Basic að birta

Dr. Bjarni Már Magnússon, prófessor við lagadeild HR, svarar grein forseta Alþingis.

Auglýsing

Birt­ing alþjóða­samn­inga eru í miklum ólestri hér­lendis eins og komið hefur fram að und­an­förnu. Það er því mikið fagn­að­ar­efni að for­seti Alþingis hafi svarað grein und­ir­rit­aðs, hér í Kjarn­an­um, sem vék að brota­lömum varð­andi birt­ingu til­tek­inna alþjóða­samn­inga í laga­safn­inu á vef Alþingis

Það hljóta allir að geta verið sam­mála um að mik­il­vægt sé að vefur Alþingis inni­haldi ekki vill­andi eða rangar upp­lýs­ing­ar, enda reiða lærðir og leikir sig mjög á hann. Þar sem for­seti þings­ins hefur sýnt athuga­semdum und­ir­rit­aðs meiri áhuga en rit­stjórn laga­safns­ins ætlar hann að nota tæki­færið og benda for­set­anum á fleiri brotala­mir sem snerta birt­ingu alþjóða­samn­inga og áhrif þeirra á íslenska lög­gjöf.

Gloppur í sótt­varn­ar­lög­gjöf­inni

Algeng leið til að tryggja fylgni íslensks réttar við alþjóð­legar skuld­bind­ingar er að í lögum sé vísað til þeirra. Nokkrar útfærslur eru til af þessu. Stundum er vísað almennt til alþjóð­legra skuld­bind­inga íslenska rík­is­ins. Í öðrum til­fellum er vísað almennt til alþjóða­samn­inga sem Ísland er aðili að og í enn öðrum til­fellum er vísað til til­tek­ins eða til­tek­inna alþjóða­samn­inga sem Ísland er aðili að. Þegar íslensk lög­gjöf vísar til alþjóða­samn­inga, með þessum hætti, er ekki nóg að íslenska ríkið hafi gerst aðili að umræddum samn­ingi. Það er laga­skylda að birta samn­ing­inn í Stjórn­ar­tíð­indum C svo hægt sé að beita honum gagn­vart borg­ur­un­um. Sam­kvæmt lögum nr. 15/2005 um Stjórn­ar­tíð­indi og Lög­birt­inga­blaðið er það meg­in­reglan að birta skuli samn­inga við önnur ríki og aug­lýs­ingar varð­andi gildi þeirra í stjórn­ar­tíð­indum C.

Auglýsing
Einn helsti alþjóða­samn­ing­ur­inn sem kemur við sögu í bar­átt­unni gegn Covid-19 er Alþjóða­heil­brigð­is­reglu­gerð Alþjóða­heil­brigð­is­stofn­un­ar­innar (e. International Health Reg­ul­ations) frá árinu 2005, sem Ísland er aðili að. Núgild­andi sótt­varn­ar­lög byggja mjög á reglu­gerð­inni og vísa sótt­varn­ar­lögin nokkrum sinnum til henn­ar. Í álits­gerð um vald­heim­ildir sótt­varn­ar­læknis og heil­brigð­is­ráð­herra til opin­berra sótt­varn­ar­ráð­staf­ana, sem tekin var saman af Páli Hreins­syni, kemur fram að reglu­gerðin hafi ekki verið birt í C-deild Stjórn­ar­tíð­inda svo sem skylt er að gera. Páll bendir á að „[l]aga­legar afleið­ingar þess séu m.a. þær að við inn­leið­ingu almennra sótt­varna­ráð­staf­ana við komu og brott­för far­þega frá Íslandi er ekki hægt að vísa til C-deildar um efni regln­anna“ (sjá bls. 19-23 í álit­in­u). M.ö.o. vegna þess að van­rækt hefur verið að birta umræddan alþjóða­samn­ing þá er sótt­varn­ar­lög­gjöf­in, að ein­hverju leyti, tak­mark­aðri en ella. Sú staða krefst nán­ari útskýr­inga frá þar til bærum aðil­u­m. 

Eitt dæmi af fjöl­mörgum

Hér er ekki um að ræða ein­stakt til­felli. Alþjóða­heil­brigð­is­reglu­gerðin er ein­ungis einn þeirra 300 alþjóða­samn­inga sem utan­rík­is­ráðu­neytið hefur van­rækt að birta í C-deild Stjórn­ar­tíð­inda. Fjöld­inn allur af lögum og reglu­gerðum beitir sömu tækni og sótt­varn­ar­lög­in, þ.e. að vísa til alþjóð­legra skuld­bind­inga. Vegna þessa má telja afar lík­legt að fjöl­mörg sam­bæri­leg til­vik séu til staðar í íslensku rétt­ar­kerfi. Það er grafal­var­legt mál sem opnar á margs­konar gluf­ur. Jafn­vel er hægt að ræða um hlað­borð fyrir slynga lög­menn. 

Í rit­inu Stjórn­skip­un­ar­rétt­ur: Und­ir­stöður og hand­hafar rík­is­valds eftir Björgu Thoraren­sen er bent á að farist birt­ing fyrir á lögum vegna ásetn­ings ráð­herra eða stór­kost­legs hirðu­leysis hans eða ef óhæfi­legur dráttur verður á birt­ingu laga af sömu orsök­um, geti það varðað við­kom­andi ráð­herra ábyrgð sam­kvæmt ákvæðum laga um ráð­herra­á­byrgð. Spyrja verður hvort það sama eigi ekki við um birt­ingu reglu­gerða og alþjóða­samn­inga. Ofan­greind orð und­ir­strika hversu alvar­lega litið er á slíka van­rækslu. 

Úrbóta þörf

Telja má full­víst að umrædd van­ræksla tak­marki virkni íslenskrar lög­gjaf­ar, þó óljóst sé í hversu miklu mæli. Auk þess gerir hún það að verkum að marg­vís­legar til­vís­anir til alþjóða­samn­inga í íslenskum lögum hafa minni þýð­ingu en vilji lög­gjafans stendur til. Að mati und­ir­rit­aðs er þetta mál­efni sem for­seta þings­ins ætti að vera umhugað um að laga. Sem betur fer hefur rík­is­stjórnin ákveðið að ráð­ast í átak til að ráð bót á ástand­inu. Það átak mun þó standa yfir í nokkur ár og er satt besta að segja ekki nægj­an­legt því nauð­syn­legt er að settur verði mun skýr­ari lag­ara­mmi um inn­leið­ingu alþjóð­legra skuld­bind­inga hér­lendis í takt við það sem hefur verið gert vegna EES-­sam­starfs­ins til að fyr­ir­byggja svona upp­á­kom­ur. Annað er vart boð­legt fyrir full­valda lýð­ræð­is­rík­i. 

Höf­undur er pró­fessor við laga­deild HR.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar