Af hverju gerum við allt með rasshendinni?

9555626958-b9587a5779-z.jpg
Auglýsing

Að gera hlut­ina í öfugri röð eða van­hugsað var í minni barn­æsku kallað að gera hlut­ina með rass­hend­inni og fylgdu gjarnan umvand­anir í kjöl­far­ið. Þetta orða­til­tæki rifj­ast upp fyrir mér nú þegar ég fylgist með umræðum um frum­varp um nátt­úrupassa og örlögum þess.

Ísland – Galapa­gos norð­urs­insStefán Tryggvason, athafnaskáld og hugsuður Stefán Tryggva­son, athafna­skáld og hug­s­uð­ur­

Ég er sjálfur hót­el­hald­ari og hef und­an­farin miss­eri talað fyrir hug­mynd um e.k. aðgangskort að helstu ferða­manna­stöð­um. Ég hef fyrst og fremst séð slíkan passa fyrir mér sem stjórn­tæki til að stýra álagi á ein­staka staði en jafn­framt sem aðferð til að afla fjár til upp­bygg­ingar ferða­manna­staða og jafn­vel ann­arra stórra verk­efna sem eðli­legt má telja að ferða­menn greiði sér­stak­lega til (t.d. mætti nota fé sem þannig væri aflað til að kosta lagn­ingu jarð­strengs yfir hálend­ið). For­senda þess­ara hug­mynda er sú trú mín að Ísland sé í raun og veru ein­stakt land sem umheim­ur­inn er aðeins að litlum hluta búinn að upp­götva. Með öðrum orðum þá held ég að fátt bendi til ann­ars en eft­ir­spurn eftir ferðum til lands­ins muni enn aukast í næstu fram­tíð og lík­ingin um Ísland sem Galapa­gos norð­urs­ins sé því ekki fjarri öllum sanni. Minn­umst þess að ekki eru nema 3-4 ár síðan að umræðan um milljón ferða­menn á Íslandi virt­ist langt inn í fram­tíð­inni.

Hafnir á þurru landiNú þegar ferða­þjón­ustan er orðin stærsta gjald­eyr­is­skap­andi atvinnu­grein þjóð­ar­innar og árlegur vöxtur milli 10 og 20% þá finnst manni eðli­legt, og ekki seinna vænna, að for­svars­menn grein­ar­innar og stjórn­völd setj­ist niður og ræð­i ­stöðu hennar og fram­tíð. Fyrir mér þarf þar ekki að vera um flók­inn gjörn­ing að ræða. Fyrir utan mál sem lúta að skattaum­hverfi  og almennri laga­setn­ingu þarf fyrst og fremst að ákveða með hvaða hætti ríkið kemur að verk­efnum sem greidd verða úr sam­eig­in­legum sjóð­um. Ég hef séð fyrir mér sam­lík­ing­una við upp­bygg­ingu hafna umhverfis landið nema hvað hér væri um að ræða „hafnir á þurru land­i“.  Í stuttu máli sé ég fyrir mér samn­ing um upp­bygg­ingu og rekstur ein­stakra staða/­svæða þar sem ríkið kostar ákveðna grunn­þætti svo sem gerð vega og stíga, bílaplana, hrein­læt­is­að­stöðu, upp­lýs­inga­gjöf, örygg­is­mál og eft­ir­lit og tryggir jafn­framt rekstur þess­arar þjón­ustu. Ein­boðið er að þjóð­garð­arnir og önnur svæði í eigu rík­is­ins falli undir þennan þátt. Og með því að ríkið standi mynd­ar­lega að upp­bygg­ingu þess­ara grunn­ein­inga, og bjóði síðan einka­að­ilum og sveit­ar­fé­lögum að samnýta eftir atvikum hús­næði og aðra aðstöðu, til veit­inga­rekstr­ar, sölu minja­gripa, sýn­inga­halds og aðstöðu til sölu afþrey­ing­ar, þá er það trú mín að nær öllum hugn­ist betur að ganga til slíks sam­starfs við ríkið en standa utan þess heild­stæða kerfis sem þessi upp­bygg­ing trygg­ir. Mynd­ar­leg upp­bygg­ing svæða þar sem arki­tekt­ar, lista­menn og iðn­hönn­uðir leit­uð­ust við að hanna mann­virki sem hæfðu hverjum stað og yrðu eft­ir­sókn­ar­verðir við­komu­staðir einir og sér, er að sjálf­sögðu mjög kostn­að­ar­söm. Þá er fyrst ástæða til að fara að ræða gjald­töku af ferða­mönn­um. Hún er að mínu mati sjálf­sögð og á að vera umtals­verð. And­virði brenni­víns­fleygs fyrir Íslands­ferð­ina gæti verið ágætis við­mið!

Vanga­veltur um frjálsa för um landið og óheftan aðgang að nátt­úr­unni má leggja til hliðar þar sem þessi gjald­taka mið­að­ist aðeins við veitta þjón­ustu. Sú þjón­usta hæf­ist þegar að því kæmi að leggja öku­tæki í stæði og í fram­hald­inu nýta aðra þá þjón­ustu sem á skil­greindu þjón­ustu­svæði væri að finna. Allir gætu eftir sem áður ekið og gengið frjálsir um Þing­velli! Það væri fyrst þegar rennt væri inná bílaplanið við þjón­ustu­mið­stöð­ina sem gjald­mælir­inn færi að tikka. Fjöldi bíla­stæða tak­mark­aði fjölda gesta á svæðum og rautt ljós þýddi ein­fald­lega fullt þá stund­ina. Til frek­ari stýr­ingar má hugsa sér fyr­ir­fram pöntuð stæði, sem væru greidd sér­stak­lega, ef hópar og e.t.v. ein­stak­lingar vildu tryggja sér aðgang. Fram­kvæmdin væri að öðru leyti sú að gestir gætu keypt aðgang fyr­ir­fram og í flestum til­fellum raf­rænt. Eft­ir­lit yrði til­vilj­un­ar­kennt en veru­legar sektir tryggðu að á skömmum tíma þætti nær öllum kaup á aðgangi sjálf­sögð, líkt og ger­ist í sam­göngu­kerfum stór­borga.

Auglýsing

Æsifrétta­mennska og upp­hróp­anir hafa leitt til þess að hver hefur eftir öðrum að ágangur ferða­manna sé að gjör­eyða landinu.

Það sem hér er boðað er vissu­lega mið­stýrð lausn með veru­legri aðkomu rík­is­ins. Mikil upp­bygg­ing fyrst og fremst úti á landi og fjölgun atvinnu­tæki­færa eftir því. En með trúna á ein­stakt virði lands­ins og trú á getu okkar til góðra verka má afla þess­ara tekna með ein­faldri gjald­töku af ferða­mönnum án þess að hefta för nokk­urs manns um land­ið.

Óraun­hæft mat á umhverf­is­spjöll­um?En hver er raun­veru­leik­inn í dag? Æsifrétta­mennska og upp­hróp­anir hafa leitt til þess að hver hefur eftir öðrum að ágangur ferða­manna sé að gjör­eyða land­inu, áníðslan sé slík að um mestu umhverf­isógn lands­ins sé að ræða og annað í þeim dúr. Ég spyr bara hefur fólk ekki séð traðk eftir hesta og önnur hús­dýr, afleið­ingar umferðar öku­tækja og mann­virkja­gerðar að ógleymdum áhrifum sjálfrar nátt­úr­unn­ar. Sem bóndi til margar ára og land­mót­un­ar­maður þá full­yrði ég að umhverf­is­spjöll vegna ferða­manna við ein­staka ferða­manna­staði eru smá­mál á stóra skal­anum og það sem enn frekar skiptir máli, hreinir smá­aurar að gera úrbætur þar sem þess er þörf. Þessi með­virkni og múgæs­ing hefur síðan leitt til þess að við, fyrst ferða­þjón­ustu­að­ilar og sam­tök okkar og nú þing­menn, höfum marg­þvælst í afstöðu til svo­kall­aðs nátt­úrupassa sem hefur það eitt að mark­miði að afla fjár til sjálf­sagðra úrbóta sem í flestum til­fellum þýðir aðeins að setja plástur á sár­in. Inní þessi mál hefur svo bland­ast dæma­laus umræða um almanna­rétt­inn til að ferð­ast um landið að ógleymdri þjóð­rembu­um­ræð­unni um rétt okkar Íslend­inga umfram aðra til slíks.

Ég vona að Ragn­heiður Elín dragi um margt ágætt  frum­varp sitt um nátt­úrupassa til baka að svo stöddu. Bíðum nið­ur­stöðu nefndar ráð­herra sem fjalla á um stefnu­mörkun í grein­inni og laga­setn­ingar um „Lands­á­ætlun um upp­bygg­ingu inn­viða fyrir ferða­menn til verndar nátt­úru og menn­ing­ar­sögu­legum minj­u­m“, sem von mun vera á. Von­andi verður í fram­hald­inu gerður e.k. sátt­máli til næstu ára um mynd­ar­lega og mark­vissa upp­bygg­ingu grunn­þjón­ustu í ferða­þjón­ustu. Þá fyrst er sér­stök gjald­taka af ferða­mönnum tíma­bær, hvort sem það verður á formi nátt­úrupassa eða ein­hvers ann­ars. Þangað til skulum við öll anda með nef­inu.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristbjörn Árnason
Framlágir sperrileggir
Leslistinn 26. maí 2020
Ró hefur verið yfir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar síðustu vikur. Það kann að breytast í sumar.
„Verðum tilbúin þegar flugfélögin koma“
Isavia segist geta brugðist hratt við þegar flugfélög vilja hefja flug til Íslands að nýju. „Við erum þegar tilbúin að taka við vélum og verðum tilbúin þegar flugfélögin koma,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia.
Kjarninn 26. maí 2020
Hluti ríkisstjórnar Íslands.
Fylgisaukning ríkisstjórnarinnar að mestu gengin til baka
Ríkisstjórnarflokkarnir mælast nú sameiginlega með 40,5 prósent fylgi. Það er nánast sama fylgi og Píratar, Samfylking og Viðreisn mælast sameiginlega með. Mestu munar um lítinn stuðning við Framsóknarflokkinn.
Kjarninn 26. maí 2020
Myrka Ísland
Myrka Ísland
Myrka Ísland – Móðir mín í kví kví
Kjarninn 26. maí 2020
Borghildur Sölvey Sturludóttir
Af ást til skipulagsmála
Kjarninn 26. maí 2020
Hin flókna leið Icelandair að framhaldslífi
Þótt hluthafafundur Icelandair hafi samþykkt að leyfa félaginu að halda hlutafjárútboð eru mörg ljón í veginum að því markmiði að tryggja því rekstrarhæfi til framtíðar. Margt hefur verið gert á skömmum tíma til að gera stöðu Icelandair betri.
Kjarninn 26. maí 2020
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Does trust provide the key to changed environmental behaviour?
Kjarninn 25. maí 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
„Þurfum að fara varlega í vindorkuna rétt eins og annað“
Umhverfis- og auðlindaráðherra sagði á þingi í dag að Íslendingar þyrftu að skoða vindorku út frá þeim þáttum er snúa að náttúru og náttúruvernd.
Kjarninn 25. maí 2020
Meira úr sama flokkiÁlit
None