Matvælastefna fyrir bændur?

Stjórnarmaður í Neytendasamtökum Íslands skrifar um nýja matvælastefnu til ársins 2030, sem stjórnvöld kynntu fyrr í mánuðinum.

Auglýsing

Það er margt gott í mat­væla­­stefnu til 2030, sem stjórn­­völd kynntu 10. des­em­ber 2020, miðað við stöðu þess­­ara mála í dag, en mun betur þarf að gera ef stefnan á að gagn­­ast neyt­endum og almenn­ingi vel. 

Meðal þess sem horfir til betri vegar í stefn­unni er að það er þó leit­ast við að horfa til hags­muna neyt­enda. Í upp­hafs­orðum neyt­enda­kafl­ans seg­ir: „Neyt­endur sem þekkja rétt­indi sín standa sterk­ari á mark­aði. Setja þarf skýrar reglur til grund­vallar við­skiptum og tryggja virka sam­keppni sem eykur vel­ferð neyt­enda og jafn­ræði fram­leið­enda".

Hingað til hafa hags­muna­verðir land­bún­að­ar­ins ekki verið að hafa mikið fyrir því að minn­ast á neyt­endur þegar þeir gera sínar kröfur um toll­vernd, toll­kvóta og fram­laga skatt­greið­enda á fjár­lög­um. Þeir hafa eig­in­lega horft þannig á að neyt­endur geti bara étið það sem bændur fram­leiða hvað sem það kostar og hvernig sem það er fram­leitt. Það sé mál land­bún­að­ar­ins. Umhverf­ið, dýra­vernd, mat­væla­verð, fjöl­breytni mat­væla... iss, pis­s... skiptir ekki máli. „Látið okkur hafa pen­ing, verndið okkur fyrir sam­keppni og við fram­leiðum bara það sem okkur sýnist," hafa þeir í raun­inni sag­t. 

Auglýsing
Það má því segja að þessi kafli í mat­væla­stefn­unni sem fjallar um neyt­endur horfi til betri veg­ar. En jafn­vel í þessa fyrstu setn­ingu þar sem fjallar um neyt­endur og mat­væli er ljóst að það er litið þannig á að neyt­endum sé ekki treystandi, það þurfi að hafa vit fyrir þeim. Þá þurfi að upp­fræða um hvað sé þeim fyrir bestu og vernda þá fyrir eigin hvat­vísi og órök­réttum kaupá­kvörð­unum sem þeir myndu taka ef mat­væla­mark­aður væri frjáls. Það sé ekki óhætt að hleypa mat­vælum tolla- og hindr­un­ar­laust inn í landið því þá muni neyt­endur bara kaupa ódýr­ari inn­flutt mat­væli sem séu óholl, það fari illa með umhverfið og muni rústa íslenskum land­bún­að­i. 

Það sem mat­væla­stefnan hefði átt að byrja á að segja varð­andi neyt­endur er á þessa leið: 

„Neyt­endur hafa aðgang að opnum mat­væla­mark­aði þar sem í boði er án mark­aðs­hind­r­ana, fjöl­breytt úrvali mat­væla, á mark­aðs­verði, án tolla og ann­arra hind­r­ana ann­ara en þeirra sem stafa af eðli­legu fag­legu mat­væla­eft­ir­liti."

Með slíkri stefnu eykst fjöl­breytni mat­væla á mark­aði og verð lækka nokk­uð. Það kemur (fá­tæk­um) neyt­endum best og bætir sam­keppn­is­hæfni lands­ins sem ferða­manna­lands og lands sem á í vax­andi sam­keppni við önnur lönd um fólk og fyr­ir­tæki og þar með lífs­kjör.

Í fljótu bragði virð­ist stefnan vera rök­rétt hvað varðar kolefn­is­spor mat­væla. Hag­muna­verðir land­bún­að­ar­ins hafa haldið því fram að inn­lend mat­væli séu með minna kolefn­is­spor en inn­flutt. Það er ekki rétt. Það þarf að flytja inn aðföng fyrir mat­væla­fram­leiðslu til dæmis um 2 kg. af korni fyrir hvert kg. sem fram­leitt er af svína- og kjúklinga­kjöti. Svipað á við um lamba­kjöt­ið, að sínu leyti. Þá er eftir að nefna hvernig rík­is­styrkt mjólkur og kjöt­fram­leiðsla hefur farið með land­ið. Nægir að nefna vot­lendi, jarð­ar­gróður og mold­ina sem hefur „fokið burt". Nefnt er í stefn­unni að gæta þurfi að kolefn­is­spori, sem er rétt.

Sem sagt, mat­væla­stefnan er lítið spor í rétta átt, í flottum umbúðum sam­t. 

Höf­undur er við­skipta­fræð­ingur og í stjórn Neyt­enda­sam­tak­anna.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einar S. Hálfdánarson
Meðreiðarsveinar Pútíns
Kjarninn 24. maí 2022
Indriði H. Þorláksson
Allt orkar tvímælis þá gert er
Kjarninn 24. maí 2022
Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Húsnæði ætti ekki að vera uppspretta ávöxtunar – heldur heimili fólks
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að húsnæðismarkaðurinn eigi ekki að vera fjárfestingarmarkaður. Það sé eitt að fjárfesta í eigin húsnæði til að eiga samastað og búa við húsnæðisöryggi, annað þegar íbúðarkaup séu orðin fjárfestingarkostur fyrir ávöxtun.
Kjarninn 24. maí 2022
Kalla eftir hækkun atvinnuleysisbóta
Í umsögn sinni við frumvarp um mótvægisaðgerðir vegna verðbólgu segir ASÍ að nokkrir hópar séu viðkvæmastir fyrir hækkandi verðlagi og vaxtahækkunum. ASÍ styður þá hugmyndafræði að ráðast í sértækar aðgerðir í stað almennra aðgerða.
Kjarninn 24. maí 2022
Meirihlutaviðræður Viðreisnar, Framsóknar, Pírata og Samfylkingar í Reykjavík eru hafnar.
Málefnin rædd fyrst og verkaskipting í lokin
Oddvitar Framsóknarflokks, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar í Reykjavík lýsa öll yfir ánægju með viðræður um myndun meirihluta í Borgarstjórn Reykjavíkur sem eru formlega hafnar. Öll áhersla verður lögð á málefni áður en verkaskipting verður rædd.
Kjarninn 24. maí 2022
Emil Dagsson.
Emil tekinn við sem ritstjóri Vísbendingar
Ritstjóraskipti hafa orðið hjá Vísbendingu. Jónas Atli Gunnarsson kveður og Emil Dagsson tekur við. Kjarninn hefur átt Vísbendingu í fimm ár.
Kjarninn 24. maí 2022
Einar Þorsteinsson og Þordís Lóa Þórhallsdóttir leiða tvö af þeim fjórum framboðum sem munu ræða saman um myndun meirihluta.
Framsókn býður Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn til viðræðna um myndun meirihluta
Bandalag þriggja flokka mun ræða við Framsókn um myndun meirihluta í Reykjavík sem myndi hafa 13 af 23 borgarfulltrúum á bakvið sig. Boðað hefur verið til blaðamannafundar klukkan 11 til að svara spurningum fjölmiðla um málið.
Kjarninn 24. maí 2022
„Á meðan helvítis eftirspurnin er þá er framboð“
Vændi venst ekki og verður bara verra með tímanum, segir viðmælandi í nýrri bók þar sem rætt er við sex venjulegar konur sem hafa verið í vændi. Þær lýsa m.a. ástæðum þess af hverju þær fóru út í vændi og þeim skelfilegu afleiðingum sem það hafði á þær.
Kjarninn 24. maí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar