. Þannig sam­svör­uðu end­ur­heimtur ann­ars vegar 161% af upp­haf­legri fjár­fest­ingu í skulda­bréfa­flokki Bakk 03 1 og 124% í skulda­bréfa­flokki Bakk 05 1. Það er því ekki rétt að tala um að brota­brot af upp­haf­legu fjár­fest­ing­unni hafi inn­heimst. Aug­ljóst er að heim­ildir Kjarn­ans eru úreltar og að áætl­anir heim­ild­ar­manna voru í besta falli ágisk­anir um end­ur­heimtur sem reynd­ust miklum mun meiri. Það sem menn héldu árið 2012 reynd­ist sem betur fer langt frá því að vera rétt. Því hlýtur að bera að fagna og halda okkur við þær stað­reyndir héðan í frá.

Auk þess má vísa í úttekt sem gerð var á starf­­semi líf­eyr­is­­sjóð­anna í aðdrag­anda banka­hruns­ins og kynnt var í apríl 2012 kom fram að sjóð­irnir hefðu tapað sam­tals 170,9 millj­­örðum króna á hluta­bréfum og skulda­bréfum sem útgefin voru af Existu og tengdum aðil­­um. Hlut­­deild þess­­ara aðila, sem voru aðal­­­lega Kaup­­þing, Exista og Bakka­vör, í heild­­ar­tapi líf­eyr­is­­sjóð­anna vegna slíkra bréfa var 44 pró­­sent. Þar af var ætlað tap sjóð­anna vegna Bakka­varar Group 38,6 millj­arðar króna (10,6 millj­arðar króna vegna skulda­bréfa og 28 millj­arðar króna vegna hluta­bréfa).

Athuga­semd Lýðs og Ágústs við athuga­semd: Vakin er athygli á því að end­an­legar end­ur­heimtur upp­haf­legra skulda­bréfa­eig­enda og hlut­hafa Bakka­varar urðu ekki ljósar fyrr en á árinu 2016 þegar BG12 og aðrir hlut­hafar seldu hluta­bréf sín í félag­inu. Þannig urðu tals­vert meiri end­ur­heimtur en vísað er til í umræddri skýrslu sem gefin var út árið 2012 og telur 10,6 millj­arða króna tjón vegna skulda­bréf­anna. Af skulda­bréf­unum varð ekk­ert tjón eins og kom fram í fyrri athuga­semdum okk­ar. Heild­ar­fjár­hæð sem aflað var í almennum hluta­fjár­út­boðum á Íslandi var um 7,2 millj­arðar króna. End­ur­heimtur þess­ara útboða voru 40-50% eftir sölu á hlutum árið 2016. Skýrslan gefur því ekki rétta mynd í dag um end­an­legar end­ur­heimt­ur, hvorki af hluta­bréfum né skulda­bréf­um, enda gerð árið 2012. Í umræðu sem fer fram árið 2020 er eðli­legt að taka til­lit til ofan­greindra stað­reynda. Sér­stak­lega ef það er til þess fallið að gefa rétt­ari mynd af nið­ur­stöð­unni.

Varð­andi ætl­aðar blekk­ingar við sölu á hlutum líf­eyr­is­sjóða í Bakka­vör í byrjun árs 2016 er vert að benda á t.d. orð for­manns orð for­manns VR, stærsta stétt­ar­fé­lags Íslands sem skipar helm­ing stjórn­ar­manna í Líf­eyr­is­sjóð verzl­un­ar­manna.

Athuga­semd Lýðs og Ágústs við athuga­semd: Í upp­hafi skal því haldið til haga að þær yfir­lýs­ingar for­manns VR sem ítrekað hefur ver­ið vísað til af hálfu Kjarn­ans sem stað­reyndar í mál­inu, og eru frá árinu 2017, eru alfarið án inn­stæð­u. Því til stuðn­ings er vísað til opin­berrar yfir­lýs­ingar Ágústar Guð­munds­sonar þann 27. nóv­em­ber 2017, yfir­lýs­ingar þáver­andi stjórn­ar­for­manns Líf­eyr­is­sjóðs versl­un­ar­manna í sam­tali við RÚV í sept­em­ber 2018 varð­andi nið­ur­stöðu könn­unar Deloitte á sölu­ferl­inu, sem og afstöðu Arion banka ­sem Kjarn­inn fjall­aði um í sept­em­ber 2018. Tvær síð­ar­nefndu aðilar tala fyr­ir­ hönd selj­enda. Allir fyrr­greindir aðilar höfn­uðu því að blekk­ingum hafi verið beitt í ferl­inu, enda ekk­ert sem styður þá full­yrð­ingu. Það ber því í besta falli vott um fljót­færni að gleyma því í núver­and­i um­fjöllun Kjarn­ans að vísa til þess­ara stað­reynda.

Athuga­semd 2:

Um orð­heng­ils­hátt er að ræða í athuga­semd bræðr­anna. Salan gekk til baka að kröfu kröfu­hafa Bakka­var­ar. Athuga­semdin snýst um orða­lagið „ógild“, en ekki efn­is­at­riði full­yrð­ing­ar­inn­ar. Salan gekk sann­ar­lega til baka og var þar af leið­andi ekki lengur í gild­i. 

Athuga­semd Lýðs og Ágústs við athuga­semd: Fyrra orða­lag í grein Kjarn­ans um þetta mál gaf til kynna að vafa­samar kring­um­stæður hafi verið uppi í mál­inu sem hafi ógilt umrædda til­færslu. Til skýr­ingar fyrir blaða­mann skal þess get­ið að það er tals­verður munur á „ógildri“ sölu, og þ.a.l. ógild­an­leika þeirra samn­inga sem að baki hennar stóðu. Og svo aftur sölu sem er virt að efni sínu og sam­hliða samið um með sér­stökum hætt­i að gangi til baka, og á hvaða kjörum það verði gert. Í þessu til­viki var um að ræða hið síð­ar­nefnda, þ.e. að salan gekk til baka í sam­ræmi við sam­komu­lag þar um, en ekki í ljósi ein­hverra ann­marka eða ógild­an­legra ástæðna. Það er því fjarri lagi að um orð­heng­ils­hátt hafi verið að ræða. ­Með upp­runa­legu fram­sali hluta­fjár í Bakka­vör til félags í eigu Bakka­var­ar­bræðra var ekki verið að ­reyna að halda eignum á kostnað kröfu­hafa eins og Kjarn­inn hefur haldið fram. Þvert á móti var með­ þeim gjörn­ingi verið að koma eignum í skjól frá erlendum kröfu­höfum sam­stæð­unnar til hags­bóta ­fyrir alla kröfu­hafa eins og raunin varð.

Athuga­semd 3: 

Beðist er vel­virð­ingar á rang­færslum um að Lýður Guð­munds­son hafi stigið fyrst til hliðar sem stjórn­ar­for­maður Bakka­varar Group á árinu 2013. Það gerð­ist 2017 og hefur verið leið­rétt í við­eig­andi skrifum Kjarn­ans. Að öðru leyti á athuga­semdin ekki við umfjöllun Kjarn­ans um mál­ið.

Athuga­semd Lýðs og Ágústs við athuga­semd: Ekki er rétt með farið af hálfu Kjarn­ans þegar sagt er að umfjöllun þess eigi ekki að öðru leyt­i við en hvað ártalið varð­ar. Rétt er að ítreka fram­settar ástæður þess að Lýður Guð­munds­son stíg­ur ­niður sem for­maður stjórnar Bakka­varar Group. Á­stæða þess að hann stígur niður voru til þess að upp­fylla góða stjórn­ar­hætti skráðra félaga í Bret­landi og að tryggja félag­inu sæti í FTSE 250 vísi­töl­unni þar sem Bakka­var­ar­bræður voru meiri­hluta­eig­endur við skrán­ingu og Ágúst for­stjóri. Á þeim tíma­punkti hafði BG 12 hóp­ur­inn selt eign­ar­hlut s­inn í Bakka­vör og hafði þ.a.l. afstaða þeirra ekk­ert með þá ákvörðun að gera að hann stígur nið­ur­, líkt og ítrekað hefur verið haldið fram í Kjarn­anum og rétt er að leið­rétta.

Athuga­semd 4:

Það að fjár­fest­ingar Bakka­varar hafi oft farið fram á yfir­verði byggir bæði á mati fjöl­margra heim­ild­ar­manna sem komið hafa að málum félags­ins eftir banka­hrun og heim­ild­ar­manna sem starfa í fjár­mála­geir­anum í Bret­landi. Það að félagið hafi verið afar skuld­sett ætti ekki að vera vafa­at­riði.

Athuga­semd Lýðs og Ágústs við athuga­semd: Svar Kjarn­ans er tals­vert úr sam­hengi við upp­runa­lega umfjöllun og því mis­vísandi.

Athuga­semd 5: 

Ekki virð­ist vera gerð athuga­semd við að fram­setn­ing Kjarn­ans sé röng heldur þá mynt sem hún er rétti­lega sett fram í og því ekki nauð­syn­legt að svara athuga­semd­inni frek­ar.

Athuga­semd Lýðs og Ágústs við athuga­semd: Með hlið­sjón af fram­setn­ingu Kjarn­ans þá er því gefið undir fót­inn að með því að greiða minna en eina krónu fyrir hlut­inn að þá hafi greiðslan verið óeðli­leg í ein­hverjum skiln­ingi. Þetta eru vill­and­i ­skrif því að félagið var skráð í Bret­landi á umræddum tíma og þar í landi er heim­ilt að greiða eitt pence fyrir hvern hlut. Því skiptir máli undir hvaða lands­lögum verið er að sýsla og í hvaða gjald­miðli.

Athuga­semd 6:

Vísað til svars við athuga­semd 1. Stétt­ar­fé­lagið sem skipar helm­ing stjórn­ar­manna í einum þeirra líf­eyr­is­sjóða sem áttu hlut í Bakka­vör hefur lýst því yfir opin­ber­lega að um geti verið að ræða „eitt stærsta fjársvika­­mál Íslands­­­sög­unnar þar sem líf­eyr­is­­sjóðir almenn­ings urðu af millj­­arða tug­um“. Unnið er að því innan þess sjóðs, af hluta stjórn­ar­manna, að setja á fót opin­bera rann­sókn á söl­unni. Morg­un­ljóst er að gagn­rýni á söl­una snýst ekki um þá upp­hæð sem fékkst, heldur þá upp­hæð sem talið er að hlut­hafar hafi getað fengið þegar Bakka­vör var skráð á markað eftir að salan var gengin í gegn. Þann 25. jan­ú­ar 2016 keypti félag í eigu bræðr­anna 46 pró­­sent hlut BG12 ehf., félags í eig­u ­Arion ­banka, Líf­eyr­is­­sjóðs verzl­un­­ar­­manna, Gildi líf­eyr­is­­sjóðs, fleiri minni líf­eyr­is­­sjóða og fag­fjár­­­festa, á 147 millj­­ónir punda. Það þýddi að áætlað heild­­ar­verð­­mæti félags­­ins nam um 320 millj­­ónum punda. Rúm­lega ári síðar var það vel yfir eitt þús­und millj­ónum punda. 

Athuga­semd Lýðs og Ágústs við athuga­semd: Rétt er að halda því til haga að á sínum tíma voru það selj­endur hluta­bréf­anna í Bakka­vör ­sem ósk­uðu eftir sölu­ferli á hlut­un­um. Tíma­setn­ing söl­unnar var því alfarið á þeirra for­ræði. Til­ við­bótar er vísað aftur til svars við athuga­semd 1, sem og opin­berra yfir­lýs­inga Arion og Líf­eyr­is­sjóðs versl­un­ar­manna sem hafa hafnað þeim yfir­lýs­ingum sem settar hafa verið fram.

Full ástæða er til að bregð­ast við óná­kvæmri fram­setn­ingu á stofnsveit­ar­fé­lagi Bakka­var­ar, sem var Sel­tjarn­ar­nes. Það helg­ast af því að starfs­stöð var um skeið, á upp­hafs­árum félags­ins, á Suð­ur­nesj­um. Það hefur verið leið­rétt í við­eig­andi umfjöllun Kjarn­ans./ÞSJ

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Yfirlitsmynd af öllum fyrirhuguðum landfyllingum og dýpkunarsvæði.
Vilja dýpka Viðeyjarsund og losa efni við Engey
Til að dýpka Viðeyjarsund í 10 og 12,5 metra, líkt og Faxaflóahafnir stefna að, þarf að fjarlægja rúmlega þrjár milljónir rúmmetra af efni af hafsbotni. Hluta efnisins á að nýta í landfyllingar en varpa afganginum í hafið við Engey.
Kjarninn 19. janúar 2021
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka.
Sérstakur transskattur „ósanngjarn og óréttlátur“
Þingmaður gagnrýndi á þingi í dag gjald sem Þjóðskrá rukkar fólk sem vill breyta skráningu á kyni sínu. „Þingið þarf að viðurkenna að þarna varð okkur á í messunni, leiðrétta mistökin og afnema transskattinn strax.“
Kjarninn 19. janúar 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, sem myndi gera afneitun helfararinnar refsiverða á Íslandi.
Vilja gera það refsivert að afneita helförinni
Tveggja ára fangelsi gæti legið við því að afneita eða gera gróflega lítið úr helförinni gegn gyðingum í seinni heimstyrjöldinni, ef nýtt frumvarp sem lagt hefur verið fram á þingi nær fram að ganga.
Kjarninn 19. janúar 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Enn reynt að banna verðtryggð lán án þess að banna þau að fullu
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram frumvarp sem á að banna veitingu 40 ára verðtryggðra jafngreiðslulána til flestra. Þeir sem eru undanskildir eru hóparnir sem líklegastir eru til að taka lánin. Íslendingar hafa flúið verðtryggingu á methraða.
Kjarninn 19. janúar 2021
Sveinbjörn Indriðason forstjóri Isavia segir hlutafjáraukninguna gera Isavia kleift að ráðast í framkvæmdir til að auka samkeppnishæfni Keflavíkurflugvallar.
Ríkið spýtir fimmtán milljörðum inn í Isavia
Hlutafé í opinbera hlutafélaginu Isavia hefur verið aukið um 15 milljarða króna. Þetta er gert til að mæta tapi vegna áhrifa COVID-faraldursins og svo hægt verði að ráðast í framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli, sem eiga að skapa störf strax á þessu ári.
Kjarninn 19. janúar 2021
Boeing 737 MAX-vélar hafa ekki mátt fljúga í evrópskri lofthelgi frá því í mars 2019.
Evrópsk flugmálayfirvöld ætla að hleypa MAX-vélunum í loftið í næstu viku
Stjórnandi Flugöryggisstofnunar Evrópu boðaði á blaðamannafundi í morgun að Boeing 737 MAX-vélarnar, sem hafa verið kyrrsettar frá því í mars 2019, fái heimild til flugs í evrópskri lofthelgi í næstu viku.
Kjarninn 19. janúar 2021
Nafn Joe Manchin verður það fyrsta sem flýgur upp í huga fréttamanna þegar umdeild þingmál eru lögð fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings. Íhaldssamasti demókratinn mun hafa mikið um að segja hvort þau komist í gegn.
Maðurinn sem Biden þarf að semja við
Sá þingmaður sem talinn er verða með mest ítök í öldungadeild Bandaríkjaþings á komandi misserum er demókratinn Joe Manchin frá Vestur-Virginíu. Ætli demókratar að ná 51 atkvæði með sínum málum þarf að komast að samkomulagi við hann.
Kjarninn 19. janúar 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – „Hvað hefurðu eiginlega á móti lestri?“
Kjarninn 19. janúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar