Afhjúpun á andstæðum

Sólveig Anna Jónsdóttir fjallar um brunann á Bræðraborgarstíg en hún segir að við þurfum að við­ur­kenna þann raun­veru­leik­a sem við búum í frá fæð­ingu til dauða – þá getum við haf­ist handa við að breyta hon­um og ráð­ist að rótum vandans.

Auglýsing

Ég hvet ykkur sem ekki hafið þegar lesið umfjöllun Kjarn­ans um hinn skelfi­lega atburð á Bræðra­borg­ar­stíg til að gera það. Hún er vönduð og yfir­grips­mik­il. Hún segir sögu af land­inu sem við búum á, ekki aðeins sög­una af einum harm­leik. Hún segir sög­una af aðdrag­anda harm­leiks­ins, sög­una af þeim sam­fé­lags­legu aðstæðum sem gerðu það að verkum að hópur fólks bjó í ónýtu húsi, sög­una af sam­fé­lagi þar sem yfir­völd vissu af þessu ónýta húsi og fjöl­mörgum öðrum hýbýlum sem ekki eru fyrir fólk til að búa í en eru þó notuð sem manna­bú­staðir og gerðu ekk­ert; ekk­ert til að tryggja að allt fólk ætti rétt á mann­sæm­andi hús­næði. Vegna þess að til að gera það hefði fólkið með völdin þurft að ráð­ast að rótum vand­ans. Og það að ráð­ast að rótum vand­ans hefur ekki verið í boði í stjórn­málum sam­tím­ans.

Grotn­andi inn­viðir eru óum­flýj­an­legur fylgi­fiskur þeirrar hug­mynda­fræði sem fengið hefur að tröll­ríða sam­fé­lagi okk­ar, nýfrjáls­hyggj­unn­ar. Þeir eru ekki látnir grotna óvart. Nei, það er eitt helsta ein­kenni hug­mynda­fræði nýfrjáls­hyggj­unnar að inn­viðir skuli grotna. Per­sónu­leika-raskað fólk eins og Marg­aret Thatcher hrinti nýfrjáls­hyggj­unni í fram­kvæmd á Vest­ur­lönd­um.

Fólk sem trúði því að sam­hygð og sam­vinna væru af hinu illa komst til valda og ruddu með for­herð­ingu sinni braut­ina fyrir inn­leið­ingu hagn­að­ar­sjón­ar­miðs­ins sem hins eina sanna gildis í til­ver­unni. Löng­unin í gróða skyldi vera leið­ar­ljós allra, sama við hvaða aðstæð­ur. Aðgangur að sam­eig­in­legum gæðum skyldi verða skertur fyrir vinnu­aflið og sam­eig­in­legu gæðin bútuð niður og afhent annað hvort þeim sem þegar höfðu tryggan sess hátt í stig­veld­inu eða þeim sem sýndu nógu ein­beitta löngum til að lifa eftir boð­orðum hinna nýju nátt­úru­lög­mála. Vatn, loft, hug­mynd­ir, nátt­úra, fólk og sam­fé­lag þess skyldi allt á „frjálsan mark­að­að“ til að selj­ast á og í sölu­ferl­inu skyldi mann­eskjan upp­götva sann­leik­ann um sjálfa sig; annað hvort ertu tap­ari eða sig­ur­veg­ari, ann­að­hvort fædd­istu til að eiga eða eiga ekk­ert, mega eða mega ekk­ert.

Auglýsing

Atburðir geta afhjúpað á auga­bragði með eins skýrum hætti og hægt er að hugsa sér sann­leik­ann um sam­fé­lög. Nátt­úru­ham­farir og far­sótt­ir, og einnig elds­voðar líkt og sá sem hér um ræðir rífa niður þau Pótem­kín-­tjöld sem reist hafa verið í kringum okk­ur. Við fáum að sjá og upp­lifa sann­leik­ann um ver­öld­ina sem við lifum í, um hinn efn­is­lega heim sem við dveljum í. Mark­aðsvæð­ing alls hús­næð­is, afleið­ing inn­leið­ingar nýfrjáls­hyggj­unnar og mark­aðsvæð­ing alls vinnu­afls er und­an­fari brun­ans á Bræðra­borg­ar­stígs.

Leik­reglur nýfrjáls­hyggj­unnar gera það að verkum að fleira og fleira fólk var og er gert ber­skjald­að, sett í við­kvæma stöðu. Sú við­kvæma staða gerir það svo enn ber­skjald­aðra fyrir leik­reglum nýfrjáls­hyggj­unn­ar. Þú vinnur en getur ekki eign­ast. Þú vinnur og þarft að leigja. Þú vinnur fyrir launum sem eru mjög lág. Leigan í borg­inni sem þú býrð í er mjög há. Þú hefur ekki um annað að velja en að leigja í húsi sem eng­inn ætti að gera leigt út. En sá sem vill græða á því að leigja fólki ónýtt hús má það og þú mátt í raun ekki búa ann­ars staðar en þar. Frelsi hins sið­villta til að vera gróða-­sig­ur­veg­ari í gróða-væddu sam­fé­lagi er mik­il­væg­ara en rétt­indi þín til að lifa frjáls undan því að vera sett í stór­kost­lega hættu­legar aðstæð­ur.

Lág­launa­stefna í dýrasta landi heims. Gríð­ar­stór hópur af vinnu­afli sem kemur til lands­ins að vinna í þeim iðn­aði sem stjórn­völd hafa ákveðið að eigi að koma þjóð­fé­lag­inu upp úr Hrun-kreppu auð­valds­ins. Algjört mis­ræmi í valda­stöðu verður til og af því leiðir hröðun á úrkynjun full­trú­a-lýð­ræð­is­ins; eig­endur fjár­magns með beinan aðgang að stjórn­völdum ann­ars­vegar og hins vegar eigna­laust vinnu­afl af erlendum upp­runa með engin tengsl inn í sali valds­ins, án kosn­inga­rétt­ar, án þess að tala tungu­mál lands­ins sem þau búa í. Verka­lýðs­hreyf­ing sem hafði látið mátt­ug­asta vopnið sitt, reg­inafl fjölda­sam­stöðu vinnu­aflsins, ryðga, og kunni ekki eða vildi ekki hlusta á raddir aðflutts verka­fólks, á sama tíma og hún trúði því að sagan hefði endað og leik­reglur nýfrjáls­hyggj­unnar væru „fait accompli“.

Veld­is­vöxtur í við­kvæmni og varn­ar­leysi

Félags­leg staða ræður á end­anum öllu. Efn­is­leg og efna­hags­leg staða mann­eskju stjórnar því hvað hún upp­sker fyrir vinnu sínu og til hvers upp­skeran dugar í sam­fé­lag­inu. Mik­il­vægi mann­eskju í augum stjórn­mála nýfrjáls­hyggj­unnar byggir alfarið á því hvaða stétt hún til­heyr­ir. Eigna­stéttin fékk Leið­rétt­ingu Silf­ur­skeiða­drengj­anna og á sama tíma fékk eigna­laust vinnu­aflið hús­næð­is­markað kap­ít­al­ískra leigu­fé­laga, í borg þar sem að allt var gert til að afhenda eig­endum upp­safn­aðs kap­ít­als land og eignir meðan að þús­undir bjuggu í iðn­að­ar­hús­næði eða í húsum eins og því við Bræðra­borg­ar­stíg. Upp­sveifla auð­stétt­ar­innar var alfarið á kostnað verka­fólks, og mestan kostnað bar hið aðflutta.

Sam­tvinnuð (inter­sect­ional) afhjúpun á and­stæðum stétt­skipts sam­fé­lags: Tungu­mál og upp­runa­land. Borg­ari eða far­and­verka­mann­eskja. Eig­andi atkvæðis eða lýð­ræð­is-ör­eigi. Eigna­stétt eða vinnu­afl; eins og Andr­eas Malm segir í bók sinni um Kór­ónafar­ald­ur­inn: „A popu­laiton is divided into classes, and further into gend­ers, etn­icities, age groups, cit­izens and migrants with anti­et­hical positions: some wounded on the battlefi­eld, others decked out in shing­ing armour and ready for anyt­hing ... “ Sum með aðgang að öllu sökum stöðu sinnar í stétt­skiptu sam­fé­lagi og önn­ur, vegna jað­ar­setn­ingar og arð­ráns og jað­ar­setn­ingar vegna arð­ráns, í svo ber­skjald­aðri stöðu að ekk­ert er í boði annað en hús líkt og það sem brann. Ber­skjölduð þrátt fyrir að hafa með vinnu­afli sínu skapað og við­haldið brynju þeirra brynju­klæddu.

­Húsið á Bræðra­borg­ar­stíg var dauða­gildra spennt af sam­fé­lags­gerð­inni sem við lifum við. Þau sem í hús­inu bjuggu bjuggu í því vegna stöðu sinnar í stig­veldi stétt­skipt­ingar Reykja­vík­ur. Lík­amar þeirra sem þar bjuggu og vinnu­afl voru vissu­lega hluti af efn­is­legum raun­veru­leika borg­ar­innar en líf þeirra, orð, hugs­an­ir, vænt­ing­ar, rétt­ur, rétt­indi voru ekki hluti af hugs­unum þeirra sem fara með völd. Svo­leiðis virkar stétt­skipt­ing. Hún gerir það að verkum að hin eigna­lausu hafa ekki aðgang að „rétt­ind­um“. Ekki aðgang að kerf­um. Ekki aðgang að plat­formi. Ekki aðgang að völd­um. Fólk býr hlið við hlið, í sömu borg en engu síður býr það í sitt hvorri ver­öld­inni.

Á degi elds­voð­ans barst reyk­ur­inn stutta leið frá Bræðra­borg­ar­stíg inn um glugga Alþing­is­húss­ins, Spegla­sal­ar­ins og glugg­unum var lok­að. Um kvöldið fór for­sæt­is­ráð­herra á Twitter og skrif­aði texta, ekki um harm­leik­inn heldur um sigur fót­boltaliðs í útlönd­um. Glugg­a­rnir voru lok­að­ir, bæði í efn­is­lega heim­inum og heimi hug­mynd­anna. Dag­ur­inn allur var óbæri­leg hryll­ings­dæmi­saga um mann­fólk inn í stétt­skipt­ing­unni.

Sam­fé­lags­gerðin og staða fólks inn í henni rammar inn alla atburði, umlykur þá. Við höfum allt of lengi sætt okkur við að láta sem við séum heimsk og skiljum ekki orsakir og afleið­ing­ar, skiljum ekki hinn ein­falda sann­leika um grund­vallar mik­il­vægi efn­is­legrar og efna­hags­legrar stöðu fólks í öllu sem á sér stað í þeirra lífi. Hvar þú býrð er nið­ur­staða póli­tískrar stefnu þjóð­fé­lags; afskipta eða afskipta­leys­is, allt eftir því hver þú ert og hvað þú átt. Ef að við ætlum okkur að gera það sem hægt er til að koma í veg fyrir harm­leiki eins og þann á Bræðra­borg­ar­stíg þurfum við að hætta að þykj­ast vera heimsk. Við þurfum að ger­ast með­limir í „the rea­lity based comm­ini­ty“.

Við þurfum að við­ur­kenna raun­veru­leik­ann, hinn efn­is­lega raun­veru­leika sem við búum í frá fæð­ingu til dauða. Aðeins þegar við erum búin að því getum við haf­ist handa við að breyta hon­um. Raun­veru­lega breyta hon­um. Raun­veru­lega ráð­ast að rótum vand­ans sem gera það að verkum að svo mörg okkar eru ber­skjölduð fyrir hörm­ung­um; stétt­skipt­ing­unni og mis­skipt­ing­unni.

Ég er Kjarn­anum þakk­lát fyrir að gera sitt til að útskýra sam­fé­lagið okk­ar. Ég trúi því að þegar nógu mörg okkar ná að við­ur­kenna efn­is­legan veru­leika arð­ráns­sam­fé­lags­ins getum við sam­ein­ast í að breyta hon­um. Ég vona að sem flest lesi.

Höf­undur er for­maður Efl­ingar

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar