Endurreisum ferðaþjónustuna með nýjum áherslum

Framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands segir að framtíð ferðaþjónustunnar byggi á því hvernig verði haldið á spöðunum nú.

Auglýsing

Árið 2020 fór ferða­þjón­ustan aftur um 10 ár í tölum um fjölda erlendra ferða­manna á land­inu. Áhrifin eru gríð­ar­leg og ljóst er að stórt skarð hefur verið höggvið í ferða­þjón­ust­una sem eng­inn veit hversu langan tíma tekur að koma á réttan stað á ný. Settar hafa verið fram spár um að í ár komi um 900 þús­und erlendir ferða­menn til Íslands en ljóst er að miðað við stöðu heims­far­ald­ur­ins eru þær spár ekki lík­legar til að ganga eft­ir. Þrátt fyrir að ferða­þjón­ustan sé til­búin að fara af stað aftur með litlum fyr­ir­vara þá má gera ráð fyrir að end­ur­reisnin gangi hægar fyrir sig en áætlað hefur ver­ið. Það er því ennþá nauð­syn­legt að stjórn­völd horfi með opnum huga á mögu­leika til stuðn­ings við ferða­þjón­ust­una til að tryggja það að nægi­leg þjón­usta verði í boði á öllu land­inu þegar heim­ur­inn opn­ast á ný. 

Mögu­leikar fyr­ir­tækja innan ferða­þjón­ust­unnar til þess að halda út í gegnum þetta tíma­bil heims­far­ald­urs eru ólíkir og eru þar ýmsar breytur sem ráða för. Sem dæmi má nefna stærð fyr­ir­tækja, aðgengi að fjár­festum og skiln­ing frá banka­kerf­inu, stað­setn­ingu fyr­ir­tækja, fjár­hags­stöðu, tengsl við við­skipta­vini, líf­tíma og árs­tíða­sveifl­una. Starf­semi fyr­ir­tækj­anna er ólík og má sem dæmi nefna að á meðan veit­inga­staðir í stærstu sveit­ar­fé­lögum gátu fengið til sín Íslend­inga á ferða­lagi í sumar og þannig haldið í ein­hverja veltu þá eru önnur sem halda úti þjón­ustu frá febr­úar til júní ár hvert. Nú stefnir í að þau búi við það að tapa mögu­leikum til þess að fá til sín við­skipta­vini í tvö heil ár. Þetta eru til dæmis fyr­ir­tæki sem bjóða þjón­ustu til fjalla­skíða­fólk. Þessir við­skipta­vinir eru einmitt þeir sem lögð er mikil áhersla á að fá til lands­ins til að fylgja stefnu stjórn­valda um ferða­þjón­ustu, ferða­menn sem skila miklum tekj­um, ferð­ast utan háanna­svæða og utan háanna­tíma. Í ljósi þeirrar stöðu sem við horfum fram á nú þar sem end­ur­reisn ferða­þjón­ustu fer seinna af stað en ætlað var hvet ég stjórn­völd til að horfa með opnum huga á áfram­hald­andi stuðn­ings­að­gerðir þar sem sér­stak­lega verði hugað að þeim hópum sem ekki hafa getað nýtt stuðn­ing­inn hingað til. Auk þess að hugað verði sér­stak­lega að því að leyfa þá ferða­þjón­ustu sem hægt er í far­aldr­in­um. 

Auglýsing
Framtíð ferða­þjón­ust­unnar byggir á því hvernig haldið er á spöð­unum nú. Við þurfum að halda í mannauð­inn eins og hægt er og gæta þess að halda þeim við­skipta­tengslum sem hafa verið byggð upp til fjölda ára. Nú er tæki­færi til að end­ur­reisa og end­ur­byggja, horfa á hvað var vel gert og hvað má end­ur­skipu­leggja en eitt af því er aug­ljós­lega inn­koma erlendra ferða­manna inn í land­ið. Ljóst er að ef mögu­legt á að vera að ná mark­miðum Íslands um að verða sjálf­bært ferða­þjón­ustu­land þar sem fyr­ir­tæki hafa tæki­færi til að blómstra um allt land, skila tekjum og bættri þjón­ustu við íbúa þarf að setja kraft í að mark­aðs­setja Akur­eyr­ar­flug­völl sem nýtt hlið inn í land­ið. Frá­bær skref hafa verið tekin með fjár­mögnum nýrrar flug­stöðvar og flug­hlaðs auk upp­setn­ingar nýs aðflugs­bún­aðar og verður því hægt að bjóða þeim aðilum sem koma til Norð­ur­lands með beinu flugi ásætt­an­lega þjón­ustu. Áherslan á mark­aðs­setn­ingu þarf hins vegar að koma frá stjórn­völdum og setja þarf skýra fram­tíð­ar­sýn fyrir Akur­eyr­ar­flug­völl. Með vilja og fjár­magn að vopni er hægt að ná góðum árangri við að fjölga aðilum sem setja upp beint flug norður og þannig gjör­breyta lands­lagi ferða­þjón­ust­unnar á Ísland­i. 

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Mark­aðs­stofu Norð­ur­lands.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Um er að ræða enn eitt skrefið í margþættri rannsókn á tilraunum Trump til þess að halda völdum.
Geymdi háleynileg gögn heima hjá sér
Meðal þess sem alríkislögreglan lagði hald á í húsleit á heimili Donalds Trump voru háleynileg gögn sem ekki má opna nema undir öryggisgæslu innan ríkisstofnana Bandaríkjanna.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar