Endurreisum ferðaþjónustuna með nýjum áherslum

Framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands segir að framtíð ferðaþjónustunnar byggi á því hvernig verði haldið á spöðunum nú.

Auglýsing

Árið 2020 fór ferða­þjón­ustan aftur um 10 ár í tölum um fjölda erlendra ferða­manna á land­inu. Áhrifin eru gríð­ar­leg og ljóst er að stórt skarð hefur verið höggvið í ferða­þjón­ust­una sem eng­inn veit hversu langan tíma tekur að koma á réttan stað á ný. Settar hafa verið fram spár um að í ár komi um 900 þús­und erlendir ferða­menn til Íslands en ljóst er að miðað við stöðu heims­far­ald­ur­ins eru þær spár ekki lík­legar til að ganga eft­ir. Þrátt fyrir að ferða­þjón­ustan sé til­búin að fara af stað aftur með litlum fyr­ir­vara þá má gera ráð fyrir að end­ur­reisnin gangi hægar fyrir sig en áætlað hefur ver­ið. Það er því ennþá nauð­syn­legt að stjórn­völd horfi með opnum huga á mögu­leika til stuðn­ings við ferða­þjón­ust­una til að tryggja það að nægi­leg þjón­usta verði í boði á öllu land­inu þegar heim­ur­inn opn­ast á ný. 

Mögu­leikar fyr­ir­tækja innan ferða­þjón­ust­unnar til þess að halda út í gegnum þetta tíma­bil heims­far­ald­urs eru ólíkir og eru þar ýmsar breytur sem ráða för. Sem dæmi má nefna stærð fyr­ir­tækja, aðgengi að fjár­festum og skiln­ing frá banka­kerf­inu, stað­setn­ingu fyr­ir­tækja, fjár­hags­stöðu, tengsl við við­skipta­vini, líf­tíma og árs­tíða­sveifl­una. Starf­semi fyr­ir­tækj­anna er ólík og má sem dæmi nefna að á meðan veit­inga­staðir í stærstu sveit­ar­fé­lögum gátu fengið til sín Íslend­inga á ferða­lagi í sumar og þannig haldið í ein­hverja veltu þá eru önnur sem halda úti þjón­ustu frá febr­úar til júní ár hvert. Nú stefnir í að þau búi við það að tapa mögu­leikum til þess að fá til sín við­skipta­vini í tvö heil ár. Þetta eru til dæmis fyr­ir­tæki sem bjóða þjón­ustu til fjalla­skíða­fólk. Þessir við­skipta­vinir eru einmitt þeir sem lögð er mikil áhersla á að fá til lands­ins til að fylgja stefnu stjórn­valda um ferða­þjón­ustu, ferða­menn sem skila miklum tekj­um, ferð­ast utan háanna­svæða og utan háanna­tíma. Í ljósi þeirrar stöðu sem við horfum fram á nú þar sem end­ur­reisn ferða­þjón­ustu fer seinna af stað en ætlað var hvet ég stjórn­völd til að horfa með opnum huga á áfram­hald­andi stuðn­ings­að­gerðir þar sem sér­stak­lega verði hugað að þeim hópum sem ekki hafa getað nýtt stuðn­ing­inn hingað til. Auk þess að hugað verði sér­stak­lega að því að leyfa þá ferða­þjón­ustu sem hægt er í far­aldr­in­um. 

Auglýsing
Framtíð ferða­þjón­ust­unnar byggir á því hvernig haldið er á spöð­unum nú. Við þurfum að halda í mannauð­inn eins og hægt er og gæta þess að halda þeim við­skipta­tengslum sem hafa verið byggð upp til fjölda ára. Nú er tæki­færi til að end­ur­reisa og end­ur­byggja, horfa á hvað var vel gert og hvað má end­ur­skipu­leggja en eitt af því er aug­ljós­lega inn­koma erlendra ferða­manna inn í land­ið. Ljóst er að ef mögu­legt á að vera að ná mark­miðum Íslands um að verða sjálf­bært ferða­þjón­ustu­land þar sem fyr­ir­tæki hafa tæki­færi til að blómstra um allt land, skila tekjum og bættri þjón­ustu við íbúa þarf að setja kraft í að mark­aðs­setja Akur­eyr­ar­flug­völl sem nýtt hlið inn í land­ið. Frá­bær skref hafa verið tekin með fjár­mögnum nýrrar flug­stöðvar og flug­hlaðs auk upp­setn­ingar nýs aðflugs­bún­aðar og verður því hægt að bjóða þeim aðilum sem koma til Norð­ur­lands með beinu flugi ásætt­an­lega þjón­ustu. Áherslan á mark­aðs­setn­ingu þarf hins vegar að koma frá stjórn­völdum og setja þarf skýra fram­tíð­ar­sýn fyrir Akur­eyr­ar­flug­völl. Með vilja og fjár­magn að vopni er hægt að ná góðum árangri við að fjölga aðilum sem setja upp beint flug norður og þannig gjör­breyta lands­lagi ferða­þjón­ust­unnar á Ísland­i. 

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Mark­aðs­stofu Norð­ur­lands.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stríðsleikurinn sem fór úr böndunum
Nýlega voru birt leyniskjöl um atburði sem tengjast heræfingum NATO og Bandaríkjanna árið 1983, þar sem munaði litlu að stigmögnun hefði geta leitt til kjarnorkustríðs.
Kjarninn 7. mars 2021
Svona á gangnamunnurinn að líta út frá Rødby
Gullöld á pönnukökueyjunni
Eftir mörg erfiðleikaár, og fólksflótta, sjá íbúar dönsku eyjunnar Lálands nú fram á betri tíð með þúsundum nýrra starfa. Ástæðan er Femern tengingin svonefnda milli Danmerkur og Þýskalands.
Kjarninn 7. mars 2021
Jörð hefur skolfið í grennd við Keili frá því í síðustu viku.
Vefur Veðurstofunnar tilbúinn í slaginn
Álagið á vef Veðurstofunnar hefur verið mikið frá því að jarðskjálftahrina hófst á Reykjanesskaga í síðustu viku. Einu sinni datt vefurinn alveg niður en nú er búið að efla þol hans til muna.
Kjarninn 6. mars 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Stefnuskráin
Kjarninn 6. mars 2021
Heimir Snorrason
Til varnar algóritmanum
Kjarninn 6. mars 2021
Mjólkurvörur frá MS
Segir yfirlýsingar MS „í besta falli hlægilegar“
Forsvarsmenn Mjólku gefa lítið fyrir yfirlýsingar Mjólkursamsölunnar, sem dæmd var fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína, um að aðgerðir hennar hefðu verið gerðar í góðri trú.
Kjarninn 6. mars 2021
Brugghúsafrumvarp Áslaugar Örnu vekur litla kátínu hjá Landlæknisembættinu og ÁTVR
Embætti landlæknis telur „góða sátt“ um núverandi fyrirkomulag áfengissölu, en lítil merki eru um það í þeim fjölmörgu umsögnum sem borist hafa Alþingi undanfarna daga vegna frumvarps dómsmálaráðherra um sölu bjórs beint frá brugghúsum.
Kjarninn 6. mars 2021
Tíu staðreyndir um Ásmundarsalsmálið og eftirmála þess
Ráðherra varð uppvís að því að vera viðstaddur viðburð/samkvæmi/listaverkasölu á Þorláksmessu, þegar strangar sóttvarnarreglur voru við lýði. Grunur var um brot á þeim. Síðan þá hefur málið tekið marga pólitíska snúninga. Hér eru helstu staðreyndir þess.
Kjarninn 6. mars 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar