Bakherbergið: Hefði Björgólfur Thor getað fellt Deutsche Bank?

15897053591-072636ce90-z.jpg
Auglýsing

Þegar fjár­festir­inn Björgólfur Thor Björg­ólfs­son ákvað að kaupa út alla hina hlut­hafa Act­a­vis, sem áttu um 60 pró­sent hlut í fyr­ir­tæk­inu á móti hon­um, sum­arið 2007 fékk hann fjóra millj­arða evra, rúm­lega 600 millj­arða króna á núvirði, lán­aða hjá þýska bankaris­anum Deutsche Bank. Kaup­verðið var 17 sinnum hagn­aður fyrir fjár­magnsliði, vexti og afskriftir og fór að lang­mestu leyti til íslenskra aðila sem átt höfðu hluti í Act­a­v­is. Þessi hópur er lík­ast til sá sem kom best allra út úr hrun­inu. Þ.e. sá hluti hans sem end­ur­fjár­festi pen­ing­anna sína ekki í íslenskum bönkum og tap­aði þeim þar af leið­andi aft­ur.

Í nýút­kominni bók sinni, Billions to Bust –and Back, segir Björgólfur Thor að þetta hafi verið eitt síð­asta stóra lánið sem veitt var á alþjóða­mörk­uðum til að kaupa upp fyr­ir­tæki með þessum hætti áður en alþjóð­lega fjár­málakrísan skall á. Í bók­inni er lán­inu líkt við „síð­ustu þyrl­una sem fór frá banda­ríska sendi­ráð­inu í Saigon árið 1975 áður en borgin féll í hendur norð­ur­-ví­etnamíska hers­ins“.

Í bók­inni er lán­inu líkt við „síð­ustu þyrl­una sem fór frá banda­ríska sendi­ráð­inu í Saigon árið 1975 áður en borgin féll í hendur norð­ur­-ví­etnamíska hersins“.

Auglýsing

Það átta sig ekki allir á því en lán­veit­ingin sem Deutsche Bank veitti Björgólfi Thor var risa­vax­inn fyrir bank­ann. Að hans sögn voru ein­ungis banda­ríska og breska ríkið með stærri ein­stakar skuld­bind­ingar við Deutsche Bank. Vana­lega þegar slík lán voru veitt þá leiddi einn banki það en dreifði síðan áhætt­unni með fleir­um. Í þetta skiptið var Deutsche Bank gráð­ugur og vildi hirða allar þókn­anir vegna lán­veit­ing­ar­innar sjálf­ur. Það átti hann eftir að fá í haus­inn.

Í bók­inni segir frá því að með ógreiddum vöxtum hafi lánið vegna Act­a­vis-­kaupanna staðið í um 5,8 millj­örðum evra, tæpum 900 millj­örðum króna, árið 2009. Ef Act­a­vis hefði orðið ógjald­fært og fyr­ir­tækið í kjöl­farið selt hefði ein­ungis feng­ist um 1,4 millj­arðar evra, um 215 millj­arðar króna, fyrir það. Deutsche Bank hefði því setið uppi með um 685 millj­arða króna tap vegna láns­ins sem bank­inn hefði þurft að bók­færa. Það er tæp­lega 40 pró­sent af lands­fram­leiðslu Íslands á síð­asta ári.

Deutsche Bank tókst að fela þessa lík­lega stærstu mögu­legu tap­stöðu sína í árs­reikn­ing­um  fyrir öllum nema þeim sem vissu nákvæm­lega af hverju þeir voru að leita. Björgólfur Thor segir að málið hafi verið mjög vand­ræða­legt fyrir bank­ann og þegar unnið var að end­ur­skipu­lagn­ingu þess, sem tryggði Björgólfi Thor mögu­leika á því að eign­ast hlut í Act­a­vis að nýju og verða aftur ofur­rík­ur, hafi verið yfir­vof­andi sú raun­veru­lega hætta að Deutsche Bank gæti tapað ofan­greindum fjár­hæð­um.

sumir banka­menn sögðu meira að segja við okkur að þetta gæti leitt til þess að þýski kansl­ar­inn, Ang­ela Merkel, myndi taka lyklanna að Deutsche Bank. Kannski höfðu þeir rétt fyrir sér! Hvað hefði fólki þá fund­ist um „for­tress Germany“?

Björgólfur Thor segir að slíkt tap hefði lík­lega leitt til þess að Deutshe Bank hefði þurft að leita eftir fjár­magnsinn­spýt­ingu sem hefði lík­lega alið af sér bein rík­is­af­skipti af starf­semi þessa risa­vaxna alþjóð­lega fjár­fest­inga­banka. Í bók­inni segir Björgólfur Thor að „sumir banka­menn sögðu meira að segja við okkur að þetta gæti leitt til þess að þýski kansl­ar­inn, Ang­ela Merkel, myndi taka lyklanna að Deutsche Bank. Kannski höfðu þeir rétt fyrir sér! Hvað hefði fólki þá fund­ist um „for­tress Germany“?“.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair búið að ná samkomulagi við Boeing, og alla hina kröfuhafana
Icelandair Group er búið að ná samkomulagi við alla kröfuhafa sína. Félagið fær að falla frá kaupum á fjórum Boeing vélum sem það hafði skuldbundið sig til að kaupa.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Biden velur Harris sem varaforsetaefni
Demókrataflokkurinn hefur valið varaforsetaefni sitt fyrir komandi forsetakosningar. Hún er svört kona sem er líka af asísku bergi brotin og heitir Kamala Harris.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórður Snær Júlíusson
Stríðsrekstur fyrirtækis gegn nafngreindu fólki og gagnrýnum fjölmiðlum
Kjarninn 11. ágúst 2020
Höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins í Efstaleiti.
Félag fréttamanna gagnrýnir myndband Samherja harðlega
Stjórn Félags fréttamanna, stéttarfélag fréttafólks á Ríkisútvarpinu, segir ómaklega veist að Helga Seljan fréttamanni í myndbandi sem Samherji birti í dag. Áhyggjuefni sé að reynt sé að gera fréttamann tortryggilegan í stað þess að svara spurningum.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Víðir Reynisson á upplýsingafundi almannavarna í dag.
Víðir: Getum ekki sest í hægindastólinn og slakað á
Þrátt fyrir að útlit sé fyrir að árangur sé að nást af hertum sóttvarnaaðgerðum innanlands og tilslakanir séu framundan er ekki kominn til að hætta að huga að smitvörnum. Sá tími kemur ekki á meðan að veiran er til staðar, segir Víðir Reynisson.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag.
Þórólfur segir útlit fyrir að við séum að ná tökum á stöðunni
Sóttvarnalæknir segir að lítill fjöldi nýsmita allra síðustu daga bendi til þess að faraldurinn hér innanlands sé að verða viðráðanlegur. Hann lagði til tilslakanir innanlands og reifaði valkosti um aðgerðir á landamærum í minnisblaði til ráðherra.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Helgi Seljan var borin þungum sökum í myndbandi Samherja
RÚV og Helgi Seljan hafna ásökunum Samherja
„Ný viðmið í árásum stórfyrirtækis á fjölmiðla og einstaka fréttamenn,“ segir í yfirlýsingu frá Helga Seljan og Þóru Arnórsdóttur sem þau sendu frá sér vegna myndbands Samherja. Myndbandið var birt á YouTube rás Samherja fyrr í dag.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Logi Einarsson
Vöndum okkur
Kjarninn 11. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None