Undirverðlögð króna

Hagfræðingur skrifar um ákvörðun Seðlabanka Íslands að hefja sölu á gjaldeyri.

Auglýsing

Seðla­bank­inn til­kynnti eftir lokun mark­aða í dag að hann sé reiðu­bú­inn að selja allt að 240 millj­ónir evra það sem eftir lifir árs eða sem nemur 5,5% af óskuld­settum forða bank­ans. Þessi til­kynn­ing kemur í kjöl­farið á því að birt var í Mark­aðnum í dag að líf­eyr­is­sjóð­irnir hygg­ist ekki fram­lengja sam­komu­lagi sínu við Seðla­bank­ann um að kaupa ekki gjald­eyri þegar það rennur út þann 17. sept­em­ber. 

Ég tel að ástæðan fyrir því að Seðla­bank­inn sé til­bú­inn að fara í þessa aðgerð sé tví­þætt. Ann­ars vegar vill bank­inn stuðla að stöð­ugu verð­lagi og hins vegar draga úr óhóf­legum skamm­tíma­sveiflum í gengi krón­unnar eins og bank­inn hefur orðað það. Á síð­asta vaxta­á­kvörð­un­ar­fundi tal­aði Seðla­banka­stjóri um að gengi krón­unnar væri undir jafn­væg­is­gengi sínu. Í ramma­grein 3 í 2. hefti Pen­inga­mála árið 2016 er farið yfir hvernig meta má jafn­væg­is­raun­gengi út frá ytri sjálf­bærni þjóð­ar­bú­skap­ar­ins. Þar er jafn­væg­is­raun­gengið skil­greint sem það raun­gengi krón­unnar sem tryggir að nægi­legur afgangur sé af við­skiptum við útlönd til þess að hrein erlend staða sem hlut­fall af lands­fram­leiðslu hald­ist óbreytt til lengd­ar. Slíkt mat er auð­vitað alltaf óvissu háð eins aðal­hag­fræð­ingi Seðla­bank­ans hefur verið tíð­rætt um; og krefst þess að við­kom­andi gefi sér ein­hver jafn­væg­is­gildi helstu hag­stærða.

Auglýsing
Mat Seðla­bank­ans á jafn­væg­is­raun­gengi krón­unnar má lesa upp úr þjóð­hags­lík­ani bank­ans. Út frá nýjasta mati bank­ans sem var birt með Pen­inga­málum 26. ágúst hefur krónan verið und­ir­verð­lögð meira og minna frá hrun­inu, þ.e. að und­an­skildu tæp­lega tveggja ára tíma­bili frá lokum árs 2016 til seinni hluta árs­ins 2018. Mynd 1.

Þetta mat byggir á því að vegna upp­gangs ferða­þjón­ust­unnar hefur mik­ill við­skipta­af­gangur síð­ustu ára bætt hreina erlenda stöðu þjóð­ar­bús­ins til muna. Þrátt fyrir að litið sé fram hjá áhrifum falls bank­anna hefur hún farið úr því að vera nei­kvæð um nán­ast 190% af lands­fram­leiðslu árið 2007 í það að vera jákvæð um 29% af VLF nú á öðrum fjórð­ungi. Af skil­grein­ing­unni á jafn­væg­is­raun­gengi að ofan er því ljóst að þar sem hreina erlenda staðan hefur batnað til muna að þá hefði raun­gengi krón­unnar þurft að vera sterkara til að hrein erlend staða sem hlut­fall af lands­fram­leiðslu héld­ist óbreytt til lengd­ar. Auk þess er alltaf horft til langs tíma við mat á jafn­væg­is­raun­gengi og miðað við spá Seðla­bank­ans um að það verði við­skipta­af­gangur upp á tæp­lega 4% af lands­fram­leiðslu á næsta ári þá er skerð­ing gjald­eyr­is­tekna þjóð­ar­bús­ins tíma­bund­in. Þar af leið­andi getur Seðla­bank­inn beitt forð­anum án þess að víkja frá stefn­unni um að vinna gegn óhóf­legum skamm­tíma­sveiflum en Seðla­banka­stjóri und­ir­strik­aði að skamm­tíma­sveiflur gætu náð yfir marga mán­uð­i. 

Það er ljóst að næstu mán­uðir á gjald­eyr­is­mark­aði verða mjög áhuga­verðir en raun­gengi krón­unnar í ágúst var 12% undir síð­asta mati Seðla­bank­ans á jafn­væg­is­raun­gengi krón­unn­ar. Hversu mikil áhrif mun það hafa á inn­gripa­stefn­una og hversu marga mán­uði getur skamm­tíma­sveifla staðið yfir?

Höf­undur er hag­fræð­ing­ur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, á blaðamannafundi eftir að ákvörðun Ítalíu lá fyrir.
Ítalir hnykla vöðvana og ESB kinkar kolli
Sú ákvörðun ítalskra stjórnvalda að hindra sendingu 250 þúsund skammta af bóluefni AstraZeneca til Ástralíu er slagur sem afhjúpar það ljóta stríð sem gæti verið í uppsiglingu um dropana dýrmætu.
Kjarninn 5. mars 2021
Gunnar Tryggvi Halldórsson
Bændur og afurðastöðvar
Kjarninn 5. mars 2021
Jón Þór Ólafsson þingmaður og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.
Jón Þór vill að skrifstofa Alþingis kanni hvenær trúnaður geti talist brotinn
Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar telur sig ekki hafa brotið trúnað með ummælum um það sem fram fór á fundi nefndarinnar með lögreglustjóra í vikunni. Hann vill fá skrifstofu Alþingis til að kanna hvar formleg mörk um trúnaðarrof liggi.
Kjarninn 5. mars 2021
Íslandspóstur hagnast um 104 milljónir
Viðsnúningur var í rekstri Íslandspósts á síðasta ári, sem skilaði hagnaði í fyrsta skiptið í þrjú ár. Samkvæmt forstjóra fyrirtækisins létti endurskipulagning og niðurgreiðsla langtímalána umtalsvert á félaginu.
Kjarninn 5. mars 2021
Í þingsályktunartillögu um rafræna birtingu álagningar- og skattskrár er lagt til að hætt verði að birta þessar upplýsingar á pappír.
Telja rafræna birtingu skattskrár auka launajafnrétti
ASÍ hvetur til þess að þingsályktunartillaga um rafræna birtingu álagningarskrár nái fram að ganga. Í umsögn Persónuverndar segir að mikilvægt sé að huga að rétti einstaklinga til persónuverndar. Slík tillaga nú lögð fram í fimmta sinn.
Kjarninn 5. mars 2021
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir
Þögla stjórnarskráin
Kjarninn 5. mars 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra laut í lægra haldi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Menntamálaráðherra tapaði í Héraðsdómi Reykjavíkur
Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á kröfu Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um að úrskurði kærunefndar jafnréttismála yrði hnekkt. Úrskurðurinn í kærumáli Hafdísar Helgu Ólafsdóttur, skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu, stendur.
Kjarninn 5. mars 2021
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Íbúar í gömlu hverfunum í Reykjavík ánægðir með Dag sem borgarstjóra en efri byggðir ekki
Fleiri Reykvíkingar eru ánægðir með störf Dags B. Eggertssonar borgarstjóra en óánægðir. Mikill munur er á afstöðu eftir hverfum og menntun. Borgarstjórinn er sérstaklega óvinsæll hjá fólki á sextugsaldri.
Kjarninn 5. mars 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar