Basic að birta

Dr. Bjarni Már Magnússon, prófessor við lagadeild HR, svarar grein forseta Alþingis.

Auglýsing

Birt­ing alþjóða­samn­inga eru í miklum ólestri hér­lendis eins og komið hefur fram að und­an­förnu. Það er því mikið fagn­að­ar­efni að for­seti Alþingis hafi svarað grein und­ir­rit­aðs, hér í Kjarn­an­um, sem vék að brota­lömum varð­andi birt­ingu til­tek­inna alþjóða­samn­inga í laga­safn­inu á vef Alþingis

Það hljóta allir að geta verið sam­mála um að mik­il­vægt sé að vefur Alþingis inni­haldi ekki vill­andi eða rangar upp­lýs­ing­ar, enda reiða lærðir og leikir sig mjög á hann. Þar sem for­seti þings­ins hefur sýnt athuga­semdum und­ir­rit­aðs meiri áhuga en rit­stjórn laga­safns­ins ætlar hann að nota tæki­færið og benda for­set­anum á fleiri brotala­mir sem snerta birt­ingu alþjóða­samn­inga og áhrif þeirra á íslenska lög­gjöf.

Gloppur í sótt­varn­ar­lög­gjöf­inni

Algeng leið til að tryggja fylgni íslensks réttar við alþjóð­legar skuld­bind­ingar er að í lögum sé vísað til þeirra. Nokkrar útfærslur eru til af þessu. Stundum er vísað almennt til alþjóð­legra skuld­bind­inga íslenska rík­is­ins. Í öðrum til­fellum er vísað almennt til alþjóða­samn­inga sem Ísland er aðili að og í enn öðrum til­fellum er vísað til til­tek­ins eða til­tek­inna alþjóða­samn­inga sem Ísland er aðili að. Þegar íslensk lög­gjöf vísar til alþjóða­samn­inga, með þessum hætti, er ekki nóg að íslenska ríkið hafi gerst aðili að umræddum samn­ingi. Það er laga­skylda að birta samn­ing­inn í Stjórn­ar­tíð­indum C svo hægt sé að beita honum gagn­vart borg­ur­un­um. Sam­kvæmt lögum nr. 15/2005 um Stjórn­ar­tíð­indi og Lög­birt­inga­blaðið er það meg­in­reglan að birta skuli samn­inga við önnur ríki og aug­lýs­ingar varð­andi gildi þeirra í stjórn­ar­tíð­indum C.

Auglýsing
Einn helsti alþjóða­samn­ing­ur­inn sem kemur við sögu í bar­átt­unni gegn Covid-19 er Alþjóða­heil­brigð­is­reglu­gerð Alþjóða­heil­brigð­is­stofn­un­ar­innar (e. International Health Reg­ul­ations) frá árinu 2005, sem Ísland er aðili að. Núgild­andi sótt­varn­ar­lög byggja mjög á reglu­gerð­inni og vísa sótt­varn­ar­lögin nokkrum sinnum til henn­ar. Í álits­gerð um vald­heim­ildir sótt­varn­ar­læknis og heil­brigð­is­ráð­herra til opin­berra sótt­varn­ar­ráð­staf­ana, sem tekin var saman af Páli Hreins­syni, kemur fram að reglu­gerðin hafi ekki verið birt í C-deild Stjórn­ar­tíð­inda svo sem skylt er að gera. Páll bendir á að „[l]aga­legar afleið­ingar þess séu m.a. þær að við inn­leið­ingu almennra sótt­varna­ráð­staf­ana við komu og brott­för far­þega frá Íslandi er ekki hægt að vísa til C-deildar um efni regln­anna“ (sjá bls. 19-23 í álit­in­u). M.ö.o. vegna þess að van­rækt hefur verið að birta umræddan alþjóða­samn­ing þá er sótt­varn­ar­lög­gjöf­in, að ein­hverju leyti, tak­mark­aðri en ella. Sú staða krefst nán­ari útskýr­inga frá þar til bærum aðil­u­m. 

Eitt dæmi af fjöl­mörgum

Hér er ekki um að ræða ein­stakt til­felli. Alþjóða­heil­brigð­is­reglu­gerðin er ein­ungis einn þeirra 300 alþjóða­samn­inga sem utan­rík­is­ráðu­neytið hefur van­rækt að birta í C-deild Stjórn­ar­tíð­inda. Fjöld­inn allur af lögum og reglu­gerðum beitir sömu tækni og sótt­varn­ar­lög­in, þ.e. að vísa til alþjóð­legra skuld­bind­inga. Vegna þessa má telja afar lík­legt að fjöl­mörg sam­bæri­leg til­vik séu til staðar í íslensku rétt­ar­kerfi. Það er grafal­var­legt mál sem opnar á margs­konar gluf­ur. Jafn­vel er hægt að ræða um hlað­borð fyrir slynga lög­menn. 

Í rit­inu Stjórn­skip­un­ar­rétt­ur: Und­ir­stöður og hand­hafar rík­is­valds eftir Björgu Thoraren­sen er bent á að farist birt­ing fyrir á lögum vegna ásetn­ings ráð­herra eða stór­kost­legs hirðu­leysis hans eða ef óhæfi­legur dráttur verður á birt­ingu laga af sömu orsök­um, geti það varðað við­kom­andi ráð­herra ábyrgð sam­kvæmt ákvæðum laga um ráð­herra­á­byrgð. Spyrja verður hvort það sama eigi ekki við um birt­ingu reglu­gerða og alþjóða­samn­inga. Ofan­greind orð und­ir­strika hversu alvar­lega litið er á slíka van­rækslu. 

Úrbóta þörf

Telja má full­víst að umrædd van­ræksla tak­marki virkni íslenskrar lög­gjaf­ar, þó óljóst sé í hversu miklu mæli. Auk þess gerir hún það að verkum að marg­vís­legar til­vís­anir til alþjóða­samn­inga í íslenskum lögum hafa minni þýð­ingu en vilji lög­gjafans stendur til. Að mati und­ir­rit­aðs er þetta mál­efni sem for­seta þings­ins ætti að vera umhugað um að laga. Sem betur fer hefur rík­is­stjórnin ákveðið að ráð­ast í átak til að ráð bót á ástand­inu. Það átak mun þó standa yfir í nokkur ár og er satt besta að segja ekki nægj­an­legt því nauð­syn­legt er að settur verði mun skýr­ari lag­ara­mmi um inn­leið­ingu alþjóð­legra skuld­bind­inga hér­lendis í takt við það sem hefur verið gert vegna EES-­sam­starfs­ins til að fyr­ir­byggja svona upp­á­kom­ur. Annað er vart boð­legt fyrir full­valda lýð­ræð­is­rík­i. 

Höf­undur er pró­fessor við laga­deild HR.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Daimler, framleiðandi Mercedes Benz-bílanna, hefur fundið fyrir mikilli eftirspurnaraukningu frá Kína
Framleiðslugreinar ná sér aftur á strik
Minni framleiðslutakmarkanir og meiri einkaneysla í Kína virðist hafa leitt til þess að framleiðslufyrirtæki í Evrópu eru á svipuðu róli og í fyrra. Einnig má sjá viðspyrnu á Íslandi, ef horft er á vöruútflutning iðnaðarvara.
Kjarninn 22. október 2020
Sara Stef. Hildardóttir
Covid, opinn aðgangur og ekki-hringrásarhagkerfi
Kjarninn 22. október 2020
Ólga er innan bæjarstjórnarinnar í Hafnarfirði vegna málsins.
Vilja að Hafnfirðingar fái að segja hug sinn um fyrirhugaða sölu á HS Veitum
Meirihlutinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar áformar sölu á 15,42 prósenta hlut í HS Veitum til HSV eignarhaldsfélags á um það bil 3,5 milljarða króna. Samtök í bænum eru tilbúin að reyna aftur að knýja fram íbúakosningu um málið.
Kjarninn 22. október 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Kolefnisgjaldið þyrfti að vera mun hærra til þess að bíta betur
Umhverfis- og auðlindaráðherra og þingmaður Miðflokksins tókust á um kolefnisgjöld á þingi í dag.
Kjarninn 22. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Kúrfan áfram á niðurleið en „sigurinn er hvergi nærri í höfn“
„Allar tölur benda til þess að við séum raunverulega að sjá fækkun á tilfellum eins og staðan er núna,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Mögulega er hægt að hefja afléttingu aðgerða eftir 1-2 vikur.
Kjarninn 22. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Áslaug Arna: „Haturstákn og sjónarmið verða ekki liðin innan lögreglunnar“
Dómsmálaráðherra segir „alveg skýrt“ að haturstákn og sjónarmið verði ekki liðin innan lögreglunnar, hvorki nú né framvegis.
Kjarninn 22. október 2020
Ellefu sóttu um stöðu framkvæmdastjóra á skrifstofu bankastjóra Seðlabankans
Seðlabankinn auglýsti nýverið lausar til umsóknar tvær nýjar stöður við bankann. Alls sóttu 22 um stöðurnar.
Kjarninn 22. október 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 24. þáttur: Murasaki Shikibu
Kjarninn 22. október 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar