Stjórnun tengslaneta í byggingariðnaðinum: ónýtt auðlind?

Þórdís Arnardóttir, Helga Kristín Gunnlaugsdóttir og Dr. Inga Minelgaité skrifa um alþjóðlega rannsókn á vegum Háskóla Íslands um þann ávinning sem felst í því að vinna í langtíma tengslaneti í byggingariðnaði.

aðsend18desþrenna.jpg
Auglýsing

Hrað­ar, betra og ódýr­ara. Með öðrum orðum skil­virkara. Þetta er mantran á öllum sviðum innan við­skipta og fyr­ir­tækja. Að með­al­tali er um 11,4% fjár­fest­inga sóað vegna lélegra inn­leið­inga verk­efna en tölur um skipu­lags­heildir sem van­meta mik­il­vægi verk­efna­stjórn­unar sýna að um 67% fleiri verk­efna þeirra mis­takast. Fyr­ir­tæki nota margar stefnur til að auka skil­virkni starf­sem­inn­ar, t.d. Lean, Agile o.s.frv. En hvað með notkun tengsla­neta? Nýleg rann­sókn sýnir að vax­andi flækju­stig og umfang verk­efna krefst sífellt meira sam­starfs fyr­ir­tækja til að ná mark­mið­um. Ávinn­ing­ur­inn flest í því að fleiri aðilar koma að borð­inu með sína sér­þekk­ingu sem stuðlar að sam­eig­in­legum lær­dómi um hvernig best er að fram­kvæma verk­efn­in. Það stuðlar einnig að betri nýt­ingu auð­linda, bætir get­una til að takast á við flókin vanda­mál, veitir við­skipta­vinum betri þjón­ustu og eykur sam­keppn­is­hæfni skipu­lags­heild­anna í tengsla­net­inu.

Við vitum að ýmis fyr­ir­tæki vinna ítrekað saman til að fram­kvæma ný verk­efni. Hvernig eru þessi tengsla­net mynd­uð? Hvað gengur vel og hvað ekki? Hvað veldur því að sum fyr­ir­tæki vinna síend­ur­tekið með sama tengsla­net­inu en önnur gera það ekki? Hvernig geta stjórn­endur tengsla­neta stjórnað þeim á áhrifa­rík­ari hátt og aukið þannig skil­virkni þess í verk­efn­um?

Þrír kven­kyns rann­sak­endur ætla að svara þessum spurn­ingum og öðrum sem snúa að mjög kar­lægri atvinnu­grein – bygg­ing­ar­iðn­að­in­um. Helga Kristín Gunn­laugs­dóttir og Þór­dís Arn­ar­dóttir eru báðar meist­ara­nemar í verk­efna­stjórnun í Háskóla Íslands undir leið­sögn Ingu Minelgaité pró­fess­ors við við­skipta­fræði­deild skól­ans og taka þátt í alþjóð­legri rann­sókn sem leidd er af Ralf Müll­er, pró­fessor í verk­efna­stjórnun við BI við­skipta­há­skól­ann í Nor­egi. Ralf er leið­andi í rann­sóknum á alþjóð­legri verk­efna­stjórnun og marg­verð­laun­aður fyrir störf sín og fram­lag á því sviði. Þau lönd sem taka þátt eru Ísland, Lit­há­en, Nor­eg­ur, Ástr­al­ía, Kanada og Kína og verður gerður sam­an­burður á milli stjórn­unar tengsla­neta í þessum lönd­um.

Margar rann­sóknir hafa verið gerðar á tengsla­netum en eftir því sem við best vitum hafa engar rann­sóknir verið gerðar á lang­tíma ávinn­ingi þess að not­ast við sama tengsla­netið í verk­efn­um. Þessi rann­sókn er því sú fyrsta sinnar teg­undar sem snýr að stjórnun tengsla­neta í bygg­ing­ar­iðn­aði á Íslandi þar sem sömu skipu­lags­heildir vinna til lengri tíma, síend­ur­tekið sam­an, og er ætl­unin að rann­saka ávinn­ing af þess konar sam­starfi. Þessi alþjóð­lega rann­sókn mun veita aðilum í bygg­ing­ar­iðn­að­inum leið­bein­ingar um hvernig þeir geta á sem bestan hátt hannað sitt tengsla­net og stýrt því í verk­efnum sín­um. 

Auglýsing
Fyrsta áfanga rann­sókn­ar­innar er lokið og er búið að taka við­töl við alla þá aðila í bygg­ing­ar­iðn­að­inum sem ætla að taka þátt í henni og viljum við þakka þeim kær­lega fyr­ir. Þátt­taka þeirra hefur verið ómet­an­leg sér­stak­lega fyrir alþjóð­legan sam­an­burð. Það sem hefur komið okkur mest á óvart er hversu ólíkir aðilar stýra verk­efnum í bygg­ing­ar­iðn­að­inum og fundum við fyrir miklum áhuga af þeirra hálfu til að taka þátt í rann­sókn­inn­i. 

Það er enn of snemmt að tala um nið­ur­stöður en við­tölin sem við tókum benda til þess að fyr­ir­tækjum þykir gott að vinna ítrekað með sömu aðil­um. Bygg­ing­ar­hraði verður sífellt meiri og hafa við­mæl­endur talað um að aukin áhersla sé á skil­virkni og hag­kvæmni á sem stystum tíma. Með auk­inni áherslu á bygg­ing­ar­hraða skiptir traust miklu máli því það er lítið svig­rúm fyrir mis­tök. Menn vilja meina að traust skap­ist milli aðila þegar fólk vinnur end­ur­tekið saman og því skipti gott tengsla­net megin máli.

Það verður því áhuga­vert að sjá hvort að nið­ur­stöður þess­arar rann­sóknar bendi til að aðilum sem vinna í sama tengsla­net­inu aftur og aftur tak­ist að bæta getu sína og auka lær­dómi sinn á því hvernig best er að fram­kvæma verk­efn­in. Það verður einnig fróð­legt að sjá hvort að ávinn­ing­ur­inn er meiri þegar unnið er með sama tengsla­net­inu til lengri tíma. Við vitum að aðilar í bygg­ing­ar­iðn­að­inum vinna ítrekað saman en það er óljóst hvort að stjórn­endur tengsla­net­anna eru með­vit­aðir um þann ávinn­ing sem getur hlot­ist af slíku sam­starfi og er það einmitt það sem við erum að rann­saka.

Nið­ur­stöð­urnar mætti svo auð­veld­lega yfir­færa á aðrar atvinnu­greinar þar sem fyr­ir­tæki treysta á verk­efna­miðað sam­starf sín á milli. Með því að nýta sér þær geta fyr­ir­tæki bætt þekk­ingu sína og skiln­ing á eigin tengsla­netum og aukið lík­urnar á því að mark­miðum varð­andi kostn­að, tíma og umfang verk­efna sé náð. 

Inga Min­elgaité er pró­fessor við við­skipta­fræði­deild HÍ. Helga Kristín Gunn­laugs­dóttir og Þór­dís Arn­ar­dótt­ir eru meist­ara­nemar í verk­efna­stjórn­un.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Birtingarmynd af eindæma skilningsleysi stjórnvalda“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að félags- og barnamálaráðherra hafi tekist að hækka flækjustigið svo mikið varðandi sérstakan styrk til íþrótta- og tómstundastarfs barna frá tekjulágum heimilum að foreldrar geti ekki nýtt sér styrkinn.
Kjarninn 23. janúar 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Fimm hundruð milljarða spurningin – Í næstu kosningum
Kjarninn 23. janúar 2021
Freyja Haraldsdóttir
Baráttunni ekki lokið á meðan fólk gleymist og situr eftir
Freyja Haraldsdóttir segist vera þakklát fyrir að vera bólusett og að heilbrigðisyfirvöld hafi sett hópinn sem hún tilheyrir í forgang. Hún bendir þó á að fatlað fólk með aðstoð heima hafi gleymst í bólusetningarferlinu.
Kjarninn 23. janúar 2021
Húsnæðismarkaðurinn hefur verið á fleygiferð undanfarna mánuði. Ódýrt lánsfjármagn er þar helstu drifkrafturinn.
Bankar lána metupphæðir til húsnæðiskaupa og heimilin yfirgefa verðtrygginguna
Viðskiptabankarnir lánuðu 306 milljarða króna í ný húsnæðislán umfram upp- og umframgreiðslur í fyrra. Fordæmalaus vöxtur var í töku óverðtryggðra lána og heimili landsins greiddu upp meira af verðtryggðum lánum en þau tóku.
Kjarninn 23. janúar 2021
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Mig langar að halda áfram“
Guðmundur Andri Thorsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Samfylkinguna fyrir næstu kosningar.
Kjarninn 23. janúar 2021
Snjallúr geta greint merki um sýkingar mjög snemma.
Snjallúr geta fundið merki um COVID-sýkingu
Vísindamenn við Stanford-háskóla hafa fundið upp aðvörunarkerfi í snjallúr sem láta notandann vita ef merki um sýkingu finnast í líkamanum.
Kjarninn 23. janúar 2021
Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands
Segir einkavæðingu banka viðkvæma jafnvel við bestu aðstæður
Gylfi Zoega segir mikla áhættu fólgna í því að kerfislega mikilvægir bankar séu í einkaeigu í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
Kjarninn 23. janúar 2021
Ungur drengur bíður eftir mataraðstoð í Jóhannesarborg. Útbreiðsla faraldursins í Suður-Afríku hefur valdið því að öll þjónusta er í hægagangi.
Vísindamenn uggandi vegna nýrra afbrigða veirunnar
Þó að litlar rannsóknir á rannsóknarstofum bendi til þess að mótefni fyrri sýkinga af völdum kórónuveirunnar og að vörn sem bóluefni eiga að veita dugi minna gegn suðurafríska afbrigðinu en öðrum er ekki þar með sagt að sú yrði niðurstaðan „í raunheimum”.
Kjarninn 23. janúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar