Af kynjuðum kostum

Formaður BHM skrifar í tilefni kvennafrídagsins.

Auglýsing

Hún var gædd ómet­an­legum kost­um, lét sér annt um aðra, var dug­leg, ósér­hlífin og gest­ris­in.

Eitt ein­kenni minn­ing­ar­greina um konur er að þær eru oft mærðar fyrir gott hjarta­lag og fórnir . Mun sjaldnar er þeim hrósað fyrir hug­vit, hörku, útsjón­ar­semi, ákveðni eða við­líka þætti. Ástæðan er síður en svo að þær búi ekki yfir þessum kost­um. Sam­fé­lagið virð­ist hins vegar fast í þeirri hugsun að æðsta og besta dyggð kvenna sé umönnun og gæska. Að leiða, þrí­fa, fæða, klæða, hugga og hrósa.

Það er þessi „mýkt“ sem er sögð konum eðl­is­læg. Raunin er aftur á móti sú að þessir eig­in­leikar eru lærð hegðun og hæfni sem sam­fé­lagið leggst á eitt við að þroska í stúlkum og kon­um. Enda eru þetta frá­bærir hæfi­leikar og ómet­an­leg­ir, hvort sem það er innan heim­ilis eða á vinnu­mark­aði. Raunar eru þeir bein­línis nauð­syn­legir til að sinna flestum störfum sam­fé­lags­ins.

Auglýsing

Virð­is­matið er aftur á móti ramm­skakkt. Við erum þakk­lát konum með þessa hæfni og sér­hæf­ingu en við þrá­umst við að meta hana til tekna. Starfs­stéttir þar sem konur eru í meiri­hluta koma verst út úr launa­sam­an­burði ár eftir ár. Sam­kvæmt nýrri skýrslu for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins um verð­mæta­mat kvenna­starfa eru 72% kvenna í þeim atvinnu­greinum sem eru á lægri helm­ingi launa­ska­l­ans á vinnu­mark­aði, en karlar eru 75% þeirra sem vinna störfin í efri helm­ingnum „Hefð­bundin kvenna­störf“ bera með sér for­skrift ómál­efna­legrar mis­mun­un­ar. Þar má reikna með að launin séu jafn rýr og vinnan telst „mjúk“. Van­greiðslan er við­ur­kennd eins og ein­hvers konar nátt­úru­lög­mál. Þessu þarf að breyta, því það eru þrátt fyrir allt til leiðir til að meta „ómet­an­lega“ kosti til launa.

Í fyrr­nefndri skýrslu for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins eru lagðar til aðgerðir til að meta þessa „mjúku“ hæfni sem jafnan er til­einkuð konum til tekna. Hvað ætli ger­ist ef þættir eins og sam­hygð, inn­sæi, geta til teym­is­vinnu og árangur í mann­legum sam­skiptum við ólíka ein­stak­linga og hópa yrðu hluti af raun­veru­legu verð­mæta­mati? Við myndum fá rétt­lát­ara sam­fé­lag.

Konur eiga ekki að þurfa að ganga út kl. 15:10 á kvenna­frídeg­inum 24. októ­ber ár hvert til að krefj­ast betri kjara og sann­virðis á starfs­hæfi­leik­um, menntun og reynslu. Sam­fé­lagið verður að ráð­ast í mark­vissar aðgerðir til að jafna laun, tæki­færi, ævi­tekj­ur, líf­eyr­is­rétt­indi og meta raun­veru­legt virði starfa. Kostir eins og sam­hygð, inn­sæi og mann­leg sam­skipti skipta máli. „Mýkt­in“ er nauð­syn­leg á vinnu­mark­aði og hana ber að meta til launa. Hún er ekki kynj­aður kost­ur, hún er nauð­syn­leg krafa og þannig eðli­leg og sjálf­sögð breyta í mati til launa. Kjör fólks á að meta á sann­gjörn­um, hlut­lægum og mál­efna­legum grunni. Ekki á kyni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
„Umhverfismálin eiga að vera alls staðar“
Katrín Jakobsdóttir segist horfa á boðaða stækkun Vatnajökulsþjóðgarðar sem áfanga í átt að þjóðgarði á borð við hálendisþjóðgarðinn, sem bakkað er með í nýja stjórnarsáttmálanum. Kjarninn ræddi umhverfismál við Katrínu í gær.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Bólusetningarvottorð gildi aðeins í níu mánuði
Stjórn Evrópusambandsins hefur lagt til að bólusetningarvottorð gildi í níu mánuði í stað tólf. Örvunarskammtur framlengi svo gildistímann.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Íslenska heilbrigðiskerfið: Áskoranir og framtíðin
Kjarninn 29. nóvember 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson er nýr ráðherra umhverfis-, loftslags- og orkumála. Landvernd segir að það verði erfitt að gæta hagsmuna náttúrunnar og fara með orkumálin á sama tíma.
Landvernd segir „stríðsyfirlýsingu“ að finna í stjórnarsáttmálanum
Stjórn Landverndar gagnrýnir áform ríkisstjórnarinnar um breytta rammaáætlun, sérstök vindorkulög og flutning orkumála inn í umhverfisráðuneytið, í yfirlýsingu í dag.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Róbert Marshall upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Innsláttarvilla í Stjórnartíðindum hafði engin lögformleg áhrif
Guðlaugur Þór Þórðarson verður ekki ráðherra lista og menningarmála auk þess að fara með umhverfismál í nýrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Innsláttarvilla á vef Stjórnartíðinda gaf ranglega til kynna að svo yrði, en hún hafði engin lögformleg áhrif.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Á meðal þeirra geira sem þurfa á mörgum starfsmönnum að halda er byggingageirinn.
18 þúsund störf töpuðust í faraldrinum en 16.700 ný hafa orðið til
Seðlabankinn segir óvíst að hve miklu leyti ráðningarsamböndum sem byggjast á ráðningarstyrkjum verði viðhaldið, en þeir renna flestir út nú undir lok árs. Kannanir bendi þó til þess að störfum muni halda áfram að fjölga.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir.
Fjölmiðlar undir atvinnuvegaráðuneyti og þjóðarleikvangar færast til
Miklar tilfærslur eru á málaflokkum milli ráðuneyta í nýrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Samkvæmt forsetaúrskurði heyrir fjölmiðlar undir atvinnuvegaráðuneytið og nýtt ráðuneyti fer með málefni þjóðarleikvanga.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins á Kjarvalsstöðum í gær.
„Engin áform“ um að ríkið auki rekstrarframlög með tilkomu Borgarlínu
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segist ekki sjá fyrir sér að ríkið auki framlög sín til rekstrar almenningssamgangna höfuðborgarsvæðisins, eins og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og Strætó bs. hafa kallað eftir.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Meira úr sama flokki