Kaupendur gætu setið uppi með tjón vegna fasteignaviðskipta – Kviku stefnt

Fyrrverandi fulltrúi í bæjarstjórn Mosfellsbæjar veltir fyrir sér réttastöðu kaupenda gallaðra íbúða og rétti sveitarfélaga sem semja við fjármálafyrirtæki um uppbyggingu á lóðum.

Auglýsing

Íbúahreyfingin stofnaði fyrir nokkrum árum til umræðu í bæjarráði um ógegnsæi í viðskiptum Mosfellsbæjar með lóðir í Sunnukrika þar sem reisa átti í áföngum allt að 300 herbergja lúxushótel. Til upprifjunar gerði Kvika samning við bæinn árið 2017 í nafni Sunnubæjar ehf. en að baki félaginu stóð Fasteignaauður V. sem var sjóður fjárfesta sem Kvika var með í stýringu. Íbúahreyfingin vildi því fá að vita við hverja sveitarfélagið væri raunverulega að semja. 

Á þjóðhátíðardaginn birtist umfjöllun í ViðskiptaMogganum um samskonar viðskiptafléttu í Garðabæ 2017 og 2018 undir yfirskriftinni Stefna Kviku fyrir að bæta ekki úr ágöllum á lúxusíbúðum. Samkvæmt fréttinni höfðu miklir ágallar komið í ljós á lúxusíbúðum í nýrri byggingu og kaupendur því stefnt Kviku og fleiri aðilum sem tengjast framkvæmdinni. Fram kemur að fólkið hafi talið sig vera að kaupa íbúðirnar af Kviku en þegar á hólminn var komið virðist svo ekki vera. 

Nú stýrir Kvika hinum ýmsu sjóðum svokallaðra fagfjárfesta. Sjóðurinn sem átti að fjármagna verkefnið í Garðabæ var Fasteignauður IV. sem aftur stofnaði einkahlutafélagið Holtsstíg ehf. til að sjá um framkvæmdina. Starfsmenn Kviku sátu í stjórn Fasteignaauðs IV. Í umræddri frétt segir frá því að það hafi þeir gert á meðan á byggingunni stóð og þess sérstaklega getið að starfsmennirnir hafi neitað að gefa kaupendum upp eignarhald á sjóðnum. 

Auglýsing
Og nú er úr vöndu að ráða. Hvert á fólkið að leita? Falið eignarhald í fjárfestingarsjóðum var ekki ólöglegt en engu að síður. Hver ber ábyrgðina þegar upp er staðið? Auk þess. Er siðferðilega verjandi fyrir opinberan aðila eins og sveitarfélag að taka þátt í allsendis ógegnsæjum viðskiptum? Hvað með siðareglur fulltrúa í sveitarstjórnum? Og vini þeirra í margumtöluðu kunningjasamfélagi? Er hægt að meta þannig tengsl þar sem eignarhald er falið? 

Á einhverjum tímapunkti uppbyggingar seig á ógæfuhliðina í Garðabæ. Fasteignaauður IV. losaði sig við rekstrarfélagið Holtsstíg ehf. til verktakafyrirtækisins Selesar sem byggði húsið. Seles reyndist síðar eignalaust og engar bætur þangað að sækja. Bankinn neitar nú að bæta skaðann sem kaupendur íbúðanna telja sig hafa orðið fyrir og því dómsmál í uppsiglingu.

Auglýsing
Þetta mál hljómar illa í eyrum Mosfellings vegna samninganna sem bærinn gerði við Kviku/Sunnubæ 2017. Ekki síst í ljósi þess að sami háttur var hafður á í samningum um uppbyggingu í Bjarkarholti/Háholti, þ.e. falið eignarhald í fjárfestingarsjóði o.s.frv.

Í tilviki viðskiptanna í Garðabæ telur enginn sig bera ábyrgð á tjóninu og gætu viðskiptavinirnir þurft að sitja uppi með það. Svo virðist sem Kvika banki telji sig vera lausan allra mála og vekur það upp spurningar um stöðuna í Mosfellsbæ. Á fundinum í bæjarráði (nr. 1330), sem minnst er á í upphafi greinar, krafði fulltrúi Íbúahreyfingarinnar bæjarstjóra og þáverandi bæjarlögmann svara við því við hverja sveitarfélagið væri raunverulega semja, hvernig eignarhaldi væri háttað og þar af leiðandi ábyrgðinni á fyrirhuguðum framkvæmdum. Bankinn sjálfur gæti vart talist vera framkvæmdaaðilinn. Svarið við spurningunni var að Kvika væri primus motor í verkefninu og digrir sjóðir bankans ættu að gulltryggja framkvæmdina eða eins og segir í fundargerð:

„Bókun V- og D- lista. Sunnubær er dótturfélag Kviku sem er öflugur fjárfestingarbanki með 235 milljarða eignasafn. Kvika er háð eftirliti Fjármálaeftirlitsins.”

En hefur bankinn sama skilning á hlutverki sínu og ábyrgð? Ef marka má fréttina um stefnu íbúa í Garðabæ virðist svo ekki vera. Bankinn bregst við með fálæti og fólk veit vart hvert það á að snúa sér til að sækja bætur. Aðrar viðskiptafléttur af sama toga hljóta því að vera í uppnámi. 

Fróðlegt verður að fylgjast með því hver framvinda málsins verður. Eins og það blasir við í fréttinni er réttarstaða kaupenda gallaðra íbúða í Garðabæ engan veginn ljós og það þarf að skýra. Ekki einungis fyrir dómstólum, heldur í bæjarstjórnum þeirra sveitarfélaga sem gerðu samskonar samninga við Kviku og bankanum mögulegt að flýja af hólmi, ef illa fer fyrir kaupendum fyrir dómi. 

Höfundur var fulltrúi Íbúahreyfingarinnar í bæjarstjórn Mosfellsbæjar 2014 til 2018.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tibor starfar á Kaffibrennslunni á Laugavegi í Reykjavík.
„Ég get ekki grátið fyrir innan afgreiðsluborðið“
„Ég upplifi þessar bætur sem áverka ofan á áfallið sem við, þau sem lifðum af, vorum þegar að ganga í gegnum,“ segir Vasile Tibor Andor sem lifði eldsvoðann á Bræðraborgarstíg af. „Flest okkar misstu allt sem við eigum og heilsu okkar, von og framtíð.“
Kjarninn 19. júní 2021
Frá vígslu málverkanna í febrúar árið 2018. Síðan þá hafa þau ekki verið sýnd hlið við hlið.
Portrettmyndir Obama-hjónanna gera víðreist um Bandaríkin
Aðsóknarmet var slegið í National Portrait Gallery í Washington D.C. eftir að opinberar portrettmyndir Obama-hjónanna bættust í safneignina árið 2018. Nú eru myndirnar á leið í 11 mánaða reisu vítt og breitt um Bandaríkin.
Kjarninn 19. júní 2021
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar.
Afnám leiguþaks gæti orðið Löfven að falli
Svíþjóð hefur, líkt og önnur lönd í Evrópu, reynt að sporna gegn hröðum leiguverðshækkunum með leiguþaki. Nú gæti farið svo að sænska ríkisstjórnin falli vegna áforma um að afnema slíkar takmarkanir fyrir nýbyggingar.
Kjarninn 18. júní 2021
Frá Akureyri.
Starfsfólki sagt upp á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri
Forseti ASÍ gagnrýnir hagræðingaraðgerðir sem bitna fyrst og fremst á starfsfólki að hennar mati. Heilsuvernd tók við rekstri Öldrunarheimila Akureyrar í apríl á þessu ári.
Kjarninn 18. júní 2021
Kona gengur fram hjá minningarvegg um fórnarlömb COVID-19 í London.
Delta-afbrigðið á fleygiferð á Bretlandseyjum
Tilfellum af COVID-19 fjölgaði um 50 prósent í Bretlandi á einum mánuði frá 5. maí til 7. júní. Smitum af völdum Delta-afbrigðisins svokallaða fjölgaði um tæp 80 prósent milli vikna. Ný bylgja segja sumir en aðrir benda á að hún verði aldrei skæð.
Kjarninn 18. júní 2021
Komum erlendra ferðamanna til landsins fækkaði um 81 prósent milli 2019 og 2020.
Íslendingar eyddu minna á ferðalögum innanlands í fyrra heldur en árið 2019
Heildarútgjöld íslenskra ferðamanna innanlands námu 122 milljörðum króna í fyrra og drógust saman um 14 prósent frá 2019. Hlutfall ferðaþjónustu í landsframleiðslu dróst saman um rúmlega helming á tímabilinu, fór úr átta prósentum niður í 3,9 prósent.
Kjarninn 18. júní 2021
Upplýsingar um alla hluthafa og hversu mikið þeir eiga í skráðum félögum hafa legið fyrir á opinberum vettvangi undanfarið. Þetta telur Persónuvernd stríða gegn lögum.
Persónuvernd telur víðtæka birtingu hluthafalista fara gegn lögum
Vegna nýlegra lagabreytinga hefur verið hægt að nálgast heildarhluthafalista skráðra félaga í Kauphöllinni í samstæðureikningum á vef Skattsins. Persónuvernd telur þessa víðtæku birtingu fara gegn lögum.
Kjarninn 18. júní 2021
Flókið að fást við fólk sem lætur sannleikann ekki þvælast fyrir sér
Kerfið brást Helgu Björgu harðlega eftir að hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa Miðflokksins í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Málið hefur haft margvíslegar alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu hennar.
Kjarninn 18. júní 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar