Bakherbergið: Hefði Björgólfur Thor getað fellt Deutsche Bank?

15897053591-072636ce90-z.jpg
Auglýsing

Þegar fjár­festir­inn Björgólfur Thor Björg­ólfs­son ákvað að kaupa út alla hina hlut­hafa Act­a­vis, sem áttu um 60 pró­sent hlut í fyr­ir­tæk­inu á móti hon­um, sum­arið 2007 fékk hann fjóra millj­arða evra, rúm­lega 600 millj­arða króna á núvirði, lán­aða hjá þýska bankaris­anum Deutsche Bank. Kaup­verðið var 17 sinnum hagn­aður fyrir fjár­magnsliði, vexti og afskriftir og fór að lang­mestu leyti til íslenskra aðila sem átt höfðu hluti í Act­a­v­is. Þessi hópur er lík­ast til sá sem kom best allra út úr hrun­inu. Þ.e. sá hluti hans sem end­ur­fjár­festi pen­ing­anna sína ekki í íslenskum bönkum og tap­aði þeim þar af leið­andi aft­ur.

Í nýút­kominni bók sinni, Billions to Bust –and Back, segir Björgólfur Thor að þetta hafi verið eitt síð­asta stóra lánið sem veitt var á alþjóða­mörk­uðum til að kaupa upp fyr­ir­tæki með þessum hætti áður en alþjóð­lega fjár­málakrísan skall á. Í bók­inni er lán­inu líkt við „síð­ustu þyrl­una sem fór frá banda­ríska sendi­ráð­inu í Saigon árið 1975 áður en borgin féll í hendur norð­ur­-ví­etnamíska hers­ins“.

Í bók­inni er lán­inu líkt við „síð­ustu þyrl­una sem fór frá banda­ríska sendi­ráð­inu í Saigon árið 1975 áður en borgin féll í hendur norð­ur­-ví­etnamíska hersins“.

Auglýsing

Það átta sig ekki allir á því en lán­veit­ingin sem Deutsche Bank veitti Björgólfi Thor var risa­vax­inn fyrir bank­ann. Að hans sögn voru ein­ungis banda­ríska og breska ríkið með stærri ein­stakar skuld­bind­ingar við Deutsche Bank. Vana­lega þegar slík lán voru veitt þá leiddi einn banki það en dreifði síðan áhætt­unni með fleir­um. Í þetta skiptið var Deutsche Bank gráð­ugur og vildi hirða allar þókn­anir vegna lán­veit­ing­ar­innar sjálf­ur. Það átti hann eftir að fá í haus­inn.

Í bók­inni segir frá því að með ógreiddum vöxtum hafi lánið vegna Act­a­vis-­kaupanna staðið í um 5,8 millj­örðum evra, tæpum 900 millj­örðum króna, árið 2009. Ef Act­a­vis hefði orðið ógjald­fært og fyr­ir­tækið í kjöl­farið selt hefði ein­ungis feng­ist um 1,4 millj­arðar evra, um 215 millj­arðar króna, fyrir það. Deutsche Bank hefði því setið uppi með um 685 millj­arða króna tap vegna láns­ins sem bank­inn hefði þurft að bók­færa. Það er tæp­lega 40 pró­sent af lands­fram­leiðslu Íslands á síð­asta ári.

Deutsche Bank tókst að fela þessa lík­lega stærstu mögu­legu tap­stöðu sína í árs­reikn­ing­um  fyrir öllum nema þeim sem vissu nákvæm­lega af hverju þeir voru að leita. Björgólfur Thor segir að málið hafi verið mjög vand­ræða­legt fyrir bank­ann og þegar unnið var að end­ur­skipu­lagn­ingu þess, sem tryggði Björgólfi Thor mögu­leika á því að eign­ast hlut í Act­a­vis að nýju og verða aftur ofur­rík­ur, hafi verið yfir­vof­andi sú raun­veru­lega hætta að Deutsche Bank gæti tapað ofan­greindum fjár­hæð­um.

sumir banka­menn sögðu meira að segja við okkur að þetta gæti leitt til þess að þýski kansl­ar­inn, Ang­ela Merkel, myndi taka lyklanna að Deutsche Bank. Kannski höfðu þeir rétt fyrir sér! Hvað hefði fólki þá fund­ist um „for­tress Germany“?

