Af kynjuðum kostum

Formaður BHM skrifar í tilefni kvennafrídagsins.

Auglýsing

Hún var gædd ómet­an­legum kost­um, lét sér annt um aðra, var dug­leg, ósér­hlífin og gest­ris­in.

Eitt ein­kenni minn­ing­ar­greina um konur er að þær eru oft mærðar fyrir gott hjarta­lag og fórnir . Mun sjaldnar er þeim hrósað fyrir hug­vit, hörku, útsjón­ar­semi, ákveðni eða við­líka þætti. Ástæðan er síður en svo að þær búi ekki yfir þessum kost­um. Sam­fé­lagið virð­ist hins vegar fast í þeirri hugsun að æðsta og besta dyggð kvenna sé umönnun og gæska. Að leiða, þrí­fa, fæða, klæða, hugga og hrósa.

Það er þessi „mýkt“ sem er sögð konum eðl­is­læg. Raunin er aftur á móti sú að þessir eig­in­leikar eru lærð hegðun og hæfni sem sam­fé­lagið leggst á eitt við að þroska í stúlkum og kon­um. Enda eru þetta frá­bærir hæfi­leikar og ómet­an­leg­ir, hvort sem það er innan heim­ilis eða á vinnu­mark­aði. Raunar eru þeir bein­línis nauð­syn­legir til að sinna flestum störfum sam­fé­lags­ins.

Auglýsing

Virð­is­matið er aftur á móti ramm­skakkt. Við erum þakk­lát konum með þessa hæfni og sér­hæf­ingu en við þrá­umst við að meta hana til tekna. Starfs­stéttir þar sem konur eru í meiri­hluta koma verst út úr launa­sam­an­burði ár eftir ár. Sam­kvæmt nýrri skýrslu for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins um verð­mæta­mat kvenna­starfa eru 72% kvenna í þeim atvinnu­greinum sem eru á lægri helm­ingi launa­ska­l­ans á vinnu­mark­aði, en karlar eru 75% þeirra sem vinna störfin í efri helm­ingnum „Hefð­bundin kvenna­störf“ bera með sér for­skrift ómál­efna­legrar mis­mun­un­ar. Þar má reikna með að launin séu jafn rýr og vinnan telst „mjúk“. Van­greiðslan er við­ur­kennd eins og ein­hvers konar nátt­úru­lög­mál. Þessu þarf að breyta, því það eru þrátt fyrir allt til leiðir til að meta „ómet­an­lega“ kosti til launa.

Í fyrr­nefndri skýrslu for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins eru lagðar til aðgerðir til að meta þessa „mjúku“ hæfni sem jafnan er til­einkuð konum til tekna. Hvað ætli ger­ist ef þættir eins og sam­hygð, inn­sæi, geta til teym­is­vinnu og árangur í mann­legum sam­skiptum við ólíka ein­stak­linga og hópa yrðu hluti af raun­veru­legu verð­mæta­mati? Við myndum fá rétt­lát­ara sam­fé­lag.

Konur eiga ekki að þurfa að ganga út kl. 15:10 á kvenna­frídeg­inum 24. októ­ber ár hvert til að krefj­ast betri kjara og sann­virðis á starfs­hæfi­leik­um, menntun og reynslu. Sam­fé­lagið verður að ráð­ast í mark­vissar aðgerðir til að jafna laun, tæki­færi, ævi­tekj­ur, líf­eyr­is­rétt­indi og meta raun­veru­legt virði starfa. Kostir eins og sam­hygð, inn­sæi og mann­leg sam­skipti skipta máli. „Mýkt­in“ er nauð­syn­leg á vinnu­mark­aði og hana ber að meta til launa. Hún er ekki kynj­aður kost­ur, hún er nauð­syn­leg krafa og þannig eðli­leg og sjálf­sögð breyta í mati til launa. Kjör fólks á að meta á sann­gjörn­um, hlut­lægum og mál­efna­legum grunni. Ekki á kyni.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ekki yfirgefa kettina ykkar ef þeir veikjast, segir höfundur rannsóknarinnar. Hugsið enn betur um þá í veikindunum en gætið að sóttvörnum.
Staðfest: Köttur smitaði manneskju af COVID-19
Teymi vísindamanna segist hafa staðfest fyrsta smit af COVID-19 frá heimilisketti í manneskju. Þeir eru undrandi á að það hafi tekið svo langan tíma frá upphafi faraldursins til sanna að slíkt smit geti átt sér stað.
Kjarninn 29. júní 2022
Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Það sem Trump vissi
Forseti Bandaríkjanna reyndi með valdi að ná stjórn á bíl, vildi að vopnuðum lýð yrði hleypt inn á samkomu við Hvíta húsið og sagði varaforseta sinn eiga skilið að hrópað væri „hengið hann!“ Þáttur Donalds Trump í árásinni í Washington er að skýrast.
Kjarninn 29. júní 2022
Óskar Guðmundsson
Hugmynd að nýju launakerfi öryrkja
Kjarninn 29. júní 2022
Þau Auður Arnardóttir og Þröstu Olaf Sigurjónsson hafa rannsakað hvaða áhrif kynjakvóti í stjörnum hefur haft á starfsemi innan þeirra.
Kynjakvóti leitt til betri stjórnarhátta og bætt ákvarðanatöku
Rannsókn á áhrifum kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja bendir til að umfjöllunarefnin við stjórnarborðið séu fjölbreyttari en áður. Stjórnarformenn eru almennt jákvæðari í garð kynjakvóta en almennir stjórnarmenn.
Kjarninn 29. júní 2022
KR-svæði framtíðarinnar?
Nágrannar töldu sumir þörf á 400 bílastæðum í kjallara undir nýjum KR-velli
Íþróttasvæði KR í Vesturbænum mun taka stórtækum breytingum samkvæmt nýsamþykktu deiliskipulagi, sem gerir ráð fyrir byggingu hundrað íbúða við nýjan knattspyrnuvöll félagsins. Nágrannar hafa sumir miklar áhyggjur af bílastæðamálum.
Kjarninn 29. júní 2022
Landsvirkjun áformar að stækka þrjár virkjanir á Þjórsár-Tungnaársvæðinu: Sigölduvirkjun, Vatnsfellsvirkjun og Hrauneyjafossvirkjun.
Landsvirkjun afhendir ekki arðsemismat
Landsvirkjun segir að þrátt fyrir að áformaðar stækkanir virkjana á Þjórsársvæði muni ekki skila meiri orku séu framkvæmdirnar arðbærar. Fyrirtækið vill hins vegar ekki afhenda Kjarnanum arðsemisútreikningana.
Kjarninn 29. júní 2022
Húsnæðiskostnaður er stærsti áhrifaþátturinn í hækkun verðbólgunnar á milli mánaða, en án húsnæðisliðsins mælist verðbólga nú 6,5 prósent.
Verðbólgan mælist 8,8 prósent í júní
Fara þarf aftur til októbermánaðar árið 2009 til þess að finna meiri verðbólgu en nú mælist á Íslandi. Hækkandi húsnæðiskostnaður og bensín- og olíuverð eru helstu áhrifaþættir hækkunar frá fyrri mánuði, er verðbólgan mældist 7,6 prósent.
Kjarninn 29. júní 2022
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 26. þáttur: Stjórnvaldstækni ríkisvaldsins og „vofa“ móðurinnar móta karlmennskuvitund ungra flóttamanna
Kjarninn 29. júní 2022
Meira úr sama flokki