Brunar lestin?

Fyrirsjáanleg aukning bílaumferðar á næstu 23 árum með tilheyrandi alltof mikilli mengun kallar á nýjar nálganir, skrifar Gunnar Alexander Ólafsson og spyr hvort ekki sé tímabært að íhuga að leggja lest á milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar.

Auglýsing

Um daginn bárust þær upplýsingar frá Vegagerðinni, að umferð um Reykjanesbraut muni aukast úr ca 20.000 bílum á dag í ca. 52.000 bíla árið 2044 eða eftir 23 ár. Það er rosaleg aukning á umferð og erfitt að sjá þessa miklu umferð fara í gegnum Hafnarfjörð með tilheyrandi mengun nema að gripið verði til mikilla framkvæmda, til viðbótar við þær framkvæmdir sem fylgja munu tvöföldun Reykjanesbrautarinnar.

Þessi frétt vekur þá spurningu hvort ekki sé tímabært að íhuga umhverfisvænni kost við að tengja Suðurnesin við Reykjavík, eins og að leggja lest á milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar. Með því að leggja lest milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar í tveimur áföngum væri m.a. hægt að mæta fyrirhugaðri aukningu á bílaumferð. Í fyrsta áfanga væri hægt að leggja lestarteina á milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar með stoppum við Fitjar, Kaplakrika, Smáralind og við Kringluna. Í seinni áfanga væri hægt að tengja lestina við væntanlega samgöngumiðstöð á BSÍ reitnum. Í fyrsta lagi myndi þessi lausn tengja betur tvö stór atvinnusvæði, þ.e. höfuðborgarsvæðið og Suðurnesin. Í öðru lagi er lestin miklu umhverfisvænni en hefðbundin bílaumferð. Með aukinni bílaumferð eykst mengun vegna losunar jarðeldsneytis og svifryks frá nagladekkjum auk hávaðamengunar.

Fyrirsjáanleg aukning bílaumferðar á næstu 23 árum með tilheyrandi alltof mikilli mengun kallar á nýjar nálganir.Gamlar lausnir við að byggja bara fleiri umferðarmannvirki eru ekki lausn á þessum aðsteðjandi vanda. Lest á milli Keflavíkur og Reykjavíkur getur verið að mestu fyrir utan byggð og gengi fyrir rafmagni sem er miklu umhverfisvænni leið að knýja samgöngur en hefðbundið jarðeldsneyti sem notað er í dag. Því myndi hávaði sem kæmi frá lestarumferðinni verða óverulegur og ekki nálægt eins mikill og kemur frá umferð bíla.

Auglýsing

Nú ættu sveitarfélög, Vegagerðin, Isavia og fleiri sem eiga hagsmuna að gæta að setjast niður og fara yfir málið og kynna sér rannsóknir Runólfs Ágústssonar sem hefur kannað hagkvæmni lestarsamgangna á milli Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og Reykjavíkur.

Það er ljóst að kostnaður við að koma á lestarsamgöngum á milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur er mikill. Til langs tíma er þessi valkostur þó hagkvæmari en hefðbundin umferðarmannvirki þar sem viðhald þeirra er miklu meira en viðhald lesta auk þess að rekstrarkostnaður umferðarinnar er stjarnfræðilega hærri en rekstrarkostnaður lestar, sé m.v. afkastagetu auk þess sem líftími lestateina er margfalt lengri en líftími vega.

Að stuðla að lestarsamgöngum er jákvætt skref inn í 21 öldina, þar sem hugsað er í nýjum lausnum, umhverfisvænni lausnum sem geta stuðlað að því að Ísland geti betur mætt þeim skuldbindingum sínum að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.

Höfundur er heilsuhagfræðingur og skipar 7. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður í komandi Alþingiskosningum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdragandi alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Steinar Frímannsson
Góð, en stundum þokukennd stefna – Umhverfisstefna Viðreisnar
Kjarninn 19. september 2021
Tugir innherjasvikamála órannsökuð þegar Fjármálaeftirlitið hætti rannsóknum
Fyrrverandi rannsakandi á verðbréfasviði Fjármálaeftirlitsins eftir hrun bankakerfisins segir sögu sína í bók sem brátt kemur út í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hann segir stór mál enn hafa verið órannsökuð þegar FME slaufaði rannsóknarteymum sínum.
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar