Staðreyndir og spurningar um Icelandair, Landssímareitinn og Lindarvatn ehf.

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR fer hér yfir málefni Icelandair, Landssímareitsins og Lindarvatns, en hann gaf út fyrr í vikunni að hann ætlaði sér að birta yfirlýsingu um málið. Hann segir samantekt sína kalla á að óháð rannsókn fari fram.

Auglýsing

I. Upp­haf­ið/inn­gangur

1. Lind­ar­vatn ehf. var stofnað í maí 1993. Félagið kemst í fréttir árið 2014 þegar félagið var í eigu Pét­urs Þórs Sig­urðs­son­ar, eig­in­manns Jón­ínu Bjart­marz, fv. ráð­herra, og hugð­ist byggja 19 íbúðir við Ing­ólfs­torg. Sam­kvæmt fréttum stóð Pétur í við­ræðum um upp­bygg­ingu á reitnum í 9 ár eða frá 2005.

2. Í des­em­ber 2014 koma nýir eig­endur að Lind­ar­vatni, þegar Dals­nes ehf., 100% í eigu Ólafs Björns­sonar eign­ast félag­ið. Breyt­ingar á stjórn voru sam­þykktar á hlut­hafa­fundi 10. des­em­ber 2014. 

Auglýsing

3. Í árs­reikn­ingi Dals­nes fyrir árið 2014 er 100% eign­ar­hlutur í Lind­ar­vatni met­inn á um 930 m.kr. Segir í skýr­ingum að eignin sé metin á gang­virði.

II. Við­skipti með hluti í Lind­ar­vatni ehf.

4. Í ágúst 2015 kaupir Icelandair Group hf. (IG) ann­ars vegar 50% eign­ar­hlut í Lind­ar­vatni af Dals­nesi á 1,9 ma.kr. og hins vegar gerði Flug­leiða­hótel ehf., dótt­ur­fé­lag IG, leigu­samn­ing um fast­eignir við Lind­ar­vatn sem leigu­sala. Leigu­samn­ing­ur­inn er til 25 ára og segir í árs­reikn­ingi IG að áætlað sé að opna hótel árið 2017. Leigu­samn­ing­ur­inn er und­ir­rit­aður f.h. Flug­leiða­hót­ela af Magneu Þórey Hjálm­ars­dóttur sem er í yfir­stjórn Icelandair Group. Leigu­verð er ekki til­greint í þing­lýstum skjöl­um.

5. Leigu­samn­ing­ur­inn er dag­settur 26. ágúst 2015 og þann 3. sept­em­ber 2015 er hlut­hafa­fundur þar sem skipt er um stjórn í Lind­ar­vatni. Leigu­samn­ing­ur­inn og kaup­samn­ing­ur­inn virð­ast því hafa verið gerðir á sama tíma.

6. Í árs­reikn­ingi Icelandair Group fyrir 2015 segir að í árs­lok 2015 hafi 50% eign­ar­hlutur IG í Lind­ar­vatni verið met­inn á um 1,9 ma.kr. (14,5 m.USD x 130 ISK/­US­D). Á sama tíma var LIVE stærsti hlut­hafi í IG með um 15% eign­ar­hlut.

Í árs­reikn­ingi Dals­nes fyrir árið 2015 var 50% hlutur í Lind­ar­vatni bók­færður á 854 m.kr. Sama ár er sölu­hagn­aður hluta­bréfa Dals­nes um 1 ma.kr. á árinu 2015. Í árs­reikn­ingi er eina breyt­ingin að eign­ar­hlutur í Lind­ar­vatni fer úr 100% í 50%.

7. Þannig virð­ist verð­mæti Lind­ar­vatns hafa auk­ist á þeim 8 mán­uðum sem það var í eigu Dals­nes um 2.900 m.kr., þ.e. úr um 930 m.kr. í árs­lok 2014 í um 3.800 m.kr. m.v. virði sam­kvæmt kaup­samn­ingi í ágúst 2015. Dals­nes, í eigu Ólafs Björns­son­ar, færir hagnað upp á 1.000 m.kr. vegna sölu á 50% eign­ar­hlut á árinu 2015. Engar skýr­ingar eru á því af hverju hagn­aður Dals­nes er 1.000 m.kr. af söl­unni en ekki 1.900 m.kr. Í árs­lok 2015 er 50% eign­ar­hlutur Dals­nes svo met­inn á 854 m.kr. 

8. Til árétt­ing­ar, eina opin­bera breyt­ingin sem verður á Lind­ar­vatni á umræddum 8 mán­uðum á meðan félagið var í eigu félags í eigu Ólafs Björns­sonar er að sam­stæða IG gerir leigu­samn­ing við félagið sem leigusala, leigu­samn­ing sem býr til verð­mæti. Á sama tíma kaupir IG 50% eign­ar­hlut í félag­inu af selj­anda að teknu til­liti til verð­hækk­unar vegna leigu­samn­ings­ins, þ.e. leigu­samn­ings við sam­stæðu IG. IG skuld­bindur sig þannig ann­ars vegar til að greiða leigu sam­kvæmt leigu­samn­ingi og kaupir hins vegar 50% eign­ar­hlut í leigu­taka að teknu til­liti til þeirrar leigu sem sam­stæðan var að skuld­binda sig til að greiða.

III. Stjórn­ar­hættir og skipun í trún­að­ar­stöður

9. Eftir gerð leigu­samn­ings­ins og kaup IG á 50% hlut í Lind­ar­vatni var kosin ný stjórn í Lind­ar­vatni. Á hlut­hafa­fundi 3. sept­em­ber 2015 eru Bogi Nils Boga­son, Árni Helga­son, Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son og Ólafur Björns­son kosnir í stjórn Lind­ar­vatns.

10. Með til­kynn­ingu til fyr­ir­tækja­skrár RSK dags. 23. októ­ber 2015 er til­kynnt um að Davíð Þor­láks­son hafi verið ráð­inn fram­kvæmda­stjóri Lind­ar­vatns.

11. Á þessum tíma var Björgólfur Jóhanns­son fram­kvæmda­stjóri Icelandair Group einnig for­maður Sam­taka atvinnu­lífs­ins eða til mars 2017. Þá var Bogi Nils Boga­son, núver­andi for­stjóri Icelandair Group, fjár­mála­stjóri Icelanda­ir. 

Hall­dór Benja­mín starf­aði hjá Icelandair frá 2010 til jan­úar 2017 síð­ast sem fram­kvæmda­stjóri við­skipta­þró­un­ar. Áður starf­aði Hall­dór m.a. hjá Milestone ehf. Til­kynnt er um ráðn­ingu Hall­dórs sem fram­kvæmda­stjóra Sam­taka atvinnu­lífs­ins í des­em­ber 2016 og fer hann úr stjórn Lind­ar­vatns í apríl 2017. Hall­dór var einnig í stjórn sam­bands ungra sjálf­stæð­is­manna (SUS) í Reykja­vík frá 2007-2009.

12. Davíð var yfir­lög­fræð­ingur Icelandair Group frá 2009 og var ráð­inn til Sam­taka atvinnu­lífs­ins í októ­ber 2017. Hann lætur sam­hliða af störfum sem fram­kvæmda­stjóri Lind­ar­vatns. Áður starf­aði Davíð m.a. hjá Við­skipta­ráði, hjá Askar Capi­tal hf. (sem var í eigu Milestone ehf.) og sem fram­kvæmda­stjóri þing­flokks Sjálf­stæð­is­flokks­ins.

13. Árni Helga­son er starf­andi lög­mað­ur. Árni var áður m.a. vara­for­maður Heimdallar og fram­kvæmda­stjóri þing­flokks Sjálf­stæð­is­flokks­ins.

14. Hall­dór, Davíð og Bogi voru því allir í yfir­manns­stöðum hjá Icelandair þegar IG kaupir 50% eign­ar­hlut í Lind­ar­vatni og sam­stæða IG gerir leigu­samn­ing við Lind­ar­vatn. Þá koma þeir beint að rekstri Lind­ar­vatns f.h. IG í kjöl­far kaupanna, Hall­dór og Bogi sem stjórn­ar­menn og Davíð sem fram­kvæmda­stjóri. 

15. Engar opin­berar upp­lýs­ingar liggja fyrir um aðkomu þeirra að fjár­fest­ingu IG í Lind­ar­vatni og Hall­dór og Davíð segja í yfir­lýs­ingu sinni frá júlí 2020 að þeir hafi ekk­ert komið að fjár­fest­ing­unni. Slíkt vekur upp spurn­ingar þar sem almennt má ætla að  kaup­andi  setji þá aðila í fyr­ir­svar fyrir nýjar fjár­fest­ingar (fé­lög/verk­efni) sem þekkja hvað best til við­kom­andi fjár­fest­ingar eða hafa komið með virkum hætti að ákvörð­un­ar­töku um fjár­fest­ing­una. Þá væri ekki óeðli­legt að Hall­dór, sem fram­kvæmda­stjóri við­skipta­þró­un­ar, og Dav­íð, sem yfir­lög­fræð­ingur IG á þeim tíma, hefðu komið að und­ir­bún­ingi eða ákvarð­ana­töku um fjár­fest­ing­una. 

16. Í því sam­hengi má spyrja:

a. Er það rétt að,  yfir­lög­fræð­ingur og fram­kvæmda­stjóri við­skipta­þró­unar IG, Hall­dór og Dav­íð, hafi í reynd enga aðkomu haft að und­ir­bún­ingi að ákvörðun um kaup IG á hlutum í Lind­ar­vatni og gerð leigu­samn­ings við Flug­leiða­hót­el? Til hvaða ráð­gjafa og starfs­manna eru Hall­dór og Davíð að vísa til í yfir­lýs­ingu sinni frá júlí 2020?

Er það rétt að Hall­dór og Davíð hafi ekki með neinum hætti komið að við­ræðum við Dals­nes, eig­anda Dals­ness eða ráð­gjafa Dals­ness um við­skipt­in, þ.m.t. þá aðila sem tóku sæti í stjórn félags­ins eftir við­skiptin fyrir hönd Dals­ness, kynn­ingu á fjár­fest­ing­unni eða ákvarð­ana­töku innan IG um fjár­fest­ing­una? 

b. Hafi Hall­dór og Davíð ekk­ert komið að ákvörðun um fjár­fest­ing­una vakna spurn­ingar um á hvaða for­sendum þeir hafi verið valdir af IG til að taka sæti í stjórn og fram­kvæmda­stjórn Lind­ar­vatns í kjöl­far fjár­fest­ing­ar­inn­ar? Hvaða aðili, eða ein­ing, innan IG tók ákvörðun um fjár­fest­ing­una og skipan þeirra í trún­að­ar­stöður Lind­ar­vatns? Hvaða reynslu höfðu þeir Hall­dór og Davíð af fast­eigna­þró­un? Hafa ber í huga að almennt er yfir­lög­fræð­ingur stóra alþjóð­legra fyr­ir­tækja  á mark­aði, ekki einnig fram­kvæmda­stjóri í dótt­ur­fé­lagi Almennt mætti telja að staða yfir­lög­fræð­ings Icelanda­ir, svo ekki sé talað um fjár­mála­stjóra, væri fullt starf sem gæfi ekki tíma til þess að sinna fram­kvæmda­stjórn eða stjórn­ar­setu vegna fast­eigna­þró­un­ar­verk­efn­is. Einnig vakna spurn­ingar um hvort þessi skipan telj­ist til góðra stjórn­ar­hátta?

c. Á hvaða for­sendum og á grund­velli hvaða áætl­unar var fjár­fest­ing IG í Lind­ar­vatni ákveð­in? Hvaða aðili kynnti fjár­fest­ing­una fyrir IG og hverjir voru ráð­gjafar í við­ræðum og fjár­fest­ing­ar­ferli? Hvaða upp­lýs­ingar um verð­mæti fjár­fest­ing­ar­innar lágu til grund­vall­ar? Hvaða áreið­an­leika­könnun og verð­mat gerði IG á Lind­ar­vatni fyrir fjár­fest­ingu í félag­in­u? 

d. Hvernig gat Dals­nes útskýrt og IG þar með rétt­lætt að virði hluta í Lind­ar­vatni hækk­aði um 2.900 millj­ónir kr. frá des­em­ber 2014 til ágúst 2015? Hvaða veru­legu breyt­ingar urðu á Lind­ar­vatni sem fjár­fest­ing­ar­kosts sem útskýrir af hverju IG var til­búið að greiða Dals­nesi um 1,9 ma.kr. fyrir 50% eign­ar­hlut í félagi sem Dals­nes keypti 8 mán­uðum áður á um 930 m.kr.? Var það gerð leigu­samn­ings­ins við dótt­ur­fé­lag IG?

IV. Skulda­bréfa­út­boð Lind­ar­vatns ehf.

17. Þann 4. febr­úar 2016 sam­þykkti stjórn Lind­ar­vatns ehf. skulda­bréfara­mma að fjár­hæð 6,3 ma.kr. og gáfu út skulda­bréf að fjár­hæð 3,1 ma.kr. Skulda­bréfin voru seld fag­fjár­festum svo sem líf­eyr­is­sjóð­um. Á þeim tíma voru Bogi og Hall­dór í stjórn og Davíð var enn fram­kvæmda­stjóri.

18. Skulda­bréfin eru til 30 ára og bera 3,77% fasta verð­tryggða vexti. Á þeim tíma voru slíkir vextir almennt ekki í boði fyrir fram­kvæmda­lán, þ.e. til greiðslu þró­un­ar- og fram­kvæmda­kostn­aðar vegna bygg­ingu fast­eigna. Skulda­bréfin voru tryggð með trygg­ing­ar­bréfi sem þing­lýst var á 1. veð­rétt á fast­eignum á Lands­símareitn­um. Þá er einnig veð í öllum leigu­samn­ing­um, þ.m.t. við Flug­leiða­hótel ehf. 

19. Fast­eign­irnar voru verð­metnar á 4,5 m.kr. miðað við verð­mat Íslenskra verð­bréfa (ÍV) dags. í febr­úar 2016 og í skil­málum skulda­bréf­anna segir „að loknum fram­kvæmdum og í sam­ræmi við áætl­anir útgef­anda um upp­bygg­ingu og væntar leigu­tekjur er áætlað verð­mat reits­ins ISK 10.520 millj­.“. Upp­reiknað verð­mæti skulda­bréf­anna má á hverjum tíma aldrei nema hærri fjár­hæð en 75% af metnu virði fast­eign­anna. Í skil­málum skulda­bréf­anna eru svo ýmis fjár­hags­leg skil­yrði, s.s. um eig­in­fjár­hlut­fall, sjóðs­streymi o.fl. sbr. nánar hér.

20. Í frétta­til­kynn­ingu frá ÍV vegna útgáf­unnar segir að ÍV hafi verið umsjón­ar­að­ili skulda­bréfa­út­gáf­unnar og miðl­aði henni ásamt RU ráð­gjöf ehf. til fjár­festa. Þá seg­ir: „Fjár­mögnun Lind­ar­vatns sýnir fram á styrk Íslenskra verð­bréfa og við­skipta­vina félags­ins til að koma að heild­ar­fjár­mögnun fyr­ir­tækja og verk­efna með mark­aðs­fjár­mögnun á sam­keppn­is­hæfum kjörum og þannig verið drif­kraftur þegar kemur að heild­ar­fjár­mögnun þeirra.“.

21. Af frétta­til­kynn­ing­unni er því ljóst að ÍV starf­aði fyrir Lind­ar­vatn, sem útgef­andi og skuld­ari, við útgáfu og sölu skulda­bréf­anna. Í því felst m.a. gerð fjár­festa­kynn­ing­ar, áætl­unar o.þ.h.

22. Þá verður að ætla að stjórn Lind­ar­vatns, og fram­kvæmda­stjóri, hafa annað hvort útbúið eða hið minnsta yfir­farið og sam­þykkt þær áætl­anir sem ÍV lagði til grund­vallar við sölu skulda­bréf­anna til fjár­festa. 

23. Með vísan til þessa væri æski­legt að vita hver hafi verið aðkoma stjórnar Lind­ar­vatns og fram­kvæmda­stjóra að gerð þeirra kynn­inga og áætl­ana sem kynntar voru fjár­fest­um  (líf­eyr­is­sjóð­um) vegna útgáfu skulda­bréf­anna. Er það einnig rétt, svo vitnað sé til yfir­lýs­ingar Hall­dórs og Dav­íðs frá júlí 2020, að fjár­festar hafi aldrei óskað eft­ir, verið boðið upp á eða átt fund með stjórn og fram­kvæmda­stjóra útgef­anda vegna útgáfu skulda­bréfanna?

V. Hlut­verk Íslenskra verð­bréfa; hags­muna­á­rekstrar

24. Í birtum skil­málum skulda­bréf­anna kemur fram að Íslensk verð­bréf hf. (ÍV) sé einnig umboðs­að­ili skulda­bréfa­eig­enda. 

25. Af skil­mál­unum má ráða að ÍV starfi bæði fyrir skuld­ara og kröfu­hafa og hef­ur, sam­kvæmt skil­málum skulda­bréfanna, það hlut­verk að stjórna og sam­ræma aðgerðir vegna fulln­ustu­að­gerða, boða til funda skulda­bréfa­eig­enda, s.s. vegna gjald­fell­ingar o.fl. með öðrum orð­um, þá virð­ist ÍV hafa fengið bæði greitt frá Lind­ar­vatni, sem útgef­anda, og fjár­festum í kjöl­far við­skipt­anna. Óskað er upp­lýs­inga um hvaða fjár­hæðir hafi verið greiddar fyrir þá þjón­ustu, þ.m.t. að aðilar sam­þykki að aflétta trún­aði vegna þess.

26. Í birtum útdrætti úr stefnu ÍV um hags­muna­á­rekstra seg­ir  að félagið hafi sett sér stefnu um hags­muna­á­rekstra til að koma í veg fyrir að hags­muna­á­rekstrar hafi áhrif á við­skipta­vini félags­ins, orð­spor þess eða verð­bréfa­mark­að­inn í heild.

27. Í ljósi þess að ÍV var fengið til að vinna verk­efni fyrir Lind­ar­vatn, sem útgef­anda, og sá ekki aðeins um sölu skulda­bréfa til fjár­festa heldur öll sam­skipti við fjár­festana, sbr. yfir­lýs­ingu Hall­dórs og Dav­íðs, er óskað upp­lýs­inga um hvernig ÍV gætti að hags­muna­á­rekstrum í tengslum við verk­efn­ið? Þá er óskað upp­lýs­inga um hvernig ÍV sinnti eft­ir­fylgni við skil­mála skulda­bréfanna, f.h. kröfu­hafa, og gætti hags­muna kröfu­hafa gagn­vart Lind­ar­vatni sem útgef­anda.

VI. Skil­mála­breyt­ing skulda­bréfa

28. Þann 27. mars 2020 sam­þykktu skulda­bréfa­eig­endur LIND 16 1 breyt­ingar á skil­málum skulda­bréf­anna og að veita Íslands­banka hf. veð­leyfi og leyfa þing­lýs­ingu á trygg­ing­ar­bréfi að fjár­hæð um 1,7 ma.kr. á fyrsta veð­rétti, fram­fyrir veð­rétt skulda­bréfa­eig­enda.

29. Þannig var trygg­ing­ar­bréf að fjár­hæð um 1,7 ma.kr. gefið út til trygg­ingar skuld Lind­ar­vatns við Íslands­banka sam­kvæmt fram­kvæmda­lána­samn­ingi, dags. 22. maí 2020, þar sem Íslands­banki lof­aði að lána Lind­ar­vatni 1.750 millj­ónir kr. til að fjár­magna bygg­ingu Lind­ar­vatns á hót­eli o.fl. á Lands­símareit. 

30. Skulda­bréfa­eig­endur sam­þykktu að hið nýja lán Íslands­banka fengi 1. veð­rétt og þar með fram­fyrir veð­rétt skulda­bréfa­eig­enda.

31. Sam­þykki skulda­bréfa­eig­enda er háð skil­málum sem finna má í fund­ar­gerð frá fund­in­um. Skil­mál­arnir eru m.a.:

a. Lán frá hlut­hafa að fjár­hæð 1.750 millj­ónir kr. sem tryggt er með 3ja veð­rétti í fast­eignum á Lands­símareit skal hafa verið greitt út að fullu fyrir lán­veit­ingu Íslands­banka.

b. Lán Íslands­banka skal notað til að i) greiða eft­ir­stöðvar fram­kvæmda­kostn­að­ar, ii) end­ur­greiða brú­ar­lán frá Icelandair Group að fjár­hæð 355 m.kr., iii) greiða afborg­anir og vexti af LIND 16 1 á fram­kvæmda­tíma og iv) greiða almennan rekstr­ar­kostn­að.

c. Þá eru aðrir skil­málar s.s. bann við arð­greiðslu, van­skil o.fl.

32. Til­kynn­ing um breyt­ingu skil­mál­anna hefur ekki verið birt í verð­bréfa­mið­stöð.

33. Af fram­an­greindu er ljóst að verk­efni Lind­ar­vatns á Lands­símareit var í upp­námi í mars 2020. 

34. Á veð­banda­yf­ir­liti á eignum Lind­ar­vatns kemur eft­ir­far­andi fram:

1. Veð­rétt­ur: Íslands­banki h/f kr. 1.750.000.000

Útgefið 22.05.2020

2. Veð­rétt­ur: Hand­hafa (skulda­bréfa­út­gáfan) kr. 6.258.000.000

Útgefið 02.03.2016 og var á fyrsta veð­rétti.

3. Veð­rétt­ur: Dals­nes ehf. kr. 4.000.000.000

Útgefið 24.06.2020

Sam­tals eru þetta kr. 12.008.000.000 sem hvíla á eignum félags­ins.

35. Óskað er upp­lýs­inga um eft­ir­far­andi:

a. Hvenær og á hvaða kjörum Icelandair Group sam­þykkti að lána Lind­ar­vatni neyð­ar­lán að fjár­hæð 355 m.kr.? Í árs­reikn­ingi IG 2019 kemur fram að IG eigi kröfu á Lind­ar­vatn að fjár­hæð 9,3 millj­ónir USD (um 1,1 ma.kr) og hafði hækkað frá fyrra ár þegar krafan var 1,6 millj­ónir USD (um 185 m.kr) Sér­stök athygli er vakin á fréttum um rekstr­ar­stöðu Icelandair á þeim tíma þegar fyr­ir­greiðslan  er lík­lega veitt. 

b. Er það Dals­nes sem er að lána Lind­ar­vatni 1.750 millj­ónir kr. sem hlut­hafi á 3ja veð­rétt? Ef það er rétt af hverju var sam­þykkt að gefa út trygg­ing­ar­bréf að fjár­hæð 4.000 m.kr. fyrir skuld félags­ins við Dals­nes? Af hverju er trygg­ing­ar­bréf rúm­lega tvisvar sinnum hærra heldur en lán hlut­hafans? Eða er Dals­nes að lána félag­inu en hærri fjár­hæð og á hvaða kjörum er lánið veitt?

c. Af hverju sam­þykktu skulda­bréfa­eig­endur að hleypa nýju láni að fjár­hæð 1.750 m.kr. á fyrri veð­rétt, þ.e. fram­fyrir í veð­röð, án þess að öll fjár­hæðin væri greidd inn á skulda­bréf­in?

36. Miðað við fram­an­greinda skil­mála­breyt­ingu skuldar félagið nú a.m.k. 3.500 millj­ónir kr. meira en upp­haf­legar áætl­an­ir, sem stjórn Lind­ar­vatns og fram­kvæmda­stjóri lögðu til grund­vallar í febr­úar 2016. Þá verður skil­mála­breyt­ingin ekki skilin með öðrum hætti en að félagið hafi þurft á neyð­ar­láni að halda frá Icelandair að fjár­hæð 355 m.kr. vegna stöðu félags­ins.

VII. Yfir­lýs­ing núver­andi fram­kvæmda­stjóra Lind­ar­vatns

37. Í júlí 2020 birt­ist yfir­lýs­ing frá núver­andi fram­kvæmda­stjóra Lind­ar­vatns ehf., Jóhann­esi Stef­áns­syni, þar sem full­yrð­ingum mínum var vísað á bug. Segir að fram­kvæmdir Lind­ar­vatns séu að fullu fjár­magn­aðar og að fram­kvæmda­kostn­aður stefni á að verða „innan áætl­ana“.

38. Athuga­semdir mínar hafa byggt á fyr­ir­liggj­andi opin­berum gögnum sem m.a. hafa verið rakin hér að framan og  þetta var í fyrsta sinn sem Jóhann­es, eða fyr­ir­svars­menn Lind­ar­vatns, reyna að svara athuga­semdum mín­um. Segir fram­kvæmda­stjór­inn Jóhannes að „Ragnar Þór Ing­ólfs­son hefur und­an­farna mán­uði farið með him­in­skautum um verk­fram­kvæmdir á Lands­símareitn­um.“. 

39. Athygli vekur einnig að í yfir­lýs­ing­unni er hvergi vísað til þeirra upp­lýs­inga sem nú liggja fyrir um skil­mála­breyt­ingu skulda­bréfanna, sbr. hér að fram­an. Það er því veru­lega vill­andi að fram­kvæmda­stjór­inn gefi yfir­lýs­ingu um að félagið sé að fullu fjár­magnað án þess að geta um skil­mála­breyt­ing­una. Fram­kvæmda­stjóri Lind­ar­vatns lét eins og félagið sigldi lygnan sjó og vék sér undan því að fjalla um við­bót­ar­lán­töku Lind­ar­vatns frá hlut­hafa, neyð­ar­lánið frá Icelandair og gerði yfir­höfuð engar efn­is­legar athuga­semdir við full­yrð­ingar mínar um stöðu félags­ins og verk­efn­is­ins.

VIII. Frétta­til­kynn­ing Hall­dórs og Dav­íðs 

40. Þann 25. júlí 2020 birt­ist frétt á heima­síðu sa.is þar sem full­yrð­ingar mín­ar, í við­tali við Frétta­blaðið eru sagðar ósann­ar.

41. Frétta­til­kynn­ingin er und­ir­rituð af Hall­dóri Benja­mín Þor­bergs­syni, hag­fræð­ingi og fram­kvæmda­stjóra Sam­taka atvinnu­lífs­ins (SA), og Davíð Þor­láks­syni, lög­fræð­ingi og for­stöðu­manni sam­keppn­is­hæfn­is­sviðs SA.

42. Af fram­setn­ingu frétt­ar­innar verður ekki annað ráðið en að um sé að ræða yfir­lýs­ingu tveggja ein­stak­linga sem eru í starfi hjá SA. Athygli vekur hins vegar að fréttin er birt á heima­síðu sam­tak­anna eins og um sé að ræða yfir­lýs­ingu SA. Verður því að álykta að stjórn SA sé sam­mála yfir­lýs­ing­unni og að hún birt­ist á heima­síðu sam­tak­anna án nokk­urra fyr­ir­vara um að þetta sé yfir­lýs­ing starfs­manna en ekki sam­tak­anna sjálfra.

43. Í yfir­lýs­ingu Hall­dórs og Dav­íðs eru til­greind fimm efn­is­at­riði sem þeir halda fram að ekki fáist stað­ist í við­tal­inu við Frétta­blaðið .

a. Í fyrsta lagi er til þess vísað að Hall­dór og Davíð hafi ekki komið til starfa hjá SA þegar end­ur­fjár­mögnun Lind­ar­vatns hafi átt sér stað í mars 2016. Hall­dór hafi komið til starfa í lok árs 2016 og Davíð í lok árs 2017. Ekki er ljóst af hverju Hall­dór og Davíð til­taka þetta þar sem eng­inn hefur haldið því fram að þeir hafi komið að Lind­ar­vatni eftir að þeir urðu starfs­menn SA. Aftur á móti hefur verið fjallað um aðkomu Hall­dórs og Dav­íðs að Lind­ar­vatni í tengslum við fyrri störf þeirra hjá Icelanda­ir. 

Í yfir­lýs­ingum mínum hefur komið fram að Hall­dór og Davíð hafi verið í störfum hjá Icelandair Group (IG) þegar IG tók ákvörðun um fjár­fest­ingu í Lind­ar­vatni og gerð leigu­samn­ings­ins. Þeir hafi í kjöl­farið tekið við trún­að­ar­störfum hjá Lind­ar­vatni og sinnt þeim sam­hliða störfum sínum hjá IG. Þá hafi þeir verið í trún­að­ar­stöðum hjá Lind­ar­vatni (og IG) þegar stjórn Lind­ar­vatns sam­þykkti útgáfu skulda­bréfa sem seld voru fjár­festum svo sem líf­eyr­is­sjóð­um. Þeir voru einnig í stjórn Lind­ar­vatns þegar ÍV var fengið sem ráð­gjafi félags­ins, m.a. við gerð áætl­ana. Loks hafi þeir verið í trún­að­ar­störfum fram á árið 2017 (Hall­dór fór úr stjórn í mars 2017 og Davíð hætti sem fram­kvæmda­stjóri í októ­ber 2017) en á þeim tíma mátti vera ljóst að óvissa væri um verk­efnið og þar með þeim áætl­unum sem lágu til grund­vallar fjár­mögnun félags­ins, sbr. m.a. yfir­lýs­ingu í árs­reikn­ingi IG um að hótel á Lands­símareitnum eigi að opna 2017.

Athuga­semdir mínar hafa m.a. beinst að gern­ingum IG og Lind­ar­vatns á þeim tíma þegar Hall­dór og Davíð voru þar við störf. 

Hins vegar vekur óneit­an­lega athygli að sömu aðilar skuli fara á sama tíma til starfa hjá SA, sér­stak­lega í ljósi þess að IG sam­þykkti að kaupa 50% hlut í félagi á verði sem hækk­aði verð­mæti félags­ins um 2.900 millj­ónir kr. á 8 mán­uð­um. Fjár­fest­ing að fjár­hæð um 1,9 m.kr. þar sem Dals­nes færði sölu­hagnað að fjár­hæð 1.000 millj­ónir kr., fjár­fest­ing sem virð­ist vera upp­námi og fjár­fest­ing þar sem allar áætl­an­ir, sem sam­þykktar voru af þáver­andi stjórn Lind­ar­vatns í tengslum við sölu skulda­bréfa til líf­eyr­is­sjóða, hafa brugð­ist og mátti vera ljóst að gætu ekki stað­ist.

b. Í öðru lagi er til þess vísað að Hall­dór og Davíð detti ekki í hug að beita líf­eyr­is­sjóði þrýst­ingi þegar kemur að fjár­fest­ing­ar­á­kvörð­un­um.

Í íslensku þjóð­lífi er því miður algengt að stjórn­mála­menn og fyr­ir­svars­menn eft­ir­lits­að­ila gefa yfir­lýs­ingar um að líf­eyr­is­sjóðir eigi að taka þátt í þessu verk­efni eða hinu, hvort heldur sem um er að ræða fjár­fest­ingu í grænum skulda­bréfum eða fyr­ir­mæli eft­ir­lits­að­ila um sjálfs­sköpuð gjald­eyr­is­höft á kostnað líf­eyr­is­þega. Þá eru alþekkt dæmi þess að stað­bundnir líf­eyr­is­sjóðir taki þátt í verk­efnum á starfs­svæði sínum og séu ítrekað hvattir til að taka þátt í slíku. Eru jafn­vel dæmi um að líf­eyr­is­sjóðir hafi komið að félögum til að taka þátt í slíkum verk­efn­um.

Að sama skapi leggja starfs­menn fyr­ir­tækja áherslu á að fá líf­eyr­is­sjóði með í verk­efni eða taki þátt í fjár­fest­ing­um, s.s. útboði. Til dæmis birt­ist í vik­unni við­tal við núver­andi for­stjóra Icelandair Group, Boga Nils Boga­son, fyrr­ver­andi stjórn­ar­mann Lind­ar­vatns, að félagið „ein­beitir sér að við­ræðum við líf­eyr­is­sjóð­ina“. Verður við­talið ekki skilið með öðrum hætti en að Bogi, sem for­stjóri Icelandair og fyrr­ver­andi stjórn­ar­maður í Lind­var­vatni, sé í við­ræðum við líf­eyr­is­sjóði um að kaupa hluta­bréf í félag­inu. Vænt­an­lega er hann að hvetja líf­eyr­is­sjóði til kaupanna. Athygli vekur að minna er rætt um lof­orð og fyr­ir­ætl­anir félaga í Sam­tökum atvinnu­lífs­ins um þátt­töku í útboð­in­u. 

c. Í þriðja lagi segir að líf­eyr­is­sjóð­irnir hafi ekki fjár­magnað kaup á Lind­ar­vatni árið 2015. Kaupin hafi verið fjár­mögnuð af Icelandair sjálfu og án aðkomu líf­eyr­is­sjóð­anna.

Fram hefur komið að frétta­maður Frétta­blaðs­ins hafði rangt eftir Ragn­ari um þetta efn­is­at­riði en Ragnar var að vísa til kaupa líf­eyr­is­sjóða á skulda­bréfum Lind­ar­vatns.

Hins vegar krist­all­ast hug­læg afstaða Hall­dórs, Dav­íðs og SA í þess­ari rang­færslu þar sem þeir segja að kaup Icelandair á félagi séu án aðkomu líf­eyr­is­sjóða. 

Í svar­inu er alfarið horft fram hjá því að á þessum tíma (árs­lok 2015) var LIVE stærsti eig­andi IG með 15% hlut, LSR með 6%, Gildi með 6%, Stafir með 3,6%, Stapi með 3,4%, Sam­ein­aði með 2,8%, LSS með 2% o.fl. Sam­tals voru líf­eyr­is­sjóðir því eig­endur að um 41,5% eign­ar­hlut í Icelandair Group hið minnsta. 

Af því leiðir að verið var að fjár­festa með stuðn­ingi líf­eyr­is­sjóð­anna sem áttu rúm­lega 41,5% hlut í félag­inu. Er það þá skiln­ingur Hall­dórs og Dav­íðs að eig­endur félags­ins fjár­magni það ekki? 

d. Í fjórða lagi segir að eng­inn hjá Icelandair eða Lind­ar­vatni hafi verið í beinum sam­skiptum við líf­eyr­is­sjóð­ina í þessu ferli (vænt­an­lega er átt við útgáfu skulda­bréfanna). Sam­skiptin hafi öll farið fram í gegnum ÍV.

Um þetta efn­is­at­riði má vísa einnig til fyrri umfjöll­un­ar. Stjórn Lind­ar­vatns, sem Hall­dór og Bogi sátu í, hlýtur að hafa útbúið og sam­þykkt þá áætlun sem lögð var til grund­vallar sölu skulda­bréf­anna. Þá hlýtur Dav­íð, sem fram­kvæmda­stjóri félags­ins, að hafa komið að þeirri vinnu.

Þá vekur einnig athygli að af yfir­lýs­ing­unni má ráða að eng­inn frá útgef­anda, þ.e. skuld­ara, hafi hitt kröfu­hafa í tengslum við fjár­fest­ing­una. Þannig hafi ÍV selt skulda­bréf til fjár­festa s.s. líf­eyr­is­sjóða án þess að nokkru sinni hafi verið óskað eftir fundi með fyr­ir­svars­mönnum skuld­ara. Vekur það nokkra athygli í sam­ræmi við aðrar útgáfur og sölu verð­bréfa.

e. Í fimmta lagi segir að Hall­dór og Davíð hafi með engum hætti komið að kaupum á Lind­ar­vatni þegar þeir störf­uðu hjá IG. Það hafi verið aðrir starfs­menn auk ytri ráð­gjafa. 

Um þetta efn­is­at­riði má vísa einnig til fyrri umfjöll­unar en í svar­inu er hvorki upp­lýst um hvaða ráð­gjafar það voru sem komu að kaup­unum fyrir hönd IG né hvaða aðili eða ein­ing innan IG tók ákvörðun um fjár­fest­ing­una. Eina sem vitað er að Hall­dór og Davíð tóku sæti sem stjórn­ar­maður og fram­kvæmda­stjóri í Lind­ar­vatni eftir kaup­in, sam­þykktu áætl­anir sem not­aðar voru við sölu skulda­bréfa og fram á árið 2017. 

IX. Enn er spurn­ingum ósvar­að  

44. Í sam­an­tekt­inni er að finna fjölda spurn­inga, sem sumar hafa komið áður fram og aðrar sem eru nýjar, sem aldrei hefur verið svar­að, hvorki af Lind­ar­vatni, stjórn­ar­mönnum eða fram­kvæmda­stjóra Lind­ar­vatns eða þeim sem að við­skipt­unum komu. Þess í stað hafa aðilar gefið yfir­lýs­ingar án þess að svara kjarna máls­ins.

45. Líf­eyr­is­sjóðir áttu a.m.k. 41% í IG þegar IG ákveður að fjár­festa í Lind­ar­vatni. Fjár­fest­ingin er gerð á sama tíma og gerður er lang­tíma­leigu­samn­ingur um hót­el­in. IG kaupir 50% eign­ar­hlut á 1,9 ma.kr. en félagið var 9 mán­uðum áður metið á 930 m.kr. Verð­mæti félags­ins var því um 3.800 millj­ónir við kaupin en var áður 930 m.kr. Engar upp­lýs­ingar eru um að nokkuð hafi breyst í for­sendum fyrir rekstri Lind­ar­vatns á tíma­bil­inu annað en leigu­samn­ing­ur­inn við IG. Þannig má ætla að leigu­samn­ing­ur­inn við IG hafi aukið verð­mæti félags­ins og að IG hafi greitt hærra kaup­verð vegna leigu­samn­ings við dótt­ur­fé­lag sitt. Upp­lýst er að Dals­nes fékk greitt um 1.900 millj­ónir kr. fyrir 50% hlut en árs­reikn­ingur sýnir „að­eins“ 1.000 millj­óna hagn­að. 

Engar upp­lýs­ingar liggja fyrir um hver var a) ráð­gjafi IG við fjár­fest­ing­una, b) hvaða áreið­an­leika­könnun var fram­kvæmd á Lind­ar­vatni og verð­mat, c) hvaða ein­ing innan IG tók ákvörðun um fjár­fest­ing­una, d) hvaða ráð­gjafar veittu Dals­nesi ráð­gjöf vegna kaupanna, e) hvaða hlut­verk höfðu þeir eftir kaup­in? Í stuttu máli; hvernig gat Icelandair sam­þykkt að kaupa 50% hlut á 1.900 millj­ónir kr. og hver tók þá ákvörðun innan Icelanda­ir?

46. Þá liggur fyrir yfir­lýs­ing Hall­dórs og Dav­íðs, sem yfir­lög­fræð­ingur Icelandair og fram­kvæmda­stjóri við­skipta­þró­unar á þessum tíma, um að þeir hafi ekk­ert komið að við­skipt­un­um. Engu að síður eru þeir skip­aðir í trún­að­ar­stöður hjá Lind­ar­vatni í kjöl­far kaupanna og héldu  áfram í fullu starfi hjá Icelanda­ir. Ef þeir komu ekk­ert af við­skipt­un­um, af hverju voru þeir þá skip­aðir í þessa stöðu? Hver er reynslu þeirra af rekstri fast­eigna­þró­un­ar­fé­lags? Hvernig gátu þeir sinnt þess­ari fjár­fest­ingu sam­hliða störfum sínum hjá IG?

47. Loks tók stjórn Lind­ar­vatns ákvörðun um fjár­mögnun félags­ins með útgáfu skulda­bréfa í febr­úar 2016. Sam­kvæmt skil­málum skulda­bréf­anna liggur áætlun fram­kvæmda til grund­vallar o.fl. Hvenær var stjórn Lind­ar­vatns ljóst að áætl­unin myndi ekki standast? Hvaða breyt­ingar voru gerð­ar? Hvenær var kröfu­höfum til­kynnt um að áætlun myndi ekki standast? Rétt er að hafa í huga að í árs­reikn­ingi IG, sem birtur var fljót­lega eftir við­skipt­in, segir að hót­elið eigi að opna 2017. Það hefur eitt­hvað dreg­ist.

48. Að lokum mætti fram­kvæmda­stjór­inn Jóhannes upp­færa svör sín og bæta við umfjöllun um neyð­ar­lán IG til félags­ins og nýlegar við­bótar lán­tökur Stað­reyndir sem honum voru kunnar á þeim tíma en hann ákvað að sleppa að fjalla um.

49. Eftir stendur spurn­ing­in: Er fjár­fest­ing Icelandair Group upp á 1,9 ma.kr. fyrir 50% hlut Lind­ar­vatni töp­uð? Miðað við veð­bók­ar­vott­orð er áhvílandi um 12 millj­arðar króna en í útgáfu­lýsngu skulda­bréfa er áætlað verð­mæti Land­símareits­ins 10,5 millj­arðar króna við verk­lok.

50. Sam­an­tekt þessi hlýtur að kalla á óháða rann­sókn á mál­inu í heild sinni. Hvernig getur virði Lind­ar­vatns hækkað úr 934 m.kr. í 3.800 m.kr. á 8 mán­uð­um? Hverjar voru for­sendur við­skipt­anna? Hver er skuld­bind­ing IG vegna leigu­samn­ings um fast­eignir á Lands­símareit? Fjár­festar hljóta að gera kröfu um að allar upp­lýs­ingar um þetta mál verði opin­ber­ar  áður en þeir taka þátt í hluta­fjár­út­boði.

Höf­undur er for­maður VR.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar