Undirverðlögð króna

Hagfræðingur skrifar um ákvörðun Seðlabanka Íslands að hefja sölu á gjaldeyri.

Auglýsing

Seðla­bank­inn til­kynnti eftir lokun mark­aða í dag að hann sé reiðu­bú­inn að selja allt að 240 millj­ónir evra það sem eftir lifir árs eða sem nemur 5,5% af óskuld­settum forða bank­ans. Þessi til­kynn­ing kemur í kjöl­farið á því að birt var í Mark­aðnum í dag að líf­eyr­is­sjóð­irnir hygg­ist ekki fram­lengja sam­komu­lagi sínu við Seðla­bank­ann um að kaupa ekki gjald­eyri þegar það rennur út þann 17. sept­em­ber. 

Ég tel að ástæðan fyrir því að Seðla­bank­inn sé til­bú­inn að fara í þessa aðgerð sé tví­þætt. Ann­ars vegar vill bank­inn stuðla að stöð­ugu verð­lagi og hins vegar draga úr óhóf­legum skamm­tíma­sveiflum í gengi krón­unnar eins og bank­inn hefur orðað það. Á síð­asta vaxta­á­kvörð­un­ar­fundi tal­aði Seðla­banka­stjóri um að gengi krón­unnar væri undir jafn­væg­is­gengi sínu. Í ramma­grein 3 í 2. hefti Pen­inga­mála árið 2016 er farið yfir hvernig meta má jafn­væg­is­raun­gengi út frá ytri sjálf­bærni þjóð­ar­bú­skap­ar­ins. Þar er jafn­væg­is­raun­gengið skil­greint sem það raun­gengi krón­unnar sem tryggir að nægi­legur afgangur sé af við­skiptum við útlönd til þess að hrein erlend staða sem hlut­fall af lands­fram­leiðslu hald­ist óbreytt til lengd­ar. Slíkt mat er auð­vitað alltaf óvissu háð eins aðal­hag­fræð­ingi Seðla­bank­ans hefur verið tíð­rætt um; og krefst þess að við­kom­andi gefi sér ein­hver jafn­væg­is­gildi helstu hag­stærða.

Auglýsing
Mat Seðla­bank­ans á jafn­væg­is­raun­gengi krón­unnar má lesa upp úr þjóð­hags­lík­ani bank­ans. Út frá nýjasta mati bank­ans sem var birt með Pen­inga­málum 26. ágúst hefur krónan verið und­ir­verð­lögð meira og minna frá hrun­inu, þ.e. að und­an­skildu tæp­lega tveggja ára tíma­bili frá lokum árs 2016 til seinni hluta árs­ins 2018. Mynd 1.

Þetta mat byggir á því að vegna upp­gangs ferða­þjón­ust­unnar hefur mik­ill við­skipta­af­gangur síð­ustu ára bætt hreina erlenda stöðu þjóð­ar­bús­ins til muna. Þrátt fyrir að litið sé fram hjá áhrifum falls bank­anna hefur hún farið úr því að vera nei­kvæð um nán­ast 190% af lands­fram­leiðslu árið 2007 í það að vera jákvæð um 29% af VLF nú á öðrum fjórð­ungi. Af skil­grein­ing­unni á jafn­væg­is­raun­gengi að ofan er því ljóst að þar sem hreina erlenda staðan hefur batnað til muna að þá hefði raun­gengi krón­unnar þurft að vera sterkara til að hrein erlend staða sem hlut­fall af lands­fram­leiðslu héld­ist óbreytt til lengd­ar. Auk þess er alltaf horft til langs tíma við mat á jafn­væg­is­raun­gengi og miðað við spá Seðla­bank­ans um að það verði við­skipta­af­gangur upp á tæp­lega 4% af lands­fram­leiðslu á næsta ári þá er skerð­ing gjald­eyr­is­tekna þjóð­ar­bús­ins tíma­bund­in. Þar af leið­andi getur Seðla­bank­inn beitt forð­anum án þess að víkja frá stefn­unni um að vinna gegn óhóf­legum skamm­tíma­sveiflum en Seðla­banka­stjóri und­ir­strik­aði að skamm­tíma­sveiflur gætu náð yfir marga mán­uð­i. 

Það er ljóst að næstu mán­uðir á gjald­eyr­is­mark­aði verða mjög áhuga­verðir en raun­gengi krón­unnar í ágúst var 12% undir síð­asta mati Seðla­bank­ans á jafn­væg­is­raun­gengi krón­unn­ar. Hversu mikil áhrif mun það hafa á inn­gripa­stefn­una og hversu marga mán­uði getur skamm­tíma­sveifla staðið yfir?

Höf­undur er hag­fræð­ing­ur.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hópuppsögn hjá Icelandair Group
Icelandair Group, sem sótti sér 23 milljarða króna í nýtt hlutafé fyrr í mánuðinum, hefur sagt upp 88 manns.
Kjarninn 29. september 2020
Búast má við mikilli innspýtingu í opinberum fjárfestingum, samkvæmt Íslandsbanka
Mikill samdráttur í ár en hraður viðsnúningur
Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir töluvert meiri samdrætti en Seðlabankinn gerir ráð fyrir í ár. Hins vegar er búist við „skarpri viðspyrnu“ á næsta og þarnæsta ári.
Kjarninn 29. september 2020
PAR á nú innan við tvö prósent í Icelandair
Bandarískur fjárfestingasjóður sem keypti stóran hlut í Icelandair í vor og varð að stærsta einkafjárfesti félagsins er ekki lengur með stærstu eigendum þess.
Kjarninn 29. september 2020
Bjarni Már Magnússon
Basic að birta
Kjarninn 29. september 2020
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Samtök atvinnulífsins segja ekki upp kjarasamningum
Eftir að stjórnvöld kynntu 25 milljarða króna aðgerðarpakka í morgun ákvað framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins að atkvæðagreiðsla um Lífskjarasamninginn myndi ekki fara fram. Kjarasamningar gilda því áfram.
Kjarninn 29. september 2020
Vísindamennirnir telja að enn eigi töluverður fjöldi eftir að greinast með COVID-19 í þessari bylgju faraldursins.
Um 300 til 1.100 gætu smitast á næstu þremur vikum
Í þriðju bylgju faraldurs COVID-19, sem hófst 11. september, hafa 506 greinst með sjúkdóminn. Vísindamenn við Háskóla Íslands spá því að næstu daga haldi áfram að greinast 20-40 ný smit á dag.
Kjarninn 29. september 2020
Rúmlega þrjátíu Íslendingar hafa greinst með veiruna í landamæraskimun
Af þeim 119 sem greindust með COVID-19 í landamæraskimun frá 15. júní til 18. september voru 32 með íslenskt ríkisfang, 23 frá Póllandi og 13 frá Rúmeníu og færri frá 23 ríkjum til viðbótar.
Kjarninn 29. september 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
ASÍ mótmælir lækkun á tryggingagjaldi – Efling segir opinberu fé ausið til efnafólks
ASÍ mótmælir fyrirhugaðri lækkun á tryggingagjaldi og segir að það sé „nánast eini skatturinn sem fyrirtæki greiða“. Sambandið vill að ríkisstjórnin gefi vilyrði um hækkun atvinnuleysisbóta samhliða því að nýjum aðgerðarpakka verði hrint í framkvæmd.
Kjarninn 29. september 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar