Matvælastefna fyrir bændur?

Stjórnarmaður í Neytendasamtökum Íslands skrifar um nýja matvælastefnu til ársins 2030, sem stjórnvöld kynntu fyrr í mánuðinum.

Auglýsing

Það er margt gott í mat­væla­stefnu til 2030, sem stjórn­völd kynntu 10. des­em­ber 2020, miðað við stöðu þess­ara mála í dag, en mun betur þarf að gera ef stefnan á að gagn­ast neyt­endum og almenn­ingi vel. 

Meðal þess sem horfir til betri vegar í stefnunni er að það er þó leitast við að horfa til hagsmuna neytenda. Í upphafsorðum neytendakaflans segir: „Neytendur sem þekkja réttindi sín standa sterkari á markaði. Setja þarf skýrar reglur til grundvallar viðskiptum og tryggja virka samkeppni sem eykur velferð neytenda og jafnræði framleiðenda".

Hingað til hafa hagsmunaverðir landbúnaðarins ekki verið að hafa mikið fyrir því að minnast á neytendur þegar þeir gera sínar kröfur um tollvernd, tollkvóta og framlaga skattgreiðenda á fjárlögum. Þeir hafa eiginlega horft þannig á að neytendur geti bara étið það sem bændur framleiða hvað sem það kostar og hvernig sem það er framleitt. Það sé mál landbúnaðarins. Umhverfið, dýravernd, matvælaverð, fjölbreytni matvæla... iss, piss... skiptir ekki máli. „Látið okkur hafa pening, verndið okkur fyrir samkeppni og við framleiðum bara það sem okkur sýnist," hafa þeir í rauninni sagt. 

Auglýsing
Það má því segja að þessi kafli í matvælastefnunni sem fjallar um neytendur horfi til betri vegar. En jafnvel í þessa fyrstu setningu þar sem fjallar um neytendur og matvæli er ljóst að það er litið þannig á að neytendum sé ekki treystandi, það þurfi að hafa vit fyrir þeim. Þá þurfi að uppfræða um hvað sé þeim fyrir bestu og vernda þá fyrir eigin hvatvísi og órökréttum kaupákvörðunum sem þeir myndu taka ef matvælamarkaður væri frjáls. Það sé ekki óhætt að hleypa matvælum tolla- og hindrunarlaust inn í landið því þá muni neytendur bara kaupa ódýrari innflutt matvæli sem séu óholl, það fari illa með umhverfið og muni rústa íslenskum landbúnaði. 

Það sem matvælastefnan hefði átt að byrja á að segja varðandi neytendur er á þessa leið: 

„Neytendur hafa aðgang að opnum matvælamarkaði þar sem í boði er án markaðshindrana, fjölbreytt úrvali matvæla, á markaðsverði, án tolla og annarra hindrana annara en þeirra sem stafa af eðlilegu faglegu matvælaeftirliti."

Með slíkri stefnu eykst fjölbreytni matvæla á markaði og verð lækka nokkuð. Það kemur (fátækum) neytendum best og bætir samkeppnishæfni landsins sem ferðamannalands og lands sem á í vaxandi samkeppni við önnur lönd um fólk og fyrirtæki og þar með lífskjör.

Í fljótu bragði virðist stefnan vera rökrétt hvað varðar kolefnisspor matvæla. Hagmunaverðir landbúnaðarins hafa haldið því fram að innlend matvæli séu með minna kolefnisspor en innflutt. Það er ekki rétt. Það þarf að flytja inn aðföng fyrir matvælaframleiðslu til dæmis um 2 kg. af korni fyrir hvert kg. sem framleitt er af svína- og kjúklingakjöti. Svipað á við um lambakjötið, að sínu leyti. Þá er eftir að nefna hvernig ríkisstyrkt mjólkur og kjötframleiðsla hefur farið með landið. Nægir að nefna votlendi, jarðargróður og moldina sem hefur „fokið burt". Nefnt er í stefnunni að gæta þurfi að kolefnisspori, sem er rétt.

Sem sagt, matvælastefnan er lítið spor í rétta átt, í flottum umbúðum samt. 

Höfundur er viðskiptafræðingur og í stjórn Neytendasamtakanna.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Einkabílaeign á Ísland er hlutfallslega sú hæsta í Evrópu.
Getur Ísland keyrt sig út úr loftslagsvandanum?
Orkuskipti í samgöngum er eitt helsta framlag íslenskra stjórnvalda í baráttunni við loftslagshamfarir. Rafbílar eru hins vegar ekki sú töfralausn sem oft er haldið fram. Vandamálið er ekki bensíndrifnir bílar heldur bíladrifin menning.
Kjarninn 24. júlí 2021
Daði Már Kristófersson
Gölluð greinargerð um fyrningu aflaheimilda
Kjarninn 24. júlí 2021
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar hafa sem sakir standa ekki kost á því að starfa á einkareknum stofum innan greiðsluþátttökukerfis hins opinbera fyrr en eftir tveggja ára starf í greininni.
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar byrja að veita þjónustu án greiðsluþátttöku ríkisins
Á nokkrum sjúkraþjálfarastofum er nú hægt að bóka þjónustu nýútskrifaðra sjúkraþjálfara, en þá þarf að greiða fullt verð fyrir tímann, vegna ákvæðis í reglugerð heilbrigðisráðherra. Tveir eigendur stofa segja þetta ekki gott fyrir skjólstæðinga.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ríkisstjórnin fundaði á Egilsstöðum í dag. Mynd úr safni.
200 manna samkomutakmarkanir til 13. ágúst
Í mesta lagi 200 manns mega koma saman frá miðnætti á morgun og þar til 13. ágúst og eins metra regla verður í gildi. Barir og veitingahús þurfa að loka á miðnætti.
Kjarninn 23. júlí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar