Að þekkja ekki muninn á vinstri og hægri

Auglýsing

Óli Björn Kára­son, vara­þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins og fyrrum fjöl­miðla­mað­ur, skrifar iðu­lega við­hafn­ar­greinar á besta stað í umræðu­plássi Morg­un­blaðs­ins, næst stærsta dag­blaðs lands­ins. Hann skrifar eina slíka í dag þar sem hann full­yrðir að nán­ast allir íslenskir fjöl­miðl­ar, með örfáum und­an­tekn­ing­um, séu á móti sitj­andi rík­is­stjórn. Orð­rétt segir Óli Björn: „flestir áhrifa­mestu álits­gjaf­ar, snjöll­ustu og afkasta­mestu pennar lands­ins eru leynt og ljóst and­stæð­ingar rík­is­stjórn­ar­flokk­anna“.

Vara­þing­mað­ur­inn full­yrðir raunar að hvorki réttar upp­lýs­ingar né ólík sjón­ar­mið fái að heyr­ast í fjöl­miðlum á Íslandi, og beinir byssu sinni helst að RÚV í þeim efn­um. Með öðrum orðum telur Óli Björn að flestir fjöl­miðlar segi með­vitað ósatt í frétta­flutn­ingi sín­um, vænt­an­lega í ein­hverjum ann­ar­legum póli­tískum til­gangi.

Ætti að leggja niður RÚV fyrir að ljúgaVegna þessa, segir Óli Björn, „ætti það að vera sér­stakt áhuga­mál stjórn­ar­liða að ryðja braut fleiri einka­að­ila á sviði fjöl­miðl­un­ar; prent- og net­miðl­unar en ekki síst ljós­vaka. Fyrsta skrefið gæti verið að að hrinda í fram­kvæmd sam­þykkt lands­fundar Sjálf­stæð­is­flokks­ins á síð­asta ári þar sem segir meðal ann­ars:

„Rekstur rík­is­ins á fjöl­miðlum má ekki hamla frjálsri sam­keppni og raska rekstr­ar­grund­velli ann­arra fjöl­miðla. Lands­fundur leggur til að þörf sam­fé­lags­ins fyrir rík­is­fjöl­miðil verði end­ur­skil­greind og Rík­is­út­varpið ohf. verði lagt niður í núver­andi mynd ef ástæða þykir til. Skil­greina þarf hvaða menn­ing­ar­fræðslu og dag­skrár­gerð á að styrkja opin­ber­lega og tryggja fjár­magn til þeirra verk­efna.““

Auglýsing

Hann vill sem sagt leggja niður RÚV og telur að stjórn­ar­liðar ættu að vera sam­mála honum vegna þess að RÚV er alltaf að ljúga upp á þá.

Þörfin fyrir að hólfa niðurÞessi „við“ og „þeir“ sýn, þar sem allir með aðra nálgun á lífið eru ein­hvers­konar óvin­ir, er mjög algeng í ákveðnum kreðsum sem þurfa á nið­ur­hólfun að halda. Það sem vakti athygli mína við nið­ur­hólfun Óla Björns, fyrir utan þá ásökun að íslenskir fjöl­miðlar væru fyrst og síð­ast að ljúga, var sú skil­grein­ing að fjöl­miðl­arnir væru fullir af vinstri-sinn­uðu fólki sem þoli ekki hægri-sinn­uðu vald­haf­ana.

­Fjöl­miðl­arnir hljóta þá að vera að breiða út vinstri-­sinn­aðan boð­skap með frétta­flutn­ingi sínum sem fer svo illa með hægri-stjórnina.

Ef næstum allir fjöl­miðlar eru vinstri-­sinn­aðir og sitj­andi rík­is­stjórn er hægri-sinnuð þá hljóta helstu stefnu­mál hennar að end­ur­spegla þennan veru­leika. Fjöl­miðl­arnir hljóta þá að vera að breiða út vinstri-­sinn­aðan boð­skap með frétta­flutn­ingi sínum sem fer svo illa með hægri-­stjórn­ina.

Þegar horft er á stærstu frétta­mál þessa kjör­tíma­bils er hins vegar erfitt að finna þess­ari nálgun vara­þing­manns­ins stað.

Þeg­ar hægri verður vinstriSitj­andi rík­is­stjórn hefur lagst gegn aðild Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu og vill draga umsókn lands­ins að bákn­inu til baka. Hún ætlar að láta reyna á rétt sinn alþjóð­lega til að strauja erlenda kröfu­hafa slita­búa fall­ina banka sem gæti haft í för með sér stór­kost­legan ágóða. Hún hefur staðið vörð um hindr­anir á inn­flutn­ingi á land­bún­aði og meira að segja varið Mjólk­ur­sam­söl­una þegar fyr­ir­tæk­inu er gefið að hafa brotið á neyt­endum til að styrkja ein­ok­un­ar­stöðu sína á kostnað sam­keppni. Í flestum fræði­bókum um póli­tíska kvarða myndi þessi afstaða seint flokk­ast sem frjáls­lynd hægri­mennska. Eig­in­lega þvert á móti.

Í Animal Farm skrif­aði Orwell um að sumir væru jafn­ari en aðrir sam­kvæmt þeirri stjórn­mála­stefnu sem þar er lýst. Sama virð­ist eiga við hér.

Rík­is­stjórnin hefur líka valið að beita skatt­lagn­ing­ar­valdi til að ná í tugi millj­arða króna, dreifa til hluta lands­manna og kalla það sann­girn­is­að­gerð vegna for­sendu­brests. Í stað þess að nota skattfé til að lækka skatta, borga niður skuldir eða gera eitt­hvað annað hægri­legt þá ákvað hægri­st­jórn Óla Björns að greiða hluta þjóð­ar­innar skaða­bætur vegna þess að hér varð verð­bólga. Í Animal Farm skrif­aði Orwell um að sumir væru jafn­ari en aðrir sam­kvæmt þeirri stjórn­mála­stefnu sem þar er lýst. Sama virð­ist eiga við hér. Varla var stjórn­ar­farið í Animal Farm dæmi um hægri­mennsku.

Siðast­liðið ár hafa yfir­lýstir hægri­menn síðan keppst við að verja ráð­herra og póli­tíska ráð­gjafa hennar sem báru ábyrgð á því að per­sónu­legum upp­lýs­ingum var safnað saman um nafn­greindan ein­stak­ling og þær not­aðar til að sverta mann­orð hans opin­ber­lega. Þetta var þekkt taktík í Aust­ur-­Evr­ópu á meðan að járn­tjaldið svo­kall­aða hékk uppi. Varla er hægt að halda því fram að í þessu felist sú varð­staða um frelsi ein­stak­lings­ins gagn­vart rík­is­bákn­inu sem hægri-­fræðin boða?

Og svo má velta fyrir sér hvar á hinum póli­tíska kvarða sú hug­mynd Óla Björns að leggja niður opin­bera fyr­ir­tækið RÚV, vegna þess að honum þykir frétta­flutn­ingur þess halla á það lið sem hann heldur með, lend­ir. Það er þá svokölluð Pút­inísk hægri­mennska.

Út frá þessum dæmum ætti hægri­mað­ur­inn Óli Björn að vera nokkuð ánægður með aðhald fjöl­miðl­anna að stjórn­völd­um, sem virð­ast mun lengra til vinstri í sinni póli­tík en hatt­arnir sem þau hafa valið sér gefa til kynna.

Fjöl­miðlar segja fréttirEn þetta er auð­vitað allt saman tóm steypa. Fjöl­miðlar eru ekki póli­tísk öfl. Þeir segja fréttir og eðli­lega er and­lag þeirra frétta oft­ast sitj­andi stjórn­völd, sér­stak­lega á umbrot­ar­tímum þar sem stórar ákvarð­arnir eru teknar sem munu hafa gíf­ur­leg áhrif á líf þegna lands­ins í nán­ustu fram­tíð.

­Fjöl­miðlar eiga að upp­lýsa um þessi mál og veita stjórn­völdum aðhald þegar þau virð­ast fara út af spor­inu. Það hafa þeir gert mjög vel und­an­farin misseri.

Fjöl­miðlar eiga að upp­lýsa um þessi mál og veita stjórn­völdum aðhald þegar þau virð­ast fara út af spor­inu. Það hafa þeir gert mjög vel und­an­farin miss­eri. Og það gerðu þeir líka á síð­asta kjör­tíma­bili þegar svokölluð vinstri­st­jórn, sem fór reyndar í pró­gramm hjá Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðn­um, færði kröfu­höfum tvo banka og ákvað að fella niður auð­legð­ar­skatt, sat við stýr­ið.

Ég er sam­mála Óla Birni að því leyt­inu til að hið opin­berra mætti ryðja braut­ina fyrir fleiri einka­að­ila á sviði fjöl­miðl­un­ar. Ég er hins vegar ósam­mála því að það ætti að gera vegna þess að stjórn­ar­liðum finnst allir fjöl­miðar vera á móti sér. Það ætti fyrst og síð­ast að gera til að búa til heil­brigt rekstr­ar­um­hverfi fyrir fjöl­þætta fjöl­miða­flóru.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Gauti Jóhannesson er forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi og fyrrverandi sveitarstjóri Djúpavogshrepps.
Forseti bæjarstjórnar Múlaþings íhugar alvarlega að sækjast eftir þingsæti
Gauti Jóhannesson fyrrverandi sveitarstjóri á Djúpavogi segir tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn eignist þingmann frá Austurlandi og íhugar framboð til Alþingis. Kjarninn skoðaði framboðsmál Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðjón S. Brjánsson sá þingmaður sem keyrði mest allra árið 2020
Í fyrsta sinn í mörgu ár er Ásmundur Friðriksson ekki sá þingmaður sem keyrði mest. Hann dettur niður í annað sætið á þeim lista. Kostnaður vegna aksturs þingmanna dróst saman um fimmtung milli ára.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Könnun: Fleiri andvíg en fylgjandi frumvarpi Guðmundar Inga um Hálendisþjóðgarð
Samkvæmt könnun frá Gallup segjast 43 prósent andvíg frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra um stofnun Hálendisþjóðgarðs, en 31 prósent fylgjandi. Rúmlega fjórir af tíu segjast hafa litla þekkingu á frumvarpinu.
Kjarninn 16. janúar 2021
Örn Bárður Jónsson
Má hefta tjáningarfrelsi og var rétt að loka á Trump?
Kjarninn 16. janúar 2021
Bræðraborgarstígur 1 brann í sumar. Þorpið hefur keypt rústirnar og húsið við hliðina, Bræðraborgarstíg 3.
Keyptu hús og rústir á Bræðraborgarstíg á 270 milljónir og sækja um niðurrif eftir helgi
Loks hillir undir að brunarústirnar á Bræðraborgarstíg 1 verði rifnar. Nýir eigendur, sem gengið hafa frá kaupsamningi, vilja gera eitthvað gott og fallegt á staðnum í kjölfar harmleiksins sem kostaði þrjár ungar manneskjur lífið síðasta sumar.
Kjarninn 16. janúar 2021
Frá spítala í Manaus í gær. Þar skortir súrefni, sem hefur valdið ónauðsynlegum dauðsföllum bæði COVID-sjúklinga og annarra.
„Brasilíska afbrigðið“: Bretar herða reglur og súrefnið klárast í stórborg í Amazon
Faraldsfræðingur í Manaus í Brasilíu segir borgina að verða sögusvið eins sorglegasta kafla COVID-19 faraldursins hingað til. Súrefni skortir og nýburar eru fluttir í burtu. Á sama tíma grípa Bretar til hertra aðgerða til að verjast nýjum afbrigðum.
Kjarninn 15. janúar 2021
Meira úr sama flokkiLeiðari
None