Að jörðu skaltu aftur verða

Í staðinn fyrir hið línulega hagkerfi, að framleiða, kaupa, henda og kaupa nýtt, kemur hringrásarhagkerfið, þar sem við notum minna, notum betur og endurvinnum, skrifar Freyr Eyjólfsson.

Auglýsing

Molta og sjálfbærni


Sorp er frekar nýlegt fyrirbæri í sögunni. Þegar fornleifafræðingar grafa sig niður í fortíðina er lítið um sorp. Það er lítið minnst á rusl í Íslendingasögunum. Það er vissulega hægt að finna ýmislegt um óþrifnað í gömlum annálum, en Íslendingar voru að jafnaði  nýtnir og hentu litlu sem engu.


Nú erum við að drukkna í rusli.  Sorp hér á landi hefur aukist mikið frá efnahagshruninu 2008 og alls féllu 656 kíló af rusli frá hverjum Íslendingi árið 2017. Íslendingar eru meðal mestu ruslara í Evrópu samkvæmt nýjustu tölum frá Eurostat.  


Amma og afi hentu sjaldan neinu. Sunnudagslærið varð bixí á mánudögum. Afgangur af soðinni ýsa varð að plokkfiski. Brauðsúpa búin til úr afgöngum. Bein notuð sem leikföng. Allt nýtt, engu hent. Matarsóun var ekki til og enginn henti matarleifum. Ef eitthvað skemmdist fór það í köttinn eða hænurnar.


Síðan bara gerðist eitthvað.

Auglýsing

Mengandi og heimskulegt að urða lífrænan úrgang


Sam­kvæmt töl­fræði Um­hverf­is­stofn­unn­ar um úr­gang á Íslandi voru 88.147 tonn af líf­brjót­an­leg­um úr­gangi urðuð árið 2017. Með því að urða lífrænan úrgang verður til metan. Metan er til langs tíma fimmtíu og sjö sinnum verra en CO2 og því ein hættulegasta gróðurhúsaloftegundin.


Það er því bjánalegt að urða lífrænan úrgang – því það er afar mengandi en þetta er líka afar verðmæt auðlind. Það er hægt að búa til ýmislegt: sápur, olíur, metangas til að setja á bíla og moltu. 


Það er mjög umhverfisvænt að jarðgera lífrænan úrgang því það spar­ast um eitt  tonn af CO2 ígild­um fyr­ir hvert tonn sem fer  í jarðgerð frek­ar en urðun. Í staðinn fyrir að láta lífrænan úrgang rotna ofan í jörðinni og láta metnagas gusast út í andrúmsloftið er hægt að búa til moltu og græða upp landið og rækta skóga. 

Plaströr og einnota umbúðir hafa vikið fyrir fjölnota stálrörum og öðru slíku.

Í sumar hófst samstarf Landgræðslunnar og Terra með að nota moltu til uppgræðslu á örfoka land í Krýsuvík á Reykjanesi. Þetta stórt og mikilvægt skref til þess að nýta úrgang betur og innleiða hringrásarhagkerfið – að koma dýrmætum og mikilvægum efnum aftur til baka í umhverfið. Skila auðlindum aftur til jarðarinnar. Til þess að geta notað moltu í landgræðslu er grunnforsenda að flokka sérstaklega lífrænan úrgang og vanda til verka. Það er ánægjulegt að stjórnvöld, atvinnulífið, Landgræðslan og Skógræktin séu komin af stað með slíkt  hringrásarverkefni, að nýta sorpið og rækta jörðina. Þetta er í takt við það sem er að gerast víða um heim.


Hringrásin í Suður-Kóreu


Suður-Kórea er eitt þeirra ríkja sem hafa innleitt hringrásarhagkerfið og framleiða moltu af miklum móð.  Íbúar endurnýta um 95% af öllum lífrænum úrgangi. En fyrir 25 árum síðan var hins vegar ekkert að gerast; sorpið hlóðst upp og olli miklum óhreinindum, veikindum og mengun. Það var almenningur sem krafðist breytinga og stjórnvöld brugðust við - hættu að urða og fóru að jarðgera. Árið 1995 var farið að flokka sérstaklega lífrænan úrgang og 2006 voru sett lög sem bönnuðu urðun á lífrænum úrgangi, öllum gert skylt að flokka og verkefni sem endurnýttu lífrænan úrgang styrkt sérstaklega. Lífrænn úrgangur frá hverju heimili í Suður-Kóreu er mældur og vigtaður og gjöld greidd í samræmi við það. 

Á Íslandi hafa fyrstu skrefin verið stigin með lífrænan úrgang, moltugerð og landgræðslu.  : Karolina Grabowska - PexelsÞetta verkefni hefur leitt til minni matarsóunar, hún hefur dregist saman um 340 grömm á hvern mann daglega og munar nú um í ríflega 50 milljóna manna ríki! Áætlaður heildarsparnaður vegna þessara aðgerða er talin velta á milljörðum. Alls 13 þúsund tonn af lífrænum úrgangi er safnað saman daglega í Suður-Kóreu og endurunnið. Um 30% fer í jarðgerð, 60% í dýrafóður og 10% fer í lífdísel-framleiðslu.


Almenningur tekur þátt í þessu af mikilli alúð og áhuga. Plaströr og einnota umbúðir hafa vikið fyrir fjölnota stálrörum og öðru slíku. Á öllum  lestarstöðvum er sérstök tunna til þess að endurvinna lestarmiðana. Almennir matvælagarðar þar sem fólk ræktar grænmeti hafa sprottið upp eins og gorkúlur um allar borgir þar sem notast er við heimatilbúna moltu sem jarðvegsbæti.  Síðast liðinn áratug hefur fjöldi slíkra garða vaxið hratt, úr sextíu og sex í yfir tvö þúsund garða. Það er meira að segja orðið afar algengt að rækta sveppi í dimmum og rakadrægum kjöllurum fjölbýlishúsa. Hver einasti blettur í stórborgum er nýttur fyrir almenna matarrækt og alls staðar er moltan nýtt til þess að rækta plöntur og mat. Vonandi og mögulega verða þessi verkefni og þessar kóresku stórborgir mikilvægar fyrirmyndir fyrir aðrar borgir og bæi út um allan heim.


 „Save-As-You-Throw - Pay-As-You-Throw“


Fyrirkomulag í þessa átt – að borga fyrir það sem þú hendir og reyna að hvetja fólk til þess að bjarga mikilvægum verðmætum með endurnýtingu og endurvinnslu – hefur dregið úr matarsóun og skapað mikil vermæti. Slíkar tilraunir eru nú í gangi víða um heim, m.a. í Seattle og San Fransisco og sýna strax að mengun og matarsóun verður minni; þetta eru græn verkefni sem skila arði og ánægju út í samfélagið.   


Í staðinn fyrir hið línulega hagkerfi, að framleiða, kaupa, henda og kaupa nýtt, kemur hringrásarhagkerfið, þar sem við notum minna, notum betur og endurvinnum. Það er bæði skemmtilegra og hagkvæmara fyrirbæri. Á Íslandi hafa fyrstu skrefin verið stigin með lífrænan úrgang, moltugerð og landgræðslu. Nú þurfum við að halda áfram og lengra með önnur endurvinnsluefni og koma öllu í fallega, græna hringrás. Ábyrgðin er þín.


Höfundur er samskiptastjóri Terra.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Miklar sveiiflur hafa verið á virði rafmyntarinnar Bitcoin síðasta sólarhringinn.
Kínverjar snúa baki við Bitcoin og verðið fellur
Verð rafmyntarinnar Bitcoin hefur lækkað umtalsvert á undanförnum dögum en náði sér aðeins á strik síðdegis í dag. Kínverjar hafa reynt að stemma stigu við viðskiptum með myntina þar í landi og nýlega var fjölda gagnavera sem grafa eftir myntinni lokað.
Kjarninn 22. júní 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka hringir hér inn fyrstu viðskipti í Íslandsbanka
73 prósent af viðskiptunum voru í Íslandsbanka
Alls námu viðskipti með hlutabréf Íslandsbanka 5,4 milljörðum króna eftir fyrsta viðskiptadag þeirra í Kauphöllinni í dag. Verð bréfanna er nú fimmtungi hærra en útboðsgengi þeirra.
Kjarninn 22. júní 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar