Matvælastefna fyrir bændur?

Stjórnarmaður í Neytendasamtökum Íslands skrifar um nýja matvælastefnu til ársins 2030, sem stjórnvöld kynntu fyrr í mánuðinum.

Auglýsing

Það er margt gott í mat­væla­stefnu til 2030, sem stjórn­völd kynntu 10. des­em­ber 2020, miðað við stöðu þess­ara mála í dag, en mun betur þarf að gera ef stefnan á að gagn­ast neyt­endum og almenn­ingi vel. 

Meðal þess sem horfir til betri vegar í stefnunni er að það er þó leitast við að horfa til hagsmuna neytenda. Í upphafsorðum neytendakaflans segir: „Neytendur sem þekkja réttindi sín standa sterkari á markaði. Setja þarf skýrar reglur til grundvallar viðskiptum og tryggja virka samkeppni sem eykur velferð neytenda og jafnræði framleiðenda".

Hingað til hafa hagsmunaverðir landbúnaðarins ekki verið að hafa mikið fyrir því að minnast á neytendur þegar þeir gera sínar kröfur um tollvernd, tollkvóta og framlaga skattgreiðenda á fjárlögum. Þeir hafa eiginlega horft þannig á að neytendur geti bara étið það sem bændur framleiða hvað sem það kostar og hvernig sem það er framleitt. Það sé mál landbúnaðarins. Umhverfið, dýravernd, matvælaverð, fjölbreytni matvæla... iss, piss... skiptir ekki máli. „Látið okkur hafa pening, verndið okkur fyrir samkeppni og við framleiðum bara það sem okkur sýnist," hafa þeir í rauninni sagt. 

Auglýsing
Það má því segja að þessi kafli í matvælastefnunni sem fjallar um neytendur horfi til betri vegar. En jafnvel í þessa fyrstu setningu þar sem fjallar um neytendur og matvæli er ljóst að það er litið þannig á að neytendum sé ekki treystandi, það þurfi að hafa vit fyrir þeim. Þá þurfi að uppfræða um hvað sé þeim fyrir bestu og vernda þá fyrir eigin hvatvísi og órökréttum kaupákvörðunum sem þeir myndu taka ef matvælamarkaður væri frjáls. Það sé ekki óhætt að hleypa matvælum tolla- og hindrunarlaust inn í landið því þá muni neytendur bara kaupa ódýrari innflutt matvæli sem séu óholl, það fari illa með umhverfið og muni rústa íslenskum landbúnaði. 

Það sem matvælastefnan hefði átt að byrja á að segja varðandi neytendur er á þessa leið: 

„Neytendur hafa aðgang að opnum matvælamarkaði þar sem í boði er án markaðshindrana, fjölbreytt úrvali matvæla, á markaðsverði, án tolla og annarra hindrana annara en þeirra sem stafa af eðlilegu faglegu matvælaeftirliti."

Með slíkri stefnu eykst fjölbreytni matvæla á markaði og verð lækka nokkuð. Það kemur (fátækum) neytendum best og bætir samkeppnishæfni landsins sem ferðamannalands og lands sem á í vaxandi samkeppni við önnur lönd um fólk og fyrirtæki og þar með lífskjör.

Í fljótu bragði virðist stefnan vera rökrétt hvað varðar kolefnisspor matvæla. Hagmunaverðir landbúnaðarins hafa haldið því fram að innlend matvæli séu með minna kolefnisspor en innflutt. Það er ekki rétt. Það þarf að flytja inn aðföng fyrir matvælaframleiðslu til dæmis um 2 kg. af korni fyrir hvert kg. sem framleitt er af svína- og kjúklingakjöti. Svipað á við um lambakjötið, að sínu leyti. Þá er eftir að nefna hvernig ríkisstyrkt mjólkur og kjötframleiðsla hefur farið með landið. Nægir að nefna votlendi, jarðargróður og moldina sem hefur „fokið burt". Nefnt er í stefnunni að gæta þurfi að kolefnisspori, sem er rétt.

Sem sagt, matvælastefnan er lítið spor í rétta átt, í flottum umbúðum samt. 

Höfundur er viðskiptafræðingur og í stjórn Neytendasamtakanna.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá fundi Norðurskautsráðsins í Rovaniemi í Finnlandi árið 2019 þegar Ísland tók við formennsku í ráðinu. Rússar taka við keflinu á fundi ráðsins sem fram fer í Reykjavík í maí.
Ísland lætur af formennsku í Norðurskautsráðinu
Sjálfbær þróun og umhverfismál eru grundvallarstef norðurslóðasamvinnu en mega þessi mjúku mál sín einhvers þegar Rússar eru að efla hernaðarlega uppbyggingu og Bandaríkjamenn bregðast við með aukinni viðveru, m.a. á Íslandi?
Kjarninn 16. maí 2021
Um það bil helmingur Dana afþakkar fjölpóst.
100 þúsund tonn af auglýsingapésum
Mánaðarlega fá Danir samtals átta til níu þúsund tonn af auglýsingapésum inn um bréfalúguna. Stór hluti pésanna fer ólesinn í ruslið. Nú ræðir danska þingið breytingar á reglum þannig að borgararnir þurfi að biðja um að fá pésana.
Kjarninn 16. maí 2021
Tony Blair segist vera með lausnir á vanda Verkamannaflokksins og raunar annarra stjórnmálaafla frá miðjunni og til vinstri.
Tony Blair segir að Verkamannaflokkurinn þurfi að fara alveg á byrjunarreit
Fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands segir að sinn gamli flokkur eigi sér ekki viðreisnar von ef hann haldi áfram á sömu braut. Algjörrar endurræsingar sé þörf, bæði í efnahagsmálum og umræðum um samfélagsmál, þar sem þeir róttækustu vaði uppi.
Kjarninn 15. maí 2021
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra.
„Við eigum að færa þessa verslun heim í hérað – frá Búrgundí í Bústaðahverfið“
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins spyr hvers vegna íslensk stjórnvöld viðhaldi einokunartilburðum varðandi áfengissölu.
Kjarninn 15. maí 2021
Davíð Helgason, stofnandi og fyrrum forstjóri Unity.
Vorblað Vísbendingar er komið út
Vísbending hefur gefið út sérstakt vorblað þar sem nýsköpun er í brennidepli. Blaðið er opið öllum, en í því má meðal annars finna viðtal við Davíð Helgason, stofnanda Unity.
Kjarninn 15. maí 2021
Þótt almennt atvinnuleysi hafi dregist saman fjölgar í hópi langtímaatvinnulausra
Þeir sem hafa verið atvinnulausir í meira en tólf mánuði fjölgaði um 288 í síðasta mánuði þrátt fyrir að stjórnvöld hafi ráðist í átak til að draga úr atvinnuleysi hópsins. Atvinnuleysi hjá þeim sem hafa verið án vinnu skemur en sex mánuði dregst saman.
Kjarninn 15. maí 2021
Jarðfræði á mannamáli
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá sjötti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 15. maí 2021
Hjarðónæmi sífellt fjarlægari draumur
Fjölmargar hindranir þyrfti að yfirstíga svo hjarðónæmi gegn COVID-19 verði að veruleika. Nýju og meira smitandi afbrigðin breyta jöfnunni og hækka nauðsynlegt hlutfall bólusettra til að ónæmi samfélags náist.
Kjarninn 15. maí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar