Matvælastefna fyrir bændur?

Stjórnarmaður í Neytendasamtökum Íslands skrifar um nýja matvælastefnu til ársins 2030, sem stjórnvöld kynntu fyrr í mánuðinum.

Auglýsing

Það er margt gott í mat­væla­­stefnu til 2030, sem stjórn­­völd kynntu 10. des­em­ber 2020, miðað við stöðu þess­­ara mála í dag, en mun betur þarf að gera ef stefnan á að gagn­­ast neyt­endum og almenn­ingi vel. 

Meðal þess sem horfir til betri vegar í stefn­unni er að það er þó leit­ast við að horfa til hags­muna neyt­enda. Í upp­hafs­orðum neyt­enda­kafl­ans seg­ir: „Neyt­endur sem þekkja rétt­indi sín standa sterk­ari á mark­aði. Setja þarf skýrar reglur til grund­vallar við­skiptum og tryggja virka sam­keppni sem eykur vel­ferð neyt­enda og jafn­ræði fram­leið­enda".

Hingað til hafa hags­muna­verðir land­bún­að­ar­ins ekki verið að hafa mikið fyrir því að minn­ast á neyt­endur þegar þeir gera sínar kröfur um toll­vernd, toll­kvóta og fram­laga skatt­greið­enda á fjár­lög­um. Þeir hafa eig­in­lega horft þannig á að neyt­endur geti bara étið það sem bændur fram­leiða hvað sem það kostar og hvernig sem það er fram­leitt. Það sé mál land­bún­að­ar­ins. Umhverf­ið, dýra­vernd, mat­væla­verð, fjöl­breytni mat­væla... iss, pis­s... skiptir ekki máli. „Látið okkur hafa pen­ing, verndið okkur fyrir sam­keppni og við fram­leiðum bara það sem okkur sýnist," hafa þeir í raun­inni sag­t. 

Auglýsing
Það má því segja að þessi kafli í mat­væla­stefn­unni sem fjallar um neyt­endur horfi til betri veg­ar. En jafn­vel í þessa fyrstu setn­ingu þar sem fjallar um neyt­endur og mat­væli er ljóst að það er litið þannig á að neyt­endum sé ekki treystandi, það þurfi að hafa vit fyrir þeim. Þá þurfi að upp­fræða um hvað sé þeim fyrir bestu og vernda þá fyrir eigin hvat­vísi og órök­réttum kaupá­kvörð­unum sem þeir myndu taka ef mat­væla­mark­aður væri frjáls. Það sé ekki óhætt að hleypa mat­vælum tolla- og hindr­un­ar­laust inn í landið því þá muni neyt­endur bara kaupa ódýr­ari inn­flutt mat­væli sem séu óholl, það fari illa með umhverfið og muni rústa íslenskum land­bún­að­i. 

Það sem mat­væla­stefnan hefði átt að byrja á að segja varð­andi neyt­endur er á þessa leið: 

„Neyt­endur hafa aðgang að opnum mat­væla­mark­aði þar sem í boði er án mark­aðs­hind­r­ana, fjöl­breytt úrvali mat­væla, á mark­aðs­verði, án tolla og ann­arra hind­r­ana ann­ara en þeirra sem stafa af eðli­legu fag­legu mat­væla­eft­ir­liti."

Með slíkri stefnu eykst fjöl­breytni mat­væla á mark­aði og verð lækka nokk­uð. Það kemur (fá­tæk­um) neyt­endum best og bætir sam­keppn­is­hæfni lands­ins sem ferða­manna­lands og lands sem á í vax­andi sam­keppni við önnur lönd um fólk og fyr­ir­tæki og þar með lífs­kjör.

Í fljótu bragði virð­ist stefnan vera rök­rétt hvað varðar kolefn­is­spor mat­væla. Hag­muna­verðir land­bún­að­ar­ins hafa haldið því fram að inn­lend mat­væli séu með minna kolefn­is­spor en inn­flutt. Það er ekki rétt. Það þarf að flytja inn aðföng fyrir mat­væla­fram­leiðslu til dæmis um 2 kg. af korni fyrir hvert kg. sem fram­leitt er af svína- og kjúklinga­kjöti. Svipað á við um lamba­kjöt­ið, að sínu leyti. Þá er eftir að nefna hvernig rík­is­styrkt mjólkur og kjöt­fram­leiðsla hefur farið með land­ið. Nægir að nefna vot­lendi, jarð­ar­gróður og mold­ina sem hefur „fokið burt". Nefnt er í stefn­unni að gæta þurfi að kolefn­is­spori, sem er rétt.

Sem sagt, mat­væla­stefnan er lítið spor í rétta átt, í flottum umbúðum sam­t. 

Höf­undur er við­skipta­fræð­ingur og í stjórn Neyt­enda­sam­tak­anna.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hildur Björnsdóttir vill verða borgarstjóri – Ætlar að velta Eyþóri Arnalds úr oddvitasæti
Það stefnir i oddvitaslag hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík í prófkjöri flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Hildur Björnsdóttir ætlar að skora Eyþór Arnalds á hólm.
Kjarninn 8. desember 2021
Um þriðjungi allra matvæla sem framleidd eru í heiminum er hent.
Minni matarsóun en markmiðum ekki náð
Matarsóun Norðmanna dróst saman um 10 prósent á árunum 2015 til 2020. Í því fellst vissulega árangur en hann er engu að síður langt frá þeim markmiðum sem sett hafa verið. Umhverfisstofnun Noregs segir enn skorta yfirsýn í málaflokknum.
Kjarninn 8. desember 2021
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata.
Þingmaður fékk netfang upp á 53 stafbil
Nýr þingmaður Pírata biðlar til forseta Alþingis að beita sér fyrir því að þingið „þurfi ekki að beygja sig undir óþarfa duttlunga stjórnsýslunnar“.
Kjarninn 8. desember 2021
Árni Stefán Árnason
Blóðmeraníðið – fjandsamleg yfirhylming MAST og fordæming FEIF – Hluti II
Kjarninn 8. desember 2021
Ragnar Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu.
Fyrrverandi eiginkona Ragnar Sigurðssonar segir landsliðsnefndarmann ljúga
Magnús Gylfason, fyrrverandi landsliðsnefndarmaður hjá KSÍ, sagði við úttektarnefnd að hann hefði hitt Ragnar Sigurðsson og þáverandi eiginkonu hans á kaffihúsi daginn eftir að hann var talinn hafa beitt hana ofbeldi. Konan segir þetta ekki rétt.
Kjarninn 8. desember 2021
Róbert segist meðal annars ætla að fara aftur í fjallaleiðsögn.
Róbert hættir sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar – „Frelsinu feginn“
Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar mun hætta störfum um áramótin. Hann segist vera þakklátur fyrir dýrmæta reynslu með frábærum vinnufélögum en líka frelsinu feginn.
Kjarninn 8. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Samskiptasaga Kína og Íslands
Kjarninn 8. desember 2021
Stjórnmálaflokkar fá rúmlega 3,6 milljarða króna úr ríkissjóði á fimm árum
Níu stjórnmálaflokkar skipta með sér 728 milljónum krónum úr ríkissjóði árlega. Áætluð framlög voru 442 milljónum krónum lægri í upphafi síðasta kjörtímabils.
Kjarninn 8. desember 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar