Brexit er efnahagslegt högg fyrir Breta

Andrés Pétursson segir að færa megi góð rök fyrir því að enginn græði á Brexit. Í þessari grein, þeirri annarri af þremur um málið, fer hann yfir áhrif útgöngunnar úr Evrópusambandinu á efnahag Bretlands.

Auglýsing

Flestir sér­fræð­ingar eru sam­mála um að efna­hags­lega muni Bret­land líða fyrir Brex­it. Í leyni­skýrslu sem bresk yfir­völd létu gera, en var lekið árið 2018, var áætlað að hag­vöxtur myndi lækka á bil­inu 2-8% á ári í að minnsta kosti 15 ár eftir útgöngu Breta. Hærri talan gerði ráð fyrir að Bretar myndu ganga út án sam­ings en sú lægri ef hag­stæðir samn­ingar myndu nást. Sam­bæri­legar spár birt­ust í nýlegu hefti The Economist. Það er að vísu alltaf erfitt að spá fyrir um fram­tíð­ina en nán­ast allir hag­fræð­ingar eru sam­mála að breska hag­kerfið muni hökta næstu árin. 

„Singa­pore við Thames“ eða „Singa­pore á sterum“ voru tvö af þeim hug­tökum sem stundum voru nefnd í umræðu í aðdrag­anda Brex­it. Frjáls­hyggju­menn hafa löngum dreymt um ein­hvers konar toll­frjálsa við­skiptapara­dís á bökkum Thames, í lík­ingu við Singa­pore. Hug­myndin er að Bret­landi yrði lág­skattapara­dís með litlum rétt­indum laun­þega­fé­laga þar sem alþjóð­leg fyr­ir­tæki eins og Goog­le, Amazon og Face­book gætu þrif­ist. Þessar hug­myndir eru að mestu leyti and­vana fæddar eftir sam­komu­lag Breta við Evr­ópu­sam­band­ið. Þar eru ákvæði sem koma í veg fyrir hugs­an­leg félags­leg und­ir­boð Breta. Þar að auki er lítil stemmn­ing í Íhalds­flokknum fyrir þessum hug­myndum enda óvíst að slíkar hug­myndir myndu mæl­ast vel fyrir hjá breskum almenn­ingi. Breska stjórnin liggur undir ámæli vegna mik­illlar útbreiðslu COVID-19 í land­inu og nýj­ustu kann­anir gefa til kynna að Íhalds­menn muni eiga undir högg að sækja í næstu kosn­ing­um. Það er því ekki lík­legt að flokk­ur­inn leggi í rót­tækar aðgerðir eins og ein­hvers konar efna­hags­legt frí­s­væði á bökkum Thamesár­inn­ar.

Frí­versl­un­ar­samn­ingar skipta æ minna máli

Brex­it-­sinnar töl­uðu fjálg­lega um hina miklu mögu­leika sem „frjáls­ir“ frí­versl­un­ar­samn­ingar við lönd um allan heim myndu færa Bret­um. En pössuðu sig á að nefna ekki að meira en helm­ingur af við­skiptum Breta er við lönd Evr­ópu­sam­bands­ins. Helst var á þeim að skilja að nán­ast öll lönd heims stæðu í bið­röð við að gera við­skipta­samn­ing við Breta. Það væri nán­ast forms­at­riði að klára þessa samn­inga. En hvernig er staðan núna fjórum árum eftir að Brexit var sam­þykkt? Eini nýi frí­versl­un­ar­samn­ing­ur­inn sem Bretar hafa gert á þessum tíma er við Jap­an. Síðan hafa þeir tekið yfir samn­inga við 59 lönd sem þeir voru hvort sem er með innan ESB. Þar að auki tóku þeir líka yfir bráða­birgða­samn­ing við Kanada. Eini nýi samn­ing­ur­inn sem er í burð­ar­liðnum er við Ástr­al­íu. Þess má geta í þessu sam­hengi að ESB er með við­skipta­samn­inga við 78 lönd eða land­svæði og er í við­ræðum um 30 slíka samn­inga til viðbótar.

Hins vegar bólar ekk­ert á frí­versl­un­ar­samn­ingum við stór­veldin Banda­ríkin og Kína. Reyndar eru Banda­ríkin með jákvæðan vöru­við­skipta­jöfnuð við Bret­land þannig að það er lítið sem ýtir á Banda­ríkja­menn varð­andi slíkan samn­ing. Síðan bætir kjör Joe Biden í emb­ætti Banda­ríkja­for­seta ekki samn­ings­stöðu Íhalds­manna. Verði hins vegar af samn­ingum við Banda­ríkja­menn þurfa Bretar að öllum lík­indum að fall­ast á kröfu Banda­ríkj­anna um veru­lega auk­inn inn­flutn­ing á kjöti. Klór­þveg­inn kjúklingur og horm­óna­kjöt hefur hins vegar ekki heillað neyt­endur og yfir­völd í Evr­ópu hingað til. Það kann því enn að vera langt í land að samn­ingar við Banda­ríkin og Kína verði að veru­leika.

En öll þessi umræða um frí­verslun er nokkuð vill­andi og aðeins lít­ill hluti af heild­ar­mynd­inni. Nútíma­við­skipti eru svo miklu meira en við­skipti með hefð­bundndar iðn­að­ar­vör­ur. Þjón­ustu­við­skipti skipta æ stærra máli í alþjóða­við­skipt­um. Undir þjón­ustu­við­skipti falla meðal ann­ars fjár­mála­þjón­usta ýmis­kon­ar, skemmt­ana­iðn­að­ur­inn, ferða­þjón­usta, hug­bún­að­ar­gerð, net­þjón­usta ýmis­kon­ar. Brex­it­samn­ing­ur­inn nær ekki nema að mjög tak­mörk­uðu leyti yfir slík við­skipti. Það er því á engan hátt hægt að bera EES-­samn­ing­inn saman við Brex­it. Megin rökin fyrir EES samn­ingnum eru hindr­un­ar­laus við­skipti, þ.e. ekk­ert heil­brigðis eða toll­eft­ir­lit með vörum á landa­mær­um. Það sparar til dæmis íslenskum útflytj­endum sjáv­ar­af­urða millj­arða á ári. Þess utan leyfir EES þjón­ustu við­skipti yfir landa­mæri sem frí­versl­un­ar­samn­ingar heim­ila ekki, fyrir utan allt frelsi fólks til að velja sér land til að stunda nám og stofna og reka fyr­ir­tæki, og fá sjálf­krafa við­ur­kenn­ingu á starfs­rétt­indum sín­um. Þau rök EES-and­stæð­inga í Nor­egi, sem einnig hafa aðeins heyrst í umræð­unni hér á landi, að Brexit samn­ing­ur­inn geti komið í stað EES stand­ast því enga skoð­un.

Sam­keppn­is­for­skot Breta í fjár­mála­geir­anum er horfið

Bretar hafa hingað til borið ægis­hjálm yfir önnur lönd ESB í fjár­mála­geir­an­um. Á margan hátt nutu þeir sér­stöðu innan Evr­ópu­sam­bands­ins og nýttu sér það til hins ýtrasta. En nú hefur þessu sam­keppn­is­for­skoti verið kippt frá breskum bönkum og trygg­inga­fyr­ir­tækj­um. Ljóst er að bæði störf og tekjur munu fær­ast frá London til ann­arra fjár­mála­mið­stöðva vegna Brex­it. Það er hins vegar ekki enn ljóst hve skell­ur­inn verður stór. Sam­kvæmt end­ur­skoð­un­ar­fyr­ir­tæk­inu Ernst&Young þá hafa þegar tæp­lega 10 þús­und störf færst yfir til Frank­furt, Amster­dam og Par­ís­ar. Ráð­gjafa­fyr­ir­tækið Oli­ver Wyman gaf nýlega út skýrslu og miðað við mis­mun­andi for­sendur þá gætu störfin sem tap­ast í fram­tíð­inni verið á bil­inu 3.500 til 35.000.  Þótt það sé  minna en svart­sýn­ustu spár gerðu ráð fyrir strax eftir kosn­ing­arnar árið 2016 þá er þetta samt mikið áfall fyrir fjár­mála­geir­ann í land­inu. Þess má geta að veltan í kaup­höll­inni í Amster­dam í síð­asta mán­uði var meiri en veltan í kaup­höll­inni í London. Það er í fyrsta skipti sem það ger­ist og er góð vís­bend­ing um þá breyt­ingu sem er að eiga sér stað á fjár­mála­mark­aði í Evr­ópu.

Inn­flytj­endur auð­velt skot­mark fyrir Brex­it-­sinna

Inn­flytj­enda­mál skiptu lík­leg­ast mestu máli í Brex­it-­kosn­ing­un­um. Þar spil­uðu Brex­it-­sinnar á hræðslu almenn­ings við óheftan inn­flutn­ing fólks frá stríðs­hrjáðum löndum Afr­íku og Mið-Aust­ur­landa. Enda stóð flótta­manna­straum­ur­inn frá Mið-Aust­ur­löndum til Evr­ópu sem hæst í aðdrag­anda Brex­it­kosn­ing­anna árið 2016. En hver er sann­leik­ur­inn varð­andi inn­flytj­endur í Bret­land­i? 

Auglýsing

Innri mark­aður Evr­ópu­sam­bands­ins hefur aukið á hreyf­an­leika vinnu­afls enda er slíkur hreyf­an­leiki mik­il­vægur fyrir hag­vöxt. En nettó inn­flutn­ingur fólks til Bret­lands á árunum 2000-2014 var lægri en til landa eins og Ítal­íu, Spán­ar, Frakk­lands og Þýska­lands. Þar að auki er pró­sentu­hlut­fall inn­flytj­enda frá löndum utan ESB mun hærra í Bret­landi en í öðrum ESB lönd­um. Því til við­bótar hafa inn­flytj­endur í Bret­landi upp til hópa verið með hærra mennt­un­ar­stig og hafa yfir­leitt aðlag­ast bresku sam­fé­lagi vel. Þeir hafa því ekki verið byrði á sam­fé­lag­inu heldur mik­il­vægir þjóð­fé­lags­þegnar og greitt mun meira í skatta og skyldur en sá kostn­aður sem hefur fylgt inn­flytj­endum í mörgum öðrum lönd­um.

Á árunum 2008-2014 féllu ráð­stöf­un­ar­tekjur bresks almenn­ings hins vegar umtals­vert. Einkum voru það þeir sem voru með lægstu tekj­urnar sem fóru illa út úr hrun­inu. Ofan á þetta bætt­ist hús­næð­is­skortur sem hefur hrjáð Bret­land í langan tíma. Sam­kvæmt opin­berum tölum hefur fram­boðið ekki staðið undir eft­ir­spurn í yfir 35 ár. Þetta hefur þýtt að fólk í milli- og lág­stéttum hefur átt í erf­ið­leikum að koma þaki yfir höf­uðið eða þurft að standa undir stig­hækk­andi húsa­leigu. Þrátt fyrir að litlar sem engar rann­sóknir styðji þá kenn­ingu að þetta sé inn­flytj­endum að kenna þá varð þessi þjóð­fé­lags­hópur auð­velt skot­mark. 

Heil­brigð­is­kerfið í Bret­landi byggir tölu­vert á erlendu vinnu­afli. Um 14% af starfs­fólki innan NHS voru á síð­asta ári erlendir rík­is­borg­ar­ar. Mikið af heil­brigð­is­starfs­fólki frá A-Evr­ópu hefur hins vegar snúið aftur heim eftir Brexit og nú er svo komið að það vantar um 100 þús­und manns í ýmsar stöður innan NHS. En með Brexit féll niður frjáls flutn­ingur starfs­fólks milli landa og nú þarf að sækja um atvinnu­leyfi fyrir alla erlenda rík­is­borg­ara sem hyggj­ast starfa í Bret­landi. Þetta er ekki síður högg fyrir 1,3 millj­ónir breskra rík­is­borg­ara sem búa og starfa í ESB-lönd­um. Fjöl­margir þeirra, meðal ann­ars Stanley John­son fyrrum Evr­ópu­þing­maður Íhalds­manna og faðir Borisar John­son núver­andi for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, hafa nú afsalað sér breskum rík­is­borg­ara­rétti og fengið evr­ópskan í stað­in. Stanley John­son er til dæmis orð­inn franskur rík­is­borg­ari.

Erlend fjár­fest­ing hefur minnkað

Efna­hags­legar nið­ur­stöður brott­hvarfs Breta úr Evr­ópu­sam­band­inu eru smám saman að koma í ljós. Einkum er það þjón­ustu­geir­inn sem mun líða fyrir þessar breyt­ingar enda er hann ekki nema lít­ill hluti af því sam­komu­lagi sem Bretar og ESB hafa náð. Um 80% af þjóð­ar­fram­leiðslu Breta kemur frá þjón­ustu­við­skiptum þannig að um miklar upp­hæðir er að ræða. Þegar hafa um 10 þús­und störf tap­ast í fjár­mála­hverf­inu í London. Dublin, Frank­furt og Amster­dam eru að styrkja sig sem evr­ópskar fjár­mála­mið­stöðv­ar.

En það er ekki bara þjón­ustu­geir­inn sem hefur fundið fyrir breyt­ing­um. Þrátt fyrir að almennar iðn­að­ar­vörur falli undir samn­ing­inn er ljóst að öll papp­írs­vinna og önnur vinna við toll­skoðun mun hægja á öllum ferl­um. Erlend fjár­fest­ing í breskum fyr­ir­tækjum sem fram­leiða íhluti fyrir evr­ópska bíla hefur til dæmis fallið um 80% und­an­farin þrjú ár. Einnig hafa bíla­fram­leið­endur ákveðið að færa sam­setn­ing­ar­verk­smiðjur sínar frá Bret­landi til landa innan ESB. Nýjasta dæmið er nýr Land Rover-jeppi sem nefn­ist Ineos Grena­dier og hefur verið fram­leiddur í litlum mæli í Wales. Nú á hins vegar að stór­auka fram­leiðsl­una, reisa nýjar verk­smiðj­urnar í Frakk­landi og loka verk­smiðj­unni í Wales. Það grát­bros­lega við þann flutn­ing er að aðal­eig­andi fyr­ir­tæk­is­ins er millj­arða­mær­ing­ur­inn Jim Ratclif­fe, sem var einn af helstu fjár­hags­bak­hjörlum Brex­it-­sinna. En Íslend­ingar þekkja Ratcliffe aðal­lega sem umsvifa­mik­inn eig­anda lax­veiðiáa á Norð­aust­ur­landi.

Höf­undur er með M.Sc. gráðu í Evr­­ópu­fræðum frá London School of Economics, hefur kennt Evr­­ópu­fræði við Háskóla Íslands og hefur starfað að Evr­­ópu­­málum í 26 ár.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar