ABH3597.jpg húsnæði húsnæðisskortur
Auglýsing

Í Íslands­heim­sókn sinni kom Bill Gates við í Múla­kaffi. Hann snæddi þar hádeg­is­verð ásamt lög­reglu­mönn­um, hjúkr­un­ar­konum og öðrum úr íslenskri alþýðu­stétt. Af til­viljun fór þá fram launa­könnun meðal mat­ar­gest­anna. Hún var gerð á vegum atvinnu­rek­enda.

Með­al­talið sýndi að kaup­máttur almúg­ans á Íslandi var einn sá besti á byggðu bóli. Mat­ar­kostn­aður var óveru­legur hluti af ráð­stöf­un­ar­tekj­um.

Glöggir les­endur átta sig á að ofan­verð atburða­rás er upp­diktuð dæmi­saga. Þeir vita að lög­reglu­maður með 284.000 kr. í veskið á mán­uði, eða íslensk hjúkr­un­ar­kona borða ekki úti í hádeg­inu. Hjá þeim breyta örbylgjur afgöngum gær­dags­ins í hádeg­is­mat. Bor­inn fram í end­ur­nýttu ísboxi frá síð­ustu jól­um.

Auglýsing

Frétta­til­kynn­ing grein­ing­ar­deildar Lands­bank­ans frá júlí í fyrra er hins vegar ekki upp­diktuð dæmi­saga.

„Hús­næð­is­kostn­aður ekki hár hér á landi“ er yfir­skrift­in. Fram kemur að hlut­fall hús­næð­is­kostn­aðar af ráð­stöf­un­ar­tekjum á Íslandi er sá næst­lægsti á Norð­ur­lönd­um. Hæstur er hús­næð­is­kostn­aður í Dan­mörku, eða um fjórð­ungur ráð­stöf­un­ar­tekna. Á íslandi er með­al­tal hús­næð­is­kostn­aðar 16,5 pró­sent af ráð­stöf­un­ar­tekj­um.

Nið­ur­staða mark­aðskorna Arion banka er á sömu nót­um. Bank­inn telur hús­næð­is­kostnað á Íslandi tal­inn vera á pari við Evr­ópu­lönd, eða ívið lægri. Þessi kostn­aður hefur farið minnkandi, og var kom­inn niður í 21,4% af ráð­stöf­un­ar­tekjum á Íslandi árið 2014.

Ályktun Lands­bank­ans endar á þessa leið : „hús­næð­is­byrði leigj­enda hefur hins vegar auk­ist tölu­vert á þessum tíma, eða um 5 % af ráð­stöf­un­ar­tekj­u­m“. Ekki fylgir sög­unni frá, og upp í hvaða pró­sentu af ráð­stöf­un­ar­tekjum „hús­næð­is­byrð­in“ (leig­an) er kom­in.




Nið­ur­staða Arion er svohljóð­andi : hús­næð­is­kostn­að­ur, (sem hlut­fall af ráð­stöf­un­ar­tekj­um) „kallar alls ekki á sér­staka íhlutun hins opin­bera á leigu­mark­að­i.“ Svo mörg voru þau orð.




Athygl­is­vert er að í gler­hvelf­ingum grein­ing­ar­deild­anna virð­ist leiga ekki skil­greind sem hús­næð­is­kostn­að­ur. Heldur „hús­næð­is­byrð­i“. Hvernig er í þennan (hús­næð­is­lána)pott búið? Sem bank­arnir byggja nið­ur­stöður sínar á?




Ef löggan úr dæmisög­unni er ein­hleyp í Reykja­vík, hefur  hún sam­kvæmt reikni­vél vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is­ins efni á hús­næði sem kostar 47.419 kr á mán­uði. (ráð­stöf­un­ar­tekjur - fram­færsla án hús­næðsis­kostn­að­ar; 284.000- 236.581 = 47.419 kr.) Er erfitt að finna leigu­í­búð fyrir þessa upp­hæð í Reykja­vík?


Ekki ef með­al­tals töl­fræði Lands­bank­ans stemm­ir. Og við leyfum okkur að setja sama­sem­merki milli hús­næð­is­kostn­aðar og leigu. 16,5% hús­næð­is­kostn­aður af 284.00 tekjum er mjög nálægt ofan­greindri upp­hæð.




Hinn kost­ur­inn er að við­kom­andi taki lán og kaupi íbúð. Til að eiga fyrir afborg­unum þarf hinn sami lík­lega að betla mat­ar­af­ganga í Múla­kaffi.


Afborg­anir slaga langt upp í útborguð laun.




Hvernig fá grein­ing­ar­deildir svona útkomur?  Að íslenskur hús­næð­is­kostn­aður sé ekki hár,  al­mennt 17 til  21% af ráð­stöf­un­ar­tekj­um? Taka þær allar hús­næð­isaf­borg­anir lands­ins og hella þeim í einn pott? Líka skuld­lausar eign­ir? Og „hús­næð­is­byrði“ leigj­enda í sér pott? Með þannig Múla­kaffis­mæl­ingum fæst flott útkoma. Þá verður „hús­næð­is­kostn­að­ur“ ekki hár á Íslandi. þá eru aðgerðir í hús­næð­is­málum líka óþarf­ar.




Bill Gates „fakt­or“ í hús­næð­is­jöfnu bank­anna eru hús­næð­is­lán verð­bólgu­ár­anna upp úr 1970 og fram að verð­trygg­ingu.  Á þessu tíma­bili greip um sig gullæði í hús­bygg­ing­um. Allir sem vett­lingi gátu valdið byggðu eða keyptu hús­næði.  Vextir voru í raun nega­tí­vir, Bankar breyttu and­virði lambs spari­fjár­eig­and­ans í lamba­læri á nokkrum miss­er­um. Hús­byggj­and­inn borg­aði and­virði eins her­bergis eða svo af  ein­býl­is­húsa­lán­inu þegar veislan var gerð upp. Fórn­ar­lömbin voru eldra fólk sem horfði á eftir ævisparn­aði sínum í þessa hít.




Talið er að vel á fimmta hund­ruð milj­arða (nú­virt) hafi færst milli kyn­slóða á þessu tíma­bili. Næsta kyn­slóð tók síðan við skrölt­andi tómum lána­stofn­un­um. Og beisku með­ali (verð­trygg­ing­unni)  sem er stundum hættu­legri en sjúk­dóm­ur­inn. Sumir kalla þetta gjöf eða rán á ævisparn­aði einnar kyn­lóð­ar. Þessi ráns­fengur er svo not­aður sem reikni­grunnur fyrir hvað allt er gler­fínt í hús­næð­is­málum lands­ins.




Þessi atburða­rás  er líka skýr­ingin á hvers vegna hlut­fall sér­eign­ar­form­ins rauk upp úr öllu valdi á Íslandi. Og varð að trú­ar­brögð­um. Sem ásamt skorti á non­profit leigu­mark­aði er aftur skýr­ingin á rús­sí­ban­areið hús­næð­is­mark­aðs­ins á Íslandi. Bólurnar springa á 7 til 10 ára fresti.


Í hvert sinn sem þessi öfugi pýramídi hrynur end­ur­byggja stjórn­völd hann. Stein fyrir stein. Skulda­leið­rétt­ingin er bara eitt dæmi um það klass­íska ferli.


Hlufall sér­eignar á fast­eigna­mark­aði (%)

Þýska­land 42

Dan­mörk 51

Sví­þjóð 60

Band­arikin 70

Ís­land 85

Út frá þessum Múla­kaffis­mæl­ingum álykta svo grein­ing­ar­deild­irn­ar: Það er allt í þessu fína í hús­næð­is­mál­um. 'Oþarfi   að breyta því sem virkar vel. Leigj­endur geta borið „hús­næð­is­byrð­ar“ sínar sjálf­ir. Á þessum grunni byggja stjórn­völd svo aðgerðir sín­ar, eða öllu heldur aðgerð­ar­leysi í hús­næð­is­mál­um. Það er jú óþarfi að breyta því sem virkar vel. Það er svo ódýrt að búa og lifa á Íslandi.


Mál­tíð í Múla­kaffi er sam­kvæmt mæl­ingum einn tíumilj­ón­asti hluti af mán­að­ar­launum verka­manns.


Ekki satt ?


 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None