Undirverðlögð króna

Hagfræðingur skrifar um ákvörðun Seðlabanka Íslands að hefja sölu á gjaldeyri.

Auglýsing

Seðlabankinn tilkynnti eftir lokun markaða í dag að hann sé reiðubúinn að selja allt að 240 milljónir evra það sem eftir lifir árs eða sem nemur 5,5% af óskuldsettum forða bankans. Þessi tilkynning kemur í kjölfarið á því að birt var í Markaðnum í dag að lífeyrissjóðirnir hyggist ekki framlengja samkomulagi sínu við Seðlabankann um að kaupa ekki gjaldeyri þegar það rennur út þann 17. september. 

Ég tel að ástæðan fyrir því að Seðlabankinn sé tilbúinn að fara í þessa aðgerð sé tvíþætt. Annars vegar vill bankinn stuðla að stöðugu verðlagi og hins vegar draga úr óhóflegum skammtímasveiflum í gengi krónunnar eins og bankinn hefur orðað það. Á síðasta vaxtaákvörðunarfundi talaði Seðlabankastjóri um að gengi krónunnar væri undir jafnvægisgengi sínu. Í rammagrein 3 í 2. hefti Peningamála árið 2016 er farið yfir hvernig meta má jafnvægisraungengi út frá ytri sjálfbærni þjóðarbúskaparins. Þar er jafnvægisraungengið skilgreint sem það raungengi krónunnar sem tryggir að nægilegur afgangur sé af viðskiptum við útlönd til þess að hrein erlend staða sem hlutfall af landsframleiðslu haldist óbreytt til lengdar. Slíkt mat er auðvitað alltaf óvissu háð eins aðalhagfræðingi Seðlabankans hefur verið tíðrætt um; og krefst þess að viðkomandi gefi sér einhver jafnvægisgildi helstu hagstærða.

Auglýsing
Mat Seðlabankans á jafnvægisraungengi krónunnar má lesa upp úr þjóðhagslíkani bankans. Út frá nýjasta mati bankans sem var birt með Peningamálum 26. ágúst hefur krónan verið undirverðlögð meira og minna frá hruninu, þ.e. að undanskildu tæplega tveggja ára tímabili frá lokum árs 2016 til seinni hluta ársins 2018. Mynd 1.

Þetta mat byggir á því að vegna uppgangs ferðaþjónustunnar hefur mikill viðskiptaafgangur síðustu ára bætt hreina erlenda stöðu þjóðarbúsins til muna. Þrátt fyrir að litið sé fram hjá áhrifum falls bankanna hefur hún farið úr því að vera neikvæð um nánast 190% af landsframleiðslu árið 2007 í það að vera jákvæð um 29% af VLF nú á öðrum fjórðungi. Af skilgreiningunni á jafnvægisraungengi að ofan er því ljóst að þar sem hreina erlenda staðan hefur batnað til muna að þá hefði raungengi krónunnar þurft að vera sterkara til að hrein erlend staða sem hlutfall af landsframleiðslu héldist óbreytt til lengdar. Auk þess er alltaf horft til langs tíma við mat á jafnvægisraungengi og miðað við spá Seðlabankans um að það verði viðskiptaafgangur upp á tæplega 4% af landsframleiðslu á næsta ári þá er skerðing gjaldeyristekna þjóðarbúsins tímabundin. Þar af leiðandi getur Seðlabankinn beitt forðanum án þess að víkja frá stefnunni um að vinna gegn óhóflegum skammtímasveiflum en Seðlabankastjóri undirstrikaði að skammtímasveiflur gætu náð yfir marga mánuði. 

Það er ljóst að næstu mánuðir á gjaldeyrismarkaði verða mjög áhugaverðir en raungengi krónunnar í ágúst var 12% undir síðasta mati Seðlabankans á jafnvægisraungengi krónunnar. Hversu mikil áhrif mun það hafa á inngripastefnuna og hversu marga mánuði getur skammtímasveifla staðið yfir?

Höfundur er hagfræðingur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðherra sveitarstjórnarmála mun ekki hafa frumkvæði að sameiningum sveitarfélaga með færri en 1.000 íbúa eins og upphaflega var lagt til í frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Hagræn áhrif fækkunar sveitarfélaga geti orðið fimm milljarðar
Nýlega voru breytingar á sveitarstjórnarlögum samþykktar en ein meginbreytingin felur í sér að stefnt skuli að því að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga verði ekki undir 1.000 manns. Upphaflega stóð til að lögfesta lágmarksíbúafjölda.
Kjarninn 20. júní 2021
Ferli Rauða barónsins lauk á sama stað og hann hófst, á Stokkseyrarvelli sumarið 2016, er hann dæmdi leik heimamanna gegn Afríku.
Saga Rauða barónsins gefin út á bók
Rauði baróninn - Saga umdeildasta knattspyrnudómara Íslandssögunnar er ný bók eftir fyrrverandi knattspyrnudómarann Garðar Örn Hinriksson. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 20. júní 2021
Helga Björg segist óska þess að það væri meiri skilningur hjá fjölmiðlum á valdatengslum og á stöðu fólks í umfjöllunum.
„Framan af var aldrei hringt í mig, enginn hafði samband“
Fyrrverandi skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra og borgarritara gagnrýnir fjölmiðlaumfjöllun um eineltismál í ráðhúsinu en hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa í langan tíma.
Kjarninn 20. júní 2021
Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu Seðlabankans.
Segir mikla verðbólgu bitna verst á tekjulágum
Varaseðlabankastjóri peningastefnu Seðlabankans segir áhrif mikillar verðbólgu vera sambærileg skattlagningu sem herji mest á lágtekjufólk. Samkvæmt henni er peningastefnan jafnvægislist.
Kjarninn 20. júní 2021
Tveir fossar, Faxi og Lambhagafoss, yrðu fyrir áhrifum af hinni fyrirhuguðu virkjun í Hverfisfljóti.
Auglýsa skipulagsbreytingar þrátt fyrir ítrekuð varnaðarorð Skipulagsstofnunar
Skipulagsstofnun ítrekaði í vor þá afstöðu sína að vísa ætti ákvörðun um virkjun í Hverfisfljóti til endurskoðunar aðalskipulags Skaftárhrepps sem nú stendur yfir. Við því var ekki orðið og skipulagsbreytingar vegna áformanna nú verið auglýstar.
Kjarninn 20. júní 2021
Christian Eriksen var borinn af velli eftir að hann hneig niður í leik Dana gegn Finnum um síðustu helgi.
Eriksen og hjartastuðið
Umdeildar vítaspyrnur, rangstöðumörk, brottvísanir eða óvænt úrslit voru ekki það sem þótti fréttnæmast í fyrstu umferð Evrópukeppninnar í fótbolta. Nafn Danans Christian Eriksen var á allra vörum en skjót viðbrögð björguðu lífi hans.
Kjarninn 20. júní 2021
Þórdís Kolbrún hafði betur í oddvitaslagnum í Norðvesturkjördæmi.
Þórdís Kolbrún sigraði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi
Öll atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi hafa verið talin. Haraldur Benediktsson, sem leiddi listann í síðustu kosningum, lenti í öðru sæti en hann sagði nýverið að hann hygðist ekki þiggja annað sætið ef það yrði niðurstaðan.
Kjarninn 20. júní 2021
Þórdís Kolbrún tilkynnti það síðasta haust að hún myndi fara fram í Norðvesturkjördæmi og sækjast eftir oddvitasætinu.
Þórdís Kolbrún leiðir eftir fyrstu tölur í Norðvesturkjördæmi – Haraldur þriðji
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Talin hafa verið 798 atkvæði úr flestum en ekki öllum kjördeildum af um 2200 greiddum atkvæðum Teitur Björn Einarsson er sem stendur í öðru sæti.
Kjarninn 19. júní 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar