Matvælastefna fyrir bændur?

Stjórnarmaður í Neytendasamtökum Íslands skrifar um nýja matvælastefnu til ársins 2030, sem stjórnvöld kynntu fyrr í mánuðinum.

Auglýsing

Það er margt gott í mat­væla­­stefnu til 2030, sem stjórn­­völd kynntu 10. des­em­ber 2020, miðað við stöðu þess­­ara mála í dag, en mun betur þarf að gera ef stefnan á að gagn­­ast neyt­endum og almenn­ingi vel. 

Meðal þess sem horfir til betri vegar í stefn­unni er að það er þó leit­ast við að horfa til hags­muna neyt­enda. Í upp­hafs­orðum neyt­enda­kafl­ans seg­ir: „Neyt­endur sem þekkja rétt­indi sín standa sterk­ari á mark­aði. Setja þarf skýrar reglur til grund­vallar við­skiptum og tryggja virka sam­keppni sem eykur vel­ferð neyt­enda og jafn­ræði fram­leið­enda".

Hingað til hafa hags­muna­verðir land­bún­að­ar­ins ekki verið að hafa mikið fyrir því að minn­ast á neyt­endur þegar þeir gera sínar kröfur um toll­vernd, toll­kvóta og fram­laga skatt­greið­enda á fjár­lög­um. Þeir hafa eig­in­lega horft þannig á að neyt­endur geti bara étið það sem bændur fram­leiða hvað sem það kostar og hvernig sem það er fram­leitt. Það sé mál land­bún­að­ar­ins. Umhverf­ið, dýra­vernd, mat­væla­verð, fjöl­breytni mat­væla... iss, pis­s... skiptir ekki máli. „Látið okkur hafa pen­ing, verndið okkur fyrir sam­keppni og við fram­leiðum bara það sem okkur sýnist," hafa þeir í raun­inni sag­t. 

Auglýsing
Það má því segja að þessi kafli í mat­væla­stefn­unni sem fjallar um neyt­endur horfi til betri veg­ar. En jafn­vel í þessa fyrstu setn­ingu þar sem fjallar um neyt­endur og mat­væli er ljóst að það er litið þannig á að neyt­endum sé ekki treystandi, það þurfi að hafa vit fyrir þeim. Þá þurfi að upp­fræða um hvað sé þeim fyrir bestu og vernda þá fyrir eigin hvat­vísi og órök­réttum kaupá­kvörð­unum sem þeir myndu taka ef mat­væla­mark­aður væri frjáls. Það sé ekki óhætt að hleypa mat­vælum tolla- og hindr­un­ar­laust inn í landið því þá muni neyt­endur bara kaupa ódýr­ari inn­flutt mat­væli sem séu óholl, það fari illa með umhverfið og muni rústa íslenskum land­bún­að­i. 

Það sem mat­væla­stefnan hefði átt að byrja á að segja varð­andi neyt­endur er á þessa leið: 

„Neyt­endur hafa aðgang að opnum mat­væla­mark­aði þar sem í boði er án mark­aðs­hind­r­ana, fjöl­breytt úrvali mat­væla, á mark­aðs­verði, án tolla og ann­arra hind­r­ana ann­ara en þeirra sem stafa af eðli­legu fag­legu mat­væla­eft­ir­liti."

Með slíkri stefnu eykst fjöl­breytni mat­væla á mark­aði og verð lækka nokk­uð. Það kemur (fá­tæk­um) neyt­endum best og bætir sam­keppn­is­hæfni lands­ins sem ferða­manna­lands og lands sem á í vax­andi sam­keppni við önnur lönd um fólk og fyr­ir­tæki og þar með lífs­kjör.

Í fljótu bragði virð­ist stefnan vera rök­rétt hvað varðar kolefn­is­spor mat­væla. Hag­muna­verðir land­bún­að­ar­ins hafa haldið því fram að inn­lend mat­væli séu með minna kolefn­is­spor en inn­flutt. Það er ekki rétt. Það þarf að flytja inn aðföng fyrir mat­væla­fram­leiðslu til dæmis um 2 kg. af korni fyrir hvert kg. sem fram­leitt er af svína- og kjúklinga­kjöti. Svipað á við um lamba­kjöt­ið, að sínu leyti. Þá er eftir að nefna hvernig rík­is­styrkt mjólkur og kjöt­fram­leiðsla hefur farið með land­ið. Nægir að nefna vot­lendi, jarð­ar­gróður og mold­ina sem hefur „fokið burt". Nefnt er í stefn­unni að gæta þurfi að kolefn­is­spori, sem er rétt.

Sem sagt, mat­væla­stefnan er lítið spor í rétta átt, í flottum umbúðum sam­t. 

Höf­undur er við­skipta­fræð­ingur og í stjórn Neyt­enda­sam­tak­anna.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Birtingarmynd af eindæma skilningsleysi stjórnvalda“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að félags- og barnamálaráðherra hafi tekist að hækka flækjustigið svo mikið varðandi sérstakan styrk til íþrótta- og tómstundastarfs barna frá tekjulágum heimilum að foreldrar geti ekki nýtt sér styrkinn.
Kjarninn 23. janúar 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Fimm hundruð milljarða spurningin – Í næstu kosningum
Kjarninn 23. janúar 2021
Freyja Haraldsdóttir
Baráttunni ekki lokið á meðan fólk gleymist og situr eftir
Freyja Haraldsdóttir segist vera þakklát fyrir að vera bólusett og að heilbrigðisyfirvöld hafi sett hópinn sem hún tilheyrir í forgang. Hún bendir þó á að fatlað fólk með aðstoð heima hafi gleymst í bólusetningarferlinu.
Kjarninn 23. janúar 2021
Húsnæðismarkaðurinn hefur verið á fleygiferð undanfarna mánuði. Ódýrt lánsfjármagn er þar helstu drifkrafturinn.
Bankar lána metupphæðir til húsnæðiskaupa og heimilin yfirgefa verðtrygginguna
Viðskiptabankarnir lánuðu 306 milljarða króna í ný húsnæðislán umfram upp- og umframgreiðslur í fyrra. Fordæmalaus vöxtur var í töku óverðtryggðra lána og heimili landsins greiddu upp meira af verðtryggðum lánum en þau tóku.
Kjarninn 23. janúar 2021
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Mig langar að halda áfram“
Guðmundur Andri Thorsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Samfylkinguna fyrir næstu kosningar.
Kjarninn 23. janúar 2021
Snjallúr geta greint merki um sýkingar mjög snemma.
Snjallúr geta fundið merki um COVID-sýkingu
Vísindamenn við Stanford-háskóla hafa fundið upp aðvörunarkerfi í snjallúr sem láta notandann vita ef merki um sýkingu finnast í líkamanum.
Kjarninn 23. janúar 2021
Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands
Segir einkavæðingu banka viðkvæma jafnvel við bestu aðstæður
Gylfi Zoega segir mikla áhættu fólgna í því að kerfislega mikilvægir bankar séu í einkaeigu í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
Kjarninn 23. janúar 2021
Ungur drengur bíður eftir mataraðstoð í Jóhannesarborg. Útbreiðsla faraldursins í Suður-Afríku hefur valdið því að öll þjónusta er í hægagangi.
Vísindamenn uggandi vegna nýrra afbrigða veirunnar
Þó að litlar rannsóknir á rannsóknarstofum bendi til þess að mótefni fyrri sýkinga af völdum kórónuveirunnar og að vörn sem bóluefni eiga að veita dugi minna gegn suðurafríska afbrigðinu en öðrum er ekki þar með sagt að sú yrði niðurstaðan „í raunheimum”.
Kjarninn 23. janúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar