Að jörðu skaltu aftur verða

Í staðinn fyrir hið línulega hagkerfi, að framleiða, kaupa, henda og kaupa nýtt, kemur hringrásarhagkerfið, þar sem við notum minna, notum betur og endurvinnum, skrifar Freyr Eyjólfsson.

Auglýsing

Molta og sjálf­bærniSorp er frekar nýlegt fyr­ir­bæri í sög­unni. Þegar forn­leifa­fræð­ingar grafa sig niður í for­tíð­ina er lítið um sorp. Það er lítið minnst á rusl í Íslend­inga­sög­un­um. Það er vissu­lega hægt að finna ýmis­legt um óþrifnað í gömlum ann­ál­um, en Íslend­ingar voru að jafn­aði  nýtnir og hentu litlu sem engu.Nú erum við að drukkna í rusli.  Sorp hér á landi hefur auk­ist mikið frá efna­hags­hrun­inu 2008 og alls féllu 656 kíló af rusli frá hverjum Íslend­ingi árið 2017. Íslend­ingar eru meðal mestu rusl­ara í Evr­ópu sam­kvæmt nýj­ustu tölum frá Eurosta­t.  Amma og afi hentu sjaldan neinu. Sunnu­dagslærið varð bixí á mánu­dög­um. Afgangur af soð­inni ýsa varð að plokk­fiski. Brauð­súpa búin til úr afgöng­um. Bein notuð sem leik­föng. Allt nýtt, engu hent. Mat­ar­sóun var ekki til og eng­inn henti mat­ar­leif­um. Ef eitt­hvað skemmd­ist fór það í kött­inn eða hæn­urn­ar.Síðan bara gerð­ist eitt­hvað.

Auglýsing


Meng­andi og heimsku­legt að urða líf­rænan úrgangSam­­kvæmt töl­fræði Um­hverf­is­­stofn­unn­ar um úr­­gang á Íslandi voru 88.147 tonn af líf­brjót­an­­leg­um úr­­gangi urðuð árið 2017. Með því að urða líf­rænan úrgang verður til met­an. Metan er til langs tíma fimm­tíu og sjö sinnum verra en CO2 og því ein hættu­leg­asta gróð­ur­húsa­lof­t­eg­und­in.Það er því bjána­legt að urða líf­rænan úrgang – því það er afar meng­andi en þetta er líka afar verð­mæt auð­lind. Það er hægt að búa til ýmis­legt: sáp­ur, olí­ur, metan­gas til að setja á bíla og molt­u. Það er mjög umhverf­is­vænt að jarð­gera líf­rænan úrgang því það spar­­ast um eitt  tonn af CO2 ígild­um fyr­ir hvert tonn sem fer  í jarð­gerð frek­ar en urð­un. Í stað­inn fyrir að láta líf­rænan úrgang rotna ofan í jörð­inni og láta metna­gas gusast út í and­rúms­loftið er hægt að búa til moltu og græða upp landið og rækta skóga. 

Plaströr og einnota umbúðir hafa vikið fyrir fjölnota stálrörum og öðru slíku.

Í sumar hófst sam­starf Land­græðsl­unnar og Terra með að nota moltu til upp­græðslu á örfoka land í Krýsu­vík á Reykja­nesi. Þetta stórt og mik­il­vægt skref til þess að nýta úrgang betur og inn­leiða hringrás­ar­hag­kerfið – að koma dýr­mætum og mik­il­vægum efnum aftur til baka í umhverf­ið. Skila auð­lindum aftur til jarð­ar­inn­ar. Til þess að geta notað moltu í land­græðslu er grunn­for­senda að flokka sér­stak­lega líf­rænan úrgang og vanda til verka. Það er ánægju­legt að stjórn­völd, atvinnu­líf­ið, Land­græðslan og Skóg­ræktin séu komin af stað með slíkt  hringrás­ar­verk­efni, að nýta sorpið og rækta jörð­ina. Þetta er í takt við það sem er að ger­ast víða um heim.Hringrásin í Suð­ur­-KóreuSuð­ur­-Kórea er eitt þeirra ríkja sem hafa inn­leitt hringrás­ar­hag­kerfið og fram­leiða moltu af miklum móð.  Íbúar end­ur­nýta um 95% af öllum líf­rænum úrgangi. En fyrir 25 árum síðan var hins vegar ekk­ert að ger­ast; sorpið hlóðst upp og olli miklum óhrein­ind­um, veik­indum og meng­un. Það var almenn­ingur sem krafð­ist breyt­inga og stjórn­völd brugð­ust við - hættu að urða og fóru að jarð­gera. Árið 1995 var farið að flokka sér­stak­lega líf­rænan úrgang og 2006 voru sett lög sem bönn­uðu urðun á líf­rænum úrgangi, öllum gert skylt að flokka og verk­efni sem end­ur­nýttu líf­rænan úrgang styrkt sér­stak­lega. Líf­rænn úrgangur frá hverju heim­ili í Suð­ur­-Kóreu er mældur og vigtaður og gjöld greidd í sam­ræmi við það. 

Á Íslandi hafa fyrstu skrefin verið stigin með lífrænan úrgang, moltugerð og landgræðslu.  : Karolina Grabowska - PexelsÞetta verk­efni hefur leitt til minni mat­ar­só­un­ar, hún hefur dreg­ist saman um 340 grömm á hvern mann dag­lega og munar nú um í ríf­lega 50 millj­óna manna ríki! Áætl­aður heild­ar­sparn­aður vegna þess­ara aðgerða er talin velta á millj­örð­um. Alls 13 þús­und tonn af líf­rænum úrgangi er safnað saman dag­lega í Suð­ur­-Kóreu og end­ur­unn­ið. Um 30% fer í jarð­gerð, 60% í dýra­fóður og 10% fer í líf­dísel-fram­leiðslu.Almenn­ingur tekur þátt í þessu af mik­illi alúð og áhuga. Plast­rör og einnota umbúðir hafa vikið fyrir fjöl­nota stál­rörum og öðru slíku. Á öll­um  lest­ar­stöðvum er sér­stök tunna til þess að end­ur­vinna lest­ar­mið­ana. Almennir mat­væla­garðar þar sem fólk ræktar græn­meti hafa sprottið upp eins og gorkúlur um allar borgir þar sem not­ast er við heima­til­búna moltu sem jarð­vegs­bæt­i.  Síð­ast lið­inn ára­tug hefur fjöldi slíkra garða vaxið hratt, úr sex­tíu og sex í yfir tvö þús­und garða. Það er meira að segja orðið afar algengt að rækta sveppi í dimmum og raka­drægum kjöll­urum fjöl­býl­is­húsa. Hver ein­asti blettur í stór­borgum er nýttur fyrir almenna mat­ar­rækt og alls staðar er moltan nýtt til þess að rækta plöntur og mat. Von­andi og mögu­lega verða þessi verk­efni og þessar kóresku stór­borgir mik­il­vægar fyr­ir­myndir fyrir aðrar borgir og bæi út um allan heim. „Sa­ve-A­s-You-T­hrow - Pay-A­s-You-T­hrow“Fyr­ir­komu­lag í þessa átt – að borga fyrir það sem þú hendir og reyna að hvetja fólk til þess að bjarga mik­il­vægum verð­mætum með end­ur­nýt­ingu og end­ur­vinnslu – hefur dregið úr mat­ar­sóun og skapað mikil ver­mæti. Slíkar til­raunir eru nú í gangi víða um heim, m.a. í Seattle og San Frans­isco og sýna strax að mengun og mat­ar­sóun verður minni; þetta eru græn verk­efni sem skila arði og ánægju út í sam­fé­lag­ið.   Í stað­inn fyrir hið línu­lega hag­kerfi, að fram­leiða, kaupa, henda og kaupa nýtt, kemur hringrás­ar­hag­kerf­ið, þar sem við notum minna, notum betur og end­ur­vinn­um. Það er bæði skemmti­legra og hag­kvæmara fyr­ir­bæri. Á Íslandi hafa fyrstu skrefin verið stigin með líf­rænan úrgang, moltu­gerð og land­græðslu. Nú þurfum við að halda áfram og lengra með önnur end­ur­vinnslu­efni og koma öllu í fal­lega, græna hringrás. Ábyrgðin er þín.Höf­undur er sam­skipta­stjóri Terra.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Atli Viðar Thorstensen
Hamfarasprengingar í Beirút
Kjarninn 8. ágúst 2020
Nýir íbúðareigendur velja nú frekar að taka lán hjá bönkum en lífeyrissjóðum.
Eðlisbreyting á húsnæðislánamarkaði – Lántakendur flýja lífeyrissjóðina
Í fyrsta sinn síðan að Seðlabanki Íslands hóf að halda utan um útlán lífeyrissjóða greiddu sjóðsfélagar upp meira af lánum en þeir tóku. Á sama tíma hafa útlán viðskiptabanka til húsnæðiskaupa stóraukist. Ástæðan: þeir bjóða nú upp á mun lægri vexti.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Alma Möller, landlæknir á upplýsingafundi dagsins.
Alma: Ungt og hraust fólk getur orðið alvarlega veikt
„Það er ekki að ástæðulausu sem við erum í þessum aðgerðum,“ segir Alma D. Möller landlæknir. „Þessi veira er skæð og getur valdið veikindum hjá mjög mörgum ef ekkert er að gert.“ Maður á fertugsaldri liggur á gjörgæslu með COVID-19.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra.
Ferðamálaráðherra: Áhættan er í mínum huga ásættanleg
„Áhættan af því að skima og hleypa fólki inn [í landið] er svo lítil,“ segir ferðamálaráðherra. „Ég bara get ekki fallist á þau rök að hún sé svo mikil að það eigi bara að loka landi og ekki hleypa fólki inn.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Kanaguri Shizo árið 1912 og við enda hlaupsins 1967.
Ólympíuleikunum frestað – og hvað svo?
Þann 24. júlí hefði opnunarathöfn Ólympíuleikanna 2020 átt að fara fram, en heimsfaraldur hefur leitt til þess að leikunum í Tókýó verður frestað um eitt ár hið minnsta. Það er ekki einsdæmi að Ólympíuleikum sé frestað eða aflýst.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þrjú ný innanlandssmit – 112 í einangrun
Þrjú ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og tvö í landamæraskimun. 112 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, á upplýsingafundi almannavarna fyrr á árinu.
Hafa fengið 210 milljónir til baka frá fyrirtækjum sem nýttu hlutabótaleiðina
Alls hafa 44 fyrirtæki endurgreitt andvirði bóta sem starfsmenn þeirra fengu greiddar úr opinberum sjóðum fyrr á árinu vegna minnkaðs starfshlutfalls. Forstjóri Vinnumálastofnunar segist „nokkuð viss“ um að öll fyrirtækin hafi greitt af sjálfsdáðum.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís hafnar gagnrýni Gylfa – „Þekki ekki marga sem ætla að fara hringinn í október“
Ráðherra ferðamála segir gagnrýni hagfræðinga á opnun landamæra slá sig „svolítið eins og að fagna góðu stuði í gleðskap á miðnætti án þess að hugsa út í hausverkinn að morgni.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar