Ósannfærandi málamiðlunartillaga

Jóhann Páll Jóhannsson veltir fyrir sér ókostunum við tillögu tveggja fræðimanna að málamiðlun í gjaldeyrismálum.

Auglýsing

Daði Már Krist­ó­fers­son vara­for­maður Við­reisnar og Stefán Már Stef­áns­son laga­pró­fessor leggja til í nýlegri grein í Morg­un­blað­inu að Ísland freisti þess að gera tví­­hliða samn­ing við Evr­ópu­­sam­­bandið til að koma á ­fyr­ir­komu­lagi hlið­stæðu því sem tíðkast í Dan­mörku með bind­ingu við evr­una. Þeir telja „ekk­ert því til fyr­ir­­stöðu að láta á það reyna” og að með þess­ari mála­miðl­un­ar­leið „væri geng­is­­sveifl­um gagn­vart okk­ar stærsta við­skipta­­svæði var­an­­lega eytt“. Við þetta er ýmis­legt að athuga.

Auglýsing

  • Þótt samn­ings­bundið fast­geng­is­fyr­ir­komu­lag hafi gengið upp í Dan­mörku er engan veg­inn aug­ljóst að það henti íslensku hag­kerfi. Hér er sam­setn­ing atvinnu­vega og útflutn­ings allt önn­ur, miklu fábreytt­ari og óstöðugri. Ólíkt eyj­unni Íslandi er Dan­mörk land­fræði­lega föst við Þýska­land og hefur átt í mynt­sam­starfi við þetta stærsta hag­kerfi evru­svæð­is­ins allt frá 1982, fyrst með bind­ingu við þýska markið og svo við evru. Þetta eru lyk­il­at­riði sem verður að hafa í huga þegar fjallað er um val­kosti Íslands í sam­hengi við fast­geng­is­stefnu Dana. Til að sama fyr­ir­komu­lag henti Íslend­ingum þyrfti hag­sveiflan og fram­leiðni­þróun hér að vera mjög í takti við gang­inn á evru­svæð­inu – ellegar þyrfti aðlögun í kjöl­far áfalla að fara fram í gegnum vinnu­mark­að­inn (svo sem með atvinnu­leysi og nafn­launa­lækk­un­um). 
  • Daði og Stefán segja að með tví­hliða fast­geng­is­sam­komu­lagi Íslands við Evr­ópu­sam­bandið mætti sækja fyr­ir­mynd í Pen­inga­­kerf­i Evr­­ópu (e. Europe­an Mo­­net­­ary System, EMS) frá 1979 og Evr­­ópska geng­is­­sam­­starfið (e. Europe­an Exchange Rate Mechan­ism, ERM 1). Það er hins vegar ástæða fyrir því að þessi kerfi lifðu ekki af í sinni upp­runa­legu mynd: þau dugðu ein­fald­lega ekki til að skapa geng­is­stöð­ug­leika í hörðum heimi frjálsra fjár­magns­flutn­inga og spá­kaup­mennsku. Einmitt þess vegna var evran búin til. Ísland gat stuðst við fast­geng­is­stefnu (bind­ingu við mynt­körfu helstu við­skipta­landa) með ágætum árangri frá 1989 til alda­móta – fyrst og fremst í krafti þess að hér voru enn við lýði stíf fjár­magns­höft. Hjá Svíum, Norð­mönnum og Finnum mistókst sams konar skugga­bind­ing við myntir ann­arra Evr­ópu­þjóða (sjá t.d. bók Barry Eichen­green, The European Economy since 1945, bls. 357—370 og skýrslu Ásgeirs Jóns­sonar o.fl., Fram­tíð íslenskrar pen­inga­stefnu, bls. 75-76).
  • Við­reisn kall­aði mjög eftir því í aðdrag­anda kosn­inga 2016 að krónan yrði bundin við evru með harðri geng­isteng­ingu í gegnum mynt­ráð. Efna­hags- og fram­fara­stofnun Evr­ópu (OECD) var­aði ein­dregið við slíku fyr­ir­komu­lagi árið 2017 og það gerði einnig aðal­hag­fræð­ingur Seðla­banka Íslands. Sér­fræð­inga­hóp­ur, skip­aður af þáver­andi fjár­mála­ráð­herra og for­manni Við­reisn­ar, komst loks að þeirri nið­ur­stöðu árið 2018 að upp­taka mynt­ráðs væri óráð­leg og fæli í sér „óá­sætt­an­lega áhættu fyrir fjár­mála­stöð­ug­leika“ og síðan hefur lítið spurst til þess­arar hug­mynd­ar. Það er ágætt ef for­ystu­fólk í Við­reisn er hætt að halda mynt­ráði á lofti sem skyn­sam­legri lausn í geng­is­mál­um. Samn­ings­bundin fast­geng­is­stefna, þar sem gengið yrði sam­eig­in­­lega varið af Seðla­banka Íslands og Seðla­banka Evr­­ópu, væri vissu­lega trú­verð­ugri en ein­hliða skuld­bind­ing af hálfu Íslands. Hins vegar vakna spurn­ingar um hvort sú leið sé raun­hæf meðan Ísland stendur utan Evr­ópu­sam­bands­ins. Ára­tuga­löng og samn­ings­bundin geng­is­bind­ing dönsku krón­unnar við evr­una á sér sögu­legar skýr­ing­ar: Danir höfn­uðu Maastricht-­samn­ingnum í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu árið 1992, sömdu sér­stak­lega um und­an­þágur í kjöl­farið og höfn­uðu svo upp­töku evru í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um alda­mót­in. Það er hins vegar óljóst hvers vegna Evr­ópu­sambandið ætti að veita Íslandi, sem er ekki einu sinni aðili að Evr­ópu­sam­band­inu, sér­með­ferð með tví­hliða samn­ingi um geng­is­bind­ingu.
  • Eins og Pat­rick Hono­han, fyrrum seðla­banka­stjóri Írlands, og Athanasios Orp­hanides, pró­fessor við MIT, benda á hafa Danir marg­þurft að verj­ast spá­kaup­mennsku­árásum á geng­is­bind­ingu sína. Það var margra ára verk og kost­aði fórnir að ljá henni trú­verð­ug­leika. Paul de Grauwe, hag­fræði­pró­fessor við LSE og einn fremsti sér­fræð­ingur heims í gjald­miðla­fræð­um, segir að með því að binda gjald­miðil sinn við evru frekar en að ganga alla leið inn í mynt­banda­lagið séu Danir að halda þeim mögu­leika opnum að nota breytta geng­is­skrán­ingu til aðlög­unar eftir áföll ef þess ger­ist nauð­syn. Þessi mögu­leiki grafi hins vegar undan trú­verð­ug­leika mynt­fest­unn­ar. Sviss gat horfið ein­hliða og nær fyr­ir­vara­laust frá sinni geng­is­bind­ingu árið 2015, en í ljósi þess að danska fyr­ir­komu­lagið byggir á sam­komu­lagi við stofn­anir Evr­ópu­sam­bands­ins geti þar orðið tíma­frekara að falla frá mynt­fest­unni og jafn­vel kallað á samn­inga­þref þegar síst skyldi. Danir ættu ann­að­hvort að taka upp evr­una eða fljót­andi gengi að mati de Grauwe; milli­leiðin geri hag­kerfið of ber­skjaldað fyrir áhlaupi á mörk­uð­um.
  • Daði og Stefán segja að mála­miðl­unin sem þeir leggja til myndi krefj­ast þess að Ísland und­ir­geng­ist kröf­ur um ábyrga hag­­stjórn. „En það hafa ís­­lensk stjórn­­völd þó þegar gert með lög­­um um op­in­ber fjár­­­mál,“ skrifa þeir. Hér verður að taka með í reikn­ing­inn að hag­stjórn­ar­við­brögðin sem ráð­ist hefur verið í vegna veirunnar und­an­farna mán­uði væru ekki mögu­leg nema vegna þess að fjár­mála­reglur laga um opin­ber fjár­mál hafa verið teknar tíma­bundið úr sam­bandi. Ekki nóg með það heldur stendur nú til að breyta lög­unum þannig að næsta rík­is­stjórn verði óbundin af skil­yrðum um heild­ar­jöfnuð og skulda­hlut­föll hins opin­bera á tíma­bil­inu 2023 til 2025. Þótt Evr­ópu­sam­bandið hafi líka virkjað und­an­þágu­á­kvæði frá sínum fjár­mála­reglum er óvíst hvenær þær koma aftur til fram­kvæmda og hvaða breyt­ingar verða gerðar á þeim; hversu hratt aðild­ar­ríki munu þurfa að ná niður halla og greiða niður skuldir á kom­andi árum. Rík­is­sjóður Íslands verður rek­inn með tvö­falt til þrefalt meiri halla en rík­is­sjóðir flestra evru­land­anna árið 2021 (sem er ekki bara skyn­sam­legt heldur nauð­syn­legt til að verja opin­bera þjón­ustu, halda uppi eft­ir­spurn og reisa hag­kerfið upp úr veiru­krepp­unn­i), en auk þess er gert ráð fyrir áfram­hald­andi skulda­söfnun hins opin­bera allt til árs­ins 2025. Hvort þetta verði talið til marks um ábyrga hag­stjórn mun ráð­ast af því hvers konar efna­hag­spóli­tík og rík­is­fjár­mála­við­mið ná yfir­hönd­inni á evru­svæð­inu á næstu miss­er­um. Það væri vont ef sú rík­is­stjórn sem tekur við stjórn­ar­taumunum eftir ár færi að herða á aðhaldi í rík­is­fjár­málum og flýta sér að ná niður fjár­laga­hall­anum til að sýna „ábyrgð“ og trú­verð­ug­leika gagn­vart við­semj­anda. Slíkt gæti unnið gegn mark­miðum um hag­vöxt og efna­hags­legan stöð­ug­leika. 

Umræðan um gjalda­miðla­mál og hugs­an­legar mála­miðl­anir er góðra gjalda verð, en fræði­menn­irnir þurfa að útskýra mál sitt betur ef ætl­unin er að sann­færa fólk um að leið þeirra sé skyn­sam­legri en að ann­að­hvort taka upp evru eða halda í fljót­andi krónu með verð­bólgu­mark­miði.Höf­undur er MSc. í sagn­fræði og evr­ópskri stjórn­mála­hag­fræði og starfar nú við ráð­gjöf fyrir þing­flokk Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Óðinn Jónsson
Níræða Ríkisútvarpið
Kjarninn 5. desember 2020
Af þeim 2.333 íbúðum sem byggingaraðilarnir hyggjast reisa eru 1.368 á höfuðborgarsvæðinu og 965 á landsbyggðinni.
78 aðilar vilja byggja 2.333 íbúðir
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir áhyggjur af því að kröfur hlutdeildarlána kæmu í veg fyrir að sótt yrði um þau og hagkvæmt húsnæði byggt, virðast hafa verið óþarfar.
Kjarninn 5. desember 2020
Rannsókn á undanskotum vegna fjárfestingarleiðarinnar stutt á veg komin
Mál tengt einstaklingi sem grunaður er um að hafa skotið undan fjármagnstekjum með því að nýta sér fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands fór frá skattrannsóknarstjóra til héraðssaksóknara í maí. Þar er rannsókn þess stutt á veg komin.
Kjarninn 5. desember 2020
Verksmiðjutogarinn Heinaste er búinn að fara í slipp og heitir nú Tutungeni.
Árs kyrrsetningu lokið og togari seldur en andvirðinu haldið eftir í Namibíu
Samherji sagði frá því í vikunni að togarinn Heinaste væri laus úr vörslu namibískra yfirvalda og hefði verið seldur í þokkabót. Ekki fylgdi þó fréttatilkynningu fyrirtækisins að söluandvirðinu yrði haldið sem tryggingu á bankareikningi í Namibíu.
Kjarninn 5. desember 2020
Magn kókaíns í frárennsli höfuðborgarinnar fjórfaldaðist milli áranna 2016 og 2018. Í sumar hafði verulega dregið úr því miðað við apríl í fyrra.
Mun minna kókaín í skólpinu í kórónuveirufaraldri
Kórónuveirufaraldurinn hefur breytt mynstri fíkniefnanotkunar í Reykjavík, segir doktorsnemi sem hefur í fimm ár rannsakað magn ólöglegra fíkniefna í frárennsli borgarinnar. Magn kókaíns í skólpinu var 60 prósent minna í júní en í apríl í fyrra.
Kjarninn 5. desember 2020
Rússneska bóluefnið Spútnik V er á leið í dreifingu. Um helgina geta Moskvubúar í forgangshópum fengið fyrri sprautu sína.
Spútnik sprautað í Rússa: Hefja bólusetningu í stórum stíl eftir helgi
Um helgina hefjast bólusetningar á forgangshópum í Moskvu með bóluefninu Spútnik V. Tvær milljónir skammta eru sagðar til. Reuters-fréttastofan segir suma ríkisstarfsmenn upplifa þrýsting um að taka þátt í klínískum tilraunum á virkni bóluefnisins.
Kjarninn 4. desember 2020
Sigurjón Njarðarson
Fullveldið
Kjarninn 4. desember 2020
Haukur Logi Karlsson
Innansveitarkronikan og evrópska réttarríkið
Kjarninn 4. desember 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar