Blóðmeraníðið - leikrit Ísteka 5 mín. fyrir frumvarp um blóðtökubann - Hluti III

Árni Stefán Árnason spyr hvort Ísteka ætli að rifta samningi við sjálft sig eða hvort verið sé að setja á svið eitt stórt leikrit.

Auglýsing

Líf­tækni­fyri­tækið Ísteka, sem nýtir sjálft beint, skv. áreið­an­legum heim­ild­um, blóð­töku­stað nr. 6, Skeggja­staði, í heim­ilda­mynd­inni um blóð­mer­a­níð­ið, hefur rift samn­ingi við bændur vegna með­ferðar þeirra á hross­um. Efla á nú eft­ir­lit fyr­ir­tæk­is­ins við blóð­töku mera og ýmis­legt fleira, sem óger­legt er þegar grannt er skoðað sbr. rök­semda­færslu hér að neð­an. Spyrja má: ætlar Ísteka þá að rifta samn­ingi við sjálft sig eða er þetta, eins og margan grun­ar, eitt stórt leik­rit, sett á svið, í tengslum við að mælt var fyrir frum­varpi um bann við blóð­töku í lið­inni viku af Ingu Sæland for­manni Flokks fólks­ins?

Fram­an­greint kemur fram í til­kynn­ingu frá Arn­þóri Guð­laugs­syni, fram­kvæmda­stjóra Ísteka, sem dúndraði til­kynn­ingu um betrumbætur á alla þing­menn og fjöl­miðla um hádeg­is­bilið 8. des­em­ber, korteri áður en mælt var fyrir frum­varp­inu. Ástæðan er mynd­skeið, sem sýnt var nýlega á vegum AWF/TSB, alþjóð­legra dýra­vernd­un­ar­sam­taka,  þar sem ólíð­andi aðbún­aður og með­ferð mera í blóð­töku var sýnd­ur. Ekki er til­greint í til­kynn­ing­unni hversu mörgum samn­ingum var rift, en 119 bændur hafa átt í sam­starfi við fyr­ir­tækið um blóð­töku mera.

Auglýsing
Arnþór seg­ir: „Þessi með­ferð er aug­ljós­lega brot á vel­ferð­ar­samn­ingum fyr­ir­tæk­is­ins og við­kom­andi bænda. Samn­ingum við þá hefur því verið rift. Á árinu 2021 hefur líf­tækni­fyr­ir­tækið Ísteka átt í sam­starfi við 119 bændur um blóð­gjafir hryssa til lyfja­fram­leiðslu. Gerðir eru bæði við­skipta­samn­ingar og sér­stakir vel­ferð­ar­samn­ingar við þá alla. Blóð­gjöf til lyfja­fram­leiðslu er eina búgreinin á Íslandi þar sem slíkir samn­ingar eru regla. Reynslan sýnir að bændur vinna almennt sam­kvæmt þeim.“ segir í til­kynn­ing­unni.

Allar blóð­tökur mynd­aðar

„Þá ætlar fyr­ir­tækið einnig að ráð­ast í umbætur á eft­ir­liti með blóð­gjöfum með auk­inni fræðslu og þjálfun bænda og fjölga vel­ferð­ar­eft­ir­lits­mönnum við blóð­gjaf­ir. Þá verður fram­vegis mynda­véla­eft­ir­lit með öllum blóð­tök­um. Með þessu von­ast for­svars­menn fyr­ir­tæk­is­ins til þess að ólíð­andi frá­vik varð­andi dýra­vel­ferð í blóð­gjöf hryssna á Íslandi end­ur­taki sig ekki.“ segir í til­kynn­ing­unn­i. 

Um þetta er eft­ir­far­andi að segja

  1. Blóð­takan ein, að mati Evr­ópu­þings­ins, er óverj­andi gagn­vart vel­ferð mer­anna og verður sýnt fram á það fljót­lega með grjót­hörðum gögnum frá erlendum fræði­mönn­um. 
  2. Von­laust er að halda hálf­villt dýr í því skyni að smala þeim 7 sinnum á ári á stuttum tíma til blóð­töku án þess að beita aðferðum sem alger­lega stang­ast á við lög um vel­ferð dýra. Bætt fræðsla og þjálfun bænda breytir ekki eðli hálf­villtra blóð­mera. Bændur þekkja flestir 1. gr. laga um vel­ferð dýra og vita þetta.
  3. Bætt og jafn­vel 100% eft­ir­lit af hálfu MAST myndi gera þennan iðnað sjálf­dauðan því eft­ilits­dýra­læknir myndi sjá strax það sem fram kemur í heim­ilda­mynd­inni og mun ekk­ert breyt­ast. Eðli og við­brögð hálf­villtra blóð­mera  með folöld breyt­ist ekki í takti við draum­kenndar hug­myndir Ístek­a.  Auk­in­heldur hefur MAST hvorki getu né fjár­magn til að sinna þessu eft­ir­liti. Hið fyrra hefur verið rök­stutt áður, hinu síð­ara hefur MAST marg kvartað und­an.
  4. Bættur aðbún­aður breytir engu, jafn­vel þó hann yrði á pari við aðbúnað á bestu kúa­búum lands­ins. Við­brögð mer­anna yrðu nákvæm­lega þau sömu sbr. rök­stuðn­ing hér á und­an.
  5. Ekki er ólík­legt að þeir bænd­ur, sem þurfa að lúta riftun gætu eign­ast him­in­háar skaða­bóta­kröfur á hendur Ísteka ehf og rík­inu enda eft­ir­litið á ábyrgð beggja.

Höf­undur er ­­dýra­rétt­­ar­lög­fræð­ing­­ur.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Aksturskostnaður Ásmundar Friðrikssonar 34 milljónir frá því að hann settist á þing
Kostnaður almennings vegna aksturs þingmanna jókst um ellefu prósent milli ára. Fjórir af þeim fimm þingmönnum sem keyra mest eru í Sjálfstæðisflokknum og fá yfir 30 prósent allra endurgreiðslna vegna aksturs.
Kjarninn 26. janúar 2022
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.
Tímabært að „henda grímunni“
Í dag kemur í ljós hvort dönsk stjórnvöld fallist á tillögu farsóttarnefndar um að aflétta nær öllum takmörkunum í landinu á næstu dögum. „Tímabært“ segja margir sérfræðingar en einhverjir eru þó skeptískir á tímasetningu.
Kjarninn 26. janúar 2022
Íslandsbanki býst við að verðhækkanirnar á húsnæðismarkaðnum róist á árinu.
Spá fjögurra prósenta stýrivöxtum eftir tvö ár
Í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka er gert ráð fyrir að stýrivextir verði 3,25 prósent á árinu. Í ársbyrjun 2024 verði vextirnir svo komnir í fjögur prósent, sem bankinn telur vera nálægt jafnvægisgildi þeirra.
Kjarninn 26. janúar 2022
SÁÁ fordæmir vændiskaup fyrrum formanns og ætlar að ráðast í gagngera skoðun
SÁÁ ætlar að gera nauðsynlegar umbætur á starfi sínu og kappkosta að tryggja öryggi skjólstæðinga sinna sem margir eru í viðkvæmri stöðu. „Umfram allt stöndum við með þolendum.“
Kjarninn 25. janúar 2022
Svandís Svavarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Segir þá samþjöppun sem átt hefur sér stað í sjávarútvegi ekki sanngjarna
Sjávar- og landbúnaðarráðherra og formaður Viðreisnar tókust á um sjávarútvegsmál á þingi í dag.
Kjarninn 25. janúar 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra tóku við félagshagfræðilegri greiningu um Sundabraut í gær.
Sundabraut samfélagslega hagkvæm, fækkar eknum kílómetrum en fjölgar bílferðum
Ábatinn af lagningu Sundabrautar fyrir samfélagið gæti numið allt að 236 milljörðum króna, samkvæmt greiningu Mannvits og COWI. Eknum kílómetrum gæti fækkað um rúmlega 140 þúsund á dag, en daglegum bílferðum gæti að sama skapi fjölgað um þúsundir.
Kjarninn 25. janúar 2022
Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata.
„Það er lygi hjá Útlendingastofnun“
Miklar umræður sköpuðust á þingi í dag um fyrirkomulag er varðar afgreiðslu umsókna um ríkisborgararétt.
Kjarninn 25. janúar 2022
Lilja Alfreðsdóttir er ráðherra menningarmála.
Ríkisstjórnin setur 450 milljónir króna í aðgerðir fyrir tónlist og sviðslistir
Viðbótarlistamannalaun verða að stóru leyti eyrnamerkt tónlistar- og sviðslistarfólki undir 35 ára aldri og fjármunir verða settir í að styðja við ýmis konar viðburðarhald til að mæta miklum samdrætti í tekjum í kórónuveirufaraldrinum.
Kjarninn 25. janúar 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar