Ósannfærandi málamiðlunartillaga

Jóhann Páll Jóhannsson veltir fyrir sér ókostunum við tillögu tveggja fræðimanna að málamiðlun í gjaldeyrismálum.

Auglýsing

Daði Már Krist­ó­fers­son vara­for­maður Við­reisnar og Stefán Már Stef­áns­son laga­pró­fessor leggja til í nýlegri grein í Morg­un­blað­inu að Ísland freisti þess að gera tví­­hliða samn­ing við Evr­ópu­­sam­­bandið til að koma á ­fyr­ir­komu­lagi hlið­stæðu því sem tíðkast í Dan­mörku með bind­ingu við evr­una. Þeir telja „ekk­ert því til fyr­ir­­stöðu að láta á það reyna” og að með þess­ari mála­miðl­un­ar­leið „væri geng­is­­sveifl­um gagn­vart okk­ar stærsta við­skipta­­svæði var­an­­lega eytt“. Við þetta er ýmis­legt að athuga.

Auglýsing

  • Þótt samn­ings­bundið fast­geng­is­fyr­ir­komu­lag hafi gengið upp í Dan­mörku er engan veg­inn aug­ljóst að það henti íslensku hag­kerfi. Hér er sam­setn­ing atvinnu­vega og útflutn­ings allt önn­ur, miklu fábreytt­ari og óstöðugri. Ólíkt eyj­unni Íslandi er Dan­mörk land­fræði­lega föst við Þýska­land og hefur átt í mynt­sam­starfi við þetta stærsta hag­kerfi evru­svæð­is­ins allt frá 1982, fyrst með bind­ingu við þýska markið og svo við evru. Þetta eru lyk­il­at­riði sem verður að hafa í huga þegar fjallað er um val­kosti Íslands í sam­hengi við fast­geng­is­stefnu Dana. Til að sama fyr­ir­komu­lag henti Íslend­ingum þyrfti hag­sveiflan og fram­leiðni­þróun hér að vera mjög í takti við gang­inn á evru­svæð­inu – ellegar þyrfti aðlögun í kjöl­far áfalla að fara fram í gegnum vinnu­mark­að­inn (svo sem með atvinnu­leysi og nafn­launa­lækk­un­um). 
  • Daði og Stefán segja að með tví­hliða fast­geng­is­sam­komu­lagi Íslands við Evr­ópu­sam­bandið mætti sækja fyr­ir­mynd í Pen­inga­­kerf­i Evr­­ópu (e. Europe­an Mo­­net­­ary System, EMS) frá 1979 og Evr­­ópska geng­is­­sam­­starfið (e. Europe­an Exchange Rate Mechan­ism, ERM 1). Það er hins vegar ástæða fyrir því að þessi kerfi lifðu ekki af í sinni upp­runa­legu mynd: þau dugðu ein­fald­lega ekki til að skapa geng­is­stöð­ug­leika í hörðum heimi frjálsra fjár­magns­flutn­inga og spá­kaup­mennsku. Einmitt þess vegna var evran búin til. Ísland gat stuðst við fast­geng­is­stefnu (bind­ingu við mynt­körfu helstu við­skipta­landa) með ágætum árangri frá 1989 til alda­móta – fyrst og fremst í krafti þess að hér voru enn við lýði stíf fjár­magns­höft. Hjá Svíum, Norð­mönnum og Finnum mistókst sams konar skugga­bind­ing við myntir ann­arra Evr­ópu­þjóða (sjá t.d. bók Barry Eichen­green, The European Economy since 1945, bls. 357—370 og skýrslu Ásgeirs Jóns­sonar o.fl., Fram­tíð íslenskrar pen­inga­stefnu, bls. 75-76).
  • Við­reisn kall­aði mjög eftir því í aðdrag­anda kosn­inga 2016 að krónan yrði bundin við evru með harðri geng­isteng­ingu í gegnum mynt­ráð. Efna­hags- og fram­fara­stofnun Evr­ópu (OECD) var­aði ein­dregið við slíku fyr­ir­komu­lagi árið 2017 og það gerði einnig aðal­hag­fræð­ingur Seðla­banka Íslands. Sér­fræð­inga­hóp­ur, skip­aður af þáver­andi fjár­mála­ráð­herra og for­manni Við­reisn­ar, komst loks að þeirri nið­ur­stöðu árið 2018 að upp­taka mynt­ráðs væri óráð­leg og fæli í sér „óá­sætt­an­lega áhættu fyrir fjár­mála­stöð­ug­leika“ og síðan hefur lítið spurst til þess­arar hug­mynd­ar. Það er ágætt ef for­ystu­fólk í Við­reisn er hætt að halda mynt­ráði á lofti sem skyn­sam­legri lausn í geng­is­mál­um. Samn­ings­bundin fast­geng­is­stefna, þar sem gengið yrði sam­eig­in­­lega varið af Seðla­banka Íslands og Seðla­banka Evr­­ópu, væri vissu­lega trú­verð­ugri en ein­hliða skuld­bind­ing af hálfu Íslands. Hins vegar vakna spurn­ingar um hvort sú leið sé raun­hæf meðan Ísland stendur utan Evr­ópu­sam­bands­ins. Ára­tuga­löng og samn­ings­bundin geng­is­bind­ing dönsku krón­unnar við evr­una á sér sögu­legar skýr­ing­ar: Danir höfn­uðu Maastricht-­samn­ingnum í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu árið 1992, sömdu sér­stak­lega um und­an­þágur í kjöl­farið og höfn­uðu svo upp­töku evru í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um alda­mót­in. Það er hins vegar óljóst hvers vegna Evr­ópu­sambandið ætti að veita Íslandi, sem er ekki einu sinni aðili að Evr­ópu­sam­band­inu, sér­með­ferð með tví­hliða samn­ingi um geng­is­bind­ingu.
  • Eins og Pat­rick Hono­han, fyrrum seðla­banka­stjóri Írlands, og Athanasios Orp­hanides, pró­fessor við MIT, benda á hafa Danir marg­þurft að verj­ast spá­kaup­mennsku­árásum á geng­is­bind­ingu sína. Það var margra ára verk og kost­aði fórnir að ljá henni trú­verð­ug­leika. Paul de Grauwe, hag­fræði­pró­fessor við LSE og einn fremsti sér­fræð­ingur heims í gjald­miðla­fræð­um, segir að með því að binda gjald­miðil sinn við evru frekar en að ganga alla leið inn í mynt­banda­lagið séu Danir að halda þeim mögu­leika opnum að nota breytta geng­is­skrán­ingu til aðlög­unar eftir áföll ef þess ger­ist nauð­syn. Þessi mögu­leiki grafi hins vegar undan trú­verð­ug­leika mynt­fest­unn­ar. Sviss gat horfið ein­hliða og nær fyr­ir­vara­laust frá sinni geng­is­bind­ingu árið 2015, en í ljósi þess að danska fyr­ir­komu­lagið byggir á sam­komu­lagi við stofn­anir Evr­ópu­sam­bands­ins geti þar orðið tíma­frekara að falla frá mynt­fest­unni og jafn­vel kallað á samn­inga­þref þegar síst skyldi. Danir ættu ann­að­hvort að taka upp evr­una eða fljót­andi gengi að mati de Grauwe; milli­leiðin geri hag­kerfið of ber­skjaldað fyrir áhlaupi á mörk­uð­um.
  • Daði og Stefán segja að mála­miðl­unin sem þeir leggja til myndi krefj­ast þess að Ísland und­ir­geng­ist kröf­ur um ábyrga hag­­stjórn. „En það hafa ís­­lensk stjórn­­völd þó þegar gert með lög­­um um op­in­ber fjár­­­mál,“ skrifa þeir. Hér verður að taka með í reikn­ing­inn að hag­stjórn­ar­við­brögðin sem ráð­ist hefur verið í vegna veirunnar und­an­farna mán­uði væru ekki mögu­leg nema vegna þess að fjár­mála­reglur laga um opin­ber fjár­mál hafa verið teknar tíma­bundið úr sam­bandi. Ekki nóg með það heldur stendur nú til að breyta lög­unum þannig að næsta rík­is­stjórn verði óbundin af skil­yrðum um heild­ar­jöfnuð og skulda­hlut­föll hins opin­bera á tíma­bil­inu 2023 til 2025. Þótt Evr­ópu­sam­bandið hafi líka virkjað und­an­þágu­á­kvæði frá sínum fjár­mála­reglum er óvíst hvenær þær koma aftur til fram­kvæmda og hvaða breyt­ingar verða gerðar á þeim; hversu hratt aðild­ar­ríki munu þurfa að ná niður halla og greiða niður skuldir á kom­andi árum. Rík­is­sjóður Íslands verður rek­inn með tvö­falt til þrefalt meiri halla en rík­is­sjóðir flestra evru­land­anna árið 2021 (sem er ekki bara skyn­sam­legt heldur nauð­syn­legt til að verja opin­bera þjón­ustu, halda uppi eft­ir­spurn og reisa hag­kerfið upp úr veiru­krepp­unn­i), en auk þess er gert ráð fyrir áfram­hald­andi skulda­söfnun hins opin­bera allt til árs­ins 2025. Hvort þetta verði talið til marks um ábyrga hag­stjórn mun ráð­ast af því hvers konar efna­hag­spóli­tík og rík­is­fjár­mála­við­mið ná yfir­hönd­inni á evru­svæð­inu á næstu miss­er­um. Það væri vont ef sú rík­is­stjórn sem tekur við stjórn­ar­taumunum eftir ár færi að herða á aðhaldi í rík­is­fjár­málum og flýta sér að ná niður fjár­laga­hall­anum til að sýna „ábyrgð“ og trú­verð­ug­leika gagn­vart við­semj­anda. Slíkt gæti unnið gegn mark­miðum um hag­vöxt og efna­hags­legan stöð­ug­leika. 

Umræðan um gjalda­miðla­mál og hugs­an­legar mála­miðl­anir er góðra gjalda verð, en fræði­menn­irnir þurfa að útskýra mál sitt betur ef ætl­unin er að sann­færa fólk um að leið þeirra sé skyn­sam­legri en að ann­að­hvort taka upp evru eða halda í fljót­andi krónu með verð­bólgu­mark­miði.Höf­undur er MSc. í sagn­fræði og evr­ópskri stjórn­mála­hag­fræði og starfar nú við ráð­gjöf fyrir þing­flokk Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Leitaði svara hjá lögreglustjóra en ákvað síðan að svara ekki fjölmiðlum
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir í svari við fyrirspurn Kjarnans að hún hafi ekki talið við hæfi að veita fjölmiðlum upplýsingar um samkomuna í Ásmundarsal á Þorláksmessu, eftir að ljóst var hvers eðlis málið var.
Kjarninn 3. mars 2021
Þjónustuútflutningur jókst hratt í desember, þrátt fyrir að ferðaþjónustan hafi enn verið í lamasessi.
Útflutningur þjónustu stórjókst í desember
Þrátt fyrir hrun í stærstu útflutningsgreinnni flytjum við enn meira út af þjónustu en við kaupum frá öðrum löndum. Þjónustuafgangurinn var mikill á síðasta ársfjórðungi, sér í lagi vegna mikils útflutnings í desember.
Kjarninn 3. mars 2021
Vinnustundir voru fleiri í fyrra en Seðlabankinn gerði ráð fyrir
Laun á hverja vinnustund héldust nær óbreytt í fyrra
Á meðan launavísitalan hækkaði umtalsvert á síðasta ári voru laun og launatengd gjöld á hverja unna vinnustund nánast óbreytt. Þetta er minnsta hækkun launa á vinnustund frá upphafi mælinga árið 2003.
Kjarninn 3. mars 2021
Dauði geisladisksins, tilkoma Spotify og upprisa vínylplötunnar
Áætlað er að Spotify hafi haft um 700 milljónir króna í tekjur af íslenskum notendum á árinu 2019, og að 90 prósent allra tekna vegna sölu á tónlist hafi verið vegna streymisveitna. Sala á vínylplötum hefur þó líka tekið kipp, og átjánfaldast á fáum árum.
Kjarninn 2. mars 2021
Halldór Gunnarsson
Samtök eldri borgara ráðalaus eða hvað?
Kjarninn 2. mars 2021
Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar.
Neitar að hafa brotið trúnað og segir „kostulegt“ að ráðuneytið geri athugasemdir
Helga Vala Helgadóttir telur sig ekki hafa brotið trúnað með því að ræða um efnisatriði sem komu fram á lokuðum nefndarfundi í sjónvarpsviðtali. Hún segir stöðu hjúkrunarheimila of alvarlega fyrir „pólitíska leiki.“
Kjarninn 2. mars 2021
Áréttar að það sé „salur til rannsóknar en ekki ráðherra“
Símtöl dómsmálaráðherra til lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins voru rædd í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Áslaug sagði símtölin ekki skráningarskyld þar sem hún hefði hringt til að afla sér upplýsinga en ekki í formlegum erindagjörðum.
Kjarninn 2. mars 2021
Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar og formaður velferðarnefndar Alþingis.
Heilbrigðisráðuneytið gerir „alvarlegar athugasemdir“ við orð Helgu Völu
Heilbrigðisráðuneytið telur að málflutningur formanns velferðarnefndar í frétt RÚV um Sjúkratryggingar Íslands í gærkvöldi hafi verið ógætilegur og að trúnaðar um það sem fram fór á lokuðum nefndarfundi hafi ekki verið gætt.
Kjarninn 2. mars 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar