Fjölmiðlaeyjan Ísland

Hlöðver Skúli Hákonarson segir að ef fjölmiðlar neyðast til þess að fórna góðum og sönnum málflutningi til að lifa af, þá skaði það lýðræðið.

Auglýsing

Fjöl­miðlaum­hverfið á Íslandi hefur sjaldan verið í jafn bágri stöðu og nú. Margir af stærstu fjöl­miðlum lands­ins hafa tekjur sínar af smellsugu­fyr­ir­sögnum (e. click­bait), þar sem athygli les­and­ans er beint að ein­hverju sem slitið er úr sam­hengi. Líf áhrifa­valda er lagt að jöfnu við raun­veru­lega heims­við­burði. Þessi þróun er ekki ný af nál­inni og á sér margar skýr­ing­ar. Hún er einnig lýsandi fyrir við­horf gagn­vart fjöl­miðlum og hlut­verki þeirra í landi þar sem fjöl­miðla­fræði er ekki kennd sem aðal­grein við stærstu mennta­stofnun þess (sem nb. er í rík­i­s­eigu) og þar sem siða­reglur blaða­manna eru frá árinu 1991. 

Það er ljóst að ákveðin vatna­skil hafi orðið með til­komu upp­lýs­inga­bylt­ingar í byrjun ald­ar­inn­ar. Það er allt gott og vel. Fjöl­miðlar geta hins vegar ekki sinnt hlut­verki sínu vel ef þeim er gert að starfa undir sömu leik­reglum og voru hér við lýði fyrir alda­mót í allt öðru lands­lagi. Það er löngu tíma­bært að setja starfs­um­hverfi fjöl­miðla hér á landi ræki­lega á dag­skrá stjórn­mál­anna. Frum­varp mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra um breytta stöðu einka­rek­inna fjöl­miðla á Íslandi hefur verið til umræðu síð­ustu þrjú þing­tíma­bil. Þar kemur fram að einka­reknir fjöl­miðl­ar, háð ákveðnum skil­yrð­um, gætu fengið allt að 25% af rekstr­ar­kostn­aði nið­ur­greiddan úr rík­is­sjóði. Með­fram frum­varp­inu hefur staða RÚV á aug­lýs­inga­mark­aði verið rædd, en sér­staða rík­is­mið­ils­ins skerðir sam­keppn­is­hæfni einka­rek­inna fjöl­miðla. Það var því miður að sjá ekk­ert ákvæði um breytta stöðu RÚV á aug­lýs­inga­mark­aði í nýjum þjón­ustu­samn­ingi mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­is­ins fyrir árin 2020-2023.

Auglýsing
Ofangreint frum­varp er skref í rétta átt, en hvað tefur afgreiðslu máls­ins? Ein mót­bára sem gjarnan er nefnd í umræð­unni er sú meinta frels­is­skerð­ing sem auknir rík­is­styrkir hafa í för með sér. Dregið yrði tals­vert úr getu fjöl­miðla til að sinna aðhalds­hlut­verki gagn­vart rík­inu. Staðan er hins vegar sú að í fyrra sat Ísland í 15. sæti yfir fjöl­miðla­frelsi í heim­in­um, á meðan hin Norð­ur­löndin fjögur skip­uðu efstu sæt­in. Er það til­vilj­unum háð að í öllum þessum for­ystu­löndum standa rík­is­reknir fjöl­miðlar utan aug­lýs­inga­mark­að­ar? 

Líkt og almennt á mark­aði þar sem sam­keppni er skil­yrði frelsis þá er góð og vönduð umræða skil­yrði heil­brigðs lýð­ræð­is. Ef fjöl­miðlar neyð­ast til þess að fórna góðum og sönnum mál­flutn­ingi til að lifa af, þá skaðar það lýð­ræð­ið. Án upp­lýsts sam­fé­lags sem veitir því aðhald getur ríkið ekki kennt sig við lýð­ræð­i. 

Höf­undur er mastersnemi í evr­ópskri stjórn­sýslu við Sci­ences Po í París og með BA gráðu í heim­speki frá Háskóla Íslands. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 35. þáttur: Nunnusjóguninn I
Kjarninn 22. apríl 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Vill framlengja skattfrjálsa heimild fyrir þá sem nota séreign til að borga niður húsnæði
Frá miðju ári 2014 hefur tæplega þriðjungur íslensks vinnumarkaðar fengið yfir 21 milljarð króna í skattafslátt til að borga niður húsnæðislánin sín. Nú á að framlengja það úrræði. Reykjavík vill að ríkið bæti borginni tekjutap sem úrræðið veldur henni.
Kjarninn 22. apríl 2021
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri.
Tekjur RÚV stóðu í stað milli ára – Fengu 4,9 milljarða króna úr ríkissjóði
RÚV skilaði tapi á síðasta ári í fyrsta sinn síðan 2014 þrátt fyrir að tekjur fyrirtækisins hafi verið þær sömu og 2019. RÚV hefur á síðustu árum selt byggingarétt og lengt í skuldabréfaflokki til að auka verulega á fjárhagslegt svigrúm til skamms tíma.
Kjarninn 22. apríl 2021
28 þingmenn sögðu já.
Svona féllu atkvæði þingmanna um breytingar á sóttvarnalögum í nótt
Þingmenn tveggja flokka, Vinstri grænna og Framsóknar, greiddu allir atkvæði með tímabundnum lagabreytingum er tengjast landamærum þegar atkvæðagreiðsla fór fram í nótt. Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokks sögðu já, einn sagði nei og þrír voru fjarverandi.
Kjarninn 22. apríl 2021
Þórður Snær Júlíusson
Fullnaðarsigur skattsvikara
Kjarninn 22. apríl 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 22. apríl 2021
Efstu fjórir frambjóðendur á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi: (F.v.) Þórunn Wolfram Pétursdóttir, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Elva Dögg Sigurðardóttir og Guðbrandur Einarsson.
Guðbrandur leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi
Fyrsti framboðslisti Viðreisnar fyrir þingkosningarnar í haust er í Suðurkjördæmi. Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, leiðir listann. Í öðru sæti er Þórunn Wolfram Pétursdóttir.
Kjarninn 22. apríl 2021
Katrín Baldursdóttir
Kærleikshagkerfið
Kjarninn 22. apríl 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar