Kaupendur gætu setið uppi með tjón vegna fasteignaviðskipta – Kviku stefnt

Fyrrverandi fulltrúi í bæjarstjórn Mosfellsbæjar veltir fyrir sér réttastöðu kaupenda gallaðra íbúða og rétti sveitarfélaga sem semja við fjármálafyrirtæki um uppbyggingu á lóðum.

Auglýsing

Íbúa­hreyf­ingin stofn­aði fyrir nokkrum árum til umræðu í bæj­ar­ráði um ógegn­sæi í við­skiptum Mos­fells­bæjar með lóðir í Sunnu­krika þar sem reisa átti í áföngum allt að 300 her­bergja lúx­us­hót­el. Til upp­rifj­unar gerði Kvika samn­ing við bæinn árið 2017 í nafni Sunnu­bæjar ehf. en að baki félag­inu stóð Fast­eigna­auður V. sem var sjóður fjár­festa sem Kvika var með í stýr­ingu. Íbúa­hreyf­ingin vildi því fá að vita við hverja sveit­ar­fé­lagið væri raun­veru­lega að semja. 

Á þjóð­há­tíð­ar­dag­inn birt­ist umfjöllun í Við­skipta­Mogg­anum um sams­konar við­skiptafléttu í Garðabæ 2017 og 2018 undir yfir­skrift­inni Stefna Kviku fyrir að bæta ekki úr ágöllum á lúxus­í­búðum. Sam­kvæmt frétt­inni höfðu miklir ágallar komið í ljós á lúxus­í­búðum í nýrri bygg­ingu og kaup­endur því stefnt Kviku og fleiri aðilum sem tengj­ast fram­kvæmd­inni. Fram kemur að fólkið hafi talið sig vera að kaupa íbúð­irnar af Kviku en þegar á hólm­inn var komið virð­ist svo ekki ver­a. 

Nú stýrir Kvika hinum ýmsu sjóðum svo­kall­aðra fag­fjár­festa. Sjóð­ur­inn sem átti að fjár­magna verk­efnið í Garðabæ var Fast­eignauður IV. sem aftur stofn­aði einka­hluta­fé­lagið Holts­stíg ehf. til að sjá um fram­kvæmd­ina. Starfs­menn Kviku sátu í stjórn Fast­eigna­auðs IV. Í umræddri frétt segir frá því að það hafi þeir gert á meðan á bygg­ing­unni stóð og þess sér­stak­lega getið að starfs­menn­irnir hafi neitað að gefa kaup­endum upp eign­ar­hald á sjóðn­um. 

Auglýsing
Og nú er úr vöndu að ráða. Hvert á fólkið að leita? Falið eign­ar­hald í fjár­fest­ing­ar­sjóðum var ekki ólög­legt en engu að síð­ur. Hver ber ábyrgð­ina þegar upp er stað­ið? Auk þess. Er sið­ferði­lega verj­andi fyrir opin­beran aðila eins og sveit­ar­fé­lag að taka þátt í alls­endis ógegn­sæjum við­skipt­um? Hvað með siða­reglur full­trúa í sveit­ar­stjórn­um? Og vini þeirra í marg­um­töl­uðu kunn­ingja­sam­fé­lagi? Er hægt að meta þannig tengsl þar sem eign­ar­hald er falið? 

Á ein­hverjum tíma­punkti upp­bygg­ingar seig á ógæfu­hlið­ina í Garða­bæ. Fast­eigna­auður IV. los­aði sig við rekstr­ar­fé­lagið Holts­stíg ehf. til verk­taka­fyr­ir­tæk­is­ins Sel­esar sem byggði hús­ið. Seles reynd­ist síðar eigna­laust og engar bætur þangað að sækja. Bank­inn neitar nú að bæta skað­ann sem kaup­endur íbúð­anna telja sig hafa orðið fyrir og því dóms­mál í upp­sigl­ingu.

Auglýsing
Þetta mál hljómar illa í eyrum Mos­fell­ings vegna samn­ing­anna sem bær­inn gerði við Kviku/Sunnubæ 2017. Ekki síst í ljósi þess að sami háttur var hafður á í samn­ingum um upp­bygg­ingu í Bjark­ar­holt­i/Há­holti, þ.e. falið eign­ar­hald í fjár­fest­ing­ar­sjóði o.s.frv.

Í til­viki við­skipt­anna í Garðabæ telur eng­inn sig bera ábyrgð á tjón­inu og gætu við­skipta­vin­irnir þurft að sitja uppi með það. Svo virð­ist sem Kvika banki telji sig vera lausan allra mála og vekur það upp spurn­ingar um stöð­una í Mos­fells­bæ. Á fund­inum í bæj­ar­ráði (nr. 1330), sem minnst er á í upp­hafi grein­ar, krafði full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­innar bæj­ar­stjóra og þáver­andi bæj­ar­lög­mann svara við því við hverja sveit­ar­fé­lagið væri raun­veru­lega semja, hvernig eign­ar­haldi væri háttað og þar af leið­andi ábyrgð­inni á fyr­ir­hug­uðum fram­kvæmd­um. Bank­inn sjálfur gæti vart talist vera fram­kvæmda­að­il­inn. Svarið við spurn­ing­unni var að Kvika væri primus motor í verk­efn­inu og digrir sjóðir bank­ans ættu að gull­tryggja fram­kvæmd­ina eða eins og segir í fund­ar­gerð:

„Bókun V- og D- lista. Sunnu­bær er dótt­ur­fé­lag Kviku sem er öfl­ugur fjár­fest­ing­ar­banki með 235 millj­arða eigna­safn. Kvika er háð eft­ir­liti Fjár­mála­eft­ir­lits­ins.”

En hefur bank­inn sama skiln­ing á hlut­verki sínu og ábyrgð? Ef marka má frétt­ina um stefnu íbúa í Garðabæ virð­ist svo ekki vera. Bank­inn bregst við með fálæti og fólk veit vart hvert það á að snúa sér til að sækja bæt­ur. Aðrar við­skiptafléttur af sama toga hljóta því að vera í upp­námi. 

Fróð­legt verður að fylgj­ast með því hver fram­vinda máls­ins verð­ur. Eins og það blasir við í frétt­inni er rétt­ar­staða kaup­enda gall­aðra íbúða í Garðabæ engan veg­inn ljós og það þarf að skýra. Ekki ein­ungis fyrir dóm­stól­um, heldur í bæj­ar­stjórnum þeirra sveit­ar­fé­laga sem gerðu sams­konar samn­inga við Kviku og bank­anum mögu­legt að flýja af hólmi, ef illa fer fyrir kaup­endum fyrir dómi. 

Höf­undur var full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­innar í bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæjar 2014 til 2018.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið synjar Kjarnanum um aðgang að lögfræðiálitunum sem Lilja aflaði
Mennta- og menningarmálaráðuneytið neitar að afhenda Kjarnanum lögfræðiálitin sem Lilja D. Alfreðsdóttir aflaði í aðdraganda þess að hún ákvað að stefna skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá úrskurði kærunefndar jafnréttismála hnekkt.
Kjarninn 3. júlí 2020
Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Marshall-aðstoð ríkisstjórnarinnar orðin ótímabundin
Róbert Marshall hefur verið ráðinn ótímabundið í stöðu upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, en áður hafði hann verið ráðinn tímabundið í stöðuna til þriggja mánaða.
Kjarninn 3. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Fötin og tískan
Kjarninn 3. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Staðfest: Íslendingar þurfa í sóttkví við komuna til landsins
Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að Íslendingar og aðrir sem búsettir eru hér þurfi að fara aftur í skimun 4-5 dögum eftir komu til landsins og vera í sóttkví þangað til niðurstaða fæst.
Kjarninn 3. júlí 2020
Þörf á öflugra eftirliti af hálfu hins opinbera varðandi málefni erlends vinnuafls
Samkvæmt nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu er árangursríkasta leiðin til að stöðva alvarleg brot í geiranum að stoppa upp í göt í lögum og efla eftirlit opinberra stofnana.
Kjarninn 3. júlí 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók við sem dómsmálaráðherra í september í fyrra. Líkur eru á að hún muni hafa skipað fjóra nýja dómara við Hæstarétt á fyrsta ári sínu sem ráðherra.
Tveir dómarar við Hæstarétt óska lausnar
Fimm dómarar við Hæstarétt hafa óskað lausnar úr starfi á innan við einu ári. Samsetning réttarins hefur því breyst gríðarlega mikið á skömmum tíma. Af þeim sjö sem munu mynda réttinn í nánustu framtíð munu fjórir hafa verið skipaðir frá því í desember.
Kjarninn 3. júlí 2020
Fyrrum eigendur Mjólku vilja skaðabætur frá Mjólkursamsölunni
Stofnendur og fyrrum eigendur Mjólku fara fram á að MS viðurkenni skaðabótaskyldu vegna samkeppnisbrota sem hafi leitt til þess að Mjólka fór í greiðsluþrot. Brot MS hafa verið staðfest fyrir dómstólum og fyrirtækið greitt sektir vegna þeirra.
Kjarninn 3. júlí 2020
Þrettán manns með virk smit á Íslandi – allir í ein­angr­un
Tvö sýni greindust jákvæð við landamæraskimun í gær og þrjú innanlands og eru viðkomandi í einangrun. Alls eru nú 13 manns með virk smit á Íslandi og eru þau öll í einangrun.
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar