Árið 2014: Hin ógerlega þjóðarsátt?

14079727391-30106ea5ce-z.jpg
Auglýsing

Kristrún Heim­is­dótt­ir, lög­fræð­ingur og fyrrum fram­kvæmda­stjóri Sam­taka iðn­að­ar­ins, skrifar um kjara­mál og þá bar­áttu sem framundan er í þeim.

Nú þegar hin goð­sagna­kennda þjóð­ar­sátt á vinnu­mark­aði fagnar brátt ald­ar­fjórð­ungs­af­mæli er hún ákaft ákölluð þjóð­inni til bjargar frá átök­um, verk­föll­um, harðri ágjöf í rekstri fyr­ir­tækja og háska­legu ójafn­vægi í hag­stjórn.

Kristrún Heimisdóttir. Kristrún Heim­is­dótt­ir.

Auglýsing

Það heyr­ist hins vegar lítið sem ekk­ert um það hverju þjóð­ar­sátt nú geti skilað vinn­andi fólki. Afhverju ætli það sé? Setjum okkur í spor for­manns í verka­lýðs­fé­lagi: Hvað þarf hún til að geta lýst yfir sigri í samn­ing­um? Á Þor­láks­messu fékk hluti almenn­ings gjöf frá skatt­greið­endum – allt að fjórum millj­ónum var færð þeim að gjöf sem höfðu mest tekið að láni. Hvað ætli þurfi að reikna saman núvirði margra kjara­samn­inga aftur í tím­ann til að ná 4 millj­óna auðgun með­al­manns? Það er ekk­ert gef­ins segja menn við samn­inga­borð á vinnu­mark­aði. En hverju vilja menn ná þar fram?

Aðilar vinnu­mark­aðar gætu tekið for­ystu um nýtt mat á aðstæðum og gert snjallar grund­vall­ar­breytngar sem gagn­ast ótví­rætt heild­inni – ef rík­is­stjórnin stæði með þeim. Veru­leik­inn er hins vegar sá að milli rík­is­stjórnar og aðila vinnu­mark­aðar ríkir van­traust og á köflum algjör trún­að­ar­brest­ur. Hin fræga sam­still­ing þar sem allir róa í sömu átt í hag­stjórn­inni er ekki mark­mið allra jafnt heldur reynir for­ystu­fólk atvinnu­lífs­ins eins og drukkn­andi maður að kom­ast í land svo sáttin á vinnu­mark­aði lifi af 25 ára afmæl­ið.

Er þá nóg fyrir for­mann verka­lýðs­fé­lags að lýsa varn­ar­sigri? Hvaða kjör þarf hann að verja svo félag­arnir sem kjósa um samn­ing­ana segi já? Sam­an­burð­ar­stöðu við ein­hverja aðra á vinnu­mark­aði? Hvenær er verk­fall fýsi­legur kost­ur?

Hvað tókst að gera 1990?Fyrir ári sömdu verka­lýðs­hreyf­ing og atvinnu­rek­endur á grund­velli þess sam­eig­in­lega skiln­ings að lág verð­bólga væri höf­uð­mark­mið. Það mark­mið hefur náðst eins og allir vita, en samt hefur frið­ur­inn glat­ast. Yfir­lýs­ingar bæði Sam­taka atvinnu­lífs­ins og Alþýðu­sam­bands Íslands síð­ustu vikur hafa verið ein­stak­lega gagn­rýnar á sam­skipta- og stefnu­leysi rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Margir spá meiri verk­föllum en sést hafa í ára­tugi á almennum mark­aði.

Allir vita að þjóð­ar­sátt­ar­samn­ing­arnir 1990 höfðu lyk­ilá­hrif til þess að kippa úr sam­bandi sífelldum víta­hring launa­hækk­ana, verð­bólgu og gengisfellinga.

Allir vita að þjóð­ar­sátt­ar­samn­ing­arnir 1990 höfðu lyk­ilá­hrif til þess að kippa úr sam­bandi sífelldum víta­hring launa­hækk­ana, verð­bólgu og geng­is­fell­inga. Gagn heild­ar­innar af þess­ari aðgerð var ótví­rætt, það er auk­inn kaup­máttur launa­fólks yfir lín­una og heil­brigð­ara jafn­vægi atvinnu­veg­anna yfir lín­una, því hags­munir útgerð­ar­innar einir hættu að ráða öllu um gengi krón­unn­ar. Auð­vitað réðu líka miklu ytri aðstæður hag­stjórnar ekki síst efn­hags­sramun­inn við Evr­ópu.

Oft er þetta kallað að hafa „komið á stöð­ug­leika" og sú klisja var mest not­aði póli­tískri fras­inn öll árin sem hlóðu upp ójafn­væg­inu sem varð að hrun­in­u.  Þess­vegna er klisjan úrelt.  Sígildi lær­dóm­ur­inn af hinni 25 ára þjóð­ar­sátt er hins vegar að með snjallri sam­eig­in­legri aðgerð er hægt að skilja við vondan arf for­tíð­ar. Eins og þá var gert.  Sú verð­bólgu­vél kemur aldrei aftur en ójafn­vægi verður til af öðrum völdum - nýrri víta­hringum sem bíða þess að vera teknir úr sam­bandi af snjöllu samn­ings­vilj­ugu fólki.

Sú verð­bólgu­vél kemur aldrei aftur en ójafn­vægi verður til af öðrum völdum - nýrri víta­hringum sem bíða þess að vera teknir úr sam­bandi af snjöllu samn­ings­vilj­ugu fólki.

Þjóð­ar­sáttin 1990 skóp frið á vinnu­mark­aði, gagn­kvæman skiln­ing verka­lýðs­hreyf­ingar og atvinnu­rek­enda á því hverju kjara­samn­inga­gerð gæti skilað í heild­ar­sam­hengi hag­stjórnar í land­inu. Og rík­is­stjórnir spil­uðu með. Þannig er orðið þjóð­ar­sátt enn notað – um þann ein­falda hlut að taka samn­inga fram yfir deilur enda sé það til skýrs ávinn­ings fyrir alla.

Viðjar vondra vanaSíðan eru liðin 25 ár með gjör­breyt­ingu á sam­setn­ingu hag­kerf­is­ins, á rekstr­ar­legum tengslum fyr­ir­tækja við útlönd í gegnum erlenda rekstr­ar­mynt, eign­ar­hald eða ann­að, gjör­breyttu hag­stjórn­ar­um­hverfi íslenskra stjórn­valda og nýju óskýru heims­á­standi. Allar þessar stór­felldu breyt­ingar á aðstæðum verður að taka inn í mynd­ina til að ná mark­mið­inu um nýjan frið.

Það er morg­un­ljóst að þangað erum við ekki kom­in. Ólíkt ríkjum Norð­ur­landa sem end­ur­skil­greindu hag­stjórn­ar­verk­efni sín og aðferðir í kjöl­far hrika­legra fjár­málakreppa þar 1992-94 og búa að því fram á þennan dag, státar Ísland – sjö árum frá hruni – ekki enn af neinni snjallri grund­vall­ar­breyt­ingu í hag­stjórn né skýrri nýrri stjórn­mála­sýn um það hvert Ísland vill kom­ast.

Þetta skapar tóma­rúm og pópúl­ismi og öskr­andi átök um auka­at­riði tröll­ríða þjóð­fé­lags­um­ræð­unni í stað­inn. Um þetta er rætt í öllum hornum sam­fé­lags­ins, fólk notar mis­mun­andi orð og kennir um ólík­ustu aðilum eftir því hvar í liði það sjálft stendur en kjarni máls­ins er að Íslands óham­ingju varð að vopni, ólíkt ríkjum Norð­ur­landa, að breyta fjár­málakreppu í stjórn­mála- og sam­fé­lags­kreppu sem sér ekki fyrir end­ann á þótt árin séu orðin sjö. Fyrsta lækna­verk­fall sög­unnar og váboð­arnir á vinnu­mark­aði eru ein birt­ing­ar­mynd af mörg­um.

Hverjir vilja frið á vinnu­mark­aði?Og þá er komið að mik­il­væg­ustu spurn­ing­unni og svarið við henni mun hafa mikil áhrif um langa fram­tíð á Íslandi: Hverjir vilja verja og við­halda þess­ari frið­ar­hefð og sam­vinnu á vinnu­mark­aði? Báðir for­menn rík­is­stjórn­ar­flokk­anna hafa sagt opin­ber­lega skýrt og skor­in­ort að stjórn­ar­stefna verði ekki ákveðin af aðilum vinnu­mark­að­ar.  Þeir halda sig í kaldri fjar­lægð og myndin af þeim að fagna áföngum með aðilum vinnu­mark­aðar hefur enn ekki birst.

ICELAND-POLITICS-VOTE „Báðir for­menn rík­is­stjórn­ar­flokk­anna hafa sagt opin­ber­lega skýrt og skor­in­ort að stjórn­ar­stefna verði ekki ákveðin af aðilum vinnu­mark­að­ar," segir Kristrún Heim­is­dótt­ir.

Vilji þeir verja og við­halda frið­ar­hefð­inni hermir upp á þá að gera það öllum ljóst. Fram til þessa hafa skila­boðin verið skýr um að þeiri vilji veikja stöðu aðila vinnu­mark­aðar og þar með styrkja sína eig­in. Þarna eiga þeir nokkra fyr­ir­mynd í vinstri­st­jórn­inni sem jafn­vel mið­stjórn­ar­menn í ASÍ töldu á end­anum allt svíkja og atvinnu­rek­endur upp­lifðu vítt yfir sem fjand­sam­lega. Þegar ryk­mökk­ur­inn af banka­hruni var sem þétt­astur greindi AGS aðeins einn óbrot­inn styrk­leika í efn­hags­kerfi lands­ins og það var frið­ar­hefðin á vinnu­mark­aði. Aldrei heyrði ég neinn vera ósam­mála því mati. Hverjir vilja verja og við­halda frið­ar­hefð­inni?

Völdun hags­muna heftir hag­stjórn­inaHættan er sú að atvinnu­lífið hrökkvi í gamlar skot­grafir flokks­bund­inna hags­muna, menn taki mark­visst að sækja dús­ur, sporslur og for­rétt­indi til til handa ein­stökum sterkum fyr­ir­tækjum eða eigna­blokkum og heild­ar­sýn­in  gufi upp. Rík­is­stjórnin býður aftur og aftur upp í slíkan dans ófeimin fyrir allra aug­um.

Báðir flokks­for­menn­irnir hafa dansað með völd sín handan vand­aðra stjórn­ar­hátta og gefið skýr sýni­leg skila­boð um að vinir þeirra njóti for­gangs og sér­rétt­inda. Útboðs­regl­ur, gegnsæ sölu­ferli, úthlut­un­ar­reglur rík­is­fjár láta menn ekki flækj­ast fyrir sér s.s. salan á Borg­un, stuðn­ingur við stjórn­ar­for­mann FME, Norð­vest­ur­nefnd og óboð­leg með­ferð fjár­laga­heim­ilda í for­sæt­is­ráðu­neyti sýna glöggt og feimn­is­laust. Fagráð­herrar sinna atvinnu­vegum á hefð­bund­inn hátt og ýmsir ágæt­lega en for­ysta rík­is­stjórnar virðir ekki hefð þjóð­ar­sátt­ar­inn­ar. Það þýðir að við mótun og fram­kvæmd hag­stjórn­ar­stefn­unnar kærir rík­is­stjórnin sig ekki um þá meg­in­stoð sem þjóð­ar­sátt­ar­mód­elið – þrí­hliða sam­starf á vinnu­mark­aði er.

For­sæt­is­ráð­herra nýtti hvorki árs­fundi Við­skipta­ráðs né SA 2014 til að svara ákalli atvinnu­lífs­ins um heild­stæða fram­tíð­ar­sýn. Ekki heldu félags­mála­ráð­herra á árs­þingi ASÍ.

Hvernig á að lýsa mark­miðum og fram­kvæmd hag­stjórn­ar­stefnu Íslands sjö árum eftir hrun? For­sæt­is­ráð­herra nýtti hvorki árs­fundi Við­skipta­ráðs né SA 2014 til að svara ákalli atvinnu­lífs­ins um heild­stæða fram­tíð­ar­sýn. Ekki heldu félags­mála­ráð­herra á árs­þingi ASÍ. Á haust­mán­uðum fylltu áhrifa­menn í Sjálf­stæð­is­flokkn­um, banka­kerf­inu og aðdá­endur Við­reisn­ar­stjórn­innar hátíð­ar­sal Háskóla Íslands á minn­ing­ar­fyr­ir­lestri um Jónas Haralz. Aðal­ræðu­mað­ur­inn Bjarni Bene­dikts­son tal­aði um afnám hafta án eld­móðs, ástríðu eða nýrra hug­mynda. Það var eins og engum tíma né hugsun hefði verið varið til að semja ræð­una af hans fólki. Und­ar­lega slæm nýt­ing á gullnu tæki­færi til að marka fram­tíð­ar­sýn fyrir hóp sem var kom­inn til að heyra hana.

Hag­stjórn­ar­stíll­inn er sjálfur í höftum innri átaka í rík­is­stjórn­inni og stöðu­bar­áttu hags­munafla að baki henni. Tím­inn sem lið­inn er við und­ir­bún­ing afnáms hafta var í raun tím­inn sem þurfti til að þreyta Fram­sókn­ar­menn í box­hringn­um. Hnefa­leika­keppni fór einnig fram á Arn­ar­hóli milli liða fjár­mála-, for­sæt­is­ráðu­neytis og Seðla­bank­ans um banka­stjór­ann. Mjög lang­dregin þar til for­seti Íslands dæmdi tækni­sig­ur.

Aðilar vinnu­mark­aðar hafa heild­stæð­ari sýnHvert stefnir Ísland? Hvað er hægt að gera til að semja nýjan frið á vinnu­mark­aði.

Fyrsta aug­ljósa skil­yrðið er að almenn­ingur geti séð og fundið að gerðir samn­ingar gagn­ist heild­inni – og sjálfum sér þar með. Til þess þarf heild­stæða stefnu sem vekur nægt traust til að félags­lega ábyrgt fólk geri mála­miðl­anir og semji. Til þess þarf mik­inn styrk og oft per­sónu­lega áhættu. Ágjöfin getur orðið brot­sjór og aðfarir óvægn­ar,

Ytri aðstæður í heim­inum hafa að ýmsu leiti hjálpað íslensku hag­kerfi. Mak­ríll og túristar komu og olíu­verðs­lækkun hjálp­ar. Hag­vöxt­ur­inn sem hófst strax 2010-11 hefur á dul­ar­fullan hátt horfið af mælum Hag­stof­unn­ar. Hið eina sem allir slá föstu er að hann er sann­ar­lega minni sem spáð var. Heilt yfir er Ísland ekki búið að vinna úr hrun­inu, hefur þó náð mark­verðum bata en bæði ytri og innri áhættur krefj­ast snjallr­ar, sam­hæfðrar festu í hag­stjórn þar sem allir róa í sömu átt.

Síð­ustu miss­eri hefur það tekið á sig verstu ein­kenni Ices­a­ve-af­greiðsl­unnar þ.e. leynd og áróð­urs­stríð.Það væri heil­brigð­ara umhverfi og lík­legra til afreka fyrir íslenska hags­muni ræða mark­miðin opið og heið­ar­lega við þjóðina.

Tengsl við útlönd eða með öðrum orðum þær samn­inga­við­ræður sem nú eru hafnar við erlenda kröfu­hafa og stjórn­ar­að­gerðir þar um t.d. laga­setn­ing um útgöngu­skatt er krefj­andi verk­efni sem mun hafa áhrif á stöðu lands­ins um langa fram­tíð. Síð­ustu miss­eri hefur það tekið á sig verstu ein­kenni Ices­a­ve-af­greiðsl­unnar þ.e. leynd og áróð­urs­stríð.Það væri heil­brigð­ara umhverfi og lík­legra til afreka fyrir íslenska hags­muni ræða mark­miðin opið og heið­ar­lega við þjóð­ina.

Aðilar vinnu­mark­aðar og Við­skipta­ráð stóðu á for­dæma­lausan hátt öll saman að gerð skýrslu um stöðu aðild­ar­við­ræðna við ESB á árinu og hvöttu skýrt og ákveðið til þess að samn­inga­við­ræðum yrði lok­ið. Um leið og rík­is­stjórnin læsir á þessa umræðu fæst heldur ekki rædd fram­tíð gjald­mið­ils né utan­rík­is­versl­unar og hið tvö­falda hag­kerfi stór­fyr­ir­tækja sem starfa í Evrum og almenn­ings sem gerir það ekki heldur áfram að grafa undan jafn­vægi á vinnu­mark­aði. Lækna­verk­fallið er for­boði þess sem koma skal.

Aðilar vinnu­mark­aðar hafa sam­eig­in­legan skiln­ing á fleiri þáttum hag­stjórn­ar­innar og fram­tíð­ar­stefnu lands­ins en þeir tveir flokkar sem sitja saman í rík­is­stjórn. Flokk­arnir tveir hafa hins vegar form­gert rík­is­vald í sinni hendi og sýna skýrt að beit­ing þess muni ekki ein­kenn­ast af sam­vinnu og sam­ráði heldur vald­stjórn. Jafn­vel Morg­un­blaðið hefur oft á síð­ustu mán­uðum oft föð­ur­lega óskað þess að óreyndir ráð­herrar sýni meira öryggi í beit­ingu rík­is­valds­ins en hrasi sjaldn­ar. Furðu erf­ið­lega hefur gengið að koma ákvörð­unum til réttrar fram­kvæmd­ar.

 Ríkar vænt­ingar um að á atvinnu­lífið yrði hlustaðSam­ráðs­vett­vangur stjórn­valda sem settur var á stofn á grund­velli McK­insey skýrsl­unnar skap­aði ríkar vænt­ingar atvinnu­lífs­ins um að á það yrði hlustað og vönd­uðum vinnu­brögðum beitt til að skapa nýjar lausnir og tæki­færi á Íslandi og losna undan vondum for­tíð­ar­arfi. Íslenski hóp­ur­inn sem stóð að skýrsl­unni tók alvar­lega reynslu sína sem ráð­gjafar stjórn­valda í hrun­inu og gengu hreint til verks. Það raskaði ró nokk­urra heil­agra kúa­búa og stað­reyndin er að vett­vang­ur­inn er fóta­laus og lamað­ur. Alltof fram­sækin og heild­stæður fyrir hags­muna­að­ila að baki rík­is­stjórn­inni.

Annað fóta­laust risa­fyr­ir­bæri sem ógnar stöðu rík­is­fjár­mála og lamar mörkun hús­næð­is­stefnu í land­inu er Íbúða­lána­sjóð­ur. Þar er eng­inn dans því stjórn­ar­stefnan nær ekki að móta eitt dan­spor hvað þá fleiri.

Fjár­fest­ing í innviðum sam­fé­lags­ins liggur niðri. Engar stofn­fram­kvæmdir í vega­kerf­inu eru enn farnar af stað. Heil­brigð­is­kerfið er kvíða­valdur almenn­ings. AGS segir rík­is­stjórn­inni í splunku­nýrri skýrslu að tíma­bært sé að huga að fjár­fest­ingu og upp­bygg­ingu inn­viða. Hvernig verður það gert?

Brú­arsmiðirMorg­un­ljóst er að óbreyttur stíll og stefnumið rík­is­stjórnar felur í sér að friði á vinnu­mark­aði er fórn­að. Brú­arsmiðir eru ekki studdir heldur brú­ar­stólp­unum spark­að. Ef rík­is­stjórnin telur mark­miðum sínum betur borgið með ófriði á vinnu­mark­aði setur það mark­mið hennar undir skarpa smá­sjá. Gengur það verk­efni fyrir að raða rétt upp per­sónum og leik­endum með aðgang að stöðu og völd­um? Stjórn­mála­flokkar ráða sem slíkir ekki við algert for­ræði á hag­stjórn í nokkru landi. Enda tíðkast slíkt kerfi hvergi nema í ófrjálsum frum­stæðum ein­ræð­is­ríkj­um.

Síð­asta vor átti ég mjög eft­ir­minni­legar sam­ræður yfir máls­verði með fram­kvæmda­stjórum atvinnu­rek­enda­sam­taka í Skand­ínavíu. Fátt fólk - opið og ein­lægt sam­tal. Nor­ræna mód­elið er í stór­kost­legri hættu sögðu all­ir. Frjáls­lynt stjórn­ar­far opinna við­skipta er í stór­kost­legri hættu. Við vorum stödd í Kaup­manna­höfn þar sem þjóð­ern­ispópúlistar geist­ust fram í Evr­ópu­kosn­ing­um. Í Nor­egi var Fram­fara­flokk­ur­inn kom­inn í stjórn. Í Sví­þjóð stefndi í fall hægri­st­jórnar vegna fram­sóknar Sví­þjóð­ar­demókrata. Þetta voru ekki sam­ræður um venju­lega póli­tík á venju­legum tímum heldur stöðu­mat og sam­an­burður á ógnum við far­sæla skipan sam­fé­laga á Norð­ur­lönd­um. "Við hefðum aldrei trúað að hingað yrðum við kom­in" var sagt aftur og aft­ur.

Allt hefur þetta fólk beitt sér af krafti til að verja frið á vinnu­mark­aði og þrí­hliða mód­elin fela í öllum ríkjum Norð­ur­landa í sér mun tempraðra vald rík­is­stjórna en hér tíðkast. Margar heim­ildir segja frá Bo Lund­gren sem var fjár­mála­ráð­herra hægri­st­jórn­ar­innar í sænsku banka­krepp­unni og fékk í heim­sókn full­trúa eins stærsta bank­ans og vildi sá fyr­ir­greiðslu vegna flokks­tengsla. Bo Lund­gren svar­aði að þessi vandi hans kæmi sér ekki við.

Góð kerfi geta skapað sigraFriður á vinnu­mark­aði bygg­ist á kerfi sem and­stæðar fylk­ingar gang­ast inn á að treysta fyrir æðri hags­muni heild­ar­inn­ar. Svar Bo Lund­grens er ein­kenn­andi fyrir stjórn­kerfi sem upp­fyllir það hlut­verk að hag­stjórn sé ávallt fyrir heild­ina.

Á Íslandi er meira að segja orðið kerfi nán­ast skammar­yrði og stjórn­kerfið oft óvarið fyrir flokka­dráttum og liðs­skipt­ingu. Þetta úti­lokar árang­ur.

 

„Sigur Íslands á Hollandi á Laugardalsvelli í haust var einstæður og stórsögulegur atburður ekki af því að sigurinn vannst heldur hvernig hann vannst, „Sigur Íslands á Hollandi á Laug­ar­dals­velli í haust var ein­stæður og stór­sögu­legur atburður ekki af því að sig­ur­inn vannst heldur hvernig hann vann­st," segir Kristrún Heim­is­dótt­ir.

Sigur Íslands á Hollandi á Laug­ar­dals­velli í haust var ein­stæður og stór­sögu­legur atburður ekki af því að sig­ur­inn vannst heldur hvernig hann vannst.  Því réð hvorki heppni né dags­form, ekki ein­stak­lings­risp­ur, brott­rekstr­ar, gróf brot, fauta­skapur né vont veð­ur. Sig­ur­inn vannst á þaul­hugs­uðu og frá­bær­lega fram­kvæmdu leik­skipu­lagi – kerfi sem íslenska liðs­heildin fylgdi af full­komnum aga og leik­gleði. Hver leik­maður skildi hlut­verk sitt og upp­fyllti það jafnt í vörn og sókn.

Hóg­væri tann­lækn­ir­inn Heimir Hall­gríms­son úr Vest­manna­eyjum veitti for­ystu íslensku liði með sænskan kerf­is­stjóra og þeir sigr­uðu sjálfa höf­unda total foot­ball, þriðju sterk­ustu knatt­spyrnu­þjóð heims – á leikk­erf­inu.

Gengu svo af velli eins og ekk­ert hefði gerst í full­vissu um að Ísland geti verið í heimsklassa ef það vill.

 

Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
Kjarninn 20. september 2019
Hrun fuglastofna í Norður-Ameríku vekur upp spurningar
Ný grein í Science greinir frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á fuglalífi í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. september 2019
Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þá vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða tæp 18 prósent.
Kjarninn 19. september 2019
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiÁlit
None