Atkvæði greitt VG – atkvæði greitt Sjálfstæðisflokknum

Aldrei hafa kosningar á Íslandi verið jafn ótvíræðar og um jafn skýra og einfalda kosti sem nú, skrifar Sighvatur Björgvinsson.

Auglýsing

Sjaldan eða aldrei hefur það verið jafn skýrt og nú um hvað kosn­ingar snú­ast. For­víg­is­menn stjórn­ar­flokk­anna þriggja, Sjálf­stæð­is­flokks, Fram­sókn­ar­flokks og VG, hafa ítrekað lýst yfir vilja sínum til þess að halda sam­starfi sínu áfram fái þeir nægan stuðn­ing kjós­enda til þess að svo megi verða. Síð­ast ítrek­uðu þeir þetta afger­andi á fyrsta sam­eig­in­legum fram­boðs­fundi allra fram­boða á RUV s.l. þriðju­dag. Um það verður kos­ið. Kjós­endur vita nú með vissu hvert vilji þess­ara flokks­for­ingja er. Þeir kjós­end­ur, sem þá stefnu styðja, vita hvað þeir eiga að gera. Á því ríkir eng­inn vafi

Íhaldið ræður

Hjá rík­is­stjórn­inni og í störfum hennar ræður vilji Sjálf­stæð­is­flokks­ins úrslit­um. Hann unir því ekki að hinir flokk­arnir fái fram­gengt málum gangi þau þvert gegn vilja hans. Gleggsta dæmið um það eru örlög eins helsta bar­áttu­máls VG, um hálend­is­þjóð­garð­inn. Skuld­bind­andi ákvæði þar um voru þó sett í sjálfan stjórn­ar­sátt­mál­ann – en þegar loks­ins sá þar til lands sagði Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn þvert nei, ein­róma studdur af for­ystu Fram­sókn­ar­flokks­ins. Og það þvera nei stóð. VG ját­uðu sig sigr­aða en lofa að gera betur næst. Þá líka í sam­starfi við Sjálf­stæð­is­flokk­inn!!!!

Marg­ít­rek­aðar yfir­lýs­ingar

Þessi afstaða og raunar svo miklu fleira merkir ein­fald­lega, að við þær aðstæð­ur, sem flokks­for­menn­irnir þrír hafa skap­að, eru atkvæði greidd VG atkvæði greidd Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Fái VG nægi­legan stuðn­ing frá kjós­endum mun sá stuðn­ingur verða not­aður til þess að end­ur­nýja heitin við íhald­ið. Þetta eru ekki mín orð. Þetta eru marg­ít­rekuð orð for­manns VG sem for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins jafn ítrekað hefur stað­fest að rétt séu. Síð­ast með ótví­ræðum yfir­lýs­ingum á fram­boðs­fundi for­manna í RUV. Atkvæði greitt VG er atkvæði greitt Sjálf­stæð­is­flokknum og við­var­andi völdum þess flokks!

Auglýsing

Hver er ágrein­ing­ur­inn?

Ein­hverjum ykkar koma þessi orð örugg­lega á óvart. Að atkvæði greitt VG þýði nán­ast atkvæði greitt Sjálf­stæð­is­flokkn­um. En skoðum málin ofur­lítið bet­ur. Hvar í raun­inni greinir þessa flokka á? Ekki í land­bún­að­ar­mál­un­um. Þar eru þeir sam­mála um að berj­ast gegn virkri sam­keppni og koma í veg fyrir að rétt­inda neyt­enda sé gætt. Ekki í sjáv­ar­út­vegs­mál­un­um. Þar eru þeir sam­mála um að berj­ast gegn marg­ít­rek­uðum vilja mik­ils meiri­hluta þjóð­ar­innar um raun­hæfa þjóð­ar­eign á auð­lind­um, um rétt­mæt afnota­gjöld auð­ugra stór­út­gerð­ar­fyr­ir­tækja fyrir afnot af þjóð­ar­auð­lind sem skilað hefur þeim millj­arða­tugum en eig­and­an­um, þjóð­inni, ekki einu sinni nægum tekjum til þess að standa undir opin­berri þjón­ustu við atvinnu­veg­inn. Gleymum því ekki, að áður en sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra Sjálf­stæð­is­flokks­ins lagði nú síð­ast fram til­lögu á alþingi um lækkun á veiði­leyfagjöldum hafði einn af þing­mönnum VG talið rétt að leggja fram slíkt frum­varp um lækkun veiði­gjalda í sínu nafni og í nafni flokks­ins síns. Sam­einuð og órofin and­staða núver­andi rík­is­stjórn­ar­flokka ALLRA hefur ítrekað komið í veg fyrir að óskor­aður vilji þjóð­ar­innar í þessum málum nái fram að ganga. Það munu þeir áfram gera – ef það mark­mið næst að atkvæði VG sé í raun atkvæði greitt Sjálf­stæð­is­flokknum þannig að völdin verði áfram í sömu hönd­um.

Sama stefnan

En það er víðar og á fleiri svið­um, sem þessir þrír íhalds­flokkar hafa sömu stefnu og sömu afstöðu. Hvað um afstöðu þeirra til allra til­rauna til þess að tengja hina örsmáu íslensku mynt við traustan gjald­miðil til þess að forða stöð­ugum verð­mæta­sveifl­um, sem leikið hafa íslenskan efna­hag grátt. Nær­tækt dæmi um slíka lausn er dæmi Dana, sem tóku þá ákvörðun að leita þess­ara leiða til þess að tryggja stöðu dönsku krón­unn­ar, sem þó var marg­falt stöðugri en örmynt okk­ar. Það tókst hjá Dön­um. Íslend­ingar mega ekki reyna. Sú er stefna Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Atkvæði greitt VG er atkvæði greitt þeirri stefnu – enda eru flokk­arnir þar ger­sam­lega sam­mála.

Og hvað um NATO?

Og jafn­vel þar sem stefnu­mál þess­ara flokka og for­vera þeirra voru alger­lega and­stæð. Hvernig er þeim stefnu­málum hagað núna? Þar skal dæma ekki eftir orðum – heldur eftir athöfn­um. Ítrekað hefur for­sæt­is­ráð­herra og for­maður VG tekið ákvarð­anir um að sækja fundi leið­toga NATO ríkja um mál varn­ar­banda­lags­ins, hefur þar flutt ræður um hlut­verk NATO og er nú fagnað á þeim sam­komum af hinum leið­tog­unum eins og veg­villtum ung­lingi, sem hefur loks­ins fundið leið­ina heim. Hvað segja gamlir félagar úr VG og Alþýðu­banda­lag­inu við þeim tíð­ind­um. Treysta þeir sér til þess að mót­mæla því, að atkvæði greitt VG í næstu kosn­ingum sé atkvæði greitt Sjálf­stæð­is­flokkn­um? Eða hafa þessir sér­sinna bar­áttu­menn fyrri tíðar líka skipt um skoð­un? Eru bara sáttir við að hafa það svona?

Kost­irnir skýrir og ein­faldir

Aldrei hafa kosn­ingar á Íslandi verið jafn ótví­ræðar og um jafn skýra og ein­falda kosti sem nú. Úrslitin ráða því, hvort núver­andi stjórn­ar­sam­starf heldur áfram – stjórn­ar­sam­starf sem markast af ráð­andi stöðu íhalds­afl­anna. Úrslitin ráð­ast af því, hvort sér­hvert atkvæði greitt VG beri að skoða sem atkvæði greitt Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Verði þau atkvæði nógu mörg stendur þjóðin frammi fyrir ótví­ræðum yfir­lýs­ingum for­manna þriggja stjórn­ar­flokk­anna um til hvers það muni leiða.

Höf­undur er fyrr­ver­andi for­maður Alþýðu­flokks­ins.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar