2022 má ekki verða eins og 2021

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins gerir hér upp árið sem er að líða. Hún spyr hvort það sé forsvaranlegt að takmarka mannréttindi og athafnafrelsi til langframa vegna hugsanlegs álags á heilbrigðiskerfi og heilbrigðisstéttir.

Auglýsing

Síð­ustu ára­mót áttu að vera upp­haf nýrra tíma. Okkur lang­aði öll að fagna sér­stak­lega árinu sem þá var að heilsa því það átti sann­ar­lega að verða allt öðru­vísi og betra en árið sem var að kveðja. Þá var komin góð vissa um að bólu­efni væru á næsta leyti og tek­ist hafði að semja um þátt­töku Íslands í bólu­efna­kaupum Evr­ópu­sam­bands­ins, sem tryggði Íslandi stöðu meðal þeirra fyrstu í röð­inni eftir að fá í hendur vopnið sem átti að duga til þess að kveða niður far­ald­ur­inn.

Nú líður okkur mörgum eins og við höfum verið sett í skrítna tíma­vél. Aftur líður að jólum og ára­mót­um, og aftur er talað  um harðar aðgerðir víða um heim og hér heima. Fyrir ári síðan var það „breska afbrigð­ið“ (síðar nefnt beta) sem setti allt í bak­lás. Það var sagt meira smit­andi og leggj­ast þyngra á fólk, þar á meðal börn. Síðan kom delta afbrigðið sem var líka miklu meira smit­andi og var sagt valda alvar­legri sjúk­dómi, þar á meðal hjá börnum og við bætt­ust áhyggjur af því að það „kæm­ist fram­hjá“ bólu­efn­um. Nú er það omicron afbrigðið sem virð­ist vera miklu meira smit­andi en fáir virð­ast þora að treysta vís­bend­ingum um að það kunni að valda miklu væg­ari veik­ind­um.

En þær eru fleiri mein­semd­irnar sem tengj­ast far­sótt­inni en veik­indin sem veiran getur vald­ið. Sam­fé­lagið er allt í skugga þessa langvar­andi ástands. Margir eru kvíðnir og hrædd­ir. Fjöl­miðlar eru upp­fullir af marg­vís­legum frétt­um, flestum uggvekj­andi. Í umræð­unni fá nei­kvæðar og kvíða­vald­andi fréttir jafnan meiri sess en fréttir sem fela í sér bjart­sýni og von. Þegar kemur að umfjöllun um stöð­una ann­ars staðar í heim­inum fréttum við mest af þeim stöðum þar sem far­ald­ur­inn veldur mestum vand­ræðum og aðgerðir eru harðast­ar. Heil­brigð­is­kerfið okkar er sagt ekki getað annað ástandi þar sem fleiri en 40 til 60 grein­ast smit­aðir á dag, en þó liggja, þegar þetta er skrif­að, ein­ungis 11 ein­stak­lingar inni með smit þótt greinst hafi fleiri en sex­tíu smit á hverjum ein­asta degi síðan 30. októ­ber sl. þegar 58 greindust. Tekið skal fram að nýgengi smita er um þessar mundir yfir 600 en var á sama tíma í fyrra, fyrir bólusetningu, 46.

Til þess að reyna að stemma stigu við útbreiðslu smita höfum við gripið til fjöl­margra aðgerða sem hefðu þótt algjör­lega óhugs­andi fyrir tæpum tveimur árum síð­an. Þar er lík­lega þung­bær­ust hin gríð­ar­lega röskun sem hefur orðið á lífi barna og ung­menna. Börn eru látin sitja í sótt­kví og ein­angrun dögum saman inn­an­dyra jafn­vel þótt þau kenni sér einskis meins. Sum börn hafa þurft að sitja marg­ít­rekað í sótt­kví og fyll­ast kvíða og ótta þegar far­ald­ur­inn ber á góma—ekki vegna smit­hræðslu heldur vegna hræðslu við aðgerð­irn­ar. Ungt fólk á mennta­skóla­aldri hefur farið á mis við stóran hluta þeirrar upp­lif­unar að vera ung, frjáls og áhyggju­laus og að fá að taka þátt í félags- og skemmt­ana­lífi sem hefur þótt mik­il­vægur þáttur í upp­vexti og þroska ungs fólks. Hinar miklu fórnir sem farið hefur verið fram á af börn­unum okkar og ung­mennum eru vegna far­sóttar sem veldur jafnan ákaf­lega litlum veik­indum hjá ann­ars heil­brigðum börnum (inn­lagn­ar­tíðni smit­aðra barna á aldr­inum 6-11 ára í Dan­mörku er um 0,2%). Bent hefur verið á að áherslan á að setja frísk börn í sótt­kví sé ólík því sem tíðkast í lönd­unum í kringum okk­ur, þar sem sótt­kví­ar­úr­ræði hafa verið notuð í mun minni mæli en hér á landi.

Við­var­andi ótti er hættu­legur lýð­ræð­inu

Segja má að það sé farin að teikn­ast upp fremur óskemmti­leg mynd af því hvernig sam­fé­lög Vest­ur­landa gætu þró­ast á næstu árum ef ekki er tekin alvar­leg umræða um hvert skuli stefna. Við­brögðin við þessu ástandi eru ekki bara tengd heil­brigð­is­vís­ind­um, heldur sið­ferði, heim­speki, efna­hags­legum raun­veru­leika og póli­tískri hug­mynda­fræði. Það eru margar hliðar á því að standa vörð um íslenskt sam­fé­lag. Það verður að vera meira rými fyrir þau sjón­ar­mið í umræð­unni. Hlut­verk sótt­varna­læknis er að tryggja sótt­varnir og það er hár­rétt. En hlut­verk stjórn­mál­anna er miklu marg­slungn­ara og flókn­ara en það. Það hlut­verk þurfum við að geta rækt­að.

Í ljósi útbreiddra lífs­stíls­sjúk­dóma og öldr­unar þjóða virð­ist blasa við að álag á heil­brigð­is­kerfi Vest­ur­landa muni halda áfram að vaxa og við­fangs­efnin flækj­ast óháð far­sótt­inni sjálfri. Þetta mun áger­ast næstu ára­tugi. Far­ald­ur­inn hefur opin­berað þennan vanda sér­stak­lega, þar sem hættan á alvar­legum veik­indum vegna veirusmits er mjög háð lífaldri fólks og virð­ist einnig tengj­ast lífs­stíls­sjúk­dóm­um. Veiran afhjúpar sem­sagt vanda­mál sem er óum­flýj­an­legt fyrir okkur að horfast í augu við, hvort sem okkur líkar betur eða verr—og hvort sem afleið­ing­arnar koma fram fyrr eða síð­ar. Þessi staða er eitt ­stærsta við­fangs­efnið sem blasir við stjórn­völdum á næstu árum og ára­tug­um. Heil­brigð­is­kerfið þarf til dæmis að geta nýtt sér tækni­lausnir í miklu meira mæli en nú er, til að auka fram­leiðni.

Sem sam­fé­lag stöndum við því frammi fyrir ákaf­lega erf­iðri og vanda­samri spurn­ingu: Er for­svar­an­legt að tak­marka mann­rétt­indi og athafna­frelsi fólks til lang­frama vegna hugs­an­legs álags á heil­brigð­is­kerfið og heil­brigð­is­stétt­irn­ar?

Mitt svar við þessu er nei. Svarið getur ekki verið ann­að. Slíkar aðgerðir getum við ein­ungis rétt­lætt ef um tíma­bundið neyð­ar­á­stand er að ræða þar sem við sjáum til lands um hvenær unnt verði að aflétta slíkum höml­um. Sam­fé­lag­ið, og þar á meðal við sem berum ábyrgð á stjórn lands­ins, verðum hins vegar að taka alvar­lega þau áköll um aðstoð og auk­inn stuðn­ing sem koma frá heil­brigð­is­starfs­fólk­inu okk­ar. Við þurfum að tryggja að heil­brigð­is­kerfið sé í stakk búið að sinna sínu hlut­verki í opnu og frjálsu sam­fé­lagi.

Auglýsing

Sagan kennir okkur að fátt er hættu­legra lýð­ræði og mann­rétt­indum en við­var­andi ótti og neyð­ar­á­stand sem veitir vald­höfum tak­marka­litla rétt­læt­ingu til afskipta af borg­ur­un­um.

Hvernig metum við árang­ur­inn?

Þegar fram líða stundir verður árangur sam­fé­laga í viður­eign við far­sótt­ina met­inn með ýmsum hætti. Einn mæli­kvarði er fjöldi þeirra sem lætur lífið eða veik­ist alvar­lega vegna smits. Þar stendur Ísland áber­andi vel. Hlut­fall þeirra sem lifir af covid-19 sýk­ingu á Íslandi und­an­farna mán­uði er meira en 99,9%. Þetta helg­ast meðal ann­ars af ótrú­legum árangri á göngu­deild covid, fram­úr­skar­andi með­höndlun á gjör­gæslu­deildum og frá­bæru utan­um­haldi og sam­skiptum við sýkta ein­stak­linga, meðal ann­ars í gegnum smitrakn­ing­arteym­in. Þá hefur þátt­taka almenn­ings í bólu­setn­ingu ber­sýni­lega stuðlað að góðum árangri, en mun fleiri hafa fengið örv­un­ar­bólu­setn­ingu á Íslandi en í flestum þeim löndum sem við berum okkur saman við.

En eftir því sem tím­inn líður fara aðrir þættir að skipta sífellt meira máli. Hvernig tekst okkur að verja rétt­indi barna og ung­menna í tengslum við far­ald­ur­inn? Hvernig tekst okkur að vernda geð­heilsu og lífs­gleði í sam­fé­lag­inu í gegnum þetta tíma­bil? Hvernig reiðir við­kvæmum hópum í sam­fé­lag­inu af, t.d. fólki sem glímir við fíkn og lífs­stíls­sjúk­dóma? Hvaða áhrif hafa sótt­varna­að­gerðir gegn covid-19 á ónæmi ungra kyn­slóða fyrir öðrum smit­sjúk­dóm­um? Hvaða áhrif hefur það í sam­fé­lag­inu þegar lög­reglu er í auknum mæli falið það hlut­verk að hafa afskipti af einka­lífi borg­ar­anna í nafni sótt­varna? Mun gagn­rýnin umræða og raun­veru­legt frjáls­ræði í vís­indum halda velli? Tekst okkur að standa vörð um dýr­mæt mann­rétt­indi á borð við tján­ing­ar­frelsi, sam­komu­frelsi og ferða­frelsi? Þetta eru mæli­kvarðar sem verður að hafa í huga.

Við höfum nú farið í gegnum nán­ast tvö heil ár af veru­leika sem við viljum ekki venj­ast. Þetta er langur tími, ekki síst fyrir börn og ung­menni, því hvert ein­asta ár er risa stórt í þroska­ferli þeirra—þótt þeim sem eldri eru finn­ist árin hverfa býsna hratt  í ald­anna skaut. Það er ekk­ert smá­ræð­is­mál ef enn fleiri ár verða tekin af þessum hópi, sem er líka við­kvæmur á sinn hátt.

Um leið og ég óska les­endum gleði­legrar hátíðar lýsi ég þeirri ein­lægu von minni að ára­mótapistl­arnir í lok árs­ins 2022 ein­kenn­ist af bjart­sýni, hug­rekki og lífs­gleð­i—og fögn­uði yfir því að sam­fé­lagið sé aftur komið á réttan kjöl.

Höf­undur er vara­for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit