Að þekkja ekki muninn á vinstri og hægri

Auglýsing

Óli Björn Kára­son, vara­þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins og fyrrum fjöl­miðla­mað­ur, skrifar iðu­lega við­hafn­ar­greinar á besta stað í umræðu­plássi Morg­un­blaðs­ins, næst stærsta dag­blaðs lands­ins. Hann skrifar eina slíka í dag þar sem hann full­yrðir að nán­ast allir íslenskir fjöl­miðl­ar, með örfáum und­an­tekn­ing­um, séu á móti sitj­andi rík­is­stjórn. Orð­rétt segir Óli Björn: „flestir áhrifa­mestu álits­gjaf­ar, snjöll­ustu og afkasta­mestu pennar lands­ins eru leynt og ljóst and­stæð­ingar rík­is­stjórn­ar­flokk­anna“.

Vara­þing­mað­ur­inn full­yrðir raunar að hvorki réttar upp­lýs­ingar né ólík sjón­ar­mið fái að heyr­ast í fjöl­miðlum á Íslandi, og beinir byssu sinni helst að RÚV í þeim efn­um. Með öðrum orðum telur Óli Björn að flestir fjöl­miðlar segi með­vitað ósatt í frétta­flutn­ingi sín­um, vænt­an­lega í ein­hverjum ann­ar­legum póli­tískum til­gangi.

Ætti að leggja niður RÚV fyrir að ljúgaVegna þessa, segir Óli Björn, „ætti það að vera sér­stakt áhuga­mál stjórn­ar­liða að ryðja braut fleiri einka­að­ila á sviði fjöl­miðl­un­ar; prent- og net­miðl­unar en ekki síst ljós­vaka. Fyrsta skrefið gæti verið að að hrinda í fram­kvæmd sam­þykkt lands­fundar Sjálf­stæð­is­flokks­ins á síð­asta ári þar sem segir meðal ann­ars:

„Rekstur rík­is­ins á fjöl­miðlum má ekki hamla frjálsri sam­keppni og raska rekstr­ar­grund­velli ann­arra fjöl­miðla. Lands­fundur leggur til að þörf sam­fé­lags­ins fyrir rík­is­fjöl­miðil verði end­ur­skil­greind og Rík­is­út­varpið ohf. verði lagt niður í núver­andi mynd ef ástæða þykir til. Skil­greina þarf hvaða menn­ing­ar­fræðslu og dag­skrár­gerð á að styrkja opin­ber­lega og tryggja fjár­magn til þeirra verk­efna.““

Auglýsing

Hann vill sem sagt leggja niður RÚV og telur að stjórn­ar­liðar ættu að vera sam­mála honum vegna þess að RÚV er alltaf að ljúga upp á þá.

Þörfin fyrir að hólfa niðurÞessi „við“ og „þeir“ sýn, þar sem allir með aðra nálgun á lífið eru ein­hvers­konar óvin­ir, er mjög algeng í ákveðnum kreðsum sem þurfa á nið­ur­hólfun að halda. Það sem vakti athygli mína við nið­ur­hólfun Óla Björns, fyrir utan þá ásökun að íslenskir fjöl­miðlar væru fyrst og síð­ast að ljúga, var sú skil­grein­ing að fjöl­miðl­arnir væru fullir af vinstri-sinn­uðu fólki sem þoli ekki hægri-sinn­uðu vald­haf­ana.

­Fjöl­miðl­arnir hljóta þá að vera að breiða út vinstri-­sinn­aðan boð­skap með frétta­flutn­ingi sínum sem fer svo illa með hægri-stjórnina.

Ef næstum allir fjöl­miðlar eru vinstri-­sinn­aðir og sitj­andi rík­is­stjórn er hægri-sinnuð þá hljóta helstu stefnu­mál hennar að end­ur­spegla þennan veru­leika. Fjöl­miðl­arnir hljóta þá að vera að breiða út vinstri-­sinn­aðan boð­skap með frétta­flutn­ingi sínum sem fer svo illa með hægri-­stjórn­ina.

Þegar horft er á stærstu frétta­mál þessa kjör­tíma­bils er hins vegar erfitt að finna þess­ari nálgun vara­þing­manns­ins stað.

Þeg­ar hægri verður vinstriSitj­andi rík­is­stjórn hefur lagst gegn aðild Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu og vill draga umsókn lands­ins að bákn­inu til baka. Hún ætlar að láta reyna á rétt sinn alþjóð­lega til að strauja erlenda kröfu­hafa slita­búa fall­ina banka sem gæti haft í för með sér stór­kost­legan ágóða. Hún hefur staðið vörð um hindr­anir á inn­flutn­ingi á land­bún­aði og meira að segja varið Mjólk­ur­sam­söl­una þegar fyr­ir­tæk­inu er gefið að hafa brotið á neyt­endum til að styrkja ein­ok­un­ar­stöðu sína á kostnað sam­keppni. Í flestum fræði­bókum um póli­tíska kvarða myndi þessi afstaða seint flokk­ast sem frjáls­lynd hægri­mennska. Eig­in­lega þvert á móti.

Í Animal Farm skrif­aði Orwell um að sumir væru jafn­ari en aðrir sam­kvæmt þeirri stjórn­mála­stefnu sem þar er lýst. Sama virð­ist eiga við hér.

Rík­is­stjórnin hefur líka valið að beita skatt­lagn­ing­ar­valdi til að ná í tugi millj­arða króna, dreifa til hluta lands­manna og kalla það sann­girn­is­að­gerð vegna for­sendu­brests. Í stað þess að nota skattfé til að lækka skatta, borga niður skuldir eða gera eitt­hvað annað hægri­legt þá ákvað hægri­st­jórn Óla Björns að greiða hluta þjóð­ar­innar skaða­bætur vegna þess að hér varð verð­bólga. Í Animal Farm skrif­aði Orwell um að sumir væru jafn­ari en aðrir sam­kvæmt þeirri stjórn­mála­stefnu sem þar er lýst. Sama virð­ist eiga við hér. Varla var stjórn­ar­farið í Animal Farm dæmi um hægri­mennsku.

Siðast­liðið ár hafa yfir­lýstir hægri­menn síðan keppst við að verja ráð­herra og póli­tíska ráð­gjafa hennar sem báru ábyrgð á því að per­sónu­legum upp­lýs­ingum var safnað saman um nafn­greindan ein­stak­ling og þær not­aðar til að sverta mann­orð hans opin­ber­lega. Þetta var þekkt taktík í Aust­ur-­Evr­ópu á meðan að járn­tjaldið svo­kall­aða hékk uppi. Varla er hægt að halda því fram að í þessu felist sú varð­staða um frelsi ein­stak­lings­ins gagn­vart rík­is­bákn­inu sem hægri-­fræðin boða?

Og svo má velta fyrir sér hvar á hinum póli­tíska kvarða sú hug­mynd Óla Björns að leggja niður opin­bera fyr­ir­tækið RÚV, vegna þess að honum þykir frétta­flutn­ingur þess halla á það lið sem hann heldur með, lend­ir. Það er þá svokölluð Pút­inísk hægri­mennska.

Út frá þessum dæmum ætti hægri­mað­ur­inn Óli Björn að vera nokkuð ánægður með aðhald fjöl­miðl­anna að stjórn­völd­um, sem virð­ast mun lengra til vinstri í sinni póli­tík en hatt­arnir sem þau hafa valið sér gefa til kynna.

Fjöl­miðlar segja fréttirEn þetta er auð­vitað allt saman tóm steypa. Fjöl­miðlar eru ekki póli­tísk öfl. Þeir segja fréttir og eðli­lega er and­lag þeirra frétta oft­ast sitj­andi stjórn­völd, sér­stak­lega á umbrot­ar­tímum þar sem stórar ákvarð­arnir eru teknar sem munu hafa gíf­ur­leg áhrif á líf þegna lands­ins í nán­ustu fram­tíð.

­Fjöl­miðlar eiga að upp­lýsa um þessi mál og veita stjórn­völdum aðhald þegar þau virð­ast fara út af spor­inu. Það hafa þeir gert mjög vel und­an­farin misseri.

Fjöl­miðlar eiga að upp­lýsa um þessi mál og veita stjórn­völdum aðhald þegar þau virð­ast fara út af spor­inu. Það hafa þeir gert mjög vel und­an­farin miss­eri. Og það gerðu þeir líka á síð­asta kjör­tíma­bili þegar svokölluð vinstri­st­jórn, sem fór reyndar í pró­gramm hjá Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðn­um, færði kröfu­höfum tvo banka og ákvað að fella niður auð­legð­ar­skatt, sat við stýr­ið.

Ég er sam­mála Óla Birni að því leyt­inu til að hið opin­berra mætti ryðja braut­ina fyrir fleiri einka­að­ila á sviði fjöl­miðl­un­ar. Ég er hins vegar ósam­mála því að það ætti að gera vegna þess að stjórn­ar­liðum finnst allir fjöl­miðar vera á móti sér. Það ætti fyrst og síð­ast að gera til að búa til heil­brigt rekstr­ar­um­hverfi fyrir fjöl­þætta fjöl­miða­flóru.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None