Árið 2014: Stríð og friður í Evrópu

ukraina1.jpg
Auglýsing

Auð­unn Atla­son er fasta­full­trúi Íslands hjá Örygg­is- og sam­vinnu­stofnun Evr­ópu, og hefur á árinu 2014 haft ein­stak inn­sýn í utan­rík­is­póli­tíska heims­við­burði í Aust­ur-­Evr­ópu. Hann skrifa hér um spenn­una í Úkra­ínu og nágrenni og hvernig hún birt­ist okkur á árinu.

Sum­arið 2012 var Evr­ópu­mótið í fót­bolta haldið í Pól­landi og Úkra­ínu. Þá horfðum við Íslend­ingar – og hálf heims­byggðin – á þá Ron­aldo, Pir­lo, Torres og fleiri leika listir sínar í Donetsk en í Úkra­ínu var einnig spilað í borg­unum Kharkiv, Kiev og Lviv. Goð­sögnin Andriy Shevchenko fór fyrir sínum mönnum í úkra­ínska lið­inu sem komst ekki upp úr riðl­inum þrátt fyrir góðan sigur á Sví­þjóð og hetju­lega bar­áttu gegn Frökkum og Englandi.

audunn-atlason-150x150 Auð­unn Atla­son.

Auglýsing

Þetta var fyrir aðeins tveimur og hálfu ári. Í dag eru engir ferða­menn í Úkra­ínu. Á sama stað og tug­þús­undir knatt­spyrnu­á­huga­manna frá allri Evr­ópu sátu og sungu og fylgd­ust með fót­bolta er nú stór­hættu­legt að vera á ferli. Það geisar stríð. Krím­skagi er ekki lengur hluti af Úkra­ínu. Hart hefur verið barist á hern­að­ar­lega mik­il­vægum svæðum í Donetsk og Luhansk í aust­ur­hluta lands­ins þrátt fyrir að form­lega sé vopna­hlé.

Að mínu mati eru stríðs­á­tökin í Úkra­ínu stærsta málið á alþjóða­vett­vangi á árinu. Margir héldu að hern­að­ar­á­tök í Evr­ópu væru óhugs­andi á 21. öld. Það reynd­ist ekki rétt. Í mars sem leið breyttu Rússar landa­mærum með her­valdi þegar þeir tóku yfir Krím­skaga. Þeir létu kné fylgja kviði og studdu og styðja enn víga­menn og aðskiln­að­ar­sinna með ráðum og dáð, vopnum og mann­skap.

Nið­ur­staðan er nöt­ur­leg.Tæp­lega 5000 manns hafa látið líf­ið, á annan tug þús­unda eru illa særðir og yfir milljón manna hefur þurft að yfir­gefa heim­ili sín og eru á flótta. Mikið af grunn­virki í þeim hér­uðum þar sem bar­dagar hafa geisað er í rúst og mun taka ára­tugi og ómældar fjár­hæðir að byggja upp á nýju.

Það hefðu fáir trúað því fyr­ir­fram að á árinu 2014 – einni öld frá því að fyrri heims­styrj­öldin braust út og 75 árum frá upp­hafi síð­ari heims­styrj­aldar – myndu  hern­að­ar­á­tök milli tveggja grann­ríkja hefj­ast í miðri Evr­ópu. Frá Vín er maður lengur í flugi til Dublin en til Don­bass, benti einn írskur kollegi minn á. Já, Úkra­ína er í Evr­ópu.

OLY-2014-RUSSIA-UKRAINE-EU-USA--POLITICS-DIPLOMACY

Mömmur á Mai­dan-­torg­inuÉg var staddur í Kiev í des­em­ber fyrir rúmu ári síðan þegar Janúkó­vits fyrrum for­seti Úkra­ínu var enn við völd og áður en átökin brut­ust út. Hann hafði skömmu áður neitað að und­ir­rita fyr­ir­hug­aðan við­skipta- og sam­starfs­samn­ing Úkra­ínu við ESB og tekið boði Rúss­lands um aukið efna­hags­sam­starf, kaup á gasi o.fl. Fólk taldi sig svik­ið. Margir höfðu bundnir vonir um sam­vinnu við Evr­ópu og séð í því tæki­færi til að koma á breyt­ing­um, draga úr spill­ingu, efla mann­rétt­indi og lýð­ræði. Nú var verið að loka dyrum í vestur og lok­ast inni í austri.

Út brut­ust mikil mót­mæli. Þegar ég kom að kvöld­lagi á Mai­dan-­torgið í Kiev þá voru þar ekki ofbeld­is­fullir hægriöfga­menn eða flugu­menn CIA, eins og þáver­andi stjórn­völd héldu fram. Í nístandi kuld­anum var þarna venju­legt fólk, ungt fólk og gam­alt, mið­aldra, alls konar fólk. Mér varð hugsað til mömmu minnar sem fór hverjum laug­ar­degi niður á Aust­ur­völl í bús­á­halda­bylt­ing­unni á sínum tíma, henni rann blóðið til skyld­unn­ar.

Það var fullt af mömmum á Mai­dan­torg­inu. Í augum þeirra mátti skynja beyg en líka kjark og von. Ein­hver rétti mér tebolla og þakk­aði mér fyrir á bjag­aðri ensku að koma til Kiev á þess­ari ögur­stundu. Á ÖSE-fund­inum sem fór fram hinum megin í bænum lögðu utan­rík­is­ráð­herrar Evr­ópu­ríkja, þ. á m. Íslands, hart að stjórn­völdum í Kiev að virða rétt fólks til frið­sam­legra mót­mæla.

Á end­anum sauð upp úr – af beggja hálfu. Mót­mæl­endur tóku yfir stjórn­ar­bygg­ingar og kveiktu elda, óeirða­lög­reglan skaut á mann­fjöld­ann. Janúkó­víts flúði land. Við tók starfs­stjórn for­seta þings­ins. Rússar stóðu við stóru orðin um að stjórn­ar­skipti í Kiev myndu hafa afleið­ing­ar. Hinir svoköll­uðu „grænu karl­ar“ skutu upp koll­inum á Krím­skaga, þung­vopn­aðir sér­sveit­ar­menn sem áður höfðu sést í bæði Tsét­séníu og Georg­íu, og þeir lögðu undir sig hér­aðið með skipu­lögðum hætti. Í fram­hald­inu brut­ust út átök í aust­ur­hlut­an­um.

Flókið og ein­faltNú er þessi saga lengri og flókn­ari og á henni ýmsir angar – og ekki allir Rúss­landi í óhag. Rétti­lega hefur verið bent á að öfga­menn hafi verið meðal þeirra sem komust til valda í Kiev, liðs­menn Svoboda. Einnig voru um tíma uppi mis­ráðin áform um að stemma stigu við notkun rúss­nesku. Þó hið umdeilda tungu­mála­frum­varp hafi fljótt verið dregið til­baka virk­aði það engu að síður sem olía á eld­inn. Þá er hár­rétt að íbúar Úkra­ínu, einkum í aust­ur­hlut­an­um, eru síður en svo á einu máli um hvort betra sé að halla sér að austri eða vestri.

Átökin í Úkra­ínu eru því oft sögð vera marg­brotin og erfitt að henda reiður á orsökum og ástæð­um. Jú, mikil ósköp. En saga þjóða og milli­ríkja­sam­skipta er víð­ast hvar djúp og flók­in. Ekki síst þar sem fleiri en eitt tungu­mál er tal­að, þjóð­ar­brot mörg og landa­mæri fljót­andi, eins og raunin er svo víða í Evr­ópu. Efna­hags­legir hags­munir eru líka fjöl­breyti­legir og orku­málin flók­in.

En um leið er Úkra­ínu­málið ein­falt.  Því hvernig sem á það er litið gnæfir upp úr að her­valdi var beitt. Grund­vall­ar­prinsippið um frið­sam­lega lausn deilu­mála, sem er grunn­ur­inn að alþjóða­lögum og alþjóða­kerf­inu sem varð til eftir seinna stríð, var brot­ið. Það var Rúss­land sem ákvað að beita her­valdi á Krím­skaga – nokkuð sem Moskva neit­aði stað­fast­lega þangað til Pútín Rúss­lands­for­seti við­ur­kenndi það í sjón­varps­við­tali. Og það er Rúss­land sem stendur á bak við og styður aðskiln­að­ar­sinna, sér þeim fyrir her­gögnum og eftir atvikum her­mönn­um. Um það er ekki deilt þó svo áróð­urs­vélar blási reyk inn á svið­ið.

Sjálfs­á­kvörð­un­ar­réttur ríkjaÞá má spyrja: Var og er Rúss­land ekki í fullum rétti þegar upp­lausn í nágranna­ríki ógnar rúss­neskum hags­mun­um? Hafa Rússar ekki rétt á því að tryggja sig gegn því sem þeir upp­lifa sem yfir­gang vest­ur­landa með því að búa til varn­ar­vegg nágranna­ríkja, „buf­fer zone“ eða „spheres of influ­ence“ eins og það er orðað í fræð­un­um?

Svarið er við þessum spurn­ingum er hið sama: Nei.

Rússar hafa ekki rétt á því að ráða utan­rík­is­stefnu ann­arra ríkja. Ekk­ert ríki hefur rétt á því að ráða stefnu ann­ars rík­is. Sjálfs­á­kvörð­un­ar­réttur sjálf­stæðra og full­valda ríkja er ein helsta bygg­ing­ar­ein­ing alþjóða­kerf­is­ins. Sjálfs­á­kvörð­un­ar­rétt­ur­inn er til dæmis grunn­ur­inn að því að við Íslend­ingar getum sjálfir valið hvort við erum aðilar að NATO og innan eða utan ESB. Hvort tveggja kann að vera umdeilt en það er okkar ákvörðun – ekki ann­arra ríkja, stór­velda eða ríkja­sam­banda.

Þýðir þetta þá að ekk­ert til­lit á að taka til örygg­is­hags­muna Rúss­lands, raun­veru­legra og ímynd­aðra? Nei, það þýðir það heldur ekki. Það er alltaf mik­il­vægt að hlusta og það þarf líka að taka til­lit til sjón­ar­miða sem maður er ekki sam­mála. Eftir á að hyggja var vont að sam­talið við Rúss­land skyldi rofna í aðdrag­anda átak­anna. Áætl­anir um við­skipta- og sam­starfs­samn­ing ESB og Úkra­ínu, sem styrinn stóð um, hefði sann­ar­lega þurft að ræða betur við Rúss­land og jafn­vel útvíkka með ein­hverjum hætti til þeirra sjálfra. Stjórn­völd í Moskvu virt­ust upp­lifa aukið sam­starf Úkra­ínu við ESB sem „zer­o-zum-ga­me“, þ.e.a.s. að aukið sam­starf í vestur þýddi minnk­andi sam­starf aust­ur. Að eitt væri á kostnað hins. Það þarf þó alls ekki að vera svo því oftar en ekki gagn­ast aukið við­skipta­sam­starf mörg­um.

ukraina_kjarninn_vef

En þó Rúss­land kunni að hafa upp­lifað að hags­munum þess hafi verið ógn­að, og hvort sem sú upp­lifun var rétt­mæt eða væn­is­sjúk, þá rétt­lætir það ekki beit­ingu her­valds, hvort sem hún er undir for­merkjum hefð­bund­innar hern­að­ar­í­hlut­unar eða því sem kallað hefur verið „hy­brid warfare.“ Það er kjarni máls­ins.

Nei­kvæð lang­tíma­á­hrifÍ stærra sam­hengi er hætt við að átökin í Úkra­ínu muni hafa marg­vís­leg önnur nei­kvæð lang­tíma­á­hrif umfram þær hörm­ungar sem þau hafa fært íbúum lands­ins og fjöl­skyldum þeirra fjöl­mörgu rúss­nesku her­manna sem látið hafa lífið í bar­dög­um.

Í fyrsta lagi má ætla að útgjöld til her­mála muni aukast. Það skilj­an­legt og ef til vill óhjá­kvæmi­legt en um leið að mörgu leyti nei­kvætt því þá fjár­muni mætti nota í svo margt ann­að. Á síð­ustu árum hafa mörg ríki dregið úr vægi hefð­bund­inna milli­ríkja­á­taka í ógn­ar­mati og þjóðar­ör­ygg­is­stefnu og beina sjónum frekar að netógn­um, skipu­lagðri glæp­a­starf­semi og umhverf­is­vám. Með aðgerðum sínum í Úkra­ínu er Rúss­land að snúa þeirri þróun við með því að segja að beit­ing her­valds sé eðli­legur hluti alþjóða­sam­skipta. Það er fer­legt for­dæmi.

Í öðru lagi má gera ráð fyrir að fáum ríkjum detti í hug héðan í frá að afsala sér kjarn­orku­vopnum og ýmsir haldi áfram að reyna að útvega þau. Það nýtt­ist Úkra­ínu lítið sem ekk­ert að hafa gefið frá sér öll sín kjarn­orku­vopn árið 1994 í stað­inn fyrir örygg­is­trygg­ingar frá Banda­ríkj­un­um, Bret­landi og Rúss­landi. Hinn kaldi raun­veru­leiki er að Búda­pest-­sam­komu­lagið sem átti að tryggja full­veldi, sjálf­stæði og landa­mæri Úkra­ínu reynd­ist hald­lítið er á reyndi.

Loks má segja að Rússar hafi ekki bara málað sig út í horn gagn­vart vest­ur­löndum heldur líka hert hnút­inn í sam­skiptum við grann­rík­in, þar á meðal Georgíu og Mold­óvu. Nú vilja þessi ríki, og Úkra­ína, ganga til liðs við NATO og ESB til að tryggja öryggi sitt og full­veldi. Lái þeim hver sem vill. Hafi stjórn­völd í Moskvu ætlað að skjóta grann­ríkjum sínum skelk í bringu þannig að þau gæfu upp áform um aukið sam­starf í vestur – þá mistókst það.

Kemur þetta Íslandi við?En hvað hefur þetta með Ísland að gera, kynnu ein­hverjir að spyrja. Á frið­söm  og fámenn þjóð eins og við Íslend­ingar nokkuð með að vera að skipta sér af átökum af þessu tagi – stríðs­brölti stór­veld­anna?

Við eigum að skipta okkur af. Eitt af grund­vall­ar­stefjum íslenskrar utan­rík­is­stefnu er virð­ing fyrir alþjóða­lögum og hvatn­ing til frið­sam­legrar lausnar deilu­mála. Sjálfar leik­reglur alþjóða­kerf­is­ins eru í húfi og við sem sjálf­stætt og full­valda ríki þurfum að standa vörð um þær eins og aðr­ir.

Alþjóða­lög eru raunar mik­il­væg­ari smærri ríkjum en stærri, því smá­ríkin ráða ekki yfir hefð­bundnu valdi til að tryggja hags­muni sína. Þau reiða sig það sem kallað er „ru­le-ba­sed international system“ enda er hnefarétt­ur­inn seint þeirra. Þegar regl­urnar eru virtar að vettugi eins og í til­viki Úkra­ínu þá varðar það Ísland bein­lín­is.

Ísland er líka hluti af sam­eig­in­legu alþjóð­legu örygg­is­kerfi sem aðild­ar­ríki NATO og þátt­tak­andi í nor­rænni og evr­ópskri sam­vinnu. Hern­að­ar­að­gerð­irnar í Úkra­ínu hafa bein áhrif á fjöl­mörg náin sam­starfs- og banda­lags­ríki okk­ar. Finn­ar, Norð­menn, Eystra­salts­ríkin og Pól­land eiga landa­mæri að Rúss­landi. Svíar og Danir finna fyrir nær­veru rúss­neskra her­véla í sínu nágrenni. Víða í Mið- og Evr­ópu eru ríki afar háð inn­flutn­ingi á gasi frá Rúss­land. En þrátt fyrir marg­vís­lega og ólíka hags­muni þá heldur örygg­is­kerfið – allir standa sam­an.

 

Vissu­lega kann að vera freist­andi að segja við Íslend­ing­ar, svona lítil og fá og óra­langt í burtu, eigum að eiga við­skipti við alla og ekki skipta okkur af deil­um. En með því værum við að gefa helstu banda­lags- og sam­starfs­þjóðum okkar langt nef og ger­ast far­þegar í örygg­is­kerf­inu sem við tókum þátt í að stofna. Gleymum heldur ekki að það getur verið þunnur þráður milli hlut­leysis og tæki­fær­is­mennsku. Tæki­fær­is­sinn­inn á fáa banda­menn þegar hann þarf á að halda.

Ísland hefur skipað sér í flokk ann­arra Norð­ur­landa, Evr­ópu­ríkja, Banda­ríkj­anna og Kanada sem standa með Úkra­ínu og for­dæma hernað Rúss­lands. Með því er ekki sagt að við Íslend­ingar eigum endi­lega að hafa hæst eða vera í fylk­ing­ar­brjósti. En okkur ber að vera ábyrgur sam­starfs­að­ili í því alþjóða­sam­starfi sem við tökum þátt í, við eigum að taka skýra afstöðu með þeim grund­vall­ar­prinsippum sem birt­ast í alþjóða­lög­um, og við eigum að leggja okkar af mörkum eins og kostur er. Það hefur Ísland gert hingað til og við getum held ég verið svo­lítið stolt af því.

Rúss­land er eftir sem áður rót­gróið sam­starfs­ríki Íslands og nágranni á norð­ur­slóð­um. Rúss­land er mik­il­vægt stór­veldi með merka sögu og ríka hags­muni sem okkur ber að virða, taka alvar­lega og hlusta á. Og já, Rúss­land er hluti vand­ans en líka lyk­ill­inn að lausn­inni sem aðeins er hægt að finna í gegnum sam­tal og samn­inga – ekki hern­að­ar­á­tök. Vinur er sá er til vamms segir og grund­vall­ar­prinsipp um alþjóða­lög, frið og mann­rétt­indi þarf að hafa í heiðri.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rósa Björk Brynjólfsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, sem myndi gera afneitun helfararinnar refsiverða á Íslandi.
Vilja gera það refsivert að afneita helförinni
Tveggja ára fangelsi gæti legið við því að afneita eða gera gróflega lítið úr helförinni gegn gyðingum í seinni heimstyrjöldinni, ef nýtt frumvarp sem lagt hefur verið fram á þingi nær fram að ganga.
Kjarninn 19. janúar 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Enn reynt að banna verðtryggð lán án þess að banna þau að fullu
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram frumvarp sem á að banna veitingu 40 ára verðtryggðra jafngreiðslulána til flestra. Þeir sem eru undanskildir eru hóparnir sem líklegastir eru til að taka lánin. Íslendingar hafa flúið verðtryggingu á methraða.
Kjarninn 19. janúar 2021
Sveinbjörn Indriðason forstjóri Isavia segir hlutafjáraukninguna gera Isavia kleift að ráðast í framkvæmdir til að auka samkeppnishæfni Keflavíkurflugvallar.
Ríkið spýtir fimmtán milljörðum inn í Isavia
Hlutafé í opinbera hlutafélaginu Isavia hefur verið aukið um 15 milljarða króna. Þetta er gert til að mæta tapi vegna áhrifa COVID-faraldursins og svo hægt verði að ráðast í framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli, sem eiga að skapa störf strax á þessu ári.
Kjarninn 19. janúar 2021
Boeing 737 MAX-vélar hafa ekki mátt fljúga í evrópskri lofthelgi frá því í mars 2019.
Evrópsk flugmálayfirvöld ætla að hleypa MAX-vélunum í loftið í næstu viku
Stjórnandi Flugöryggisstofnunar Evrópu boðaði á blaðamannafundi í morgun að Boeing 737 MAX-vélarnar, sem hafa verið kyrrsettar frá því í mars 2019, fái heimild til flugs í evrópskri lofthelgi í næstu viku.
Kjarninn 19. janúar 2021
Nafn Joe Manchin verður það fyrsta sem flýgur upp í huga fréttamanna þegar umdeild þingmál eru lögð fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings. Íhaldssamasti demókratinn mun hafa mikið um að segja hvort þau komist í gegn.
Maðurinn sem Biden þarf að semja við
Sá þingmaður sem talinn er verða með mest ítök í öldungadeild Bandaríkjaþings á komandi misserum er demókratinn Joe Manchin frá Vestur-Virginíu. Ætli demókratar að ná 51 atkvæði með sínum málum þarf að komast að samkomulagi við hann.
Kjarninn 19. janúar 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – „Hvað hefurðu eiginlega á móti lestri?“
Kjarninn 19. janúar 2021
Svartá er vatnsmesta lindá landsins.
„Heita kartaflan“ sem mun „kljúfa samfélagið í Bárðardal“
Þingeyjarsveit hefur áður skipst í fylkingar í virkjanamálum. Laxárdeilan er mörgum enn í fersku minni en í þessari sömu sveit hyggst fyrirtækið SSB Orka reisa Svartárvirkjun sem engin sátt er um.
Kjarninn 19. janúar 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Ný könnun: Næstum tveir af hverjum þremur treysta ekki Bjarna til að selja Íslandsbanka
Tekjulægri vantreysta fjármála- og efnahagsráðherra mun frekar til að einkavæða annan ríkisbankann en þeir sem eru með hærri tekjur.
Kjarninn 18. janúar 2021
Meira úr sama flokkiÁlit
None