Atburðarás sem er lyginni líkust - Næst er að stíga úr haftabúskapnum

mar.jpg
Auglýsing

Það var fróð­legt að lesa ræðu sem Már Guð­munds­son ­flutti á ráð­stefn­u í Dublin á vegum stofn­unar sem fjallar um alþjóða- og Evr­ópu­mál (Institute of International and European Affaris). Í ræð­unni ræddi Már um fjár­málakrepp­una, eft­ir­leik hennar og hvernig Ísland hefði glímt við erf­ið­leik­ana.

Það þarf stundum að minna á það, hversu ótrú­legri atburða­rás Íslend­ingar eru hluti af í gegnum stofn­anir sínar og inn­viði þessa dag­ana. Þegar spila­borgin féll haustið 2008 hefur meira og minna allur kraftur í íslenskri stjórn­sýslu, fjár­mála­kerf­inu og atvinnu­líf­inu farið í að end­ur­reisa hag­kerf­ið, koma hlut­unum af stað á nýjan leik. Í stórum dráttum hefur það gengið vel, þó ýmis­legt sé enn óunnið og alltaf megi deila um aðgerðir og aðgerð­ar­leysi. Böl­móður er kannski hávær í hinu dag­lega þrasi, en á heild­ina lit­ið, á þessum tæpu sjö árum sem liðin eru frá algjöru efna­hags­hruni, er með ólík­indum hvernig til hefur tek­ist við koma hlut­unum af stað. Auk þess er gagn­rýnin umræða mann­bæt­andi og hluti af því að glíma við erfið vanda­mál. Án hennar eru minni líkur á því að rétt ákvörðun verði tekin á hverjum tíma.

Það er ekki stjórn­mála­mönnum að þakka, nema þá lítið eitt. Slíkt hefur sund­ur­lyndið verið í þeirra röðum allt frá því að efna­hags­hrunið stóð sem hæst. Þá ­reyndu þeir að grafa undan hvor öðrum og sýndu engin merki um að ná sam­stöðu með þjóð­ar­hags­muni að leið­ar­ljósi. Þegar rykið er sest núna, þá sést það vel hversu arfa­vit­laust þetta sund­ur­lyndi var í ljósi þeirra miklu erf­ið­leika sem var verið að glíma við. Skylm­ingar stjórn­mála­manna skipta engu máli í sam­hengi við vanda­málin sem ógn­uðu almanna­hags­mun­um.

Auglýsing

Eins og fram kemur í við­tali við Má, sem hann veitti írskri útgáfu Independent, þá gat Ísland ekk­ert annað gert, en nákvæm­lega það sem var gert með neyð­ar­lög­un­um. Öll sund voru lok­uð, og aðgerðin öll ein­stök og óum­flýj­an­leg. Önnur ríki voru líka að glíma við allt önnur vanda­mál, eins og þessi mynd, úr ræðu Más, sýnir ágæt­lega. Hlut­falls­leg vanda­mál voru miklu stærri hér á landi en ann­ars staðar og bak­bein í alþjóða­væddum seðla­bönkum var ekki fyrir hendi.

Fyrir svo utan inn­an­mein­in, sem hafa verið kynnt almenn­ingi með frum­gögnum í skýrslu Rann­sókn­ar­nefndar Alþing­is. Þau eru af slíkri stærð­argráðu, að annað eins hefur aldrei sést. Þetta kunna að hljóma sem stór orð, en þau eru engu að síður rétt.

Eins og þessa dag­ana er leitt fram fyrir dóm­stól­um, þá fjár­mögn­uðu bank­arnir eigin hlutafé langt umfram laga­heim­ild­ir, og þeir sem útsýni höfðu af Kína­m­úr­num vissu það vel. Kaup­þing t.d. fjár­magn­aði sjálfur alla stærstu hlut­hafa bank­ans og þar með eigið hluta­fé. Lands­bank­inn og Glitnir virð­ast báðir hafa fjár­magnað eigin hlutafé tölu­vert umfram 10 pró­sent hámark í lög­un­um, en ­myndin virð­ist mun ýkt­ari hjá Kaup­þingi. Það verður að koma í ljós hvernig dóm­stólar taka á þessu, þegar öll kurl verða komin til graf­ar, en eitt liggur fyr­ir, og það er að eigið fé bank­anna var að stóru leyti bara froða, þvert á það sem árs­reikn­ingar þeirra sögðu til um. Það kom í ljós strax við fall þeirra.

Þessi mynd segir mikið um hvernig staðan var hér á landi, í samanburði við útlönd. Þessi mynd segir mikið um hvernig staðan var hér á landi, í sam­an­burði við útlönd

Á næst­unni mun skýr­ast hvernig mun takast að losa almenn­ing undan byrð­unum sem slitabú hinna föllnu banka hafa verið fyrir hag­kerfið allt frá falli þeirra haustið 2008. Von­andi mun stjórn­mála­mönnum takast að standa saman um að gera sem allra best úr stöð­unni, því skuld­bind­ingin í því verk­efni er við kom­andi kyn­slóð­ir. Þær eiga skilið að standa frammi fyrir tæki­færum í opnum alþjóða­væddum heimi, frekar en lok­uðum ömur­legum hafta­bú­skap. Þó mik­ill árangur hafi náð­st, eins og Már kom inn á í ræðu sinni, þá getur hann farið fyrir lítið ef ekki tekst að stíga árang­urs­full skref út úr hafta­bú­skapn­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None