Björgólfur Thor segir að slíkt tap hefði lík­lega leitt til þess að Deutshe Bank hefði þurft að leita eftir fjár­magnsinn­spýt­ingu sem hefði lík­lega alið af sér bein rík­is­af­skipti af starf­semi þessa risa­vaxna alþjóð­lega fjár­fest­inga­banka. Í bók­inni segir Björgólfur Thor að „sumir banka­menn sögðu meira að segja við okkur að þetta gæti leitt til þess að þýski kansl­ar­inn, Ang­ela Merkel, myndi taka lyklanna að Deutsche Bank. Kannski höfðu þeir rétt fyrir sér! Hvað hefði fólki þá fund­ist um „for­tress Germany“?“.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kolbrún Baldursdóttir
Vill að Líf víki sem stjórnarmaður borgarinnar í SORPU
Borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur lagt fram tillögu þess efnis að Líf Magneudóttir, stjórnarmaður Reykjavíkurborgar í SORPU og borgarfulltrúi VG, víki úr stjórninni og í reynd að öll stjórnin segi af sér.
Kjarninn 23. janúar 2020
Maður heldur á hagléli á stærð við golfbolta fyrir framan þinghúsið í Canberra þann 20. janúar.
Ein vika í Ástralíu: Eldar, flóð, sandbyljir og haglél
Ástralía hefur fengið að finna fyrir dekkri tónum litrófs náttúruaflanna á aðeins einni viku. Frumbyggjar landsins segja að fyrirbyggjandi aðgerðir, sem forfeður þeirra stunduðu, hefðu getað bjargað miklu.
Kjarninn 23. janúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Dómsmálaráðherra skipar hæfnisnefnd vegna stöðu ríkislögreglustjóra
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur skipað hæfnisnefndir vegna stöðu ríkislögreglustjóra, lögreglustjórans á Austurlandi og sýslumannsins í Vestmannaeyjum.
Kjarninn 23. janúar 2020
Helga Vala Helgadóttir er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Leggja til stofnun launasjóðs afreksíþróttafólks
Samfylkingin leggur til að lagt verði fram frumvarp til laga um launasjóð fyrir afreksíþróttafólk. Tilgangur sjóðsins verði að auka fjárhagslegt öryggi íþróttamannanna.
Kjarninn 23. janúar 2020
Fanney Rós Þorsteinsdóttir
Fanney Rós tímabundið í embætti ríkislögmanns
Forsætisráðherra hefur ákveðið að setja Fanneyju Rós Þorsteinsdóttur tímabundið í embætti ríkislögmanns.
Kjarninn 23. janúar 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, svaraði fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar um fjárfestingarleiðina í vikunni.
Enn neitað að opinbera hverjir nýttu sér fjárfestingarleið Seðlabankans
Fjármála- og efnahagsráðuneytið telur ekki heimilt að upplýsa um hverjir ferjuðu fjármuni til Íslands í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands og tekur undir að þagnarskylda gagnvart þeim komi í veg fyrir það, óháð hagsmunum almennings.
Kjarninn 23. janúar 2020
Mynd tekin á samstöðufundi þann 8. mars í fyrra.
Ísland spilltasta land Norðurlandanna níunda árið í röð
Ísland er enn og aftur spilltasta ríki Norðurlandanna samkvæmt nýrri úttekt Transparency International. Samtökin veittu því sérstaka eftirtekt að Íslendingar eru meðal þeirra þjóða sem sýnt hafa vanþóknun sína á spilltum stjórnarháttum æðstu valdhafanna.
Kjarninn 23. janúar 2020
Sveitarfélögin enn ekki reiðubúin að þjónusta umsækjendur um alþjóðlega vernd
Einungis þrjú sveitarfélög þjónusta umsækjendur um alþjóðlega vernd: Reykjavíkurborg, Reykjanesbær og Hafnarfjarðarbær.
Kjarninn 23. janúar 2020
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None