Kaupendur gætu setið uppi með tjón vegna fasteignaviðskipta – Kviku stefnt

Fyrrverandi fulltrúi í bæjarstjórn Mosfellsbæjar veltir fyrir sér réttastöðu kaupenda gallaðra íbúða og rétti sveitarfélaga sem semja við fjármálafyrirtæki um uppbyggingu á lóðum.

Auglýsing

Íbúa­hreyf­ingin stofn­aði fyrir nokkrum árum til umræðu í bæj­ar­ráði um ógegn­sæi í við­skiptum Mos­fells­bæjar með lóðir í Sunnu­krika þar sem reisa átti í áföngum allt að 300 her­bergja lúx­us­hót­el. Til upp­rifj­unar gerði Kvika samn­ing við bæinn árið 2017 í nafni Sunnu­bæjar ehf. en að baki félag­inu stóð Fast­eigna­auður V. sem var sjóður fjár­festa sem Kvika var með í stýr­ingu. Íbúa­hreyf­ingin vildi því fá að vita við hverja sveit­ar­fé­lagið væri raun­veru­lega að semja. 

Á þjóð­há­tíð­ar­dag­inn birt­ist umfjöllun í Við­skipta­Mogg­anum um sams­konar við­skiptafléttu í Garðabæ 2017 og 2018 undir yfir­skrift­inni Stefna Kviku fyrir að bæta ekki úr ágöllum á lúxus­í­búðum. Sam­kvæmt frétt­inni höfðu miklir ágallar komið í ljós á lúxus­í­búðum í nýrri bygg­ingu og kaup­endur því stefnt Kviku og fleiri aðilum sem tengj­ast fram­kvæmd­inni. Fram kemur að fólkið hafi talið sig vera að kaupa íbúð­irnar af Kviku en þegar á hólm­inn var komið virð­ist svo ekki ver­a. 

Nú stýrir Kvika hinum ýmsu sjóðum svo­kall­aðra fag­fjár­festa. Sjóð­ur­inn sem átti að fjár­magna verk­efnið í Garðabæ var Fast­eignauður IV. sem aftur stofn­aði einka­hluta­fé­lagið Holts­stíg ehf. til að sjá um fram­kvæmd­ina. Starfs­menn Kviku sátu í stjórn Fast­eigna­auðs IV. Í umræddri frétt segir frá því að það hafi þeir gert á meðan á bygg­ing­unni stóð og þess sér­stak­lega getið að starfs­menn­irnir hafi neitað að gefa kaup­endum upp eign­ar­hald á sjóðn­um. 

Auglýsing
Og nú er úr vöndu að ráða. Hvert á fólkið að leita? Falið eign­ar­hald í fjár­fest­ing­ar­sjóðum var ekki ólög­legt en engu að síð­ur. Hver ber ábyrgð­ina þegar upp er stað­ið? Auk þess. Er sið­ferði­lega verj­andi fyrir opin­beran aðila eins og sveit­ar­fé­lag að taka þátt í alls­endis ógegn­sæjum við­skipt­um? Hvað með siða­reglur full­trúa í sveit­ar­stjórn­um? Og vini þeirra í marg­um­töl­uðu kunn­ingja­sam­fé­lagi? Er hægt að meta þannig tengsl þar sem eign­ar­hald er falið? 

Á ein­hverjum tíma­punkti upp­bygg­ingar seig á ógæfu­hlið­ina í Garða­bæ. Fast­eigna­auður IV. los­aði sig við rekstr­ar­fé­lagið Holts­stíg ehf. til verk­taka­fyr­ir­tæk­is­ins Sel­esar sem byggði hús­ið. Seles reynd­ist síðar eigna­laust og engar bætur þangað að sækja. Bank­inn neitar nú að bæta skað­ann sem kaup­endur íbúð­anna telja sig hafa orðið fyrir og því dóms­mál í upp­sigl­ingu.

Auglýsing
Þetta mál hljómar illa í eyrum Mos­fell­ings vegna samn­ing­anna sem bær­inn gerði við Kviku/Sunnubæ 2017. Ekki síst í ljósi þess að sami háttur var hafður á í samn­ingum um upp­bygg­ingu í Bjark­ar­holt­i/Há­holti, þ.e. falið eign­ar­hald í fjár­fest­ing­ar­sjóði o.s.frv.

Í til­viki við­skipt­anna í Garðabæ telur eng­inn sig bera ábyrgð á tjón­inu og gætu við­skipta­vin­irnir þurft að sitja uppi með það. Svo virð­ist sem Kvika banki telji sig vera lausan allra mála og vekur það upp spurn­ingar um stöð­una í Mos­fells­bæ. Á fund­inum í bæj­ar­ráði (nr. 1330), sem minnst er á í upp­hafi grein­ar, krafði full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­innar bæj­ar­stjóra og þáver­andi bæj­ar­lög­mann svara við því við hverja sveit­ar­fé­lagið væri raun­veru­lega semja, hvernig eign­ar­haldi væri háttað og þar af leið­andi ábyrgð­inni á fyr­ir­hug­uðum fram­kvæmd­um. Bank­inn sjálfur gæti vart talist vera fram­kvæmda­að­il­inn. Svarið við spurn­ing­unni var að Kvika væri primus motor í verk­efn­inu og digrir sjóðir bank­ans ættu að gull­tryggja fram­kvæmd­ina eða eins og segir í fund­ar­gerð:

„Bókun V- og D- lista. Sunnu­bær er dótt­ur­fé­lag Kviku sem er öfl­ugur fjár­fest­ing­ar­banki með 235 millj­arða eigna­safn. Kvika er háð eft­ir­liti Fjár­mála­eft­ir­lits­ins.”

En hefur bank­inn sama skiln­ing á hlut­verki sínu og ábyrgð? Ef marka má frétt­ina um stefnu íbúa í Garðabæ virð­ist svo ekki vera. Bank­inn bregst við með fálæti og fólk veit vart hvert það á að snúa sér til að sækja bæt­ur. Aðrar við­skiptafléttur af sama toga hljóta því að vera í upp­námi. 

Fróð­legt verður að fylgj­ast með því hver fram­vinda máls­ins verð­ur. Eins og það blasir við í frétt­inni er rétt­ar­staða kaup­enda gall­aðra íbúða í Garðabæ engan veg­inn ljós og það þarf að skýra. Ekki ein­ungis fyrir dóm­stól­um, heldur í bæj­ar­stjórnum þeirra sveit­ar­fé­laga sem gerðu sams­konar samn­inga við Kviku og bank­anum mögu­legt að flýja af hólmi, ef illa fer fyrir kaup­endum fyrir dómi. 

Höf­undur var full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­innar í bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæjar 2014 til 2018.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Um er að ræða enn eitt skrefið í margþættri rannsókn á tilraunum Trump til þess að halda völdum.
Geymdi háleynileg gögn heima hjá sér
Meðal þess sem alríkislögreglan lagði hald á í húsleit á heimili Donalds Trump voru háleynileg gögn sem ekki má opna nema undir öryggisgæslu innan ríkisstofnana Bandaríkjanna.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar