Atkvæði greitt VG – atkvæði greitt Sjálfstæðisflokknum

Aldrei hafa kosningar á Íslandi verið jafn ótvíræðar og um jafn skýra og einfalda kosti sem nú, skrifar Sighvatur Björgvinsson.

Auglýsing

Sjaldan eða aldrei hefur það verið jafn skýrt og nú um hvað kosningar snúast. Forvígismenn stjórnarflokkanna þriggja, Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og VG, hafa ítrekað lýst yfir vilja sínum til þess að halda samstarfi sínu áfram fái þeir nægan stuðning kjósenda til þess að svo megi verða. Síðast ítrekuðu þeir þetta afgerandi á fyrsta sameiginlegum framboðsfundi allra framboða á RUV s.l. þriðjudag. Um það verður kosið. Kjósendur vita nú með vissu hvert vilji þessara flokksforingja er. Þeir kjósendur, sem þá stefnu styðja, vita hvað þeir eiga að gera. Á því ríkir enginn vafi

Íhaldið ræður

Hjá ríkisstjórninni og í störfum hennar ræður vilji Sjálfstæðisflokksins úrslitum. Hann unir því ekki að hinir flokkarnir fái framgengt málum gangi þau þvert gegn vilja hans. Gleggsta dæmið um það eru örlög eins helsta baráttumáls VG, um hálendisþjóðgarðinn. Skuldbindandi ákvæði þar um voru þó sett í sjálfan stjórnarsáttmálann – en þegar loksins sá þar til lands sagði Sjálfstæðisflokkurinn þvert nei, einróma studdur af forystu Framsóknarflokksins. Og það þvera nei stóð. VG játuðu sig sigraða en lofa að gera betur næst. Þá líka í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn!!!!

Margítrekaðar yfirlýsingar

Þessi afstaða og raunar svo miklu fleira merkir einfaldlega, að við þær aðstæður, sem flokksformennirnir þrír hafa skapað, eru atkvæði greidd VG atkvæði greidd Sjálfstæðisflokknum. Fái VG nægilegan stuðning frá kjósendum mun sá stuðningur verða notaður til þess að endurnýja heitin við íhaldið. Þetta eru ekki mín orð. Þetta eru margítrekuð orð formanns VG sem formaður Sjálfstæðisflokksins jafn ítrekað hefur staðfest að rétt séu. Síðast með ótvíræðum yfirlýsingum á framboðsfundi formanna í RUV. Atkvæði greitt VG er atkvæði greitt Sjálfstæðisflokknum og viðvarandi völdum þess flokks!

Auglýsing

Hver er ágreiningurinn?

Einhverjum ykkar koma þessi orð örugglega á óvart. Að atkvæði greitt VG þýði nánast atkvæði greitt Sjálfstæðisflokknum. En skoðum málin ofurlítið betur. Hvar í rauninni greinir þessa flokka á? Ekki í landbúnaðarmálunum. Þar eru þeir sammála um að berjast gegn virkri samkeppni og koma í veg fyrir að réttinda neytenda sé gætt. Ekki í sjávarútvegsmálunum. Þar eru þeir sammála um að berjast gegn margítrekuðum vilja mikils meirihluta þjóðarinnar um raunhæfa þjóðareign á auðlindum, um réttmæt afnotagjöld auðugra stórútgerðarfyrirtækja fyrir afnot af þjóðarauðlind sem skilað hefur þeim milljarðatugum en eigandanum, þjóðinni, ekki einu sinni nægum tekjum til þess að standa undir opinberri þjónustu við atvinnuveginn. Gleymum því ekki, að áður en sjávarútvegsráðherra Sjálfstæðisflokksins lagði nú síðast fram tillögu á alþingi um lækkun á veiðileyfagjöldum hafði einn af þingmönnum VG talið rétt að leggja fram slíkt frumvarp um lækkun veiðigjalda í sínu nafni og í nafni flokksins síns. Sameinuð og órofin andstaða núverandi ríkisstjórnarflokka ALLRA hefur ítrekað komið í veg fyrir að óskoraður vilji þjóðarinnar í þessum málum nái fram að ganga. Það munu þeir áfram gera – ef það markmið næst að atkvæði VG sé í raun atkvæði greitt Sjálfstæðisflokknum þannig að völdin verði áfram í sömu höndum.

Sama stefnan

En það er víðar og á fleiri sviðum, sem þessir þrír íhaldsflokkar hafa sömu stefnu og sömu afstöðu. Hvað um afstöðu þeirra til allra tilrauna til þess að tengja hina örsmáu íslensku mynt við traustan gjaldmiðil til þess að forða stöðugum verðmætasveiflum, sem leikið hafa íslenskan efnahag grátt. Nærtækt dæmi um slíka lausn er dæmi Dana, sem tóku þá ákvörðun að leita þessara leiða til þess að tryggja stöðu dönsku krónunnar, sem þó var margfalt stöðugri en örmynt okkar. Það tókst hjá Dönum. Íslendingar mega ekki reyna. Sú er stefna Sjálfstæðisflokksins. Atkvæði greitt VG er atkvæði greitt þeirri stefnu – enda eru flokkarnir þar gersamlega sammála.

Og hvað um NATO?

Og jafnvel þar sem stefnumál þessara flokka og forvera þeirra voru algerlega andstæð. Hvernig er þeim stefnumálum hagað núna? Þar skal dæma ekki eftir orðum – heldur eftir athöfnum. Ítrekað hefur forsætisráðherra og formaður VG tekið ákvarðanir um að sækja fundi leiðtoga NATO ríkja um mál varnarbandalagsins, hefur þar flutt ræður um hlutverk NATO og er nú fagnað á þeim samkomum af hinum leiðtogunum eins og vegvilltum unglingi, sem hefur loksins fundið leiðina heim. Hvað segja gamlir félagar úr VG og Alþýðubandalaginu við þeim tíðindum. Treysta þeir sér til þess að mótmæla því, að atkvæði greitt VG í næstu kosningum sé atkvæði greitt Sjálfstæðisflokknum? Eða hafa þessir sérsinna baráttumenn fyrri tíðar líka skipt um skoðun? Eru bara sáttir við að hafa það svona?

Kostirnir skýrir og einfaldir

Aldrei hafa kosningar á Íslandi verið jafn ótvíræðar og um jafn skýra og einfalda kosti sem nú. Úrslitin ráða því, hvort núverandi stjórnarsamstarf heldur áfram – stjórnarsamstarf sem markast af ráðandi stöðu íhaldsaflanna. Úrslitin ráðast af því, hvort sérhvert atkvæði greitt VG beri að skoða sem atkvæði greitt Sjálfstæðisflokknum. Verði þau atkvæði nógu mörg stendur þjóðin frammi fyrir ótvíræðum yfirlýsingum formanna þriggja stjórnarflokkanna um til hvers það muni leiða.

Höfundur er fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Steinar Frímannsson
Góð, en stundum þokukennd stefna – Umhverfisstefna Viðreisnar
Kjarninn 19. september 2021
Tugir innherjasvikamála órannsökuð þegar Fjármálaeftirlitið hætti rannsóknum
Fyrrverandi rannsakandi á verðbréfasviði Fjármálaeftirlitsins eftir hrun bankakerfisins segir sögu sína í bók sem brátt kemur út í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hann segir stór mál enn hafa verið órannsökuð þegar FME slaufaði rannsóknarteymum sínum.
Kjarninn 19. september 2021
Þegar Pia Kjærsgaard var forseti danska þingsins á árunum 2015-2019 lét hún hengja upp stóran danskan fána í þingsalnum.
Uppgjör
Árlegt flokksþing Danska þjóðarflokksins fer fram nú um helgina. Það er haldið í skugga deilna um forystu flokksins og hrapandi fylgi. Háværar raddir hafa heyrst um nauðsyn þess að skipta um formann og eitt kunnuglegt nafn heyrst æ oftar: Pia Kjærsgaard.
Kjarninn 19. september 2021
Loðfílar hafa veirð útdauðir í um tíu þúsund ár.
Ætla sér að koma loðfílum á legg innan sex ára
Fyrirtækið Colossal segir loðfíla geta reynst vel í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og ætla sér að búa þá til með því að blanda erfðaefni þeirra við frumur Asíufíls. Aðrir vísindamenn efast um ágæti verkefnisins.
Kjarninn 18. september 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar