Brunar lestin?

Fyrirsjáanleg aukning bílaumferðar á næstu 23 árum með tilheyrandi alltof mikilli mengun kallar á nýjar nálganir, skrifar Gunnar Alexander Ólafsson og spyr hvort ekki sé tímabært að íhuga að leggja lest á milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar.

Auglýsing

Um dag­inn bár­ust þær upp­lýs­ingar frá Vega­gerð­inni, að umferð um Reykja­nes­braut muni aukast úr ca 20.000 bílum á dag í ca. 52.000 bíla árið 2044 eða eftir 23 ár. Það er rosa­leg aukn­ing á umferð og erfitt að sjá þessa miklu umferð fara í gegnum Hafn­ar­fjörð með til­heyr­andi mengun nema að gripið verði til mik­illa fram­kvæmda, til við­bótar við þær fram­kvæmdir sem fylgja munu tvö­földun Reykja­nes­braut­ar­inn­ar.

Þessi frétt vekur þá spurn­ingu hvort ekki sé tíma­bært að íhuga umhverf­is­vænni kost við að tengja Suð­ur­nesin við Reykja­vík, eins og að leggja lest á milli Reykja­víkur og Kefla­vík­ur­flug­vall­ar. Með því að leggja lest milli Reykja­víkur og Kefla­vík­ur­flug­vallar í tveimur áföngum væri m.a. hægt að mæta fyr­ir­hug­aðri aukn­ingu á bíla­um­ferð. Í fyrsta áfanga væri hægt að leggja lestar­teina á milli Reykja­víkur og Kefla­vík­ur­flug­vallar með stoppum við Fitjar, Kaplakrika, Smára­lind og við Kringl­una. Í seinni áfanga væri hægt að tengja lest­ina við vænt­an­lega sam­göngu­mið­stöð á BSÍ reitn­um. Í fyrsta lagi myndi þessi lausn tengja betur tvö stór atvinnu­svæði, þ.e. höf­uð­borg­ar­svæðið og Suð­ur­nes­in. Í öðru lagi er lestin miklu umhverf­is­vænni en hefð­bundin bíla­um­ferð. Með auk­inni bíla­um­ferð eykst mengun vegna los­unar jarð­elds­neytis og svifryks frá nagla­dekkjum auk hávaða­meng­un­ar.

Fyr­ir­sjá­an­leg aukn­ing bíla­um­ferðar á næstu 23 árum með til­heyr­andi alltof mik­illi mengun kallar á nýjar nálg­an­ir.Gamlar lausnir við að byggja bara fleiri umferð­ar­mann­virki eru ekki lausn á þessum aðsteðj­andi vanda. Lest á milli Kefla­víkur og Reykja­víkur getur verið að mestu fyrir utan byggð og gengi fyrir raf­magni sem er miklu umhverf­is­vænni leið að knýja sam­göngur en hefð­bundið jarð­elds­neyti sem notað er í dag. Því myndi hávaði sem kæmi frá lestar­um­ferð­inni verða óveru­legur og ekki nálægt eins mik­ill og kemur frá umferð bíla.

Auglýsing

Nú ættu sveit­ar­fé­lög, Vega­gerð­in, Isa­via og fleiri sem eiga hags­muna að gæta að setj­ast niður og fara yfir málið og kynna sér rann­sóknir Run­ólfs Ágústs­sonar sem hefur kannað hag­kvæmni lest­ar­sam­gangna á milli Flug­stöðvar Leifs Eiríks­sonar og Reykja­vík­ur.

Það er ljóst að kostn­aður við að koma á lest­ar­sam­göngum á milli Kefla­vík­ur­flug­vallar og Reykja­víkur er mik­ill. Til langs tíma er þessi val­kostur þó hag­kvæm­ari en hefð­bundin umferð­ar­mann­virki þar sem við­hald þeirra er miklu meira en við­hald lesta auk þess að rekstr­ar­kostn­aður umferð­ar­innar er stjarn­fræði­lega hærri en rekstr­ar­kostn­aður lestar, sé m.v. afkasta­getu auk þess sem líf­tími lesta­teina er marg­falt lengri en líf­tími vega.

Að stuðla að lest­ar­sam­göngum er jákvætt skref inn í 21 öld­ina, þar sem hugsað er í nýjum lausnum, umhverf­is­vænni lausnum sem geta stuðlað að því að Ísland geti betur mætt þeim skuld­bind­ingum sínum að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda.

Höf­undur er heilsu­hag­fræð­ingur og skipar 7. sæti á lista Sam­fylk­ing­ar­innar í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suður í kom­andi Alþing­is­kosn­ing­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar