Að ráða yfir eigin líkama

Steinar Harðarson segir að það að ráða yfir eigin líkama hljóti að innhalda réttinn til að ráða yfir eigin lífi. Varla sé hægt að skilja lífið frá líkamanum.

Auglýsing

Á 149. lög­gjaf­ar­þingi 2018-2019 voru sam­þykkt ný lög um þung­un­ar­rof, lög nr. 43/2019. Þessi lög, sem tryggja ákvörð­un­ar­rétt kvenna yfir eigin lík­ama, voru að flestra áliti til mik­illa bóta og byggja á rétt­inum til að ráða yfir eigin lík­ama, sem má telja til grund­vall­ar­mann­rétt­inda. Í grein­ar­gerð og rök­semdum fyrir laga­setn­ing­unni voru dregin fram góð og mál­efna­leg rök fyrir frum­varp­inu.

Í raun er hægt að heim­færa grein­ar­gerð­ina með lögum nr. 43/2019 upp á rétt­inn til að deyja með reisn, rétt­inum sem við í Lífs­virð­ingu erum að tala fyr­ir. Það er næstum því hægt að skipta út orð­inu þung­un­ar­rof fyrir dán­ar­að­stoð, konur fyrir ein­stak­linga. Grein­ar­gerðin er þá í stórum dráttum svohljóð­andi:

Mik­il­vægt væri að Ísland sýndi umheim­inum að ein­stak­lingar hér á landi nytu virð­ing­ar, ákvörðun þeirra um að fá að deyja með reisn væri virt sem og sjálfs­for­ræði þeirra og þeir studdir með fag­legri fræðslu og ráð­gjöf sem bygg­ist á gagn­reyndri þekk­ingu. Er þetta í takt við þróun á sviði mann­rétt­inda sem hefur verið í þá átt að auka sjálfs­for­ræði ein­stak­lings­ins. Má í því sam­hengi nefna fjöl­marga alþjóð­lega samn­inga og þróun í dóma­fram­kvæmd á sviði þeirra, svo sem mann­rétt­inda­yf­ir­lýs­ingu Sam­ein­uðu þjón­anna, mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu, samn­ing Sam­ein­uðu þjóð­anna um rétt­indi fatl­aðs fólks, samn­ing Sam­ein­uðu þjóð­anna um afnám allrar mis­mun­unar gegn kon­um, samn­ing Evr­ópu­ráðs­ins um vernd mann­rétt­inda og mann­legrar reisnar með hlið­sjón af starf­semi á sviði líf­fræði og lækn­is­fræði: samn­ingur um mann­rétt­indi og líf­lækn­is­fræði. Þá er í 3. gr. mann­rétt­inda­yf­ir­lýs­ingar Sam­ein­uðu þjóðanna kveðið á um að allir eigi rétt til lífs, frelsis og mann­helgi.

Auglýsing

Nefndin var ein­huga um nauð­syn þess setja lög sem heim­ila dán­ar­að­stoð með það fyrir augum að tryggja og und­ir­strika rétt­inn til sjálfs­for­ræðis allra yfir lík­ama sínum og rétt hvers ein­stak­lings til þess að taka ákvörðun um eigin dauða. Þessi sjón­ar­mið leggja grunn­inn að mark­miði frum­varps­ins um að tryggja að sjálfs­for­ræði allra sé virt með öruggum aðgangi að heil­brigð­is­þjón­ustu fyrir þá ein­stak­linga sem óska eftir dán­ar­að­stoð.

Að ráða yfir eigin lík­ama hlýtur að inn­halda rétt­inn til að ráða yfir eigin lífi. Það er varla hægt að skilja lífið frá lík­am­an­um. Lögin nr. 43/2019 voru stórt spor til að tryggja ákvörð­un­ar­rétt kvenna yfir eigin lík­ama, eigin lífi. Með því að setja lög um dán­ar­að­stoð mun sami réttur um ákvörð­un­ar­rétt yfir eigin lík­ama, eigin lífi, tryggður öll­um, jafnt konum sem körl­um.

Höf­undur er stjórn­ar­maður í Lífs­virð­ingu, félagi um dán­ar­að­stoð.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni segir rangt að hann „vilji Sósíalistaflokkinn feigan“
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Gunnar Smári Egilsson snúi út úr orðum sínum um styrki til stjórnmálaflokka. Honum þyki 120 milljóna styrkur á kjörtímabilinu til flokks sem fékk enga þingmenn kjörna einfaldlega of há fjárhæð.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Finnur Birgisson
Saga tekjutengingar ellilífeyris almannatrygginga frá 1946
Kjarninn 16. ágúst 2022
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Segir Bjarna vilja ýkja völd Sjálfstæðisflokks umfram fylgi og draga úr áhrifum annarra
Bjarni Benediktsson hefur sagt að hann vilji draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka. Gunnar Smári Egilsson segir ástæðuna þá að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ekki jafn mikið á greiðslu frá ríkinu að halda og áður.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Hér má sjá Drífu Snædal, fyrrverandi forseta ASÍ, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar þegar betur áraði i samskiptum þeirra á milli.
Segir ASÍ hafa beinlínis unnið gegn nýjum öflum innan verkalýðshreyfingarinnar
Formaður Eflingar segir fram­kvæmda­stjóra SA ekki missa svefn yfir útbreiddum svikum atvinnu­rek­enda á þeim kjara­samn­ingum sem hann gerir fyrir þeirra hönd. Í greinaflokki, sem byrjaði að birtast í morgun, ætlar hún að rekja sögu ágreinings innan ASÍ.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Horft niður í Hvalfjörð frá Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit. Á fjallinu stendur til að byggja vindorkuver.
Íslenskir sérhagsmunaaðilar með „erlenda orkurisa í farteskinu“
Þótt ekkert vindorkuver sé risið hafa áform um fjölmörg slík þegar valdið sundrungu og deilum innan samfélaga út um landið, segir Andrés Skúlason, verkefnisstjóri hjá Landvernd. Hann segir vindorkufyrirtæki beita miklum þrýstingi og jafnvel blekkingum.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Auglýsing frá upphafi áttunda áratugar síðustu aldar.
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Hvað gerir danskur kaupmaður sem finnst hann ekki hafa nóg fyrir stafni? Hjá Arne Bybjerg kaupmanni í danska bænum Kalundborg var svarið einfalt: að framleiða hárrúllur. Hann gaf þeim nafnið Carmen.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Kjarninn 16. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Villimenn við borgarhliðið: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar I
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar