Afhjúpun á andstæðum

Sólveig Anna Jónsdóttir fjallar um brunann á Bræðraborgarstíg en hún segir að við þurfum að við­ur­kenna þann raun­veru­leik­a sem við búum í frá fæð­ingu til dauða – þá getum við haf­ist handa við að breyta hon­um og ráð­ist að rótum vandans.

Auglýsing

Ég hvet ykkur sem ekki hafið þegar lesið umfjöllun Kjarn­ans um hinn skelfi­lega atburð á Bræðra­borg­ar­stíg til að gera það. Hún er vönduð og yfir­grips­mik­il. Hún segir sögu af land­inu sem við búum á, ekki aðeins sög­una af einum harm­leik. Hún segir sög­una af aðdrag­anda harm­leiks­ins, sög­una af þeim sam­fé­lags­legu aðstæðum sem gerðu það að verkum að hópur fólks bjó í ónýtu húsi, sög­una af sam­fé­lagi þar sem yfir­völd vissu af þessu ónýta húsi og fjöl­mörgum öðrum hýbýlum sem ekki eru fyrir fólk til að búa í en eru þó notuð sem manna­bú­staðir og gerðu ekk­ert; ekk­ert til að tryggja að allt fólk ætti rétt á mann­sæm­andi hús­næði. Vegna þess að til að gera það hefði fólkið með völdin þurft að ráð­ast að rótum vand­ans. Og það að ráð­ast að rótum vand­ans hefur ekki verið í boði í stjórn­málum sam­tím­ans.

Grotn­andi inn­viðir eru óum­flýj­an­legur fylgi­fiskur þeirrar hug­mynda­fræði sem fengið hefur að tröll­ríða sam­fé­lagi okk­ar, nýfrjáls­hyggj­unn­ar. Þeir eru ekki látnir grotna óvart. Nei, það er eitt helsta ein­kenni hug­mynda­fræði nýfrjáls­hyggj­unnar að inn­viðir skuli grotna. Per­sónu­leika-raskað fólk eins og Marg­aret Thatcher hrinti nýfrjáls­hyggj­unni í fram­kvæmd á Vest­ur­lönd­um.

Fólk sem trúði því að sam­hygð og sam­vinna væru af hinu illa komst til valda og ruddu með for­herð­ingu sinni braut­ina fyrir inn­leið­ingu hagn­að­ar­sjón­ar­miðs­ins sem hins eina sanna gildis í til­ver­unni. Löng­unin í gróða skyldi vera leið­ar­ljós allra, sama við hvaða aðstæð­ur. Aðgangur að sam­eig­in­legum gæðum skyldi verða skertur fyrir vinnu­aflið og sam­eig­in­legu gæðin bútuð niður og afhent annað hvort þeim sem þegar höfðu tryggan sess hátt í stig­veld­inu eða þeim sem sýndu nógu ein­beitta löngum til að lifa eftir boð­orðum hinna nýju nátt­úru­lög­mála. Vatn, loft, hug­mynd­ir, nátt­úra, fólk og sam­fé­lag þess skyldi allt á „frjálsan mark­að­að“ til að selj­ast á og í sölu­ferl­inu skyldi mann­eskjan upp­götva sann­leik­ann um sjálfa sig; annað hvort ertu tap­ari eða sig­ur­veg­ari, ann­að­hvort fædd­istu til að eiga eða eiga ekk­ert, mega eða mega ekk­ert.

Auglýsing

Atburðir geta afhjúpað á auga­bragði með eins skýrum hætti og hægt er að hugsa sér sann­leik­ann um sam­fé­lög. Nátt­úru­ham­farir og far­sótt­ir, og einnig elds­voðar líkt og sá sem hér um ræðir rífa niður þau Pótem­kín-­tjöld sem reist hafa verið í kringum okk­ur. Við fáum að sjá og upp­lifa sann­leik­ann um ver­öld­ina sem við lifum í, um hinn efn­is­lega heim sem við dveljum í. Mark­aðsvæð­ing alls hús­næð­is, afleið­ing inn­leið­ingar nýfrjáls­hyggj­unnar og mark­aðsvæð­ing alls vinnu­afls er und­an­fari brun­ans á Bræðra­borg­ar­stígs.

Leik­reglur nýfrjáls­hyggj­unnar gera það að verkum að fleira og fleira fólk var og er gert ber­skjald­að, sett í við­kvæma stöðu. Sú við­kvæma staða gerir það svo enn ber­skjald­aðra fyrir leik­reglum nýfrjáls­hyggj­unn­ar. Þú vinnur en getur ekki eign­ast. Þú vinnur og þarft að leigja. Þú vinnur fyrir launum sem eru mjög lág. Leigan í borg­inni sem þú býrð í er mjög há. Þú hefur ekki um annað að velja en að leigja í húsi sem eng­inn ætti að gera leigt út. En sá sem vill græða á því að leigja fólki ónýtt hús má það og þú mátt í raun ekki búa ann­ars staðar en þar. Frelsi hins sið­villta til að vera gróða-­sig­ur­veg­ari í gróða-væddu sam­fé­lagi er mik­il­væg­ara en rétt­indi þín til að lifa frjáls undan því að vera sett í stór­kost­lega hættu­legar aðstæð­ur.

Lág­launa­stefna í dýrasta landi heims. Gríð­ar­stór hópur af vinnu­afli sem kemur til lands­ins að vinna í þeim iðn­aði sem stjórn­völd hafa ákveðið að eigi að koma þjóð­fé­lag­inu upp úr Hrun-kreppu auð­valds­ins. Algjört mis­ræmi í valda­stöðu verður til og af því leiðir hröðun á úrkynjun full­trú­a-lýð­ræð­is­ins; eig­endur fjár­magns með beinan aðgang að stjórn­völdum ann­ars­vegar og hins vegar eigna­laust vinnu­afl af erlendum upp­runa með engin tengsl inn í sali valds­ins, án kosn­inga­rétt­ar, án þess að tala tungu­mál lands­ins sem þau búa í. Verka­lýðs­hreyf­ing sem hafði látið mátt­ug­asta vopnið sitt, reg­inafl fjölda­sam­stöðu vinnu­aflsins, ryðga, og kunni ekki eða vildi ekki hlusta á raddir aðflutts verka­fólks, á sama tíma og hún trúði því að sagan hefði endað og leik­reglur nýfrjáls­hyggj­unnar væru „fait accompli“.

Veld­is­vöxtur í við­kvæmni og varn­ar­leysi

Félags­leg staða ræður á end­anum öllu. Efn­is­leg og efna­hags­leg staða mann­eskju stjórnar því hvað hún upp­sker fyrir vinnu sínu og til hvers upp­skeran dugar í sam­fé­lag­inu. Mik­il­vægi mann­eskju í augum stjórn­mála nýfrjáls­hyggj­unnar byggir alfarið á því hvaða stétt hún til­heyr­ir. Eigna­stéttin fékk Leið­rétt­ingu Silf­ur­skeiða­drengj­anna og á sama tíma fékk eigna­laust vinnu­aflið hús­næð­is­markað kap­ít­al­ískra leigu­fé­laga, í borg þar sem að allt var gert til að afhenda eig­endum upp­safn­aðs kap­ít­als land og eignir meðan að þús­undir bjuggu í iðn­að­ar­hús­næði eða í húsum eins og því við Bræðra­borg­ar­stíg. Upp­sveifla auð­stétt­ar­innar var alfarið á kostnað verka­fólks, og mestan kostnað bar hið aðflutta.

Sam­tvinnuð (inter­sect­ional) afhjúpun á and­stæðum stétt­skipts sam­fé­lags: Tungu­mál og upp­runa­land. Borg­ari eða far­and­verka­mann­eskja. Eig­andi atkvæðis eða lýð­ræð­is-ör­eigi. Eigna­stétt eða vinnu­afl; eins og Andr­eas Malm segir í bók sinni um Kór­ónafar­ald­ur­inn: „A popu­laiton is divided into classes, and further into gend­ers, etn­icities, age groups, cit­izens and migrants with anti­et­hical positions: some wounded on the battlefi­eld, others decked out in shing­ing armour and ready for anyt­hing ... “ Sum með aðgang að öllu sökum stöðu sinnar í stétt­skiptu sam­fé­lagi og önn­ur, vegna jað­ar­setn­ingar og arð­ráns og jað­ar­setn­ingar vegna arð­ráns, í svo ber­skjald­aðri stöðu að ekk­ert er í boði annað en hús líkt og það sem brann. Ber­skjölduð þrátt fyrir að hafa með vinnu­afli sínu skapað og við­haldið brynju þeirra brynju­klæddu.

­Húsið á Bræðra­borg­ar­stíg var dauða­gildra spennt af sam­fé­lags­gerð­inni sem við lifum við. Þau sem í hús­inu bjuggu bjuggu í því vegna stöðu sinnar í stig­veldi stétt­skipt­ingar Reykja­vík­ur. Lík­amar þeirra sem þar bjuggu og vinnu­afl voru vissu­lega hluti af efn­is­legum raun­veru­leika borg­ar­innar en líf þeirra, orð, hugs­an­ir, vænt­ing­ar, rétt­ur, rétt­indi voru ekki hluti af hugs­unum þeirra sem fara með völd. Svo­leiðis virkar stétt­skipt­ing. Hún gerir það að verkum að hin eigna­lausu hafa ekki aðgang að „rétt­ind­um“. Ekki aðgang að kerf­um. Ekki aðgang að plat­formi. Ekki aðgang að völd­um. Fólk býr hlið við hlið, í sömu borg en engu síður býr það í sitt hvorri ver­öld­inni.

Á degi elds­voð­ans barst reyk­ur­inn stutta leið frá Bræðra­borg­ar­stíg inn um glugga Alþing­is­húss­ins, Spegla­sal­ar­ins og glugg­unum var lok­að. Um kvöldið fór for­sæt­is­ráð­herra á Twitter og skrif­aði texta, ekki um harm­leik­inn heldur um sigur fót­boltaliðs í útlönd­um. Glugg­a­rnir voru lok­að­ir, bæði í efn­is­lega heim­inum og heimi hug­mynd­anna. Dag­ur­inn allur var óbæri­leg hryll­ings­dæmi­saga um mann­fólk inn í stétt­skipt­ing­unni.

Sam­fé­lags­gerðin og staða fólks inn í henni rammar inn alla atburði, umlykur þá. Við höfum allt of lengi sætt okkur við að láta sem við séum heimsk og skiljum ekki orsakir og afleið­ing­ar, skiljum ekki hinn ein­falda sann­leika um grund­vallar mik­il­vægi efn­is­legrar og efna­hags­legrar stöðu fólks í öllu sem á sér stað í þeirra lífi. Hvar þú býrð er nið­ur­staða póli­tískrar stefnu þjóð­fé­lags; afskipta eða afskipta­leys­is, allt eftir því hver þú ert og hvað þú átt. Ef að við ætlum okkur að gera það sem hægt er til að koma í veg fyrir harm­leiki eins og þann á Bræðra­borg­ar­stíg þurfum við að hætta að þykj­ast vera heimsk. Við þurfum að ger­ast með­limir í „the rea­lity based comm­ini­ty“.

Við þurfum að við­ur­kenna raun­veru­leik­ann, hinn efn­is­lega raun­veru­leika sem við búum í frá fæð­ingu til dauða. Aðeins þegar við erum búin að því getum við haf­ist handa við að breyta hon­um. Raun­veru­lega breyta hon­um. Raun­veru­lega ráð­ast að rótum vand­ans sem gera það að verkum að svo mörg okkar eru ber­skjölduð fyrir hörm­ung­um; stétt­skipt­ing­unni og mis­skipt­ing­unni.

Ég er Kjarn­anum þakk­lát fyrir að gera sitt til að útskýra sam­fé­lagið okk­ar. Ég trúi því að þegar nógu mörg okkar ná að við­ur­kenna efn­is­legan veru­leika arð­ráns­sam­fé­lags­ins getum við sam­ein­ast í að breyta hon­um. Ég vona að sem flest lesi.

Höf­undur er for­maður Efl­ingar

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinunn Böðvarsdóttir, sérfræðingur á hagdeild VR
Lýðræði á vinnustöðum mun meira á hinum Norðurlöndunum
Sérfræðingur hjá VR segir starfsfólk hérlendis ekki geta haft jafnmikil áhrif á ákvarðanir sem varða vinnustaði þeirra og starfsmenn á hinum Norðurlöndunum í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
Kjarninn 7. mars 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir
Segir að endurskoða þurfi afléttingar ef mörg fleiri smit greinast
Sóttvarnarlæknir segir næstu tvo daga munu gefa skýrari mynd af umfangi nýrra COVID-19 smita utan sóttkvíar innanlands. Að hans mati þyrfti að endurskoða fyrirhugaðar afléttingar á sóttvarnaraðgerðum ef það kemur í ljós að mikið fleiri eru smitaðir.
Kjarninn 7. mars 2021
Tvö smit af breska afbrigðinu
Síðustu daga hafa tveir greinst innanlands utan sóttkvíar með breska afbrigðið af COVID-19. Einn hinna smituðu fór á tónleika í Hörpu á föstudagskvöldið.
Kjarninn 7. mars 2021
Starfsmaður Landspítalans með COVID-19
Upp hefur komið COVID-19 smit á Landspítalanum. Starfsmaður greindist með veiruna, en samkvæmt aðstoðarmanni forstjóra Landspítalans hafði hann ekki verið í útlöndum nýlega.
Kjarninn 7. mars 2021
Ókláruðum íbúðum fækkar ört
Fjöldi ófullbúinna íbúða í síðustu viku var fjórðungi minni en á sama tíma árið á undan. Síðustu mælingar sýna að þeim hefur fækkað enn frekar frá áramótunum, en búist er við frekari samdrætti á næstunni.
Kjarninn 7. mars 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Risastórt rafíþróttamót og Twitter útibú
Kjarninn 7. mars 2021
Aflaverðmæti útgerða jókst milli ára þrátt fyrir heimsfaraldur
Aflaverðmæti þess sjávarfangs sem íslensk fiskiskip veiddu í fyrra er rúmum 20 milljörðum krónum meira en það var árið 2018. Útgerðir landsins hafa því heilt yfir farið vel út úr heimsfaraldri kórónuveiru.
Kjarninn 7. mars 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar
Segir Bjarna hafa viljað ráðið hver væri fulltrúi Viðreisnar í stjórn Íslandspósts
Formaður Viðreisnar segir fjármálaráðherra hafi losað sig við fulltrúa flokksins úr stjórn Íslandspósts, sem hafi veitt fyrirtækinu aðhald, og sett undirmann sinn úr fjármálaráðuneytinu inn í staðinn.
Kjarninn 7. mars 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar