Blóðmeraníðið - leikrit Ísteka 5 mín. fyrir frumvarp um blóðtökubann - Hluti III

Árni Stefán Árnason spyr hvort Ísteka ætli að rifta samningi við sjálft sig eða hvort verið sé að setja á svið eitt stórt leikrit.

Auglýsing

Líf­tækni­fyri­tækið Ísteka, sem nýtir sjálft beint, skv. áreið­an­legum heim­ild­um, blóð­töku­stað nr. 6, Skeggja­staði, í heim­ilda­mynd­inni um blóð­mer­a­níð­ið, hefur rift samn­ingi við bændur vegna með­ferðar þeirra á hross­um. Efla á nú eft­ir­lit fyr­ir­tæk­is­ins við blóð­töku mera og ýmis­legt fleira, sem óger­legt er þegar grannt er skoðað sbr. rök­semda­færslu hér að neð­an. Spyrja má: ætlar Ísteka þá að rifta samn­ingi við sjálft sig eða er þetta, eins og margan grun­ar, eitt stórt leik­rit, sett á svið, í tengslum við að mælt var fyrir frum­varpi um bann við blóð­töku í lið­inni viku af Ingu Sæland for­manni Flokks fólks­ins?

Fram­an­greint kemur fram í til­kynn­ingu frá Arn­þóri Guð­laugs­syni, fram­kvæmda­stjóra Ísteka, sem dúndraði til­kynn­ingu um betrumbætur á alla þing­menn og fjöl­miðla um hádeg­is­bilið 8. des­em­ber, korteri áður en mælt var fyrir frum­varp­inu. Ástæðan er mynd­skeið, sem sýnt var nýlega á vegum AWF/TSB, alþjóð­legra dýra­vernd­un­ar­sam­taka,  þar sem ólíð­andi aðbún­aður og með­ferð mera í blóð­töku var sýnd­ur. Ekki er til­greint í til­kynn­ing­unni hversu mörgum samn­ingum var rift, en 119 bændur hafa átt í sam­starfi við fyr­ir­tækið um blóð­töku mera.

Auglýsing
Arnþór seg­ir: „Þessi með­ferð er aug­ljós­lega brot á vel­ferð­ar­samn­ingum fyr­ir­tæk­is­ins og við­kom­andi bænda. Samn­ingum við þá hefur því verið rift. Á árinu 2021 hefur líf­tækni­fyr­ir­tækið Ísteka átt í sam­starfi við 119 bændur um blóð­gjafir hryssa til lyfja­fram­leiðslu. Gerðir eru bæði við­skipta­samn­ingar og sér­stakir vel­ferð­ar­samn­ingar við þá alla. Blóð­gjöf til lyfja­fram­leiðslu er eina búgreinin á Íslandi þar sem slíkir samn­ingar eru regla. Reynslan sýnir að bændur vinna almennt sam­kvæmt þeim.“ segir í til­kynn­ing­unni.

Allar blóð­tökur mynd­aðar

„Þá ætlar fyr­ir­tækið einnig að ráð­ast í umbætur á eft­ir­liti með blóð­gjöfum með auk­inni fræðslu og þjálfun bænda og fjölga vel­ferð­ar­eft­ir­lits­mönnum við blóð­gjaf­ir. Þá verður fram­vegis mynda­véla­eft­ir­lit með öllum blóð­tök­um. Með þessu von­ast for­svars­menn fyr­ir­tæk­is­ins til þess að ólíð­andi frá­vik varð­andi dýra­vel­ferð í blóð­gjöf hryssna á Íslandi end­ur­taki sig ekki.“ segir í til­kynn­ing­unn­i. 

Um þetta er eft­ir­far­andi að segja

  1. Blóð­takan ein, að mati Evr­ópu­þings­ins, er óverj­andi gagn­vart vel­ferð mer­anna og verður sýnt fram á það fljót­lega með grjót­hörðum gögnum frá erlendum fræði­mönn­um. 
  2. Von­laust er að halda hálf­villt dýr í því skyni að smala þeim 7 sinnum á ári á stuttum tíma til blóð­töku án þess að beita aðferðum sem alger­lega stang­ast á við lög um vel­ferð dýra. Bætt fræðsla og þjálfun bænda breytir ekki eðli hálf­villtra blóð­mera. Bændur þekkja flestir 1. gr. laga um vel­ferð dýra og vita þetta.
  3. Bætt og jafn­vel 100% eft­ir­lit af hálfu MAST myndi gera þennan iðnað sjálf­dauðan því eft­ilits­dýra­læknir myndi sjá strax það sem fram kemur í heim­ilda­mynd­inni og mun ekk­ert breyt­ast. Eðli og við­brögð hálf­villtra blóð­mera  með folöld breyt­ist ekki í takti við draum­kenndar hug­myndir Ístek­a.  Auk­in­heldur hefur MAST hvorki getu né fjár­magn til að sinna þessu eft­ir­liti. Hið fyrra hefur verið rök­stutt áður, hinu síð­ara hefur MAST marg kvartað und­an.
  4. Bættur aðbún­aður breytir engu, jafn­vel þó hann yrði á pari við aðbúnað á bestu kúa­búum lands­ins. Við­brögð mer­anna yrðu nákvæm­lega þau sömu sbr. rök­stuðn­ing hér á und­an.
  5. Ekki er ólík­legt að þeir bænd­ur, sem þurfa að lúta riftun gætu eign­ast him­in­háar skaða­bóta­kröfur á hendur Ísteka ehf og rík­inu enda eft­ir­litið á ábyrgð beggja.

Höf­undur er ­­dýra­rétt­­ar­lög­fræð­ing­­ur.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar