Hringrásarhagkerfi í kjölfar kreppu

Freyr Eyjólfsson segir að nú sé tími til að staldra við og athuga sinn gang, skoða grænar og stafrænar lausnir sem gætu hjálpað okkur út úr kreppunni, og inn í hringrásarhagkerfið.

Auglýsing

Kór­ónu­veiran er ógn við heilsu og lífs­gæði. Lands­fram­leiðsla hefur dreg­ist sam­an, mesti sam­dráttur sem mælst hefur síðan slíkar mæl­ingar hófust hér á landi. Það er komin enn ein krepp­an. En hvað er hægt að gera? Núna er tími til að staldra við og athuga sinn gang, grænar og staf­rænar lausnir gætu hjálpað okkur út úr krepp­unni, og inn í hringrás­ar­hag­kerf­ið, það sem koma skal.

Mun eitt­hvað breyt­ast eftir kór­ónu­krepp­una?

Á því tæpa ári sem liðið er síðan kór­ónu­veiran fór á stjá er líkt og ham­farir hafi gengið yfir heims­byggð­ina: Tæp­lega milljón manns er lát­in, fólk er víða enn læst inni hjá sér, vinnu­staðir lok­að­ir, fólk er hætt að ferðast, mark­aðir hafa hrun­ið, fólk misst vinnu sína og við­ur­væri. Það hefur sýnt sig síð­ustu ár að mark­aðir og við­skipta­kerfi heims eru mátt­vana þegar kemur að óvæntum og ófyr­ir­sjá­an­legum atburð­u­m. 

Við höfum þó lært ýmis­legt. Fjar­vinnu. Þvo okkur um hend­urn­ar. Þau ríki sem bjóða upp á félags­legt jafn­rétti og almenna heil­brigð­is­þjón­ustu eru betur í stakk búin að takast á við heims­far­aldur en önn­ur. Mik­il­væg­asti lær­dóm­ur­inn er samt efa­laust þessi: Sam­vinna. Aukin sam­vinna, jafnt innan lands sem milli landa, er brýn til þess að takast á við útbreiðslu veirunn­ar, sem virðir engin landa­mæri; sam­vinna almenn­ings, stjórn­valda og atvinnu­lífs í hverju landi og sam­vinna vís­inda­manna, þvert á öll landa­mæri, er nauð­syn­lega til þess að rann­saka eig­in­leika veirunnar og þróa bólu­efn­i. 

Breyt­ingar eru orðnar hið venju­bundna ástand

COVID 19 hefur afhjúpað hversu varn­ar­laus við erum á mörgum svið­um. Á þessum stutta tíma höfum við séð hrika­legar afleið­ing­ar: dauðs­föll, veik­indi, og mestu efna­hagslægð og kreppu sem mælst hef­ur. Vel stæð fyr­ir­tæki voru allt í einu komin í gjör­gæslu. Stjórn­völd hafa gripið inn í með for­dæma­lausum aðgerð­u­m. 

Auglýsing
Við Íslend­ingar von­umst til þess að stíga upp úr krepp­unni fljótt og örugg­lega þegar þessum ósköpum linnir og nýtt bólu­efni verður komið fram á sjón­ar­sviðið því við erum vana­lega bjart­sýn og almennt góð í að bregð­ast við ham­förum og erf­ið­leik­um. Það er samt tál­sýn og hættu­leg blekk­ing að halda að allt verði bara eðli­legt og gott aftur því slíkt frið­ar­á­stand er liðin tíð, miklar og ófyr­ir­sjá­an­legar breyt­ingar eru orðnar hið venju­bundna ástand í sam­tím­anum – það er stöðugt umrót, og kór­ónu­kreppan er bara lítil for­sýn­ing fyrir stóru umhverfiskrepp­una sem í vændum er ef ekk­ert breyt­ist.

Þetta ástand sem nú varir er ákall um end­ur­skoðun á skipan vest­ræns hag­kerf­is. Við verðum að byggja upp hag­kerfi sem getur betur brugð­ist við óvæntum aðstæð­um. Við þurfum vist­vænna og stöðugra kerf­i. 

Hringrás­ar­hag­kerfi er fram­tíðin

Nýjar grænar leiðir og staf­rænar lausnir eru leiðin út úr kór­ónu­krepp­unni. Við þurfum að inn­leiða hringrás­ar­hag­kerfi sem mið­ast við að hlífa auð­lind­unum en hámarka verð­mæt­in, auka end­ur­notkun og end­ur­vinnslu. Það kallar á ný við­skipta­líkön sem byggja meira á samnýt­ingu, eða kaup­leigu, og að öll vöru­hönnun mið­ist við betri end­ingu og nýt­ingu. Stærsti þátt­ur­inn í þessu kerfi er svo almenn flokkun á úrgangi og end­ur­vinnsla þar sem reynt er eftir fremsta megni að halda efn­is­legum vörum og verð­mæti þeirra og inni­haldi inni í hag­kerf­is­hringnum eins lengi og mögu­legt er.

Umhverf­is­vænna, hag­kvæmara og stöðugra kerfi. Hringrás­ar­hag­kerfi er nú þegar að ryðja sér til rúms víðs­vegar um heim og er að skapa ný störf og tæki­færi. Við lesum fréttir af breyt­ingum í Sví­þjóð, Ástr­alíu og víð­ar. Aðstæður í heim­inum kalla á breyt­ing­ar. Það er ekki bara knýj­andi þörf, heldur fel­ast í því mikil tæki­færi fyrir fólk og fyr­ir­tæki. Við þurfum að sjá tæki­fær­in, skynja kall tím­ans, að hafa hug­rekki til að breyt­ast. Þau fyr­ir­tæki sem ekki hafa þá þegar inn­leitt græna stefnu munu deyja út. Þeim fyr­ir­tækj­um, sem ekki minnka kolefn­is­sporið, auka end­ur­vinnslu­hlut­fallið og draga úr umhverf­is­á­hrif­um, verður hafnað af neyt­end­um. Skamm­tíma­lausnir og allt hálf­kák er dæmt til að mis­takast. 

Kór­ónu­kreppan knýr á um að taka upp hringrás­ar­hag­kerf­ið. Kreppan hefur afhjúpað van­kanta og getu­leysi í núver­andi hag­kerfi. Víða hefur orðið vart við vöru- og lyfja­skort. Lausnin við því er að keyra í gegn hringrás­ar­lausnir; að hlutir og tæki séu þannig hönnuð að hægt sé að gera við þau, end­ur­nýta og end­ur­vinna. Til að mynda er talið að aukn­ing í end­ur­vinnslu í lyfja­iðn­aði eigi eftir að aukast um 10% á næstu fimm árum. Þetta þýðir fjölda­mörg ný tæki­færi, en á sama tíma mun eflaust draga eitt­hvað úr frum­fram­leiðslu, sem á eflaust eftir að koma niður á ein­hverjum fram­leið­end­um. Spít­alar hafa reynt að draga úr lyfja­kostn­aði með því að flokka sér­stak­lega lyfja­af­ganga og reyna end­ur­nýta lyf og lyfja­um­búð­ir. 

End­ur­vinnsla og end­ur­nýt­ing í stað sóunar

Mat­væla- og umbúða­fram­leið­endur hafa verk að vinna. Yfir­leitt þegar við förum að versla er meira af umbúðum en mat í inn­kaupa­kerrunni. Byrjum á að hanna umhverf­is­vænni umbúðir sem er hægt að end­ur­nýta og end­ur­vinna. Við kaupum app­el­sínur frá Ástr­alíu og ananas frá Hawaii sem er búið að marg­vefja í plast og flytja þvert yfir hnött­inn með til­heyr­andi kolefn­is­spori. Við ættum að stór­auka inn­lenda fram­leiðslu á græn­meti og ávöxtum og nota okkar góðu, grænu orku til þess að inn­leiða íslenska hringrás í mat­væla­fram­leiðslu. Með því að kaupa og borða mat úr nærum­hverf­inu fáum við bæði holl­ari, umhverf­is­vænni og með tím­anum ódýr­ari mat. Við þurfum að fara rækta garð­inn okk­ar, eins og gert í Suð­ur­-Kóreu, þar sem heima­rækt hefur vaxið fiskur um hrygg. Fólk er hvatt dyggi­lega til þess að rækta græn­meti í görðum og almenn­ings­rým­um. 

Það er sorg­legt að sjá að víða um Evr­ópu eru bændur að henda ógrynni af mat vegna þess að ekki fæst fólk í upp­skeru­vinnu vegna COVID. Það stefnir í mat­ar­skort en samt er allt fullt af mat! Góðu frétt­irnar af evr­ópskum land­bún­aði eru þær að það dregur úr notkun á skor­dýra­eitri og til­búnum áburði; sam­drátt­ur­inn er tal­inn verða um 50% á næstu 10 árum sam­kvæmt Ellen MacArthur-­vís­inda­stofn­un­inni. Í stað þess nota bændir líf­rænan áburð og moltu. Þetta hefur leitt til 12% sparn­aðar og skilar sér síðan í bæði ódýr­ari og betri vörum, en ekki síst umhverf­is­vænni land­bún­aði. Hringrás­ar­hag­kerfi í land­bún­aði á heims­vísu myndi minnka losun á CO2 út í and­rúms­loftið um 5,6 millj­arða tonna. Það sést því glögg­lega hvað þetta kerfi er bæði mun hag­kvæmara og umhverf­is­vænna. 

Það er því ánægju­legt að sjá að í efna­hags­að­gerðum rík­is­stjórn­ar­innar er lögð áhersla á að flýta orku­skiptum í vega­sam­göng­um, auka land­græðslu og skóg­rækt, bæta úr­gangs­stjórnun og talað er um að hraða inn­leið­ingu hringrás­ar­hag­kerf­is. Þetta er góð byrjun og nú gildir að fylgja þessum aðgerðum vel eftir á öllum svið­u­m. 

Höf­undur er sam­skipta­stjóri Terra.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar