Athugasemdir frá Lýð og Ágústi Guðmundssonum

Stærstu eigendur Bakkavarar gera athugasemdir við umfjöllun Kjarnans um málefni félagsins.

Lýður og Ágúst Guðmundssynir.
Lýður og Ágúst Guðmundssynir.
Auglýsing

Eft­ir­far­andi „Svör og leið­rétt­ingar vegna ítrek­aðra rang­færsla um mál­efni Bakka­varar í vefrit­inu Kjarn­an­um“ bár­ust frá bræðr­unum Ágústi og Lýð Guð­munds­son, oft­ast kenndum við Bakka­vör, vegna fréttar Kjarn­ans um mál­efni þeirra sem birt­ist 17. maí síð­ast­lið­inn. Frétt­ina má lesa hér til hlið­ar.

Neðst má lesa við­brögð rit­stjórnar Kjarn­ans. 

Svör og leið­rétt­ingar Ágústs og Lýðs:

„Hér fyrir neðan eru nokkrar athuga­semdir og leið­rétt­ingar á margend­ur­teknum rang­færslum er lúta að umfjöll­unum um Bakka­vör Group í Bret­landi, sem er skráð félag í Kaup­höll­inni í Lund­únum (e. London Stock Exchange) og m.a. birt­ust í frétt í Kjarn­anum 17. maí s.l. 

Við teljum tíma­bært að koma þessu á fram­færi nú, ekki síst í ljósi þeirrar miklu umræðu sem fer nú fram víða um heim um fals­fréttir og mik­il­vægi þess að vandað sé til verka í frétta­flutn­ingi og að farið sé rétt með stað­reynd­ir.

Þær ein­skorð­ast við umfjöllun þessar til­teknu fréttar og því sem snýr að Bakka­vör Group.

1. Full­yrð­ing: 

Undir kafl­anum „Slæmur rekstur tryggði fjórð­ungs­hlut“ er því m.a. haldið fram að skulda­bréfa­út­gáfa Bakka­varar Group hafi verið ein sví­virði­leg­ast mis­notkun á trú­girni og oft á tíðum barns­legri ein­feldni líf­eyr­is­sjóð­anna sem átti sér stað fyrir hrun.

Athuga­semd: vænt­an­lega er hér verið að vísa til tveggja skulda­bréfa­flokka Bakka­varar Group hf. sem útgefnir voru árið 2003 (Bakk 03 1) og 2005 (Bakk 05 1).

Sam­kvæmt skil­málum skulda­bréf­anna var ljóst að lánað var út á efna­hags­reikn­ing og fjár­streymi, og engar skorður settar um aðrar lán­tökur eða trygg­ingar til ann­arra lán­veit­anda. Þar að auki kom fram í árs­reikn­ingum sam­stæð­unnar að eignir dótt­ur­fé­laga væru veð­sett­ar. Aðdrótt­anir um að fjár­festar hafi verið með ein­hverju móti blekktir eða skulda­bréf seld á tóma skel eru því rang­ar. 

Vakin er sér­stök athygli á því að skulda­bréfa­eig­endur í þessum tveimur skulda­bréfa­út­gáfum fengu end­an­legar end­ur­heimtur sem nema ann­ars vegar 161% af upp­haf­legri fjár­fest­ingu (Bakk 03 1), sem jafn­gildir 3,76% árlegri ávöxt­un, og hins vegar 124% end­ur­heimtur af upp­haf­legri fjár­fest­ingu (Bakk 05 1) sem jafn­gildir 2,01% árlegri ávöxt­un. 

Auglýsing
Samandregið var upp­runa­leg útgáfa beggja flokka að fjár­hæð tæp­lega 21 millj­arður króna. End­an­legar end­ur­heimtur beggja flokka við sölu Bakka­varar árið 2016 voru 30 millj­arðar króna. Þá er vakin athygli á því að flokk­arnir eru útgefnir árið 2003 og 2005, og að allir fjár­munir runnu til dótt­ur­fé­laga Bakka­varar í und­ir­liggj­andi eignir og rekstur á þeim tíma. 

2. Full­yrð­ing: 

Undir kafl­anum „Voru stærstu eig­endur Kaup­þings“ þar sem fjallað er m.a. um kaup ELL 182 ehf., félags í eigu bræðr­anna Ágústar og Lýðs (Bakka­var­ar­bræð­ur), í októ­ber 2008 á 40% hlut í Bakka­vör gegn selj­enda­láni. Þar segir í 3. máls­gr.: „Salan var ógild á end­an­um, að und­ir­lagi kröfu­hafa, sem höfðu ekki sömu sýn og bræð­urnir á mál­ið.“ 

Athuga­semd: full­yrð­ing um að salan hafi verið „ógild“ er röng eða í það minnsta vill­andi. Áður en nauða­samn­ingur Exista árið 2010 var klár­aður þá gekk salan til­baka þannig að hluta­bréfin voru fram­seld gegn upp­gjöri á selj­anda­láni sam­kvæmt sam­komu­lagi milli aðila, þ.e. hún var ekki ógild eins og haldið hefur verið fram. 

Til­gang­ur­inn með fram­sali á hluta­bréfum í Bakka­vör Group til félags í eigu Bakka­var­ar­bræðra í októ­ber 2008 var að tryggja það að erlendir kröfu­haf­ar, þá einna helst kröfu­hafar að sam­banka­láni rekstr­ar­fé­lags Bakka­varar sam­stæð­unn­ar, gætu ekki gjald­fellt lánið og gengið að veð­settum und­ir­liggj­andi eignum Bakka­varar Goup. Hefði slíkt jafn­framt haft nei­kvæð keðju­verk­andi áhrif á aðra fjár­mögnun innan sam­stæð­unnar og leitt til gjald­þrots Bakka­varar Group hf. og mögu­lega dótt­ur­fé­laga þess. Við það hefðu skulda­bréfa­eig­endur og hlut­hafar í Bakka­vör Group fengið tak­mark­aðar end­ur­heimt­ur, ef ein­hverj­ar. 

Ákvæði umræddra láns­samn­inga voru á þá leið að ef Bakka­var­ar­bræður myndu missa eign­ar­hlut sinn í Bakka­vör, líkt og gerst hefði ef Exista eða Bakka­vör Group hf. hefðu verið tekin til gjald­þrota­skipta, þá hefði gjald­fell­ing­ar­heim­ild orðið virk (svo­kallað Change of Control ákvæði) ef ein­hverjir aðrir en Bakka­var­ar­bræður færu sam­eig­in­lega með ráð­andi hlut í Bakka­vör Group hf. Þannig hefðu erlendir lán­veit­endur rekstr­ar­fé­laga Bakka­varar getað leyst til sín und­ir­liggj­andi rekstr­ar­fé­lög í Bakka­varar sam­stæð­unni. Um var að ræða raun­veru­lega áhættu á þessum tíma.

Þegar búið var að tryggja að fyrr­greind „Change of Control“ ákvæði yrðu ekki virk voru eign­ar­hlut­irnir í Bakka­vör Group fram­seldir aftur til Exista. Þannig var salan ekki undir neinum kring­um­stæðum ógild, eins og áður hefur komið fram, heldur var fram­salið aftur til Exista í sam­ræmi við ákvæði sam­komu­lags­ins. 

Ákvörðun um að skýla hluta­fjár­eign­inni í Bakka­vör skil­aði á end­anum hlut­höfum og kröfu­höfum Bakka­varar Group hf. tugum millj­arða króna. Á engum tíma­punkti var umrædd til­færsla til þess gerð að halda eignum á kostnað kröfu­hafa eins og haldið hefur verði fram. 

3. Full­yrð­ing: 

Undir kafl­anum „Sögðu norna­veiðar eiga sér stað á Íslandi“ þar sem því er m.a. haldið fram að Lýður hafi neyðst til að hætta sem stjórn­ar­for­maður Bakka­varar á aðal­fundi vorið 2013. 

Athuga­semd: full­yrð­ingin er röng. Lýður gegndi stöðu stjórn­ar­for­manns Bakka­varar í Bret­landi allt til októ­ber 2017 þegar félagið var skráð á London Stock Exchange. Ástæða þess að hann steig niður sem stjórn­ar­for­maður var til þess að upp­fylla góða stjórn­ar­hætti skráðra félaga í Bret­landi og að tryggja félag­inu sæti í FTSE 250 vísi­töl­unni þar sem Bakka­var­ar­bræður voru meiri­hluta­eig­endur við skrán­ingu og Ágúst for­stjóri. 

Þá voru tæp tvö ár frá því að BG12 hóp­ur­inn hafði selt eign­ar­hlut sinn í Bakka­vör og hafði þessi ákvörðun því ekk­ert með afstöðu þeirra að gera líkt og ítrekað hefur verið haldið fram í Kjarn­an­um. 

4. Full­yrð­ing: 

Undir kafl­anum „Voru stærstu eig­endur Kaup­þings“ segir eft­ir­far­andi: „Staða Bakka­varar á þessum tíma var þannig að félagið var að nið­ur­lotum komið og þurfti á fjár­hags­legri end­ur­skipu­lagn­ingu að halda. Hinn mikli vöxt­ur, sem fólst aðal­lega í því að kaupa upp önnur fyr­ir­tæki í mat­væla­iðn­aði, oft á yfir­verði, hafði skilið Bakka­vör eftir afar skuld­sett.“ 

Athuga­semd: ofan­greind full­yrð­ing er röng. Þeir fjár­hags­legu erf­ið­leikar sem Bakka­vör stóð frammi fyrir í lok októ­ber 2008 helg­uð­ust af þremur ástæð­um. Í fyrsta lagi var allt lausafé félags­ins eða 150 millj­ónir punda í vörslu Kaup­þings á Íslandi á þessum tíma og sat því fast eins og kom ítrekað fram opin­ber­lega á þeim tíma, ii) Bakka­vör hafði byggt upp skuld­setta hluta­bréfa­stöðu í öðru skráðu félagi í London með yfir­töku í huga sem Bakka­vör neydd­ist svo til að selja með miklu tapi, og iii) sam­hliða fyrr­greindum atburðum og mik­illi almennri hræðslu við Ísland á alþjóða­fjár­mála­mörk­uðum missti félagið „credit ins­urance“ í Bret­landi sem leiddi til veru­legs útflæðis veltu­fjár. Við útreikn­inga lána­drottna á fjár­hags­stöðu félags­ins (fin­ancial coven­ants) í árs­lok 2008 braut félagið fjár­hags­leg skil­yrði láns­samn­inga af fyrr­greindum ástæð­um. Full­yrð­ingar um að fjár­hags­vand­ræði félags­ins á þessum tíma­punkti hafi verið til­komin vegna lélegra fjár­fest­inga á yfir­verði eiga því ekki við nein rök að styðj­ast. 

5. Full­yrð­ing:

Undir kafl­anum „Slæmur rekstur tryggði fjórð­ungs­hlut“ segir eft­ir­far­andi: „Fjórð­ungs­hlut­inn fengu bræð­urnir að kaupa á fjóra millj­arða króna. Innra virði Bakka­varar miðað við eig­in­fjár­stöðu sam­stæð­unnar var um 20 millj­arðar króna og því ljóst að bræð­urnir voru að greiða minna en eina krónu fyrir hverja nafn­virðis krónu. Þeir voru sem sagt að fá góðan samn­ing.“ 

Athuga­semd: rétt er vekja athygli á því að um var að ræða kaup í bresku félagi og kaup­verðið greitt í pund­um. Því á þessi athuga­semd um að verið sé að greiða minna en nafn­verð einnar íslenskrar krónu ekki við. 

6. Full­yrð­ing: 

Undir kafl­anum „Nýttu sér fjár­fest­inga­leið­ina“ segir eft­ir­far­andi: „Þegar Bakka­var­ar­bræður hófu gegnd­ar­laus upp­kaup á hlutum í Bakka­vör mynd­aði hópur íslenskra aðila, fyrrum kröfu­hafa Bakka­varar sem hafði tapað gríð­ar­legum fjár­hæðum á við­skiptum við félag­ið, blokk á móti bræðr­unum með rúm­lega 50 pró­sent eign­ar­hlut. Bræð­urnir höfðu end­ur­heimt fyr­ir­tækið sem þeir stofn­uðu á Suð­ur­nesj­unum á níunda ára­tug síð­ustu aldar end­ur­skipu­lagt, end­ur­fjár­magnað og án þess að upp­runa­legir kröfu­hafar þess hafi fengið nema brota­brot af þeim pen­ingum sem þeir lán­uðu eða fjár­festu í félag­inu til bak­a.“ 

Auglýsing
Athugasemd:
til við­bótar við athuga­semd við full­yrð­ingu nr. 1 að ofan er bent á að fyrrum kröfu­hafar Bakka­varar sem héldu á eign­ar­hlut í félag­inu fram að sölu félags­ins 2016 töp­uðu ekki á við­skiptum við félag­ið. Því til við­bótar skal bent á að fyrrum hlut­hafar félags­ins héldu 10% eign­ar­hlut í félag­inu í kjöl­far nauða­samn­ings að und­ir­lagi bræðranna, Ágústar og Lýðs. Það er nán­ast eins­dæmi að hlut­hafar hafa ekki þurrkast út að fullu við nauða­samn­ing. Þessi eign­ar­hluti skil­aði upp­runa­legum hlut­höfum Bakka­varar því tæpum 5 millj­örðum króna. Heild­ar­fjár­hæð end­ur­heimtna ofan­greindra tveggja skulda­bréfa­flokka og hlut­hafa eru því tæp­lega 200 millj­ónir punda eða sem sam­svar­aði árið 2016 ca. 35 millj­örðum króna. Ofan­greint „brota­brot“ skulda­bréfa­flokka sem þú vísar til nemur því rúm­lega 1,4 * upp­runa­leg fjár­fest­ing/krafa, þ.e. miðað við láns­fjár­hæð 21 millj­arður og end­ur­heimtur 30 millj­arð­ar. 

Í lokin er svo rétt að leið­rétta að Bakka­vör var ekki stofnað á Suð­ur­nesjum, þótt félagið hafi haft þar starfs­stöðvar um tíma. Fyrstu aðstaða félags­ins var í Reykja­vík en upp­haf félags­ins má rekja til Sel­tjarn­ar­ness eins og heiti þess ber raunar með sér og flestir vita.“Við­brögð frá rit­stjórn Kjarn­ans (ATH. upp­færð 9. júní með athuga­semdum Lýðs og Ágústs við við­brögðum rit­stjórnar Kjarn­ans):

Athuga­semd 1: 

Frétta­flutn­ingur Kjarn­ans byggir á ítar­legri heim­ild­ar­vinnu, meðal ann­ars sam­tölum yfir margra ára skeið við aðila sem fjár­festu í umræddum skulda­bréfa­flokk­um. Þar liggur fyrir að margir við­mæl­endur töldu að um blekk­ingar hafi verið að ræða þegar skulda­bréfa­flokk­arnir voru keyptir til að byrja með. Fyrir því hefur rit­stjóri Kjarn­ans bæði munn­legar og skrif­legar heim­ild­ir. Það kemur skýrt fram í umræddri umfjöllun sem bræð­urnir gera athug­semd við. Þar seg­ir: „Auk þess virð­­ast margir innan líf­eyr­is­­sjóða­­kerf­is­ins vera sam­­mála um að skulda­bréfa­út­­­gáfa Bakka­varar Group hafi verið ein sví­virð­i­­leg­asta mis­­­notkun á trú­­girni og oft á tíðum barns­­legri ein­­feldni sjóð­anna sem átti sér stað fyrir hrun. Bréfin voru enda seld á tóma skel þar sem allar und­ir­liggj­andi eignir Bakka­varar Group voru veð­­settar upp í topp hjá öðrum kröf­u­höf­­um. Þá er ótalin sú til­­raun þeirra að reyna að halda eignum sínum á kostnað kröf­u­hafa.“

Athuga­semd Lýðs og Ágústs við athuga­semd: End­ur­heimtur af skulda­bréfum Bakka­varar eru reikn­an­leg stærð sem liggur fyr­ir. Töl­urnar tala sínu máli. End­ur­heimtur þess­ara tveggja skulda­bréfa­flokka sem útgefnir voru af Bakka­vör voru að heild­ar­fjár­hæð 30 millj­arðar króna. Upp­runa­leg útgáfa var að fjár­hæð 21 millj­arður króna. Þannig sam­svör­uðu end­ur­heimtur ann­ars vegar 161% af upp­haf­legri fjár­fest­ingu í skulda­bréfa­flokki Bakk 03 1 og 124% í skulda­bréfa­flokki Bakk 05 1. Það er því ekki rétt að tala um að brota­brot af upp­haf­legu fjár­fest­ing­unni hafi inn­heimst. Aug­ljóst er að heim­ildir Kjarn­ans eru úreltar og að áætl­anir heim­ild­ar­manna voru í besta falli ágisk­anir um end­ur­heimtur sem reynd­ust miklum mun meiri. Það sem menn héldu árið 2012 reynd­ist sem betur fer langt frá því að vera rétt. Því hlýtur að bera að fagna og halda okkur við þær stað­reyndir héðan í frá.

Auk þess má vísa í úttekt sem gerð var á starf­­semi líf­eyr­is­­sjóð­anna í aðdrag­anda banka­hruns­ins og kynnt var í apríl 2012 kom fram að sjóð­irnir hefðu tapað sam­tals 170,9 millj­­örðum króna á hluta­bréfum og skulda­bréfum sem útgefin voru af Existu og tengdum aðil­­um. Hlut­­deild þess­­ara aðila, sem voru aðal­­­lega Kaup­­þing, Exista og Bakka­vör, í heild­­ar­tapi líf­eyr­is­­sjóð­anna vegna slíkra bréfa var 44 pró­­sent. Þar af var ætlað tap sjóð­anna vegna Bakka­varar Group 38,6 millj­arðar króna (10,6 millj­arðar króna vegna skulda­bréfa og 28 millj­arðar króna vegna hluta­bréfa).

Athuga­semd Lýðs og Ágústs við athuga­semd: Vakin er athygli á því að end­an­legar end­ur­heimtur upp­haf­legra skulda­bréfa­eig­enda og hlut­hafa Bakka­varar urðu ekki ljósar fyrr en á árinu 2016 þegar BG12 og aðrir hlut­hafar seldu hluta­bréf sín í félag­inu. Þannig urðu tals­vert meiri end­ur­heimtur en vísað er til í umræddri skýrslu sem gefin var út árið 2012 og telur 10,6 millj­arða króna tjón vegna skulda­bréf­anna. Af skulda­bréf­unum varð ekk­ert tjón eins og kom fram í fyrri athuga­semdum okk­ar. Heild­ar­fjár­hæð sem aflað var í almennum hluta­fjár­út­boðum á Íslandi var um 7,2 millj­arðar króna. End­ur­heimtur þess­ara útboða voru 40-50% eftir sölu á hlutum árið 2016. Skýrslan gefur því ekki rétta mynd í dag um end­an­legar end­ur­heimt­ur, hvorki af hluta­bréfum né skulda­bréf­um, enda gerð árið 2012. Í umræðu sem fer fram árið 2020 er eðli­legt að taka til­lit til ofan­greindra stað­reynda. Sér­stak­lega ef það er til þess fallið að gefa rétt­ari mynd af nið­ur­stöð­unni.

Varð­andi ætl­aðar blekk­ingar við sölu á hlutum líf­eyr­is­sjóða í Bakka­vör í byrjun árs 2016 er vert að benda á t.d. orð for­manns orð for­manns VR, stærsta stétt­ar­fé­lags Íslands sem skipar helm­ing stjórn­ar­manna í Líf­eyr­is­sjóð verzl­un­ar­manna.

Athuga­semd Lýðs og Ágústs við athuga­semd: Í upp­hafi skal því haldið til haga að þær yfir­lýs­ingar for­manns VR sem ítrekað hefur ver­ið vísað til af hálfu Kjarn­ans sem stað­reyndar í mál­inu, og eru frá árinu 2017, eru alfarið án inn­stæð­u. Því til stuðn­ings er vísað til opin­berrar yfir­lýs­ingar Ágústar Guð­munds­sonar þann 27. nóv­em­ber 2017, yfir­lýs­ingar þáver­andi stjórn­ar­for­manns Líf­eyr­is­sjóðs versl­un­ar­manna í sam­tali við RÚV í sept­em­ber 2018 varð­andi nið­ur­stöðu könn­unar Deloitte á sölu­ferl­inu, sem og afstöðu Arion banka ­sem Kjarn­inn fjall­aði um í sept­em­ber 2018. Tvær síð­ar­nefndu aðilar tala fyr­ir­ hönd selj­enda. Allir fyrr­greindir aðilar höfn­uðu því að blekk­ingum hafi verið beitt í ferl­inu, enda ekk­ert sem styður þá full­yrð­ingu. Það ber því í besta falli vott um fljót­færni að gleyma því í núver­and­i um­fjöllun Kjarn­ans að vísa til þess­ara stað­reynda.

Athuga­semd 2:

Um orð­heng­ils­hátt er að ræða í athuga­semd bræðr­anna. Salan gekk til baka að kröfu kröfu­hafa Bakka­var­ar. Athuga­semdin snýst um orða­lagið „ógild“, en ekki efn­is­at­riði full­yrð­ing­ar­inn­ar. Salan gekk sann­ar­lega til baka og var þar af leið­andi ekki lengur í gild­i. 

Athuga­semd Lýðs og Ágústs við athuga­semd: Fyrra orða­lag í grein Kjarn­ans um þetta mál gaf til kynna að vafa­samar kring­um­stæður hafi verið uppi í mál­inu sem hafi ógilt umrædda til­færslu. Til skýr­ingar fyrir blaða­mann skal þess get­ið að það er tals­verður munur á „ógildri“ sölu, og þ.a.l. ógild­an­leika þeirra samn­inga sem að baki hennar stóðu. Og svo aftur sölu sem er virt að efni sínu og sam­hliða samið um með sér­stökum hætt­i að gangi til baka, og á hvaða kjörum það verði gert. Í þessu til­viki var um að ræða hið síð­ar­nefnda, þ.e. að salan gekk til baka í sam­ræmi við sam­komu­lag þar um, en ekki í ljósi ein­hverra ann­marka eða ógild­an­legra ástæðna. Það er því fjarri lagi að um orð­heng­ils­hátt hafi verið að ræða. ­Með upp­runa­legu fram­sali hluta­fjár í Bakka­vör til félags í eigu Bakka­var­ar­bræðra var ekki verið að ­reyna að halda eignum á kostnað kröfu­hafa eins og Kjarn­inn hefur haldið fram. Þvert á móti var með­ þeim gjörn­ingi verið að koma eignum í skjól frá erlendum kröfu­höfum sam­stæð­unnar til hags­bóta ­fyrir alla kröfu­hafa eins og raunin varð.

Athuga­semd 3: 

Beðist er vel­virð­ingar á rang­færslum um að Lýður Guð­munds­son hafi stigið fyrst til hliðar sem stjórn­ar­for­maður Bakka­varar Group á árinu 2013. Það gerð­ist 2017 og hefur verið leið­rétt í við­eig­andi skrifum Kjarn­ans. Að öðru leyti á athuga­semdin ekki við umfjöllun Kjarn­ans um mál­ið.

Athuga­semd Lýðs og Ágústs við athuga­semd: Ekki er rétt með farið af hálfu Kjarn­ans þegar sagt er að umfjöllun þess eigi ekki að öðru leyt­i við en hvað ártalið varð­ar. Rétt er að ítreka fram­settar ástæður þess að Lýður Guð­munds­son stíg­ur ­niður sem for­maður stjórnar Bakka­varar Group. Á­stæða þess að hann stígur niður voru til þess að upp­fylla góða stjórn­ar­hætti skráðra félaga í Bret­landi og að tryggja félag­inu sæti í FTSE 250 vísi­töl­unni þar sem Bakka­var­ar­bræður voru meiri­hluta­eig­endur við skrán­ingu og Ágúst for­stjóri. Á þeim tíma­punkti hafði BG 12 hóp­ur­inn selt eign­ar­hlut s­inn í Bakka­vör og hafði þ.a.l. afstaða þeirra ekk­ert með þá ákvörðun að gera að hann stígur nið­ur­, líkt og ítrekað hefur verið haldið fram í Kjarn­anum og rétt er að leið­rétta.

Athuga­semd 4:

Það að fjár­fest­ingar Bakka­varar hafi oft farið fram á yfir­verði byggir bæði á mati fjöl­margra heim­ild­ar­manna sem komið hafa að málum félags­ins eftir banka­hrun og heim­ild­ar­manna sem starfa í fjár­mála­geir­anum í Bret­landi. Það að félagið hafi verið afar skuld­sett ætti ekki að vera vafa­at­riði.

Athuga­semd Lýðs og Ágústs við athuga­semd: Svar Kjarn­ans er tals­vert úr sam­hengi við upp­runa­lega umfjöllun og því mis­vísandi.

Athuga­semd 5: 

Ekki virð­ist vera gerð athuga­semd við að fram­setn­ing Kjarn­ans sé röng heldur þá mynt sem hún er rétti­lega sett fram í og því ekki nauð­syn­legt að svara athuga­semd­inni frek­ar.

Athuga­semd Lýðs og Ágústs við athuga­semd: Með hlið­sjón af fram­setn­ingu Kjarn­ans þá er því gefið undir fót­inn að með því að greiða minna en eina krónu fyrir hlut­inn að þá hafi greiðslan verið óeðli­leg í ein­hverjum skiln­ingi. Þetta eru vill­and­i ­skrif því að félagið var skráð í Bret­landi á umræddum tíma og þar í landi er heim­ilt að greiða eitt pence fyrir hvern hlut. Því skiptir máli undir hvaða lands­lögum verið er að sýsla og í hvaða gjald­miðli.

Athuga­semd 6:

Vísað til svars við athuga­semd 1. Stétt­ar­fé­lagið sem skipar helm­ing stjórn­ar­manna í einum þeirra líf­eyr­is­sjóða sem áttu hlut í Bakka­vör hefur lýst því yfir opin­ber­lega að um geti verið að ræða „eitt stærsta fjársvika­­mál Íslands­­­sög­unnar þar sem líf­eyr­is­­sjóðir almenn­ings urðu af millj­­arða tug­um“. Unnið er að því innan þess sjóðs, af hluta stjórn­ar­manna, að setja á fót opin­bera rann­sókn á söl­unni. Morg­un­ljóst er að gagn­rýni á söl­una snýst ekki um þá upp­hæð sem fékkst, heldur þá upp­hæð sem talið er að hlut­hafar hafi getað fengið þegar Bakka­vör var skráð á markað eftir að salan var gengin í gegn. Þann 25. jan­ú­ar 2016 keypti félag í eigu bræðr­anna 46 pró­­sent hlut BG12 ehf., félags í eig­u ­Arion ­banka, Líf­eyr­is­­sjóðs verzl­un­­ar­­manna, Gildi líf­eyr­is­­sjóðs, fleiri minni líf­eyr­is­­sjóða og fag­fjár­­­festa, á 147 millj­­ónir punda. Það þýddi að áætlað heild­­ar­verð­­mæti félags­­ins nam um 320 millj­­ónum punda. Rúm­lega ári síðar var það vel yfir eitt þús­und millj­ónum punda. 

Athuga­semd Lýðs og Ágústs við athuga­semd: Rétt er að halda því til haga að á sínum tíma voru það selj­endur hluta­bréf­anna í Bakka­vör ­sem ósk­uðu eftir sölu­ferli á hlut­un­um. Tíma­setn­ing söl­unnar var því alfarið á þeirra for­ræði. Til­ við­bótar er vísað aftur til svars við athuga­semd 1, sem og opin­berra yfir­lýs­inga Arion og Líf­eyr­is­sjóðs versl­un­ar­manna sem hafa hafnað þeim yfir­lýs­ingum sem settar hafa verið fram.

Full ástæða er til að bregð­ast við óná­kvæmri fram­setn­ingu á stofnsveit­ar­fé­lagi Bakka­var­ar, sem var Sel­tjarn­ar­nes. Það helg­ast af því að starfs­stöð var um skeið, á upp­hafs­árum félags­ins, á Suð­ur­nesj­um. Það hefur verið leið­rétt í við­eig­andi umfjöllun Kjarn­ans./ÞSJ

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið synjar Kjarnanum um aðgang að lögfræðiálitunum sem Lilja aflaði
Mennta- og menningarmálaráðuneytið neitar að afhenda Kjarnanum lögfræðiálitin sem Lilja D. Alfreðsdóttir aflaði í aðdraganda þess að hún ákvað að stefna skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá úrskurði kærunefndar jafnréttismála hnekkt.
Kjarninn 3. júlí 2020
Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Marshall-aðstoð ríkisstjórnarinnar orðin ótímabundin
Róbert Marshall hefur verið ráðinn ótímabundið í stöðu upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, en áður hafði hann verið ráðinn tímabundið í stöðuna til þriggja mánaða.
Kjarninn 3. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Fötin og tískan
Kjarninn 3. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Staðfest: Íslendingar þurfa í sóttkví við komuna til landsins
Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að Íslendingar og aðrir sem búsettir eru hér þurfi að fara aftur í skimun 4-5 dögum eftir komu til landsins og vera í sóttkví þangað til niðurstaða fæst.
Kjarninn 3. júlí 2020
Þörf á öflugra eftirliti af hálfu hins opinbera varðandi málefni erlends vinnuafls
Samkvæmt nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu er árangursríkasta leiðin til að stöðva alvarleg brot í geiranum að stoppa upp í göt í lögum og efla eftirlit opinberra stofnana.
Kjarninn 3. júlí 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók við sem dómsmálaráðherra í september í fyrra. Líkur eru á að hún muni hafa skipað fjóra nýja dómara við Hæstarétt á fyrsta ári sínu sem ráðherra.
Tveir dómarar við Hæstarétt óska lausnar
Fimm dómarar við Hæstarétt hafa óskað lausnar úr starfi á innan við einu ári. Samsetning réttarins hefur því breyst gríðarlega mikið á skömmum tíma. Af þeim sjö sem munu mynda réttinn í nánustu framtíð munu fjórir hafa verið skipaðir frá því í desember.
Kjarninn 3. júlí 2020
Fyrrum eigendur Mjólku vilja skaðabætur frá Mjólkursamsölunni
Stofnendur og fyrrum eigendur Mjólku fara fram á að MS viðurkenni skaðabótaskyldu vegna samkeppnisbrota sem hafi leitt til þess að Mjólka fór í greiðsluþrot. Brot MS hafa verið staðfest fyrir dómstólum og fyrirtækið greitt sektir vegna þeirra.
Kjarninn 3. júlí 2020
Þrettán manns með virk smit á Íslandi – allir í ein­angr­un
Tvö sýni greindust jákvæð við landamæraskimun í gær og þrjú innanlands og eru viðkomandi í einangrun. Alls eru nú 13 manns með virk smit á Íslandi og eru þau öll í einangrun.
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar