Að fitusmána sjálfan sig

Sighvatur Björgvinsson skrifar um fitusmánun og hverjir það séu sem hann telur að beri ábyrgð á líkamlegu atgervi.

Auglýsing

Nýjar upp­lýs­ingar Kveiks um vax­andi ofþyngd barna og afleið­ingar hennar á heilsu­far þeirra og heilsu­horfur hafa vakið mikla athygli og ekki síður miklar umræð­ur. Við­brögðin hafa hins vegar verið umhugs­un­ar­verð. Meðal ann­ars er talað um, að orsak­irnar kunni að hafa verið að börnin hafi verið beitt ofbeldi á æsku­ár­um. Hugs­an­legt ofbeldi eins gagn­vart öðrum virð­ist vera orðið altæk skýr­ing á öllu því, sem aflaga hefur farið um þroska og sál­ar­líf hvers ein­stak­lings. Eitt slíkt ofbeldi eins gegn öðrum er sagt vera fitu­smán­un.

Setjum sem svo, að ég segi við vin minn: „Þú ert orð­inn allt of þung­ur. Það veldur öll­um, sem þér þykir vænt um, sál­arkvölum – kon­unni þinni, börn­unum þín­um, vin­unum þínum - og sjálfum þér miklu heilsutjón­i“, þá telst ég vera að fitu­smána vin minn alger­lega að ósekju og sjálfum mér til mik­ils ámæl­is. Sá vinur minn, sem orð­inn er 140 til 150 kg. á þyngd, hefur alger­lega séð um það sjálfur að fitu­smána sig. Á við engan annan en sjálfan sig að sakast og getur til einskis ann­ars leitað en fyrst og fremst til sjálfs sín að takast á við það vanda­mál sitt með árangri og með ann­ari hjálp, sem hinn fitu­smáði verður þó sjálfur og einn að bera sig eft­ir.

Nonni feiti

Nýj­ustu upp­lýs­ing­arnar um vax­andi offitu barna eru meira en athygli verð­ar. Sjálfur var ég barn vestur á Ísa­firði, en offita barna er nú sögð vera einna verst á Vest­fjörð­um. Með mér í jafn­aldra­bekkjum í barna­skóla á Ísa­firði voru um 70 önnur börn. Í öllum þessum hópi var aðeins einn dreng­ur, sem sagður var vera feit­ur. Ég vil ekki hér og nú upp­lýsa hver sá drengur var, en segjum svo að hann hafi heitið Jón.

Auglýsing
Alla sína skóla­tíð og eftir það var hann þekktur undir heit­inu Nonni feiti. Hvernig stóð á því, að Nonni feiti var sá eini í hópn­um? Var það vegna þess, að heilsu­gæslan á Ísa­firði væri svona mann­mörg og skipti sér svona mikið af fæðu­upp­eldi barn­anna? Var það út af því, að gos­drykkir væru ekki til – nú né ofgnótt af sæl­gæti? Var það vegna þess, að börnin kunnu ekki að hreyfa sig nema með leið­bein­ing­um? Kynnu enga leiki nema sem væri stýrt af full­orðnu fólki; ef ekki íþrótta­þjálf­urum þá a.m.k. heil­brigð­is­starfs­mönn­um?

Nei, það var ein­fald­lega vegna þess, að upp­eldi barna var í höndum for­eldra. For­eldr­arnir vissu hvaða matur væri heilsu­sam­leg­ur. For­eldr­arnir réðu hverjir vasa­pen­ingar barn­anna voru og studdu það síður en svo, að þeir pen­ing­ar, sem for­eldr­arnir veittu okkur börn­un­um, væru not­aðir til þess að kaupa ein­tómt slikk­eri og gos­drykki - hvað þá heldur hættu­lega orku­drykki eða koff­ín­drykki eins og nú tíðkast en þá voru ekki til. Heilsu­gæslu­stöð var þá ekki til vestur á Ísa­firði, en hann Ragn­ar, heim­il­is­lækn­ir­inn okk­ar, þurfti mér vit­an­lega aldrei að ráð­leggja for­eldrum mínum eitt né neitt til þess að halda mér burtu frá offitu. Það gerð­ist ein­fald­lega af sjálfu sér – eins og það virð­ist ger­ast af sjálfu sér að börnin á þessum slóðum séu nú orðin í meiri ofþyngd en nokk­urs staðar ann­ars staðar á land­inu. Og í Kveik virt­ist vera að það væri sök heilsu­gæslu­stöðv­ar­inn­ar. Þar þyrfti fleiri starfs­menn: Lík­amsþjálfa, fæðu­speci­alista, fjöl­skyldu­ráð­gjafa, mennt­aða fag­menn og fag­kon­ur. Aldeilis hreint ekki neina fitu­smán­ara.

Sjálfs­skoðun

Fyrst ég hefi dregið sjálfan mig inn í þessa umræðu er sjálf­sagt að upp­lýsa, að við hjónin eigum fjögur börn. Ekk­ert þeirra hefur fitu­smánað sig. Og enga aðstoð þurft frá heil­brigð­is­yf­ir­völdum til þess að tryggja að svo sé ekki. Ekk­ert þeirra og ekk­ert okkar barna­barna hefur þurft að glíma við vanda­mál offitu. Sú hefur hvorki verið okkar reynsla sem for­eldris né þeirra sem barna og barna­barna. Mér þykir það ein­fald­lega vera sjálf­sagt og eðli­legt. Eðli­leg afleið­ing af upp­eldi barna. Hvað svo sem nýj­ustu upp­lýs­ingar um mikla fjölgun offeitra barn segja. Segja þær nokkuð annað en nákvæm­lega það?

Ég vil líka fús­lega upp­lýsa, að síðar á ævinni varð ég of þung­ur. Þegar mið­aldra var orð­inn. All­nokkuð yfir kjör­þyngd. Vinir mínir vöktu m.a. athygli mína á því. Auk auð­vitað fjöl­skyld­unn­ar. Ofþyngd­inni fylgdu veik­indi, sem mér hefur tek­ist að yfir­stíga.  Ofþyngdin hefur líka dal­að. Veru­lega. Hvers vegna? Vegna þess, að ég bar sjálfur ábyrgð á því hvernig komið var. Og ég bar sjálfur og ber ábyrgð á því að hafa tek­ist á við vanda­málið – og náð árangri. Það hefur eng­inn gert fyrir mig. Engin heilsu­gæslu­stöð. Eng­inn fjöl­skyldu­ráð­gjafi, Eng­inn nær­ing­ar­fræð­ing­ur. Eng­inn opin­ber starfs­mað­ur. For­eldr­arnir öxl­uðu ábyrgð­ina á mér á meðan ég var barn. Sjálfur hef ég þurft að axla ábyrgð­ina síð­an. Ég - eins og við öll – veit hver ber ábyrgð­ina. Ég – eins og við öll – veit hvernig á að takast á við vanda­mál­ið. Ég – eins og við öll – veit að orðið „fitu­smán­un“ á við þann, sem þannig hefur sjálfur smánað sig en ekki hinn, sem bendir á hvað hefur gerst og hvetur þann, sem ábyrgð­ina ber, til þess að takast á við sitt eigið vanda­mál.

Því það er bara EINN sem ber meg­in­á­byrgð­ina eftir barn­æsk­una. Bara EINN, sem getur tek­ist á við eigið vanda­mál. Vissu­lega getur sá, sem vill, beðið um hjálp. En til þess þarf eigin vilja. Vilja til þess að ná árangri. Sem sá einn getur náð, sem fitu­smán­aði sig sjálf­ur. 

Höf­undur er fyrr­ver­andi heil­brigð­is­ráð­herra. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokki