Að jörðu skaltu aftur verða

Í staðinn fyrir hið línulega hagkerfi, að framleiða, kaupa, henda og kaupa nýtt, kemur hringrásarhagkerfið, þar sem við notum minna, notum betur og endurvinnum, skrifar Freyr Eyjólfsson.

Auglýsing

Molta og sjálf­bærniSorp er frekar nýlegt fyr­ir­bæri í sög­unni. Þegar forn­leifa­fræð­ingar grafa sig niður í for­tíð­ina er lítið um sorp. Það er lítið minnst á rusl í Íslend­inga­sög­un­um. Það er vissu­lega hægt að finna ýmis­legt um óþrifnað í gömlum ann­ál­um, en Íslend­ingar voru að jafn­aði  nýtnir og hentu litlu sem engu.Nú erum við að drukkna í rusli.  Sorp hér á landi hefur auk­ist mikið frá efna­hags­hrun­inu 2008 og alls féllu 656 kíló af rusli frá hverjum Íslend­ingi árið 2017. Íslend­ingar eru meðal mestu rusl­ara í Evr­ópu sam­kvæmt nýj­ustu tölum frá Eurosta­t.  Amma og afi hentu sjaldan neinu. Sunnu­dagslærið varð bixí á mánu­dög­um. Afgangur af soð­inni ýsa varð að plokk­fiski. Brauð­súpa búin til úr afgöng­um. Bein notuð sem leik­föng. Allt nýtt, engu hent. Mat­ar­sóun var ekki til og eng­inn henti mat­ar­leif­um. Ef eitt­hvað skemmd­ist fór það í kött­inn eða hæn­urn­ar.Síðan bara gerð­ist eitt­hvað.

Auglýsing


Meng­andi og heimsku­legt að urða líf­rænan úrgangSam­­kvæmt töl­fræði Um­hverf­is­­stofn­unn­ar um úr­­gang á Íslandi voru 88.147 tonn af líf­brjót­an­­leg­um úr­­gangi urðuð árið 2017. Með því að urða líf­rænan úrgang verður til met­an. Metan er til langs tíma fimm­tíu og sjö sinnum verra en CO2 og því ein hættu­leg­asta gróð­ur­húsa­lof­t­eg­und­in.Það er því bjána­legt að urða líf­rænan úrgang – því það er afar meng­andi en þetta er líka afar verð­mæt auð­lind. Það er hægt að búa til ýmis­legt: sáp­ur, olí­ur, metan­gas til að setja á bíla og molt­u. Það er mjög umhverf­is­vænt að jarð­gera líf­rænan úrgang því það spar­­ast um eitt  tonn af CO2 ígild­um fyr­ir hvert tonn sem fer  í jarð­gerð frek­ar en urð­un. Í stað­inn fyrir að láta líf­rænan úrgang rotna ofan í jörð­inni og láta metna­gas gusast út í and­rúms­loftið er hægt að búa til moltu og græða upp landið og rækta skóga. 

Plaströr og einnota umbúðir hafa vikið fyrir fjölnota stálrörum og öðru slíku.

Í sumar hófst sam­starf Land­græðsl­unnar og Terra með að nota moltu til upp­græðslu á örfoka land í Krýsu­vík á Reykja­nesi. Þetta stórt og mik­il­vægt skref til þess að nýta úrgang betur og inn­leiða hringrás­ar­hag­kerfið – að koma dýr­mætum og mik­il­vægum efnum aftur til baka í umhverf­ið. Skila auð­lindum aftur til jarð­ar­inn­ar. Til þess að geta notað moltu í land­græðslu er grunn­for­senda að flokka sér­stak­lega líf­rænan úrgang og vanda til verka. Það er ánægju­legt að stjórn­völd, atvinnu­líf­ið, Land­græðslan og Skóg­ræktin séu komin af stað með slíkt  hringrás­ar­verk­efni, að nýta sorpið og rækta jörð­ina. Þetta er í takt við það sem er að ger­ast víða um heim.Hringrásin í Suð­ur­-KóreuSuð­ur­-Kórea er eitt þeirra ríkja sem hafa inn­leitt hringrás­ar­hag­kerfið og fram­leiða moltu af miklum móð.  Íbúar end­ur­nýta um 95% af öllum líf­rænum úrgangi. En fyrir 25 árum síðan var hins vegar ekk­ert að ger­ast; sorpið hlóðst upp og olli miklum óhrein­ind­um, veik­indum og meng­un. Það var almenn­ingur sem krafð­ist breyt­inga og stjórn­völd brugð­ust við - hættu að urða og fóru að jarð­gera. Árið 1995 var farið að flokka sér­stak­lega líf­rænan úrgang og 2006 voru sett lög sem bönn­uðu urðun á líf­rænum úrgangi, öllum gert skylt að flokka og verk­efni sem end­ur­nýttu líf­rænan úrgang styrkt sér­stak­lega. Líf­rænn úrgangur frá hverju heim­ili í Suð­ur­-Kóreu er mældur og vigtaður og gjöld greidd í sam­ræmi við það. 

Á Íslandi hafa fyrstu skrefin verið stigin með lífrænan úrgang, moltugerð og landgræðslu.  : Karolina Grabowska - PexelsÞetta verk­efni hefur leitt til minni mat­ar­só­un­ar, hún hefur dreg­ist saman um 340 grömm á hvern mann dag­lega og munar nú um í ríf­lega 50 millj­óna manna ríki! Áætl­aður heild­ar­sparn­aður vegna þess­ara aðgerða er talin velta á millj­örð­um. Alls 13 þús­und tonn af líf­rænum úrgangi er safnað saman dag­lega í Suð­ur­-Kóreu og end­ur­unn­ið. Um 30% fer í jarð­gerð, 60% í dýra­fóður og 10% fer í líf­dísel-fram­leiðslu.Almenn­ingur tekur þátt í þessu af mik­illi alúð og áhuga. Plast­rör og einnota umbúðir hafa vikið fyrir fjöl­nota stál­rörum og öðru slíku. Á öll­um  lest­ar­stöðvum er sér­stök tunna til þess að end­ur­vinna lest­ar­mið­ana. Almennir mat­væla­garðar þar sem fólk ræktar græn­meti hafa sprottið upp eins og gorkúlur um allar borgir þar sem not­ast er við heima­til­búna moltu sem jarð­vegs­bæt­i.  Síð­ast lið­inn ára­tug hefur fjöldi slíkra garða vaxið hratt, úr sex­tíu og sex í yfir tvö þús­und garða. Það er meira að segja orðið afar algengt að rækta sveppi í dimmum og raka­drægum kjöll­urum fjöl­býl­is­húsa. Hver ein­asti blettur í stór­borgum er nýttur fyrir almenna mat­ar­rækt og alls staðar er moltan nýtt til þess að rækta plöntur og mat. Von­andi og mögu­lega verða þessi verk­efni og þessar kóresku stór­borgir mik­il­vægar fyr­ir­myndir fyrir aðrar borgir og bæi út um allan heim. „Sa­ve-A­s-You-T­hrow - Pay-A­s-You-T­hrow“Fyr­ir­komu­lag í þessa átt – að borga fyrir það sem þú hendir og reyna að hvetja fólk til þess að bjarga mik­il­vægum verð­mætum með end­ur­nýt­ingu og end­ur­vinnslu – hefur dregið úr mat­ar­sóun og skapað mikil ver­mæti. Slíkar til­raunir eru nú í gangi víða um heim, m.a. í Seattle og San Frans­isco og sýna strax að mengun og mat­ar­sóun verður minni; þetta eru græn verk­efni sem skila arði og ánægju út í sam­fé­lag­ið.   Í stað­inn fyrir hið línu­lega hag­kerfi, að fram­leiða, kaupa, henda og kaupa nýtt, kemur hringrás­ar­hag­kerf­ið, þar sem við notum minna, notum betur og end­ur­vinn­um. Það er bæði skemmti­legra og hag­kvæmara fyr­ir­bæri. Á Íslandi hafa fyrstu skrefin verið stigin með líf­rænan úrgang, moltu­gerð og land­græðslu. Nú þurfum við að halda áfram og lengra með önnur end­ur­vinnslu­efni og koma öllu í fal­lega, græna hringrás. Ábyrgðin er þín.Höf­undur er sam­skipta­stjóri Terra.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins.
Segir fullyrðingar Bjarna rangar
„Það er ánægjulegt að fá loks að ræða þessi mál við þig, og við erum tilbúin til þess hvenær sem er, eins og ósvaraðir tölvupóstar síðustu þriggja ára í innhólfi tölvu þinnar bera vott um,“ segir í bréfi formanns ÖBÍ til fjármálaráðherra.
Kjarninn 29. október 2020
Jeremy Corbyn, fyrrverandi leiðtogi breska Verkamannaflokksins.
Jeremy Corbyn vikið úr Verkamannaflokknum
Fyrrverandi formanni breska Verkamannaflokksins var í dag vikið tímabundið úr flokknum vegna viðbragða sinna við nýrri skýrslu um gyðingaandúð innan flokksins. Corbyn sagði þau mál öll hafa verið blásin upp í pólitískum tilgangi.
Kjarninn 29. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifar undir reglugerðarbreytinguna.
Ísland býður erlenda sérfræðinga velkomna ef þeir eru með milljón á mánuði eða meira
Til að fá langtímavegabréfsáritun til að stunda fjarvinnu á Íslandi þurfa útlendinga að vera með að minnsta kosti eina milljón króna á mánuði. Ef maki er með í för þurfa tekjurnar að vera að minnsta kosti 1,3 milljónir króna.
Kjarninn 29. október 2020
Sjómenn hafa á undanförnum árum ítrekað kvartað til Verðlagsstofu skiptaverðs yfir því hve lágt hráefnaverðið á uppsjávartegundum er á Íslandi.
Margt gæti skýrt að miklu meira sé greitt fyrir síld í Noregi en hér
Verðlagsstofa skiptaverðs birti á dögunum samanburð á síldarverðum í Noregi og á Íslandi, sem sýndi að hráefnisverð síldar var að meðaltali 128 prósentum hærra í Noregi en hér á landi á árunum 2012-2019, á meðan að afurðaverðið var svipað.
Kjarninn 29. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Boðar hertar aðgerðir á landsvísu „sem fyrst“
Sóttvarnalæknir boðar hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins og vill að þær verði samræmdar um allt land. Langflest smit hafa komið upp á höfuðborgarsvæðinu en þeim fjölgar nú á Norðurlandi. Á Austurlandi er ekkert smit.
Kjarninn 29. október 2020
Enn greinast smit hjá starfsfólki og sjúklingum á Landakoti
Smit greinast ennþá hjá starfsfólki og sjúklingum sem voru útsettir á Landakoti fyrir COVID-19. Ekkert nýtt smit hefur greinst utan hins skilgreinda útsetta hóps starfsmanna og sjúklinga.
Kjarninn 29. október 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 25. þáttur: Hefnd köngulóarkonunnar
Kjarninn 29. október 2020
Andlátin í þessari bylgju orðin þrjú
Einn einstaklingur lést á Landspítala síðasta sólarhring vegna COVID-19, samkvæmt tilkynningu á vef spítalans. Andlátin þar eru því tvö á einungis tveimur dögum.
Kjarninn 29. október 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar