Árið 2014: Stríð og friður í Evrópu

ukraina1.jpg
Auglýsing

Auð­unn Atla­son er fasta­full­trúi Íslands hjá Örygg­is- og sam­vinnu­stofnun Evr­ópu, og hefur á árinu 2014 haft ein­stak inn­sýn í utan­rík­is­póli­tíska heims­við­burði í Aust­ur-­Evr­ópu. Hann skrifa hér um spenn­una í Úkra­ínu og nágrenni og hvernig hún birt­ist okkur á árinu.

Sum­arið 2012 var Evr­ópu­mótið í fót­bolta haldið í Pól­landi og Úkra­ínu. Þá horfðum við Íslend­ingar – og hálf heims­byggðin – á þá Ron­aldo, Pir­lo, Torres og fleiri leika listir sínar í Donetsk en í Úkra­ínu var einnig spilað í borg­unum Kharkiv, Kiev og Lviv. Goð­sögnin Andriy Shevchenko fór fyrir sínum mönnum í úkra­ínska lið­inu sem komst ekki upp úr riðl­inum þrátt fyrir góðan sigur á Sví­þjóð og hetju­lega bar­áttu gegn Frökkum og Englandi.

audunn-atlason-150x150 Auð­unn Atla­son.

Auglýsing

Þetta var fyrir aðeins tveimur og hálfu ári. Í dag eru engir ferða­menn í Úkra­ínu. Á sama stað og tug­þús­undir knatt­spyrnu­á­huga­manna frá allri Evr­ópu sátu og sungu og fylgd­ust með fót­bolta er nú stór­hættu­legt að vera á ferli. Það geisar stríð. Krím­skagi er ekki lengur hluti af Úkra­ínu. Hart hefur verið barist á hern­að­ar­lega mik­il­vægum svæðum í Donetsk og Luhansk í aust­ur­hluta lands­ins þrátt fyrir að form­lega sé vopna­hlé.

Að mínu mati eru stríðs­á­tökin í Úkra­ínu stærsta málið á alþjóða­vett­vangi á árinu. Margir héldu að hern­að­ar­á­tök í Evr­ópu væru óhugs­andi á 21. öld. Það reynd­ist ekki rétt. Í mars sem leið breyttu Rússar landa­mærum með her­valdi þegar þeir tóku yfir Krím­skaga. Þeir létu kné fylgja kviði og studdu og styðja enn víga­menn og aðskiln­að­ar­sinna með ráðum og dáð, vopnum og mann­skap.

Nið­ur­staðan er nöt­ur­leg.Tæp­lega 5000 manns hafa látið líf­ið, á annan tug þús­unda eru illa særðir og yfir milljón manna hefur þurft að yfir­gefa heim­ili sín og eru á flótta. Mikið af grunn­virki í þeim hér­uðum þar sem bar­dagar hafa geisað er í rúst og mun taka ára­tugi og ómældar fjár­hæðir að byggja upp á nýju.

Það hefðu fáir trúað því fyr­ir­fram að á árinu 2014 – einni öld frá því að fyrri heims­styrj­öldin braust út og 75 árum frá upp­hafi síð­ari heims­styrj­aldar – myndu  hern­að­ar­á­tök milli tveggja grann­ríkja hefj­ast í miðri Evr­ópu. Frá Vín er maður lengur í flugi til Dublin en til Don­bass, benti einn írskur kollegi minn á. Já, Úkra­ína er í Evr­ópu.

OLY-2014-RUSSIA-UKRAINE-EU-USA--POLITICS-DIPLOMACY

Mömmur á Mai­dan-­torg­inu



Ég var staddur í Kiev í des­em­ber fyrir rúmu ári síðan þegar Janúkó­vits fyrrum for­seti Úkra­ínu var enn við völd og áður en átökin brut­ust út. Hann hafði skömmu áður neitað að und­ir­rita fyr­ir­hug­aðan við­skipta- og sam­starfs­samn­ing Úkra­ínu við ESB og tekið boði Rúss­lands um aukið efna­hags­sam­starf, kaup á gasi o.fl. Fólk taldi sig svik­ið. Margir höfðu bundnir vonir um sam­vinnu við Evr­ópu og séð í því tæki­færi til að koma á breyt­ing­um, draga úr spill­ingu, efla mann­rétt­indi og lýð­ræði. Nú var verið að loka dyrum í vestur og lok­ast inni í austri.

Út brut­ust mikil mót­mæli. Þegar ég kom að kvöld­lagi á Mai­dan-­torgið í Kiev þá voru þar ekki ofbeld­is­fullir hægriöfga­menn eða flugu­menn CIA, eins og þáver­andi stjórn­völd héldu fram. Í nístandi kuld­anum var þarna venju­legt fólk, ungt fólk og gam­alt, mið­aldra, alls konar fólk. Mér varð hugsað til mömmu minnar sem fór hverjum laug­ar­degi niður á Aust­ur­völl í bús­á­halda­bylt­ing­unni á sínum tíma, henni rann blóðið til skyld­unn­ar.

Það var fullt af mömmum á Mai­dan­torg­inu. Í augum þeirra mátti skynja beyg en líka kjark og von. Ein­hver rétti mér tebolla og þakk­aði mér fyrir á bjag­aðri ensku að koma til Kiev á þess­ari ögur­stundu. Á ÖSE-fund­inum sem fór fram hinum megin í bænum lögðu utan­rík­is­ráð­herrar Evr­ópu­ríkja, þ. á m. Íslands, hart að stjórn­völdum í Kiev að virða rétt fólks til frið­sam­legra mót­mæla.

Á end­anum sauð upp úr – af beggja hálfu. Mót­mæl­endur tóku yfir stjórn­ar­bygg­ingar og kveiktu elda, óeirða­lög­reglan skaut á mann­fjöld­ann. Janúkó­víts flúði land. Við tók starfs­stjórn for­seta þings­ins. Rússar stóðu við stóru orðin um að stjórn­ar­skipti í Kiev myndu hafa afleið­ing­ar. Hinir svoköll­uðu „grænu karl­ar“ skutu upp koll­inum á Krím­skaga, þung­vopn­aðir sér­sveit­ar­menn sem áður höfðu sést í bæði Tsét­séníu og Georg­íu, og þeir lögðu undir sig hér­aðið með skipu­lögðum hætti. Í fram­hald­inu brut­ust út átök í aust­ur­hlut­an­um.

Flókið og ein­falt



Nú er þessi saga lengri og flókn­ari og á henni ýmsir angar – og ekki allir Rúss­landi í óhag. Rétti­lega hefur verið bent á að öfga­menn hafi verið meðal þeirra sem komust til valda í Kiev, liðs­menn Svoboda. Einnig voru um tíma uppi mis­ráðin áform um að stemma stigu við notkun rúss­nesku. Þó hið umdeilda tungu­mála­frum­varp hafi fljótt verið dregið til­baka virk­aði það engu að síður sem olía á eld­inn. Þá er hár­rétt að íbúar Úkra­ínu, einkum í aust­ur­hlut­an­um, eru síður en svo á einu máli um hvort betra sé að halla sér að austri eða vestri.

Átökin í Úkra­ínu eru því oft sögð vera marg­brotin og erfitt að henda reiður á orsökum og ástæð­um. Jú, mikil ósköp. En saga þjóða og milli­ríkja­sam­skipta er víð­ast hvar djúp og flók­in. Ekki síst þar sem fleiri en eitt tungu­mál er tal­að, þjóð­ar­brot mörg og landa­mæri fljót­andi, eins og raunin er svo víða í Evr­ópu. Efna­hags­legir hags­munir eru líka fjöl­breyti­legir og orku­málin flók­in.

En um leið er Úkra­ínu­málið ein­falt.  Því hvernig sem á það er litið gnæfir upp úr að her­valdi var beitt. Grund­vall­ar­prinsippið um frið­sam­lega lausn deilu­mála, sem er grunn­ur­inn að alþjóða­lögum og alþjóða­kerf­inu sem varð til eftir seinna stríð, var brot­ið. Það var Rúss­land sem ákvað að beita her­valdi á Krím­skaga – nokkuð sem Moskva neit­aði stað­fast­lega þangað til Pútín Rúss­lands­for­seti við­ur­kenndi það í sjón­varps­við­tali. Og það er Rúss­land sem stendur á bak við og styður aðskiln­að­ar­sinna, sér þeim fyrir her­gögnum og eftir atvikum her­mönn­um. Um það er ekki deilt þó svo áróð­urs­vélar blási reyk inn á svið­ið.

Sjálfs­á­kvörð­un­ar­réttur ríkja



Þá má spyrja: Var og er Rúss­land ekki í fullum rétti þegar upp­lausn í nágranna­ríki ógnar rúss­neskum hags­mun­um? Hafa Rússar ekki rétt á því að tryggja sig gegn því sem þeir upp­lifa sem yfir­gang vest­ur­landa með því að búa til varn­ar­vegg nágranna­ríkja, „buf­fer zone“ eða „spheres of influ­ence“ eins og það er orðað í fræð­un­um?

Svarið er við þessum spurn­ingum er hið sama: Nei.

Rússar hafa ekki rétt á því að ráða utan­rík­is­stefnu ann­arra ríkja. Ekk­ert ríki hefur rétt á því að ráða stefnu ann­ars rík­is. Sjálfs­á­kvörð­un­ar­réttur sjálf­stæðra og full­valda ríkja er ein helsta bygg­ing­ar­ein­ing alþjóða­kerf­is­ins. Sjálfs­á­kvörð­un­ar­rétt­ur­inn er til dæmis grunn­ur­inn að því að við Íslend­ingar getum sjálfir valið hvort við erum aðilar að NATO og innan eða utan ESB. Hvort tveggja kann að vera umdeilt en það er okkar ákvörðun – ekki ann­arra ríkja, stór­velda eða ríkja­sam­banda.

Þýðir þetta þá að ekk­ert til­lit á að taka til örygg­is­hags­muna Rúss­lands, raun­veru­legra og ímynd­aðra? Nei, það þýðir það heldur ekki. Það er alltaf mik­il­vægt að hlusta og það þarf líka að taka til­lit til sjón­ar­miða sem maður er ekki sam­mála. Eftir á að hyggja var vont að sam­talið við Rúss­land skyldi rofna í aðdrag­anda átak­anna. Áætl­anir um við­skipta- og sam­starfs­samn­ing ESB og Úkra­ínu, sem styrinn stóð um, hefði sann­ar­lega þurft að ræða betur við Rúss­land og jafn­vel útvíkka með ein­hverjum hætti til þeirra sjálfra. Stjórn­völd í Moskvu virt­ust upp­lifa aukið sam­starf Úkra­ínu við ESB sem „zer­o-zum-ga­me“, þ.e.a.s. að aukið sam­starf í vestur þýddi minnk­andi sam­starf aust­ur. Að eitt væri á kostnað hins. Það þarf þó alls ekki að vera svo því oftar en ekki gagn­ast aukið við­skipta­sam­starf mörg­um.

ukraina_kjarninn_vef

En þó Rúss­land kunni að hafa upp­lifað að hags­munum þess hafi verið ógn­að, og hvort sem sú upp­lifun var rétt­mæt eða væn­is­sjúk, þá rétt­lætir það ekki beit­ingu her­valds, hvort sem hún er undir for­merkjum hefð­bund­innar hern­að­ar­í­hlut­unar eða því sem kallað hefur verið „hy­brid warfare.“ Það er kjarni máls­ins.

Nei­kvæð lang­tíma­á­hrif



Í stærra sam­hengi er hætt við að átökin í Úkra­ínu muni hafa marg­vís­leg önnur nei­kvæð lang­tíma­á­hrif umfram þær hörm­ungar sem þau hafa fært íbúum lands­ins og fjöl­skyldum þeirra fjöl­mörgu rúss­nesku her­manna sem látið hafa lífið í bar­dög­um.

Í fyrsta lagi má ætla að útgjöld til her­mála muni aukast. Það skilj­an­legt og ef til vill óhjá­kvæmi­legt en um leið að mörgu leyti nei­kvætt því þá fjár­muni mætti nota í svo margt ann­að. Á síð­ustu árum hafa mörg ríki dregið úr vægi hefð­bund­inna milli­ríkja­á­taka í ógn­ar­mati og þjóðar­ör­ygg­is­stefnu og beina sjónum frekar að netógn­um, skipu­lagðri glæp­a­starf­semi og umhverf­is­vám. Með aðgerðum sínum í Úkra­ínu er Rúss­land að snúa þeirri þróun við með því að segja að beit­ing her­valds sé eðli­legur hluti alþjóða­sam­skipta. Það er fer­legt for­dæmi.

Í öðru lagi má gera ráð fyrir að fáum ríkjum detti í hug héðan í frá að afsala sér kjarn­orku­vopnum og ýmsir haldi áfram að reyna að útvega þau. Það nýtt­ist Úkra­ínu lítið sem ekk­ert að hafa gefið frá sér öll sín kjarn­orku­vopn árið 1994 í stað­inn fyrir örygg­is­trygg­ingar frá Banda­ríkj­un­um, Bret­landi og Rúss­landi. Hinn kaldi raun­veru­leiki er að Búda­pest-­sam­komu­lagið sem átti að tryggja full­veldi, sjálf­stæði og landa­mæri Úkra­ínu reynd­ist hald­lítið er á reyndi.

Loks má segja að Rússar hafi ekki bara málað sig út í horn gagn­vart vest­ur­löndum heldur líka hert hnút­inn í sam­skiptum við grann­rík­in, þar á meðal Georgíu og Mold­óvu. Nú vilja þessi ríki, og Úkra­ína, ganga til liðs við NATO og ESB til að tryggja öryggi sitt og full­veldi. Lái þeim hver sem vill. Hafi stjórn­völd í Moskvu ætlað að skjóta grann­ríkjum sínum skelk í bringu þannig að þau gæfu upp áform um aukið sam­starf í vestur – þá mistókst það.

Kemur þetta Íslandi við?



En hvað hefur þetta með Ísland að gera, kynnu ein­hverjir að spyrja. Á frið­söm  og fámenn þjóð eins og við Íslend­ingar nokkuð með að vera að skipta sér af átökum af þessu tagi – stríðs­brölti stór­veld­anna?

Við eigum að skipta okkur af. Eitt af grund­vall­ar­stefjum íslenskrar utan­rík­is­stefnu er virð­ing fyrir alþjóða­lögum og hvatn­ing til frið­sam­legrar lausnar deilu­mála. Sjálfar leik­reglur alþjóða­kerf­is­ins eru í húfi og við sem sjálf­stætt og full­valda ríki þurfum að standa vörð um þær eins og aðr­ir.

Alþjóða­lög eru raunar mik­il­væg­ari smærri ríkjum en stærri, því smá­ríkin ráða ekki yfir hefð­bundnu valdi til að tryggja hags­muni sína. Þau reiða sig það sem kallað er „ru­le-ba­sed international system“ enda er hnefarétt­ur­inn seint þeirra. Þegar regl­urnar eru virtar að vettugi eins og í til­viki Úkra­ínu þá varðar það Ísland bein­lín­is.

Ísland er líka hluti af sam­eig­in­legu alþjóð­legu örygg­is­kerfi sem aðild­ar­ríki NATO og þátt­tak­andi í nor­rænni og evr­ópskri sam­vinnu. Hern­að­ar­að­gerð­irnar í Úkra­ínu hafa bein áhrif á fjöl­mörg náin sam­starfs- og banda­lags­ríki okk­ar. Finn­ar, Norð­menn, Eystra­salts­ríkin og Pól­land eiga landa­mæri að Rúss­landi. Svíar og Danir finna fyrir nær­veru rúss­neskra her­véla í sínu nágrenni. Víða í Mið- og Evr­ópu eru ríki afar háð inn­flutn­ingi á gasi frá Rúss­land. En þrátt fyrir marg­vís­lega og ólíka hags­muni þá heldur örygg­is­kerfið – allir standa sam­an.

 

Vissu­lega kann að vera freist­andi að segja við Íslend­ing­ar, svona lítil og fá og óra­langt í burtu, eigum að eiga við­skipti við alla og ekki skipta okkur af deil­um. En með því værum við að gefa helstu banda­lags- og sam­starfs­þjóðum okkar langt nef og ger­ast far­þegar í örygg­is­kerf­inu sem við tókum þátt í að stofna. Gleymum heldur ekki að það getur verið þunnur þráður milli hlut­leysis og tæki­fær­is­mennsku. Tæki­fær­is­sinn­inn á fáa banda­menn þegar hann þarf á að halda.

Ísland hefur skipað sér í flokk ann­arra Norð­ur­landa, Evr­ópu­ríkja, Banda­ríkj­anna og Kanada sem standa með Úkra­ínu og for­dæma hernað Rúss­lands. Með því er ekki sagt að við Íslend­ingar eigum endi­lega að hafa hæst eða vera í fylk­ing­ar­brjósti. En okkur ber að vera ábyrgur sam­starfs­að­ili í því alþjóða­sam­starfi sem við tökum þátt í, við eigum að taka skýra afstöðu með þeim grund­vall­ar­prinsippum sem birt­ast í alþjóða­lög­um, og við eigum að leggja okkar af mörkum eins og kostur er. Það hefur Ísland gert hingað til og við getum held ég verið svo­lítið stolt af því.

Rúss­land er eftir sem áður rót­gróið sam­starfs­ríki Íslands og nágranni á norð­ur­slóð­um. Rúss­land er mik­il­vægt stór­veldi með merka sögu og ríka hags­muni sem okkur ber að virða, taka alvar­lega og hlusta á. Og já, Rúss­land er hluti vand­ans en líka lyk­ill­inn að lausn­inni sem aðeins er hægt að finna í gegnum sam­tal og samn­inga – ekki hern­að­ar­á­tök. Vinur er sá er til vamms segir og grund­vall­ar­prinsipp um alþjóða­lög, frið og mann­rétt­indi þarf að hafa í heiðri.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None