Um Mikka ref, þöggun og nýju stjórnarskrána

Katrín Oddsdóttir segir að vitundarvakning ungs fólks hvað stjórnarskrármálið varðar muni hafa afgerandi áhrif á framvindu málsins næstu árin – framtíðin sé björt.

Auglýsing

Ekki var hann Mikki refur ánægður með það þegar nýr sam­fé­lags­sátt­máli var skrif­aður í Hálsa­skógi með regl­unni „öll dýrin í skóg­inum eiga að vin­ir“. Þvert á móti þá raskaði þetta gjör­sam­lega matar­æði hans enda hafði hann étið smá­dýrin með góðri lyst fram að þess­ari dramat­ísku laga­breyt­ingu. Hann mót­mælti önug­ur, en átt­aði sig þó á því að lokum að hann gæti ekki staðið í vegi fyrir þessum sam­fé­lags­legu breyt­ingum og haldið áfram sínum slótt­ugu háttum gagn­vart hinum dýr­un­um. Þetta reynd­ist ekki bara vendi­punktur í Hálsa­skógi, heldur líka í lífi Mikka því hann nýtti að lokum slægð sína og snar­ræði með frið­sam­legum hætti til að bjarga Bangsa litla – og fékk þar með upp­reist æru. 

Þetta ævin­týri þekkja flestir Íslend­ingar vel. Í því býr sá sann­leikur að þegar sam­fé­lög sam­mæl­ast um til­tekin grunn­lög geti valda­miklir ein­stak­lingar ekki varnað því að þau lög taki gildi, þrátt fyrir að þau sam­ræm­ist ekki fylli­lega einka­hags­munum þeirra sjálfra.

Í til­teknu ástandi eru sögur og mynd­lík­ingar stundum það eina sem getur fylli­lega varpað ljósi á sann­leik­ann. Við finnum fyrir ein­hvers konar sam­eig­in­legum skiln­ingi en náum ekki að orða hann með nógu afdrátt­ar­lausum hætti fyrr en við heyrum mynd­lík­ingu, brand­ara eða ann­ars konar tján­ingu sem afhjúpar þennan sann­leika. 

Auglýsing

Slíkur mynd­rænn vendi­punktur átti sér stað þann 12. októ­ber 2020 þegar yfir­völd sendu út hreins­i­sveit til að háþrýsti­þvo mynd­list­ar­verk af vegg við sjáv­ar­út­vegs­ráðu­neyt­ið. Á veggnum stóð „HVAR ER NÝJA STJÓRN­AR­SKRÁ­IN?“. Vegg­ur­inn hafði verið útkrot­aður árum saman en þessa til­teknu spurn­ingu þoldi valdið ekki. Við­brögð borg­ara lands­ins við þess­ari aðgerð stjórn­valda voru í senn merki­leg og fal­leg, því þús­undir not­uðu tæki­færið og skrif­uðu undir kröf­una um nýju stjórn­ar­skrána í kjöl­far þessa atviks. Skila­boð fólks­ins mátti ef til vill túlka með eft­ir­far­andi hætti: Þrátt fyrir almennt lang­lund­ar­geð Íslend­inga gagn­vart fúski og spill­ingu í stjórn­kerfum lands­ins þá skal það ekki líð­ast að hér sé beitt þögg­un­ar­til­burðum í skjóli opin­bers valds. 

Þann 20. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn var enn stærri vendi­punktur í stjórn­ar­skrár­mál­inu. Á átta ára afmæli þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unnar um nýju stjórn­ar­skrána voru Katrínu Jak­obs­dóttur afhentar 43.423 stað­festar und­ir­skriftir kjós­enda sem kröfð­ust þess að Alþingi myndi virða nið­ur­stöðu þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unn­ar. 

Sam­tök kvenna um nýja stjórn­ar­skrá stóðu fyrir und­ir­skrifta­söfn­un­inni og í text­anum sem allar þessar þús­undir skrif­uðu undir stóð meðal ann­ar­s: 

„Þjóðin er stjórn­ar­skrár­gjaf­inn og setur vald­höfum mörk en ekki öfugt. Við ætlum ekki að bíða í heilan ára­tug eftir að nýja stjórn­ar­skráin taki gildi og því krefj­umst við aðgerða strax!“

Fram að þess­ari stund höfðu sumir haldið því fram að stjórn­ar­skrár­málið væri hrein­lega búið. Hið göf­uga mark­mið um að setja þessu landi nýja og rétt­lát­ari stjórn­ar­skrá í kjöl­far efna­hags­hruns­ins hefði hrein­lega mis­heppn­ast. Nú er flestum sem betur fer ljóst að svo er ekki. Skoð­ana­könnun eftir skoð­ana­könnun sýnir að meiri­hluti lands­manna vill nýju stjórn­ar­skrána. Og áfram heldur bar­átt­an.

Það að Alþingi hafi ekki getu til þess að bera nýju stjórn­ar­skrána upp til atkvæðis í þing­inu er því miður til marks um að þingið okkar er van­hæft til þess að fjalla um mál­ið. Enda er það skýr meg­in­regla í opin­berri stjórn­sýslu að sá aðili eigi ekki að fjalla um mál, sem tengj­ast völdum og tak­mörk­unum á völd­um, hans sjálfs. Í slíku máli telst við­kom­andi aðili ein­fald­lega van­hæf­ur. Þannig er mál­inu einmitt háttað varð­andi Alþingi og nýju stjórn­ar­skrána. 

Það er flókið að krefja stjórn­mála­flokka sem fá mikla styrki frá útgerð­ar­fé­lögum um það að standa með auð­linda­á­kvæði í stjórn­ar­skrá sem kveður á um það að þjóðin fái fullt verð fyrir hag­nýt­ingu af auð­lindum sín­um. Það er líka erfitt fyrir stjórn­mála­flokka sem hafa auk­inn þing­styrk vegna misvægis atkvæða að setja inn reglu í stjórn­ar­skrá um að öll atkvæði á land­inu gildi jafnt. Það er þung­bært fyrir stjórn­mála­fólk sem vill halda sínum sætum að sam­þykkja reglur um per­sónu­kjör sem gætu gjör­breytt lands­lag­inu á þing­inu. Og það er snúið fyrir ráð­herra sem sitja líka á þingi og fara þannig bæði með laga­setn­ing­ar- og fram­kvæmda­vald að sam­þykkja reglu sem segir að ráð­herrar hafi ekki atkvæð­is­rétt á þing­inu. Það er svo óþægi­legt fyrir Alþingi í heild sinni, sem fer nán­ast alfarið með laga­setn­ing­ar­valdið í land­inu, að setja inn reglu í stjórn­ar­skrá um að 10 pró­sent kjós­enda geti kallað umdeild laga­frum­vörp í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu. Enn óþægi­legra er það fyrir þessa mik­il­vægu grund­vall­ar­stofnun okkar að setja inn reglu um að sami hluti kjós­enda geti lagt fram frum­vörp á þing­inu. Umboðs­maður Alþingis hefur sagt að stjórn­sýsla á Íslandi sé gegn­sýrð af leynd­ar­hyggju og auð­vitað er það þung­bært fyrir for­svars­menn þess­arar sömu stjórn­sýslu að lög­festa reglu í stjórn­ar­skrá sem kveður á um að stjórn­sýsla lands­ins skuli vera opin og gegn­sæ, með til­heyr­andi breyt­ingum á verk­lag­i. 

En á loka­dögum þessa árs sem fer í sögu­bækur okkar sem „Mesta ömurð allra tíma“ langar mig ekki að þrasa. Mig langar frekar að tala um það hversu ótrú­lega merki­legt og fal­legt sam­fé­lag við eigum hér á þess­ari eyju í Norð­ur­-Atl­ants­hafi. Við eigum enn djúp og sterk tengsl við hvort annað og við kunnum að standa saman þegar á reyn­ir. Ég efast aldrei um það í eitt and­ar­tak að okkur muni að lokum takast að fá lög­festa nýju stjórn­ar­skrána, einmitt vegna þess­arar stað­reynd­ar. Þeir eru nokkrir „Mikk­arn­ir“ sem þurfa að átta sig á því að það borgar sig fyrir þá að lifa í sátt og sam­lyndi við sam­fé­lagið sitt og hætta þar með að standa í vegi fyrir því að þjóð­ar­vilj­inn nái fram að ganga í þessu stóra máli. En þeim fer fækk­andi trúi ég. Sú stað­reynd að bar­áttan við þessa aðila taki tíma og þurfi að eiga sér nokkra vendi­punkta er ein­fald­lega til marks um það hvað málið er mik­il­vægt fyrir heildar­hags­muni sam­fé­lags­ins okk­ar.

Mik­il­væg­asti vendi­punktur árs­ins 2020 hvað varðar stjórn­ar­skrár­mál þjóð­ar­innar er sá að á þessu ári þá opn­uð­ust augu afar stórra hópa í sam­fé­lag­inu okkar fyrir þeirri stað­reynd að „þjóðin er stjórn­ar­skrár­gjaf­inn“. Vit­und­ar­vakn­ing ungs fólks hvað þetta mál varðar mun hafa afger­andi áhrif á fram­vindu þess næstu árin. Fram­tíðin er björt.

Höf­undur er for­maður Stjórn­ar­skrár­fé­lags­ins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Kynferðisleg áreitni og ofbeldi í álverunum og verklag þeirra
Alls hafa 27 tilkynningar borist álfyrirtækjunum þremur, Fjarðaáli, Norðuráli og Rio Tinto á síðustu fjórum árum. Kjarninn kannaði þá verkferla sem málin fara í innan fyrirtækjanna.
Kjarninn 4. desember 2021
Inga Sæland er hæstánægð með nýja vinnuaðstöðu Flokks fólksins og ljóst er á henni að það skemmir ekki fyrir að Miðflokkurinn neyðist til að kveðja vinnuaðstöðuna vegna mjög dvínandi þingstyrks.
Inga Sæland tekur yfir skrifstofur Miðflokksins og kallar það „karma“
„Hvað er karma, ef það er ekki þetta?“ segir Inga Sæland um flutninga þingflokks Flokks fólksins yfir í skrifstofuhúsnæði Alþingis þar sem níu manna þingflokkur Miðflokksins, sem í dag er einungis tveggja manna, var áður til húsa.
Kjarninn 3. desember 2021
Pawel Bartoszek
Samráðið er raunverulegt
Kjarninn 3. desember 2021
Ásmundur Einar Daðason mun taka við málinu gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur af Lilju Alfreðsdóttur. Hér eru þau saman á kosningavöku Framsóknarflokksins í september.
Ásmundur Einar tekur við málarekstri Lilju gegn Hafdísi
Nýr mennta- og barnamálaráðherra Framsóknarflokksins hefur fengið í fangið mál sem varðar brot forvera hans í embætti og samflokkskonu gegn jafnréttislögum. Það bíður hans að taka ákvörðun um hvort málarekstri fyrir Landsrétti skuli haldið til streitu.
Kjarninn 3. desember 2021
Meira úr sama flokkiÁlit