Að þekkja ekki muninn á vinstri og hægri

Auglýsing

Óli Björn Kára­son, vara­þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins og fyrrum fjöl­miðla­mað­ur, skrifar iðu­lega við­hafn­ar­greinar á besta stað í umræðu­plássi Morg­un­blaðs­ins, næst stærsta dag­blaðs lands­ins. Hann skrifar eina slíka í dag þar sem hann full­yrðir að nán­ast allir íslenskir fjöl­miðl­ar, með örfáum und­an­tekn­ing­um, séu á móti sitj­andi rík­is­stjórn. Orð­rétt segir Óli Björn: „flestir áhrifa­mestu álits­gjaf­ar, snjöll­ustu og afkasta­mestu pennar lands­ins eru leynt og ljóst and­stæð­ingar rík­is­stjórn­ar­flokk­anna“.

Vara­þing­mað­ur­inn full­yrðir raunar að hvorki réttar upp­lýs­ingar né ólík sjón­ar­mið fái að heyr­ast í fjöl­miðlum á Íslandi, og beinir byssu sinni helst að RÚV í þeim efn­um. Með öðrum orðum telur Óli Björn að flestir fjöl­miðlar segi með­vitað ósatt í frétta­flutn­ingi sín­um, vænt­an­lega í ein­hverjum ann­ar­legum póli­tískum til­gangi.

Ætti að leggja niður RÚV fyrir að ljúgaVegna þessa, segir Óli Björn, „ætti það að vera sér­stakt áhuga­mál stjórn­ar­liða að ryðja braut fleiri einka­að­ila á sviði fjöl­miðl­un­ar; prent- og net­miðl­unar en ekki síst ljós­vaka. Fyrsta skrefið gæti verið að að hrinda í fram­kvæmd sam­þykkt lands­fundar Sjálf­stæð­is­flokks­ins á síð­asta ári þar sem segir meðal ann­ars:

„Rekstur rík­is­ins á fjöl­miðlum má ekki hamla frjálsri sam­keppni og raska rekstr­ar­grund­velli ann­arra fjöl­miðla. Lands­fundur leggur til að þörf sam­fé­lags­ins fyrir rík­is­fjöl­miðil verði end­ur­skil­greind og Rík­is­út­varpið ohf. verði lagt niður í núver­andi mynd ef ástæða þykir til. Skil­greina þarf hvaða menn­ing­ar­fræðslu og dag­skrár­gerð á að styrkja opin­ber­lega og tryggja fjár­magn til þeirra verk­efna.““

Auglýsing

Hann vill sem sagt leggja niður RÚV og telur að stjórn­ar­liðar ættu að vera sam­mála honum vegna þess að RÚV er alltaf að ljúga upp á þá.

Þörfin fyrir að hólfa niðurÞessi „við“ og „þeir“ sýn, þar sem allir með aðra nálgun á lífið eru ein­hvers­konar óvin­ir, er mjög algeng í ákveðnum kreðsum sem þurfa á nið­ur­hólfun að halda. Það sem vakti athygli mína við nið­ur­hólfun Óla Björns, fyrir utan þá ásökun að íslenskir fjöl­miðlar væru fyrst og síð­ast að ljúga, var sú skil­grein­ing að fjöl­miðl­arnir væru fullir af vinstri-sinn­uðu fólki sem þoli ekki hægri-sinn­uðu vald­haf­ana.

­Fjöl­miðl­arnir hljóta þá að vera að breiða út vinstri-­sinn­aðan boð­skap með frétta­flutn­ingi sínum sem fer svo illa með hægri-stjórnina.

Ef næstum allir fjöl­miðlar eru vinstri-­sinn­aðir og sitj­andi rík­is­stjórn er hægri-sinnuð þá hljóta helstu stefnu­mál hennar að end­ur­spegla þennan veru­leika. Fjöl­miðl­arnir hljóta þá að vera að breiða út vinstri-­sinn­aðan boð­skap með frétta­flutn­ingi sínum sem fer svo illa með hægri-­stjórn­ina.

Þegar horft er á stærstu frétta­mál þessa kjör­tíma­bils er hins vegar erfitt að finna þess­ari nálgun vara­þing­manns­ins stað.

Þeg­ar hægri verður vinstriSitj­andi rík­is­stjórn hefur lagst gegn aðild Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu og vill draga umsókn lands­ins að bákn­inu til baka. Hún ætlar að láta reyna á rétt sinn alþjóð­lega til að strauja erlenda kröfu­hafa slita­búa fall­ina banka sem gæti haft í för með sér stór­kost­legan ágóða. Hún hefur staðið vörð um hindr­anir á inn­flutn­ingi á land­bún­aði og meira að segja varið Mjólk­ur­sam­söl­una þegar fyr­ir­tæk­inu er gefið að hafa brotið á neyt­endum til að styrkja ein­ok­un­ar­stöðu sína á kostnað sam­keppni. Í flestum fræði­bókum um póli­tíska kvarða myndi þessi afstaða seint flokk­ast sem frjáls­lynd hægri­mennska. Eig­in­lega þvert á móti.

Í Animal Farm skrif­aði Orwell um að sumir væru jafn­ari en aðrir sam­kvæmt þeirri stjórn­mála­stefnu sem þar er lýst. Sama virð­ist eiga við hér.

Rík­is­stjórnin hefur líka valið að beita skatt­lagn­ing­ar­valdi til að ná í tugi millj­arða króna, dreifa til hluta lands­manna og kalla það sann­girn­is­að­gerð vegna for­sendu­brests. Í stað þess að nota skattfé til að lækka skatta, borga niður skuldir eða gera eitt­hvað annað hægri­legt þá ákvað hægri­st­jórn Óla Björns að greiða hluta þjóð­ar­innar skaða­bætur vegna þess að hér varð verð­bólga. Í Animal Farm skrif­aði Orwell um að sumir væru jafn­ari en aðrir sam­kvæmt þeirri stjórn­mála­stefnu sem þar er lýst. Sama virð­ist eiga við hér. Varla var stjórn­ar­farið í Animal Farm dæmi um hægri­mennsku.

Siðast­liðið ár hafa yfir­lýstir hægri­menn síðan keppst við að verja ráð­herra og póli­tíska ráð­gjafa hennar sem báru ábyrgð á því að per­sónu­legum upp­lýs­ingum var safnað saman um nafn­greindan ein­stak­ling og þær not­aðar til að sverta mann­orð hans opin­ber­lega. Þetta var þekkt taktík í Aust­ur-­Evr­ópu á meðan að járn­tjaldið svo­kall­aða hékk uppi. Varla er hægt að halda því fram að í þessu felist sú varð­staða um frelsi ein­stak­lings­ins gagn­vart rík­is­bákn­inu sem hægri-­fræðin boða?

Og svo má velta fyrir sér hvar á hinum póli­tíska kvarða sú hug­mynd Óla Björns að leggja niður opin­bera fyr­ir­tækið RÚV, vegna þess að honum þykir frétta­flutn­ingur þess halla á það lið sem hann heldur með, lend­ir. Það er þá svokölluð Pút­inísk hægri­mennska.

Út frá þessum dæmum ætti hægri­mað­ur­inn Óli Björn að vera nokkuð ánægður með aðhald fjöl­miðl­anna að stjórn­völd­um, sem virð­ast mun lengra til vinstri í sinni póli­tík en hatt­arnir sem þau hafa valið sér gefa til kynna.

Fjöl­miðlar segja fréttirEn þetta er auð­vitað allt saman tóm steypa. Fjöl­miðlar eru ekki póli­tísk öfl. Þeir segja fréttir og eðli­lega er and­lag þeirra frétta oft­ast sitj­andi stjórn­völd, sér­stak­lega á umbrot­ar­tímum þar sem stórar ákvarð­arnir eru teknar sem munu hafa gíf­ur­leg áhrif á líf þegna lands­ins í nán­ustu fram­tíð.

­Fjöl­miðlar eiga að upp­lýsa um þessi mál og veita stjórn­völdum aðhald þegar þau virð­ast fara út af spor­inu. Það hafa þeir gert mjög vel und­an­farin misseri.

Fjöl­miðlar eiga að upp­lýsa um þessi mál og veita stjórn­völdum aðhald þegar þau virð­ast fara út af spor­inu. Það hafa þeir gert mjög vel und­an­farin miss­eri. Og það gerðu þeir líka á síð­asta kjör­tíma­bili þegar svokölluð vinstri­st­jórn, sem fór reyndar í pró­gramm hjá Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðn­um, færði kröfu­höfum tvo banka og ákvað að fella niður auð­legð­ar­skatt, sat við stýr­ið.

Ég er sam­mála Óla Birni að því leyt­inu til að hið opin­berra mætti ryðja braut­ina fyrir fleiri einka­að­ila á sviði fjöl­miðl­un­ar. Ég er hins vegar ósam­mála því að það ætti að gera vegna þess að stjórn­ar­liðum finnst allir fjöl­miðar vera á móti sér. Það ætti fyrst og síð­ast að gera til að búa til heil­brigt rekstr­ar­um­hverfi fyrir fjöl­þætta fjöl­miða­flóru.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hrina hópuppsagna í tengslum við COVID-19 faraldurinn virðist gengin niður
Stærst þeirra þriggja hópuppsagna sem áttu sér stað í júní er uppsögn PCC á Bakka sem sagði upp nálægt 85 manns af þeim tæplega 150 manns sem starfa hjá fyrirtækinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
Tæplega 35 þúsund hafa látist af völdum COVID-19 á Ítalíu
Dánartíðni vegna COVID-19 hærri hjá ómenntuðum en menntuðum á Ítalíu
Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið Ítalíu grátt en það var fyrsta Evrópulandið til að glíma við mikla útbreiðslu veirunnar. Í marsmánuði jókst munur á dánartíðni menntaðra og ómenntaðra þar í landi vegna veirunnar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifaði undir reglugerð um útlendinga sem tók gildi 15. júní.
Hægt að senda á brott útlendinga í „ólögmætri dvöl“ þrátt fyrir tilslökun gagnvart öðrum
Skortur á beinum flugum, flugsamgöngum til heimalands eða hár kostnaður við ferðalög eru ekki ástæður sem íslensk stjórnvöld taka gildar fyrir dvöl hérlendis án dvalarleyfis eða áritunar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Flennistór mynd af þáttastjórnandanum Tucker Carlson á höfuðstöðvum Fox News.
„Tucker Carlson 2024?“
Áhrifamenn meðal repúblikana og íhaldssamir álitsgjafar í Bandaríkjunum telja raunhæft að Tucker Carlson, þáttastjórnandi á Fox News sem milljónir fylgjast með á hverju kvöldi, gæti náð langt ef hann kysi að fara í forsetaframboð árið 2024.
Kjarninn 4. júlí 2020
Ríkisstjórnin sem vill halda áfram, en mun mögulega ekki geta það
Stjórnmálaflokkarnir vega nú og meta hvenær þeir eru líklegir til að hámarka árangur sinn í kosningum. Og eru fyrir nokkuð löngu síðan farnir að máta sig í næstu ríkisstjórn. Þar virðast, eins og er, aðallega vera tveir skýrir valkostir á borðinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
„Keyrt á sama fólkinu sem fær aldrei frídag“
Í nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu kemur margt varhugavert fram, m.a. að fólk þurfi að vinna margar vikur í röð og að vikulegur frídagur hafi ekki verið virtur.
Kjarninn 4. júlí 2020
Kortið sýnir útbreiðslu hita í hluta Síberíu 20. júní.
Hitamet staðfest á einum kaldasta stað jarðar
Hæsti hiti: 38°C. Lægsti hiti: -67,8°C. Mismunur: 105,8 gráður. Norðurslóðir eru að hlýna þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði í heiminum. Hlýnunin er að eiga sér stað mörgum áratugum fyrr en spár gerðu ráð fyrir.
Kjarninn 3. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið synjar Kjarnanum um aðgang að lögfræðiálitunum sem Lilja aflaði
Mennta- og menningarmálaráðuneytið neitar að afhenda Kjarnanum lögfræðiálitin sem Lilja D. Alfreðsdóttir aflaði í aðdraganda þess að hún ákvað að stefna skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá úrskurði kærunefndar jafnréttismála hnekkt.
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira úr sama flokkiLeiðari
None