Hver er hann þessi sem gengur alltaf með veggjum?

Hallgrímur Hróðmarsson framhaldsskólakennari kallar eftir samfélagi sem byggir á mannúð og samkennd.

Auglýsing

Hvað er að frétta? Við þekkjum öll þessa kveðj­ur. Sá sem spyr á oft­ast von á að svarið verði jákvætt: „Engar fréttir góðar frétt­ir“ eða „Mér líður bara vel“. Í dag á tímum far­ald­urs­ins er mjög mik­il­vægt að ganga lengra og inna eftir því hvaða áhrif ástandið hefur á fólk. Lítum í kringum okkur – hvernig er and­leg líðan fólks sem við þekkjum og sem okkur þykir vænt um? Hvernig líður unga fólk­inu okk­ar?

Ég er geð­veikur

Ég er með sjúk­dóm sem kall­ast því fal­lega nafni – geð­hvörf. Það var mikil gæfa að sjúk­dóm­ur­inn kom ekki fram fyrr en ég var rúm­lega fer­tug­ur. Næstu árin varð mér ljóst að ég eign­að­ist fáa vini og gömlu vin­irnir helt­ust margir úr lest­inni – eins og geng­ur. En ég var með harðan skráp og fann hald­góðar skýr­ingar á þessu. Sko, maður eign­ast jú færri og færri vini eftir því sem maður eld­ist. Og sko gamlir vinir – jú við þroskumst frá hvert öðru. Hann Jón er orðin lög­fræð­ingur sem hrellir fátækar ekkjur og gam­al­menni. Stína er kál­haus vegna dóp­neyslu. En hvað varð um Sigga og Önnu? Í dag á ég fáa – en mjög góða vini.

Auglýsing
Mér finnst mjög ólík­legt að ég hefði tæklað þetta ástand, ef veik­indin hefðu látið á sér kræla þegar ég var 15 ára ung­lingur eða tví­tugur ungur mað­ur. Þá hefði ég sjálf­sagt setið uppi vina­laus. Ein­hverjir með­ferð­ar­full­trúar hefðu reynt að hjálpa mér. Og fjöl­skyldan – var hún kannski bara þarna af illri nauð­syn? 

Íþrótt­ir, stað­bundin kennsla og sam­vera

Íþróttir skapa góðan grund­völl að sam­veru og ræktun félags­anda. Sem betur fer hefur iðkun þeirra verið leyfð innan skyn­sam­legra marka, en athuga þarf hvort gera þurfi bet­ur. Stað­bundin kennsla í fram­halds­skólum hefur verið í skötu­líki og kennslan færst yfir í fjar­nám. Því miður ræður stór hluti unga fólks­ins ekki við þá breyt­ingu. Stjórn­völd, íþrótta­fröm­uðir og kennslu­yf­ir­völd verða að finna fjöl­breytt­ari lausnir til að bregð­ast við slæmu ástandi.

Fátækt og skerð­ingar

Stjórn­völd hafa lagt ríka áherslu á að koma fyr­ir­tækjum í gegnum það slæma ástand sem fylgir far­aldr­in­um. Mikil mis­tök komu í ljós þegar fyrstu aðgerð­irnar voru kynnt­ar. Lítið eft­ir­lit var með því hvort fyr­ir­tækin þyrftu á hjálp­inni að halda og því miður hefur lítið verið bætt úr þessum ágöllum síð­ar. Stjórn­endur vel stæðra fyr­ir­tækja hafa sýnt alvar­legan skort á sam­fé­lags­legu sið­gæði – enda munu þeir margir hafa hugs­að: Hver slær hend­inni á móti auð­fengnum pen­ing­um?  

Fátækt fólk og aðrir sem höllum fæti standa í sam­fé­lag­inu hafa litla hjálp fengið utan þeirrar smátuggu sem að þeim var rétt núna á dög­un­um. Allir sem vit hafa á segja að þetta sé ein­ungis brot af því sem stjórn­völd hefðu þurft að gera, og allt of seint. Aðstoð við þá sem lægst hafa launin skila sér að stórum hluta út í sam­fé­lag­ið. Sú stað­reynd er hverjum heil­vita manni auðsæ – og ættu þeir sem um aðstoð­ina díla í far­aldr­inum að taka lepp­inn af vinstra aug­anu – og bæta úr sem fyrst.

Sköpum rétt­lát­ara sam­fé­lag

Að far­aldr­inum loknum þurfum við að læra af reynsl­unni. Því miður gerðum við það ekki eftir hrunið – allt er komið í sama far­veg. Eig­endur fjár­magns skara eld að sinni köku eins og fyrr – sama spill­ing ræður ríkjum í bönkum og öðrum þjón­ustu­stofn­unum almenn­ings.

Stjórn­mála­öflin þurfa að standa við lof­orð sín um að leið­rétta kjör þeirra sem lægst hafa laun­in. Mikið er búið að velta Bjarna Bene­dikts­syni upp úr bréfi sem hann sendi öldruðum og öryrkjum fyrir ein­hverjar kosn­ing­arnar um bætur á kjörum þeirra og leið­rétt­ingu. En hann er ekki eini svarti sauð­ur­inn í svað­inu – allir stjórn­mála­flokkar sem hafa setið við stjórn­völ­inn um langan tíma eru í drull­unni með honum – þeir gáfu kjós­endum svipuð lof­orð og Bjarni – þeir sviku þau eins og Bjarni.

Áskorun til ungs fólks

Loks vil ég taka fyrir bætt sam­fé­lag fyrir unga fólkið okk­ar. Það þarf sál­fræð­inga til hjálpar inn í skól­ana. Náms­ráð­gjafar þurfa til við­bótar við sitt góða starf að fræða nem­endur um atvinnu­horfur ef fólk stefnir á ákveðið starf og hvaða und­ir­bún­ingur er skyn­sam­ur. Svo þarf að verða gagn­ger breyt­ing á and­rúms­loft­inu í skólum lands­ins og á öðrum vinnu­stöð­um. Ég við vitna í ljóðið Vetr­ar­sól eftir Ólaf Hauk Sím­on­ar­son en þar seg­ir:

Hvers virði er allt heims­ins prjál 

ef það er eng­inn hér

sem stendur kyrr

er aðrir hverfa á braut.

Sem vill þér jafnan vel

og deilir með þér gleði og sorg

þá áttu minna en ekki neitt

ef þú átt engan vin.

Unga fólk í skólum lands­ins og á öðrum stöðum úti í sam­fé­lag­inu: Lítið í kring um ykkur – hver er hann þessi strákur eða stelpa sem gengur alltaf með veggjum – sem eng­inn talar við. Þau virð­ast ekki eiga neina vini utan við sím­ann sinn – þar sem þau skoða hvað er að ­ger­ast í umhverf­inu – umhverf­inu sem þau eru ekki þátt­tak­endur í. Eruð þið til í að stiga fyrsta skrefið og kynn­ast þess­ari mann­eskju? Eruð þið til í að bjóða henni í vina­hóp­inn?

Unga fólk standið ykkur betur en við sem eldri erum höfum gert – skapið sam­fé­lag þar sem mannúð og sam­kennd ræður ríkj­um. Lærið af því sem okkur sem eldri erum hefur mis­tek­ist.

Höf­undur er fram­halds­skóla­kenn­ari.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Nú þurfa Íslendingar að gyrða sig í brók“
Fíknigeðlæknir segir að nú þurfi Íslendingar að gyrða sig í brók svo að hið sama verði ekki upp á teningnum á Íslandi og í Bandaríkjunum varðandi ofnotkun ópíóíða.
Kjarninn 26. október 2021
Á meðal þeirra sakborninga sem setið hafa á bak við lás og slá í Nambíu frá því undir lok árs 2019 er Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins.
Tvö mál orðin að einu í Namibíu
Í nýju ákæruskjali í sameinuðu sakamáli vegna Fishrot-skandalsins í Namibíu eru engir Íslendingar á meðal sakborninga, en alls eru 10 manns og 18 félög sökuð um margvísleg brot í tengslum við kvótaviðskipti Samherja í landinu.
Kjarninn 26. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Gamla höfnin í Reykjavík, örverur, kombucha og súrdeig
Kjarninn 26. október 2021
Gagnrýnir aðstöðuleysi fyrir ungmenni í Laugardalnum
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að ungmenni í Laugardal þurfi alvöru aðstöðu til íþróttaiðkunar „ekki fleiri vinnuhópa eða góðar hugmyndir á blaði“.
Kjarninn 26. október 2021
Stefán Jón Hafstein sendifulltrúi með orðið á veffundinum í dag.
Ísland lýsir yfir vilja til að halda áfram að styðja við úttekt FAO
Sendifulltrúi Íslands lýsti því yfir á veffundi Alþjóðamatvælastofnunarinnar (FAO) að Ísland vildi halda áfram að styðja við framkvæmd rannsóknarverkefnis sem lýtur að viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 25. október 2021
Rósa Bjarnadóttir
Enn eitt stefnulaust ár
Kjarninn 25. október 2021
Skortur er á steypu í landinu þessa stundina, samkvæmt framkvæmdastjóra Sementsverksmiðjunnar.
Sementsskortur á landinu
Hrávöruskortur í Evrópu hefur leitt til þess að innflutningur á sementi hefur dregist mikið saman á síðustu vikum. Framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar segir að það sé áskorun fyrir fyrirtækið að standa við skuldbindingarnar sínar.
Kjarninn 25. október 2021
Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, og Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis.
Framkvæmdastjóri Gildis neitar að mæta á fund um Init-málið
Framkvæmdastjóri Gildis hafði áður fallist á boð um að koma á fund Eflingar um Init-málið en samkvæmt stéttarfélaginu dró hann það til baka þegar honum var tilkynnt að Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður yrði fundarstjóri.
Kjarninn 25. október 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar